Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 136

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2016, miðvikudaginn 3. febrúar kl. 9:10, var haldinn 136. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson,  Sverrir Bollason, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Sigurborg Ó Haraldsdóttir  áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson  og Marta Grettisdóttir. 

Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Endurheimt votlendis í Reykjavík, Mál nr. US140241

Lögð fram tillaga ásamt greinargerð  umhverfis- og skipulagsráðs dags. 15. desember 2014  varðandi endurheimt votlendis í Reykjavík.  Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. janúar 2015. 

Einnig er lögð fram skýrsla Verkís dags. 30. janúar 2016.  

Fulltrúi Verkís Arnór Sigfússon  kynnir. 

Þórólfur Jónsson deildarstjóri og Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri taka sæti á fundum undir þessum lið. 

2. Heiðmörk, ályktun um Heiðmerkurveg Mál nr. US160001

Lagt fram bréf samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. desember 2015, varðandi ályktun um Heiðmerkurveg. Einnig er lagt fram minnisblað samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. desember 2015. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 26. janúar 2016.

Kl. 10:00 víkur Herdís Anna Þorvaldsdóttir af fundi, Júlíus Vífill Ingvarsson tekur sæti á fundinum á sama tíma. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 26. janúar 2016 samþykkt.

3. Visthæfar bifreiðar, reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík (USK2016010088) Mál nr. US160030

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 26. janúar 2016, varðandi gjaldfrjáls stæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík

Vísað til umsagnar hjá bílastæðanefnd, óskað eftir að umsögnin liggi fyrir innan þriggja vikna. 

4. Hringbraut, umferðaröryggi (USK2015100071) Mál nr. US150234

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags.  26. janúar 2016 ásamt tillögu verkfræðistofunnar Eflu,  dags. 26. janúar 2016 vegna gatnamóta Hringbrautar og Hofsvallagötu. 

Frestað. 

Vísað til umsagnar Hverfisráðs vesturbæjar, óskað er eftir að umsögnin liggi fyrir þriggja vikna. 

Stefán Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5. Afnot af borgarlandi vegna viðvarandi viðburða sumarið 2016, auglýsing Mál nr. US160031

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. janúar 2016 þar sem lagt er til að auglýst verði afnot af borgarlandi fyrir lengri viðvarandi viðburði í borgarlandi með stórskjáum, sviði og annarri meðfylgjandi umgjörð, sumarið 2016. 

Samþykkt 

Vísað til borgarráðs. 

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(A) Skipulagsmál

6. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 29. janúar 2016.

7. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, RÚV reitur, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN150706

Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í febrúar 2016, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í breytingu á byggingarmagni, fjölda íbúða og breytta landnotkun á RÚV reitnum.

Kynnt. 

Jafnframt samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á opnum íbúafundi skv. 2. mgr.30. gr. skipulagslaga.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

8. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN160076

Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í febrúar 2016, vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í starfsemi við götuhliðar, markmið um virkar götuhliðar, skilgreiningu landnotkunar og sérákvæði um starfsemi, göngugötur og torg og almenn markmið um miðborgina. 

Samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. 

Vísað til borgarráðs

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

9. Laugavegur 32B og 34B, breyting á deiliskipulagi (01.172.2) Mál nr. SN150782

Sigurður Hallgrímsson, Stórakur 7, 210 Garðabær

Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 30. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 32B og 34B við Laugaveg. Í breytingunni felst að byggja tengibyggingu úr gleri ofan á hluta þaks byggingarinnar, á lóð nr. 32B við Laugaveg, við lóðarmörk í suðaustur, að rífa og endurbyggja eins hæðar skúrbyggingu við lóðarmörk lóðarinnar nr. 34B við Laugaveg til suðurs. Einnig verði leyft að rífa þrjár hæðir af núverandi turnbyggingu við lóðarmörk til suðvesturs. Þess í stað verði leyft að byggja ofan á endurbyggða fyrstu hæð tveggja hæða tengibyggingu sem tengir saman Laugaveg 34A og Laugaveg 34B, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., dags. 17. desember 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 21. janúar 2016 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 29. janúar 2016. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

10. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.1 Háteigshverfi, skipulags- og matslýsing (03.1) Mál nr. SN150530

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar hverfi 3.1 Háteigshverfi dags. 15. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar, dags. 27. nóvember 2015, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 2. desember 2015, umsögn Minjastofnunar dags. 7. desember 2015, umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 14. desember 2015 og umsögn Veðurstofu Íslands, dags. 17. desember 2015.

Umsagnir kynntar.

Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

11. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.2 Hlíðarhverfi, skipulags- og matslýsing (03.2) Mál nr. SN150531

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar hverfi 3.2 Hlíðarhverfi dags. 15. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar, dags. 27. nóvember 2015, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 2. desember 2015, umsögn Minjastofnunar dags. 7. desember 2015, umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 14. desember 2015 og umsögn Veðurstofu Íslands, dags. 17. desember 2015.

Umsagnir kynntar.

Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

12. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.3 Öskjuhlíðarhverfi, skipulags- og matslýsing (03.3) Mál nr. SN150532

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar hverfi 3.3 Öskjuhlíðarhverfi dags. 15. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar, dags. 27. nóvember 2015, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 2. desember 2015, umsögn Minjastofnunar dags. 7. desember 2015, umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 14. desember 2015 og umsögn Veðurstofu Íslands, dags. 17. desember 2015.

Umsagnir kynntar.

Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

13. Háteigsvegur 1 og 3, breyting á deiliskipulagi (01.244.2) Mál nr. SN140621

Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík

Bakkastaðir eignarhaldsfélag ehf., Pósthólf 17, 121 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Bakkastaða eignarhaldsfélags ehf. dags. 21. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.244.2, Egilsborgarreits, vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Háteigsveg. Í breytingunni felst að heimilt er að hækka núverandi byggingu um eina hæð, byggja eina hæð og kjallara að lóðarmörkum norðan við húsið fyrir verslun og þjónustu, tilfærsla á byggingarlínum, aukning á byggingarmagni o.fl. Kvöð um holræsi og graftrarrétt á norðurmörkum lóðanna nr. 1 og 3 fellur út, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 1. júní 2015.  Einnig er lagt fram bréf skipulagsfulltrúa til umsækjanda dags. 3. mars 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. apríl 2015.  Tillagan var auglýst frá 27. júlí 2015 til og með 16. september 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún B. Birgisdóttir ásamt beiðni um framlengingu á fresti, dags. 7. september 2015, Kristján Andrésson og Hrafnhildur Einarsdóttir, dags. 7. september 2015, Þorkell Pétursson dags. 7. september 2015, stjórn húsf. Rauðarárstíg 41, dags. 7. september 2015, Elfa Sif Logadóttir og Marinó A. Jónsson, dags. 7. september 2015, Guðrún Helga Magnúsdóttir, dags. 7. september 2015, Hverfisráð Hlíða dags. 7. september 2015, Þrúður Helgadóttir, dags. 9. september 2015 og Svava María Atladóttir dags. 9. og 10. september 2015, húsfélag Rauðarárstíg 41 dags. 14. september 2015,  Ólafur Torfason f.h. Íslandshótel hf. dags. 15. september 2015 og eigendur Háteigsvegi 2 og 4 ásamt Rauðarárstíg 41, dags. 16. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. nóvember 2015, ásamt breyttum  uppdrætti Teiknistofunnar Traðar dags. 15. janúar 2016.  

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 861 frá 2. febrúar 2016. 

(C) Fyrirspurnir

15. Bykoreitur, reitur 1.138, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.138) Mál nr. SN160047

Páll Hjalti Hjaltason, Gnitanes 10, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Páls Hjalta Hjaltasonar, mótt. 18. janúar 2016, um að skilgreina fjölda íbúða á reit 1.138, Bykoreit, eins og í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og skilgreina landnotkun í samræmi við stefnu aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um aðalgötur. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2016. 

Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna deiliskipulag i samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað. 

Afgreiðsla þessi skuldbindur ekki umhverfis og skipulagsráð til að fallast á væntanlega tillögu að deiliskipulagi.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(D) Ýmis mál

16. Borgargötur, Starfshópur Mál nr. US160026

Lögð fram tillaga að starfshópi um borgargötur í Reykjavík. 

Frestað.

17. Græna netið, Starfshópur Mál nr. US160027

Lögð fram tillaga að starfshópi um græna netið í Reykjavík . Einnig er lagt fram erindisbréf dags. 2. febrúar 2016.

Samþykkt að skipa Magneu Guðmundsdóttir, Sigurð Inga Jónsson, Björn Inga Edvardsson og Snorra Sigurðsson í starfshópinn. 

18. Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar, drög  (USK2016010085) Mál nr. US160029

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. janúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 21. janúar 2016 um að vísa drögum að nýrri mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, dags. 19. janúar 2016,  til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra. 

19. Þingholtsstræti 18, kæra 40/2013, umsögn, úrskurður (01.180.0) Mál nr. SN130351

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. apríl 2013 ásamt kæru, dags. 21. apríl á samþykkt byggingarfulltrúa frá  19. mars 2013 þar sem samþykkt var umsókn þar sem sótt var um samþykki fyrir áður gerðri klæðningu á austur - og vesturhlið Þingholtsstrætis 18, á lóðinni Lækjargata MR.  Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 11. júlí 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. janúar 2016. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúa frá  19. mars 2013 um að samþykkja byggingarleyfisumsókn fyrir áður gerðri klæðningu á austur - og vesturhlið Þingholtsstrætis 18.

20. Grettisgata 62, kæra 15/2015, umsögn, úrskurður (01.190.1) Mál nr. SN150111

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. febrúar 2015 ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi vegna viðbyggingar og svala á annarri og þriðju hæð,  fyrir lóð nr. 62 við Grettisgötu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 31. mars 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. janúar 2016. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa frá 22. desember 2014 að veita byggingaleyfi vegna viðbyggingar og svala á annarri og þriðju hæð,  fyrir lóð nr. 62 við Grettisgötu.

21. Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, breyting á deiliskipulagi (01.345.1) Mál nr. SN150109

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. janúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 21. janúar 2016, á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand.

22. Aðgerðaráætlun í úrgangmálum í Reykjavík til 2020, (USK2015030021) Mál nr. US150068

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. janúar 2016, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 19. janúar 2016 á aðgerðaráætlun í úrgangsmálum í Reykjavík til 2020.

23. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fjölgun ferðamanna og tilheyrandi eftirspurn eftir gistirýmum í Reykjavík Mál nr. US160033

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir, leggja fram eftirfarandi fyrirspurn varðandi fjölgun ferðamanna og tilheyrandi eftirspurn eftir gistirýmum í Reykjavík. Fjölgun gistirýma, og íbúða sem notaðar eru í skammtímaleigu, hefur verið gríðarlega mikil. Slík ör breyting á borgarbragnum veldur skiljanlegu óöryggi borgarbúa í nærumhverfi sínu. Þær áhyggjur sem heyrst hafa um að stefnuleysi sé varðandi utanumhald þeirrar nýju stöðu sé komið á hættustig eru því skiljanlegar. Kvótar hafa verið settir varðandi hótelrými í Kvosinni, en hvaða reglur gilda um hótelrými á öðrum svæðum miðborgarinnar og aðliggjandi hverfa? Hvaða stefnumótun er um önnur gistirými og gistiheimili? Nauðsynlegt er að eftirlit sé virkt og fyrir liggi hvernig til dæmis eigi að meta og mæla vistvæni hverfa, s.s. hvenær talið sé að gengið sé á félagsauð þeirra. 

Frestað. 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:30.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason 

Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson 

Hildur Sverrisdóttir Sigurður Ingi Jónsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2016, þriðjudaginn 2. febrúar kl. 10:24 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 861. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Alþingisreitur (01.141.106) 100886 Mál nr. BN050517

Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum 1. hæðar norðurhliðar í það form sem fyrstu, upphaflegir, gluggar voru á Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 2.11. 2015.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Álfabakki 16 (04.603.301) 111721 Mál nr. BN050381

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í efri kjallara 0001, koma fyrir tvöfaldri  hurð og annarri  einfaldri frá verslunarrými í suðurhluta húss á lóð nr. 16 við Álfabakka.

Bréf frá hönnuði dags. 8. desember 2015 og 22. 01. 2016  fylgir erindi.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Ármúli 3 (01.261.201) 103506 Mál nr. BN050571

LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við kjallara, fjarlægja fordyri á norðurhlið og breyta innra skipulagi, innrétta mötuneyti og starfsmannarými í kjallara, breyta fyrirkomulagi snyrtinga og innrétta skrifstofur á 5. hæð og endurnýja glugga og gluggakerfi á öllum hæðum mhl. 01, verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 3 við Ármúla.

Stækkun:  109,3 ferm., 792,3 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Barónsstígur 45A (01.193.004) 102530 Mál nr. BN050479

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á samþykktu erindi BN048267 sem felast í að lyfta við núv. afgreiðslu er færð þannig að núv. stigi helst, nýr stigi byggður frá eldra húsi niður í nýjan tæknikjallara, skráningartafla er uppfærð sbr. meðfylgjandi skýringablöð fyrir Sundhöll Reykjavíkur á lóð nr. 45 A við Barónsstíg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts ódags.

Gjald kr. 10.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Bjarmaland  9-15 (01.854.101) 108774 Mál nr. BN050543

Þröstur Olaf Sigurjónsson, Bjarmaland 15, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi, sjá erindi BN048627 í einbýlishúsi nr. 15 á lóð nr. 9-15 við Bjarmaland.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Bjarnarstígur 3 (01.182.224) 101876 Mál nr. BN050325

Soffía S Sigurgeirsdóttir, Bjarnarstígur 3, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum á einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Bjarnarstíg.

Meðfylgjandi er samþykki eigenda á lóðum nr. 1 og 5 við Bjarnarstíg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bræðraborgarstígur 23 (01.137.003) 100635 Mál nr. BN050542

Svava Ástudóttir, Bræðraborgarstígur 23, 101 Reykjavík

Kieran Francis Houghton, Bræðraborgarstígur 23, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi bílskúr og byggja nýjan í staðinn, innar á lóðinni og fjær lóðamörkum við Bræðraborgarstíg 23A, sbr. erindi BN043415 samþ. 15. nóvember 2011, við einbýlishús á lóð nr. 23 við Bræðraborgarstíg.

Stærðir: Nýbygging og eldri-, ferm. og rúmm. sbr. skráningartafla, xxx.

Gjald  kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Búðavað 17-19 (04.791.805) 209910 Mál nr. BN050549

Katrín Garðarsdóttir, Búðavað 17, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir arni með reykháf frá rými 0201 í húsinu nr. 17 á lóð nr. 17-19 við Búðavað.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Efstasund 47 (01.357.309) 104456 Mál nr. BN050407

Árni Gunnar Ingþórsson, Efstasund 47, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu austanmegin á tveimur hæðum með þaksvölum á húsi nr. 47 við Efstasund.

Stækkun:  35,0 ferm., 141,8 rúmm.

Fyrirspurn BN049337 dags. 5. maí 2015 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.823 + 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Fiskislóð 10 (01.115.230) 188006 Mál nr. BN048940

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýtt stigahús með lyftu fyrir hreyfihamlaða og sameiginlega innbyggða kalda sorpgeymslu í staðinn fyrir flóttastiga, stigahús verður aðalinngangur fyrir 2. hæð, bílastæði fyrir hreyfihamlaða á baklóð fært að stigahúsi og breyta smávægilega á 1.hæð í húsinu á lóð nr. 10 við Fiskislóð. 

Bréf frá hönnuði þar sem hann gerir grein fyrir breytingum og sækir um fá leyfi frá byggingareglugerð 112/2012 6.4.12 gr. 7 dags. 19. febrúar 2015

Tölvupóstur frá hönnuði með samþykkt frá faxaflóahöfnum dags. 26. febrúar 2015 fylgir. Greinagerð brunahönnuðar dags. 5. feb. 2015 fylgir.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015.

Stækkun húss:  76,8 ferm., 267,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Fossaleynir 8 (02.467.201) 178762 Mál nr. BN050565

Áltak ehf, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka áður samþykkt erindi BN049508 þannig að húsið verður breikkað um 18 cm og lengt um 16 cm og innkeyrsluhurð verður mjókkuð í húsinu á lóð nr. 8 við Fossaleyni. 

Stækkun: XX ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN050534

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048776, m. a. bæta við gluggum á norðurhlið, gera nýjan inngang frá Laugavegi á nr. 41 og færa gaflvegg nr. 43 litillega til vesturs,  og innrétta gististað í flokki II, teg. íbúð, 23 einingar á efri hæðum húsanna Laugavegur 41, 43 og 45 á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Frakkastígur 9 (01.173.029) 101516 Mál nr. BN050367

Rakel Steinarsdóttir, Frakkastígur 9, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka bíslag og opna eldri gluggagöt í hlöðnum sökkli einbýlishúss á lóð nr. 9 við Frakkastíg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 15. desember 2015.

Stækkun:  7,4 ferm., 90,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Gnoðarvogur 44-46 (01.444.101) 105528 Mál nr. BN050380

G. Arnfjörð ehf, Smiðsbúð 9, 210 Garðabær

Sjónver ehf, Síðumúla 29 3.hæð, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttum innréttingum vegna pizzugerðar og pizzusölu til meðtöku á 1. hæð í vesturenda húss á lóð nr. 44-46 við Gnoðarvog.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

15. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN050400

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga sem felast í að innréttaðir eru sýningarsalir og vinnustofur á efri hæðum og veitingasalur á jarðhæð, komið er fyrir lyftu og nýjum aðalstiga og eldvarnarmálum komið í rétt horf,  aðkoma og bílastæði verða frá Járnbraut í Marshall húsi á lóð nr. 20 við Grandagarð.

Meðfylgjandi er mat á burðarþoli hússins dags. 1. júní 2015 og brunavarnaskýrsla dags. 15. desember 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

16. Grensásvegur 13 (01.465.001) 105680 Mál nr. BN050541

Útlitslækning ehf, Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri breytingu á áður samþykktu erindi BN049368 þannig að komið er fyrir loftræstingu í geymslu á 3. hæð í húsinu á lóð nr. 13 við Grensásveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

17. Grettisgata 4 (01.182.104) 101820 Mál nr. BN050578

Ólafía Sigurðardóttir, Hringbraut 50, Sótt er um leyfi til að rífa þríbýlishús á lóð nr. 4 við Grettisgötu.

Erindi fylgir þinglýst umboð til handa Eyjólfi Bergþórssyni og Bergþóri Andréssyni dags. 18. júní 2014.

Niðurrif:  Fastanr. 200-6184 merkt 01 0101 Einbýlishús, 156,6 ferm., 433,0 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

18. Grettisgata 64 (01.191.001) 102459 Mál nr. BN050539

Sólland ehf., Hrauntungu 9, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta notkun á rými 0102 úr verslun í tvö sjálfstæð herbergi með eldhúsi og salerni og í rými 0103 í húðflúraðstöðu í húsinu á lóð nr. 64 við Grettisgata

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

19. Gylfaflöt 1 (02.575.101) 173533 Mál nr. BN050544

Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

S fasteignir ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta bensínstöð í söluskála í flokki I og komið er upp sjálfsafgreiðslukerfi fyrir bensíndælur sem eru enn til staðar á lóð nr. 1 við Gylfaflöt.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Haukdælabraut 124-126 (05.113.106) 214831 Mál nr. BN049866

Þorsteinn Kröyer, Dalhús 54, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús með aukaíbúð 0102 einangrað að utan, útveggir klæddir með álklæðningu og þakplata steypt og einangruð með tvöfaldri einangrun á lóð nr. 124-126 við Haukdælabraut. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2015 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. janúar 2016.

Bréf frá hönnuði dags. 20. ágúst 2015 fylgir. 

Stærð hús nr. 124: A rými 242,2 ferm., B rými 38,7 ferm. 913,6 rúmm.  Hús nr. 126:  A rými 252,0 ferm., B-rými 22,3 ferm., 813,5 rúmm., B-rými í sameign:  B- rými 10,8 ferm.,  28,3 rúmm. Samtals A og B- rými er: 566,0 ferm., 1755,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823 + 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN050467

JL Holding ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049183 þannig að veitingaflokkur breytist úr fl. II í fl. III, breyting er gerð á starfsmannarými á 2. hæð og innri breytingar á 1. hæð húss á lóð nr. 121 við Hringbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2016, einnig hljóðskýrsla dags. í maí 2015.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2016.

22. Hringbraut 85 (01.524.012) 106009 Mál nr. BN050464

Hringbraut 85,húsfélag, Hringbraut 85, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta rishæð, hækka þak um meter, byggja kvisti á norður- og vesturhlið, stækka þaksvalir og innrétta rýmið 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 85 við Hringbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2016.

Stækkun:  XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Kistuhylur 4 (04.26-.-99) 110979 Mál nr. BN050299

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breytingu á erindi BN045925 dags. 12.11. 2015 fyrir varðveisluhús í Árbæjarsafni mhl. 39 á lóð nr. 4 við Kistuhyl.

Meðfylgjandi er greinargerð um brunavarnir dags. 6.11. 2013.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Korngarðar 1 (01.323.101) 222494 Mál nr. BN050533

Hagar hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

 Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN08020 þannig að gerð er grein fyrir breytingum á 1. hæð, 2. hæð í byggingarlýsingu á húsinu á lóð nr. 1 við Korngarða.

Gjald kr. 10.100 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25. Kringlan  4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN050481

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til aða breyta samþykktu erindi þannig að starfsmannaaðstaða verður sameiginleg með einingu 102, innréttingum og framhlið er breytt, hætt er við áætlað milliloft, snyrtingu og starfsmannaaðstöðu í einingu 110 á 1. hæð í verslanamiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Meðfylgjandi er yfirlýsing um sameiginlega starfsmannaaðstöðu dags. 22.1. 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Kringlan  4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN050527

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi og innréttingum í einingu S-289 á 2. hæð í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Laufásvegur 63 (01.197.011) 102699 Mál nr. BN049322

Jóhanna Helga Halldórsdóttir, Belgía, Sótt er um leyfi til að endurnýja og hækka þak, stækka kvist á norðausturhlið, byggja kvist á suðvesturhlið og innrétta herbergi og bað í risi einbýlishúss á lóð nr. 63 við Laufásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2015.

Einnig bréf umsækjanda dags. 20. september 2015 og minnisblað um brunavarnir dags. 26. janúar 2016.

Stækkun:  xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Laugavegur 103 (01.240.007) 102975 Mál nr. BN050470

Anh Thé Doung, Háaleitisbraut 153, 108 Reykjavík

Sinh Xuan Luu, Kleppsvegur 136, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta söluturn/veitingaverslun með skyndibita og ís í rými 0102 í húsi á lóð nr. 103 við Laugaveg.

Ljósmyndir fylgja.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

29. Laugavegur 70 (01.174.204) 101607 Mál nr. BN050559

Fring ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050053 og BN048974, m. a. eru baðherbergi stækkuð í fram- og bakhúsi, komið fyrir þvottahúsi í framhúsi og breytt innra skipulagi á 1. hæð í hóteli á lóð nr. 70 við Laugaveg.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

30. Lindargata  1-3 (01.151.105) 100979 Mál nr. BN050350

Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi vesturálmu, við Ingólfsstræti/Lindargötu, á 2. og 3. hæð og breyta lítillega áður samþykktu fyrirkomulagi á 1. hæð vesturálmu, sbr. erindi BN047323 dags. 25.3. 2015 í Arnarhvoli á lóð nr. 1-3 við Lindargötu.

Meðfylgjandi er uppfærð brunahönnun í des. 2015, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 2.12. 2015 og hljóðvistargreinargerð dags. des. 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Lyngháls 10 (04.327.001) 111051 Mál nr. BN050264

Leigumenn ehf., Hrísateigi 22, 105 Reykjavík

Gleraugnaverslunin Sjón ehf., Laugavegi 62, 101 Reykjavík

Lækjarstétt ehf., Bollagörðum 65, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að byggja 5 svalir á þakhæð, jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi á 3. hæð, innréttaðar hafa verið 17 vinnustofur í rishæð og eignir 0302 og 0303 eru sameinaðar í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 10 við Lyngháls.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 22. janúar 2016 og samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrætti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Milli funda.

32. Melavellir (00.013.002) 125655 Mál nr. BN050345

Brimgarðar ehf, Sundagörðum 10, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kjúklingaeldishús fyrir 14000 fugla, mhl. 09  á Melavöllum, landnúmer 125655, á Kjalarnesi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2015.

Stærðir: 1.767,3 ferm., 7.774,1 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

33. Mýrargata 27 (01.130.228) 223065 Mál nr. BN050570

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016.

Stærð A-rými:  194,2 ferm., 647,1 rúmm.

B-rými:  xx ferm.

C-rými:  8,7 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Mýrargata 29 (01.130.227) 223066 Mál nr. BN050567

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016.

Stærð A-rými:  194 ferm., 669,5 rúmm.

B-rými:  xx ferm.

C-rými:  8,7 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Mýrargata 31 (01.130.226) 223067 Mál nr. BN050569

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra íbúða fjölbýlishús, tvær hæðir og ris úr forsmíðuðum timbureiningum og veitingahúsi í flokki II, teg. kaffihús á jarðhæð á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016.

Stærð A-rými:  640 ferm., 2.151,2 rúmm.

B-rými:  xx ferm

C-rými:  20,3 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN050561

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri með útveggi úr gleri og þak pappaklætt og einangrað við húsið á lóð nr. 1 við Norðurgarð.

Stækkun: 88,3 ferm,. 459,2 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

37. Ólafsgeisli 95 (04.126.401) 186368 Mál nr. BN050564

Ellert Már Jónsson, Danmörk, Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN025118, gluggasetningu er breytt, svalir minnkaðar og komið er fyrir heitum potti við húsinu á lóð nr. 95 við Ólafsgeisla.

Bréf til Byggingafulltrúa dags. 27. janúar 2016 fylgir erindi.

Gjald kr.  10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

38. Seljavegur 1A (01.130.225) 223068 Mál nr. BN050568

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016.

Stærð A-rými:  195,9 ferm., 670,9 rúmm.

B-rými:  xx ferm.

C-rými:  11,3 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Seljavegur 1B (01.130.224) 223069 Mál nr. BN050566

Arwen Holdings ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, tvær hæðir og ris úr forsmíðuðum timbureiningum á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í janúar 2016.

Stærð A-rými:  199,3 ferm., 662,1 rúmm.

B-rými:  xx ferm.

C-rými:  11,6 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Sjafnarbrunnur 11-19 (05.053.803) 206138 Mál nr. BN050523

Viðskiptavit ehf, Kópavogsbraut 69, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fimm íbúða raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á neðri hæðum á lóð nr. 11-19 við Sjafnarbrunn.

Stærðir íbúða:  Íbúð 0101, 230,5 ferm., 739,3 rúmm.,  0102, 230,5 ferm., 739,3 rúmm. 0103, 230,5 ferm., 739,3 rúmm. 0104, 230,5 ferm., 739,3 rúmm. 0105 229,9 ferm., 736,1 rúmm.

Samtals:  1.151,9 ferm., 3.693,3 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

41. Sjafnarbrunnur 5-9 (05.053.802) 206132 Mál nr. BN050524

Viðskiptavit ehf, Kópavogsbraut 69, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt þriggja íbúða raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílageymslum á neðri hæð á lóð nr. 5-9 Sjafnarbrunn.

Stærðir íbúða : Íbúð 0101, 219,9 ferm., 706,6 rúmm. 0102, 219,9 ferm., 706,6 rúmm. 0103, 219,9 ferm., 706,6 rúmm.  Samtals 659,7 ferm., 2.119,7 rúmm. 

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

42. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN050537

Jan Bernstorff Thomsen, Ægisíða 78, 107 Reykjavík

Laufey Jóhannsdóttir, Ægisíða 78, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulag og opna og samnýta tímabundið íbúðir 1101 og 1102 í húsinu, mhl. 15, Vatnsstíg 22 á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.

Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 29. janúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN050536

Gunnar Torfason, Smárarimi 70, 112 Reykjavík

Hildur Kristín Einarsdóttir, Smárarimi 70, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og opna og samnýta tímabundið íbúðir 1201 og 1202 í húsi mhl. 15 Vatnsstíg 22 á lóð nr.  14-16 við Skúlagötu.

Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 29. janúrar 2016.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN050557

Alda fasteignafélag ehf, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og fjölga herbergju um fimm á 2. hæð og þrjú á 4. hæð þannig að gestir geta verið 85 í gistiheimili á 2. og 4. hæð í húsi nr. 29 á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

45. Stangarholt 3-11 (01.246.118) 103306 Mál nr. BN050558

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp færanlega kennslustofu K-89B sem kemur frá  leikskólanum Jörfa, Hæðargarði 27A  á lóð leikskólans Nóaborgar, nr. 3-11 við Stangarholt.

Stærðir: 62,7 ferm., 210,9 rúmm. .

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Suðurlandsbraut 8 (01.262.103) 103517 Mál nr. BN050594

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu að Suðurlandsbraut 8 sbr. erindi BN049880 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

47. Tunguháls 8 (04.342.101) 179593 Mál nr. BN050456

Þrjú M fasteignir ehf., Álandi 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta uppröðun á geymslum, færa afgreiðslu og vörumóttöku á fyrstu hæð til, setja nýja inngönguhurð með skyggni á norðurhlið, innkeyrsluhurð á 2. hæð breytt í inngönguhurð með skyggni, stigi inni við austurenda og svalir á suðurhlið tekið burt í vörugeymslu, mhl. 02 á lóð nr. 8 við Tunguháls.

Stækkun B-rými undir skyggnum: 35,4 ferm., 126,8 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48. Tunguvegur 19 (01.837.001) 108639 Mál nr. BN050531

T-19 ehf., Tunguvegi 19, 108 Reykjavík

Tannlæknastofa SP ehf, Álfabakka 14, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta í núverandi atvinnuhúsnæði þrjár nýjar íbúðir í húsi á lóð nr. 19 við Tunguveg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 19.1. 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

49. Úlfarsbraut 18-20 (02.698.403) 205711 Mál nr. BN050466

K16 ehf, Haukdælabraut 102, 113 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, svalir hafa verið stækkaðar, útitröppum og innra skipulagi hefur verið breytt í parhúsi á lóð nr. 18-20 við Úlfarsbraut.

stækkun/minnkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Vatnagarðar 12 (01.337.802) 103916 Mál nr. BN050344

Extreme Iceland ehf., Vatnagörðum 12, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á þaki, rífa millibyggingu og byggja nýtt, hærra þak. Breyta fyrirkomulagi innanhúss, byggja nýtt milligólf, einnig er gluggum og hurðum breytt í iðnaðarhúsi/skrifstofu á lóð nr. 12 við Vatnagarða.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2015.

Stærðir, stækkun:  311,8 ferm., 555 rúmm.

Stærð á niðurrifi:  

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Vesturgata 41 (01.135.003) 100425 Mál nr. BN050521

Haraldur Johannessen, Vesturgata 41, 101 Reykjavík

Jóhannes Johannessen, Vesturgata 41, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum fyrirkomulagi stiga er breytt í rishæð tvíbýlishússins á lóð nr. 41 við Vesturgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Skoðist á staðnum.

52. Vonarstræti 4B (01.141.208) 100899 Mál nr. BN050556

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa innan úr bakhúsum á lóðinni nr. 4B við Vonarstræti.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 26. janúar 2016.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Þverás 10 (04.724.305) 112411 Mál nr. BN050500

Hlynur Jónsson, Þverás 10, 110 Reykjavík

Reynir Arngrímsson, Þverás 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur sérnotaflötum fyrir íbúðir 0101 og 0102 á lóð nr. 10 við Þverás.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Allar breytingar á borgarlandi eru á kostnað eiganda og eru háðar samþykki skrifstofu reksturs- og umhirðu.

54. Öldugata 2 (01.136.311) 100569 Mál nr. BN050273

Nordic Investment Services ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, innrétta fjórar íbúðir, eina á hverri hæð, byggja kvist á vesturgafl og til að bæta við svölum á 1. hæð og í risi í húsi á lóð nr. 2 við Öldugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

55. Bárugata 30 (01.135.219) 100468 Mál nr. BN050579

Við samþykkt á erindi BN048813 þann 26. janúar voru ranglega bókaðar stærðir og stækkun.

Stærð var:  131,2 ferm., 404,5 rúmm.

Stærð verður:  185,4 ferm., 491 rúmm.

Stækkun:  54,1 ferm., 97,8 rúmm.

Afgreitt.

56. Grettisgata 9A (01.172.234) 101488 Mál nr. BN050585

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á lóðamarkabreytingu af lóðinni  Grettisgata 9A (staðgr. 1.172.234, landnr. 101488), það er að henni verði skipt upp í tvær lóðir, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 29. 01. 2016.

Lóðin Grettisgata 9A er 528 m², teknir eru 269 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Grettisgötu 9B, lóðin Grettisgata 9A verður 259 m².

Ný lóð Grettisgata 9B (staðgr. 1.172.238, landnr. 223960), fær 269 m² frá Grettisgata 9A, lóðin Grettisgata 9B verður 269 m².

Sjá deiliskipulag samþykkt í borgarráði þann 09. 04. 2015 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 25. 06. 2015.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

57. Ólafsgeisli 14-18 (04.126.502) 186348 Mál nr. BN050590

Byggingarfulltrúi leggur til að tölusetningu eftirtalinna fasteigna verði breytt til samræmis við lögheimilisskráningu eigenda í Þjóðskrá og verði sem hér segir:

Ólafsgeisli 14A, íbúð 0201, fastanúmer 225-6267.

Ólafsgeisli 14B, íbúð 0301, fastanúmer 225-6268.

Ólafsgeisli 16A, íbúð 0201, fastanúmer 225-6271.

Ólafsgeisli 16B, íbúð 0301, fastanúmer 225-6272.

Ólafsgeisli 18A, íbúð 0101, fastanúmer 225-6275.

Ólafsgeisli 18B, íbúð 0201, fastanúmer 225-6276.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

58. Ólafsgeisli 20 - 28 (04.126.601) 186347 Mál nr. BN050591

Byggingarfulltrúi leggur til að tölusetningu eftirtalinna fasteigna verði breytt til samræmis við lögheimilisskráningu eigenda í Þjóðskrá og verði sem hér segir:

Ólafsgeisli 20A, íbúð 0201, fastanúmer 225-8032.

Ólafsgeisli 20B, íbúð 0301, fastanúmer 225-8035.

Ólafsgeisli 22A, íbúð 0101, fastanúmer 225-8036.

Ólafsgeisli 22B, íbúð 0201, fastanúmer 225-8037.

Ólafsgeisli 24A, íbúð 0201, fastanúmer 225-8040.

Ólafsgeisli 24B, íbúð 0301, fastanúmer 225-8041.

Ólafsgeisli 26A, íbúð 0101, fastanúmer 225-8044.

Ólafsgeisli 26B, íbúð 0201, fastanúmer 225-8045.

Ólafsgeisli 28A, íbúð 0101, fastanúmer 225-8048.

Ólafsgeisli 28B, íbúð 0201, fastanúmer 225-8051.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

59. Ólafsgeisli 2-6 (04.123.601) 186964 Mál nr. BN050588

Byggingarfulltrúi leggur til að tölusetningu eftirtalinna fasteigna verði breytt til samræmis við lögheimilisskráningu eigenda í Þjóðskrá og verði sem hér segir:

Ólafsgeisli 2A, íbúð 0201, fastanúmer 225-3962.

Ólafsgeisli 2B, íbúð 0301, fastanúmer 225-3963.

Ólafsgeisli 4A, íbúð 0201, fastanúmer 225-3964.

Ólafsgeisli 4B, íbúð 0301, fastanúmer 225-3965.

Ólafsgeisli 6A, íbúð 0101, fastanúmer 225-4222.

Ólafsgeisli 6B, íbúð 0201, fastanúmer 225-4223.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

60. Ólafsgeisli 8-12 (04.126.501) 186349 Mál nr. BN050589

Byggingarfulltrúi leggur til að tölusetningu eftirtalinna fasteigna verði breytt til samræmis við lögheimilisskráningu eigenda í Þjóðskrá og verði sem hér segir:

Ólafsgeisli 8A, íbúð 0101, fastanúmer 225-2361.

Ólafsgeisli 8B, íbúð 0201, fastanúmer 225-2362.

Ólafsgeisli 10A, íbúð 0201, fastanúmer 225-2357.

Ólafsgeisli 10B, íbúð 0301, fastanúmer 225-2358.

Ólafsgeisli 12A, íbúð 0201, fastanúmer 225-6937.

Ólafsgeisli 12B, íbúð 0301, fastanúmer 225-6938.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

61. Stangarholt 3-11 (01.246.118) 103306 Mál nr. BN050592

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á lóðamarkabreytingu af lóðinni 

Stangarholt 3-11 (staðgr. 1.246.118, landnr. 103306), það er að henni verði skipt upp í tvær lóðir, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 1.  2. 2016.

Lóðin Stangarholt 3-11 (staðgr. 1.246.118, landnr. 103306) er 4949 m², teknir eru  2273 m² af lóðinni og gert að sér lóð, Stangarholti 11, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin Stangarholt 3-11 verður   2677 m² og verður skráð Stangarholt 3-9.

Ný lóð Stangarholt 11 (staðgr. 1.246.120, landnr. 223945) fær 2273 m² frá Stangarholti 3-11, nýja lóðin  verður   2273 m² og verður skráð Stangarholt 11

Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 09. 12. 2015, samþykkt í borgarráði 17. 12. 2015 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 27. 01. 2016.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

62. Frostafold 21 (02.856.701) 110102 Mál nr. BN050553

Jurgita Ptasinskiené, Frostafold 21, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir gluggum á norður- og vesturhlið á rými 0101, geymslu í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 21 við Frostafold.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

63. Laugavegur 95-99 (01.174.130) 210318 Mál nr. BN050580

Björn Stefán Hallsson, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja inndregna 4. hæð Laugavegsmegin og innrétta gististað í flokki V, með 101 herbergjum og verslunum og veitingarýmum á jarðhæð í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 95-99 við Laugaveg.

Erindi fylgir umboð Péturs Guðmundssonar dags. 28. janúar 2016.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

64. Njálsgata 25 (01.190.037) 102374 Mál nr. BN050474

ÓS 57 ehf., Sundaborg 9, 104 Reykjavík

Spurt er hvort samþykkt yrði íbúð í séreign 0001 í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr.  25 við Njálsgötu.

Erindi fylgir virðingargjörð dags. 3. október 1969 og afsal dags. 30. nóvember 1990.

Nei.

Samræmist ekki skilyrði byggingarreglugerðar.

65. Skaftahlíð 7 (01.273.011) 103620 Mál nr. BN050573

Jóhann Kristjánsson, Dalhús 107, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að setja hurð frá stofu út á svalir á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 7 við Skaftahlíð.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

66. Sólvallagata 45 (01.139.102) 100749 Mál nr. BN050584

Spurt er hvernig standa beri að því að fá leyfi til að einangra og múrhúða að utan gafl á fjölbýlishúsi á lóð nr. 45 við Sólvallagötu.

Frestað.

Samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:30.

Nikulás Úlfar Másson

Björn Kristleifsson

Erna Hrönn Geirsdóttir

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir