Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2015, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 9:07, var haldinn 128. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð, Vindheimar. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, S. Björn Blöndal, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Sigurður Ingi Jónsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Gunnar Már Jakobsson og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Kvosin, flóðavarnir skýrsla Eflu 2015 Mál nr. US150256
Kynnt skýrsla verkfræðistofunnar Eflu um flóðavarnir fyrir Kvosina sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Reykjavíkurborg, Viðlagatryggingu Íslands og ýmis fyrirtæki sem hagsmuna eiga að gæta í Reykjavík.
Fulltrúar Eflu Anna Heiður Eydísardóttir og Reynir Sæmundsson kynna.
(A) Skipulagsmál
2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 20. nóvember 2015.
3. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, RÚV reitur, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN150706
Lögð fram drög að verklýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. nóvember 2015, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í breytingu á byggingarmagni, fjölda íbúða og landnotkun á RÚV reitnum.
Lýsing samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Frakkastígur - Skúlagata, breyting á deiliskipulagi (01.15) Mál nr. SN140664
Kynnt drög að nýrri tillögu umhverfis- og skipulagssviðs og VA arkitekta dags. 17. nóvember 2015 að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Um er að ræða tæplega 1 hektara svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og óbyggt borgarland milli Skúlagötu og Sæbrautar.
Kl.10:00 tekur Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi sæti á fundinum
Fulltrúar VA arkitekta Bjarki Gunnar Halldórsson og Richard Briem kynna.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Háteigsvegur 1 og 3, breyting á deiliskipulagi (01.244.2) Mál nr. SN140621
Bakkastaðir eignarhaldsfél ehf., Pósthólf 17, 121 Reykjavík
Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Bakkastaða eignarhalsfélags ehf. dags. 21. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.244.2, Egilsborgarreits, vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Háteigsveg. Í breytingunni felst að heimilt er að hækka núverandi byggingu um eina hæð, byggja eina hæð og kjallara að lóðarmörkum norðan við húsið fyrir verslun og þjónustu, tilfærsla á byggingarlínum, aukning á byggingarmagni o.fl. Kvöð um holræsi og graftrarrétt á norðurmörkum lóðanna nr. 1 og 3 fellur út, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 1. júní 2015. Einnig er lagt fram bréf skipulagsfulltrúa til umsækjanda dags. 3. mars 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. apríl 2015. Tillagan var auglýst frá 27. júlí 2015 til og með 16. september 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún B. Birgisdóttir ásamt beiðni um framlengingu á fresti, dags. 7. september 2015, Kristján Andrésson og Hrafnhildur Einarsdóttir, dags. 7. september 2015, Þorkell Pétursson dags. 7. september 2015, stjórn húsf. Rauðarárstíg 41, dags. 7. september 2015, Elfa Sif Logadóttir og Marinó A. Jónsson, dags. 7. september 2015,
Guðrún Helga Magnúsdóttir, dags. 7. september 2015, Hverfisráð Hlíða dags. 7. september 2015, Þrúður Helgadóttir, dags. 9. september 2015 og Svava María Atladóttir dags. 9. og 10. september 2015, húsfélag Rauðarárstíg 41 dags. 14. september 2015, Ólafur Torfason f.h. Íslandshótel hf. dags. 15. september 2015 og eigendur Háteigsvegi 2 og 4 ásamt Rauðarárstíg 41, dags. 16. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. nóvember 2015.
Samþykkt með þeim breytingum og athugasemdum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. nóvember 2015.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson situr hjá við afgreiðslu málsins og bókar:“Framsókn og flugvallarvinir gera ekki athugasemd við hækkun austur hluta byggingar að Háteigsvegi 1 um eina hæð og telja ástæðulaust að skilyrða hana byggingu verslunarhúsnæðis við Rauðarárstíg.”
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Laugavegur 59, breyting á deiliskipulagi (01.173.0) Mál nr. SN150436
Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Trípólí sf., Klapparstíg 16, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Vesturgarðs ehf. dags. 29. júlí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðar nr. 59 við Laugaveg. Í breytingunni felst að byggja inndregna þakhæð ofan á núverandi hús og breyta 3. og 4. hæð hússins í íbúðir, samkvæmt uppdrætti Trípólí arkitekta dags. 29. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 14. september til og með 26. október 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir, Nordik Lögfræðiþjónusta, Hjörleifur Kvaran f.h. Hverfi ehf., dags. 26. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Vesturgarðs ehf. dags. 2. nóvember 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. nóvember 2015.
Samþykkt með þeim breytingum og athugasemdum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. nóvember 2015.
Vísað til borgarráðs.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Nýr landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi (01.19) Mál nr. SN150676
Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Þórðar Steingrímssonar, mótt. 9. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst að reisa hús fyrir jáeindarskanna á Landspítalalóð, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf., dags. 5. nóvember 2015, síðast breytt 19. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf Geislavarna ríkisins, dags. 6. nóvember 2015.
Breyting á deiliskipulagi samþykkt, jafnframt samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
8. Kjalarnes, Sætún, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN150689
Kjalarnes ehf., Seilugranda 11, 107 Reykjavík
Einar Ingimarsson, Heiðargerði 38, 108 Reykjavík
Lögð fram umsókn Kjalarness ehf., mótt 16. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar að Sætúni I, Kjalarnesi. Í breytingunni felst sameining tveggja lóða í eina og breyting á byggingareit, samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar ark., dags. 13. nóvember 2015.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 852 frá 24. nóvember 2015.
(C) Fyrirspurnir
10. Laugavegur 32B, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.172.2) Mál nr. SN150654
Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Lantan ehf. mótt. 28. október 2015 varðandi breytingar á deiliskipulagi að Laugavegi 32b sem felst í breytingu á byggingarmagni, nýtingarhlutfalli og tengingu milli Laugavegs 32b, Laugavegs 34a og 34b, samkvæmt tillögu Arkþings dags. í október 2015. Einnig er lagt fram bréf umsækjanda dags. 28. október 2015.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna deiliskipulag i samræmi við fyrirspurnina en áréttar að mikilvægt er að tengingar milli húsa verði gerðar með afturkræfum hætti og að aðgengi almennings að lóðinni verði tryggt.
Afgreiðsla þessi felur ekki i sér skuldbindingu af hálfu umhverfis- og skipulagsráðs til að fallast á væntanlega tillögu að deiliskipulagi.
11. Grensásvegur 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.460.0) Mál nr. SN150678
Sigurður Einarsson, Sólberg 2, 221 Hafnarfjörður
Kynnt fyrirspurn Sigurðar Einarssonar, mótt. 6. nóvember 2015, um að byggja hótelhúsnæði á lóðinni nr. 1 við Grensásveg, fækka heildarfjölda bílastæða í samræmi við breytta notkun byggingarinnar, tengibygging sem áður var tvær hæðir verður ein hæð og byggingarreitur fyrstu hæðar stækkar lítillega til suðurs, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 3. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf Batterísins arkitekta ehf., ódags,
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna deiliskipulag i samræmi við fyrirspurnina.
Afgreiðsla þessi felur ekki i sér skuldbindingu af hálfu umhverfis- og skipulagsráðs til að fallast á væntanlega tillögu að deiliskipulagi.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
12. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 356 frá 13. nóvember 2015.
Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu og Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
13. Loftslagsfundur í París, COP21, Kynning Mál nr. US150261
Kynning á loftslagsfundinum í París 2015 og þátttöku Reykjavíkurborgar
Hrönn Hrafnsdóttir verkefnisstjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Umferðarhraði í Reykjavík, starfshópur, erindisbréf Mál nr. US150259
Umhverfis- og skipulagsráð leggur til il að settur verði á laggirnar starfshópur varðandi umferðarhraða í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar.
Samþykkt.
15. Miklabraut, hraði í Hlíðum (USK2015110040) Mál nr. US150254
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 19. nóvember 2015, þar sem lagt er til að hámarkshraði á Miklubraut í Hlíðum frá Bústaðavegi/Snorrabraut að Kringlumýrarbraut verði 50 km/klst. í stað 60 km/klst
Vísað til meðferðar hjá starfshóp varðandi umferðahraða í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar.
16. Fornhagi, stæði fyrir hreyfihamlaða (USK2015110044) Mál nr. US150258
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 20. nóvember 2015, þar sem lagt er til að afmarkað verði eitt stæði fyrir hreyfihamlaða við norðurkant Fornhaga á móti nr. 8 sem er dagheimili.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.
(D) Ýmis mál
17. Umhverfis- og skipulagsráð, fundir jólin 2015 Mál nr. US150255
Fundir umhverfis- og skipulagsráðs falla niður miðvikudagana 2., 23. og 30. desember 2015.
18. Götuheiti, tillögur að heiti gatna að Hlíðarendi í Vatnsmýri og Kirkjusandi á Laugarnesi Mál nr. BN050295
Lögð fram fundargerð 42. fundar nafnanefndar frá 18. nóvember 2015 þar sem lagt er til að götur í nýju hverfi að Hlíðarenda í Vatnsmýri verði gefin eftirfarandi nöfn: Valshlíð, Smyrilshlíð, Haukahlíð, Fálkahlíð og Arnarhlíð, samkvæmt tillögu, dags. 18. nóvember 2015. Einnig er lagt til að gata í gegnum nýtt hverfi að Kirkjusandi á Laugarnesi verði nefnd Hallgerðargata og öll hús á svæðinu verði tölusett við þá götu, að undanskyldum Íslandsbanka, sem verði áfram tölusettur við Kirkjusand.
Samþykkt
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson bóka:
„Við gerum ekki athugasemd við nafngiftirnar en bendum á þá réttaróvissu sem ríkir um framtíð uppbyggingar á Hlíðarenda.“
Vísað til borgaráðs.
19. Köllunarklettsvegur og Héðinsgata (Köllunarklettur Þ47), bréf Faxaflóahafna (01.329) Mál nr. SN150701
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf., dags. 13. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir við umhverfis- og skipulagsráð að unnin verði forsögn að deiliskipulagi fyrir lóðir við Köllunarklettsveg og Héðinsgötu. Einnig er lögð fram samantekt á núverandi stöðu og skipulagslegum upplýsingum um svæðið.
Vísað til afgreiðslu skipulagsfulltrúa
20. Betri Reykjavík, öryggismyndavélar á aðreinum að Grundarhverfi, við Klébergsskóla og Olísskála (USK2015110021) Mál nr. US150253
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „öryggismyndavélar á aðreinum að Grundarhverfi, við Klébergsskóla og Olísskála" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. október 2015. Erindið var efsta hugmynd októbermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 10. nóvember 2015.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 10. nóvember 2015 samþykkt.
21. Betri Reykjavík, göngu og hjólreiðastígur (USK2015110012) Mál nr. US150242
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „göngu og hjólreiðastígur" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. október 2015. Erindið var önnur efsta hugmynd októbermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 17. nóvember 2015.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 17. nóvember 2015 samþykkt.
22. Úlfarsfell, fjarskiptamannvirki, kæra 21/2013, úrskurður (02.6) Mál nr. SN130114
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram kæra Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur, dags. 25. febrúar 2013 vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 30. janúar 2013 um að synja um meðmæli vegna veitingu byggingarleyfis fyrir fjarskiptamannvirki á toppi Úlfarsfells. Einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 17. nóvember 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun Skipulagsstofnunar.
23. Kambavað 1-3, breyting á deiliskipulagi (04.733.6) Mál nr. SN150372
Kambavað 1,húsfélag, Kambavaði 1, 110 Reykjavík
a2f arkitektar ehf., Laugavegi 26, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. nóvember 2015 um samþykki borgarráðs 12. nóvember 2015 vegna breytingar á deiliskipulagi Norðlingaholts, lóðarinnar að Kambavaði 1-3.
24. Hraunbær 103-105, deiliskipulag (04.331.1) Mál nr. SN150168
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. nóvember 2015 um samþykki borgarráðs 12. nóvember 2015 vegna uppfærðra gagna til birtingar í B-deild fyrir Hraunbæ 103 - 105.
25. Eiríksgata 17, Svalir - austurhlið (01.195.214) Mál nr. BN049684
Eclipse fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. nóvember 2015 um samþykki borgarráðs 12. nóvember 2015 vegna heimildar til að byggja svalir á austurhlið hússins að Eiríksgötu 17.
26. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi (04.91) Mál nr. SN140617
Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 168, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. nóvember 2015 um samþykki borgarráðs 12. nóvember 2015 vegna uppfærðra gagna til birtingar í B-deild fyrir Suður Mjódd.
27. Vegamótastígur 7 og 9, breyting á deiliskipulagi (01.171.5) Mál nr. SN150286
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. nóvember 2015 um samþykkt borgarstjórnar 17. nóvember 2015 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg.
28. Framkvæmd á aðgerðaáætlun um bætt aðgengi við Laugaveg., bréf Mál nr. US150262
Lagt fram bréf ferlinefndar fatlaðra dags. 17. nóvember 2015 vegna framkvæmdar á aðgerðaáætlun um bætt aðgengi við Laugaveg.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:00
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Sverrir Bollason
Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Hildur Sverrisdóttir Sigurður Ingi Jónsson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2015, þriðjudaginn 24. nóvember kl. 10:21 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 852. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurstræti 3 (01.140.213) 100834 Mál nr. BN050208
Bara gaman ehf., Vallarbraut 8, 170 Seltjarnarnes
Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað fyrir 99 gesti í flokki III tegund F í húsi á lóð nr. 3 við Austurstræti.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Árleynir 4 (02.920.101) 221220 Mál nr. BN050134
Tækniskólinn ehf., Skólavörðuholti, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir millilofti og flóttastiga að utan frá núverandi millipalli í húsinu á lóð nr. 4 við Árleyni.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. nóvember 2015.
Stækkun millipalls: 201,9 ferm
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Barónsstígur 33 (01.191.027) 102485 Mál nr. BN050173
Oddur Garðarsson, Barónsstígur 33, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN036134 vegna lokaúttektar þar sem kemur fram að ekki hafa verið settar upp svalir í íbúð 0301 í húsinu á lóð nr. 33 við Barónsstíg.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
4. Bergstaðastræti 86 (01.197.107) 102709 Mál nr. BN049705
Birgir Örn Arnarson, Bergstaðastræti 86, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við bílskúr, síkka kjallaraglugga og grafa frá kjallara einbýlishúss á lóð nr. 86 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. júlí 2015 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 21. október 2015.
Einnig bréf hönnuðar þar sem grenndarkynningar er óskað dags. 19. nóvember 2015.
Stækkun: 7,4 ferm., 17,3 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr. A0201 dags. 17. júní 2015
5. Borgartún 28 (01.230.101) 102912 Mál nr. BN050166
HEK ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, einangrað að utan og klætt zinki, timburklæðningu og virocplötum, 6 hæðir og inndregin 7. hæð með 21 íbúð, skrifstofuhúsnæði á 1. hæð og bílgeymslu í kjallara fyrir 23 bíla á lóð nr. 28 við Borgartún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2015.
Einnig samþykki meðlóðarhafa dags. 1. júní 2015.
Stærð A-rými: 3.581,4 ferm., 10.798,2 rúmm.
B-rými: 192,5 ferm., xx rúmm.
C-rými: 202 ferm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2015.
6. Borgartún 29 (01.218.103) 102775 Mál nr. BN050080
RA 6 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I í rými 0002 og í 0102, koma fyrir útblástursröri og gasskáp á norðurhlið hússins á lóð nr. 29 við Borgartún.
Umboð frá RA 6 ehf. dags. 9. okt. 2015. Tölvupóstur frá hönnuði þar sem farið er fram á að fjarlægja skráningartöflu dags. 22. okt. 2015. Bréf frá hönnuði ódags. Bréf frá umsækjanda ódags. fylgir.
Samþykki fylgir á teikningu dags. 7. október 2015
Gjald kr. 9.823 + 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
7. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN047928
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tólf hæða fjölbýlishús með 94 íbúðum og verslunarrýmum á jarðhæð við Bríetartún, mhl. 09, merkt S1 í deiliskipulagi, á tveggja hæða kjallara sem tengist þegar byggðum bílakjallara á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2014.
Einnig bréf frá umsækjanda varðandi staðsetningu sorpgeymslu dags. 22. október 2014, brunahönnun frá Eflu dags. 25. ágúst 2015 og yfirlit um nýtingarhlutfall á lóð dags. 15. september 2015. Meðfylgjandi eru tvö bréf frá arkitekt um sorphirðu dags. 5.11. 2015.
Stærðir: Kjallari -1, 1.001,6 ferm., kjallari 00, 1.042,2 ferm., 1. hæð 1.092,7 ferm., 2., 4. og 6. hæð 1.091,8 ferm., 3., 5., og 7. hæð, 1.078,9, 8. hæð, 505,6 ferm., 9. og 10. hæð, 495,6 ferm., 11. hæð, 478,3 ferm., 12. hæð 463,9 ferm. og 13. hæð 19,8 ferm.
Samtals A-rými: 12.107,4 ferm., 41.244,6 rúmm.
B-rými: 522,7 ferm., 1.548,6 rúmm
C-rými: 145,7 ferm.
Gjald kr. 9.500+9.823+9.823+9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Brautarholt 6 (01.241.204) 103022 Mál nr. BN050100
Karl Mikli ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lyfta þaki til suðurs, innrétta 6 íbúðir og byggja tvennar svalir á norðurhlið og fernar á suðurhlið 4. hæðar skrifstofuhúss á lóð nr. 6 við Brautarholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2015.
Einnig samþykki meðeigenda dags. 12. október 2015 og greinargerð um algilda hönnun dags. 18. nóvember 2015.
Stækkun: 34,9 ferm., 56,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. B-Tröð 8 (04.765.408) 112490 Mál nr. BN050162
Páll Kristján Svansson, Holtsgata 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka hlöðuhluta norðanmegin þannig að þar myndast 2. hæð á hesthússins á lóð nr. 8 við B-tröð í Viðidal.
Jákvæð fyrirspurn BN049858 dags. 22. september 2015 og samþykki meðlóðarhafa dags. 15. júlí 2015 fylgja erindi.
Stækkun: XX ferm., 83,9 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Búðagerði 9 (01.814.009) 107921 Mál nr. BN050283
Trix ehf, Vindakór 5-7 5R, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta íbúð 0201 í tvær íbúðir, 0201 og 0301, fjarlægja þrjá kvisti á suðurhlið hlið, byggja einn stærri kvist með einhalla þaki og svölum og koma fyrir svölum á suðurhlið annari hæðar í húsinu á lóð nr. 9 við Búðagerði.
Stækkun : XX ferm., XX rúmm
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
11. Dalhús 2 (02.841.201) 109707 Mál nr. BN050168
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja kaldan pott á pottasvæði sundlaugar Grafarvogs á lóð nr. 2 við Dalhús.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Efstasund 42 (01.357.013) 104402 Mál nr. BN050287
Snæbjörn Sigurgeirsson, Aðalgata 3, 540 Blönduós
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr með geymslu sem verður staðsteyptur á lóð nr. 42 við Efstasund.
Umsögn skipulagsfulltrúa frá 16. okt. 2015 fylgir.
Stærð: 39,3 ferm. 125,4 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
13. Eyjarslóð 5 (01.111.403) 100025 Mál nr. BN050216
Prikið ehf, Bankastræti 12, 101 Reykjavík
Eyjarslóð 5 ehf., Hlíðasmára 8, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048792 þannig að komið er fyrir aðstöðu fyrir starfsmenn á lager, innra skipulagi breytt og flóttaleið til norðurs bætt við og brunahólfun endurskoðuð í húsinu á lóð nr. 5 við Eyjarslóð.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN050282
Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa það sem eftir er af matshluta 01 á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. nóvember 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Friggjarbrunnur 17-19 (02.693.504) 205773 Mál nr. BN049769
Sveinn Óskar Þorsteinsson, Brúnastaðir 59, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, BN048468/BN046749, breytt er innra skipulagi í kjallara parhúss á lóð nr. 17-19 við Friggjarbrunn. Sbr. BN046749.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Fríkirkjuvegur 11 (01.183.413) 101973 Mál nr. BN049604
Novator F11 ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitinga- og ráðstefnusal fyrir 155 gesti þar sem sótt verður um tækifærisleyfi fyrir hvern viðburð í kjallara og á 1. hæð, lækkuð verður gólfplata í hliðarsal, taka niður svið í sal í sömu hæð og gólfplatan, koma fyrir salernum, koma fyrir matarlyftu/þjónustulyftu við eldhús og fólkslyftu frá kjallara upp á 1. hæð ásamt öðrum breytingum sem nefndar eru í byggingalýsingu á teikningu og sótt er um leyfi til að innréttuð verður íbúð á 2. hæð og í risi, fjarlægður verður stigi á milli 1. og 2 hæðar og hann geymdur, breyta núverandi útitröppum við suðurgafl, koma fyrir lyftu vegna aðkomu hreyfihamlaða og fjölga þakgluggum á austanverðu úr 2 í 6 stykki í húsinu á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg. Einnig er lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa dags. 17. ágúst 2015.
Bréf frá hönnuði dags. 16. júní 2015 og aftur 15. júlí 2015, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. júní 2015, bréf frá Forsætisráðuneytinu dags. 12 maí 2015 og Greinargerð hönnuðarstjóra dags. 16. júní 2015, minnisblað frá byggingafulltrúa dags.23. nóv. 2015 fylgir erindinu. Umsögn Minjastofnunar Íslands dags.. 9. júlí 2015 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Minnisblað byggingarfulltrúa dags. 17. ágúst 2015 er dregið til baka með vísan til minnisblaðs byggingarfulltrúa dags. 23. nóvember 2015.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að stigi hússins verði fjarlægður, sbr. umsögn Minjastofnunnar Íslands dags. 9. júlí 2015.
Nikulás Úlfar Másson lýsti sig vanhæfan til meðferðar málsins og vék af fundi við afgreiðslu þess. Óskar Torfi Þorvaldsson, yfirverkfræðingur tók sæti hans á fundinum undir þessum lið.
17. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN048915
Hraunbrekka ehf., Fýlshólum 6, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á mhl. 01 og innrétta í honum 24 íbúðir í húsi á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Lagt fram bréf hönnuðar dags. 28. október 2015.
Meðfylgjandi eru skýringar sem sendar voru í tölvupósti 24. júlí 2015 og
Einnig umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2014 og 22. janúar 2015, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. september ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2015.
Stækkun mhl. 01: 558,3 ferm., 1.863,4 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Bréfi hönnuðar dags. 28. október 2015 vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa
18. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN050003
Karl Mikli ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þaki á mhl. 02 og hækka til austurs og innrétta gistiheimili með 27 herbergjum á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.
Einnig lýsing á brunavörnum dags. 15. október 2015 og samþykki meðeigenda áritað á uppdrætti.
Stækkun: 74 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Grundarstígur 10 (01.183.308) 101960 Mál nr. BN050290
1904 ehf., Þingholtsstræti 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir veitingastað í flokki II fyrir 45 gesti í sætum og rekstur salar fyrir menningartengda starfsemi, tónleika, fyrirlestra, fundahöld o.fl. fyrir 80 - 100 manns í Hannesarholti á lóð nr. 10 við Grundarstíg.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
20. Gvendargeisli 16 (05.135.202) 190241 Mál nr. BN050156
Vilhjálmur Hreinsson, Gvendargeisli 16, 113 Reykjavík
Fríða Rut Heimisdóttir, Gvendargeisli 16, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak og byggja setustofu á 2. hæð, sbr. fyrirspurn BN049939, einnig er sótt um samþykki á þegar gerðum breytingum innanhúss, í einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Gvendargeisla.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Hafnarstræti 17 (01.118.502) 100098 Mál nr. BN050268
Suðurhús ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048060 þannig að breytt er innra skipulagi á öllum hæðum, verslunarrými er breytt í veitingaaðstöðu, komi er fyrir auka lyftu, svalir að flóttastiga eru minnkaður og stærð húss endurreiknuð á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 10. nóvember 2015 fylgir erindi.
Stækkun frá áður samþykktu erindi: 12,8 ferm., 349,4 rúmm.
Stærð húss: 2.127,6 ferm., 7.097,1 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Er til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa.
22. Hafnarstræti 19 (01.118.503) 100099 Mál nr. BN050267
Suðurhús ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048059 þannig að breytt er innra skipulagi á öllum hæðum, stigagangur er færður þannig að hlutar af gluggum að Tryggvagötu breytast og stærð húss er endurreiknuð á lóð nr. 19 við Hafnarstræti.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 10. nóvember 2015 fylgir erindi.
Stækkun: 86,4 ferm., 40,9 rúmm.
Stærð nýs hús: 1.959,2 ferm., 6.802,4 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Er til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa.
23. Holtsgata 18 (01.134.317) 100366 Mál nr. BN050285
Jóhanna Kristín Ólafsdóttir, Bárugata 38, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi íbúðar 001 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 18 við Holtsgötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Hólmaslóð 4 (01.111.401) 100023 Mál nr. BN050286
Potter ehf., Hafnargötu 27a, 230 Keflavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050027 þannig að verslun minnkar og vinnsla stækkar í húsi á lóð nr. 4 við Hólmaslóð.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Hverafold 1-3 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN050266
Tannlæknastofa Auðar Eyjólf ehf, Dalhúsum 78, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir tímabundna opnun á milli rýma 0305 og 0306 í tannlæknastofu í húsinu á lóð nr. 1-3 við Hverafold.
Tölvupóstur frá hönnuði þar sem farið er fram á tímabundna opnun fylgir erindi.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
26. Hyrjarhöfði 3 (04.060.207) 110591 Mál nr. BN050158
Félagshús ehf., Lambhaga 3, 800 Selfoss
Sótt er um leyfi til að byggja akstursbrautir upp á aðra hæð og til að fjölga eignum í iðnaðar- og geymsluhúsi á lóð nr. 3 við Hyrjarhöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2015.Gjald kr. 9.823
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2015.
27. Í landi Fitjakots 125677 (00.026.002) 125677 Mál nr. BN045511
Jón Jóhann Jóhannsson, Búðavað 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þegar samþykktu húsi á þann veg að kúluhluta úr timbri og gleri er sleppt og íbúð innréttuð í steyptum hluta hússins með steyptri þakplötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 fylgir erindinu.
Stærðir, frávik frá samþykktum áformum dags. 15.5. 2012.
Matshluti 01, íbúð, var 297,7 ferm., 780 rúmm., minnkun 194,3 ferm., 474,9 rúmm., verður 103,4 ferm. 305,1 rúmm.
Matshl. 02, bílskýli, óbreytt, 96,5 ferm., 376,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Laugarnesvegur 47 (01.360.006) 104499 Mál nr. BN050281
Svetlana Vasilievna Kabalina, Meistaravellir 5, 107 Reykjavík
Igor Ingvar V. Karevskiy, Meistaravellir 5, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri breytingu á erindi BN044459, innréttuð hefur verið köld geymsla undir anddyri í húsinu á lóð nr. 47 við Laugarnesveg.
Umsögn frá skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015 fylgir erindi.
Stækkun vegna geymslu: 12,5 ferm., 29,4 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Laugavegur 170-174 (01.250.201) 103431 Mál nr. BN050119
Sara Pod hostel ehf., Laugavegi 172, 105 Reykjavík
Mænir Reykjavík ehf., Laugavegi 170-172, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sbr. erindi BN049254, sem felast í breytingum á gangi, bæta við geymslu og koma fyrir veitingasölu í flokki II í alrými í gististað í fl. V, teg C, nr. 172 á lóð nr. 170-174 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Laugavegur 28B (01.172.207) 101462 Mál nr. BN049200
Laugavegur 28b ehf, Laugavegi 28b, 101 Reykjavík
Þuríður Guðrún Hauksdóttir, Háaleitisbraut 107, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt skjólþak fyrir hluta af þaksvölum á húsi á lóð nr. 28B við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Laugavegur 84 (01.174.302) 101638 Mál nr. BN049707
Arnar Moubarak, Kjartansgata 9, 105 Reykjavík
GEK ehf., Köldulind 4, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II fyrir 30 gesti á 1. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 84 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2015.
Einnig fylgir leigusamningur dags. 6. desember 2014, óundirritaður og bréf hönnuðar með skýringum dags. 26. ágúst 2015..
Gjald kr. 9.823+9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
32. Laugavegur 85 (01.174.124) 101599 Mál nr. BN050292
Calvi ehf, Laugavegi 85, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II fyrir 30 gesti í rými 0101 í húsi á lóð nr. 85 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
33. Leifsgata 16 (01.195.207) 102599 Mál nr. BN050261
Kristján Ólafur Eðvarðsson, Leifsgata 16, 101 Reykjavík
Þorgerður Þorvaldsdóttir, Leifsgata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043950 vegna lokaúttektar í húsinu á lóð nr. 16 við Leifsgötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
34. Lindargata 46-46A (01.152.521) 200370 Mál nr. BN050274
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tveim hjólageymslum í íbúðir, rýmisnúmer 0113 og 0114, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 46a við Lindargötu.
Rökstuðningur fyrir breytingunni er á teikningu 10-01, dags. 10.11. 2015.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
35. Lækjargata 12 (01.141.203) 100897 Mál nr. BN050042
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa innan úr verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 12 við Lækjargötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
36. Njálsgata 23 (01.182.125) 101839 Mál nr. BN050077
F-16 ehf, Efstasundi 26, 104 Reykjavík
Lífrænt bakarí ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta og starfrækja handverksbakarí á 1. hæð í húsinu nr. 16 við Frakkastíg á lóð nr. 23 við Njálsgötu.
Bréf frá hönnuði dags. 5. nóv. 2015 fylgir
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
37. Norðlingabraut 8 (04.732.301) 204834 Mál nr. BN050213
Wurth á Íslandi ehf, Vesturhrauni 5, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja verslunar -, skrifstofu- og lagerhús á tveimur hæðum að hluta staðsteypt og að hluta úr stálgrindarvirki á lóð nr. 8 við Norðlingabraut.
Orkurammi dags. 1. nóvember 2015 og umsögn Brunahönnuðar dags. 6. nóv. 2015 fylgir erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2015.Stærð: 2.737,2 ferm., 15.757,8 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til umsagnar skipulagafulltrúa dags. 20. nóvember 2015.
38. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN050209
Hótel Borg ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046537 þannig að fjarlægður er texti í byggingalýsingu að opnunarhnappur vegna reyklosunar í stigahúsið er felldur út texta í Hótel Borg á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
39. Ránargata 33 (01.135.204) 100453 Mál nr. BN050289
Svavar Gauti Stefánsson, Ránargata 33, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar, m. a. hafa svalir verið byggðar á 1. hæð og innra skipulagi breytt í fjölbýlishúsi á lóð nr. 33 við Ránargötu.
Samþykki meðeiganda fylgir með áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
40. Silungakvísl 21 (04.212.705) 110790 Mál nr. BN050075
Fróði Ólafsson, Silungakvísl 21, 110 Reykjavík
Bergþóra Njálsdóttir, Silungakvísl 21, 110 Reykjavík
Sigrún Konny Einarsdóttir, Silungakvísl 21, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem sýna sólpall og tröppur fyrir íbúð 0101 og svalir og hringstiga af þeim fyrir íbúð 0201 á tvíbýlishúsi á lóð nr. 21 við Silungakvísl.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.
41. Skipholt 15 (01.242.211) 103037 Mál nr. BN049959
Skipholt 15,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Jóhann Þór Arnarsson, Skipholt 15, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka svalagangi á 1., 2., 3. og 4. hæð með gleri og loftunarristum og klæða utan á steypt svalahandrið með litaðri álklæðningu á fjölbýlishúsi á lóð nr. 15 við Skipholt.
Umsögn brunahönnuðar dags. 20. mars. 2015 fylgir erindi.
Stækkun: XX rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Skipholt 29 (01.250.112) 103430 Mál nr. BN050252
Skipholt 29b,húsfélag, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir opnanlegri svalalokun á svölum 0201, 0202, 0203, 0301, 0302, 0303, 0401, og 0402 í mhl. 02 í húsi á lóð nr. 29b við Skipholt.
Meðfylgjandi er fundargerð aðalfundar húsfélagsins dags 23.6. 2015.
Stærðir samtals: 96,8 ferm., 266,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
43. Skólavörðustígur 24 (01.181.206) 101760 Mál nr. BN049824
H.G.G. - Fasteign ehf., Sómatúni 6, 600 Akureyri
Sótt er um leyfi fyrir ýmsum breytingum, innan húss og utan, m.a. taka upp loft, færa inngang, breyta gluggum og hurðum og koma fyrir þakglugga í einbýlishúsi á lóð nr. 24 við Skólavörðustíg.
Samþykki aðliggjandi lóða á Lokastíg 9 og Skólavörðustíg 24 A dags. 29 okt. 2015 og 30. ágúst 2015 fylgir
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN050293
Björg Bergsveinsdóttir, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að loka bílageymslu á fleti 1 (kjallara) í matshluta 11, með bílskúrshurð og gera að séreignarhluta, jafnframt færist geymsla vestan við stiga frá matshluta 11 til matshluta 16 og sameinast hinum nýja séreignarhluta bílskúrsins í Vatnsstíg 14, mhl. 11, á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Meðfylgjandi er samþykki stjórnar húsfélagsins dags. 17.11. 2015 og brunahönnunarskýrsla Eflu dags. 17.11. 2015.
Gjald kr. 9.812
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Skúlagata 17 (01.154.102) 174222 Mál nr. BN050228
SRE-Skúla ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innandyra til að koma fyrir pizza framleiðslu í rými 0103 og í kjallara 0005 í húsinu á lóð nr. 17 við Skúlagötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN050226
Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka hús með því að byggja yfir port á lóð nr. 3 við Sogaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2015.Stækkun: XX ferm. , XX rúmm.
Gjald kr. 9.823
Synjað.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2015.
47. Steinagerði 19 (01.816.210) 108110 Mál nr. BN050124
Sif Björk Birgisdóttir, Steinagerði 19, 108 Reykjavík
Guðjón Pétursson, Steinagerði 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu við suður- og vesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 19 við Steinagerði.
Varmatapsútreikningar dags. 6. október 2015 fylgja erindi.
Viðbygging: 57,3 ferm., 173,8 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
48. Suðurlandsbraut 46-54 (01.463.101) 105671 Mál nr. BN042306
Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýjum 400mm loftstokki á suðurhlið, markísu á glugga og merkjaskilti yfir veitingastaðinn Hanann í húsnæðinu nr.46 á lóð nr. 46 - 54 við Suðurlandsbraut.
Samþykki sumra meðeigenda fylgir á teikningu.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Með vísan til minnisblaðs skrifstofu sviðsstýru dags. 24. nóvember 2015.
49. Tryggvagata 13 (01.117.407) 222370 Mál nr. BN050220
T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á nokkrum minni háttar breytingum, sjá erindi BN048982, aðallega vegna uppsteypu fjölbýlishúss á lóð nr. 13 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
50. Túngata 15 (01.160.006) 101147 Mál nr. BN050174
Kaþólska kirkjan á Íslandi, Pósthólf 490, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að tvískipta tímabundið kennslustofu á jarðhæð núverandi bókasafns fyrir alls 16 nemendur í Landakotsskóla á lóð nr. 15 við Túngötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
51. Þórunnartún 2 (01.220.003) 102779 Mál nr. BN050012
Johansen ehf., Borgartúni 8, 105 Reykjavík
BE eignir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta verslun með matvöru ýmiss konar á 1. hæð í skrifstofuhúsi á lóð nr. 2 við Þórunnartún.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Öldugata 2 (01.136.311) 100569 Mál nr. BN050273
Nordic Investment Services ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, innrétta fjórar íbúðir, eina á hverri hæð, og til að bæta við þrennum svölum og breyta bílgeymslu í geymslur fyrir íbúðir í húsi á lóð nr. 2 við Öldugötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.
Ýmis mál
53. Borgartún 35-37 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN050302
B37 ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skipta lóðinni Borgartún 35-37 (staðgr. 1.219.102, landnr. 186012) í tvær lóðir eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 23. 11. 2015.
Lóðin Borgartún 35-37 (staðgr. 1.219.102, landnr. 186012) er 9362 m², teknir eru 6064 m² af lóðinni og lagt við nýja lóð, Borgartún 37, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður 3297 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa
Ný lóð, Borgartún 37 (staðgr. 1.219.104, landnr. ...........), bætt er 6064 m² við lóðina frá Borgartúni 35-37, lóðin verður 6064 m².
Sjá samþykkt borgarráðs, dags. 30. 06. 2011.
Sjá deiliskipulagsbreytingu samþykkta á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. 02. 2015 og auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda 16. 03. 2015.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
54. Borgartún 17-19 (01.217.701) 102769 Mál nr. BN050303
Byggingarfulltrúi leggur til að tölusetningu lóðarinnar verði breytt úr Borgartún 17-19 í Borgartún 19, landnúmer 102769, til samræmis við skráningu í fyrirtækjaskrá.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
55. Baldursgata 7A (01.184.443) 102103 Mál nr. BN050288
Heiðrekur Þór Guðmundsson, Skjólbraut 13a, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að skipta í tvennt íbúð 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7A við Baldursgötu.
Nei.
Samanber umsögn á fyrirspurnarblaði.
56. Bergstaðastræti 29 (01.184.413) 102073 Mál nr. BN049152
Guðlaugur Aðalsteinsson, Háteigsvegur 54, 105 Reykjavík
Spurt er hvað gera þurfi til að fá kjallaraíbúð samþykkta sem séreign í húsi á lóð nr. 29 við Bergstaðastræti.
Nei.
Samanber íbúðarskoðun dags. 21. október 2015.
57. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN050093
Kaffibrugghúsið ehf., Öldugötu 42, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta kaffibrennslu, kaffiskóla og kaffihús fyrir xx gesti í rými 0101 í mhl. 02 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 57-59 við Fiskislóð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. nóvember 2015.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. nóvember 2015.
58. Gunnarsbraut 40 (01.247.605) 103396 Mál nr. BN049526
Arnar Valdimarsson, Gunnarsbraut 40, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta og hækka þak eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Gunnarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. nóvember 2015.
Nei.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. nóvember 2015.
59. Skeljagrandi 1-7 (01.511.401) 105748 Mál nr. BN050305
Anna María Gísladóttir, Tjarnarmýri 12, 170 Seltjarnarnes
Spurt er hvort nýta megi rými í risi fyrir ofan íbúð 0305 sem geymsluloft.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:38
Nikulás Úlfar Másson
Björn Kristleifsson
Erna Hrönn Geirsdóttir
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir