Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2016, miðvikudaginn 13. janúar kl. 9:09, var haldinn 133. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Vindheimar
Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari er Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 8. janúar 2016.
2. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN150499
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar. Í breytingunni felst fjölgun íbúða samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 8. júlí 2013 síðast breyttur 25. september 2015. Einnig er lagt fram erindisbréf Borgarstjóra vegna skipunar stýrihóps um verkefnið, dags. 15. júní 2015. Tillagan var auglýst frá 14. október til og með 25. nóvember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólafur Helgi Samúelsson f.h. íbúa að Bakkastíg 3, dags. 23. nóvember 2015, Markús Guðmundsson f.h. Húsfélagsins Mýrargötu 26 , dags. 24. nóvember 2015, Erna Matthíasardóttir og Víðir Birgisson, dags. 24. nóvember 2015, Hjörtur Hjartar, dags. 25. nóvember 2015, Guðmundur Björnsson og Anna Sigurðardóttir, dags. 25. nóvember 2015, Sigríður Hanna Jóhannesdóttir, dags. 25. nóvember 2015, Brigitte Leonie Lúthersson-Patt og Pétur B. Lúthersson, dags. 25. nóvember 2015, Eyþór Ólafsson og Anna Ragnarsdóttir, dags. 25. nóvember 2015, Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 25. nóvember 2015, Hilmar Skarphéðinsson, dags. 25. nóvember 2015 og Steingerður Ólafsdóttir og Ásgeir Brynjar Torfason, dags. 25. nóvember 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa. dags. 4. janúar 2016.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2016
með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka „Líkt og fram kemur í bæði skilmálum skipulagsins og athugasemdum er mikilvægt að ásýnd svæðisins, húsanna og rýmanna á milli sé hannað af miklum metnaði.
Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs vill í því ljósi beina þeim tilmælum til starfshóps um útboðsskilmála að mikilvægi góðrar hönnunar á öllu svæðinu séu gerð góð skil strax í forvalsgögnum. Óskað er eftir hugmyndum hönnuða að fyrirkomulagi lóða og hvernig húsin mæti borgarrýminu. Æskilegt er að útfærsla svalaganga komi sem minnst niður á gæði íbúða með tilliti til birtuskilyrða og loftræstingar.
Vísað til borgarráðs.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, breyting á deiliskipulagi (01.345.1) Mál nr. SN150109
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Ask arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa dags. 20. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand. Í breytingunni felst uppbygging á reitnum þar sem áhersla er lögð á blandaða byggð atvinnu- og íbúðahúsnæðis í samræmi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur, skv. uppfærðum uppdr. Ask arkitekta ehf., dags. 8. janúar 2016. Einnig er lögð fram uppfærð greinargerð og skilmálar Ask arkitekta ehf., Eflu verkfræðistofu og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. janúar 2016.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og skipulagsráð bókar:
„Mikilvægt er að þjónusta borgarinnar við nýja íbúa á reitnum verði til reiðu þegar íbúðir verða teknar í notkun. Sérstaklega þarf að tryggja gönguleiðir barna til Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla. Kirkjusandsreitur og Blómavalsreitur munu byggjast upp á svipuðum tíma. Meta þarf húsakost skólanna með tilliti til þessa og laga að fjölgun nemenda. Áform um uppbyggingu við Köllunarklettsveg geta einnig haft veruleg áhrif á skólahverfið sem gera þarf ráð fyrir. Óskað er eftir því að upplýsingar um innviðauppbyggingu í hverfinu verði kynntar í umhverfis- og skipulagsráði.”
Vísað til borgarráðs.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Spöngin 3-5/Móavegur, Kynning (02.376) Mál nr. SN160014
Kynnt drög að tillögu Yrki arkitekta að breyttri uppbyggingu á svæðinu. Tillagan miðar aðallega að uppbyggingu íbúða.
Fulltrúi Yrki arkitekta Sólveig Berg kynnti
Sigurborg Ó. Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi víkur af fundi undir þessum lið
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Vogabyggð svæði 2, lýsing, deiliskipulag, norðursvæði milli Tranavogar og Kleppsmýrarvegar Mál nr. SN140217
Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs og Hamla ehf., dags. 27. október 2014, vegna gerðs deiliskipulags Vogabyggðar svæði 2 fyrir svæðið sem afmarkast milli Tranavogar og að Kleppsmýrarveg. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar, dags. 27. október 2014, og umhverfisskýrsla, dags. júní 2015. Jafnframt er lögð fram byggðakönnun, fornleifaskrá og húsakönnun, dags. 2015.
Fulltrúar Traðar Sigríður Magnúsdóttir og Hans-Olav Andersen kynna.
Sverrir Bollason vék af fundi undir þessum lið.
Hrólfur Jónsson skrifstofurstjóri sat fundinn undir þessum lið
6. Skeifan, forsögn, heildarendurskoðun deiliskipulags (01.46) Mál nr. SN160020
Kynnt drög að forsögn og frumdrög að deiliskipulagstillögu Skeifunnar.
Fulltrúi ARKHD Hjördís Sigurgísladóttir, fulltrúi Á stofunni Hilmar Þór Björnsson fulltrúi Á stofunni og fulltrúi Landforms Oddur Hermannsson kynna.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, deiliskipulag (01.27) Mál nr. SN150130
Kynnt drög að tillögu A2f arkitekta, að deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn, dags. 11. janúar 2016. Í tillögunni felst uppbygging á hluta núv. lóðar Kennaraháskóla Íslands fyrir byggingu 60 íbúða fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúða fyrir námsmenn. Auk þess sem skilgreindar verða upp á nýtt byggingarheimildir fyrir lóð Kennaraháskóla Íslands.
Fulltrúar A2f arkitekta Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger kynna
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að halda almennan fund fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 858 frá 12. janúar 2016.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
9. Göngu- og hjólastígar 2016, framkvæmdir (USK2016010018 ) Mál nr. US160013
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 11. janúar 2016, ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. janúar 2016, að áætlun um framkvæmdir við göngu- og hjólastíga á árinu 2016. Einnig er lögð fram drög að framkvæmdaáætlun, dags. 7. janúar 2016.
Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíuar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur og fulltrúa framsóknar og flugvallarvina Sigurðar Inga Jónssonar sem bóka :
„Á síðasta ári var halli af rekstri borgarsjóðs yfir 13 milljarðar. Viðlíka rekstrartölur hafa ekki sést áður í langri sögu Reykjavíkur en árið 2014 var rekstrarhalli þó líka með því mesta sem dæmi eru um. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 var afgreidd með 2,2 milljarða gati sem nú er verið að reyna að stoppa í. Skóla- og frístundasviði er falið að skera niður um 670 milljónir í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum og velferðarsviði er falið að skera niður um 420 milljónir svo dæmi séu tekin um grunnþjónustu sem allir eru sammála um að standa beri vörð um í lengstu lög.
Fjárfrekum framkvæmdum og verkefnum er slegið á frest en þrenging Grensásvegar sem áætlað er að kosti 170 milljónir er nú sett í forgang. Eitt ár er liðið frá því að þrenging götunnar var til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsráði og var þá frestað en ekkert hefur verið gert til að nýta tímann og undirbúa málið betur. Við lögðum til að gerðar yrðu hraðamælingar, raunverulegar talningar og aðrar lausnir skoðaðar og bornar saman. Umferðarmódel hefur ekki verið gert vegna fyrirhugaðrar þrengingar en reynslan kennir okkur að með þrengingu Grensásvegar mun bílaumferð leita inn í nærliggjandi íbúðahverfi þar sem börn eru að leik.
Grensásvegur er ekki í flokki hættulegra gatna. Engu að síður er hægt að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á þessu svæði. Í þeim tilgangi höfum við lagt fram tillögur í umhverfis- og skipulagsráði sem voru felldar af fulltrúum meirihlutans í ráðinu. Þrenging götunnar er ekki forsenda aukins öryggis og 170 milljón króna framkvæmd er ekki í neinum takti við þann niðurskurð sem unnið er að í öllu borgarkerfinu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks áttu upptök að lagningu göngu- og hjólreiðastíga um borgina og hafa alla tíð staðið með slíkri uppbyggingu. Þeir mótuðu skýra stefnu í þessum málaflokki með metnaðarfullri hjólreiðaáætlun.”
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka:
”Gerð hjólastíga við Grensásveg er í samræmi við samþykkta hjólreiðaáætlun borgarinnar frá 2010 og endurskoðaða áætlun frá 2015. Um báðar áætlanir náðist þverpólitísk sátt í borgarstjórn. Fyrirhugaðar framkvæmdir við Grensásveg munu þó ekki bara nýtast ört vaxandi hópi borgarbúa sem nýta sér hjólreiðar sem samgöngumáta, heldur munu þær líka leiða til meira öryggis fyrir fótgangandi vegfarendur og íbúa í næsta nágrenni. Í dag skilur aðeins örmjó gangstétt bílaumferðina frá húsgörðum. Það hefur gerst trekk í trekk undanfarin misseri að bílstjórar missa stjórn á bílum sínum og bíll hafnar inn í húsagarði við götuna.
Framkvæmdirnar fela í sér að akreinum fyrir bílaumferð er fækkað úr fjórum í tvær. Mælingar á umferðarþunga sýna að ekki er þörf á fjórum akreinum. Umferðarspár sýna að það verður ekki heldur þörf á þeim í framtíðinni. Breytingar sem verða á Grensásvegi munu leiða til þess að hægja mun á bílaumferðinni. Það er mjög æskilegt. Mælingar á umferðarhaðnum sýna að hann nær allt að 70 km á klukkustund. Það er allt of mikið.
Vinna við hverfisskipulag Bústaða og Háaleitishverfis leiðir í ljós að hverfin eru umlukin miklum umferðaræðum sem hafa skaðleg áhrif álífsgæði íbúanna. Undanfarið hefur verið unnið markvisst að því að draga úr þessum neikvæðu áhrifum. Þeirri vinnu verður haldið áfram. Breytingarnar á Grensásvegi eru liður í því.”
Stefán Finnsson yfirverkfræðingur tók sæti á fundium undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
10. Umhverfis- og skipulagssvið, hagræðing 2016. Mál nr. US160015
Kynnt samantekt umhverfis- og skipulagssviðs vegna hagræðingar 2016.
11. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja 2016 Mál nr. US160014
Lögð fram tillaga skrifstofustjóra skipulags bygginga og borgarhönnunardags. 11. janúar 2016 um tilnefningu í starfshóp um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2016 ásamt tillögu að auglýsingu um styrki.
Frestað.
12. Sundabraut, tillaga Sjálfstæðisflokks (USK2013100116) (02.8) Mál nr. SN150760
Lagt fram bréf borgarstjóra frá fundi borgarráðs 24. október 2013 vegna tillögu Sjálfstæðisflokksins um viðræður við ríkið um framtíð Sundabrautar og/eða Sundagangna. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 7. janúar 2016.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 7. janúar 2016 samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka:
“ Sundabraut hefur verið inn á aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Tillaga um að óska eftir viðræðum við ríkið um framtíð brautarinnar ætti því ekki að koma í opna skjöldu en hún gengur út á að kostnaðargreina verkefnið, vinna arðsemismat, finna leiðir til fjármögnunar, gera áfangaskiptingu og tímasetja framkvæmdina. Tillagan var lögð fram í borgarstjórn í október 2013 en ekkert hefur verið gert með hana í meira en tvö ár.“
13. Betri Reykjavík, fá aftur afnot fyrir strætófarþega á Lækjartorgi í húsinu (USK2015120049) Mál nr. US160003
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „fá aftur afnot fyrir strætófarþega á Lækjartorgi í húsinu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
14. Betri Reykjavík, hraðahindranir sem fletjast út (USK2015120051) Mál nr. US160004
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „hraðahindranir sem fletjast út" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var fimmta efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
15. Betri Reykjavík, skilti með nöfnum/myndum fugla, fiska og hvala á gömlu höfn (USK2015120048) Mál nr. US160002
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „skilti með nöfnum/myndum fugla, fiska og hvala á gömlu höfn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða.
16. Betri Reykjavík, ræktun skjólbeltis við Grensásveg (USK2015120050) Mál nr. US160005
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „ræktun skjólbeltis við Grensásveg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var þriðja efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða.
17. Betri Reykjavík, notum harðkornadekk í stað nagladekkja (USK2015120054) Mál nr. US160008
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „notum harðkornadekk í stað nagladekkja" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum ýmislegt.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða.
18. Betri Reykjavík, vatnspóst í Hljómskálagarðinn (USK2015120052) Mál nr. US160006
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „vatnspóst í Hljómskálagarðinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds.
19. Betri Reykjavík, lækinn aftur í Lækjargötu og meðfram gamla hafnarbakkanum! (USK2015120053) Mál nr. US160007
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „lækinn aftur í Lækjargötu og meðfram gamla hafnarbakkanum!" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum skipulagsmál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.
20. Betri Reykjavík, gangstétt í Einholtinu (USK2015120006) Mál nr. US150267
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „gangstétt í Einholtinu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var þriðja efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 7. janúar 2016.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 7. janúar 2016 samþykkt.
21. Sorphirða, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mál nr. US160016
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur varðandi sorphirðu. "Sorphirðugjöld hafa hækkað langt umfram þróun verðlags. Við síðustu áramót hækkuðu sorphirðugjöld um 37%. Gjald fyrir gráa tunnu sem losuð er á tveggja vikna fresti hefur hækkað um 250% frá árinu 2010. Þjónustustigið hefur verið lækkað án þess að gjaldtaka hafi lækkað að sama skapi. Sorphirðugjöld eru þjónustugjöld og þess vegna er óheimilt að innheimta hærri gjöld en nemur kostnaði Reykjavíkurborgar við að veita þjónustuna. Óskað er eftir upplýsingum um það hver beinn kostnaður borgarinnar er af því að hirða sorp ásamt upplýsingum um tekjur af sorphirðu."
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:30
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason
Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Sigurður Ingi Jónsson-
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2016, þriðjudaginn 12. janúar kl. 10:09 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 858. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN050455
Faxar ehf., Síðumúla 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta verslunarrými þannig að komið er fyrir apóteki í mhl. 02 í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 14 við Álfabakka.
Bréf frá hönnuði dags. 5. jan. 2016. Umsögn brunahönnuðar dags. 4. jan. 2016 fylgir.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Ármúli 8 (01.290.003) 103753 Mál nr. BN050390
Fasteignafélagið Einar Farestve, Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja uppstólað þak með tveggja gráðu halla og tvöföldu pappalagi á vestari hluta húss á lóð nr. 8 við Ármúla.
Meðfylgjandi á teikningu er samþykki meðeiganda.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Árvað 5 (04.731.101) 203628 Mál nr. BN050398
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta aðstöðu til upphitunar á aðfluttum mat og uppvöskunar í stað kælis, frystis og geymslu í leikskóladeild Norðlingaskóla á lóð nr. 5 við Árvað.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
4. Borgartún 28 (01.230.101) 102912 Mál nr. BN050166
HEK ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, einangrað að utan og klætt zinki, timburklæðningu og virocplötum, 6 hæðir og inndregin 7. hæð með 21 íbúð, skrifstofuhúsnæði á 1. hæð og bílgeymslu í kjallara fyrir 23 bíla á lóð nr. 28 við Borgartún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2015.
Einnig samþykki meðlóðarhafa dags. 1. júní 2015.
Niðurrif: Fastanr. 201-0018, mhl. 02, merkt 0101 vörugeymsla.
Stærð A-rými: 3.541,8 ferm., 10.607,1 rúmm.
B-rými: 178 ferm., xx rúmm.
C-rými: 202 ferm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
5. Efstaleiti 1 (01.745.401) 107438 Mál nr. BN050068
Ríkisútvarpið ohf., Efstaleiti 1, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp tvo fjarskiptaskerma, 8 metra í þvermál á steypta þakplötu 1. hæðar á austurhlið á húsinu á lóð nr. 1 við Efstaleiti.
Umsókn frá hönnuði í tölvupósti um að láta grenndarkynna erindið dags. 4. nóv. 2015 fylgir. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. október 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. október 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 1. desember til og með 22. desember 2015. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
6. Faxaskjól 19 (01.533.401) 106217 Mál nr. BN050442
Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Síminn hf., Ármúla 25, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir tvo farsímasenda á skorsteini skolpdælustöðvar á lóð nr. 19 við Faxaskjól.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
7. Freyjugata 44 (01.196.102) 102643 Mál nr. BN050143
Brynjar Pétursson Young, Freyjugata 44, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þakgluggum, byggja kvisti og svalir á rishæð, byggja anddyri með svölum á þaki á norðurhlið, breyta útitröppum og klæða með koparklæðningu þak fjölbýlishúss á lóð nr. 44 við Freyjugötu.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda dags. 4. nóvember 2015 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 25. nóvember til og með 23. desember 2015. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 29,9 ferm., 61,9 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Lagfæra skráningu.
8. Grandagarður 8 (01.115.101) 100046 Mál nr. BN050429
Víkin - Sjóminjasafn í Re ses., Grandagarði 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN045353, skrifstofa er stúkuð af og snyrting stækkuð í rými 0104 í húsinu á lóð nr. 8 við Grandagarð.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
9. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN048915
Hraunbrekka ehf., Fýlshólum 6, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á mhl. 01 og innrétta í honum 24 íbúðir í húsi á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Lagt fram bréf hönnuðar dags. 28. október 2015.
Meðfylgjandi eru skýringar sem sendar voru í tölvupósti 24. júlí 2015, umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2014 og 22. janúar 2015, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. september og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2015, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 og umsögn skrifstofu sviðsstjóra og skipulagsfulltrúa dags. 5. janúar 2016 .
Stækkun mhl. 01: 558,3 ferm., 1.863,4 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa 5. janúar 2016.
10. Gvendargeisli 16 (05.135.202) 190241 Mál nr. BN050156
Vilhjálmur Hreinsson, Gvendargeisli 16, 113 Reykjavík
Fríða Rut Heimisdóttir, Gvendargeisli 16, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak og byggja setustofu á 2. hæð, sbr. fyrirspurn BN049939, einnig er sótt um samþykki á þegar gerðum breytingum innanhúss, í einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Gvendargeisla.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2016.
Stækkun: 41,2 ferm., 59,6 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Haukdælabraut 74 (05.114.301) 214813 Mál nr. BN050444
Þórunn Kristín Snorradóttir, Ólafsgeisli 7, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi BN050231 sem felast í að glugga er breytt, gólfplata þykkt og svalahandrið lagfært í einbýlishúsi á lóð nr. 74 við Haukdælabraut.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
12. Hlunnavogur 12 (01.414.217) 105129 Mál nr. BN050461
Lárus Jóhann Sigurðsson, Hlunnavogur 12, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum framkvæmdum innanhúss vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar fyrir húsið á lóð nr. 12 við Hlunnavog.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Hólmaslóð 4 (01.111.401) 100023 Mál nr. BN050397
Potter ehf., Hafnargötu 27a, 230 Keflavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innanhúss sem felst í að lagersvæði, pökkun og starfsmannarými er stækkað á 1. hæð í húsi á lóð nr. 4 við Hólmaslóð.
Jafnframt er erindi BN050286 dregið til baka.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Hrefnugata 4 (01.247.302) 103363 Mál nr. BN049408
Kristján Már Atlason, Hrefnugata 4, 105 Reykjavík
Arndís Guðjónsdóttir, Hrefnugata 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 4 við Hrefnugötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 30. september 2015 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 9. desember 2015 til og með 6. janúar 2016. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN050468
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu vegna viðbyggingar við Landspítala við Hringbraut sbr. erindi BN050370.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
16. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN050414
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnarskilgreiningum vegna athugasemda við lokaúttekt á nýrri bráðalyftu sbr. erindi BN047644 fyrir Landspítalann á lóð nr. 36 við Eiríksgötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
17. Hverfisgata 113-115 (01.222.001) 102836 Mál nr. BN050392
Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir búningsherbergjum starfsfólks í norðvesturhluta kjallara húss á lóð nr. 113-115 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi er teikning sem sýnir fyrri notkun.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Laugavegur 12B (01.171.402) 101411 Mál nr. BN050348
Laugavegur 12b ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa austari hluta húss, hækka þann vestari um eina hæð og byggja steinsteypta viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 16 og innrétta nýtt anddyri/aðalinngang og stækkun á Hótel Skjaldbreið sem þar er, á lóð nr. 12B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016 og brunahönnun dags. 30. nóvember 2015.
Niðurrif: xx ferm., xx rúmm.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Laugavegur 16 (01.171.403) 101412 Mál nr. BN050347
Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á baklóð, þrjár hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 12 og innrétta á Hótel Skjaldbreið á lóð nr. 16 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016 og brunahönnun dags. 30. nóvember 2015.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Laugavegur 170-174 (01.250.201) 103431 Mál nr. BN050336
Hekla fasteignir ehf., Laugavegi 174, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í söludeild og koma fyrir nýjum dyrum á 1. hæð og til að breyta eldhúsi, matsal og snyrtingum á 3. hæð í húsi nr. 174 á lóð nr. 170-174 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN050215
Sigurlaug S. Hafsteinsson, Lindarflöt 13, 210 Garðabær
BP fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr gleri á baklóð, endurgera þak, gera nýjan flóttastiga og byggja kvist á suðurhlið, gera útskot úr gleri og klæða norðurhlið, koma fyrir heitum pottum á svölum, koma fyrir lyftu og innrétta gististað í flokki V, teg. hótel með 20 herbergjum fyrir 40 gesti í húsi á lóð nr. 28 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 17. desember 2015 og brunahönnun dags. í desember 2015.
Stækkun: 111,4 ferm., 353 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Leifsgata 22 (01.195.210) 102602 Mál nr. BN049975
Þorvaldur Þorvaldsson, Leifsgata 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir og gera nýjar dyr út á þær á 1. og 2. hæð á suðvesturhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 22 við Leifsgötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda í Leifsgötu 18-22 dags. í september 2015.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. október 2015 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 2. desember til og með 30. desember 2015. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
23. Lin29-33Vat13-21Skú12 (00.000.000) 101021 Mál nr. BN050373
Alfreð Hauksson, Vatnsstígur 19, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka með póstalausri glerlokun svölum á íbúð 0103 á lóð nr. 19 við Vatnsstíg.
Erindi fylgir afrit af kaupsamningi þar sem í er heimild til lokunar á svölum.
Stærð: 8,4 ferm., 24,9 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Síðumúli 1 (01.292.001) 103784 Mál nr. BN050450
Garðyrkjufélag Íslands, Síðumúla 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, m. a. bæta við snyrtingu, snúa útidyrahurð og færa eldhúsinnréttingu og innrétta skrifstofu og félagsheimili fyrir Garðyrkjufélag Íslands, flokkur I teg. G fyrir 120 gesti, í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 1 við Síðumúla.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
25. Skeiðarvogur 20 (01.441.016) 105422 Mál nr. BN050425
B13 ehf., Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptar svalir á suðurhlið 1. hæðar fjölbýlishúss á lóð nr. 20 við Skeiðarvog.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
26. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN050374
Sveinbjörn Brandsson, Lindargata 37, 101 Reykjavík
Birna Antonsdóttir, Lindargata 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka tvennum svölum með póstalausu glerjunarkerfi í íbúð 0701 í fjölbýlishúsinu Lindargata 37 á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Erindi fylgir samþykkt húsfélags dags. 2 október 2007sem heimilar lokun svala.
Stærð svalalokana: 18,6 ferm., 55,8 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
27. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN050293
Björg Bergsveinsdóttir, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að loka bílageymslu á fleti 1 (kjallara) í matshluta 11, með bílskúrshurð og gera að séreignarhluta, jafnframt færist geymsla vestan við stiga frá matshluta 11 til matshluta 16 og sameinast hinum nýja séreignarhluta bílskúrsins í Vatnsstíg 14, mhl. 11, á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Meðfylgjandi er samþykki stjórnar húsfélagsins dags. 17.11. 2015 og brunahönnunarskýrsla Eflu dags. 17.11. 2015, einnig bréf formanns stjórnar dags. 28.12. 2015 og útskrift úr fundargerð húsfundar dags. 25.3. 2014, kaupin hafa farið fram.
Gjald kr. 9.812
Frestað.
Lagfæra skráningu.
28. Skúlagata 17 (01.154.102) 174222 Mál nr. BN050453
SRE-Skúla ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050228 þannig að innra skipulagi í rými 0103 og 0005 verður breytt samkvæmt bréfi frá hönnuði í húsinu á lóð nr. 17 við Skúlagötu.
Bréf frá hönnuði sem vísar í breytingar dags. 30. des. 2015 fylgir.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN050440
Vatnaborg ehf., Kópavogsbakka 2, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi jarðhæðar 0101 þannig að fjölgað er um tvö salerni, breytt er staðsetningu á eldhúsinnréttingu og fastur gluggi gerður að opnanlegum glugga í húsinu á lóð nr. 27 við Snorrabraut.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
30. Sólvallagata 63 (01.139.001) 100734 Mál nr. BN050457
G Travel ehf., Pósthólf 251, 121 Reykjavík
Einar Kristjánsson, Ásvallagata 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innanhúss í húsi á lóð nr. 63 við Sólvallagötu.
Gjald kr. 10.100
Synjað.
Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar.
31. Spóahólar 12-20 (04.648.101) 111997 Mál nr. BN050465
Spóahólar 16-20,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða fleti á suðurhlið með sléttri álklæðningu á hefðbundnu leiðarakerfi með 50 mm steinullareinangrun og koma fyrir fjórum svalalokunum á íbúðir í mhl. 03 ????, 05 ????, 05 ???? og 05 ????. í fjölbýlishúsinu nr. 16-20 á lóð nr. 12-20 við Spóahóla
Umsögn burðarvirkishönnuðar dag. 4. jan. 2016 og samþykkt frá lögboðuðum húsfélagsfundi dags. 3. nóv. 2015 fylgir.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Suðurhólar 19 (04.645.602) 111963 Mál nr. BN050430
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka miðjurými annarar hæðar og nýta fyrir aðstöðu starfsfólks í leikskólanum Suðurborg á lóð nr. 19 við Suðurhóla.
Stækkun: 74 ferm., 206,6 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
33. Tómasarhagi 51 (01.545.013) 106469 Mál nr. BN050402
Guðlaugur Jónasson, Tómasarhagi 51, 107 Reykjavík
Vera Júlíusdóttir, Bretland, Sótt er um leyfi til að hækka útveggi um 35 cm og þak bílskúrsins á þrjá vegu, þakhæð til suðurs verður óbreytt, borðarviðir þaks verði endurnýjaðir, þakhalli aukinn til samræmis við hækkun, þak einangrað og gengið frá brunavörnum milli eignarhluta bílskúrs á lóð nr. 51 við Tómasarhaga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu.
Stærðir eftir stækkun: 75,3 ferm., 224,9 rúmm.
Stækkun: 0,0 ferm., 9 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
34. Tunguháls 8 (04.342.101) 179593 Mál nr. BN050456
Þrjú M fasteignir ehf., Álandi 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta uppröðun á geymslum, færa afgreiðslu og vörumóttöku á fyrstu hæð til, setja nýja inngönguhurð með skyggni á norðurhlið, innkeyrsluhurð á 2. hæð breytt í inngönguhurð með skyggni, stigi inni við austurenda og svalir á suðurhlið tekið burt í vörugeymslu, mhl. 02 á lóð nr. 8 við Tunguháls.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Úlfarsbraut 18-20 (02.698.403) 205711 Mál nr. BN050466
K16 ehf, Haukdælabraut 102, 113 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, svalir hafa verið stækkaðar, útitröppum og innra skipulagi hefur verið breytt í parhúsi á lóð nr. 18-20 við Úlfarsbraut.
stækkun/minnkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Þórsgata 9 (01.181.111) 101747 Mál nr. BN050412
Helga Rakel Stefnisdóttir, Espigerði 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048702, koma fyrir nýjum glugga í bílgeymslu, færa gönguhurð, gólf á milli hæða endurnýjað, þak á útigeymslu mhl. 02 endurnýjað og fyllt er upp í lagnakjallara og plata steypt yfir í húsinu á lóð nr. 9 við Þórsgötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Ægisíða 123 (01.532.004) 106162 Mál nr. BN050454
Borðið ehf., Ægisíðu 123, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta veitingaflokki úr I í II í nýsamþykktu veitingahúsi á lóð nr. 123 við Ægisíðu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
38. Öldugrandi 1-9 (01.511.002) 105746 Mál nr. BN050357
Eggert Sigurjón Birgisson, Öldugrandi 9, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN039544, þar sem veitt var leyfi til að innrétta geymslu í rishæð, setja þakglugga á rýmið og fellistiga úr íbúðum 0301, 0302, 0303 og 0304 í fjölbýlishúsi nr. 9, á lóð nr. 1-9 við Öldugranda.
Erindi fylgir afrit af fundargerð húsfundar dags. 23. febrúar 2005.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
39. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN050462
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á Lóðauppdrætti með staðgr. 4.603.5 vegna lóðarinnar Þönglabakki 1 og 6 og Álfabakka 12, 14, 14A, 14B og 16 (staðgr. 4.603.503, landnr. 111722), þ.e. ein lóð, eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 28. 12. 2015.
Breytingablað eða ígildi þess (Tillaga að sameiningu lóða) af lóðinni var samþykkt
í byggingarnefnd þann 08. 02. 1996. Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í borgarráði þann 17. 03. 2011, samþykkt á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra þann 20. 05. 2011 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 01. 09. 2011.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
40. Tangabryggja 2-4 (04.023.401) 216248 Mál nr. BN050463
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á lóðamarkabreytingu af lóðinni Tangabryggja 2-4 (staðgr. 4.023.401, landnr. 216248), eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 04. 01. 2016.
Lóðin Tangabryggja 2-4 (staðgr. 4.023.401, landnr. 216248) er 1694 m², teknir eru 184 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), bætt er 723 m² við lóðina af Hafnarlandi (landnr 110504), bætt er 566 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) , leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 2800 m²
og verður númeruð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 10. 12. 2014, samþykkt í borgarráði þann 18. 12. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 09. 02. 2015.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
41. Skeiðarvogur 20 (01.441.016) 105422 Mál nr. BN050361
B13 ehf., Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr í suðvesturhorni lóðar nr. 20 við Skeiðarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2016.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. Janúar 2016.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:43.
Nikulás Úlfar Másson
Sigrún Reynisdóttir
Björn Kristleifsson
Björgvin Rafn Sigurðarson
Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir