Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 137

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 10. febrúar kl. 9:08, var haldinn 137. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Stefán Finnsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Frummatsskýrsla Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn, kynning

Mál nr. US160034

Kynnt frummatsskýrsla Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn.

Fulltrúar  Samkeppniseftirlitsins Páll Gunnar Pálsson forstjóri og Valur Þráinsson hagfræðingur kynna.

(A) Skipulagsmál

2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð

Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 5. febrúar 2016.

3. Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17, breyting á deiliskipulagi

(02.576)

Mál nr. SN160009

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 6. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðanna nr. 9-11 við Bæjarflöt og 15-17 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst að byggt verði athafnahúsnæði á lóðunum þar sem áður var gert ráð fyrir bílastæði fyrir stóra bíla. Þá er gert ráð fyrir göngustíg meðfram lóðum á milli Bæjarflatar og Gylfaflatar, samkvæmt uppdr. Landslags ehf., dags. 15. desember 2015.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr  skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfis og skipulagsráð samþykkti jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.

Vísað til borgarráðs

4. Skeifan, lýsing, heildarendurskoðun deiliskipulags

(01.46)

Mál nr. SN160020

Lögð fram lýsing vegna endurskoðunar deiliskipulagi Skeifunnar, dags. í febrúar 2016.

Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að lýsingu samþykkt.

Samþykkt að kynna framlagða lýsingu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu sbr. 3. mgr.40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar Vegagerðarinnar,Umhverfisstofnunar, Orkuveitu Reykjavíkur, Strætó, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH),Bílastæðanefnd, Hverfisráð Laugardals, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur auk annara sviða og deilda innan Reykjavíkurborgar.

Vísað til borgarráðs.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.1 Háaleiti-Múlar, skipulags- og matslýsing

(05.1)

Mál nr. SN150743

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að skipulags- og matslýsingu fyrir Háaleiti-Bústaðir hverfi 5.1 Háaleiti-Múlar dags. 14. desember 2015.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 3. mgr. 40. gr. sbr. 5. mgr. 37.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar. Umhverfisstofnunar, nærliggjandi sveitarfélags Kópavogs,  Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðar ríkisins, Veðurstofu Íslands, Strætó bs. og Hverfisráðs Háaleitis og Bústaða.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Urban arkitekta Guðmundur Gunnarsson, fulltrúi Landlínu Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Ævar Harðarson og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði, skipulags- og matslýsing

(05.2)

Mál nr. SN150744

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsviðs, skipulagsfulltrúa, að skipulags- og matslýsingu fyrir Háaleiti-Bústaðir hverfi 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði dags. 14. desember 2015.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 3. mgr. 40. gr. sbr. 5. mgr. 37.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar. Umhverfisstofnunar, nærliggjandi sveitarfélags Kópavogs,  Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðar ríkisins, Veðurstofu Íslands, Strætó bs. og Hverfisráðs Háaleitis og Bústaða.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Urban arkitekta Guðmundur Gunnarsson, fulltrúi Landlínu Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Ævar Harðarson og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.3 Bústaða-og Smáíbúðahverfi, skipulags- og matslýsing

(05.3)

Mál nr. SN150745

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs,  skipulagsfulltrúa, að skipulags- og matslýsingu fyrir Háaleiti-Bústaðir hverfi 5.3 Bústaða-og Smáíbúðahverfi dags. 15. desember 2015.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 3. mgr. 40. gr. sbr. 5. mgr. 37.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar. Umhverfisstofnunar, nærliggjandi sveitarfélags Kópavogs,  Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðar ríkisins, Veðurstofu Íslands, Strætó bs. og Hverfisráðs Háaleitis og Bústaða.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Urban arkitekta Guðmundur Gunnarsson, fulltrúi Landlínu Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Ævar Harðarson og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf, skipulags- og matslýsing

Mál nr. SN150746

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs,  skipulagsfulltrúa, að skipulags- og matslýsingu fyrir Háaleiti-Bústaðir hverfi 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf dags. 15. desember 2015.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 3. mgr. 40. gr. sbr. 5. mgr. 37.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar. Umhverfisstofnunar, nærliggjandi sveitarfélags Kópavogs,  Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðar ríkisins, Veðurstofu Íslands, Strætó bs. og Hverfisráðs Háaleitis og Bústaða.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Urban arkitekta Guðmundur Gunnarsson, fulltrúi Landlínu Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Ævar Harðarson og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð

Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 862 frá 9. febrúar 2016.

10. Brautarholt 6, Íbúðir - 4.hæð

(01.241.204)

Mál nr. BN050100

Karl Mikli ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að lyfta þaki til suðurs, innrétta 6 íbúðir og byggja tvennar svalir á norðurhlið og fernar á suðurhlið 4. hæðar skrifstofuhúss á lóð nr. 6 við Brautarholt. Erindi var grenndarkynnt frá 28. desember til og með 25. janúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gréta Gunnarsdóttir, dags. 8. janúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. febrúar 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2015. Einnig samþykki meðeigenda dags. 12. október 2015, greinargerð um algilda hönnun dags. 18. nóvember 2015 og ósk um grenndarkynningu dags. 25. nóvember. Stækkun:  34,9 ferm., 56,5 rúmm. Gjald kr. 9.823

Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til niðurstöðu í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. febrúar 2016.

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. .

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

11. Dunhagi 18-20, málskot

(01.545.1)

Mál nr. SN160091

T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Lagt fram málskot T.ark Arkitekta ehf., dags. 2. febrúar 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2016 um að byggja við húsið á lóð nr. 18-20 við Dunhaga.

Umhverfis- og skipulagsráð staðfestir fyrri afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2016.

Ráðið er hlynnt áformum um að opna verslun að nýju á jarðhæð en leggst gegn stækkun íbúðarhúsnæðisins.

12. Kjalarnes, erindisbréf, Starfshópur um mótun landbúnaðarstefnu

Mál nr. US150231

Kynnt drög að erindisbréfi starfshóps um mótun landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes, dags. 26. október 2015.

Leiðrétt bókun umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. nóvember 2015.

Rétt bókun er:

Fulltrúi Samfylkingarinnar er Þorkell Heiðarsson, fulltrúi Bjartar framtíðar er S. Björn Blöndal, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs er Sigríður Pétursdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina er Sigurður Ingi Jónsson og fulltrúi Pírata er Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.

13. Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar, drög  (USK2016010085)

Mál nr. US160029

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. janúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 21. janúar 2016 um að vísa drögum að nýrri mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, dags. 19. janúar 2016,  til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags.  9. febrúar 2016.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags.  9. febrúar 2016 samþykkt. .

Steinunn Rögnvaldsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Vegamótastígur 7 og 9, kæra 16/2016

(01.171.5)

Mál nr. SN160089

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnendar umhverfis- og auðlindamála, dags. 1. febrúar 2016, ásamt kæru, ódags. móttekin 29. janúar 2016, þar sem kært er samþykkt deiliskipulag við Vegamótastíg 7-9, og Grettisgötu.

16. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi

(01.0)

Mál nr. SN150499

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. febrúar 2016, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 2. febrúar 2016 á breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar.

15. Reitur 1.174.0, Landsbankareitur, breyting á deiliskipulagi

(01.174.0)

Mál nr. SN150371

Halldór Eiríksson, Fífusel 26, 109 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 29. janúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 28. janúar 2016 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits.

16. Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi

(01.460.0)

Mál nr. SN150750

Sigurður Einarsson, Sólberg 2, 221 Hafnarfjörður

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. febrúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 4. febrúar 2016, á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg.

17. Lindargata 11, breyting á deiliskipulagi

(01.151.2)

Mál nr. SN150666

Sveinn Björnsson, Búland 28, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. febrúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 4. febrúar 2016, á breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 11 við Skipholt.

18. Laugavegur 4-6, varðandi framkvæmdir

Mál nr. US160039

Skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagssviðs gerði grein fyrir fundi sínum  með byggingaraðilum á Laugarvegi 4-6.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:20

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir                                               Sverrir Bollason

Gísli Garðarsson                                                             Júlíus Vífill Ingvarsson

Hildur Sverrisdóttir                                                        Sigurður Ingi Jónsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 9. febrúar kl. 10:26 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 862. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson og Eva Geirsdóttir

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.       Grandagarður 20                              (01.112.501) 100033        Mál nr. BN050400

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga sem felast í að innréttaðir eru sýningarsalir og vinnustofur á efri hæðum og veitingasalur á jarðhæð, komið er fyrir lyftu og nýjum aðalstiga og eldvarnarmálum komið í rétt horf,  aðkoma og bílastæði verða frá Járnbraut í Marshall húsi á lóð nr. 20 við Grandagarð.

Meðfylgjandi er mat á burðarþoli hússins dags. 1. júní 2015 og brunavarnaskýrsla dags. 15. desember 2015 og önnur brunavarnaskýrsla dags. 6. febrúar 2016.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

2.       Grensásvegur 13                               (01.465.001) 105680        Mál nr. BN050541

Útlitslækning ehf, Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri breytingu á áður samþykktu erindi BN049368 þannig að komið er fyrir loftræstingu í geymslu á 3. hæð í húsinu á lóð nr. 13 við Grensásveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3.       Grettisgata 41                                   (01.173.124) 101541        Mál nr. BN050435

Gunnar Sigvaldi Hilmarsson, Grettisgata 41, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu við einbýlishús á lóð nr. 41 við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2016.

Stækkun:  149 ferm., 377,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Umsækjandi hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.

4.       Grettisgata 54B                                 (01.190.110) 102385        Mál nr. BN050495

Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja friðað einbýlishús frá 1904, sem nú stendur á lóð nr. 9 á Vegamótastíg, á steyptan sökkul, fjölga íbúðum í þrjár, breyta gluggum, byggja á það tvennar svalir og fjóra kvisti, á lóð nr. 54B við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2016.

5.       Grettisgata 64                                   (01.191.001) 102459        Mál nr. BN050539

Sólland ehf., Hrauntungu 9, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta notkun á rými 0102 úr verslun í tvö sjálfstæð herbergi með eldhúsi og salerni og í rými 0103 í húðflúraðstöðu í húsinu á lóð nr. 64 við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2016.

6.       Haukshólar 6                                     (04.643.006) 111921        Mál nr. BN050505

Benedikt Helgason, Sviss, Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050009, breytingin er þegar gerð þannig að um reyndarteikningu er að ræða af húsi á lóð nr. 6 við Haukshóla.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7.       Háagerði 89                                       (01.817.404) 108151        Mál nr. BN050554

Guðmar Einarsson, Háagerði 89, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á suður og norður hlið og anddyri á vesturgafl einbýlishúss á lóð nr. 89 við Háagerði.

Stækkun:  10,2 ferm., 4,9 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

8.       Háaleitisbraut 68                               (01.727.301) 107329        Mál nr. BN050389

Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II teg. G fyrir mötuneyti/samkomusal í kjallara hússins á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9.       Hlíðarendi 6-10                                 (01.628.801) 106642        Mál nr. BN050522

Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu sem tengir Fjósið gömlu íbúðarhúsi og  gamla íþróttahúsinu, sjá erindi BN045376, innrétta 11 gistieiningar í tengibyggingunni, innrétta minjasafn í Fjósinu og sameiginlega setustofu í gamla íbúðarhúsinu á lóð nr. 2-6 við Hlíðarenda.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 12. desember 2015 þar sem farið er fram á undanþágu frá kröfu um algilda hönnun sbr. grein 6.1.3, og 19. janúar 2016, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 21. febrúar 2011 og brunahönnun frá EFLU dags. 19. janúar 2016.

Viðbygging:  1. hæð 567,1 ferm., 2. hæð 246,4 ferm., 3. hæð 121,2 ferm.

2. áfangi samtals:  934,7 ferm., 2.879,7 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10.     Hraunberg 8                                      (04.674.101) 112205        Mál nr. BN050562

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Austurbergi 5, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja gestahús FB24 sem verða staðsett tímabundið til flutnings frá lóð Fjölbrautaskólans í Breiðholti á lóð nr. 8 við Hraunberg.

Stærð  FB24:  21,4 ferm., 83,0 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11.     Hringbraut 85                                   (01.524.012) 106009        Mál nr. BN050464

Hringbraut 85,húsfélag, Hringbraut 85, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta rishæð, hækka þak um metra, byggja kvisti á norður- og vesturhlið, stækka þaksvalir og innrétta rýmið 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 85 við Hringbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2016.

Stækkun:  XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa.

12.     Hverfisgata 125                                 (01.222.118) 102854        Mál nr. BN050601

T.&D. ehf, Bergholti 2, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, tegund c, veitingastofa á 1. hæð í húsi á lóð nr. 125 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 10.1000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13.     Jötnaborgir 13-15                             (02.341.308) 175231        Mál nr. BN050353

Smári Baldursson, Jötnaborgir 13, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að taka í notkun óuppfyllt rými og breyta innra skipulagi í kjallara parhúss nr. 13 á lóð nr. 13-15 við Jötnaborgir.

Stækkun:  27.4 ferm., 74 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14.     Langholtsvegur 43                            (01.357.003) 104392        Mál nr. BN050518

Ljósið, sjálfseignarstofnun, Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á samþykktu erindi BN049244 vegna lokaúttektar á húsinu á lóð nr. 43 við Langholtsveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15.     Laugarásvegur 51                             (01.135.105) 104852        Mál nr. BN050593

Ránargata 18 ehf., Ránargötu 18, 101 Reykjavík

Ástráður Haraldsson, Frostaskjól 29, 107 Reykjavík

Eyrún Finnbogadóttir, Frostaskjól 29, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki vegna nýs eignaskiptasamnings á því sem ekki var framkvæmt í upphafi, arinn, sorpgeymsla, eldhús á 3. hæð, einnig á áður gerðum breytingum og fyrirhuguðum sem felast í breytingum á herbergjaskipan innanhúss á öllum hæðum og breyttum hurðagötum í íbúðarhúsi á lóð nr. 51 við Laugarásveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16.     Laugavegur 70                                  (01.174.204) 101607        Mál nr. BN050559

Fring ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050053 og BN048974, m. a. eru baðherbergi stækkuð í fram- og bakhúsi, komið fyrir þvottahúsi í framhúsi og breytt innra skipulagi á 1. hæð í hóteli á lóð nr. 70 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17.     Lindargata 11                                    (01.151.210) 100991        Mál nr. BN050526

RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka um einn metra, rífa stigahús á bakhlið (norðurhlið) og byggja viðbyggingu, koma fyrir lyftu og nýju stigahúsi og innrétta gististað í flokki IV, teg. íbúð fyrir 22 gesti á lóð nr. 11 við Lindargötu.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 22. september 2015 og bréf hönnuðar dags. 18. janúar 2016.

Stækkun:  138,2 ferm., 516,3 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18.     Lindargata 34-36                              (01.152.413) 101059        Mál nr. BN050616

Rent-leigumiðlun ehf., Lambastekk 3, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 01,  sjá erindi BN048898, merkt 0101 íbúð, 63,5 ferm., mhl. 02 merkt 0101 íbúð 30,8 ferm. og mhl. 70 merkt 0101, geymsla 12,7 ferm. á lóð nr. 34-36 við Lindargötu.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

19.     Lindargata 34-36                              (01.152.413) 101059        Mál nr. BN048898

Rent-leigumiðlun ehf., Lambastekk 3, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða hús úr forsteyptum einingum og innrétta gististað í flokki II með 20 íbúðareiningum fyrir 36 gesti og til að opna yfir í gististað á Vatnsstíg 11 á lóð nr. 34-36 við Lindargötu.

Einnig er sótt um leyfi til að rífa mhl. 01 merkt 0101 íbúð, 63,2 ferm., og mhl. 70 merkt 0101, geymsla 12,7 ferm. á lóð nr. 34-36 við Lindargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2015 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. maí 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2015.

Einnig samkomulag við Reykjavikurborg varðandi bílastæði fyrir hreyfihamlaða dags. 19. janúar 2016.

Stærð:  1. hæð 182,2 ferm., 2. og 3. hæð 200 ferm., 4. hæð 189,3 ferm.

Samtals:  771,5 ferm., 2.225,9 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Fyrir útgáfu byggingarleyfis skal þinglýsa kvöð um aðgengi að sorpi, starfsmannaaðstöðu, þvottahúsi og hjólageymslu á Vatnsstíg 11.

20.     Lofnarbrunnur 6-8                            (02.695.804) 206086        Mál nr. BN050607

Spennt ehf, Gvendargeisla 96, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft parhús úr forsteyptum einingum með innbyggðum bílgeymslum, allt klætt með múr, loftræstri koparklæðningu og harðviðarklæðningu sbr. erindi BN036388 samþ. 11.7. 2007 og endurnýjað leyfi BN049743 samþ. 15.9. 2015, staðsteypt, á lóð nr. 6-8 við Lofnarbrunn.

Meðfylgjandi er EC-vottorð um framleiðslustýringu í verksmiðju dags. 15.3. 2013.

Stærðir hafa verið skráðar og byggingarleyfi gefið út.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21.     Lyngháls 10                                       (04.327.001) 111051        Mál nr. BN050264

Leigumenn ehf., Hrísateigi 22, 105 Reykjavík

Gleraugnaverslunin Sjón ehf., Laugavegi 62, 101 Reykjavík

Lækjarstétt ehf., Bollagörðum 65, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að byggja 5 svalir á þakhæð, jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi á 3. hæð, innréttaðar hafa verið 17 vinnustofur í rishæð og eignir 0302 og 0303 eru sameinaðar í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 10 við Lyngháls.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 22. janúar 2016 og samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrætti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22.     Lækjargata 4                                     (01.140.507) 100867        Mál nr. BN050492

B2B ehf, Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og til að endurnýja innréttingar á 1. hæð og í kjallara veitingastaðarins Jómfrúarinnar í flokki II, tegund A, í húsi á lóð nr. 4 við Lækjargötu.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23.     Lækjargata 6A                                  (01.140.508) 100868        Mál nr. BN050472

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Magrib ehf., Lækjargötu 6a, 101 Reykjavík

Sótt er um um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, tegund B, teikningar eru óbreyttar,  í húsi á lóð nr. 6A við Lækjargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2016.

Meðfylgjandi er samantekt í ljósi sögunnar.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Fyrir útgáfu byggingarleyfis skal, þinglýsa skal kvöð um opnunartíma staðarins og að ekki megi byrgja glugga sem snúa að Lækjargötu.

24.     Njálsgata 25                                      (01.190.037) 102374        Mál nr. BN050602

ÓS 57 ehf., Sundaborg 9, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta séreign, 0001 í íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 25 við Njálsgötu.

Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 27. janúar 2016, virðingargjörð dags. 1. október 1941 og 3. október 1969, bréf hönnuðar dags. 3. og 5. febrúar 2016 og fsp. sem fékk neikvæða afgreiðslu dags. 2. febrúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25.     Ólafsgeisli 95                                     (04.126.401) 186368        Mál nr. BN050564

Ellert Már Jónsson, Danmörk, Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN025118, gluggasetningu er breytt, svalir minnkaðar og komið er fyrir heitum potti við húsinu á lóð nr. 95 við Ólafsgeisla.

Bréf til Byggingafulltrúa dags. 27. janúar 2016 fylgir erindi.

Gjald kr.  10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26.     Rafstöðvarvegur 1 A                        (04.211.301) 110748        Mál nr. BN050610

Jóhannes Valgeir Reynisson, Vesturfold 48, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir 40 feta gámi í góðgerðarskyni, tímabundið til 30.  mars 2016, við kartöflugeymslurnar Ártúnshöfða á lóð nr. 1A við Rafstöðvarveg.

Erindi fylgir umsókn frá Bláa Naglanum.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Stöðuleyfi gildir til 30. mars 2016.

27.     Sjafnarbrunnur 11-19                       (05.053.803) 206138        Mál nr. BN050523

Viðskiptavit ehf, Kópavogsbraut 69, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fimm íbúða raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á neðri hæðum á lóð nr. 11-19 við Sjafnarbrunn.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu.

Stærðir íbúða:  Íbúð 0101, 230,5 ferm., 739,3 rúmm.,  0102, 230,5 ferm., 739,3 rúmm. 0103, 230,5 ferm., 739,3 rúmm. 0104, 230,5 ferm., 739,3 rúmm. 0105 229,9 ferm., 736,1 rúmm.

Samtals:  1.151,9 ferm., 3.693,3 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28.     Sjafnarbrunnur 5-9                           (05.053.802) 206132        Mál nr. BN050524

Viðskiptavit ehf, Kópavogsbraut 69, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt þriggja íbúða raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílageymslum á neðri hæð á lóð nr. 5-9 Sjafnarbrunn.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu.

Stærðir íbúða : Íbúð 0101, 219,9 ferm., 706,6 rúmm. 0102, 219,9 ferm., 706,6 rúmm. 0103, 219,9 ferm., 706,6 rúmm.  Samtals 659,7 ferm., 2.119,7 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29.     Skeifan 19                                          (01.465.101) 195606        Mál nr. BN050604

3 Spaðar ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta hluta verslunarrýmis 0101, í mhl.  33, í veitingastað á 1. hæð í húsi á lóð nr. 19 við Skeifuna.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30.     Skipholt 70                                         (01.255.208) 103493        Mál nr. BN050386

Enver ehf., Lágmúla 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja léttbyggða inndregna 3. hæð, koma fyrir lyftu og innrétta 26 íbúðir á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 70 við Skipholt.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags.  í nóvember 2015, hljóðtækniskýrsla frá Hljóðtæknilausnir dags. 7. janúar 2016, minnisblað um burðarvirki dags. 2. desember 2015 og greinargerð hönnuða dags. 3. desember 2015.

Stærð A-rými:  1.916,7 ferm., 6.849,7 rúmm.

B-rými:  329,9 ferm., 1.127,3 rúmm.

C-rými:  92,3 ferm.

Stækkun:  451,9 ferm.,  xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31.     Skólavörðustígur 21A                       (01.182.245) 101897        Mál nr. BN049379

Thailenska eldhúsið ehf., Suðurhrauni 2, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki I fyrir 14 gesti og veitingastað í flokki II fyrir 42 gesti á 1. og 2. hæð og breyta skipulagi íbúða á 2. 3. og 4. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.

Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júní 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32.     Skúlagata 14-16                                 (01.152.301) 101036        Mál nr. BN050535

Skuggi 3 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta skráningu lyftuforrýma sbr. skýringartexta í byggingarlýsingu á afstöðumynd fyrir Vatnsstíg 22 á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.

Meðfylgjandi er brunahönnun dags. 19.1. 2016 og samþykki eigenda dags. 19.1. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

33.     Snorrabraut 27-29                            (01.240.011) 102978        Mál nr. BN050557

Alda fasteignafélag ehf, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og fjölga herbergjum um fimm á 2. hæð og þrjú á 4. hæð þannig að gestir geta verið 85 í gistiheimili á 2. og 4. hæð í húsi nr. 29 á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34.     Sóltún 1                                              (01.230.003) 208475        Mál nr. BN049895

Dverghamrar ehf., Lækjarbergi 46, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja 34 íbúða 8 hæða fjölbýlishús, Mánatún 1 sem verður mhl. 04 og tengist bílakjallara sem fyrir er á lóð nr. 1 við Sóltún.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. september 2015.

Stærð A-rými:  4.287,2 ferm., 13.977,3 rúmm.

B-rými:  230 ferm.,

C-rými:  344,4 rúmm.

Frestað.

Er í skipulagsferli.

35.     Sævarhöfði 2-2A                               (04.054.501) 110556        Mál nr. BN049179

BL ehf., Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík

EGG fasteignir ehf., Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta lagerhúsnæði í sýningarsal, mátlínur 1-6 og f-j, og til að koma fyrir skiltum við bílasölu á lóð nr. 2 við Sævarhöfða.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 24. nóvember 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36.     Tangabryggja 2-4                             (04.023.401) 216248        Mál nr. BN050577

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki á smávægilegum breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi, sbr. erindi BN049759 samþ. 15.9. 2015, á fjölbýlishúsi á lóð nr. 2-4 við Tangabryggju.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37.     Tryggvagata 14                                 (01.132.103) 100212        Mál nr. BN050404

Tryggvagata ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að rífa Tryggvagötu 14 og iðnaðarhús á Vesturgötu 18, endurbyggja framhús á Tryggvagötu 12 og byggja nýbyggingu með bílgeymslu fyrir 13 bíla, verslun og þjónustu á götuhæð við Tryggvagötu og neðsta hluta Norðurstígs og hótel í flokki V með 107 herbergjum á efri hæðum á sameinaðri lóð nr. 14 við Tryggvagötu.

Erindi fylgir bílastæðabókhald dags. 15. desember 2015, greinargerð um hljóðvist frá EFLU dags. 15. desember 2015, stöðugleikagreinding og yfirlit yfir orkubúskap bygginga frá Verkfræðistofu Reykjavíkur dags. 15. desember 2015, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. febrúar og 17. desember 2015, brunahönnun frá Verkís dags. í desember 2015, framkvæmdalýsing hönnuða ódagsett og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 23. október 2007.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2016 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2016, breytt 3. febrúar 2016.

Niðurrif Tryggvagata 14:  Fastanr. 200-0551, merkt 01 0001, veitingahús 149 ferm., fastanr. 230-3223, merkt 01 0102 íbúðarherbergi 97,6 ferm., fastanr. 200-0552 merkt 01 0201 íbúð og fastanr. 230-3224 merkt 01 0301 íbúðarherb í risi 44,9 ferm.

Niðurrif Vesturgata 12:  hluti ?

Nýbygging:

A-rými:  5.189,1 ferm., 17.018,9 rúmm.

B-rými:  15,3 ferm., 45,4 rúmm.

c-rými:  453,8 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38.     Tunguvegur 19                                  (01.837.001) 108639        Mál nr. BN050531

T-19 ehf., Tunguvegi 19, 108 Reykjavík

Tannlæknastofa SP ehf, Álfabakka 14, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta í núverandi atvinnuhúsnæði þrjár nýjar íbúðir í húsi á lóð nr. 19 við Tunguveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. febrúar 2016.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 19.1. 2016.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. febrúar 2016.

39.     Úlfarsbraut 50-56                              (02.698.702) 205721        Mál nr. BN050582

Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir raðhús nr. 52, sjá erindi BN047094, á lóð nr. 50-56 við Úlfarsbraut.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40.     Vatnagarðar 12                                 (01.337.802) 103916        Mál nr. BN050344

Extreme Iceland ehf., Vatnagörðum 12, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á þaki, byggja nýtt, hærra þak. Breyta fyrirkomulagi innanhúss, byggja nýtt milligólf, einnig er gluggum og hurðum breytt í iðnaðarhúsi/skrifstofu á lóð nr. 12 við Vatnagarða.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2015.

Stærðir, stækkun:  416,5 ferm., 340,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41.     Öldugrandi  1-9                                 (01.511.002) 105746        Mál nr. BN050357

Eggert Sigurjón Birgisson, Öldugrandi 9, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN039544, þar sem veitt var leyfi til að innrétta geymslu í rishæð, setja þakglugga á rýmið og fellistiga úr íbúðum 0301, 0302, 0303 og 0304 í fjölbýlishúsi nr. 9,  á lóð nr. 1-9 við Öldugranda.

Erindi fylgir afrit af fundargerð húsfundar dags. 23. febrúar 2005, samþykki meðeigenda ódagsett v/ eldri samþykktar og annað dags. 16. janúar 2016.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu

Fyrirspurnir

42.     Stangarholt 32                                   (01.246.206) 103313        Mál nr. BN050581

Jan Steen Jónsson, Stangarholt 32, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 32 við Stangarholt.

Nei.

Samræmist ekki byggingarreglugerð.

43.     Víðimelur 35                                      (01.540.110) 106255        Mál nr. BN050597

Tiris ehf., Neðstabergi 7, 111 Reykjavík

Spurt er hvort skráningu matshluta 03-0102 megi breyta í "vinnustofa" og skattflokkur húsnæðis verði A.

Nei.

Með vísan til fyrri afgreiðslu.

44.     Vífilsgata 6                                        (01.243.403) 103130        Mál nr. BN050595

Stefán Gunnarsson, Vífilsgata 6, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að sameina rými 002, 001 og 003 og fá samþykkta íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 6 við Vífilsgötu.

{Erindi fylgir virðingargjörð dags. 21. maí 1940 og eignaskiptasamningur dags. 16. mars 2006.

Nei.

Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

45.     Vík 125745                                        (33.535.101) 125745        Mál nr. BN050598

S.Á.Á. fasteignir, Efstaleiti 7, 108 Reykjavík

Spurt er hvort skilgreina megi meðferðarheimili  SÁÁ í Vík á Kjalarnesi þar sem eftirmeðferð fer fram sem gistiheimili en ekki sem sjúkrastofnun. Þarna dvelja skjólstæðingar stofnunarinnar í 28 daga samfellt eftir meðferð. Stofnunin er kynskipt fyrir 40 karla og 20 konur.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:46

Nikulás Úlfar Másson

Erna Hrönn Geirsdóttir

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir