Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 127

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2015, miðvikudaginn 18. nóvember kl. 09:06, var haldinn 127. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Páll Hjaltason, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir, Sigurður Ingi Jónsson.

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson  og Marta Grettisdóttir

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Umhverfis- og skipulagsráð, kosning fulltrúa Mál nr. US150251

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. nóvember 2015, vegna samþykktar borgarstjórnar s.d. um að Sigurður Ingi Jónsson taki sæti Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur í umhverfis- og skipulagsráði og að Guðfinna taki sæti Sigurðar sem varamaður í ráðinu.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

2. Erindi til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, göngubrú eða undirgöng við Miklubraut Mál nr. US150249

Arna Kristín Einarsdóttir, Grænahlíð 26, 105 Reykjavík

Kristín Vala Erlendsdóttir, Stigahlíð 53, 105 Reykjavík

Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, Grænahlíð 26, 105 Reykjavík

Lagður fram að nýju undirskriftarlisti með um það bil 400 undirskriftum þar sem óskað er eftir göngubrú eða undirgöngum við Miklubraut á milli Kringlumýrarbrautar og Lönguhlíðar til að auka öryggi barna í hverfinu.

Kynnt drög að undirgöngum við Miklubraut. 

Kynnt. 

Kl. 10:02 tekur Sigurborg Ó. Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi sæti á fundinum. 

Fulltrúar Vegagerðarinnar Jónas Snæbjörnsson og Eiríkur Bjarnason og fulltrúi 

lögreglu höfuðborgarsvæðisins Ómar Smári Ármannsson taka sæti á fundinum undir 

þessum lið. 

3. Loft- og hávaðamengun, Mál nr. US150252

Fulltrúi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins ræðir loft- og hávaðamengun vegna umferðar.

Kynnt. 

Fulltrúar Vegagerðarinnar Jónas Snæbjörnsson og Eiríkur Bjarnason og fulltrúi 

lögreglu höfuðborgarsvæðisins Ómar Smári Ármannsson taka sæti á fundinum undir 

þessum lið. 

4. Göngugötur, breytt fyrirkomulag Mál nr. US150237

Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, verkefnisstjóra borgarhönnunar, dags. 9. nóvember 2015 að breyttu fyrirkomulagi á göngugötum í miðborginni á aðventunni 2015. 

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson situr hjá við afgreiðslu málsins og bókar:

„Þær viðvörunarraddir hafa heyrst frá kaupmönnum að lokun Laugarvegar á aðventunni muni draga úr verslun. Samtök kaupmanna á svæðinu hafa óskað eftir fundi um málið en slíkur fundur hefur ekki verið haldinn og er það miður. Það eru ekki þröngir einkahagsmunir kaupmanna að verslun dafni í miðborginni heldur er það hagsmunamál allra að þar þrífist fjölbreytt framboð smásöluverslunar. Hún er mikilvægur hlekkur í blómstrandi miðborgarstarfsemi. Ég styð allar tillögur sem styrkja miðborgina en stjórnvald ætti ekki að taka ákvarðanir sem hópur fólks telur vera íþyngjandi nema leitað verði eftir formlegu áliti ásamt röksemdum. Það er grunnur upplýstrar ákvörðunar. Tíminn hefur verið nægur til að vanda undirbúning.” 

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Páll Hjaltason og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs  Gísli Garðarsson bóka:

“Meirihluti Umhverfis- og skipulagsráðs tekur undir mikilvægi þess að fjölbreytt smásöluverslun fái þrifist í miðborg Reykjavíkur og að hún sé snar þáttur í blómstrandi miðborgarstarfsemi. Opnun göngugatna er í þágu allrar þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem fyrirfinnst í miðborginni enda hefur nýleg könnun borgarinnar leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti rekstraraðila sé jákvæður fyrir göngugötum á aðventunni. Það er einnig hagur smásöluverslunar í miðborginni að aðrir hlekkir í keðjunni séu öflugir og viðvera gesta og gangandi við Laugarveg lengri og meiri en sértækar bílferðir á einstaka áfangastaði. Það eru hagsmunir heildarinnar.

Ákvörðun Umhverfis- og skipulagsráðs felst í því að gera tillögu til borgarráðs um göngugötur á aðventunni. Borgarráð mun taka endanlega afstöðu til tillögunnar í næstu viku. Í millitíðinni verður haldinn fundur með hagsmunaaðilum. Hafi hagsmunaaðilar athugasemdir við þær gefst færi á að koma þeim á framfæri bæði á fundinum og skriflega til borgarráðs. 

Þá hefur verið fallist á að hefja helgaropnanir aðra helgi í aðventu frekar en þá fyrstu til þess að koma til móts við áhyggjur um undirbúningstíma og fjölda opnunardaga.“

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson gagnbókar: „Það er áhugavert að meirihlutinn í ráðinu skuli viðurkenna að samráð skorti og að hann afgreiðir tillögu til borgarráðs engu að síður. Meirihlutinn tekur sem sagt afstöðu án nauðsynlegs undirbúnings. Stjórnvald á ekki að taka ákvarðanir með þessum hætti.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Páll Hjaltason og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs  Gísli Garðarsson gagnbóka:“ "Meirihluti Umhverfis- og skipulagsráðs áréttar að komið hafi verið til móts við áhyggjur um undirbúningstíma og fjölda opnunardaga og að könnuð hafi verið afstaða rekstraraðila til opnunar göngugatna á aðventunni sem leiddi í ljós yfirgnæfandi jákvæða afstöðu."

Hildur Gunnlaugsdóttirverkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5. Ingólfstorg, jólaskautasvell, kynning Mál nr. US150250

Kynnt hugmynd að jólaskautasvelli og jólamarkaði á Ingólfstorgi .

Gert er ráð fyrir að skautasvellið verði opið frá  1. desember til og með 23. desember 2015.

Kynnt. 

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(A) Skipulagsmál

6. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 13. nóvember 2015. 

7. Keilugrandi/Boðagrandi/Fjörugrandi, lýsing,  drög að breytingu á deiliskipulagi (01.513.3) Mál nr. SN150467

Jón Valgeir Björnsson, Brávallagata 4, 101 Reykjavík

Lögð fram verklýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2015 vegna breytingar á deiliskipulagi lóðanna nr. 1 við Keilugranda og nr. 2 og 2A við Boðagranda. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 22. september 2015.

Einnig er lagt fram bréf/ábending KR, dags. 7. október 2015, bréf foreldrafélags Grandaskóla, Ingólfur Már Ingólfsson, dags. 8. október 2015, íbúar að Fjörugranda 14 16 og 18, dags. 8. október 2015, 

Kynnt drög Kanon arkitekta að breyttu deiliskipulagi að Keilugranda/Boðagranda/Fjörugranda. 

Kynnt. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri, fulltrúar Kanon arkitekta Halldóra Bragadóttir og Helga Bragadóttir og fulltrúi Búseta Guðrún Ingvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

8. Háteigsvegur 1 og 3, breyting á deiliskipulagi (01.244.2) Mál nr. SN140621

Bakkastaðir eignarhaldsfélag ehf., Pósthólf 17, 121 Reykjavík

Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Bakkastaða eignarhaldsfélags ehf. dags. 21. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.244.2, Egilsborgarreits, vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Háteigsveg. Í breytingunni felst að heimilt er að hækka núverandi byggingu um eina hæð, byggja eina hæð og kjallara að lóðarmörkum norðan við húsið fyrir verslun og þjónustu, tilfærsla á byggingarlínum, aukning á byggingarmagni o.fl. Kvöð um holræsi og graftrarrétt á norðurmörkum lóðanna nr. 1 og 3 fellur út, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 1. júní 2015.  Einnig er lagt fram bréf skipulagsfulltrúa til umsækjanda dags. 3. mars 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. apríl 2015.  

Tillagan var auglýst frá 27. júlí 2015 til og með 16. september 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún B. Birgisdóttir ásamt beiðni um framlengingu á fresti, dags. 7. september 2015, Kristján Andrésson og Hrafnhildur Einarsdóttir, dags. 7. september 2015, Þorkell Pétursson dags. 7. september 2015, stjórn húsf. Rauðarárstíg 41, dags. 7. september 2015, Elfa Sif Logadóttir og Marinó A. Jónsson, dags. 7. september 2015, Guðrún Helga Magnúsdóttir, dags. 7. september 2015, Hverfisráð Hlíða dags. 7. september 2015, Þrúður Helgadóttir, dags. 9. september 2015 og Svava María Atladóttir dags. 9. og 10. september 2015, húsfélag Rauðarárstíg 41 dags. 14. september 2015,  Ólafur Torfason f.h. Íslandshótel hf. dags. 15. september 2015 og eigendur Háteigsvegi 2 og 4 ásamt Rauðarárstíg 41, dags. 16. september 2015.  

Frestað. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

9. Laufásvegur 70, breyting á deiliskipulagi (01.197.3) Mál nr. SN150543

Að lokinni grenndarkynningu er lögð er fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 9. september 2015 að breytingu á deiliskipulagi reits 1.197.2-3, Smáragötureits, vegna Laufásvegs 70. Í breytingunni felst að breyta byggingarreit vegna tveggja steinsteyptra palla. Við breytinguna fellur eldri byggingarreitur niður. Tillagan var grenndarkynnt frá 24. september til og með 22. október 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Stefán E. Matthíasson og Ásdís Ólöf Gestsdóttir, dags. 13. október 2015 og Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Hans Jakob Beck, dags. 19. október 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. nóvember 2015. 

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. nóvember 2015. 

Vísað til borgarráðs

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

10. Skipholt 70, breyting á deiliskipulagi (01.255.2) Mál nr. SN150087

Rok ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Roks ehf. dags. 10. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bólstaðarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 70 við Skipholt. Í breytingunni felst að heimilt verði að hækka bygginguna um eina inndregna hæð og innrétta íbúðir, breyta notkun 2. hæðar úr atvinnuhúsnæði í íbúðir, hækka nýtingarhlutfall, setja svalir/svalagang út fyrir útmörk byggingarreits á vesturhlið byggingar ásamt því að staðsetja flóttastiga út fyrir byggingarreit, breyta fyrirkomulagi bílastæða og inn- og útkeyrsla á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar arkitektar ehf. dags. 6. júlí 2015. Einnig er lagt fram samþykki þinglýstra eigenda húsnæðis að Skipholti 70, ódags og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015. Tillagan var auglýst frá 27. júlí 2015 til og með 2. október 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: stjórn Húsfélagsins Bólstaðarhlíð 64-68, dags. 26. ágúst 2015, Guðrún H. Ingimundardóttir, dags. 31. ágúst 2015, Hverfisráð Hlíða, dags.7. september 2015, Þorleifur Þór Jónsson, dags. 8. september 2015, Ingimundur Pétursson og Ingunn Klemenzdóttir, dags. 9. september 2015, Björn Sigurðsson og Sigurbjörg Ingimundardóttir, dags. 25. september 2015, 

Gísli Vilberg Hjaltason, dags. 30. september 2015, Anna Haarde og Steinþór Ásgeirsson, dags. 1. október 2015, Einar Gunnar Karlsson  og Bryndís Ösp Valsdóttir, dags. 1. október 2015, Ólöf Erla, dags. 1. október 2015, Hilmar Jónsson, dags. 1. október 2015, Anna Lilja Jónsdóttir og Brynjólfur Garðarsson, dags. 2. október 2015, Gunnlaugur Guðmundsson, Ásdís Þorsteinsdóttir og Guðmundur Gunnlaugsson, dags. 2. október 2015, Þórunn Elsa Olgeirsdóttir og Haraldur Örn Pálsson,dags. 2. október 2015, Jósefína G. Stefánsdóttir, dags. 2. október 2015 og Margrét Ó. Ívarsdóttir og Helgi Gíslason f.h. íbúa við Hjálmholt, dags. 2. október 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2015. 

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Páll Hjaltason og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs  Gísli Garðarsson samþykkja framlagða tillögu með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2015.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir greiða atkvæði á móti tillögunni og bóka: 

„Athugasemdir sem borist hafa vegna fyrirhugaðrar hækkunar Skipholts 70 eru fjölmargar og réttmætar. Taka ber tillit til svo einarðra mótmæla og virða rétt þeirra sem búa í nágrenninu. Enda þótt ekki verði bætt þriðju hæð á húsið fjölgar íbúðum á annarri hæð en þar er skrifstofuhúsnæði breytt í íbúðarhúsnæði þar sem gert er ráð fyrir 14 íbúðum. Mikilvægt er að starfsemi á jarðhæð hússins þjóni hverfinu“.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Páll Hjaltason og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson bóka: „Sú breyting sem gerð er á lóð Skipholts 70 er í fullu samræmi við þá stefnumörkun sem Aðalskipulag Reykjavíkur setur um þróun byggðar í borginni og nánar til tekið á þessum stað. Ýmsar ábendingar hafa komið fram sem komið er til móts við með þeim skilmálum sem uppbyggingunni eru settar. Þá eru ýmsar breytingar sem fylgja uppbyggingunni til að bæta ásýnd húss og lóðar frá núverandi ástandi. Fulltrúar meirihlutans í Umhverfis- og skipulagsráði benda á bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og Flugvallarvina frá í júní á þessu ári: „Ljóst er að skortur er á litlum íbúðum í Reykjavík. Ef 32 íbúðir komast fyrir á grundvelli byggingarreglugerðar á auðvitað að samþykkja slíkt til að verða við þeirri eftirspurn sem er á markaðnum.“ Ekki hafa verið gerðar breytingar eða komið fram sjónarmið sem stangast á við þau sjónarmið sem þar eru tíunduð.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir gagnbóka: „Fulltrúar meirihlutans misskilja grundavallarþátt deiliskipulagsgerðar sem er samráð. Þegar deiliskipulagstillaga er send í auglýsingu er það gert til að leita eftir athugasemdum og afstöðu þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Eins og fram kemur í bókun okkar komu fram réttmætar athugasemdir frá íbúum og þær virðum við og tökum tillit til þeirra við afgreiðslu málsins. Ef það er fyrirfram afstaða meirihlutans að auglýstar tillögur skuli samþykkja án tillits til þeirra athugasemda sem berast er lögfest samráðsferli gert að sýndarmennsku.

Vísað til borgarráðs. 

(B) Byggingarmál

11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 851 frá 17. nóvember 2015. 

(C) Fyrirspurnir

12. Laugavegur 32B, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.172.2) Mál nr. SN150654

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Lantan ehf. mótt. 28. október 2015 varðandi breytingar á deiliskipulagi að Laugavegi 32b sem felst í breytingu á byggingarmagni, nýtingarhlutfalli og  tengingu milli Laugavegs 32b, Laugavegs 34a og 34b, samkvæmt tillögu Arkþings dags. í október 2015. Einnig er lagt fram bréf umsækjanda dags. 28. október 2015.

Frestað. 

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

13. Laugavegur 18B, (fsp) veitingarými og verslun (01.171.5) Mál nr. SN150683

Around Iceland ehf., Laugavegi 18b, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Around Iceland ehf., mótt. 10. nóvember 2015, varðandi veitingarými og verslun á jarðhæð hússins á lóð nr. 18B við Laugaveg, samkvæmt tillögu Haf studio, dags. 2. nóvember 2015. 

Jákvætt er tekið í erindið.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(D) Ýmis mál

14. Naustareitur- Vesturhluti, Kynnt Mál nr. SN150694

Farið yfir stöðu mála á Naustareit-Vesturhluta.  

15. Kjalarnes, erindisbréf, Starfshópur um mótun landbúnaðarstefnu Mál nr. US150231

Kynnt drög að erindisbréfi starfshóps um mótun landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes, dags. 26. október 2015. 

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að skipa eftirtalda fulltrúa í starfshópinn: 

Fulltrúi Samfylkingarinnar er Þorkell Heiðarsson, fulltrúi Bjartar framtíðar er S. Björn Blöndal, fulltrúi  Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs er Sigríður Pétursdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksin er Marta Guðjónsdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina er Sigurður Ingi Jónsson. 

16. Gjaldskrá og reglur um bílastæði í Reykjavík, tillögur starfshóps Mál nr. US150247

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagðar fram að nýju tillögur starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs að nýjum reglum um bílastæðagjald í Reykjavík unnar með hliðsjón af nýju aðalskipulagi. Einnig lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir bílastæði.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Páll Hjaltason og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs  Gísli Garðarsson samþykkja framlagða tillögu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og  Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðsluna. 

Vísað til borgarráðs. 

17. Frakkastígur 26A, kæra 99/2015, umsögn (01.182.3) Mál nr. SN150679

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. nóvember 2015 ásamt kæru, þar sem kært er byggingarleyfi fyrir breytingu á íbúðarhúsinu Frakkastíg 26A í veitingahús flokki 2. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 10. nóvember 2015.

18. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.1 Háteigshverfi, skipulags- og matslýsing (03.1) Mál nr. SN150530

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. nóvember 2015 vegna samþykktar borgarrsáðs s.d. á skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar, Hverfi 3.1 Háteigshverfi, 3.2. Hlíðarhverfi og 3.3. Öskjuhlíðarhverfi.

19. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.2 Hlíðarhverfi, skipulags- og matslýsing (03.2) Mál nr. SN150531

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. nóvember 2015 vegna samþykktar borgarrsáðs s.d. á skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar, Hverfi 3.1 Háteigshverfi, 3.2. Hlíðarhverfi og 3.3. Öskjuhlíðarhverfi.

20. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.3 Öskjuhlíðarhverfi, skipulags- og matslýsing (03.3) Mál nr. SN150532

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. nóvember 2015 vegna samþykktar borgarrsáðs s.d. á skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar, Hverfi 3.1 Háteigshverfi, 3.2. Hlíðarhverfi og 3.3. Öskjuhlíðarhverfi.

21. Örfirisey, deiliskipulag (01.1) Mál nr. SN140611

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. nóvember 2015 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 3. nóvember 2015 um deiliskipulag Örfiriseyjar.

22. Kjalarnes, Vík, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN150589

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. nóvember 2015 vegna samþykktar borgarrsáðs s.d. á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Vík á Kjalarnesi.

23. Bústaðavegur 151-153, lýsing deiliskipulagsbreytingar (01.826.1) Mál nr. SN150638

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. nóvember 2015 vegna samþykktar borgarrsáðs s.d. á lýsingu vegna deiliskipulagsbreytingar á lóðunum nr. 151 og 153 við Bústaðaveg, þróunarsvæði Þ59 í aðalskipulagi.

24. Sigtún 38 og 40, Sigtúnsreitur, breyting á deiliskipulagi (01.366.0) Mál nr. SN150236

Atelier Arkitektar slf., Skaftahlíð 16, 105 Reykjavík

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. nóvember 2015 vegna samþykktar borgarrsáðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 38 og 40 við Sigtún.

25. Hraunbær 102B, málskot (04.343.3) Mál nr. SN150608

Hulda Jónsdóttir, Skipholt 28, 105 Reykjavík

Greifynjan ehf, Hraunbæ 102c, 110 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. nóvember 2015 vegna samþykktar borgarrsáðs s.d. um að staðfesta fyrri afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 2. október 2015 um að breyta jarðhæð hússins á lóð nr. 102 við Hraunbæ í íbúðarrými til útleigu eða fyrir gistiheimili.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:55

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Páll Hjaltason Sverrir Bollason 

Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson

Hildur Sverrisdóttir Sigurður Ingi Jónsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 17. nóvember kl. 10:22 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 851. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson og Björn Kristleifsson

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 20 (01.140.503) 100863 Mál nr. BN049671

Hressingarskálinn ehf., Austurstræti 17, 101 Reykjavík

Vivaldi Ísland ehf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að loka útskoti þannig að það verður A- rými á vesturhluta götuhliðar og innrétta þar íssölulúgu sem er sameiginleg með Hressingarskálanum á lóð nr. 20 við Austurstræti .

Jákvæð fyrirspurn BN049503 dags. 9. júní 2015 fylgir erindi.

Stækkun:  1,8 ferm., 4,5 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Barónsstígur 31 (01.191.028) 102486 Mál nr. BN050253

Oddur Garðarsson, Barónsstígur 33, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN036135 vegna lokaúttektar  í íbúð 0301 í húsinu á lóð nr. 31 við Barónsstíg.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Barónsstígur 33 (01.191.027) 102485 Mál nr. BN050173

Oddur Garðarsson, Barónsstígur 33, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN036134 vegna lokaúttektar þar sem kemur fram að ekki hefur verið settar uppsvalir í íbúð 0301 í húsinu á lóð nr. 33 við Barónsstíg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Borgartún 37 (00.000.000) 186012 Mál nr. BN050272

B37 ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara, innrétta fundarherbergi, starfsmannarými, endurbæta búningsaðstöðu og breyta vörumóttöku í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 37 við Borgartún.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Brautarholt 6 (01.241.204) 103022 Mál nr. BN050100

Karl Mikli ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta 6 íbúðir og byggja tvennar svalir á norðurhlið og fernar á suðurhlið 4. hæðar skrifstofuhúss á lóð nr. 6 við Brautarholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2015.

Einnig samþykki meðeigenda dags. 12. október 2015

Stækkun:  34,9 ferm., 56,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Brekknaás 9 (04.764.103) 112469 Mál nr. BN050262

Brekknaás 9 ehf., Brekknaás 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að staðsetja 40" gám á lóð nr. 9 við Brekknaás.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Elliðaárdalur - Rafstöðvarsvæði Mál nr. BN050277

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp göngubrú í tengslum við nýja stofnstíga á rafstöðvarsvæðinu í Elliðaárdal.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Elliðavatnsblettur 4 (08.1--.-95) 113485 Mál nr. BN050278

Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa sumarhús á lóð nr. 4 við Elliðavatnsblett.

Niðurrif fastanr. 205-7669 mhl. 01 merkt 0101 sumarbústaður 17 ferm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Freyjugata 44 (01.196.102) 102643 Mál nr. BN050143

Brynjar Pétursson Young, Freyjugata 44, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta þakgluggum, byggja kvisti og svalir á rishæð, byggja anddyri með svölum á þaki á norðurhlið, breyta útitröppum og klæða með koparklæðningu þak fjölbýlishúss á lóð nr. 44 við Freyjugötu.

Erindi fylgir samþykki meðeiganda dags. 4. nóvember 2015.

Stækkun:  29,9 ferm., 61,9 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Erindið er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa

10. Garðastræti 34 (01.161.009) 101190 Mál nr. BN050059

Garðar Snorri Guðmundsson, Heiðarbakki 14, 230 Keflavík

Fanney Petra Ómarsdóttir, Heiðarbakki 14, 230 Keflavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningu af tvíbýlishúsi á lóð nr. 34 við Garðastræti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Grenimelur 23 (01.540.307) 106300 Mál nr. BN050148

Gunnar L Björnsson, Grenimelur 23, 107 Reykjavík

Dælur ehf., Smiðjuvegi 11, 200 Kópavogur

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 23 við Grenimel.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. nóvember 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Hafnarstræti 17 (01.118.502) 100098 Mál nr. BN050268

Suðurhús ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi  BN048060 þannig að breytt er innra skipulagi á öllum hæðum, verslunarrými er breytt í veitingaaðstöðu, komi er fyrir auka lyftu, svalir að flóttastiga eru minnkaður og stærð  húss endurreiknuð á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.

Skýrsla brunahönnuðar dags. 10. nóvember 2015 fylgir erindi.

Stækkun frá áður samþykktu erindi: 12,8 ferm., 349,4 rúmm. 

Stærð húss:  2.127,6 ferm., 7.097,1 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

13. Hafnarstræti 19 (01.118.503) 100099 Mál nr. BN050267

Suðurhús ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi  BN048059 þannig að breytt er innra skipulagi á öllum hæðum, stigagangur er færður þannig að hlutar af gluggum að Tryggvagötu breytast og stærð  húss er endurreiknuð á lóð nr. 19 við Hafnarstræti.

Skýrsla brunahönnuðar dags. 10. nóvember 2015 fylgir erindi.

Stækkun: 86,4 ferm., 40,9 rúmm. 

Stærð nýs hús:  1.959,2 ferm., 6.802,4 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

14. Haukdælabraut 74 (05.114.301) 214813 Mál nr. BN050231

Þórunn Kristín Snorradóttir, Ólafsgeisli 7, 113 Reykjavík

Ólafur Gunnþór Höskuldsson, Ólafsgeisli 7, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr forsteyptum einingum, sbr. fyrispurn BN049862, svar dags. 20.8. 2015, á lóð nr. 74 við Haukdælabraut.

Stærðir xx 340,1 ferm., xx 1.183,5 rúmm. Lóðarstærð, nýtingarhlutfall xx

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Hlíðargerði 26 (01.815.407) 108015 Mál nr. BN049933

Svanur Baldursson, Hlíðargerði 26, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu með anddyri við aðalinngang á suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 26 við Hlíðargerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2015.

Erindi var grenndarkynnt frá 1. október til og með 29. október 2015. Engar athugasemdir bárust.

Stækkun: 6,8 ferm., 21,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Hverafold  1-3 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN050266

Tannlæknastofa Auðar Eyjólf ehf, Dalhúsum 78, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir tímabundna opnun á milli rýma 0305 og 0306 í tannlæknastofu í húsinu á lóð nr. 1-3 við Hverafold.

Tölvupóstur frá hönnuði þar sem farið er fram á tímabundna opnun fylgir erindi.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

17. Hverfisgata 102A (01.174.107) 101585 Mál nr. BN050157

Gunnfánar ehf., Ármúla 38, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttum kjallara og dýpkun á landi við útvegg fjölbýlishúss á lóð nr. 102a við Hverfisgötu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 20. október 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Hverfisgata 113-115 (01.222.001) 102836 Mál nr. BN050155

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta samþykktu erindi BN049661 dags. 28.7. 2015, í þá veru að lóðréttir fletir milli glugga eru pússaðir og málaðir í sama lit og veggir í stað málmklæðningar á húsi á lóð nr. 113-115 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Hverfisgata 123 (01.222.117) 102853 Mál nr. BN050269

Tómas & Dúna ehf, Bergholti 2, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta íbúð á 1. hæð í borðsal fyrir skyndibitastað og koma fyrir aukasalerni í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 123 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Í landi Fitjakots 125677 (00.026.002) 125677 Mál nr. BN045511

Jón Jóhann Jóhannsson, Búðavað 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta þegar samþykktu húsi á þann veg að kúluhluta úr timbri og gleri er sleppt og íbúð innréttuð í steyptum hluta hússins með steyptri þakplötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2013 fylgir erindinu.

Stærðir, frávik frá samþykktum áformum dags. 15.5. 2012.

Matshluti 01, íbúð, var 297,7 ferm., 780 rúmm., minnkun 194,3 ferm., 474,9 rúmm., verður 103,4 ferm. 305,1 rúmm.

Matshl. 02, bílskýli, óbreytt,  96,5 ferm., 376,3 rúmm.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

21. Klyfjasel 5 (04.997.303) 113386 Mál nr. BN050271

Sævar Óli Ólafsson, Klyfjasel 5, 109 Reykjavík

Elfar Úlfarsson, Kleifarsel 29, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli og garðhurð úr eldhúsi á 2. hæð, stækka milligólf á efstu hæð og koma fyrir nýjum þakglugga í einbýlishúsi á lóð nr. 5 við Klyfjasel.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Laugavegur 84 (01.174.302) 101638 Mál nr. BN049707

Arnar Moubarak, Kjartansgata 9, 105 Reykjavík

GEK ehf., Köldulind 4, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II fyrir 30 gesti á 1. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 84 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2015.

Einnig fylgir leigusamningur dags. 6. desember 2014, óundirritaður og  bréf hönnuðar með skýringum dags. 26. ágúst 2015..

Gjald kr. 9.823+9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

23. Lautarvegur 4 (01.794.304) 213569 Mál nr. BN050275

KH hús ehf., Drekavöllum 51, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 4 við Lautarveg.

Stærð A-rými:  573,8 ferm., 1.823,7 rúmm.

B-rými:  38,8 ferm.

C-rými:  xx ferm.

Gjald kr. 9.823 

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

24. Leifsgata 16 (01.195.207) 102599 Mál nr. BN050261

Kristján Ólafur Eðvarðsson, Leifsgata 16, 101 Reykjavík

Þorgerður Þorvaldsdóttir, Leifsgata 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043950 vegna lokaúttektar í húsinu á lóð nr. 16 við Leifsgötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Lindargata 46-46A (01.152.521) 200370 Mál nr. BN050274

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta tveim hjólageymslum í íbúðir, rýmisnúmer 0113 og 0114, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 46a við Lindargötu.

Rökstuðningur fyrir breytingunni er á teikningu 10-01, dags. 10.11. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Lyngháls 10 (04.327.001) 111051 Mál nr. BN050264

Leigumenn ehf., Hrísateigi 22, 105 Reykjavík

Gleraugnaverslunin Sjón ehf., Laugavegi 62, 101 Reykjavík

Lækjarstétt ehf., Bollagörðum 65, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að byggja 5 svalir á þakhæð, jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi í vinnustofum á 3. hæð, innréttaðar hafa verið 17 vinnustofur í rishæð og eignum er fjölgað í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 10 við Lyngháls.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Skoðist á staðnum.

Umsækjandi hafi samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

27. Lyngháls 12 (04.329.101) 180215 Mál nr. BN049454

Urð og grjót ehf, Vesturási 58, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttu fyrirkomulagi innanhúss í rýmum 0103 og 0203 fyrir starfsemi Lífdísels eins og samþykkt var í september 2011 sbr. erindi BN043550 í húsi á lóð nr. 12 við Lyngháls.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Miðtún 8 (01.223.004) 102879 Mál nr. BN050222

Máni Darvish Radmanesh, Miðtún 8, 105 Reykjavík

Dagur Kaveh Radmanesh, Danmörk, Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi  á 1. hæð og í risi á húsi nr. 8 á lóð nr. 6-8 við Miðtún.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Mýrargata 14-16 (01.116.305) 100068 Mál nr. BN050276

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttri brunamerkingu á hurð á 1. hæð við tengigang sem breytist úr E60CS í EI30CS í hóteli á lóð nr. 14-16 við Mýrargötu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30. Óðinsgata 8B (01.180.307) 101718 Mál nr. BN050167

Dagur B Eggertsson, Óðinsgata 8b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsnæði í smávöruverslun með matvæli, sbr. fyrirspurn BN049818 (jákv.) í kjallara húss á lóð nr. 8b við Óðinsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. nóvember 2015.

Meðfylgjandi er bréf væntanlegs rekstraraðila í kjallara dags. 27.10. 2015, einnig bréf arkitekts dags.  4.11. 2015 þar sem farið er fram á undanþágu á kröfum um aðgengi fyrir alla í kjallara.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Safamýri 89 (01.284.305) 103730 Mál nr. BN050154

Arngrímur Friðrik Pálmason, Safamýri 89, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum v/gerðar eignaskiptayfirlýsingar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 89 við Safamýri.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Sigtún 42 (01.367.001) 174753 Mál nr. BN050219

Öryrkjabandalag Íslands, Sigtúni 42, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja handlaug í skrifstofu 0107 í húsi á lóð nr. 42 við Sigtún.

Sjá erindi BN48707.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Skipholt 29 (01.250.112) 103430 Mál nr. BN050252

Skipholt 29b,húsfélag, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir opnanlegri svalalokun á svölum 0201, 0202, 0203, 0301, 0302, 0303, 0401, og 0402 í mhl. 02 í húsi á lóð nr. 29b við Skipholt.

Meðfylgjandi er fundargerð aðalfundar húsfélagsins dags 23.6. 2015.

Stærðir samtals: 96,8 ferm., 266,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

34. Skólavörðustígur 21A (01.182.245) 101897 Mál nr. BN049379

Thailenska eldhúsið ehf., Suðurhrauni 2, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að dýpka kjallara að hluta, innrétta veitingahús í flokki I fyrir 14 gesti og veitingastað í flokki II fyrir 42 gesti á 1. og 2. hæð og breyta skipulagi íbúða á 2. 3. og 4. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.

Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júní 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35. Skólavörðustígur 26 (01.181.208) 101762 Mál nr. BN050263

Sigurjónsson & Thor ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

 Sótt er um leyfi til að saga í burtu hluta af burðarvegg í íbúð 0201 í húsi á lóð nr. 26 við Skólavörðustíg. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 10. nóv. 2015  og samþykki meðeigenda á teikningu fylgir. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Stórhöfði 42 (04.077.301) 110683 Mál nr. BN050270

R.B. fjárfestingafélag ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049010 þannig að innra skipulagi er breytt ásamt brunamerkingum í húsinu á lóð nr. 42 við Stórhöfða.

Umsögn brunahönnuðar dags. 10. nóvember 2015 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

37. Stórhöfði 9 (04.036.501) 110545 Mál nr. BN050230

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja tvær færanlegar kennslustofur nr. K117F og K1187 niður á tilbúnar undirstöður á lóð borgarinnar nr. 9 við Stórhöfða.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Stöðuleyfi til eins árs.

38. Súðarvogur 2 (01.450.003) 105599 Mál nr. BN049918

Gámakó hf., Súðarvogi 2, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa húseign, sem hentar ekki lengur starfsemi fyrirtækisins á lóðinni nr. 2 við Súðavog.

Meðfylgjandi er bréf frá Gámakó dags. 10. nóvember 2015.

Stærðir niðurrif: 1.924,1 ferm., 7.064 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Gera betur grein fyrir erindinu.

39. Sæmundargata 15-19 (01.631.303) 220416 Mál nr. BN050169

Fasteignafélagið Sæmundur hf., Smáratorgi 3, 200 Kópavogur

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum, sjá erindi BN046396, aðallega er um að ræða minni háttar breytingar á innra skipulagi í líftæknihúsi Alvogen á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu.

Erindi fylgir uppfærð brunahönnun dags. 27. október 2015 og bréf arkitekts dags. í október 2015.

Leiðréttar stærðir:  

Voru A- og B-rými:  12.983,8 ferm., 62.953 rúmm.

Verða A-rými:13.278,6 ferm., 63.250,3  rúmm.

B-rými:  31,4 ferm., 125,4 rúmm.

Stækkun:  326,2 ferm.,  422,7 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

40. Tryggvagata 15 (01.117.406) 100090 Mál nr. BN050164

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja til vesturs við núverandi safnahús á lóð nr. 15 við Tryggvagötu.

Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla dags. 5.11. 2015.

Stækkun: 1.202,4 ferm., 4.387,1 rúmm.

Heild eftir stækkun: 6.833,3 ferm., 23.244,6 rúmm.

Fjölgun bílastæða utan lóðar 12.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Úlfarsbraut 50-56 (02.698.702) 205721 Mál nr. BN050212

Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík

Kristján Smári Smárason, Krossalind 12, 201 Kópavogur

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir hús nr. 54, sjá erindi BN047094 dags. 11. febrúar 2015 á lóð nr. 50-56 við Úlfarsbraut.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Þórsgata 20B (01.186.305) 102261 Mál nr. BN049999

Ingvar Gunnarsson, Þórsgata 20b, 101 Reykjavík

Guðrún Soffía Guðnadóttir, Þórsgata 20b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa núverandi skúr við norðurgafl og byggja nýja byggingu í sömu mynd í staðinn í sam astíl og húsið á lóð nr. 20b við Þórsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. nóvember 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. nóvember 2015.

Stækkun 3,36 ferm og 9,53 rúmm.

Meðfylgjandi er bréf Minjastofnunar Íslands dags. 5. ágúst 2015.

Gjald kr. 9.823

Synjað.

Samræmist ekki deiliskipulagi.

43. Öldugata 2 (01.136.311) 100569 Mál nr. BN050273

Nordic Investment Services ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, innrétta fjórar íbúðir, eina á hverri hæð, og til að bæta við þrennum svölum og breyta bílgeymslu í geymslur fyrir íbúðir í húsi á lóð nr. 2 við Öldugötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fyrirspurnir

44. Búðagerði 10-12 (01.814.007) 107919 Mál nr. BN050251

Hallfríður Snjáka Einarsdóttir, Álakvísl 53, 110 Reykjavík

Spurt er hvort leyft sé að breyta atvinnuhúsnæði 01-0103 í íbúðarhúsnæði á lóðinni nr. 10 við Búðagerði.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

45. Grettisgata 83 (01.174.315) 101650 Mál nr. BN050259

Hjördís Jóhannsdóttir, Grettisgata 83, 101 Reykjavík

Brynja Jóhannsdóttir, Áskinn 5, 340 Stykkishólmi

Rúnar Gíslason, Áskinn 5, 340 Stykkishólmi

Spurt er hvort leyft yrði að skipta íbúð 0101 í tvær íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 83 við Grettisgötu.

Nei.

Uppfyllir ekki skilyrði byggingarreglugerðar.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:01

Nikulás Úlfar Másson

Erna Hrönn Geirsdóttir Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir