No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2013, miðvikudaginn 10. apríl 2013 kl. 09.17, var haldinn 13. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir
Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:
(C) Fyrirspurnir
1. Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) breyting á byggingarmagni (01.6) Mál nr. SN110156
Kurt og Pí ehf, Skólavörðustíg 2, 101 Reykjavík
Flugfélag Íslands ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Flugfélags Íslands dags. 25. mars 2011 varðandi endurbætur og viðbyggingu flugstöðvar Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli, samkvæmt tillögu Kurtogpí dags. 8. apríl 2013.
Dagur B. Eggertsson og Hrólfur Jónsson sátu fundinn undir þessu lið.
Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:25
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu
„Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að unnin verði breyting á deiliskipulagi sem felur í sér stækkun á flugstöðinni í samræmi við drög að samkomulagi um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Jafnframt verður hafin vinna við deiliskipulag á nýrri íbúabyggð í Skerjafirði.
Einnig er lagt til að unnið verði að því að bæta öryggismál á flugvellinum með tilliti til lendingarljósa og trjágróðurs í Öskjuhlíð með það að markmiði að ásættanleg niðurstaða náist fyrir Isavia og fyrir Reykjavíkurborg. Ráðið vill þó árétta að umhverfis flugvöllinn eru mikilvæg útvistarsvæði sem brýnt er að vernda„.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir bókuðu
Það er fagnaðarefni að ríkið ætli loks að standa við gerða samninga um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, svokallaðrar Norðaustur-suðvestur brautar. Hún er aðeins notuð í 1#PR tilvika á ári og ríkið hefur í þrígang lofað því að loka brautinni í undirrituðum samningum.
Með lokun brautarinnar opnast verðmætt byggingarland í Vatnsmýrinni, en borgarbúar hafa í könnunum um búsetuóskir lýst því yfir að Vatnsmýrin sé það nýbyggingaland sem þeir helst vilji búa á.
Fyrirætlanir ríkisins um betri aðstöðu fyrir innanlandsflug eru kunnar en skýrt er tekið fram að auðvelt sé að taka slíka byggingu niður þegar flugvöllurinn fer. Enn er þó rúmur áratugur í að A/V braut flugvallarins verði lögð niður og ný flugstöð nýtist að minnsta kosti í þann tíma.
Flugvöllurinn í Vatnsmýri uppfyllir ekki tilmæli Alþjóða flugmálastofnunarinnar um öryggismál og gildir það til dæmis um öryggissvæði við flugbrautarenda og öryggissvæði frá miðlínu. Sama gildir um aðflugsljós og hindrunarfleti. Þetta hafa flugmálayfirvöld verið treg til að viðurkenna. En kröfur þeirra um fellingu elsta hluta skógarins í Öskjuhlíðinni sem nú vakna upp á ný, og umfangsmikil lendingarljós á Ægisíðunni færa Reykvíkingum heim sanninn um að flugvöllurinn er of frekur í umhverfi sínu í miðborg Reykjavíkur. Borgaryfirvöld ættu að hafna slíkum kröfum, rétt eins og þau höfnuðu stórum ljósamöstrum í Hljómskálagarðinum þegar flugvallayfirvöld reyndu að fá þau í gegn.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson bókaði: „Kaup borgarinnar á landi í Skerjafirði hafa ekki áhrif á framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni og því mikilvægt m.a. af flugöryggisástæðum að Reykjavíkurborg liðki fyrir endurnýjun nauðsynlegra mannvirkja á flugvallarsvæðinu. Sérstaklega er aðkallandi að reist verði ný flugstöð þar sem allir flugrekstraraðilar í innanlandsflugi geta fengið aðstöðu fyrir starfsemi sína.
Í áraraðir hefur staðið til að leggja niður gamla flugbraut sem snýr í norðaustur – suðvestur. Brautin hefur af þessum ástæðum ekki hlotið eðlilegt viðhald og er lítið notuð. Samgöngumiðstöð sem ríkið vildi reisa í Vatnsmýrinni átti til dæmis að standa á brautarendanum. Nú þegar ákveðið hefur verið með samningum ríkis og borgar að brautin verði lögð af opnast tækifæri til að nýta land við Skerjafjörðinn með öðrum hætti.
Mikilvægt er að rammaskipulag Vatnsmýrarinnar verði endurskoðað. Þróa þarf hugmyndir um nýtingu þess hluta hennar sem Reykjavíkurborg er að festa kaup á og vinna deiliskipulag sem tekur mið af þeirri byggð sem stendur í Skerjafirði, yfirbragði hennar og sérstöðu. Samráð við íbúa er lykillinn að farsælu skipulagi en tækifæri geta falist í því að stækka byggðina og gera hverfið heildstæðara. Með því getur verið kominn grunnur fyrir byggingu nýs grunnskóla og fyrir aðra þjónustu fyrir íbúa. Ef vandað er til nýs skipulags svæðisins mun það geta aukið gæði gamla hverfisins en borgaryfirvöld verða að vera minnug þess að samráð í skipulagsmálum er lögbundið.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
2. Sorpa bs., Fundargerðir Mál nr. US130002
Lagðar fram fundargerðir Sorpu bs. nr. 316 frá 25. mars 2013 og nr. 317 frá 8. apríl 2013.
3. Miklabraut, áhrif lækkunar hámarkshraða Mál nr. US130088
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram skýrsla Mannvits dags. í mars 2013 varðandi áhrif lækkunar hámarkshraða á Miklubraut.
Þorsteinn Hermannsson frá Mannvit kynnti
Umhverfis -og skipulagsráð bókaði:
„Skýrsla Mannvits um áhrif lækkunar hámarkshraða á hluta Miklubrautar var unnin fyrir Reykjavíkurborg og Vegagerðina. Niðurstöður skýrslunnar eru þær að lækkun hámarkshraða skilar betri hljóðvist, betri umhverfisgæðum og auknu öryggi. Umhverfis og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að hefja viðræður við Vegargerðina um viðbrögð við skýrslunni en lækkun umferðarhraða hefur óumdeilda kosti fyrir nærliggjandi hverfi“.
4. Hjólreiðaáætlun, staða á verkefnum Mál nr. US130082
Kynnt staða á verkefnum varðandi hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar.
Ámundi V. Brynjólfsson kynnti.
5. Laugavegur, vegna endurbóta og breytinga á Laugavegi Mál nr. US130057
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindisbréf umhverfis-og skipulagssviðs dags. 13. mars 2013 varðandi skipan starfshóps vegna endurbóta og breytinga á Laugavegi.
Samþykkt.
6. Sundlaugar í Reykjavík, skýrsla starfshóps Mál nr. US130048
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarráðs ásamt skýrslu stafshóps um framtíðarsýn fyrir sundlaugarnar í Reykjavík til 20. ára. Óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs Einnig er lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. apríl 2013.
7. Umhverfis- og skipulagssvið, úrgangsmál Mál nr. US130096
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Kynnt staða á stöðu ýmissa mála sem snerta úrgangsmál borgarinnar
Eygerður Margrétardóttir kynnti
(A) Skipulagsmál
8. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 22. mars 2013 og 4. apríl 2013.
Hildur Sverrisdóttir vék af fundi kl. 12:05 og tók Marta Guðjónsdóttir hennar sæti á fundinum
9. Hagamelur 1, Melaskóli, breyting á deiliskipulagi (01.542.1) Mál nr. SN120099
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, frumathugana mannvirkjagerðar dags. 1. mars 2012 varðandi breytingu á deiliskipuagi Mela og Grímsstaðaholts vegna lóðarinnar nr. 1 við Hagamel, Melaskóla. Í breytingunni felst að staðsetja boltagerði á lóðinni við Melaskóla, samkvæmt uppdrætti dags. 3. apríl 2013.
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Marta Guðjónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og bókaði „Marta Guðjónsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnar því að nú hylli loksins í að battavelli verði komið upp við Melaskóla en hefði kosið að reynt hefði verið til þrautar að finna heppilegri staðsetningu fyrir völlinn þar sem hann hefur ekki áhrif á ásýnd skólans sem er einstaklega falleg bygging og merkileg út frá arkitekttónískum sjónarmiðum.
Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins
10. Holtavegur 11, breyting á deiliskipulagi (01.411.1) Mál nr. SN130143
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, frumathugana mannvirkja deildar að breytingu á deiliskipulagi Þróttarsvæðis vegna lóðarinnar Holtavegur 11. Í breytingunni felst að koma fyrir færanlegri kennslustofu skv. uppdr. dags. 19. mars 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Rúnar Gunnarsson tók sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Kjalarnes, Norðurgrund 1, 3, 5 og 7, breyting á deiliskipulagi (03.247.22) Mál nr. SN130171
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis vegna lóðanna nr. 1, 3, 5 og 7 við Norðurgrund á Kjalarnesi. Í breytingunni felst afmörkun nýrra byggingarreita, breyting á húsgerð o.fl., samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. mars 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Eðvaldsson tók sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Guðrúnartún 1, breyting á deiliskipulagi (01.216.2) Mál nr. SN130152
Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lagt fram erindi Húsfélagsins Sætúni 1 dags. 21. mars 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vesturs vegna lóðarinnar nr. 1 við Guðrúnartún. Í breytingunni felst stækkun á tengibyggingu samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 31. mars 2013.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Margrét Þormar tók sæti á fundinum undir þessum lið.
13. Njálsgötureitur 3, lýsing fyrir reit 1.190.3 (01.190.3) Mál nr. SN130157
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. apríl 2013 vegna deiliskipulags reits 1.190.3, Njálsgötureits. Skipulagssvæðið afmarkast af Njálsgötu, Barónsstíg, Bergþórugötu og Vitastíg.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnun, Hverfisráð Miðborgar-Hlíða, Minjastofnunar og Borgarminjavarða og annara hagsmunaaðila.
Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs.
Margrét Þormar tók sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Sogamýri, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN120218
Lagt fram til endursamþykktar erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar. Í breytingunni felst breytt landnotkun, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 31. gr. skipulagslaga, sbr. 3. mgr. 30 gr. með atkvæðum fulltrúar Besta flokksins Páls Hjaltasonar Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá og bókuðu: #GL Nú stendur yfir vinna við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur sem tekur til áranna 2010-2030. Meginregla í skipulagi borgarinnar hefur verið að vinna aðalskipulagið heildstætt og marka heildarsýn fyrir borgina. Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja.#GL
Vísað til borgarráðs.
Haraldur Sigurðsson tók sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Sogamýri, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN110157
Lagt fram til endursamþykktar erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogamýri. Breytingin felur í sér þrjár nýjar lóðir austan, lóðanna við Suðurlandsbraut 68-70, ásamt hliðrun á göngustíg, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 41. gr., sbr. 4. mgr. 40 gr. með atkvæðum fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson Gísli Marteinn Baldursson, og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.
Haraldur Sigurðsson tók sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 724 frá 26. mars 2013 ásamt fundargerð nr. 725 frá 9. apríl 2013.
(C) Ýmis mál
17. Barónsstígur, Sundhöllin, Samkeppni (01.191.0) Mál nr. SN130179
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram drög að forsögn að opinni samkeppni vegna viðbyggingar á Sundhöll Reykjavíkur.
Frestað
18. Miðborgin, Við eigum von á gestum Mál nr. SN130184
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs til rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur um mikilvægi samvinnu um ásýnd og fegurð miðborgarinnar.
19. Almenningssamgöngustefna Reykjavíkur, almenningssamgöngur Mál nr. US130098
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. apríl 2013 ásamt almenningssamgöngustefnu Reykjavíkur sem samþykkt var í borgarstjórn 19. mars sl. Einnig er lagt fram erindisbréf starfshóps um stefnumörkun í almenningssamgöngum í Reykjavík.
20. Earth 101, styrkumsókn Mál nr. US130091
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 24. mars 2013 varðandi umsókn um styrk fyrir Earth 101 verkefnið. Óskað er umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
Erindinu vísað til skrifstofu sviðsstjóra.
21. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla Mál nr. US130045
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í mars 2013.
22. Umhverfis- og skipulagssvið, reglur um styrki og ferðalög Mál nr. US130094
Lagðar fram til kynningar reglur um styrki og ferðalög á vegum Reykjavíkurborgar.
23. Umhverfis- og skipulagsráð, ferð Mál nr. US130093
Kynnt fyrirhuguð ferð fulltrúa úr umhverfis-og skipulagsráði á ráðstefnu í Chicago
24. Umhverfis- og skipulagssvið, fjárhagsáætlun 2014 Mál nr. US130071
Kynnt drög að fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs 2014.
Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 13:31
Kristín Soffía Jónsdóttir vék af fundi kl. 13:59
25. Umhverfis- og skipulagssvið, kynjuð fjárhags- og starfsáætlanagerð Mál nr. US130095
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram minnisblað dags. 25. mars 2013 vegna tilraunaverkefnis USK vegna kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlanagerðar
Ráðið þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf og tekur undir að verkefni I í minnisblaði væri það sem best myndi henta sviðinu að þessu sinni. Því er starfshópnum falið að vinna áfram að verkefninu.
Marta Guðjónsdóttir vék af fundi kl. 14:40.
Fulltrúi vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir lagi fram eftirfarandi tillögu:
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að til viðbótar við þegar samþykkt tilraunaverkefni, verði áhrif hverfisskipulagsvinnu borgarinnar á konur og karla metin. Ljóst er að hverfisskipulagsáætlanir og aukin nærþjónusta mun hafa umtalsverð áhrif á hagi barnafjölskyldna og má leiða að því líkum að í kjölfarið muni verkaskipting á heimilum breytast til batnaðar sem svo aftur hefur áhrif á tækifæri kynjanna á vinnumarkaði.
Frestað
26. Betri Reykjavík, Götumarkaðir út um alla miðborg Mál nr. SN130160
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Ýmislegt frá 28. febrúar 2013 #GLGötumarkaðir út um alla miðborg#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2013.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt
27. Betri Reykjavík, Gróðursetja fleiri tré meðfram Bústaðavegi við Fossvog Mál nr. SN130161
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Umhverfismál frá 28. febrúar 2013 #GLGróðursetja fleiri tré meðfram Bústaðavegi við Fossvog#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
28. Betri Reykjavík, Að setja upp fleiri og burðugri ruslatunnur á gönguleiðum. Mál nr. SN130162
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík og jafnframt efsta hugmynd í málaflokknum Umhverfismál frá 28. febrúar 2013 #GLAð setja upp fleiri og burðugri ruslatunnur á gönguleiðum#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
29. Betri Reykjavík, Strætó frá Mjódd og í Árbæjarhverfi Mál nr. SN130163
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Samgöngur frá 28. febrúar 2013 #GLStrætó frá Mjódd og í Árbæjarhverfi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað
30. Betri Reykjavík, Gangbrautarljós á Arnarbakka fyrir skólabörn Mál nr. SN130164
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Samgöngur frá 28. febrúar 2013 #GLGangbrautarljós á Arnarbakka fyrir skólabörn#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað
31. Betri Reykjavík, Norðlingaholt- ný göngubrú yfir Bugðu Mál nr. SN130165
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Skipulagsmál frá 28. febrúar 2013 #GLNorðlingaholt- ný göngubrú yfir Bugðu#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
32. Sléttuvegur, Hrafnista, breyting á deiliskipulagi (01.79) Mál nr. SN120500
Sjómannadagsráð Rvíkur/Hafnarfj, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2013 um samþykkt borgarráðs 21. mars 2013 um breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar, lóðar Hrafnistu.
33. Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN120514
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2013 um samþykkt borgarráðs 21. mars 2013 um breytingu á deiliskipulagi Rauðarárholts vegna lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt.
34. Mosfellsbær, aðalskipulag 2011-2030, auglýsing Mál nr. SN130147
Mosfellsbær, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2013 um samþykkt borgarráðs 21. mars 2013 varðandi athugasemdir við auglýsta tillögu að aðalskipulag Mosfellsbæjar
35. Nýr Landspítali við Hringbraut, nýtt deiliskipulag (01.19) Mál nr. SN110037
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2013 um samþykkt borgarráðs 21. mars 2013 á umsögn skipulagsfulltrúa vegna athugasemda Skipulagsstofnunar.
36. Ferjuvogur 2, Vogaskóli, breyting á deiliskipulagi (01.440.1) Mál nr. SN130142
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. apríl 2013 um samþykkt borgarráðs 4. apríl 2013 um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Vogaskóla við Ferjuvog 2.
Fundi slitið kl. 15.10
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Karl Sigurðsson Sóley Tómasdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2013, þriðjudaginn 26. mars kl. 10.15 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 724. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Björn Kristleifsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Álfabakki 7 (04.602.801) 111717 Mál nr. BN045630
Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu í afgreiðslusal sbr. erindi BN042906 bensínstöðvar á lóð nr. 7 við Álfabakka.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
2. Álfheimar 49 (01.438.004) 105393 Mál nr. BN045632
Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss þar sem breytt er nýtingu og starfsemi þannig að bætt er við aðstöðu til sölu á upphituðum mat, grilli, djúpsteikningarpotti og borði með stólum, sbr. erindi BN042909 í bensínstöð á lóð nr. 49 við Álfheima.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Skilyrt er að sjálfvirku slökkvikerfi verði komið fyrir í háf yfir djúpsteikningaraðstöðu
3. Bárugata 11 (01.136.303) 100561 Mál nr. BN045772
Asar Invest ehf, Kvistalandi 14, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum, sjá erindi BN045288, af gistiheimili í húsi á lóð nr. 11 við Bárugötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
4. Bergstaðastræti 13 (01.180.309) 101720 Mál nr. BN045703
B13 ehf., Þúfuseli 2, 109 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breytingum á innra skipulagi og útliti sem orðið hafa á byggingartíma, sjá erindi BN040897. Á 1. hæð er innréttað íbúðarherbergi og geymslur íbúða á efri hæðum, hurð úr stigahúsi í garð er felld niður, klæðningu breytt úr flísum í múrkerfi og svalahandriðum úr stáli í timbur á fjölbýlishúsi á lóð nr. 13 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Til frekari athugunar.
Harri Ormarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
5. Borgartún 18 (01.221.001) 102796 Mál nr. BN045758
Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna lokaúttektar sbr. BN042899 þar sem glerveggur er fjarlægður á 3. hæð í húsinu á lóð nr. 18 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042394
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 7-16 hæða hótel flokki V teg. A, bygging S2 í deiliskipulagi, með 342 herbergjum, ásamt 4. áfanga bílakjallara á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Erindi fylgir yfirlýsing Verkís og minnisblað um hljóðvist dags. 20. desember 2012, umsókn um breytta akstursstefnu í Skúlatúni dags. 21. desember 2010, bílastæðabókhald síðast breytt 21. mars 2012 og brunahönnun frá Verkís dags. í mars 2013 og leiðrétting dags. 21. mars 2013.
Stærðir: Kjallari -1, geymslur 1451,8 ferm., kjallari, geymslur 1.423,9 ferm., 1. hæð móttaka 1.372,4 ferm., 2. hæð herbergi 1.426,4 ferm., 3. -7. hæð herbergi 1.232,9 ferm., 8. - 16. hæð herbergi 574,2 ferm., 17. hæð tæknirými 64,4 ferm.
Samtals: 17.071,2 ferm., 61.372,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 5.523.498
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Friggjarbrunnur 3-5 (02.693.802) 205758 Mál nr. BN045774
Integrum ehf, Jónsgeisla 35, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúða, sjá erindi BN037137, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3-5 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Haukdælabraut 48-56 (05.114.702) 214804 Mál nr. BN045702
Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta áður uppfylltum sökklum í geymslurými í húsum nr. 52, 54 og 56 á raðhúsalóð nr. 48-56 við Haukdælabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2013.Stækkun, geymslurými 124,7 ferm. og 349,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 31.428
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2013.
9. Hávallagata 9 (01.160.305) 101167 Mál nr. BN045707
Herdís Þorgeirsdóttir, Hávallagata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við kjallarann og koma fyrir svölum á þaki viðbyggingarinnar og rífa niður núverandi bílskúr og byggja nýjan bílskúr með þaksvölum við húsið á lóð nr. 9 við Hávallagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2013.Niðurrif bílskúr 19,1 ferm 48,7 ferm.
Stærð nýs bílskúrs: 39,8 ferm., 109,5 rúmm.
Viðbygging 16,5 ferm., 45,4 rúmm.
Samtals: 56.3 ferm., 154,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 13.941
Frestað.
Með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2013.
10. Héðinsgata 10 (01.327.101) 103869 Mál nr. BN045767
Spörvar líknarfélag Reykjavík, Ásholti 30, 105 Reykjavík
Héðinsgata 10 ehf., Langagerði 120, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir til að breyta innra skipulagi á 1. 2. og 3. hæð fyrir tímabundna starfsemi áfangaheimilis til þriggja ára með 39 herbergjum í húsinu á lóð nr. 10 við Héðinsgötu.
Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Héðinsgata 2 (01.327.501) 103873 Mál nr. BN045766
HÞR1 ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta lageraðstöðu í húsinu og koma fyrir gerði utanhúss til að geyma gaskúta og annað fyrir Olíuverslun Íslands á lóð nr. 2 við Héðinsgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Hjallavegur 11 (01.353.202) 104241 Mál nr. BN045754
Esjulaug ehf., Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta bílskúr í íbúð 0102 og sameina hann hluta 1. hæðar, bílskúrshurð er lokað og glugga bætt við, stiga milli 1. og 2. hæðar er lokað, svalahurð bætt við á austurhlið og gluggum breytt skv. núverandi útliti í húsi á lóð nr. 11 við Hjallaveg.
Meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 3.3. 2013.
Gjald kr. 9.000
Synjað.
Með vísan til fyrri afgreiðslu samskonar erindis. Óheimilt að breyta bílskúr í íbúð.
13. Hofteigur 10 (01.364.004) 104602 Mál nr. BN044750
Sigríður Ásta Klörudóttir, Hofteigur 10, 105 Reykjavík
Davíð Örn Ingason, Hofteigur 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir tröppum af svölum á fyrstu hæð niður í garð hússins á lóðinni nr. 10 við Hofteig.
Samþykki meðeigenda í húsi dags. 17. júní 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Hörpugata 14 (01.635.706) 106697 Mál nr. BN045635
Gísli Másson, Hörpugata 14, 101 Reykjavík
Freyja Hreinsdóttir, Hörpugata 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við til vesturs anddyri og stigahús ásamt samþykki á áður gerðum og fyrirhuguðum breytingum innanhúss og á geymsluskúr á lóð við parhúsið á lóð nr. 14 við Hörpugötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 15.2. 2013,
Stærðir stækkun: 30,5 ferm., 74,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 6.741
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Grenndarkynningu ólokið.
15. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN045770
Hafberg Þórisson, Lambhagavegur 23, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við úr stáli og plasti, og til að breyta innra skipulagi í gróðurhúsi mhl. 03 á lóð nr. 23 við Lambhagaveg.
Stækkun: 417,6 ferm., 2933,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 264.024
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Lambhagavegur 29 (02.680.701) 208854 Mál nr. BN045662
111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík
Sótt er um afskráningu gróðurhúss mhl. 02, leyfi til að rífa 1. hæð núverandi íbúðarhúss úr timbri og byggja við steyptan kjallara þess húss íbúðarhús úr steinsteypu á lóðinni nr. 29 við Lambhagaveg.
Varmatapsútreikningur fylgir.
Bréf frá hönnuði dags. 11. mars. 2013 um mhl. 02.
Stærðir: Niðurrif 99 ferm.
Núverandi kjallari stendur áfram 45 ferm. nýbygging kjallari 30,8 ferm., samtals kjallari 75,8 ferm., 1. hæð 346,2 ferm.
Samtals eftir stækkun brúttó: 422 ferm., 1.442,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 129.834
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Lambhagavegur 29 (02.680.701) 208854 Mál nr. BN045705
111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík
Sótt er leyfi til að byggja ræktunar og þjónustuhús úr staðsteyptri steinsteypu á lóðinni nr. 29 við Lambhagaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. mars 2013.Stærð:Kjallari 1348,2 ferm., 7898,4 rúmm.
1. hæð 493,6 ferm. 2074,7 rúmm.
Botn 269,6 rúmm.
Samtals eftir stækkun brúttó: 1841,8 ferm., 10242,7 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 921.843
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Langholtsvegur 5 (01.355.004) 104317 Mál nr. BN045732
Þingvangur ehf, Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi sbr. BN037428 til að lengja þakkant og fjarlægja skyggni yfir svölum á húsinu á lóð nr. 5 við Langholtsveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
19. Langholtsvegur 9 (01.355.002) 104315 Mál nr. BN045733
Þingvangur ehf, Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi sbr. BN037429 til að lengja þakkantur og fjarlægja skyggni yfir svölum á húsinu á lóð nr. 9 við Langholtsveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
20. Laugarnesvegur 59 (01.349.205) 104114 Mál nr. BN045311
Svavar Jóhann Eiríksson, Laugarnesvegur 59, 105 Reykjavík
Vigdís Marteinsdóttir, Laugarnesvegur 59, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri klæddu plötum úr trefjasteypu að suðurhlið fyrstu hæðar einbýlishúss á lóðinni nr. 59 við Laugarnesveg.
Stærð: Viðbygging 24,4 ferm. og 54,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 4.624
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Laugavegur 151 (01.222.204) 102866 Mál nr. BN045776
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja átta íbúða steinsteypt fjölbýlishús sem er kjallari, tvær hæðir og rishæð á lóð nr. 151-155 við Hverfisgötu.
Fyrirhugað er að sameina lóðirnar nr. 151, 153 og 155 við Hverfisgötu.
Beðið er um undanþágu 6.-16 hluta byggingarreglugerðar nr. 112 / 2012.
Stærðir: Kjallari, bílageymsla og geymslur xx ferm. Fyrsta hæð, íbúðir xx ferm. Önnur hæð, íbúðir xx ferm. Þriðja hæð, íbúðir xx ferm.
Samtals xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Laugavegur 28C (01.172.210) 101465 Mál nr. BN045761
Reykjavík backpackers ehf., Laugavegi 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gistiskála í flokki II fyrir 10 gesti (sem rekinn yrði í tengslum við farfuglaheimili á Laugavegi 28) í einbýlishúsi á lóð nr. 28C við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
23. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN045777
Casa ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að útbúa aðstöðu til útiveitinga fyrir allt að 72 gesti veitingastaðar á baklóð hússins nr. 55 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Lágmúli 4 (01.260.701) 103500 Mál nr. BN041126
Eignahlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fundar- og samkomusal á þriðju hæð, fjarlægja hringstiga af teikningu sem ekki var settur upp og gera eignaskiptayfirlýsingu fyrir atvinnuhúsnæðið á lóð nr. 4 við Lágmúla.
Bréf frá T.R - Ráðgjöf sf. dags. 14. feb. 2010 fylgir ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 5. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
25. Mávahlíð 42 (01.710.209) 107173 Mál nr. BN045762
Hulda Karen Daníelsdóttir, Mávahlíð 42, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir inn í þak hússins á lóðinni nr. 42 við Mávahlíð.
Sjá einnig fyrirspurnarerindi BN042749 sem fékk jákvæða afgreiðslu 29. mars 2011.
Samþykki meðeigenda og eigenda húss nr. 44 við Mávahlíð (á teikn.) fylgja erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Miklabraut 68 (01.710.001) 107116 Mál nr. BN045604
Antanas Mazonas, Dalshraun 5, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu vegna eignaskiptayfirlýsingar af mhl. 01, kjallara fjöleignahúss á lóð nr. 68 við Miklubraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN045720
Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN044056 þannig að innra skipulagi 1. hæðar breytist, flóttahurð á vesturgafli færð innar á gaflinn og gluggi settur í staðinn og bætt við gluggum í hótelinu á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.
Umsögn burðarvirkshönnuðar dags. 20 mars. 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
28. Óðinsgata 3 (01.181.002) 101726 Mál nr. BN045771
Valdimar Briem, Óðinsgata 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr úr steinsteypu á lóðinni nr. 3 við Óðinsgötu.
Stærð: Bílskúr, matshl. 02 20,8 ferm. og 58,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 5.301
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Skólastræti 3 (01.170.202) 101330 Mál nr. BN045765
Rakel Óttarsdóttir, Skólastræti 3, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingu á nýsamþykktu erindi, sjá BN045321, svalir og geymsla undir þeim minnkar á einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Skólastræti.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 19. mars 2013.
Stækkun var 17,1 ferm., 38,9 rúmm.
Stækkun verður 13,3 ferm., 34,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Þinglýsa skal lóðarskiptasamningi eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Skólavörðustígur 22A (01.181.204) 101758 Mál nr. BN045556
Babalú ehf, Skólavörðustíg 22a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina tvær eignir í eina, verslunarhús, á lóð nr. 22A við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Smáragata 12 (01.197.407) 102742 Mál nr. BN045784
Einar Jónsson, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Guja Dögg Hauksdóttir, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Þórhallur Bergmann, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera breytingar innanhúss, endurnýja þak og byggja þrjá kvisti, byggja nýjar svalir til vesturs, fjarlægja skorstein, byggja úr steinsteypu með timburþaki geymsluskúr á lóð, gera nýjan sérinngang á austurhlið og útgang úr kjallara, sbr. fyrirspurn BN043116, á íbúðarhúsi á lóð nr. 12 við Smáragötu.
Erindi fylgir samkomulag eigenda dags. 7. mars 2013
Stækkun húss: 8,96 rúmm.
Geymsluskúr: 25 ferm., 67,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 6.867
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
32. Sóleyjargata 27 (01.197.416) 102751 Mál nr. BN044765
Pnina Moskovitz, Ísrael, Sótt er um leyfi til þess að breyta skráningu og skrá sem séreign íbúð í risi, jafnframt er sótt um að útbúa tvö gistirými við niðurgrafna verönd í kjallara og fjölga þannig gistiherbergjum úr fimm í sjö í gistiheimilinu á lóðinni nr. 27 við Sóleyjargötu.
Bréf hönnuðar dags. 3. ágúst 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Sólvallagata 79 (01.138.101) 100717 Mál nr. BN045657
K.Steindórsson sf, Hofgörðum 18, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að innrétta í rými 0102 matvöruverslun í húsinu á lóð nr. 79 við Sólvallagötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
34. Suðurgata 7 (01.141.312) 100915 Mál nr. BN045433
Auður Harðardóttir, Suðurgata 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á vesturhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 7 við Suðurgötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda ódagsett, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. mars 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. febrúar 2013. Erindið var grenndarkynnt frá 18. febrúar til og með 18. mars 2013. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 7 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 630
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
35. Súðarvogur 6 (01.452.101) 105606 Mál nr. BN045637
Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN042928 sem samþykkt var þann 24. maí 2011, setja hurð á suðurgafl, tvær lofttúður á þak, breyta innra skipulagi og breyta brunakerfi í húsinu með því að setja vatnsúðakerfi í húsið á lóð nr. 6 við Súðavog. Jafnframt er erindi BN045011 dregið til baka.
Bréf frá hönnuði dags. 5. mars 2013 og brunaskýrsla dags nóv. 2011 fylgir.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Tangabryggja 14-24 (04.023.101) 179538 Mál nr. BN045775
Tangabryggja ehf, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 15 íbúðir á 2. og 3. hæð með nýtanlegu risi og 5 einingar atvinnuhúsnæði á 1. hæð í húsi á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 20.3. 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Tryggvagata 19 (01.118.301) 100095 Mál nr. BN045618
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einfalda ljósastýrða skábraut með inn- og útkeyrslu á vesturhlið (Naustin) og koma fyrir 85 bílastæðum á þaki og til að breyta gluggum og hurðum á jarðhæð norðurhliðar tollhússins á lóð nr. 19 við Tryggvagötu.
Jafnframt er erindi BN044261 dregið til baka.
Stækkun: 445,8 ferm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Urriðakvísl 18 (04.212.203) 110759 Mál nr. BN045763
AKA Trust ehf., Klettavík 5, 310 Borgarnes
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti og stækka stofu yfir hluta svala á 2. hæð einbýlishúss á lóð nr. 18 við Urriðakvísl.
Stækkun: 3,6 ferm., 28,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 2.592
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
39. Vatnagarðar 26 (01.339.604) 103925 Mál nr. BN045764
Flugfélagið ehf, Vatnagörðum 24, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir fellitjaldi sbr. BN043470 tengt eldvarnarkerfi í móttöku í húsinu á lóð nr. 26 við Vatnagarða.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
40. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN045780
Erla Katrín Jónsdóttir, Bakkavör 40, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að samnýta eignarhluta 0101 og 0102 sem einn eignarhluta þar sem um sama eignarhald er að ræða á báðum eignarhlutum í hesthúsinu á lóð nr. 9 Faxaból.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Vesturbrún 20 (01.382.103) 104816 Mál nr. BN045749
Aron Björnsson, Vesturbrún 20, 104 Reykjavík
Karin Birgitta Eriksson, Vesturbrún 20, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja steyptan garðvegg á austurhluta lóðar nr. 20 við Vesturbrún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Viðarhöfði 4,4A,6 (04.077.502) 110687 Mál nr. BN045759
ATH eignir ehf, Viðarhöfða 6, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri viðbyggingu úr timbri við einingu 0104 og jafnframt er sótt um leyfi til þess að fjölga séreignum í húsinu nr. 6 á lóðinn nr. 4, 4A, 6 við Viðarhöfða.
Samþykki meðeigenda (ódags.) í húsi nr. 6 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 14,6 ferm. og 34,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
43. Víðimelur 47 (01.540.104) 106249 Mál nr. BN045755
Esjulaug ehf., Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingu á innra skipulagi í kjallara og gerð íbúðar í 0001 í húsinu á lóð nr. 47 við Víðimel.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Öldusel 17 (04.936.001) 112901 Mál nr. BN045769
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á einni hæð austan við tengigang milli 1. og 2. áfanga Ölduselsskóla á lóð nr. 17 við Öldusel.
Jafnframt er erindi BN038116 dregið til baka.
Erindi fylgir útreikningur á kólnunartölu byggingarhluta.
Stækkun: 46,6 ferm., 135,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 12.159
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
45. Grundarhverfi –Esjumelar óútvísað land Mál nr. BN045778
Óskað er eftir að mynda tvö svæði, annarsvegar #GLÓútvísað land Reykjavíkur, i og umhverfis Grundarhverfið#GL og hinsvegar #GLÓútvísað land Reykjavíkur, i og umhverfis Esjumela#GL, samanber meðfylgjandi uppdrætti Umhverfis- og skipulagssvið, Landupplýsingadeildar, dagsetta 2. 10. 2012, nefnda #GLÓútvísað land í Reykjavík,
Grundarhverfi#GL, og #GLÓútvísað land í Reykjavík, Esjumelar#GL.
Nánar yrðu þessi tvö svæði:
1) #GLÓútvísað land Reykjavíkur, i og umhverfis Grundarhverfið#GL, og fengi það svæði sér landnúmer og staðgreininn #GL32.4-32.#GL, það svæði er 32.4 ha.
2) #GLÓútvísað land Reykjavíkur, i og umhverfis Esjumela#GL, og fengi það svæði sér landnúmer og staðgreininn #GL34.5-36.#GL, það svæði er 29.8 ha.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
46. Leiruvegur í Víðinesi Mál nr. BN045791
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðir og lönd á sunnanverðu Víðinesi verði tölusett við Leiruveg ein og hér segir:
Land í eigu skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar, landnúmer 125841 nú skráð #GLÍ landi Fitjakots#GL fái staðfang sem Leiruvegur 3.
Land í eigu einkaaðila, landnúmer 125677, nú skráð #GLPerluhvammur#GL fái staðfang sem Leiruvegur 5. Undirheiti má vera Perluhvammur.
Land í eigu einkaaðila, landnúmer 125679, nú skráð #GLFitjar#GL fái staðfang sem Leiruvegur 7. Undirheiti má vera Fitjar.
Land í eigu einkaaðila, landnúmer 125837, nú skráð #GLÍ landi Fitjakots#GL, fái staðfang sem Leiruvegur 11.
Land í eigu einkaaðila, landnúmer 125835, nú skráð #GLÍ landi Fitjakots#GL, fái staðfang sem Leiruvegur 13.
Land Fitjakots, landnúmer 125675, nú skráð #GLFitjakot#GL, fái staðfang sem Leiruvegur 2. Undir heiti má vera Fitjakot.
Land í eigu einkaaðila, landnúmer 217670, nú skráð #GLÍ landi Fitjakots#GL, fái staðfang sem Leiruvegur 2A.
Land í eigu einkaaðila, landnúmer 217671, nú skráð #GLÍ landi Fitjakots#GL, fái staðfang sem Leiruvegur 2B.
Land í eigu eikaaðila, landnúmer 125680, nú skráð #GLReynihvammur#GL fái staðfang sem Leiruvegur 4. Undirheiti má vera Reynihvammur.
Land í eigu einkaaðila, landnúmer 125844, nú skráð #GLFitjakot spilda 2#GL, fái staðfang sem Leiruvegur 6.
Land í eigu einkaaðila, landnúmer 125842, nú skráð #GL Í landi Fitjakots#GL, fái staðfang sem Leiruvegur 8.
Land í eigu einkaaðila, landnúmer 194952, nú skráð #GLFitjakot, landspilda#GL, fá staðfang sem Leiruvegur 10.
Land í eigu einkaaðila, landnúmer 217127, nú skráð #GLFitjakot, landspilda#GL, fái staðfang sem Leirulækur 12.
Land í eigu einkaaðila, landnúmer 125834, nú skráð #GLLeirur#GL fá staðfangi Leiruvegur 14. Undirheiti má vera Leirur.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
47. Vesturlandsvegur milli Leirvogsár og Kollafjarðar Mál nr. BN045790
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðir og lönd vestan Vesturlandsvegar milli Leirvogsár og Kollafjarðar verði tölusett við Vesturlandsveg eins og hér segir:
Land í eigu framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, landnúmer 218831, nú skráð, #GLFitjakot spilda 4#GL, fái staðfang sem Vesturlandsvegur 99.
Land í eigu framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, landnúmer 218830, nú skráð, #GLFitjakot spilda 3#GL, fái staðfang sem Vesturlandsvegur 101.
Land í eigu framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, landnúmer 125843, nú skráð, #GLBlásteinar#GL, fái staðfang sem Vesturlandsvegur 103. Undirheiti má vera Blásteinar.
Land í eigu framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, landnúmer 218828, nú skráð, #GLFitjakot spilda 1#GL, fái staðfang sem Vesturlandsvegur 105.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
48. Bleikjukvísl 6 (04.235.003) 110884 Mál nr. BN045783
Þórarinn Klemensson, Bleikjukvísl 6, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að nýta hluta af graslendi í eigu Reykjavíkurborgar til að koma fyrir palli og skjólvegg norðanmegin við húsið á lóð nr. 6 við Bleikjukvísl.
Frestað.Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
49. Freyjugata 38 (01.196.006) 102634 Mál nr. BN045781
Kristín Jóhannesdóttir, Freyjugata 38, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr fyrir íbúð annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 38 við Freyjugötu.
Einnig er spurt um stærð og staðsetningu bílskúrsins ef leyfi fengist til þess að byggja hann.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
50. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN045675
Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja inndregna hæð ofan á mhl. 01, rífa mhl. 02 og byggja 4. hæða hótelbyggingu á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2013.
Nei.
Með vísa til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2013.
51. Háteigsvegur 17 (01.245.102) 103222 Mál nr. BN045646
Anna Þórsdóttir, Háteigsvegur 17, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir annað hvort á suðausturhlið eða á suðvesturhlið annarrar hæðar hússins nr. 17 við Háteigsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2013.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2013.
52. Kambsvegur 18 (01.354.110) 104278 Mál nr. BN045760
Gunnar Jón Jónasson, Hjallabrekka 26, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta tvær litlar íbúðir í verslunarrými á jarðhæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 18 við Kambsveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
53. Laugavegur 118 (01.240.103) 102980 Mál nr. BN045742
Arnar Már Þórisson, Bragagata 33a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingastað í flokki II á fyrstu hæð hússins Rauðarárstígur 10 á lóðinni nr. 118 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. mars 2013 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
54. Laugavegur 30B (01.172.212) 101467 Mál nr. BN045683
Exitus ehf, Pósthólf 188, 121 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja einlyfta viðbyggingu, u.þ.b. 60 fermetra, að austurhlið hússins á lóðinni nr. 30B við Laugaveg.
Viðbygging við húsið var samþykkt 8. desember 1988 en aldrei byggð.Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. mars 2013.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. mars 2013.
55. Ránargata 7A (01.136.206) 100542 Mál nr. BN045779
Guðmundur Ingólfsson, Ránargata 7a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort kjallaraíbúð sé samþykkt í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7A við Ránargötu.
Erindi fylgir þinglýstur samningur um eignaskipti dags. 17. september 1956, þinglýst breyting á eignaskiptasamningi dags. 30. janúar 1973 og þinglýst afsal dags. 15. nóvember 1982.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
56. Skólavörðustígur 17B (01.182.006) 101812 Mál nr. BN045756
Arnarós hf, Pósthólf 353, 121 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar 0201 og jafnframt byggja tvennar svalir á framhlið og einar svalir á bakhlið annarrar hæðar hússins nr. 17B við Skólavörðustíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
57. Skólavörðustígur 8 (01.171.206) 101387 Mál nr. BN045785
Sigurður Jónas Eysteinsson, Bergstaðastræti 19, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta veitingaverslun í veitingahús í flokki II fyrir 18 gesti í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
58. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN045782
Lemlem Kahssay Gebre, Fífusel 36, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma upp veitingarverslun í flokki I í rými ? í húsinu á lóð nr. 27 við Snorrabraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
59. Sólvallagata 48 (01.134.616) 100416 Mál nr. BN045647
Hrannar Már Sigurðsson, Dalaþing 27, 203 Kópavogur
Spurt er hvort breyta mætti atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð í tvær íbúðir í húsinu nr. 48 við Sólvallagötu.
Húsnæðið er skráð vörugeymsla hjá Fasteignamati.Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. mars 2013.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. mars 2013.
60. Stararimi 4-12 (02.521.601) 172861 Mál nr. BN045768
Bjarni Sigurðsson, Stararimi 12, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að bæta við geymslurými með inngangshurð á vesturhlið við bílageymslu 12 á lóð nr. 4-12 við Stararima.
Ljósmynd fylgir.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12.00.
Björn Stefán Hallsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Harri Ormarsson
Jón Hafberg Björnsson Sigurður Pálmi Ásbergsson
Óskar Torfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2013, þriðjudaginn 9. apríl kl. 10:35 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 725. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Björn Kristleifsson
Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN045811
Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp fellivegg úr gleri til afmörkunar verslunarrýmis og til að koma fyrir blómakæli og geymslu í tæknirými á 1. hæð Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Austurstræti 11 (01.140.209) 100831 Mál nr. BN045796
Landsbankinn hf., Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skábraut og tröppum framan við Hafnarstrætisinngang Landsbanka Íslands á lóð nr. 11 við Austurstræti.
Erindi fylgir umsögn samgöngustjóra Reykjavíkurborgar dags. 8. febrúar 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
3. Álfabakki 7 (04.602.801) 111717 Mál nr. BN045816
Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir aðstöðu fyrir metanafgreiðslu sem samanstendur af þrem 24 feta gámum í steyptu gerði með stálhurðum á lóð Olíuverslunar Íslands nr. 7 við Álfabakka.
Stærðir: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN045738
LF5 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum á 3. hæð mhl. 02 þar sem speglunarstofur fyrir maga- og ristilspeglanir er færð til og fjölgað í húsinu á lóð nr. 74 við Álfheima.
Bréf frá hönnuði dags. 11. mars. 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
5. Baldursgata 30 (01.186.212) 102241 Mál nr. BN045844
Þorlákur Hilmar Morthens, Baldursgata 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta eldhúsi nýsamþykktrar íbúðar (sjá erindi BN045322) á annarri hæð matshluta 03 á lóðinni nr. 30 við Baldursgötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
6. Bankastræti 14 (01.171.202) 101383 Mál nr. BN045741
Húsfélagið Bankastræti 14, Pósthólf 75, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða að utan með loftaðri, sléttri álklæðningu og fjarlægja steypta útskagandi bitaenda, skipta um glugga og koma fyrir frönskum svölum með glerhandriðum á húsinu á lóðinni nr. 14 við Bankastræti.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Bankastræti 7 (01.170.007) 101325 Mál nr. BN045735
Farfuglar ses., Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir ýmsum minni háttar breytingum sem orðið hafa á framkvæmdatíma við innréttingu á farfuglaheimili í húsi á lóð nr. 7 við Bankastræti.
Leiðréttar stærðir:
Stækkun var 16,4 ferm., 46 rúmm.
Stækkun verður 15,6 ferm., 39,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
8. Barmahlíð 38 (01.710.103) 107143 Mál nr. BN045640
Björk Baldursdóttir, Barmahlíð 38, 105 Reykjavík
Ólafur Örn Helgason, Skipholt 50a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagið kjallara þannig að íbúðin stækkar í húsinu á lóð nr. 38 við Barmahlíð.
Samþykki eigenda að íbúð 0201 fylgir dags. 20. feb. 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Barmahlíð 56 (01.710.112) 107152 Mál nr. BN045462
Ingvi Örn Ingvason, Barmahlíð 56, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að síkka stofuglugga kjallaraíbúðar og útbúa verönd á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 56 við Barmahlíð.
Samþykki meðeigenda í húsinu nr. 54-56 við Barmahlíð (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
10. Bárugata 11 (01.136.303) 100561 Mál nr. BN045772
Asar Invest ehf, Kvistalandi 14, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum, sjá erindi BN045288, af gistiheimili í húsi á lóð nr. 11 við Bárugötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Bíldshöfði 18 (04.065.002) 110672 Mál nr. BN044385
AB varahlutir ehf, Funahöfða 9, 110 Reykjavík
J.S. Pálsson ehf, Dofraborgum 3, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignarhaldi á rýmum 0201 og 0204 í atvinnuhúsi á lóð nr. 18 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
12. Borgartún 18 (01.221.001) 102796 Mál nr. BN045758
Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum vegna lokaúttektar sbr. BN042899 þar sem glerveggur er fjarlægður á 3. hæð í húsinu á lóð nr. 18 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Borgartún 25 (01.218.101) 102773 Mál nr. BN045815
Fasteignafélagið Sjávarsíða ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I á 1. hæð skrifstofuhúss á lóð nr. 25 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
14. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042394
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 7-16 hæða hótel flokki V teg. A, bygging S2 í deiliskipulagi, með 342 herbergjum, ásamt 4. áfanga bílakjallara á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Erindi fylgir bréf aðalhönnuðar dags. 21. mars 2013, ósk um undanþágu frá byggingareglugerð 112/2012 dags. 3. apríl 2013, yfirlýsing Verkís dags. 2. apríl 2013, minnisblað um hljóðvist dags. 20. desember 2012, umsókn um breytta akstursstefnu í Skúlatúni dags. 21. desember 2010, bílastæðabókhald síðast breytt 28. mars 2012 og brunahönnun frá Verkís dags. í apríl 2013.
Stærðir: Kjallari -1, geymslur 1451,8 ferm., kjallari, geymslur 1.423,9 ferm., 1. hæð móttaka 1.372,4 ferm., 2. hæð herbergi 1.426,4 ferm., 3. -7. hæð herbergi 1.232,9 ferm., 8. - 16. hæð herbergi 574,2 ferm., 17. hæð tæknirými 64,4 ferm.
Samtals: 17.071,2 ferm., 61.372,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 5.523.498
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
15. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN045744
Baldur Ásgeirsson, Jökulgrunn 20, 104 Reykjavík
Þórunn Ólafsdóttir, Jökulgrunn 20, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála við austurhlið raðhússins mhl. 22 Jökulgrunn 20 á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Stækkun: 16,4 ferm., 38,9 rúmm.
9.000 + 3.501
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Búðavað 21-23 (04.791.806) 209912 Mál nr. BN045786
Skeiðarvogur ehf, Móvaði 41, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta gluggasetningu á öllum hliðum og breyta aðkomu að baðherbergi á annarri hæð í báðum íbúðum parhússins á lóðinni nr. 21-23 við Búðavað.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN045737
Bláhöfði ehf., Mörkinni 4, 101 Reykjavík
S30 ehf., Kögurseli 12, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og starfsemi í norðurhluta atvinnuhúss á lóð nr. 23-25 við Fiskislóð.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
18. Friggjarbrunnur 1 (02.693.801) 205757 Mál nr. BN045795
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á innra skipulagi íbúða og á lóð, sjá erindi BN037800, fjölbýlishúss á lóð nr. 1 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Geirsgata 3A-3B (01.117.304) 219201 Mál nr. BN045672
Kopar Restaurant ehf., Geirsgötu 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka veitingastaðinn með því að taka í notkun 2. hæð, innrétta 1. hæð upp á nýtt, fjölga gestum í 90 gesti, koma fyrir útiveitingum fyrir 40 gesti, breyta stiga og koma fyrir glugga á norðurhlið hússins nr. 3B á lóð nr. 3A-3B og einnig er sótt um að færa starfsmannaaðstöðu, lager, kæli og frysti á lóð nr. 5B. við Geirsgötu.
Samþykki eigenda fylgir á Teikningum A3 ódags.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Geirsgata 5-5C (01.117.306) 100086 Mál nr. BN045804
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Kopar Restaurant ehf., Geirsgötu 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta starfsmannaaðstöðu, lager og skrifstofur á efri hæð hússins nr. 5C á lóðinni nr. 5-5C við Geirsgötu.
Aðstaðan þjónar veitingastað í húsinu nr. 3B við Geirsgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Geirsgata 5-5C (01.117.306) 100086 Mál nr. BN045805
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Kopar Restaurant ehf., Geirsgötu 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að bæta við glugga á gafli (norðurhlið) hússins nr. 5C á lóðinni nr. 5-5C við Geirsgötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Gerðarbrunnur 24-26 (05.056.405) 206056 Mál nr. BN045639
Hrafn Ómar Gylfason, Kristnibraut 87, 113 Reykjavík
Gylfi Már Jónsson, Kristnibraut 87, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN037555 þar sem koma fram breytingar á gluggum, handrið verður steypt, setlaugum bætt við á lóð, stiga milli hæða breytt úr léttri í steyptan, millipallur hækkaður, nýr steyptur veggur milli húsa 24 og 26 og veggur við göngustíg hækkaður í 1,60m í húsinu á lóð nr. 24-26 við Gerðarbrunn.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
23. Grandagarður 2 (01.115.301) 100058 Mál nr. BN045745
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Sögusafnið ehf., Lindarflöt 36, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til breytinga innanhús á 1. hæð og innrétta þar fyrir Sögusafnið með veitingasal fyrir 45 gesti í flokki II, kaffihús, sölu minjagripa og með aðstöðu til myndsýninga fyrir 10-20 manns, endurnýja þakjárn, lagfæra veggi með endurgerð glugga og hurða, rífa byggingu í sundi milli matshluta og gera nýjan inntaksklefa í Alliance húsinu á lóð nr. 2 við Grandagarð.
Meðfylgjandi er umsög Minjasafns Reykjavíkur dags. 21.3. 2013.
Niðurrif: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Grandagarður 21 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN045691
Ísbúðin Valdís ehf., Grandagarði 21, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta ísbúð í mhl. 04 í rými 0101 og á millipalli sem er áður gerður í húsinu nr. 21 á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.
Samþykki Faxaflóahafnir dags. 5. mars 2013, bréf frá hönnuði dags. 04. mars 2013 Leigusamningur frá Faxaflóahöfnum dags. 31. jan. 2013 og umsögn burðarvirkshönnuðar dags. mars 2013 fylgir.
Stækkun millipalls ? ferm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Haukdælabraut 48-56 (05.114.702) 214804 Mál nr. BN045810
Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta áður uppfylltum sökklum í óuppfyllta sökkla í húsum nr. 52, 54 og 56 á raðhúsalóð nr. 48-56 við Haukdælabraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Háaleitisbraut 58-60 (01.284.401) 103735 Mál nr. BN045561
Eignarhaldsfélagið Hnit ehf., Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að að innrétta snyrtistofu (rými 0202), byggja flóttasvalir og breyta gluggum við innhorn milli vestur- og norðurálmu í rýmum 0201 og 0202 í húsi á lóð nr. 58-60 við Háaleitisbraut.
Jafnframt er erindi BN044521 dregið til baka að ósk hönnuðar.
Samþykki frá aðalfundi húsfélagsins Miðbær sem haldinn var 9. júlí 2012 og bréf frá formanni húsfélagsins dags 23. janúar 2013 fylgja erindinu. Bréf hönnuðar dags. 27. febrúar 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Helluvað 7-21 (04.731.601) 199077 Mál nr. BN045788
Ásgeir Ásgeirsson, Safamýri 67, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem búið er að endurskilgreina brunatákn á hurðum sem liggja að brunastúkum í kjallara fjölbýlishússins nr. 7-13 á lóðinni nr. 7-21 við Helluvað.
Samanber gögn sem fylgja með máli BN045789 er varða sams konar erindi fyrir hús nr. 15-21 á sömu lóð.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Helluvað 7-21 (04.731.601) 199077 Mál nr. BN045789
Ásgeir Ásgeirsson, Safamýri 67, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem búið er að endurskilgreina brunatákn á hurðum sem liggja að brunastúkum í kjallara fjölbýlishússins nr. 15-21 á lóðinni nr. 7-21 við Helluvað.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 19.3. 2013 og umsögn eldvarnahönnuðar dags. 9.1. 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Hestháls 2-4 (04.323.001) 111033 Mál nr. BN045809
Nói-Siríus hf., Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skráningu á millilofti 0105 og telja það ekki sem stærð í skráningartöflu sbr. BN045625 heldur sem niðurhengt loft í iðnaðarhúsinu á lóðinni nr. 2-4 við Hestháls.
Minnkun 150,6 ferm.
Gjald kr. 9.000]
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
30. Hlíðarendi 2-6 (01.628.801) 106642 Mál nr. BN045376
Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu sem tengja fjósið gömlu íbúðarhúsi og og gamla íþróttahúsinu, innrétta 11 gistieiningar í tengibyggingunni, innrétta minjasafn í Fjósinu og sameiginlega setustofu í gamla íbúðarhúsinu á lóð nr. 2-6 við Hlíðarenda.
Erindi fylgir brunahönnun frá verkfræðistofunni Eflu dags. 8. mars 2013, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 21. febrúar 2011. útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. febrúar 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. janúar 2013.
Viðbygging: 1. hæð 538,9 ferm., 2. hæð 248,5 ferm., 3. hæð 121,2 ferm.
2. áfangi samtals: 908,6 ferm., 2.998,1 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 269.829
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Hringbraut 92 (01.139.210) 100775 Mál nr. BN045792
Hanna Óladóttir, Reynimelur 45, 107 Reykjavík
Haraldur Bernharðsson, Reynimelur 45, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skrá sem eina íbúð, rífa stiga við suðurhlið og byggja nýjan ásamt nýrri útihurð við austurhlið íbúðarhússins á lóðinni nr. 92 við Hringbraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til umsagnar Minjasafns Reykjavíkur.
32. Hulduland 1-3 (01.860.201) 108791 Mál nr. BN045798
Gunnhildur Friðþjófsdóttir, Hulduland 1, 108 Reykjavík
Hulduland 1-3,húsfélag, Huldulandi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir, smíða ný svalahandrið og klæða að utan með sléttri álklæðningu á álgrind með 50 mm steinullareinangrun fjölbýlishúsið nr. 1-3 á lóðinni nr. 1-48 við Hulduland.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Hverfisgata 125 (01.222.118) 102854 Mál nr. BN045797
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir gustlokun úr samlímdu hertu gleri við stiga og lyftu við innganga á norðurhlið í íbúðir Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, í húsi á lóð nr. 125 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 26.3. 2013, samþykki meðeiganda í rými 0101 og eldvarnaskýrsla dags. 22.3. 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
34. Hverfisgata 21 (01.151.409) 101003 Mál nr. BN045818
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á flokkun og starfsemi í byggingarlýsingu og breytingu á brunavarnartexta fyrir gistiheimili í húsi á lóð nr. 21 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
35. Hverfisgata 57 (01.152.517) 101089 Mál nr. BN044977
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja úr steinsteypu tvær hæðir og rishæð, samtals sex íbúðir, ofan á hús sem nú er ein hæð og kjallari, skráð ein íbúð, á lóðinni nr. 57 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Stærð: Fjölbýlishús xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
36. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN045814
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í kjallara, á 1. og 2. hæð í millibyggingu, þar sem skrifstofur sálfræðinga verða á 2. hæð, litlar leigueiningar innréttaðar í kjallara og stigi milli hæða er fjarlægður, en nýr flóttastigi er byggður í millibyggingu T-mn í húsi á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Stækkun xx ferm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Kambasel 69 (04.975.104) 113227 Mál nr. BN044696
Dagný Ágústsdóttir, Kambasel 69, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að færa til vegg og minnka þannig rými 0402 en stækka rými 0401 sem því nemur í fjölbýlishúsinu nr. 69 á lóðinni nr. 67-69 við Kambasel.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Samþykki húsfélags af húsfundi dags. 13. júní 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Kambsvegur 22 (01.354.108) 104276 Mál nr. BN045800
Drífa Ísleifsdóttir, Kambsvegur 22, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti og breyta innra skipulagi í þakhæð fjölbýlishúss á lóð nr. 22 við Kambsveg.
Stækkun: 27,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 2.475
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Kambsvegur 8 (01.352.603) 104200 Mál nr. BN044674
Þorgeir Jónsson, Kambsvegur 8, 104 Reykjavík
Dröfn Björgvinsdóttir, Kambsvegur 8, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa svalir, byggja viðbyggingu að suður- og vesturhlið og nýta þak hinnar nýju viðbyggingar sem svalir íbúðar annarrar hæðar í húsinu á lóðinni nr. 8 við Kambsveg.
Erindið var grenndarkynnt frá 25. febrúar til og með 25. mars 2013. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 fylgir erindinu. Umsögn skipulagsstjóra (v. fyrirspurnar) dags. 7. júní 2012. fylgir erindinu. Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 04. apríl 2013. Einnig lagt fram tölvubréf Selmu Guðmundsdóttur dags. 13. mars 2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, viðbygging 40,6 ferm. og 112,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.563
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Köllunarklettsvegur 8 (01.329.302) 199097 Mál nr. BN045812
Köllunarklettsvegur 8 ehf., Skipholti 50d, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum og uppfærðri brunaskýrslu, netvegg er komið fyrir á 1. hæð og vegg og útljósum bætt við á 2. hæð í atvinnuhúsi á lóð nr. 8 við Köllunarklettsveg.
Meðfylgjandi er Brunahönnun dags. 6.3. 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Lambhagavegur 29 (02.680.701) 208854 Mál nr. BN045705
111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík
Sótt er leyfi til að byggja ræktunar og þjónustuhús úr staðsteyptri steinsteypu á lóðinni nr. 29 við Lambhagaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. mars 2013.Stærð:Kjallari 1348,2 ferm., 7898,4 rúmm.
1. hæð 493,6 ferm. 2074,7 rúmm.
Botn 269,6 rúmm.
Samtals eftir stækkun brúttó: 1841,8 ferm., 10242,7 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000 + 921.843
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
42. Laufásvegur 24 (01.183.409) 101969 Mál nr. BN045379
Valdimar Sigfús Helgason, Danmörk, Sótt er um leyfi til þess að síkka glugga í suðvesturhorni og koma fyrir tvöfaldri svalahurð á vesturhlið (bakhlið) hússins á lóð nr. 24 við Laufásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 11. janúar 2013 fylgir erindinu. Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 15. febrúar 2013 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8. febrúar 2013 fylgja erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
43. Laugarnesvegur 47 (01.360.006) 104499 Mál nr. BN045656
Igor Ingvar V. Karevskiy, Meistaravellir 5, 107 Reykjavík
Svetlana Vasilievna Kabalina, Meistaravellir 5, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN04459 þannig að húsið stækkar þar sem bætt verður við kaldri geymslu undir anddyri, innréttað verður gufubað og sturta í hluta bílgeymslu, glugga og hurð breytt, sett verður vængjahurð á bílageymslu og stiga breytt úr steyptum í timburstiga í húsinu á lóð nr. 47 við Laugarnesveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags.02. apríl 2013 fylgja erindinu.Stækkun frá áður samþykktu er: 12,1 ferm., 28,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000 + 2.565
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. apríl 2013.
44. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN045591
Hilda ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Hostel LV 105 hf., Hafraþingi 5, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta móttöku (fyrir gistiheimili á efri hæðum) og veitingastað í flokki II á 1. hæð, gera stiga milli kjallara og 1. hæðar, skyggni yfir inngang og til að breyta innra skipulagi í kjallara verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. apríl 2013, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. mars 2013 og umsögn Minjastofnunar dags. 27. mars 2013.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrætti.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. apríl 2013.
45. Laugavegur 151 (01.222.204) 102866 Mál nr. BN045776
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja átta íbúða steinsteypt fjölbýlishús sem er kjallari, tvær hæðir og rishæð á lóð nr. 151-155 við Laugaveg.
Sjá einnig erindi BN045836, BN045837 og BN045839 um leyfi til þess að rífa húsin nr. 151, 153 og 155 við Laugaveg.
Samþykki eiganda húss nr. 153 við Laugaveg dags. 30. mars 2013 fylgir erindinu. Beðið er um undanþágu 6.-16 hluta byggingarreglugerðar nr. 112 / 2012.
Stærðir: Kjallari, bílageymsla og geymslur 365,3 ferm. Fyrsta hæð, íbúðir 255,0 ferm. Önnur hæð, íbúðir 263,3 ferm. Þriðja hæð, íbúðir 263,3 ferm.
Samtals 1146,9 ferm. og 3753,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 337.824
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Laugavegur 151 (01.222.204) 102866 Mál nr. BN045836
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa íbúðarhús og bílskúr á lóðinni nr. 151 við Laugaveg.
Sjá erindi BN045776, Laugavegur 151-155.
Samþykki meðeiganda á sameinaðri lóð nr. 151-155 við Laugaveg dags. 30. mars 2013 fylgir erindinu.
Landnúmer 102866.
Stærð: Íbúðarhús, matshl. 01 fastanr. 200-9784, 77,4 ferm.
Bílskúr, matshl. 02 fastanr. 200-9785, 13,5 ferm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Laugavegur 153 (01.222.205) 102867 Mál nr. BN045837
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Ruta Cekavice, Dalshraun 5, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að rífa íbúðarhús og geymsluskúr á lóðinni nr. 153 við Laugaveg.
Sbr. erindi BN045776, Laugavegur 151-153.
Samþykki meðeiganda á sameinaðri lóð nr. 151-155 við Laugaveg dags. 30. mars 2013 fylgir erindinu.
Landnúmer 102867.
Stærð: Íbúðarhús, matshl. 01 fastanr. 200-9786 og 200-9787, 130,7 ferm.
Geymsluskúr, matshl. 02 fastanr. 200-9788, 21,6 ferm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Laugavegur 155 (01.222.206) 102868 Mál nr. BN045839
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa íbúðarhús á lóðinni nr. 155 við Laugaveg.
Sbr. erindi BN045776, Laugavegur 151-153.
Samþykki meðeiganda á sameinaðri lóð nr. 151-155 við Laugaveg dags. 30. mars 2013 fylgir erindinu.
Landnúmer 102868.
Stærð: Íbúðarhús, matshl. 01 fastanr. 200-9789, 29,3 ferm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
49. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN045688
Casa ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að starfrækja veitingastað í flokki III í bakhúsi þar sem rekinn hefur verið veitingastaður í flokki II á lóðinni nr. 55 við Laugaveg.
Innra fyrirkomulag staðarins er óbreytt að sögn tilvonandi rekstaraðila.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 04. apríl 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 03. apríl 2013 fylgja erindinu.Gjald kr. 9.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2013.
50. Láland 18-24 (01.874.101) 108836 Mál nr. BN045822
Ferdinand Alfreðsson, Láland 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurgera steypta botnsplötu og lagnir í einbýlishúsi nr. 22 á lóð nr. 18-24 við Láland.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 2. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
51. Lindargata 46-46A (01.152.521) 200370 Mál nr. BN045730
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Nova ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja farsímaloftnet á þaki og sendi í rými 0104 í húsi Félagsstofnunar stúdenta á lóð nr. 46A við Lindargötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
52. Miklabraut 68 (01.710.001) 107116 Mál nr. BN045604
Antanas Mazonas, Dalshraun 5, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu vegna eignaskiptayfirlýsingar af mhl. 01, kjallara fjöleignahúss á lóð nr. 68 við Miklubraut.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
53. Mýrargata 26 (01.115.303) 100059 Mál nr. BN045845
Byggakur ehf., Klettatröð 1, 235 Keflavíkurflugvöllu
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu á veggjum á 4. hæð og plötu yfir 4. hæð samkvæmt beiðni í húsinu á lóðinni nr. 26 við Mýrargötu. Erindið er vegna byggingaleyfis nr. BN044699 sem samþykkt var þann 17.07 2012 og breytingu á BN035993 sem samþykkt var 27.05 2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
54. Njálsgata 13A (01.182.132) 101846 Mál nr. BN045802
Jón Hrafn Björnsson, Njálsgata 13a, 101 Reykjavík
Hildur Atladóttir, Njálsgata 13a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa inngang á gafli og byggja viðbyggingu með svölum á bakhlið einbýlishúss á lóð nr. 13A við Njálsgötu.
Niðurrif: xx ferm., xx rúmm.
Viðbygging: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
55. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN045799
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella niður sprinklerkerfi, breyta millilofti yfir lyftarageymslu og byggja nýjan stoðvegg við spennistöð í frystigeymslu á lóð nr. 1 við Norðurtanga.
Meðfylgjandi er eldvarnarskýrsla dags. 22.3. 2013.
Stærðarbreytingar??
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
56. Rauðalækur 14 (01.343.307) 104006 Mál nr. BN045717
Rauðalækur 14,húsfélag, Rauðalæk 14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp svalir úr galvaniseruðu stáli á suðausturhlið fyrstu, annarrar og þriðju hæðar hússins á lóðinni nr. 14 við Rauðalæk.
Umsögn skipulagsfulltrúa (vegna fyrirspurnar) dags. 11. mars 2013 fylgir erindinu. Yfirlýsing burðarvirkishönnuðar (á teikn.) og ný skráningartafla fylgja erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta BN01 og BN02 dags. 25. mars 2013.
Lagfæra skráningartöflu.
57. Reynimelur 50 (01.540.115) 106260 Mál nr. BN043933
Ingi Þór Vöggsson, Reynimelur 50, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri ósamþykktri íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 50 við Reynimel.
Erindi fylgir sameignarsamningur dags. 27. nóvember 1975 og þinglýst breyting á skiptayfirlýsingu dags. 25. mars 1993, íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 28. september og 3. október 2012.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
58. Skógarsel 10 (04.914.401) 112545 Mál nr. BN045824
N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að endurnýja eldsneytistanka og afgreiðsluplan við afgreiðslustöð N1 á lóð nr. 10 við Skógarsel.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
59. Smáragata 12 (01.197.407) 102742 Mál nr. BN045784
Einar Jónsson, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Guja Dögg Hauksdóttir, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Þórhallur Bergmann, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera breytingar innanhúss, endurnýja þak og byggja þrjá kvisti, byggja nýjar svalir til vesturs, fjarlægja skorstein, byggja úr steinsteypu með timburþaki geymsluskúr á lóð, gera nýjan sérinngang á austurhlið og útgang úr kjallara, sbr. fyrirspurn BN043116, á íbúðarhúsi á lóð nr. 12 við Smáragötu.
Erindi fylgir samkomulag eigenda dags. 7. mars 2013
Stækkun húss: 8,96 rúmm.
Geymsluskúr: 25 ferm., 67,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 6.867
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
60. Smiðshöfði 21 (04.061.402) 110621 Mál nr. BN045820
Boreal ehf, Austurbergi 18, 111 Reykjavík
Jón Baldur Þorbjörnsson, Fagrabrekka Vatnsenda, 203 Kópavogur
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu af atvinnuhúsi á lóð nr. 21 við Smiðshöfða.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
61. Spítalastígur 4 (01.184.008) 102003 Mál nr. BN045821
Oro ehf, Árakri 4, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum á lóðinni nr. 4B við Spítalastíg.
Stærð: 1. hæð; íbúð, stigahús 67,7 ferm. 2.hæð; íbúð, stigahús 93,5 ferm. 3.hæð; íbúð, stigahús 93,5 ferm.
Alls 254,7 ferm. og 670,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 60.336
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
62. Stakkholt 2-4 (01.241.103) 103018 Mál nr. BN045813
Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045197, þar sem stærðir breytast innbyrðis milli matshluta og bílakjallari minnkar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2-4 við Stakkholt.
Breyttar stærðir:
Mhl.01, bílakjallari: 3.800,4 ferm.
Mhl.02, íbúðir: 4.394,4 ferm.
Mhl.03, íbúðir: 2.330,4 ferm.
Mhl.04, íbúðir: 3.841,2 ferm.
Mhl.05, íbúðir: 1.710,4 ferm.
Mhl.06, íbúðir: 2.312,7 ferm.
Heildarstærð húss, mhl. 02-06: 14.541,5 ferm., 44.516,4 rúmm.
Bílgeymsla, mhl. 01: 3.800,4 ferm., 12.355,3 rúmm.
B-rými, svalir og svalagangar: 990,5 ferm., x rúmm.
Samtals mhl. 01-06: 18.393,5 ferm., 56.871,7 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + xxx
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
63. Stórhöfði 15 (04.038.801) 110546 Mál nr. BN045682
Bláhöfði ehf., Mörkinni 4, 101 Reykjavík
Eignarhaldsfélagið Örkin hf., Mörkinni 4, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 1. hæð og koma fyrir vörumóttökuhurð og hurð á norðurhlið hússins á lóð nr. 15 við Stórhöfða.
Samþykki meðeigenda (ódags.) fylgir, einnig bréf arkitekts dags. 26.2. 2013 og annað 22.3. 2013 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 22.3. 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
64. Tangabryggja 14-24 (04.023.101) 179538 Mál nr. BN045775
Tangabryggja ehf, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 15 íbúðir á 2. og 3. hæð með nýtanlegu risi og 5 einingar atvinnuhúsnæði á 1. hæð í þegar byggðu húsi á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju.
Stærðir: húsið hefur staðið ónotað, fokhelt í 15 ár. 1. hæð 585,5 ferm., 2. hæð 563,1 ferm., 3. hæð 563,1 ferm., ris 255,7 ferm.,
Samtals 1.967,4 ferm., 6.265,6 rúmm.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 20.3. 2013 og annað dags. 3.4. 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
65. Urriðakvísl 18 (04.212.203) 110759 Mál nr. BN045763
AKA Trust ehf., Klettavík 5, 310 Borgarnes
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti og stækka stofu yfir hluta svala á 2. hæð einbýlishúss á lóð nr. 18 við Urriðakvísl.
Stækkun: 3,6 ferm., 28,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 2.592
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
66. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN045780
Erla Katrín Jónsdóttir, Bakkavör 40, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að samnýta eignarhluta 0101 og 0102 sem einn eignarhluta þar sem um sama eignarhald er að ræða á báðum eignarhlutum í hesthúsinu á lóð nr. 9 Faxaból.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
67. Vegamótastígur 4 (01.171.404) 101413 Mál nr. BN045207
Ölstofa Kormáks og Skjaldar ehf, Lindargötu 25, 101 Reykjavík
Vegamótastígur 4 hf, Huldubraut 32, 200 Kópavogur
Sótt er um stöðuleyfi fyrir áður gerðu útisvæði framan við veitingahús í flokki III og leyfi til að auka gestafjölda í 120 í veitingahúsi á lóð nr. 4 við Vegamótastíg.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa ódagsett.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Allur frágangur á svæði útiveitinga er á ábyrgð umsækjanda og ber honum að sjá til þess að allt rusl sé þrifið jafnóðum og fjarlægt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
68. Vest.6-10A/Tryggv.18 (01.132.113) 216605 Mál nr. BN045356
Hol T18 ehf., Pósthólf 182, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir dyrum með eldvarnarhurð milli rýma 0104 og 0102 á fyrstu hæð hússins nr. 18 (matshl. 05) við Tryggvagötu á lóðinni Vest.6-10A/Tryggv.18.
Rými 0104 er sameignarrými en rými 0102 er verslunarrými í séreign.
Samþykki meðeigenda (vantar tvo) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
69. Vesturbrún 20 (01.382.103) 104816 Mál nr. BN045749
Aron Björnsson, Vesturbrún 20, 104 Reykjavík
Karin Birgitta Eriksson, Vesturbrún 20, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja steyptan garðvegg við austurhluta lóðar nr. 20 við Vesturbrún.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda Vesturbrúnar 22 dags. 7.4. 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
70. Þingholtsstræti 3-5 (01.170.303) 206266 Mál nr. BN045619
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Batteríið Arkitektar ehf., Burknabergi 8, 220 Hafnarfjörður
Sótt er breytingar á innra skipulagi kjallara Centerhotels á lóð nr. 3-5 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
71. Þórufell 2-20 (04.682.101) 112292 Mál nr. BN045599
þórufell 2-20,húsfélag, Þórufelli 16, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka svalahandrið í 120 cm og klæða þau að utan samfara múrviðgerðum og gluggaskiptum, einnig er sótt um að koma reyklúgu fyrir í stigagangi og loka svölum 95#PR með ál/glerkerfi á íbúðum í húsi nr.6, 203 og 403, nr. 16, 201 og 303, nr. 18 nr. 303 og 403 og í nr. 20, 201, 301, 302, 304, 401 og 403 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2-20 við Þórufell.
Meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 20.2. 2013 og fundargerð aðalfundar húsfélagsins dags. 19.3. 2012.
Stærðir samtals brúttó sbr. ofanskráða upptalningu: 54,83 ferm.. 125,73 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 11.316
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
72. Ægisíða 111 (01.532.201) 106198 Mál nr. BN045832
Magnea Guðlaugsdóttir, Ægisíða 111, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þeggar byggðum bílskúr úr timbri á lóð nr. 111 við Ægisíðu.
Stærðir: 50,2 ferm., 129 rúmm.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
73. Álfabakki 7 (04.602.801) 111717 Mál nr. BN045843
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að endurútgefa mæliblað fyrir lóðina Álfabakki 7 (staðgreinir 4.602.801, landnr. 111717). Við endurútgáfuna er bætt við byggingareitum, fjarlægð kvöð um opin bílastæði og blaðið tölvuvætt.
Álfabakki 7 (staðgreinir 4.602.801, landnr. 111717, leigulóð) er 3.728 m2 og verður áfram 3.728 m2.
Sjá deiliskipulag samþykkt í borgarráði 13.4. 1999 og eldra mæliblað fyrst útgefið 7.10. 1975.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
74. Laugavegur 151, 153, 155 Mál nr. BN045840
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina þrjár lóðir,
Laugavegur 151 ( Staðgreinir 1.222.204, landnr. 102866, eignalóð), Laugavegur 153 (Staðgreinir 1.222.205, landnr. 102867, eignarlóð) og Laugavegur 155 ( Staðgreinir 1.222.206, landnr. 102868, eignarlóð), í nýja lóð Laugavegur 151 ¿ 155 ( Staðgreinir 1.222.215, landnr. 102866)
Lóðin Laugavegur 151 ( Staðgreinir 1.222.204, landnr. 102866) er talin 214 m2, teknir 13 m2 af lóðinni og lagðir við borgarland ( Landnr. 217188), teknir 201 m2 af lóðinni og lagðir við nýja lóð Laugavegur 151-155 ( Staðgreinir 1.222.215, landnr. 102866) . Lóðin Laugavegur 151 ( Staðgreinir 1.222.204, landnr. 102866) verður 0 m2 og verður afmáð úr skrám.
Lóðin Laugavegur 153 ( Staðgreinir 1.222.205, landnr. 102867) er talin 173,1 m2, teknir 173,1 m2 af lóðinni og lagðir við nýja lóð Laugavegur 151-155 ( Staðgreinir 1.222.215, landnr. 102866) . Lóðin Laugavegur 153 ( Staðgreinir 1.222.205, landnr. 102867) verður 0 m2 og verður afmáð úr skrám.
Lóðin Laugavegur 155 ( Staðgreinir 1.222.206, landnr. 102868) er talin 67,4 m2, teknir 67,4 m2 af lóðinni og lagðir við nýja lóð Laugavegur 151-155 ( Staðgreinir 1.222.215, landnr. 102866) . Lóðin Laugavegur 155 ( Staðgreinir 1.222.206, landnr. 102868) verður 0 m2 og verður afmáð úr skrám.
Nýja lóðin Laugavegur 151-155 ( Staðgreinir 1.222.215, landnr. 102866) verður, með þvi að taka 201 m2 af lóðinni Laugavegur 151 ( Staðgreinir 1.222.204, landnr. 102866), með því að taka 173,1 m2 af lóðinni Laugavegur 153 ( Staðgreinir 1.222.205, landnr. 102867), með því að taka 67,4 m2 af lóðinni Laugavegur 155 ( Staðgreinir 1.222.206, landnr. 102868) og með lagfæringu um 6 m2 á lóðastærð vegna hnitsetningar, 447 m2.
Sjá samþykkt afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 24.10 2008 og auglýsingu í
B-deild Stjórnartíðinda dags. 25.9.2008.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
75. Aðalstræti 9 (01.140.414) 100855 Mál nr. BN045704
Árni Ingólfur Hafstað, Útvík, 551 Sauðárkrókur
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja vínveitingastað í flokki III á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 9 við Aðalstræti.
Bréf umboðsmanns fyrirspyrjanda dags. 5. mars 2013 fylgir erindinu.Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 04. apríl 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 02. apríl 2013, fylgja erindinu.
Jákvætt.
Með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. apríl 2013.
76. Aðalstræti 9 (01.140.414) 100855 Mál nr. BN045666
Gunnar Viðar Árnason, Klukkuholt 15, 225 Álftanes
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta 5-6 íbúðir á 2. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Aðalstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 04. apríl 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04. apríl 2013 fylgja erindinu.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2013.
77. Baldursgata 30 (01.186.212) 102241 Mál nr. BN045833
Lilja Kolbrún Högnadóttir, Baldursgata 30, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist á vesturhlið, koma fyrir þakglugga á norðurhlið og breikka dyr út á svalir rishæðar fjölbýlishúss á lóð nr. 30 við Baldursgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
78. Bleikjukvísl 6 (04.235.003) 110884 Mál nr. BN045783
Þórarinn Klemensson, Bleikjukvísl 6, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að nýta hluta af graslendi í eigu Reykjavíkurborgar til að koma fyrir palli og skjólvegg norðanmegin við húsið á lóð nr. 6 við Bleikjukvísl.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 04. apríl 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 03. apríl 2013 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2013.
79. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045803
Árni Ingólfur Hafstað, Útvík, 551 Sauðárkrókur
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingahús í flokki III (en til vara í flokki II) á fyrstu hæð hússins nr. 16 á lóðinni nr 8-16 við Borgartún.
Jafnframt er spurt um aðstöðu fyrir veitingastaðinn til útiveitinga sunnan hússins.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
80. Bólstaðarhlíð 52-56 (01.272.201) 103608 Mál nr. BN045828
Bólstaðarhlíð 52,54,56,húsfélag, Bólstaðarhlíð 52, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að færa þvottaaðstöðu inn í hitaklefa og innrétta tvær íbúðir í rýmum sem eru merkt #GLstraustofa, þvottavél, þurrkklefi og óráðstafað#GL, alls u.þ.b. 90 fermetrar á jarðhæð fjölbýlishúss á lóðinni nr. 52-56 við Bólstaðahlíð.
Í húsinu yrðu samtals 28 íbúðir eftir breytinguna. Bílastæði á lóð eru 28 talsins.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
81. Fjólugata 21 (01.185.512) 102202 Mál nr. BN045829
Jón Karl Friðrik Geirsson, Fjólugata 21, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi létta svalalokun yfir gamlar svalir (sólskýli) við íbúð á neðri hæð í íbúðarhúsi á lóð nr. 21 við Fjólugötu.
Samþykki íbúðareiganda á efri hæð fylgir.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
82. Granaskjól 27 (01.517.003) 105876 Mál nr. BN045681
Haukur Ásgeirsson, Lindasmári 12, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að taka í notkun óútgrafið rými, ca. 77 ferm stækkun, koma fyrir gluggum og kjallaratröppum á hliðar hússins á lóð nr. 27 við Granaskjól.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 04. apríl 2013, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21.03.2013 fylgja erindinu
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.
83. Gunnarsbraut 40 (01.247.605) 103396 Mál nr. BN045793
Tinna Ýrr Arnardóttir, Gunnarsbraut 40, 105 Reykjavík
Arnar Valdimarsson, Gunnarsbraut 40, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak og innrétta íbúðarrými í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Gunnarsbraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
84. Gylfaflöt 9 (02.575.702) 109502 Mál nr. BN045787
Landsnet hf., Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Spurt er hvort sækja þurfi um byggingarleyfi til að koma fyrir kælisamstæðu á austurhluta þaksvala 3. hæðar atvinnuhúss á lóð nr. 9 við Gylfaflöt.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
85. Heiðargerði 16 (01.802.003) 107640 Mál nr. BN045827
Harpa Ingvadóttir, Heiðargerði 16, 108 Reykjavík
Hermann Þór Baldursson, Heiðargerði 16, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta deiliskipulagi til að rúma viðbyggingu til suðurs eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Heiðargerði.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
86. Hverfisgata 54 (01.172.102) 101440 Mál nr. BN045806
Halldór Guðmundsson, Laugalækur 14, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir fyrir íbúð 0301 á norðurhlið (götuhlið) þriðju hæðar íbúða- og atvinnuhúss á lóðinni nr. 54 við Hverfisgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
87. Kleppsvegur 104 (01.355.008) 104321 Mál nr. BN045830
Glóey Thao Thanh Ðo, Kleppsvegur 104, 104 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðum bílskúr í suðvesturhorni lóðar og hvort leyft yrði að stækka um helming bílskúr á lóð nr. 104 við Kleppsveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
88. Laugarnesvegur 83 (01.345.208) 104052 Mál nr. BN045794
Rafn Einarsson, Noregur, Spurt er hvort leyft yrði að bæta við tveimur bílastæðum á lóðinni nr. 83 við Laugarnesveg. Eitt bílastæði er fyrir á lóðinni.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
89. Laugavegur 53B (01.173.021) 101508 Mál nr. BN045835
Nína Björg Arnbjörnsdóttir, Laxakvísl 21, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta verslunarrými (rými 0101) í kaffihús á jarðhæð hússins nr. 53B við Laugaveg.
Bréf fyrirspyrjanda dags. 5 apríl 2013 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
90. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN045807
Orri Árnason, Laugavegur 39, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að útbúa aðstöðu til útiveitinga við veitingastað á baklóð hússins nr. 55 við Laugaveg.
Jafnframt er spurt um hámarksfjölda gesta á veitingastaðnum og hvort koma mætti fyrir ferðasalernum við staðinn yfir sumartímann.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
91. Njálsgata 78 (01.191.105) 102491 Mál nr. BN045825
Ragnar Jónsson, Miklabraut 70, 105 Reykjavík
Ingvar Jónsson, Stórihjalli 35, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvisti á norðurhlið, hækka og lengja kvist á suðurhlið og fá samþykkta íbúð á rishæð hússins nr. 78 við Njálsgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
92. Ofanleiti 27-29 (01.744.108) 107436 Mál nr. BN045823
Guðmundur E Magnússon, Ofanleiti 29, 103 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi létta sólstofu undir svalir við íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 29 við Ofanleiti.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem fylgi samþykki meðeigenda.
93. Ránargata 7A (01.136.206) 100542 Mál nr. BN045779
Guðmundur Ingólfsson, Ránargata 7a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort kjallaraíbúð sé samþykkt í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7A við Ránargötu.
Erindi fylgir þinglýstur samningur um eignaskipti dags. 17. september 1956, þinglýst breyting á eignaskiptasamningi dags. 30. janúar 1973 og þinglýst afsal dags. 15. nóvember 1982.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 5. apríl 2013 fylgir erindinu.
Nei.
Íbúðin er m.a. ósamþykkjanleg vegna lofthæðar.
94. Síðumúli 10 (01.292.301) 103798 Mál nr. BN045826
Benedikt Jón Guðlaugsson, Vættaborgir 32, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja kaffihús í rými 0103 á fyrstu hæð hússins nr. 10 við Síðumúla.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
95. Skipasund 43 (01.358.205) 104482 Mál nr. BN045734
Þór Marteinsson, Gilá, 541 Blönduós
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við norðausturhlið og að byggja bílskúr við einbýlishús á lóð nr. 43 við Skipasund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. apríl 2013, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2013, fylgja erindinu.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dgs. 26. mars 2013. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún
96. Skólavörðustígur 17B (01.182.006) 101812 Mál nr. BN045756
Arnarós hf, Pósthólf 353, 121 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar 0201 og jafnframt byggja tvennar svalir á framhlið og einar svalir á bakhlið annarrar hæðar hússins nr. 17B við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 04. apríl 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 03. apríl 2013 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2013 og leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
Sækja þarf um byggingarleyfi.
97. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN045782
Lemlem Kahssay Gebre, Fífusel 36, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingaverslun í flokki I í rými 0101 á fyrstu hæð í húsinu á lóð nr. 27 við Snorrabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 04. apríl 2013 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2013 og leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
98. Svefnklefar - Capsule Hotels Mál nr. BN045808
Sverrir Guðmundsson, Laugavegur 17, 101 Reykjavík
Spurt er hvaða leyfi þurfi til og hvaða lög og reglur gildi um og hvaða öryggiskröfur þurfi að uppfylla og hvaða hreinlætis- og öryggiskröfur séu í gildi og hvaða eftirlit og þjónustu sé ætlast að sé til staðar ef leigja á Capsule Hostel út sem gistirými.
Sjá leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.
99. Vesturgata 57A (01.133.218) 100248 Mál nr. BN045801
Einar Ingi Einarsson, Kvisthagi 2, 107 Reykjavík
Spurt er hvort endurbyggja megi og endurnýja frá grunni úr steypu og timbri og færa frá lóðarmörkum, geymslu (áður bílskúr) á lóðinni nr. 57A við Vesturgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
100. Vættaborgir 67-69 (02.343.204) 175916 Mál nr. BN045718
Lára Viðarsdóttir, Vættaborgir 67, 112 Reykjavík
Ebeneser Aðalsteinn Jónsson, Vættaborgir 67, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja glerskála á svölum parhúss nr. 67 á lóðinni nr. 67-69 við Vættaborgir.
Samþykki eigenda Vættaborga 69 (á teikn.) fylgir erindinu. Einnig umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2013 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2013
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. Apríl 2013.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13.10
Björn Stefán Hallsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Harri Ormarsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir