Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 12

Umhverfis- og skipulagsráð

Framkvæmda- og eignaráð

Ár 2008, mánudaginn 10. nóvember var haldinn 12. fundur framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13.30. Þessir sátu fundinn: Óskar Bergsson, Sigrún Magnúsdóttir, Ólafur R. Jónsson, Óttarr Guðlaugsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Sóley Tómasdóttir, og áheyrnafulltrúinn Kjartan Eggertsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Hrólfur Jónsson, Sighvatur Arnarson, Ámundi Brynjólfsson, Kristín Einarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Jóhann L. Logason, og María Níelsdóttir.
Fundarritari var: Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2008030021
1. Lagt fram yfirlit yfir innkaup framkvæmda- og eignasviðs í september 2008, dagsett 7. nóvember 2008.

Mál nr. 2008060107
2. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs dagsett 7. nóvember 2008, varðandi afgreiðslur frá afgreiðslufundi skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs.

Mál nr.2008040104
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs dagsett 6. nóvember 2008, varðandi sölu byggingarréttar fyrir flutningshús á Bergstaðarstræti 18.
Tillaga skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs samþykkt samhljóða með þeim fyrirvara að samþykkt verði breyting á deiliskipulagi á umræddu svæði, önnur uppkaup á reitnum tryggð og tekið fram hvaða hús flytjist á lóðina. Málið komi að nýju til afgreiðslu framkvæmda- og eignaráðs að lokinni þeirri vinnu.
Vísað til skipulagsráðs.

Mál nr. 2008100089
4. Lagt fram bréf formanns Fáks dagsett 22. október 2008, varðandi stöðu byggingarframkvæmda í Almannadal.
Samþykkt að vísa málinu til afgreiðslu framkvæmda- og eignasviðs.

Mál nr. 2008110043
5. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs, dags. 10. nóvember 2008, varðandi landfyllingar við Ánanaust og í Gufunesi.
Frestað.

Mál. nr. 2008100084
6. Lagt fram svar sviðsstjóra framkvæmda og eignasviðs dagsett 10. nóvember 2008, við fyrirspurn áheyrnafulltrúa F- listans frá fundi framkvæmda- og eignaráðs 27. október 2008, varðandi hreinsun gatna.
Formaður framkvæmda- og eignaráðs lagði fram eftirfarandi tillögu:
Framkvæmda- og eignaráð Reykjavíkurborgar beinir því til embættis borgarlögmans Reykjavíkur að borgarlögmaður í samráði við umhverfis og samgöngusvið og framkvæmda- og eignasvið hafi framgöngu um það að leitað verði eftir heimildum í vegalögum til gjaldtöku vegna notkunnar nagladekkja til að tryggja það að samræmd stefna verði viðhöfð í landinu öllu.
Tillögunni fylgir greinargerð.
Samþykkt samhljóða.

7. Formaður framkvæmda- og eignaráðs og sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs kynntu stöðu á lóðarúthlutunum og kjör á lóðum í Úlfarsárdal.

Sigrún Magnúsdóttir vék af fundinum kl. 14.15

8. Formaður framkvæmda- og eignaráðs og sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs kynntu stöðu á fjárhagsáætlun framkvæmda- og eignasviðs fyrir árið 2009.

Fundi slitið kl. 15.00

Óskar Bergsson
Ólafur R. Jónsson Óttarr Guðlaugsson
Stefán Jóhann Stefánsson Sigrún Elsa Smáradóttir
Sóley Tómasdóttir