Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 129

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2015, miðvikudaginn 9. desember kl. 9:20, var haldinn 129. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. eða Vindheimar. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Oddrún Helga Oddsdóttir og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari var Harri Ormarsson. 

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Lindargata, stæði fyrir hreyfihamlaða (USK2015110043) Mál nr. US150257

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 20. nóvember 2015, þar sem lagt er til að almennt stæði við norðurkant Lindargötu á móti nr. 33 verði merkt sem stæði fyrir hreyfihamlaða. 

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

2. Umferðarhraði í Reykjavík, starfshópur, erindisbréf Mál nr. US150259

Umhverfis- og skipulagsráð leggur til il að settur verði á laggirnar starfshópur varðandi umferðarhraða í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar.  Einnig lagt fram erindisbréf umhverfis- og skipulagssviðs ódags. 

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að skipa eftirtalda fulltrúa í starfshópinn: Fulltrúa Samfylkingarinnar Sverri Bollason áheyrnarfulltrúa Pírata Sigurborgu Ó. Haraldsdóttur og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Ólaf Kr. Guðmundsson. 

3. Sniðtalningar, umferðartalningar Mál nr. US150263

Lagðar fram skýrslur umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, varðandi meðalferðatíma og umferðartalningar í Reykjavík dags. í nóvember 2015. 

Kynnt. 

(A) Skipulagsmál

4. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 27. nóvember 2015 og 4. desember 2015.

5. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-30 - Miðborgin, ákvæði um starfsemi í miðborginni Mál nr. SN150741

Umhverfis- og skipulagssviði er falið að endurmeta einstök stefnuákvæði Aðalskipulags Reykjavíkur um miðborgina, einkum sérstök ákvæði um starfsemi á landnotkunarsvæðum og stýringu starfsemi á einstaka götusvæðum (götuhliðum) (sjá  bls. 195, 204-209, í kaflanum Landnotkun) og enn fremur almenn markmið um miðborgina eftir því sem við á (sjá kaflann Miðborgin), samanber einnig bókun umhverfis -og skipulagsráðs frá 30. september 2015. Til grundvallar endurmati er þróun uppbyggingar síðustu misseri, úttektir og greiningar á núverandi stöðu og reynslan af notkun gildandi stefnuákvæða.

Samþykkt.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

6. Veghúsastígur 9 og 9A, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN150691

Þórður Birgir Bogason, Lækjarvað 5, 110 Reykjavík

Ark Studio ehf., Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Ark Studio ehf., mótt. 16. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 9 og 9A við Veghúsastíg. Í breytingunni felst breytt notkun íbúðarhúsnæðis á vestari hluta lóðar í íbúðar- og/eða atvinnuhúsnæði, heimild til reksturs gistiheimilis í flokki I, II eða III, rífa núverandi tengibyggingu á baklóð og byggja nýja tengibyggingu með kjallara milli húsanna, stækkun á byggingareit, hækkun á nýtingarhlutfalli o.fl., samkvæmt uppdr. Ark Studio ehf. dags. 16. nóvember 2015. Einnig er lagt fram umboð RR hótels ehf., dags. 16. nóvember 2015.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr.. 43.gr  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Stangarholt 3-11, deiliskipulag (01.246.1) Mál nr. SN150006

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3-11 við Stangarholt. Í skipulagstillögunni felst skipting lóðar, gera byggingarreit fyrir færanlega skólastofu vestan megin leikskólans o.fl., samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júlí 2015. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa að Stangarholti 3-11, mótt. 18. maí og 9. og 17. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 30. september til og með 25. nóvember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ragnhildur S. Birgisdóttir, dags. 11. nóvember 2015 og beiðni Hverfisráðs Hlíða um frest til að skila inn umsögn. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

Vísað til borgarráðs. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Engjateigur 7, breyting á deiliskipulagi (01.366.5) Mál nr. SN150687

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf., mótt. 11. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig. Í breytingunni felst að innkeyrsla á lóðina er færð, afmarkaður er nýr einnar hæðar byggingarreitur fyrir hliðhús á lóðinni, bílastæðum á lóðinni er fækkað úr 57 í 12 og komið er fyrir tæknirýmum og geymslum í bílakjallara. Jafnframt er sett inn heimild fyrir allt að 4,5 m hárri öryggisgirðingu á lóðinni, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 30. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís Arkitekta ehf., dags. 11. nóvember 2015. 

Frestað. 

9. Tangabryggja 18-24, breytingu á deiliskipulagi (04.023.1) Mál nr. SN150727

Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., Hamraborg 11, 200 Kópavogur

Lögð fram umsókn Vektor, hönnun og ráðsgjöf ehf., mótt. 26. nóvember 2015, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 18-24 við Tangabryggju. Í breytingunni felst breyting á stærðarsamsetningu íbúða í húsinu, samkvæmt tillögu Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., dags. 26. nóvember 2015.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. 

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Lágholtsvegur 15, breyting á deiliskipulagi (01.52) Mál nr. SN150387

Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Lögð fram tillaga Glámu-Kím dags. 3. desember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Lýsisreits vegna lóðar nr. 15 við Lágholtsveg. Í breytingunni felst m.a. að leiðrétta lóðarstærð. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 15. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr.. 43.gr  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs. 

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Bústaðavegur 151-153, lýsing deiliskipulagsbreytingar (01.826.1) Mál nr. SN150638

Að lokinni kynningu er lögð fram lýsing skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2015 vegna deiliskipulagsbreytingar á lóðunum nr. 151 og 153 við Bústaðaveg, þróunarsvæði Þ59 í Aðalskipulagi. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir/ábendingar: Lögmál f.h. Atlantsolíu ehf., dags. 25. nóvember 2015, Kristín Árnadóttir, dags. 29. nóvember 2015 og Hörður Einarsson, dags. 30. nóvember 2015. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 16. nóvember 2015, umsögn skipulagsstofnunar, dags. 18. nóvember 2015, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. nóvember 2015, bréf Garðabæjar, dags. 30. nóvember 2015, ábending sveitarfélags höfuðborgarsvæðisins, dags. 1. desember 2015 og umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 1. desember 2015. 

Athugasemdir og ábendingar kynntar. 

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Miklabraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, deiliskipulag (01.82) Mál nr. SN150574

Lögð fram tillaga Landslags ehf., dags. 7. desember 2015 að deiliskipulagi Miklubrautar sem afmarkast af lóðarmörkum húsa við Miklubraut 24-66 og til norðurs af gróðurbelti meðfram Klambratúni. Til vesturs eru mörk skipulagsins við Rauðarárstíg og til austurs við Lönguhlíð. Í tillögunni felst að koma fyrir forgangsleið fyrir Strætó í austurátt meðfram Miklubraut sunnanveðri. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur og hljóðvistarskýrsla dags. 7. desember 2015. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr.. 43.gr  skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs. 

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Fossvogsvegur (Vigdísarlundur), lýsing deiliskipulags (01.849) Mál nr. SN150641

Lögð fram lýsing vegna deiliskipulags svæðis í vestanverðum Fossvogi sem afmarkast af Fossvogsvegi, Árlandi og göngustígum, dags. 28. október 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2015.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar 

Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs, og annarra sviða borgarinnar og stofnana ríkisins eftir því sem við á.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Breiðholtsbraut, göngubrú (04.6) Mál nr. SN150224

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2015 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. apríl 2015, vegna samþykktar borgarráðs 16. apríl 2015 á svohljóðandi tillögu borgarstjóra: "Lagt er til að borgarráð samþykki að unnið verði deiliskipulag fyrir göngubrú yfir Breiðholtsbraut til móts við Select. Deiliskipulagið verði unnið í samráði við Vegagerðina og í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur." Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt þremur tillögum Reykjavíkurborgar og verkfræðistofnunar Eflu, dags. 19. nóvember 2015, og skýrslu Eflu, dags. 23. nóvember 2015.

Kynnt. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Grundarstígsreitur, lýsing, (01.18) Mál nr. SN150738

Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015, vegna gerð nýs deiliskipulags reits 1.183.3, Grunndarstígsreits, sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar 

Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs miðborgar , og viðeigandi nefnda og deilda Reykjavíkurborgar. 

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

Kl. 11:36 víkur Sigurborg Ó Haraldsdóttir af fundi 

(B) Byggingarmál

16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 853 frá 1. og  8. desember 2015. 

(D) Ýmis mál

17. Loftslagsfundur í París, COP21, Kynning Mál nr. US150261

Sagt frá loftlagsráðstefnunni sem haldin var í París í desember 2015.

Hrönn Hrafnsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

18. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003) Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í nóvember 2015.

19. Umhverfis- og skipulagssvið, níu mánaða uppgjör Mál nr. US150273

Lagt fram níu mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs fyrir árið 2015 ásamt verkstöðuskýrslu nýframkvæmda janúar til september 2015.

20. Gjaldskrár, breyting miðað við nýjar verðlagsforsendur fjárhagsáætlunar Mál nr. US150274

Lagðar fram breyttar gjaldskrár miðað við breyttar verðlagsforsendur fjárhagsáætlunar sem samþykkt var í borgarstjórn 1. desember 2015.

Samþykkt 

Vísað til borgarráðs. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

21. Betri Reykjavík, passa að strætóar komi á réttum tíma (USK2015120003) Mál nr. US150265

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „passa að strætóar komi á réttum tíma" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 2. desember 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 2. desember 2015 samþykkt. 

22. Betri Reykjavík, fjölga Strætó í Grafarholtinu á kvöldin og um helgar (USK2015120007) Mál nr. US150268

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „fjölga Strætó í Grafarholtinu á kvöldin og um helgar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var fjórða efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 2. desember 2015. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 2. desember 2015 samþykkt. 

23. Betri Reykjavík, gangstétt í Einholtinu (USK2015120006) Mál nr. US150267

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „gangstétt í Einholtinu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var þriðja efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum samgöngur. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur. 

24. Betri Reykjavík, færa sorphirslu í borginni í nútímabúning (USK2015120005) Mál nr. US150266

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „færa sorphirslu í borginni í nútímabúning" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var önnur efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum umhverfismál. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði.  

25. Betri Reykjavík, göngustíg og gangstétt yfir Hallsveg frá Rimahv. í Foldahv. (USK2015120008) Mál nr. US150269

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „göngustíg og gangstétt yfir Hallsveg frá Rimahv. í Foldahv." sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var fimmta efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum umhverfismál. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði.  

26. Betri Reykjavík, fræðsluskilti um herbyrgin í Öskjuhlíð (USK2015120009) Mál nr. US150270

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „fræðsluskilti um herbyrgin í Öskjuhlíð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum ýmislegt. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds.  

27. Betri Reykjavík, gangstíg á Vínlandsleið (USK2015120010) Mál nr. US150271

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „gangstíg á Vínlandsleið" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum framkvæmdir. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds.  

28. Betri Reykjavík, fjölga grænum svæðum og grafa bílastæðin í jörð (USK2015120011) Mál nr. US150272

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „fjölga grænum svæðum og grafa bílastæðin í jörð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum skipulag. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. 

29. Reykjavíkurflugvöllur, kæra 59/2014, umsögn (01.6) Mál nr. SN140361

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. júlí 2014 ásamt kæru dags. 3. júlí 2014 þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar dags. 1. apríl s.á. að breyta deiliskipulagi fyrir Reykjavíkurflugvöll. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra., dags. 14. júlí 2014 og 19. nóvember 2015.

30. 1.172.0 Brynjureitur, kæra 60/2013, úrskurður (01.172.0) Mál nr. SN130345

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. júlí 2013 ásamt kæru vegna samþykktar deiliskipulags Brynjureits í umhverfis- og skipulagsráði 22. maí 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. nóvember 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs 30. maí 2013 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Brynjureits.

31. Brekknaás 9, kæra 11/2013, úrskurður (04.764.1) Mál nr. SN130265

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. febrúar 2013 ásamt kæru dags. 8. febrúar 2013 þar sem kærð er synjun á byggingarleyfisumsókn fyrir breyttu innra skipulagi og bæta við aðstöðu húss á lóð nr. 9 við Brekknaás. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. nóvember 2015. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

32. Hverfisgata 20, kæra 104/2013, umsögn, úrskurður (01.171.0) Mál nr. SN130529

Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála ásamt kæru, dags. 25. október 2013, vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík að veita leyfi fyrir veitingahúsi í flokki 3 á Hverfisgötu 20. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 10. janúar 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. nóvember 2015. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa frá 13. ágúst 2013 um að veita byggingarleyfi til að innrétta veitingahús í flokki 3 á Hverfisgötu 20.

33. Kjalarnes, Hof, afmörkun lóða Mál nr. SN150547

Eygló Gunnarsdóttir, Brekkugata 13, 220 Hafnarfjörður

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2015 um samþykkt borgarráðs 19. nóvember 2015 varðandi afmörkun tveggja lóða í landi Hofs á Kjalarnesi.

34. Fossháls 17-25, Dragháls 18-26, breyting á deiliskipulagi (04.304.3) Mál nr. SN150625

Mansard - Teiknistofa ehf, Hraunbrún 30, 220 Hafnarfjörður

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2015 um samþykkt borgarráðs 19. nóvember 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags  lóðarinnar að Fosshálsi 17-25 og Dragháls 18-26.

35. Lindargata 11, breyting á deiliskipulagi (01.151.2) Mál nr. SN150666

Sveinn Björnsson, Búland 28, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2015 um samþykkt borgarráðs 19. nóvember 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis, vegna lóðarinnar að Lindargötu 11.

36. Túngata 11A, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN150674

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2015 um samþykkt borgarráðs 19. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landakots vegna   afmörkun lóðar fyrir grenndarstöð að Túngötu 11A.

37. Þingholtsstræti 16, breyting á deiliskipulagi (01.18) Mál nr. SN150544

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2015 um samþykkt borgarráðs 19. nóvember 2015 vegna breytinga á deiliskipulagi reits 1.118.0 MR, lóðarinnar að Þingholtsstræti 16.

38. Laufásvegur 70, breyting á deiliskipulagi (01.197.3) Mál nr. SN150543

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. nóvember 2015 um samþykkt borgarráðs 26. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.197.2-3, Smáragötureits, vegna Laufásvegs 70.

39. Óðinsgata 8b, Fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina 

Mál nr. US150275

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina 

"Mál nr. BN050167. Óskað er eftir upplýsingum um það hvort það sé almenn stefna að breyta íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði á þessu svæði, hvort hefð sé fyrir því að veita undanþágu frá ákvæðum um aðgengi fyrir alla í nýju verslunarhúsnæði og hvernig samræmist málsmeðferðin hæfisreglum stjórnsýslulaga þar sem um er að ræða umsókn frá æðsta embættismanni borgarinnar sem afgreidd er með undanþágu."

Vísað til umsagnar byggingarfulltrúa. 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:15

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason

Gísli Garðarsson Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Hildur Sverrisdóttir Sigurður Ingi Jónsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 1. desember kl. 10:30 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 853. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 2 (01.136.101) 100527 Mál nr. BN050306

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lækka jarðveg framan við norðurvegg kjallara, setja nýja glugga og nýjar útidyr á vegginn og koma fyrir nýjum tröppum niður í gryfjuna sem myndast framan við húsið á lóð nr. 2 við Aðalstræti.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. nóvember 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN048688

Landstólpar þróunarfélag ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja á reit 1 fimm hús, G1 og G2, T1, T2 og T3, fjögurra og fimm hæða með verslunum á jarðhæð og 73 íbúðum á efri hæðum og á reit 2 tvö verslunar- og skrifstofuhús, L1 og T4, fimm og sex hæða með verslunum á tveimur neðstu hæðum og skrifstofum á efri hæðum og bílakjallara með 120 stæðum á báðum reitum á lóð á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Erindi fylgir brunahönnun og greinargerð um hljóðvist frá Verkís dags. í desember 2014, janúar, maí og júní 2015, umsögn fagrýnihóps byggingarfulltrúa dags. 20. mars 2015, yfirlit yfir fornminjar á svæðinu frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags. 8. júní 2014 og umsögn um hugsanlega fornleifafundi frá Minjastofnun Íslands dags. 25. júní 2015 og 2. júlí 2014, samþykki meðlóðarhafa vegna uppdrátta dags. 2. júní 2015, samþykki meðlóðarhafa vegna vinnu við heildarbílakjallara dags. 22. júní 2015 bréf frá Reginn dags. 17.3. 2015.

Einnig yfirlýsing Minjastofnunar og Landstólpa dags. 25. nóvember 2015, áætlun varðandi sorp og úrgang dags. 10. júlí og samþykki lóðarhafa v/heildarbílakjallara dags. 23. nóvember 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

Bílakjallari, mhl. 08:  5.019,8 ferm., 21.243,5 rúmm.

G1 og G2, mhl. 04:  5.693,2 ferm., 19.777 rúmm.

T1, T2 og T3, mhl. 05:  4.975 ferm., 19.066,8 rúmm.

L1, mhl. 07:  9.356,2 ferm., 36.047,2 rúmm.

T4, mhl. 06:  2.291,2 ferm., 8.827 rúmm.

Samtals A-rými:  27.335,4 ferm., 103.653,3 rúmm.

Samtals B-rými:  617,9 ferm., 2.381,2 rúmm.

Samtals C-rými:  886,1 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN050327

Kolufell ehf., Borgartúni 19, 108 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að hefja jarðvegsframkvæmdir á byggingareit nr. 5 á lóðinni Austurbakki 2.  Tilgangurinn er að kanna klöpp og mun tilraunaniðurrekstur á 3-5 forsteyptum staurum verða gerður í desember og janúar nk. sbr. yfirlitsmynd 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

4. Austurstræti 3 (01.140.213) 100834 Mál nr. BN050208

Bara gaman ehf., Vallarbraut 8, 170 Seltjarnarnes

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað fyrir 99 gesti í flokki III tegund F í húsi á lóð nr. 3 við Austurstræti.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

5. Austurv Thorvaldsenss (01.140.418) 100859 Mál nr. BN050331

Lindarvatn ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi jarðvinnu vegna fornleifarannsókna á lóð nr. 4-6 við Thorvaldsenstræti.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

6. Árleynir 4 (02.920.101) 221220 Mál nr. BN050134

Tækniskólinn ehf., Skólavörðuholti, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir millilofti og flóttastiga að utan frá núverandi millipalli í húsinu á lóð nr. 4 við Árleyni.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. nóvember 2015.

Stækkun millipalls:  201,9 ferm

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

7. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN050326

F3 ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að einangra og klæða að utan með sléttum álplötum, breyta innra skipulagi, byggja flóttastiga á austurgafli og innrétta gististað í flokki ?? teg. ?? með 60 herbergjum í mhl. 01 á lóð nr. 5 við Ármúla.

Erindi fylgir orkurammi dags.. 21. nóvember 2015.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

8. Baldursgata 16 (01.186.202) 102231 Mál nr. BN049354

Bú ehf., Baldursgötu 14, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar 0301 og byggja svalir á suðurhlið (bakhlið) þakhæðar,einnig er sótt um leyfi til að byggja svalir og stiga ofan í garð frá íbúð á 1. hæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 16 við Baldursgötu.

Jafnframt er erindi  BN047413 dregið til baka.

Erindi var grenndarkynnt frá 25. júní til 23. júlí 2015. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júlí 2015.

Meðfylgjandi er yfirlýsing hönnunarstjóra dags. 15.4. 2015, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8.6. 2015 og útskýring á eignarhaldi dags. 8.6. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

9. Borgartún 29 (01.218.103) 102775 Mál nr. BN050080

RA 6 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I í rými 0002 og í 0102 og koma fyrir útblástursröri og gasskáp á norðurhlið hússins á lóð nr. 29 við Borgartún. 

Umboð frá RA 6 ehf. dags. 9. okt. 2015. Tölvupóstur frá hönnuði þar sem farið er fram á að fjarlægja skráningartöflu dags. 22. okt. 2015. Bréf frá hönnuði ódags. Bréf frá umsækjanda ódags. fylgir. 

Samþykki fylgir á teikningu dags.  7. október 2015

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN047928

Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tólf hæða fjölbýlishús með 94 íbúðum og verslunarrýmum á jarðhæð við Bríetartún, mhl. 09, merkt S1 í deiliskipulagi, á tveggja hæða kjallara sem tengist þegar byggðum bílakjallara á lóð nr. 8-16 við Borgartún.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2014.

Einnig bréf frá umsækjanda varðandi staðsetningu sorpgeymslu dags. 22. október 2014, brunahönnun frá Eflu dags. 25. ágúst 2015 og yfirlit um nýtingarhlutfall á lóð dags. 15. september 2015. Meðfylgjandi eru tvö bréf frá arkitekt um sorphirðu dags. 5.11. 2015.

Stærðir:  Kjallari -1, 1.001,6 ferm., kjallari 00, 1.042,2 ferm., 1. hæð 1.092,7 ferm., 2., 4. og 6. hæð 1.091,8 ferm., 3., 5., og 7. hæð, 1.078,9, 8. hæð, 505,6 ferm., 9. og 10. hæð, 495,6 ferm., 11. hæð, 478,3 ferm., 12. hæð 463,9 ferm. og 13. hæð 19,8 ferm.

Samtals A-rými:  12.107,4 ferm., 41.244,6 rúmm.

B-rými:  522,7 ferm., 1.548,6 rúmm

C-rými:  145,7 ferm.

Gjald kr. 9.500+9.823+9.823+9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN050298

HTO ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047928, djúpgámum er fjölgað og þeir færðir til skráningar í S1, á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN050330

Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að leiðrétta skráningu, sjá erindi BN049912, á nýsamþykktu verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

13. Brautarholt 6 (01.241.204) 103022 Mál nr. BN050100

Karl Mikli ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lyfta þaki til suðurs, innrétta 6 íbúðir og byggja tvennar svalir á norðurhlið og fernar á suðurhlið 4. hæðar skrifstofuhúss á lóð nr. 6 við Brautarholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2015.

Einnig samþykki meðeigenda dags. 12. október 2015, greinargerð um algilda hönnun dags. 18. nóvember 2015 og ósk um grenndarkynningu dags. 25. nóvember.

Stækkun:  34,9 ferm., 56,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

Vísað er til uppdrátta nr. 1.1-01 - 1.1-04 síðast breytt  27. nóvember 2015.

14. Brekknaás 9 (04.764.103) 112469 Mál nr. BN050262

Brekknaás 9 ehf., Brekknaás 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að staðsetja 40" gám í 12 mánuði norðan við hús á lóð nr. 9 við Brekknaás.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Gáminn skal fjarlæga fyrir 1. desember 2016.

15. Eyjarslóð 5 (01.111.403) 100025 Mál nr. BN050216

Prikið ehf, Bankastræti 12, 101 Reykjavík

Eyjarslóð 5 ehf., Hlíðasmára 8, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048792 þannig að komið er fyrir aðstöðu fyrir starfsmenn á lager, innra skipulagi breytt og flóttaleið til norðurs bætt við og brunahólfun endurskoðuð í húsinu á lóð nr. 5 við Eyjarslóð.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

16. Fannafold 176 (02.852.303) 109998 Mál nr. BN050314

Birkir Leósson, Fannafold 176, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála á hluta svala á 1. hæð og sótt er um áður gerðar breytingar á kjallara þar sem kemur fram að tekið er í notkun hluti af útgröfnu rými og búið er að koma fyrir glugga á það í húsinu á lóð nr. 176 við Fannafold.

Stækkun:  48,2 ferm., 302,1 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

17. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN050115

Kvikmyndahöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir glerskyggni úr hertu gleri og prófíljárnum   á suðurhlið inngangs í Keiluhöllina í Egilshöll í húsinu á lóð nr. 1 við Fossaleyni.

Stærð glerskyggnis: 3,2 ferm., 8,3 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. 

18. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN050282

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa það sem eftir er af matshluta 01 á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. nóvember 2015.

Stærð niðurrifs:  1.219,8 ferm., 4.310,8 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19. Fríkirkjuvegur 11 (01.183.413) 101973 Mál nr. BN049604

Novator F11 ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitinga- og ráðstefnusal fyrir 155 gesti þar sem sótt verður um tækifærisleyfi fyrir hvern viðburð í kjallara og á 1. hæð, lækkuð verður gólfplata í hliðarsal, taka niður svið í sal í sömu hæð og gólfplatan, koma fyrir salernum, koma fyrir matarlyftu/þjónustulyftu við eldhús og fólkslyftu frá kjallara upp á 1. hæð ásamt öðrum breytingum sem nefndar eru í byggingalýsingu á teikningu og sótt er um leyfi til að innréttuð verður íbúð á 2. hæð og í risi, fjarlægður verður stigi á milli 1. og 2 hæðar og hann geymdur, breyta núverandi útitröppum við suðurgafl, koma fyrir lyftu vegna aðkomu hreyfihamlaða og fjölga þakgluggum á austanverðu úr 2 í 6 stykki í húsinu á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg. Einnig er lagt fram minnisblað  byggingarfulltrúa dags. 17. ágúst 2015. 

Bréf frá hönnuði dags. 16. júní 2015 og aftur 15. júlí 2015, umsögn burðarvirkishönnuðar  dags. 9. júní 2015, bréf frá Forsætisráðuneytinu dags. 12 maí 2015 og Greinargerð hönnuðarstjóra dags. 16. júní 2015, minnisblað frá byggingafulltrúa dags.23. nóv. 2015 fylgir erindinu.  Umsögn Minjastofnunar Íslands dags.. 9. júlí 2015 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Nikulás Úlfar Másson lýsti sig vanhæfan til meðferðar málsins og vék af fundi við afgreiðslu þess. Óskar Torfi Þorvaldsson, yfirverkfræðingur tók sæti hans á fundinum undir þessum lið.

20. Garðastræti 34 (01.161.009) 101190 Mál nr. BN050059

Garðar Snorri Guðmundsson, Heiðarbakki 14, 230 Keflavík

Fanney Petra Ómarsdóttir, Heiðarbakki 14, 230 Keflavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningu af einbýlishúsi á lóð nr. 34 við Garðastræti.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN050003

Karl Mikli ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja flóttastiga á norðurgafl og innrétta gististað í flokki II, teg. gistiheimili með 22 herbergjum í mhl. 02 á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

Einnig lýsing á brunavörnum dags. 15. október 2015 og samþykki meðeigenda áritað á uppdrætti.

Stækkun:  74 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. 

22. Grettisgata 18A (01.182.113) 101829 Mál nr. BN050321

Charles William Crosland Palmer, Grettisgata 18a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja efri hæð og endurbyggja, sbr. erindi BN049363 samþ. dags. 9.6. 2015, breyta inngangi, pöllum og tröppum, setja nýja glugga og breyta fyrirkomulagi innanhúss í einbýlishúsi á lóð nr. 18a við Grettisgötu.

Stærðir:  stækkun

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Gvendargeisli 16 (05.135.202) 190241 Mál nr. BN050156

Vilhjálmur Hreinsson, Gvendargeisli 16, 113 Reykjavík

Fríða Rut Heimisdóttir, Gvendargeisli 16, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka þak og byggja setustofu á 2. hæð,  sbr. fyrirspurn BN049939, einnig er sótt um samþykki á þegar gerðum breytingum innanhúss, í einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Gvendargeisla.

Stækkun: 44,8 ferm., 69,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hafnarstræti 17 (01.118.502) 100098 Mál nr. BN050268

Suðurhús ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi  BN048060 þannig að breytt er innra skipulagi á öllum hæðum, verslunarrými er breytt í veitingaaðstöðu, komi er fyrir auka lyftu, svalir að flóttastiga eru minnkaður og stærð  húss endurreiknuð á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.Umsögn Minjastofnun Íslands ódags. Skýrsla brunahönnuðar dags. 10. nóvember 2015 fylgir erindi.

Stækkun frá áður samþykktu erindi: 12,8 ferm., 349,4 rúmm. 

Stærð húss:  2.127,6 ferm., 7.097,1 rúmm. 

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Þinglýsa skal yfirlýsingu samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015 fyrir útgáfu byggingarleyfis.

25. Hafnarstræti 19 (01.118.503) 100099 Mál nr. BN050267

Suðurhús ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi  BN048059 þannig að breytt er innra skipulagi á öllum hæðum, stigagangur er færður þannig að hlutar af gluggum að Tryggvagötu breytast og stærð  húss er endurreiknuð á lóð nr. 19 við Hafnarstræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.Skýrsla brunahönnuðar dags. 10. nóvember 2015 fylgir erindi.

Stækkun: 86,4 ferm., 40,9 rúmm. 

Stærð nýs hús:  1.959,2 ferm., 6.802,4 rúmm. 

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Þinglýsa skal yfirlýsingu samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015 fyrir útgáfu byggingarleyfis.

26. Hátún 10-12 (01.234.001) 102923 Mál nr. BN050142

RA 6 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta upptökustúdíó í kjallara í húsi nr. 12, mhl. 14 á lóð nr. 10-12 við Hátún.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda í mhl. 14 ódagsett.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Holtsgata 18 (01.134.317) 100366 Mál nr. BN050285

Jóhanna Kristín Ólafsdóttir, Bárugata 38, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi íbúðar 001 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 18 við Holtsgötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN050332

Nýr Landspítali ohf., Barónsstíg 47, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að byrja jarðvinnu vegna gerðar gatna, bifreiðastæða og lagna tengdum bifreiðastæðum og götum sem tengjast verki BN049127 á lóð Landsspítala sjúkrahúss við Hringbraut.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

29. Hverfisgata 102A (01.174.107) 101585 Mál nr. BN050157

Gunnfánar ehf., Ármúla 38, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttum kjallara og dýpkun á landi við útvegg fjölbýlishúss á lóð nr. 102a við Hverfisgötu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 20. október 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Hverfisgata 123 (01.222.117) 102853 Mál nr. BN050269

Tómas & Dúna ehf, Bergholti 2, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta íbúð á 1. hæð í borðsal fyrir skyndibitastað og koma fyrir aukasalerni í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 123 við Hverfisgötu.

Umsögn burðarvirishönnuðar dags. 1. des 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Kistuhylur 4 (04.26-.-99) 110979 Mál nr. BN050299

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breytingu á erindi BN045925 dags. 12.11. 2015 fyrir varðveisluhús í Árbæjarsafni mhl. 39 á lóð nr. 4 við Kistuhyl.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Klyfjasel 5 (04.997.303) 113386 Mál nr. BN050271

Sævar Óli Ólafsson, Klyfjasel 5, 109 Reykjavík

Elfar Úlfarsson, Kleifarsel 29, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli og garðhurð úr eldhúsi á 2. hæð, stækka milligólf á efstu hæð og koma fyrir nýjum þakglugga í einbýlishúsi á lóð nr. 5 við Klyfjasel.

Stækkun:  21,3 ferm., 8 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Köllunarklettsvegur 2 (01.329.701) 180643 Mál nr. BN049911

BB29 ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi á 2. hæð í húsi á lóð nr. 2 við Köllunarklettsveg. 

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

34. Langagerði 22 (01.832.011) 108538 Mál nr. BN050324

Margrét Gísladóttir, Langagerði 22, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breytingum á samþykktu erindi, BN049934, sem felast í að útigeymsla er staðsett undir útitröppum í kjallara þríbýlishúss á lóð nr. 22 við Langagerði.

Stækkun: XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Laugavegur 103 (01.240.007) 102975 Mál nr. BN050313

Anh Thé Doung, Háaleitisbraut 153, 108 Reykjavík

Sinh Xuan Luu, Kleppsvegur 136, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir kæli, innrétta ísbúð og breyta í flokk II  veitingastað í rými 0102 í húsi á lóð nr. 103 við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

36. Laugavegur 120 (01.240.203) 102986 Mál nr. BN050304

L120 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöðum og lögnum í grunni á lóðinni nr. 120 við Laugaveg  sbr. erindi BN049580 og einnig endurnýjun á jarðvinnuhluta sem eftir er og tekur til sprengivinnu sbr. BN049981.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

37. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN050322

L56 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja ofan á núverandi framhús ásamt því að reisa nýbyggingu á baklóð fyrir gistiheimili í flokki II, gestafjöldi 32 og fjórir starfsmenn, sbr. fyrirspurn BN050029 sem svarað var neitandi 20.10. 2015 fyrir hús á lóð nr. 56 við Laugaveg.

Stærðir:

Meðfylgjandi er bréf lögfræðings dags. 26.11. 2015

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

38. Laugavegur 84 (01.174.302) 101638 Mál nr. BN049707

Arnar Moubarak, Kjartansgata 9, 105 Reykjavík

GEK ehf., Köldulind 4, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II fyrir 30 gesti á 1. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 84 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2015.

Einnig fylgir leigusamningur dags. 6. desember 2014, óundirritaður og  bréf hönnuðar með skýringum dags. 26. ágúst 2015.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

39. Lautarvegur 4 (01.794.304) 213569 Mál nr. BN050275

KH hús ehf., Drekavöllum 51, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 4 við Lautarveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. nóvember 2015.

Stærð A-rými:  552 ferm., 1.895,1 rúmm.

B-rými:  69,1 ferm.

C-rými:  91,3 ferm.

Gjald kr. 9.823 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Leifsgata 16 (01.195.207) 102599 Mál nr. BN050261

Kristján Ólafur Eðvarðsson, Leifsgata 16, 101 Reykjavík

Þorgerður Þorvaldsdóttir, Leifsgata 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043950 vegna lokaúttektar í húsinu á lóð nr. 16 við Leifsgötu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Mýrargata 12 (01.116.403) 222482 Mál nr. BN049374

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar breyttu fyrir komulagi í kjallara og á 1. hæð, sbr. erindi BN047562 í hóteli á lóð nr. 12 við Mýrargötu.

Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna breytingar á A4 blaði.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

42. Mýrargata 26 (01.115.303) 100059 Mál nr. BN050312

Byggakur ehf., Klettatröð 1, 235 Keflavíkurflugvöllu

Sótt er um leyfi til að breyta handriðum á suðaustur- og norðvesturhliðum þannig að þar sem gert er ráð fyrir að styrkja handrið með láréttum bitum eru nú notaðar lóðréttar stoðir, sbr. erind1 BN049087, á fjölbýlishúsi á lóð nr. 26 við Mýrargötu.

Gjald kr. 9.823.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Mörkin 8 (01.471.202) 105735 Mál nr. BN049208

Viðar Helgi Guðjohnsen, Hlíðargerði 20, 108 Reykjavík

Fasteignin Mörkin ehf, Mörkinni 8, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu við suðvesturhlið 1. hæðar, lækka gólf í geymslu í mhl. 01 í rými 0102 og bæta við kvistum á 3. hæð hússins á lóð nr. 8 við Mörkina.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2015.

Stækkun: 25,7 ferm., 101,1 rúmm.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

44. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN050033

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sjá erindi BN049297, í Hótel Natura á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.

Samþykki meðeigenda dags. 28. okt. 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

45. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN050315

Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að leiðrétta eignarhald á rými 0411 í húsinu á lóð nr. 50-52 við Nauthólsveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

46. Norðlingabraut 8 (04.732.301) 204834 Mál nr. BN050213

Wurth á Íslandi ehf, Vesturhrauni 5, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja verslunar -, skrifstofu- og lagerhús á tveimur hæðum að hluta staðsteypt og að hluta úr stálgrindarvirki á lóð nr. 8 við Norðlingabraut.

Orkurammi dags. 1. nóvember 2015  og umsögn Brunahönnuðar dags. 6. nóv. 2015 fylgir erindi. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2015.Stærð: 2.737,2 ferm., 15.757,8 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN050320

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048201 þannig að texti í brunavörnum er uppfærður í húsinu á lóð nr. 1 við Norðurgarð.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Óðinsgata 8B (01.180.307) 101718 Mál nr. BN050167

Dagur B Eggertsson, Óðinsgata 8b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsnæði í smávöruverslun með matvæli og útbúa nýjan inngang á vesturgafl sbr. fyrirspurn BN049818 (jákv.) í kjallara húss á lóð nr. 8b við Óðinsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. nóvember 2015.

Einnig bréf væntanlegs rekstraraðila dags. 27.10. 2015, bréf arkitekts dags.  4.11. 2015 þar sem farið er fram á undanþágu á kröfum um aðgengi fyrir alla í kjallara og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 26.11. 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

49. Ólafsgeisli 99 (04.126.403) 186370 Mál nr. BN050316

Oddný Nanna Óskarsdóttir, Ólafsgeisli 99, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta meðferðaraðstöðu fyrir kírópraktor á 1. hæð einbýlishúss á lóð nr. 99 við Ólafsgeisla.

Meðfylgjandi er eftirlitsskýrsla heilbrigðisfulltrúa dags. 17.11. 2015.

Gjald kr. 9.923

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

50. Silungakvísl 21 (04.212.705) 110790 Mál nr. BN050075

Fróði Ólafsson, Silungakvísl 21, 110 Reykjavík

Bergþóra Njálsdóttir, Silungakvísl 21, 110 Reykjavík

Sigrún Konny Einarsdóttir, Silungakvísl 21, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem sýna sólpall og tröppur fyrir íbúð 0101 og svalir og hringstiga af þeim fyrir íbúð 0201 á tvíbýlishúsi á lóð nr. 21 við Silungakvísl.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.Meðfylgjandi er samþykki eigenda.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51. Síðumúli  7-9 (01.292.105) 103794 Mál nr. BN049890

Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

RA 5 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta þjónustuverkstæði í lagerrými fyrir verslun og koma fyrir nýrri móttökuhurð á norðvesturhlið hússins á lóð nr. 7-9 við Síðumúla.

Samþykki meðeigenda á teikningu fylgir erindi.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

52. Skaftahlíð 24 (01.274.201) 103645 Mál nr. BN050300

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049024 þannig að brunamerkingar breytast í húsinu á lóð nr. 24 Skaftahlíð. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

53. Skipholt 15 (01.242.211) 103037 Mál nr. BN049959

Skipholt 15,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Jóhann Þór Arnarsson, Skipholt 15, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að loka svalagangi á 1., 2., 3. og 4. hæð með gleri og loftunarristum og klæða utan á steypt svalahandrið með litaðri álklæðningu á fjölbýlishúsi á lóð nr. 15 við Skipholt.

Umsögn brunahönnuðar dags. 20. mars. 2015 fylgir erindi. 

Stækkun: 528,7 rúmm.

Gjald kr. 9.823 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

54. Skólavörðustígur 24 (01.181.206) 101760 Mál nr. BN049824

H.G.G. - Fasteign ehf., Sómatúni 6, 600 Akureyri

Sótt er um leyfi fyrir ýmsum breytingum, innan húss og utan, m.a. taka upp loft, færa inngang, breyta gluggum og hurðum og koma fyrir þakglugga í einbýlishúsi á lóð nr. 24 við Skólavörðustíg.

Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða á Lokastíg 9 og Skólavörðustíg 24 A dags. 29. október 2015 og 30. ágúst 2015 og umsögn burðarvirkshönnuðar dags. 1. desember 2015 fylgja erindi.  Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. ágúst 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2015.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Skúlagata 17 (01.154.102) 174222 Mál nr. BN050228

SRE-Skúla ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innandyra til að koma fyrir pizza framleiðslu í rými 0103 og í kjallara 0005 í húsinu á lóð nr. 17 við Skúlagötu. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

56. Sólvallagata 68 (01.134.510) 100394 Mál nr. BN050297

Rico ehf., Sólvallagötu 68, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050097 þannig að flutt er til eldhús í rými 0001 í húsinu á lóð nr. 25 við Sólvallagötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vantar gátlista.

57. Spítalastígur 8 (01.184.101) 102011 Mál nr. BN050311

Guðrún María Finnbogadóttir, Spítalastígur 8, 101 Reykjavík

Fergus Quentin Livingstone, Spítalastígur 8, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sem felast í tilfærslu á veggjum og innréttingum, vinnustofu breytt í herbergi, nýjar svalir byggðar og tveim þakgluggum bætt við einbýlishúsið á lóð nr. 8 við Spítalastíg.

Meðfylgjandi er bréf Minjastofnunar Íslands dags. 24.11. 2015. Virðingargjörð dags. 1.4. 1942 og bréf borgarstjóra dags. 30.5. 1989.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

58. Stangarhylur 7 (04.232.204) 110849 Mál nr. BN050138

Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum vegna brunavarna í húsi á lóð nr. 7 við Stangarhyl.

Meðfylgjandi er greinargerð um hönnun brunavarna dags. 3. nóvember  2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

59. Steinagerði 4 (01.816.110) 108093 Mál nr. BN050309

Plúsbílar ehf, Steinagerði 5, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN033206, stækka geymslu, innrétta snyrtingu í bílgeymslu og í anddyri í einbýlishúsi á lóð nr. 4 við Steinagerði

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

60. Suðurlandsbraut 10 (01.263.003) 103520 Mál nr. BN050317

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja og tengjast bílgeymslu sem verður sameiginleg fyrir hús nr. 8 og 10, byggja viðbyggingu aftan við og þrjár hæðir ofaná verslunar- og skrifstofuhús á lóð nr. 10 við Suðurlandsbraut.

Erindi fylgir greinargerð hönnuða dags. dags. 22. maí 2015, yfirlýsing um ábyrgðarsvið hönnuða ódagsett, yfirlýsing vegna afnota af lóð dags. 13. maí 2015 og yfirlýsing um skiptingu bílastæða í bílahúsi dags. 18. ágúst 2015.

Stærð eftir breytingar:  4.426,8 ferm., 16.502,3 rúmm.

Stækkun, A-rými:  xx ferm.,xx rúmm.

Stækkun B-rými:  xx ferm.,xx rúmm.

Stækkun C-rými:  xx ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

61. Suðurlandsbraut 34/Ár (01.265.201) 103543 Mál nr. BN050294

Stoðkerfi ehf., Suðurlandsbraut 34, 108 Reykjavík

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050130 vegna lokaúttektar í húsinu á lóð nr. 34 við Suðurlandsbraut. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

62. Suðurlandsbraut 4-4A (01.262.001) 103513 Mál nr. BN050308

LHF ehf., Laugavegi 170-172, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breyta innra skipulagi í mhl. 03;  innrétta kaffiaðstöðu og salerni í rými 0401 húsi á lóð nr. 4A við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

63. Suðurlandsbraut 8 (01.262.103) 103517 Mál nr. BN049880

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þrjár hæðir ofaná, dýpka til suðurs og til að byggja bílastæðahús á þremur pöllum, sem verður sameiginlegt fyrir hús nr. 8 og 10, sunnan við  verslunar- og skrifsstofuhús á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.

Erindi fylgir greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða og forsendur hönnunar dags. 22. maí 2015.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

64. Sægarðar 15 (01.402.303) 223695 Mál nr. BN050318

Stólpi-gámar ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr samlokueiningum, að hluta á tveimur hæðum með steyptu milligólfi, stálgrindarhús  á lóð nr. 15 við Sægarða. 

Stærð: 1.446,4 ferm., 9.371,9 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

65. Tryggvagata 15 (01.117.406) 100090 Mál nr. BN050164

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja til vesturs við núverandi safnahús á lóð nr. 15 við Tryggvagötu.

Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla dags. 5.11. 2015.

Stækkun: 1.202,4 ferm., 4.387,1 rúmm.

Heild eftir stækkun: 6.833,3 ferm., 23.244,6 rúmm.

Greiða skal fyrir 12 bílastæði utan lóðar.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

66. Vatnagarðar 38 (01.407.902) 104958 Mál nr. BN050333

ALP hf., Vatnsmýrarvegi 10, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og undirstöðum að Vatnagörðum 38, sbr. erindi BN049803.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

67. Veghúsastígur 7 (01.152.419) 101064 Mál nr. BN050319

RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049737 þannig að komið er fyrir arni í veitingahúsi á norðurhlið húss á lóð nr. 7 við Veghúsastíg.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

68. Þingás 39-49 (04.721.001) 112371 Mál nr. BN050323

Þóra Stephensen, Þingás 45, 110 Reykjavík

Sigurjón S Helgason, Pósthússtræti 1, 230 Keflavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum vegna lokaúttektar á mhl. 04 raðhús nr. 45 á lóð nr. 39 til 49 við Þingás.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

69. Þórsgata 20B (01.186.305) 102261 Mál nr. BN050334

Ingvar Gunnarsson, Þórsgata 20b, 101 Reykjavík

Guðrún Soffía Guðnadóttir, Þórsgata 20b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa skúr og byggja nýjan í sama stíl við einbýlishús á lóð nr. 20b við Þórsgötu.

Stærð óbreytt.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Fyrirspurnir

70. Búðagerði 10-12 (01.814.007) 107919 Mál nr. BN050251

Hallfríður Snjáka Einarsdóttir, Álakvísl 53, 110 Reykjavík

Spurt er hvort leyft sé að breyta atvinnuhúsnæði 01-0103 í íbúðarhúsnæði á lóðinni nr. 10 við Búðagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.

Nei.

Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.

71. Vogasel 3 (04.930.302) 112824 Mál nr. BN049888

Einar Erlendsson, Vogasel 3, 109 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi gangstétt og breikka þar með innkeyrslu inn á bílastæði við hús á lóð nr. 3 við Vogasel.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. nóvember 2015.

Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 26. ágúst 2015, umsögn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 21. október 2015, umsögn samgöngudeildar dags. 4. nóvember 2015 og skipulagsfulltrúa dags. 1.12. 2015.

Nei.

Samanber umsögn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 21. október 2015, umsögn samgöngudeildar dags. 4. nóvember 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2015.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:30

Nikulás Úlfar Másson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Harri Ormarsson

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 8. desember kl. 12:20 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 854. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN048688

Landstólpar þróunarfélag ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja á reit 1 fimm hús, G1 og G2, T1, T2 og T3, fjögurra og fimm hæða með verslunum á jarðhæð og 73 íbúðum á efri hæðum og á reit 2 tvö verslunar- og skrifstofuhús, L1 og T4, fimm og sex hæða með verslunum á tveimur neðstu hæðum og skrifstofum á efri hæðum og bílakjallara með 83 stæðum á báðum reitum á lóð á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Þau 37 bílastæði sem uppá vantar verða undir Geirsgötu.

Erindi fylgir brunahönnun og greinargerð um hljóðvist frá Verkís dags. í desember 2014, janúar, maí og júní 2015, umsögn fagrýnihóps byggingarfulltrúa dags. 20. mars 2015, yfirlit yfir fornminjar á svæðinu frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags. 8. júní 2014 og umsögn um hugsanlega fornleifafundi frá Minjastofnun Íslands dags. 25. júní 2015 og 2. júlí 2014, samþykki meðlóðarhafa vegna uppdrátta dags. 2. júní 2015, samþykki meðlóðarhafa vegna vinnu við heildarbílakjallara dags. 22. júní 2015 bréf frá Reginn dags. 17. mars 2015.

Einnig yfirlýsing Minjastofnunar og Landstólpa dags. 25. nóvember 2015, áætlun varðandi sorp og úrgang dags. 10. júlí og samþykki lóðarhafa v/heildarbílakjallara dags. 23. nóvember 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

Bílakjallari, mhl. 08:  5.019,8 ferm., 21.243,5 rúmm.

G1 og G2, mhl. 04:  5.693,2 ferm., 19.777 rúmm.

T1, T2 og T3, mhl. 05:  4.975 ferm., 19.066,8 rúmm.

L1, mhl. 07:  9.356,2 ferm., 36.047,2 rúmm.

T4, mhl. 06:  2.291,2 ferm., 8.827 rúmm.

Samtals A-rými:  27.335,4 ferm., 103.653,3 rúmm.

Samtals B-rými:  617,9 ferm., 2.381,2 rúmm.

Samtals C-rými:  886,1 ferm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

2. Borgartún 3 (01.216.202) 102754 Mál nr. BN050346

BE eignir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta útliti með því að setja hurð á suðurhlið og koma fyrir nýju anddyri innanhúss á lóð nr. 3 við Borgartún. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Borgartún 37 (00.000.000) 186012 Mál nr. BN050272

B37 ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara, innrétta fundarherbergi, starfsmannarými, endurbæta búningsaðstöðu og breyta vörumóttöku í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 37 við Borgartún.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN050349

HTO ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breytingum á erindi BN050141 sem var samþykkt 10.11. 2015 og felast í að breyta uppröðun hreinlætistækja í votrýmiskjörnum í hóteli á 19. hæð í húsinu Katrínartún 2 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Gjald kr. 9.812

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN050298

HTO ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047928, djúpgámum er fjölgað og þeir færðir til skráningar í S1, á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN050330

Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að leiðrétta skráningu, sjá erindi BN049912, á nýsamþykktu verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN047928

Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tólf hæða fjölbýlishús með 94 íbúðum og verslunarrýmum á jarðhæð við Bríetartún, mhl. 09, merkt S1 í deiliskipulagi, á tveggja hæða kjallara sem tengist þegar byggðum bílakjallara á lóð nr. 8-16 við Borgartún.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2014.

Einnig bréf frá umsækjanda varðandi staðsetningu sorpgeymslu dags. 22. október 2014, brunahönnun frá Eflu dags. 25. ágúst 2015 og yfirlit um nýtingarhlutfall á lóð dags. 15. september 2015. Meðfylgjandi eru tvö bréf frá arkitekt um sorphirðu dags. 5.11. 2015.

Stærðir:  Kjallari -1, 1.001,6 ferm., kjallari 00, 1.042,2 ferm., 1. hæð 1.092,7 ferm., 2., 4. og 6. hæð 1.091,8 ferm., 3., 5., og 7. hæð, 1.078,9, 8. hæð, 505,6 ferm., 9. og 10. hæð, 495,6 ferm., 11. hæð, 478,3 ferm., 12. hæð 463,9 ferm. og 13. hæð 19,8 ferm.

Samtals A-rými:  12.107,4 ferm., 41.244,6 rúmm.

B-rými:  522,7 ferm., 1.548,6 rúmm

C-rými:  145,7 ferm.

Gjald kr. 9.500+9.823+9.823+9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

8. B-Tröð 8 (04.765.408) 112490 Mál nr. BN050162

Páll Kristján Svansson, Holtsgata 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka hlöðuhluta norðanmegin þannig að þar myndast 2. hæð á hesthúsi á lóð nr. 8 við B-tröð í Víðidal.

Jákvæð fyrirspurn BN049858 dags. 22. september 2015 og samþykki meðlóðarhafa dags. 15. júlí 2015 fylgja erindi.

Stækkun:  33,6 ferm., 51,7 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Búðagerði 9 (01.814.009) 107921 Mál nr. BN050283

Trix ehf, Vindakór 5-7 5R, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta íbúð 0201 í tvær íbúðir, 0201 og 0301, byggja tvo litla kvisti við hlið eins sem fyrir er á norðurhlið, fjarlægja þrjá kvisti á suðurhlið og byggja einn stærri með einhalla þaki og svölum og koma fyrir svölum á suðurhlið annari hæðar í húsinu á lóð nr. 9 við Búðagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

Stækkun :  XX ferm., XX rúmm

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

10. Efstasund 42 (01.357.013) 104402 Mál nr. BN050287

Snæbjörn Sigurgeirsson, Aðalgata 3, 540 Blönduós

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr með geymslu sem verður staðsteyptur á lóð nr. 42 við Efstasund.

Umsögn skipulagsfulltrúa frá 16. okt. 2015 fylgir.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.Stærð: 39,3 ferm. 125,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

11. Elliðaárdalur - Rafstöðvarsvæði Mál nr. BN050277

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp göngubrú í tengslum við nýja stofnstíga á rafstöðvarsvæðinu í Elliðaárdal.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Fannafold 176 (02.852.303) 109998 Mál nr. BN050314

Birkir Leósson, Fannafold 176, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála á hluta svala á 1. hæð og sótt er um áður gerðar breytingar á kjallara þar sem kemur fram að tekið er í notkun hluti af útgröfnu rými og búið er að koma fyrir glugga á það í húsinu á lóð nr. 176 við Fannafold.

Stækkun:  48,2 ferm., 302,1 rúmm. 

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Flugvöllur 106745 (01.64-.-99) 106745 Mál nr. BN050328

Höldur ehf., Pósthólf 10, 602 Akureyri

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi á lóð til að henti fyrir starfsemi bílaleigu og til að koma fyrir skilti á lóðinni Flugvöllur 106745.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

14. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN049639

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka núverandi reiðhjólaskýli mhl. 37 sem er staðsett norðanmegin við húsið á nr. 66 við Nauthólsveg á lóð nr. 106748 við flugvöllinn.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. ágúst 2015 fylgir erindinu.

Reiðhjólageymsla A rými 43,2 ferm., 107,0 rúmm.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

15. Flugvöllur 106930 (01.68-.-99) 106930 Mál nr. BN050211

Vesturflug ehf., Pósthólf 385, 121 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir þrjá 10 feta geymslugáma fyrir varahluti og aðra fylgihluti við flugskýli Reykjavík Helicopters á lóð nr. 3 við Flugvallargeira.

Meðfylgjandi er samþykki Isavia dags. 3.11. 2015, afstöðumynd Bjarna Snæbjörnssonar dags. 20.10. 2015 og umsögn um brunavarnir frá Gunnari Kristjánssyni dags. 30.11. 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Gámar skulu fjarlægðir fyrir 8. desember 2016.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Freyjugata 45 (01.194.307) 102557 Mál nr. BN050342

Hörsey ehf, Gerðhömrum 27, 112 Reykjavík

Guðmundur Kristinsson, Gerðhamrar 27, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sem felast í að herbergi í kjallara, sem áður tilheyrðu íbúð á 1. hæð, sameinast kjallara, eldhús er flutt og veggir fjarlægðir á 1. hæð í tvíbýlishúsi á lóð nr. 45 við Freyjugötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Grettisgata 9 (01.172.235) 101489 Mál nr. BN050223

Frón íbúðir ehf, Laugavegi 22a, 101 Reykjavík

Landsþing ehf, Klapparstíg 35, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta sex íbúðir og til að innrétta stækkun á Hótel Fróni sem nemur fjórum herbergjum fyrir xx gesti, sjá erindi BN048039, í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 9 við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

18. Gvendargeisli 16 (05.135.202) 190241 Mál nr. BN050156

Fríða Rut Heimisdóttir, Gvendargeisli 16, 113 Reykjavík

Vilhjálmur Hreinsson, Gvendargeisli 16, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka þak og byggja setustofu á 2. hæð,  sbr. fyrirspurn BN049939, einnig er sótt um samþykki á þegar gerðum breytingum innanhúss, í einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Gvendargeisla.

Stækkun: 41,2 ferm., 59,6 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

19. Hamrahlíð 2 (01.730.001) 107330 Mál nr. BN050351

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til  að breyta staðsetningu tveggja færanlegra kennslustofa innan byggingarreits, sbr. erindi BN05170 dags. 3.11. 2015, og koma fyrir eldhúsinnréttingu í annari en tveimur herbergjum í hinni  við Hlíðaskóla á lóð nr. 2 við Hamrahlíð.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

20. Hestháls 12 (04.323.202) 176987 Mál nr. BN050352

Hestháls 12 ehf., Hesthálsi 12, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að staðsetja tvo einangraða 20 feta skrifstofugáma með gluggum, 30 cm frá suðurhlið húss á lóð nr. 12 við Hestháls.

Gjald kr. 9.823

Synjað.

Með vísan til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Hverfisgata 123 (01.222.117) 102853 Mál nr. BN050269

Tómas & Dúna ehf, Bergholti 2, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta íbúð á 1. hæð í borðsal fyrir skyndibitastað og koma fyrir aukasalerni í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 123 við Hverfisgötu.

Umsögn burðarvirishönnuðar dags. 1. des 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

22. Hverfisgata 4 (01.170.003) 101320 Mál nr. BN050339

IJG eignir ehf., Pósthólf 414, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki ? sem tengist eldhúsi í hóteli á lóð nr. 8-10 fyrir ? gesti á jarðhæð húss á lóð nr. 4 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

23. Hverfisgata 8-10 (01.170.004) 101322 Mál nr. BN050338

IP Studium Reykjavík ehf, Laugavegi 1b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í hluta jarðhæðar, m. a. innrétta aukið rými fyrir veitingastað sem fyrir er, fjölga salernum og færa búningsklefa í hóteli á lóð nr. 8-10 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24. Jötnaborgir 13-15 (02.341.308) 175231 Mál nr. BN050353

Smári Baldursson, Jötnaborgir 13, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að taka í notkun óuppfyllt rými og breyta innra skipulagi í kjallara parhúss nr. 13 á lóð nr. 13-15 við Jötnaborgir.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Korngarðar 1 (01.323.101) 222494 Mál nr. BN050341

Hagar hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja þvottaskýli, mhl. 02, úr steinsteypu og stálgrind klætt lóðréttri trapisuklæðningu sem verður notað til að handþvo minni sendibíla í rekstri fyrirtækis á lóð nr. 1 við Korngarða. 

A-rými, læstur skápur:  4,0 ferm., 21,0 rúmm.

B-rými, þvottaskýli: 57,5 ferm., 197,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Laugavegur 12B (01.171.402) 101411 Mál nr. BN050348

Laugavegur 12b ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa austari hluta húss, hækka þann vestari um eina hæð og byggja steinsteypta viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 16 og innrétta nýtt anddyri/aðalinngang og stækkun á Hótel Skjaldbreið sem þar er, á lóð nr. 12B við Laugaveg.

Niðurrif:  xx ferm., xx rúmm.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

27. Laugavegur 16 (01.171.403) 101412 Mál nr. BN050347

Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á baklóð, þrjár hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 12 og innrétta á Hótel Skjaldbreið  á lóð nr. 16 við Laugaveg.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

28. Laugavegur 170-174 (01.250.201) 103431 Mál nr. BN050336

Hekla fasteignir ehf., Laugavegi 174, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í söludeild og koma fyrir nýjum dyrum á 1. hæð og til að breyta eldhúsi, matsal og snyrtingum á 3. hæð í húsi nr. 174 á lóð nr. 170-174 við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN050215

BP fasteignir ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík

Sigurlaug S. Hafsteinsson, Lindarflöt 13, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr gleri á baklóð, endurgera þak, gera nýjan flóttastiga og byggja kvist á suðurhlið, gera útskot úr gleri og klæða norðurhlið, koma fyrir heitum pottum á svölum, koma fyrir lyftu og innrétta gististað í flokki ?, teg. hótel með 20 herbergjum fyrir 40 gesti í húsi á lóð nr. 28 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Laugavegur 28B (01.172.207) 101462 Mál nr. BN049200

Laugavegur 28b ehf, Laugavegi 28b, 101 Reykjavík

Þuríður Guðrún Hauksdóttir, Háaleitisbraut 107, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýtt skjólþak fyrir hluta af þaksvölum á húsi á lóð nr. 28B við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Laugavegur 85 (01.174.124) 101599 Mál nr. BN050292

Calvi ehf, Laugavegi 85, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II fyrir 30 gesti í rými 0101 í húsi á lóð nr. 85 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Lautarvegur 4 (01.794.304) 213569 Mál nr. BN050275

KH hús ehf., Drekavöllum 51, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 4 við Lautarveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. nóvember 2015.

Stærð A-rými:  552 ferm., 1.895,1 rúmm.

B-rými:  69,1 ferm.

C-rými:  91,3 ferm.

Gjald kr. 9.823 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Lindargata  1-3 (01.151.105) 100979 Mál nr. BN050350

Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 108 Reykjavík

Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi vesturálmu, við Ingólfsstræti/Lindargötu, á 2. og 3. hæð og breyta lítillega áður samþykktu fyrirkomulagi á 1. hæð vesturálmu, sbr. erindi BN047323 dags. 25.3. 2015 í Arnarhvoli á lóð nr. 1-3 við Lindargötu.

Meðfylgjandi er uppfærð brunahönnun í des. 2015, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 2.12. 2015 og hljóðvistargreinargerð dags. des. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

34. Lækjargata 5 (01.180.001) 101665 Mál nr. BN050022

Mennta- og menningarmálaráðun., Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu, mhl. 10  á baklóð MR yfir á lóðir nr. 2, 2B, 4 og 4B við Amtmannsstíg, tengja þær saman og innrétta fyrirlestrarsal, bókasafn, íþróttahús og aðstöðu fyrir nemendur á lóð nr. 5 við Lækjargötu.

Erindi fylgir bréf frá ÖBI dags. 6. febrúar 2009, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 31. janúar 2005, útskrift úr fundargerð Húsafriðunarnefndar frá 13. febrúar 2009 og greinargerð hönnuðar dags. 28. september 2015.

Einnig umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8. október 2015, leiðnitapsútreikningur dags. 12. október 2015 og brunahönnun dags. 9. október 2015.

Stærð mhl. 10:  4.689,9 ferm., 17.766,7 rúmm.

Niðurrif:  Casa Christi:  860 ferm., 9.150 rúmm.

Anddyri Casa Nova:  10 ferm., 27 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Melavellir (00.013.002) 125655 Mál nr. BN050345

Brimgarðar ehf, Sundagörðum 10, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kjúklingaeldishús fyrir 14000 fugla, mhl. 09  á Melavöllum, landnúmer 125655, á Kjalarnesi.

Stærðir: 1.767,3 ferm., 7.774,1 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

36. Mýrargata 12 (01.116.403) 222482 Mál nr. BN049374

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar breyttu fyrir komulagi í kjallara og á 1. hæð, sbr. erindi BN047562 í hóteli á lóð nr. 12 við Mýrargötu.

Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna breytingar á A4 blaði.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Sigtún 42 (01.367.001) 174753 Mál nr. BN050337

Öryrkjabandalag Íslands, Sigtúni 42, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta læknastofu í rými 0107 í skrifstofuhúsi á lóð nr. 42 við Sigtún.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

38. Síðumúli  7-9 (01.292.105) 103794 Mál nr. BN049890

RA 5 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta þjónustuverkstæði í lagerrými fyrir verslun og koma fyrir nýrri móttökuhurð á norðvesturhlið hússins á lóð nr. 7-9 við Síðumúla.

Samþykki meðeigenda á teikningu fylgir erindi.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Síðumúli 32 (01.295.202) 103841 Mál nr. BN049937

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi vegna gerðar  eignaskiptayfirlýsingar í húsinu á lóð nr. 32 við Síðumúla.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Skaftahlíð 24 (01.274.201) 103645 Mál nr. BN050300

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049024 þannig að brunamerkingar breytast í húsinu á lóð nr. 24 Skaftahlíð. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

41. Skólavörðustígur 21A (01.182.245) 101897 Mál nr. BN049379

Thailenska eldhúsið ehf., Suðurhrauni 2, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að dýpka kjallara að hluta, innrétta veitingahús í flokki I fyrir 14 gesti og veitingastað í flokki II fyrir 42 gesti á 1. og 2. hæð og breyta skipulagi íbúða á 2. 3. og 4. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.

Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júní 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. desember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Sólvallagata 68 (01.134.510) 100394 Mál nr. BN050297

Rico ehf., Sólvallagötu 68, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050097 þannig að flutt er til eldhús í rými 0001 í húsinu á lóð nr. 25 við Sólvallagötu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Spöngin 9-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN049371

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttum brunaskilgreiningum í mhl. 03 og 04 í húsi á lóð nr. 17-31 við Spöngina.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

44. Suðurgata 10 (01.161.106) 101201 Mál nr. BN050343

Danica sjávarafurðir ehf, Suðurgötu 10, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kvist á bakhlið og byggja tvo nýja kvisti á framhlið skrifstofuhúss á lóð nr. 10 við Suðurgötu.

Stækkun:  xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Tunguháls 15 (04.327.102) 111055 Mál nr. BN050106

Skálagil ehf., Tunguhálsi 15, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir þegar gerðum breytingum og brunahönnun á iðnaðarhúsi á lóð nr. 15 við Tunguháls.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 12.10. 2015 og brunahönnun dags. 7.10. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Vatnagarðar 12 (01.337.802) 103916 Mál nr. BN050344

Extreme Iceland ehf., Vatnagörðum 12, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á þaki, rífa millibyggingu og byggja nýtt, hærra þak. Breyta fyrirkomulagi innanhúss, byggja nýtt milligólf, einnig er gluggum og hurðum breytt í iðnaðarhúsi/skrifstofu á lóð nr. 12 við Vatnagarða.

Stærðir; stækkun xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

47. Þingás 39-49 (04.721.001) 112371 Mál nr. BN050323

Þóra Stephensen, Þingás 45, 110 Reykjavík

Sigurjón S Helgason, Pósthússtræti 1, 230 Keflavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum vegna lokaúttektar á mhl. 04 raðhús nr. 45 á lóð nr. 39 til 49 við Þingás.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48. Þórunnartún 2 (01.220.003) 102779 Mál nr. BN050121

BE eignir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofuhúsnæði í verslun með sérhæfða matvöru, bæði unna og óunna, engin matvinnsla né framleiðsla fer fram á staðnum á 1. hæð í húsi á lóð nr. 2 við Þórunnartún.

Jafnframt er erindi BN050012 dregið til baka

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Ýmis mál

49. Mjódalsvegur 16 (05.17-.-80) 195206 Mál nr. BN050360

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar Mjódalsvegur 16 eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum landupplýsingardeildar dagsettum 07.12.2015.

Lóðin Mjódalsvegur 16 ( staðgr. 5.17_._80, landnr. 195206) er 43725 m2, 

bætt er við lóðina  frá óútvísaða landinu  ( landnr. 218183)  6300 m2,

lóðin Mjódalsvegur 16 ( staðgr. 5.17_._80, landnr. 195206)  verður 50025 m2.

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulagsráði þann 21.11.2007, samþykkt í borgarráði þann 29.11.2007 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 30.01.2008.

Sjá meðfylgjandi afrit af tölvupósti frá Belindu Eir Engilbertsdóttur  starfsmanns Orkuveitu Reykjavíkur frá 19.11.2015.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

50. Safamýri 95 (01.284.308) 103733 Mál nr. BN050149

Snorri Björn Sturluson, Reynihvammur 8, 200 Kópavogur

Spurt er hvort íbúðir, önnur eða báðar, séu samþykktar í kjallara íbúðahúss á lóð nr. 95 við Safamýri.

Nei.

Íbúðir í kjallara uppfylla ekki skilyrði íbúða samkvæmt byggingarreglugerð.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:00

Nikulás Úlfar Másson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Harri Ormarsson

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir