Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2015, miðvikudaginn 21. október kl. 09:06, var haldinn 123. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, S. Björn Blöndal, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Sigurður Ingi Jónsson, og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Oddrún Helga Oddsdóttir og Marta Grettisdóttir
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 16. október 2015.
2. Gylfaflöt 2-4, 6-8, 10-12 og 14, breyting á deiliskipulagi (02.578.3) Mál nr. SN140686
Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Orkuveitu Reykjavíkur - Veitur ohf., dags. 17. desember 2014, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 2-4, 6-8, 10-12 og 14 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst að mörkum lóðanna nr. 2-4, 6-8, 10-12 og 14 við Gylfaflöt er breytt og heimildir til uppbyggingar eru skilgreindar. Ný innkeyrsla er áformuð um hringtorg frá Hallsvegi. Einnig er skilgreind lóð fyrir dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 20. maí 2015, breytt eftir auglýsingu 23. september 2015. Tillaga var auglýst frá 5 júní 2015 til og með 17. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Vignir Bjarnason dags. 3. júlí 2015 þar sem meðal annars er óskað eftir framlengingu á athugasemdafresti, Landsnet, dags. 11. júlí 2015, íbúasamtök Grafarvogs, dags. 16. júlí 2015, og Árni Guðmundsson, dags. 19. júlí 2015. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Grafarvogs frá 10. júlí 2015 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Vegagerðarinnar dags. 27. ágúst 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. október 2015.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2015.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttirverkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Háteigsvegur 1 og 3, breyting á deiliskipulagi (01.244.2) Mál nr. SN140621
Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík
Bakkastaðir eignarhaldsfél ehf., Pósthólf 17, 121 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Bakkastaða eignarhaldsfélags ehf. dags. 21. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.244.2, Egilsborgarreits, vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Háteigsveg. Í breytingunni felst að heimilt er að hækka núverandi byggingu um eina hæð, byggja eina hæð og kjallara að lóðarmörkum norðan við húsið fyrir verslun og þjónustu, tilfærsla á byggingarlínum, aukning á byggingarmagni o.fl. Kvöð um holræsi og graftrarrétt á norðurmörkum lóðanna nr. 1 og 3 fellur út, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 1. júní 2015. Einnig er lagt fram bréf skipulagsfulltrúa til umsækjanda dags. 3. mars 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. apríl 2015. Tillagan var auglýst frá 27. júlí 2015 til og með 16. september 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún B. Birgisdóttir ásamt beiðni um framlengingu á fresti, dags. 7. september 2015,
Kristján Andrésson og Hrafnhildur Einarsdóttir, dags. 7. september 2015, Þorkell Pétursson dags. 7. september 2015, stjórn húsf. Rauðarárstíg 41, dags. 7. september 2015, Elfa Sif Logadóttir og Marinó A. Jónsson, dags. 7. september 2015, Guðrún Helga Magnúsdóttir, dags. 7. september 2015, Þrúður Helgadóttir, dags. 9. september 2015 og Svava María Atladóttir dags. 9. og 10. september 2015, húsfélag Rauðarárstíg 41 dags. 14. september 2015 og eigendur Háteigsvegi 2 og 4 ásamt Rauðarárstíg 41, dags. 16. september 2015.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.
Hildur Gunnarsdóttirverkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Laufásvegur 65, Bílskúr o.fl. (01.197.010) Mál nr. BN049673
Ásdís Halla Bragadóttir, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík
Aðalsteinn Egill Jónasson, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2015. Sótt er um leyfi til að gera nýja innkeyrslu við eystri lóðarmörk, byggja tvöfaldan bílskúr með tröppum í bakgarð, gera þaksvalir á bílskúr og koma þar fyrir setlaug við tvíbýlishús á lóð nr. 65 við Laufásveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2015. Erindi var grenndarkynnt frá 20. ágúst til og með 24. september 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhanna Helga Halldórsdóttir, dags. 17. september 2015, Hermann Kristjánsson og Guðborg Auður Guðjónsdóttir, dags. 18. september 2015, Skúli Gunnarsson og Dagný Björnsdóttir dags. 23. september 2015, Ástráður Eysteinsson og Anna Jóhannsdóttir dags. 23. september 2015, Hanna Gunnarsdóttir og Sigurður Steinþórsson, dags. 23. september 2015 og Dagný Hermannsdóttir og Ólafur Loftsson dags. 24. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags.20. október 2015.
Stærð: 58 ferm., 203 rúmm. Gjald kr. 9.823
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2015.
Vísað til borgarráðs.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi (01.751) Mál nr. SN150214
Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kanon arkitekta ehf. dags. 16. apríl 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík í samræmi við niðurstöðu hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Háskólans í Reykjavík, Háskólagarða. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 16. apríl 2015 og uppdrættir dags. 16. apríl 2015, uppfærðir 14. maí 2015. tillagan var auglýst frá 5. júní 2015 til og með 17. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Birkir Ingibjartsson dags. 17. júlí 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015. Jafnframt er lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 14. september 2015 og uppf. greinargerð og skilmálar dags. 16. apríl 2015, síðast uppf. 14. október 2015.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
6. Vegamótastígur 7 og 9, breyting á deiliskipulagi (01.171.5) Mál nr. SN150286
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Reir ehf. dags. 15. maí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg. Í breytingunni felst m.a. í að hætt er við að endurreisa gamla steinbæinn á þaki nýbyggingar og hætt er við að færa gamla húsið á Vegamótastíg 9 upp á þak o.fl., samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. 29. júní 2015. Tillagan var auglýst frá 20. júlí til og með 24. september 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Rut Agnarsdóttir f.h. eigenda að Grettisgötu 3, 3a og 5, Arna Kristín Gísladóttir, dags. 31. ágúst 2015 og Gísli Petersen, dags. 16. september 2015. Einnig er lagt fram bréf Gísla Petersen, Helgu Björnssonar og Rutar Agnarsdóttur dags. 15. september 2015 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti, athugasemd íbúa að Grettisgötu 3, 3a og 5, dags. 21. september 2015, tölvupóstur Landslaga f.h. eigenda fasteigna að Grettisgötu 3, 3A og 5 þar sem farið er fram á lengri athugasemdarfrest og svar/tölvupóstur umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. september 2015. Jafnframt er lögð fram athugasemd Landslaga f.h. Helgu Björnssonar, Rutar Agnarsdóttur og Önna Kristínar Gísladóttur, dags. 24. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2015.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2015.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka:
Á horni Vegamótastígs og Grettisgötu stendur reisulegt timburhús sem er prýðilegur fulltrúi timburhúsa á svæðinu. Húsið setur mikinn svip á umhverfi sitt enda staðsetningin áberandi og iðulega sjást ferðamenn munda myndavélar sínar í nágrenni þess. Það kallast á við sambærileg hús frá svipuðu byggingarskeiði á mótum Klapparstígs og Grettisgötu. Ekki er fallist á deiliskipulag sem gerir ráð fyrir að umrætt hús víki. Miklu frekar ætti það að vera útgangspunkturinn í frekari þróun þeirra opnu svæða sem standa sitt hvoru megin við það og styrkja með þeim hætti tengingu við sögulega timburhúsabyggð hverfisins.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar S. Björn Blöndal, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka:
Í núgildandi deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir að umrætt bárujárnshús standi áfram á þeim stað sem það er nú heldur sé það fært ofan á þak nýbyggingar. Deiliskipulagið sem nú er verið að samþykkja er í samræmi við sitt nánasta umhverfi og er heldur til bóta frá núverandi skipulagi að mati meirihluta ráðsins. Búið er að finna umræddu bárujárnshúsi stað í nágrenninu komi til uppbyggingar samkvæmt skipulagstillögunni.
Vísað til borgarráðs.
7. Örfirisey, deiliskipulag (01.1) Mál nr. SN140611
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var tillögunni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Faxaflóahafna dags. 29. júní 2015 og breyttum deiliskipulagsuppdráttum dags. 29 júní 2015. Tillagan var auglýst frá 20. júlí til og með 31. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 31. ágúst 2015, GP arkitektar f.h. eigenda Fiskislóðar 31, dags. 26. ágúst 2015, Berglind Svavarsdóttir og Jón Ármann Guðjónsson f.h. Lindbergs ehf., dags. 25. ágúst 2015, Kjartan Rafnsson f.h. S.K.Ó., dags. 31. ágúst 2015 og Guðjón Sverrir Rafnsson f.h. Miðfells ehf., dags. 31. ágúst 2015. Einnig er lögð fram lagfærð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2015.
Leiðrétt er bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015 svohljóðandi: „samþykkja framlagða tillögu með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2015“.
Rétt bókun er:
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2015
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar S. Björn Blöndal og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Gísli Garðarsson samþykkja afgreiðslu erindisins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu erindisins og bóka:
Ekki er lagst gegn lagfræringu á bókun fulltrúa meirihlutaflokkanna í umhverfis og skipulagsráði frá síðustu viku. Minniháttar breyting á orðalagi bókunarinnar er fyrst og fremst formlegs eðlis og skýrir nánar afstöðu fulltrúanna til deiliskipulags Örfiriseyjar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu. Sú afstaða er óbreytt.
Vísað til borgarráðs.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Kirkjusandur, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN150548
Lögð fram tillaga umhverfis og skipulagssviðs dags. í október 2015 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi Kirkjusand miðsvæði M6b vegna fjölda íbúða og magn atvinnuhúsnæðis.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
9. Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, breyting á deiliskipulagi (01.345.1) Mál nr. SN150109
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Ask arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa dags. 20. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand. Í breytingunni felst uppbygging á reitnum þar sem áhersla er lögð á blandaða byggð atvinnu- og íbúðahúsnæðis í samræmi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur, skv. uppdr. Ask arkitekta ehf., dags. 19. október 2015. Einnig er lögð fram greinargerð Ask arkitekta ehf., dags. október 2015.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Páll Gunnlaugsson arkitekt og Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
10. Sigtún 38 og 40, Sigtúnsreitur, breyting á deiliskipulagi (01.366.0) Mál nr. SN150236
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Atelier Arkitektar slf., Skaftahlíð 16, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Íslandshótels hf., dags. 28. apríl 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 38 og 40 við Sigtún. Í breytingunni felst að lóð nr. 38 er stækkuð og heimiluð er aukin uppbygging hótels á henni og lóð nr. 40 er minnkuð og heimiluð er uppbygging íbúðarhúsa í sex byggingum á henni í stað gróðurskála. Skrifaðir eru nýir sérskilmálar fyrir báðar lóðirnar miðað við breytta uppbyggingu. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Atelier Arkitekta slf., dags. apríl 2015. Tillagan var auglýst frá 29. maí 2015 til og með 10. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Helga Ágústsdóttir, dags. 3. júní 2015, Jón Viðar Gunnarsson, dags. 4. júní 2015 og Salvör Gissurardóttir, dags. 11. júní 2015, Halla Sif Guðlaugsdóttir, dags. 7. júlí 2015, Hildur Bjarnadóttir, dags. 7. júlí 2015, Hjörtur Þór Hauksson, dags. 7. júlí 2015, Anna Halldóra Þórðardóttir, dags. 7. júlí 2015, Þórhallur Jóhannesson, dags. 7. júlí 2015, Axel Eiríksson og Stefanía Sigurjónsdóttir, dags. 8. júlí 2015, Verkfræðingafélag Íslands Árni B. Björnsson, dags. 9. júlí 2015, Kristbjörn Helgason, dags. 9. júlí 2015, Málfríður Kristjánsdóttir, dags. 9. júlí 2015, Elísabet Magnúsdóttir, dags. 9. júlí 2015, Jesús Rodríguez, dags. 9. júlí 2015, Inga María Leifsdóttir, dags. 9. júlí 2015, Jón Ágúst Eiríksson, dags. 9. júlí 2015, Sigrún Drífa Jónsdóttir og Árni Sören Ægisson, dags. 9. júlí 2015, Karl Frank Sigurðsson, dags. 9. júlí 2015, Svala Bryndís Jónsdóttir, dags. 9. júlí 2015, Hjalti Þórisson og Guðrún Björk Tómsdóttir, dags. 9. júlí 2015, Jón V. Gunnarsson, dags. 10. júlí 2015, undirskriftalisti 336 íbúa, dags. 9. júlí 2015, Bjarney Jónsdóttir og Guðrún Einarsdóttir, dags. 9. júlí 2015, íbúasamtök Laugardals dags. 10. júlí 2015, Haukur Karlsson og Áslaug Karlsdóttir, dags. 10. júlí 2015,
Ásgeir Björgvinsson og Þórhildur Þórhallsdóttir, dags. 13. júlí 2015, Ásgeir Jónsson og Gerður Bolladóttir, dags. 13. júlí 2015, Birkir Fjalar Viðarsson, dags. 13. júlí 2015, Heiðlóa Ásvaldsdóttir, dags. 13. júlí 2015 og Landssamtök hjólreiðarmanna, dags. 13. júlí 2015. Einnig er lögð fram umsögn hverfisráðs Laugardals, dags. 23. júní 2015, umsögn/svar skóla og frístundasviðs, ódags Jafnframt eru lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagssviðs frá íbúafundi 13. október 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2015.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2015.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson bóka:
Uppbyggingar á opnu svæðum við Sigtún 38-40 (Blómavalsreit) og Kirkjusandi 2 (Kirkjusandsreit) munu hafa veruleg áhrif á gamalgróið skólahverfi. Enn liggur ekki fyrir hvernig byggt verður á stórum þróunarreit við Köllunarklettsveg. Þétting í hverfi Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla er veruleg fram til 2020 eða 789 íbúðir á tímabilinu. Laugarnesskóli er þegar yfirfullur svo að viðbót á allra næstu árum mun valda erfiðleikum, ekki bara í kennslurými heldur einnig í mötuneyti skólans og í frístundaheimili. Leikskólarnir Hof og Laugasól eru báðir fullnýttir miðað við rekstrarleyfi. Það er því ljóst að fyrirhugaðar uppbyggingar á þróunarsvæðum kalla á fjárfestingar af hálfu borgarinnar. Mikilvægt er að þær fjölskyldur sem flytja munu í hverfið hafi fullvissu um að borgin muni standa við sínar skuldbindingar við börnin bæði á leik- og grunnskólaaldri. Fjárhagsáætlanir til fimm ára eiga að endurspegla það og best fyrir alla sem hlut eiga að máli að borgin lýsi því yfir strax á þessu stigi.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar S. Björn Blöndal og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka:
Lóðir þeirra skóla sem þjóna svæðinu (Laugalækja- og Laugarnesskóla) bjóða upp á möguleika á stækkun. Sýni nákvæm rýni á þróun nemendafjölda að auka þurfi við húsnæði skólanna verður sett af stað áætlun um það og þær framkvæmdir rúmaðar innan fjárfestingaramma borgarinnar.
Vísað til borgarráðs.
11. Kennaraháskóli, reitur 1.254, lýsing, deiliskipulag (01.27) Mál nr. SN150130
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. mars 2015 samkv. 1. mgr. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 varðandi uppbyggingu á hluta af þróunarsvæði 33 í Aðalskipulagi Reykjavíkur, deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskóli, Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 15.apríl 2015. Lögð fram umsögn hverfisráðs Hlíða, dags. 26. maí 2015. Lagðar fram athugasemdir sem bárust: Magnús V. Guðlaugsson, dags. 8. maí, Björn J. Björnsson, dags. 20. maí, Tryggvi Thorsteinsson, dags. 24. maí, Marín Hrafnsdóttir, dags. 25. maí og Ásgeir Beinteinsson, dags. 28. maí 2015.
Einnig er lögð drög að tillögu A2f arkitekta að deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn. Í tillögunni felst uppbygging á hluta núv. lóðar Kennaraháskóla Íslands fyrir byggingu 50 íbúða fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúða fyrir námsmenn. Auk þess sem skilgreindar verða upp á nýtt byggingarheimildir fyrir lóð Kennaraháskóla Íslands.
Kynnt.
Fulltrúar A2f Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.1 Háteigshverfi, skipulags- og matslýsing (03.1) Mál nr. SN150530
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar hverfi 3.1 Háteigshverfi dags. 15. september 2015.
Frestað.
Sverrir Bollason víkur af fundi undir þessum lið.
Fulltrúar ráðgjafateymis Helga Bragadóttir og Sigríður Magnúsdóttir, Ævar Harðarson og Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjórar, og formaður hverfisráðs Hlíða Margrét Norðdahl sitja fundinn undir þessum lið.
13. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.2 Hlíðarhverfi, skipulags- og matslýsing (03.2) Mál nr. SN150531
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar hverfi 3.2 Hlíðarhverfi dags. 15. september 2015.
Frestað.
Sverrir Bollason víkur af fundi undir þessum lið.
Fulltrúar ráðgjafateymis Helga Bragadóttir og Sigríður Magnúsdóttir, Ævar Harðarson og Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjórar, og formaður hverfisráðs Hlíða Margrét Norðdahl sitja fundinn undir þessum lið.
14. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.3 Öskjuhlíðarhverfi, skipulags- og matslýsing (03.3) Mál nr. SN150532
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar hverfi 3.3 Öskjuhlíðarhverfi dags. 15. september 2015.
Frestað.
Sverrir Bollason víkur af fundi undir þessum lið.
Fulltrúar ráðgjafateymis Helga Bragadóttir og Sigríður Magnúsdóttir, Ævar Harðarson og Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjórar, og formaður hverfisráðs Hlíða Margrét Norðdahl sitja fundinn undir þessum lið.
Herdís Anna Þorvaldsdóttir víkur af fundi kl:12:11 Ólafur Kr. Guðmundsson tekur sæti á fundinum. á sama tíma.
15. Korngarðar 1, breyting á deiliskipulagi (01.332) Mál nr. SN150411
Guðmundur Oddur Víðisson, Litla-Tunga, 276 Mosfellsbær
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðmundar Odds Víðissonar, dags. 20. júlí 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka Klettasvæði vegna lóðar nr. 1 við Korngarða. Í breytingunni felst að bæta við byggingarreit sunnan megin á lóð nr. 1 við Korngarða að lóðarmörkum Klettagarða 4, samkvæmt uppdrætti Dap ehf., dags. 3. september 2015. Erindi var grenndarkynnt frá 10. september til og með 8. október 2015. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
16. Vesturgata 24, breyting á deiliskipulagi (01.132.0) Mál nr. SN150413
Þorgeir Jónsson, Laugarnesvegur 96, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Þorgeirs Jónssonar, dags. 20. júlí 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 24 við Vesturgötu. Í breytingunni felst uppbygging á lóð, samkvæmt uppdrætti Þorgeirs Jónssonar arkitekts, dags. 12. október 2015. Einnig er lagt fram umboð Þórðar Magnússonar f.h. Eignarhaldsfélagsins Norma ehf., mótt. 23. júlí 2015.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 847 frá 20. október 2015.
18. Brekkugerði 4, bílageymsla, stoðveggur, kjallararými (01.804.404) Mál nr. BN049668
Hjalti Gylfason, Brekkugerði 4, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. ágúst 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýjan steinsteyptan bílskúr að vestanverðu, koma fyrir geymslukjallara undir verönd 0102 og steypa lágan stoðvegg á lóðarmörkum nr. 6 og 8 við Brekkugerði á lóð nr. 4 við Brekkugerði. Erindi var grenndarkynnt frá 10. september til og með 8. október 2015. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram samþykki hluta hagsmunaaðila mótt. 14. september 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. ágúst 2015. Bílskúr stærð: 33,4 ferm., 84,9 rúmm. Geymslukjallari: 36,3 ferm., 98,0 rúmm. Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
19. Langagerði 20, Viðbygging/sólskáli (01.832.010) Mál nr. BN049811
Þorgeir Adamsson, Langagerði 20, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 18. ágúst 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólskála með steyptum sökkli við húsið á lóð nr. 20 við Langagerði. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. ágúst 2015. Erindi var grenndarkynnt frá 3. september til og með 1. október 2015. Engar athugasemdir bárust.
Erindi BN048250 er dregið til baka með þessu erindi.
Óundirskrifuð umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 20. nóvember 2014 fylgja erindi. Stækkun: 5,18 ferm., 13,6 rúmm. Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
20. Ránargata 29A, Breytingar utanhúss, kvistur og fl. (01.135.207) Mál nr. BN049696
Black Sheep ehf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja kvist sem fyrir er, byggja nýjan stærri og svalir á vesturhlið og nýjar tröppur og pall við aðalinngang einbýlishúss á lóð nr. 29A við Ránargötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2015. Erindi var grenndarkynnt frá 3. september til og með 1. október 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húseigendur að Ránargötu 29 og 31, Stýrimannastíg 4, 6 og 8 og Bárugötu 30, dags. 24. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2015.
,Stækkun: 6,27 rúmm. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. júlí 2015 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2015 einnig fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands. Gjald kr. 9.823
Samþykkt með þeim ábendingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2015.
Vísað til borgarráðs.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
21. Fossagata 6, Endurnýja þak - portbyggja efri hæð (01.636.709) Mál nr. BN049336
Hrefna Rósa Jóhannsd. Sætran, Fossagata 6, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja og portbyggja þak og byggja nýtt bíslag við einbýlishús á lóð nr. 6 við Fossagötu. Erindi var grenndarkynnt frá 24. júlí til og með 22. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Atle Vivås, dags. 2. ágúst 2015 og 20. ágúst 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015. Einnig umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 26. júní 2015. Stækkun: 29,7 ferm., 178,8 rúmm. Gjald kr. 9.823
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2015.
Vísað til borgarráðs.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(C) Fyrirspurnir
22. Skúlagata 4, (fsp) hækkun húss (01.150.3) Mál nr. SN130498
Sjávarútvegshúsið (Skúlagata 4), Skúlagötu 4, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2014 var lögð fram fyrirspurn Sjávarútvegshússins dags. 17. október 2013 varðandi hækkun skrifstofuálmu til suðurs um tvær hæðir á lóð nr. 4 við Skúlagötu.
Frestað.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
23. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002
Lagðar fram fundargerðir Sorpu bs. nr. 354 frá 24. september 2015 og 355 frá 16. október 2015.
24. Reykjanesfólkvangur, fundargerðir og ársreikningur Mál nr. US130107
Lagðar fram fundargerðir Reykjanesfólkvangs frá 25. júní og 23. september 2015.
25. Náttúruverndarnefndir sveitarfélaga og Umhverfisstofnun, ársfundur 2015 Mál nr. US150218
Lagt fram bréf umhverfisstofnunar, dags. 14. október 2015, varðandi ársfund náttúruverndanefndar sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 2015 sem haldinn verður þann 12. nóvember 2015.
26. Göngugötur, tímabundin lokun vegna hátíðarinnar Icelandic Airwaves Mál nr. US150226
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, verkefnisstjóra borgarhönnunar, dags. 15. október 2015 um að að Laugavegur, frá Vatnsstíg að mótum Bankastrætis og Þingholtstrætis, og Skólavörðustígur, frá gatnamótum Bergstaðastrætis að Bankastræti, verði tímabundið gerð að göngugötusvæði dagana 4-8. nóvember 2015 vegna hátíðarinnar Icelandic Airwaves.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar S. Björn Blöndal og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Gísli Garðarsson samþykkja framlagða tillögu
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Ólafur Kr. Guðmundsson og fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu erindisins. .
Vísað til borgarráðs
27. Kirkjustræti, Dómkirkjan, bílastæði Mál nr. US150230
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 14. október 2015, þar sem lagt er til að heimilt verði að merkja tvö bílastæði innan lóðar Dómkirkjunnar að Kirkjustræti.
Samþykkt.
28. Laufásvegur 53-55, Laufásborg, bílastæði fyrir hreyfihamlaða Mál nr. US150228
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 15. október 2015, um að merkt verði bílastæði fyrir hreyfihamlaða við leikskólann Laufásborg að Laufásvegu 53-55.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.
(D) Ýmis mál
29. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í ágúst 2015.
30. Umhverfis- og skipulagssvið, mánaðaruppgjör janúar til ágúst 2015 Mál nr. US130185
Kynnt uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs ES og RK fyrir janúar til ágúst 2015.
31. Umhverfis- og skipulagssvið, Gjaldskrá fyrir handsömun hesta sem ganga lausir í borgarlandinu
Mál nr. US150225
Lögð fram gjaldskrá dags. í október 2015 fyrir handsömun hesta sem ganga lausir í borgarlandinu.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Ólafur Kr. Guðmundsson og fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu erindisins.
32. Rauðagerði 40, málskot (01.823) Mál nr. SN150511
Sigurjón Guðmundsson, Rauðagerði 40, 108 Reykjavík
Lagt fram málskot Sigurjóns Guðmundssonar, dags. 1. september 2015, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 7. ágúst 2015 varðandi viðbyggingu fyrir stigahús á lóð nr. 40 við Rauðagerði, samkvæmt tillögu Arkís arkitekta ehf. dags. 19. júní 2015.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
Hildur Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
33. Kjalarnes, erindisbréf, Starfshópur um mótun landbúnaðarstefnu Mál nr. US150231
Kynnt drög að erindisbréfi starfshóps um mótun landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes.
34. Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga varðandi handbók, tillaga varðandi handbók fyrir framkvæmdaaðila Mál nr. US150227
Fulltrúi Samfylkingarinnar Sverrir Bollason lagði fram eftirfarandi tillögu:
Umhverfis- og skipulagsráð felur sviðsstjóra að útbúa handbók fyrir framkvæmdaraðila sem eru að byggja í grónum hverfum. Bæklingurinn geri grein fyrir þeim reglum sem gildi um umgengni á byggingarstöðum og kynni þær með skýrum og aðgengilegum hætti. Þar verði teknar saman og samræmdar kröfur í lögum, reglugerðum sem og þeim samþykktum sem Reykjavíkurborg hefur sett fram. Leitað skal samstarfs við Vinnueftirlit Ríkisins, Mannvirkjastofnun og Umhverfisstofnun um fjármögnun og útgáfu bæklingsins.
Samþykkt.
35. Betri Reykjavík, að setja upp ljós við göngu/hjólagötu meðfram Strandveg (USK2015090064) Mál nr. US150208
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „að setja upp ljós við göngu/hjólagötu meðfram Strandveg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var þriðja efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Frestað.
36. Betri Reykjavík, fleiri bekki í hverfi borgarinnar (USK2015060083) Mál nr. US150161
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „bekkir" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. júní 2015. Erindið var efsta hugmynd júnímánaðar í málaflokknum framkvæmdir. Frestað.
37. Betri Reykjavík, upphitað strætóskýli til prófunar (USK2015090062) Mál nr. US150206
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „upphitað strætóskýli til prófunar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Frestað.
38. Betri Reykjavík, halda göngustígum (ekki bara gangstéttum) opnum að vetri (USK2015090065) Mál nr. US150209
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „halda göngustígum (ekki bara gangstéttum) opnum að vetri" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var fjórða efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Frestað.
39. Betri Reykjavík, grænar götur í Smáíbúðahverfinu (USK2015090063) Mál nr. US150207
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „grænar götur í Smáíbúðahverfinu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var önnur efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Frestað.
40. Betri Reykjavík, skrá alla ketti hjá borginni (USK2015040063) Mál nr. US150125
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fimmta efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum umhverfismál "skrá alla ketti hjá borginni" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
41. Betri Reykjavík, gæludýrageldingar á vegum borgarinnar (USK2015040064) Mál nr. US150124
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum ýmislegt "gæludýrageldingar á vegum borgarinnar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
42. Betri Reykjavík, meiri gróður í bert og opið land Úlfarsárdals (USK2015060008) Mál nr. US150142
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum umhverfismál "meiri gróður í bert og opið land Úlfarsárdals" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
43. Flókagata 67, kæra 72/2015, umsögn (01.270.0) Mál nr. SN150528
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. september 2015 ásamt kæru, þar sem kærð er synjun á byggingarleyfi vegna lóðar nr. 67 við Flókagötu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðstjóra, dags. 11. október 2015.
44. Laufásvegur 59, kæra 53/2015, umsögn (01.196.0) Mál nr. SN150619
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. júlí 2015 ásamt kæru dags. 9. júlí 2015, þar sem kært er leyfi til framkvæmda við hús á lóð nr. 59 við Laufásveg. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 17. ágúst 2015.
45. Brautarholt 7, kæra 31/2014, umsögn, úrskurður (01.242.0) Mál nr. SN140206
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. apríl 2014 ásamt kæru dags. 15. apríl 2014 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 20. febrúar 2014 á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 7 við Brautarholt. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2014. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. október 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildin gu á ákvörðun borgarráðs frá 20. febrúar 2014 um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir reitinn Brautarholt 7.
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 28. júlí 2015 um að veita leyfi til að byggja stúdentagarða, tvær steinsteyptar þriggja hæða byggingar með 102 íbúðareiningum, sem umlykja innigarð, og bílakjallara fyrir 19 bíla á lóð nr. 7 við Brautarholt.
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. ágúst 2015 um að veita takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu á lóð nr. 7 við Brautarholt.
Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015.
Rétt bókun er:
Lagt fram
Jafnframt er afturkölluð vísun til borgarráðs af fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015.
46. Túngötureitur, kæra 98/2011, umsögn, úrskurður (01.137.4) Mál nr. SN110520
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 8. desember 2011 ásamt kæru dags. 30. nóvember 2011 þar sem kært er deiliskipulag Túngötureits. Einnig lögð fram umsögn lögfræðings umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. janúar 2014. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. október 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 3. nóvember 2011 um að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi fyrir Túngötureit.
Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015.
Rétt bókun er:
Lagt fram
Jafnframt er afturkölluð vísun til borgarráðs af fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015.
47. Stóragerði 40-46, kæra 21/2008, umsögn, úrskurður (01.803.1) Mál nr. SN080395
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf frá úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 19. mars 2008 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagsáætlun Stóragerðis 40-46 sem var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 16. janúar 2008. Breytingin var auglýst þann 26. febrúar 2008. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 22. september 2008. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfios- og auðlindamála frá 8. október 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 7. febrúar 2008 er lítur að breyttum mörkum deiliskipulags Espigerðis frá árinu 1971.
Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015.
Rétt bókun er:
Lagt fram
Jafnframt er afturkölluð vísun til borgarráðs af fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015.
48. Njarðargata 25, kæra 73/2013, umsögn, úrskurður (01.186.5) Mál nr. SN130367
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 19. júlí 2013 vegna samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. maí 2013 á breyttu deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðar nr. 25 við Njarðargötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 29. október 2013. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 29. september 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 30. maí 2013 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.185.6, Nönnugötureits.
Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015.
Rétt bókun er:
Lagt fram
Jafnframt er afturkölluð vísun til borgarráðs af fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015.
49. Grundarstígsreitur, kæra 100/2011, umsögn, úrskurður (01.18) Mál nr. SN120012
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 12. desember 2011 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun fyrir Grundarstígsreit. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 2. apríl 2012. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 1. október 2015. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 22. september 2011 um að samþykkja deiliskipulag fyrir Grundarstígsreit.
Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015.
Rétt bókun er:
Lagt fram
Jafnframt er afturkölluð vísun til borgarráðs af fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015.
50. Austurbakki 2, breyting á deiliskipulagi (01.1) Mál nr. SN150513
Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfjörður
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. október 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 1. október 2015 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðar nr. 2 við Austurbakka.
51. Hraunbær 103-105, deiliskipulag (04.331.1) Mál nr. SN150168
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. október 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 1. október 2015 varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 103 og 105 við Hraunbæ.
52. Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN150181
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Matfugl ehf., Völuteigi 2, 270 Mosfellsbær
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. október 2015 um samþykkt borgarráðs 8. október 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi.
53. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN150499
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. október 2015 um samþykkt borgarráðs 8. október 2015 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar.
54. Akurholt í Úlfarsfellslandi, deiliskipulag (02.6) Mál nr. SN150565
Hanna Björk Kristinsdóttir, Úlffv. 33 Akurholt, 113 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. október 2015 um samþykkt borgarráðs 8. október 2015 varðandi auglýsingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Akurholt í Úlfarsfellslandi.
55. Baldursgata 32 og 34, breyting á deiliskipulagi (01.186.3) Mál nr. SN130462
Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. október 2015 um samþykkt borgarráðs 8. október 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.186.3 vegna lóðanna nr. 32 og 34 við Baldursgötu.
56. Kjalarvogur 12, breyting á deiliskipulagi (01.42) Mál nr. SN150209
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. október 2015 um samþykkt borgarráðs 8. október 2015 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Kjalarvogi 12.
57. Vistvæn vottun bygginga Reykjavíkurborgar, (USK2014120009) Mál nr. US150198
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. október 2015, vegna samþykktar borgarráðs frá 8. október 2015 á skýrslu starfshóps um vistvæna vottun þar sem lagt er til að umhverfisvottunarkerfið BREEAM verði notað til að votta byggingar Reykjavíkurborgar.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:40
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
S. Björn Blöndal Sverrir Bollason
Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Ólafur Kr. Guðmundsson Sigurður Ingi Jónsson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2015, þriðjudaginn 20. október kl. 10:30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 847. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Eva Geirsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Bjarni Þór Jónsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Jón Hafberg Björnsson
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Álfaland 6 (01.847.107) 108725 Mál nr. BN050107
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til suðvesturs, stækka með því stofu og innrétta skrifstofu og til að rífa mhl. 02 á lóð nr. 6 við Álfaland.
Viðbygging: 24,3 ferm., 79,6 rúmm.
Niðurrif mhl. 02: 14,6 ferm., 25,0 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
2. Baldursgata 16 (01.186.202) 102231 Mál nr. BN049354
Bú ehf., Baldursgötu 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar 0301 og byggja svalir á suðurhlið (bakhlið) þakhæðar,einnig er sótt um leyfi til að byggja svalir og stiga ofan í garð frá íbúð á 1. hæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 16 við Baldursgötu.
Jafnframt er erindi BN047413 dregið til baka.
Erindi var grenndarkynnt frá 25. júní til 23. júlí 2015. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júlí 2015.
Meðfylgjandi er yfirlýsing hönnunarstjóra dags. 15.4. 2015, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8.6. 2015 og útskýring á eignarhaldi dags. 8.6. 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Bergstaðastræti 44 (01.185.204) 102158 Mál nr. BN050110
BLUE Car Rental ehf., Blikavöllum 3, 235 Keflavíkurflugvöllu
Sótt er um leyfi til að fjölga bílastæðum um þrjú og hætt er við eitt bílastæði við suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 44 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
4. Borgartún 29 (01.218.103) 102775 Mál nr. BN050080
RA 6 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I í rými 0002 og í 0102, koma fyrir útblástursröri og gasskáp á norðurhlið hússins á lóð nr. 29 við Borgartún.
Samþykki sumra fylgir á teikningu dags. 7. október 2015
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Borgartún 30 (01.231.101) 180387 Mál nr. BN050047
Rannsóknamiðstöð Íslands, Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir skilti á norðurhlið verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 30 við Borgartún.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 24. september 2015.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
6. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN047928
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tólf hæða fjölbýlishús með 80 íbúðum og verslunarrýmum á jarðhæð við Bríetartún, mhl. 09, merkt S1 í deiliskipulagi, á tveggja hæða kjallara sem tengist þegar byggðum bílakjallara á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2014.
Einnig bréf frá umsækjanda varðandi staðsetningu sorpgeymslu dags. 22. október 2014, brunahönnun frá Eflu dags. 25. ágúst 2015 og yfirlit um nýtingarhlutfall á lóð dags. 15. september 2015.
Stærðir: Kjallari -1, 1.001,6 ferm., kjallari 00, 1.042,2 ferm., 1. hæð 1.092,7 ferm., 2., 4. og 6. hæð 1.091,8 ferm., 3., 5., og 7. hæð, 1.078,9, 8. hæð, 505,6 ferm., 9. og 10. hæð, 495,6 ferm., 11. hæð, 478,3 ferm., 12. hæð 463,9 ferm. og 13. hæð 19,8 ferm.
Samtals A-rými: 12.107,4 ferm., 41.244,6 rúmm.
B-rými: 522,7 ferm., 1.548,6 rúmm
C-rými: 145,7 ferm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN049912
Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 7-9 hæða verslunar- og skrifstofuhús, H2 auk kjallara á þremur hæðum og tengibyggingu G2 á einni hæð sem tengir nýbygginguna við H1 til norðurs á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Erindi fylgir brunahönnunarskýrsla frá Eflu dags. í ágúst 2015.
Stærð A-rými: 13.418,1 ferm., 52.491,3 rúmm.
B-rými: 0
C-rými: 361,1 ferm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
8. Bragagata 38 (01.186.630) 102325 Mál nr. BN050109
Íris Sif Ragnarsdóttir, Bragagata 38, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum v/lokaúttektar, sjá erindi BN046043, gerð er grein fyrir tveimur þakgluggum á suðurhlið hússins á lóð nr. 38 við Bragagötu.
Samþykki meðeigenda dags. 20. september 2015 fylgir erindi.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
9. Brautarholt 10-14 (01.242.302) 213498 Mál nr. BN049976
B12 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að stækka anddyri, byggja flóttastiga á báða gafla og innrétta gististað í flokki V, teg. hótel með 65 herbergjum í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 10-14 við Brautarholt.
Erindi fylgir brunahönnun frá Verkís dags. í september 2015 og minnisblað um hljóðvist einnig frá Verkís dags. 15. september 2015.
Stækkun: 6 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Brautarholt 6 (01.241.204) 103022 Mál nr. BN050100
Karl Mikli ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 6 íbúðir og byggja tvennar svalir á norðurhlið og fernar á suðurhlið 4. hæðar skrifstofuhúss á lóð nr. 6 við Brautarholt.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
11. Efstaland 26 (01.850.101) 108756 Mál nr. BN050069
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Hugkaup ehf., Pósthólf 8455, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II, teg. gistiheimili fyrir allt að 50 gesti í 20 herbergjum á 3. hæð í verslunar- og skrifstofuhúsinu Grímsbæ á lóð nr. 26 við Efstaland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2015.Erindi fylgir samþykki eigenda dags. 7. október 2015.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
12. Fannafold 217-217A (02.852.203) 109992 Mál nr. BN049883
Tryggvi Baldursson, Fannafold 217, 112 Reykjavík
Agnar G Árnason, Frostafold 93, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri stækkun á sólskála við vesturhlið hússins nr. 217 á lóð nr. 217-217A við Fannafold.
Stækkun sólskála er: 6,1 ferm., 89,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Fiskislóð 15-21 (01.089.301) 209369 Mál nr. BN050028
Festi fasteignir ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
Festi hf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri og skipta núverandi verslun og timbursölu Byko í þrjú verslunarrými, Byko, Elko og Rúmfatalagerinn, og byggja milliloft í þrennu lagi í verslun á lóð nr. 15-21 við Fiskislóð.
Stækkun samtals: mhl. 1, 254,8 ferm., 997,3 rúmm.
Samtals stærðir eftir stækkun: 7.364,1 ferm., 65.331,1 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
14. Fornhagi 22 (01.543.306) 106444 Mál nr. BN050099
Sólveig Ólafsdóttir, Fornhagi 22, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka íbúð 0001 um það sem nemur hlutfallslegri eign í þvottahúsi hússins, sbr. fyrirspurn BN049727, og við það færist salerni sem verið hefur í sameign inn í kjallaraíbúð fjölbýlishúss á lóð nr. 22 við Fornhaga.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Fossagata 2 (01.636.707) 106733 Mál nr. BN050070
Ágúst hinn mikli ehf., Fossagötu 2, 101 Reykjavík
Ágúst Ingimundarson, Furugerði 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, kjallara, hæð og ris, einangrað að utan og klætt standandi borðaklæðningu á lóð nr. 2 við Fossagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2015.Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 6. október 2015 og lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. apríl 2014.
Stærð A-rými: 216 ferm., 666,2 rúmm.
C-rými: 36,9 ferm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2015.
16. Grandagarður 15-37 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN049986
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Tilefni ehf., Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, sjá erindi BN049692, þannig að bakrými minnkar þar sem hætt er við kæli og ræsting færist í núverandi inntaksrými í húsi nr. 19 á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
17. Hátún 10-12 (01.234.001) 102923 Mál nr. BN050094
Sjálfsbjörg landssamb fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyf til að setja nýja glugga og hurðar front úr áli á vesturgafl 2. hæð á þjónustumiðstöð Sjálfsbjargarheimilisins að Hátúni.
Umsögn burðarvirkishönnuðar ódags. fylgir.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Holtavegur 32 (01.393.---) 176082 Mál nr. BN050073
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Eggert Guðmundsson, Vesturhólar 1, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp færanlega kennslustofu K-109F og tengja hana við m- hús sem fyrir er á staðnum og hýsir frístundaheimili fyrir börn í Langholtskóla á lóð nr. 32 við Holtaveg..
Stærðir: K-109-F er: 79,4 ferm., 220,6 rúmm.
Tengibygging 3,1 ferm. 7,1 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Hraunberg 8 (04.674.101) 112205 Mál nr. BN050082
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Austurbergi 5, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja gestahús FB22 og FB23 sem verða staðsett til bráðabirgða til flutnings frá lóð Fjölbrautaskólans í Breiðholti á lóð nr. 8 við Hraunberg
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 28. febrúar 2013 fylgir.
Stærð FB22 og FB23 er hver 21,4 ferm., 83,0 rúmm. Samtals : 42,8 ferm., 166 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Hrefnugata 4 (01.247.302) 103363 Mál nr. BN049408
Arndís Guðjónsdóttir, Hrefnugata 4, 105 Reykjavík
Kristján Már Atlason, Hrefnugata 4, 105 Reykjavík
ssSótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 4 við Hrefnugötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 30. september 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.
21. Katrínartún 9 (01.223.010) 102885 Mál nr. BN050049
Sturla Míó Þórisson, Sólvallagata 16, 101 Reykjavík
Kristinn Þórisson, Katrínartún 9, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu á rými í kjallara úr vinnustofu í herbergi í einbýlishúsi á lóð nr. 9 við Katrínartún.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Krókháls 9 (04.141.201) 200478 Mál nr. BN045206
Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er leyfi til breytinga á byggingarlýsingu, inntaksgryfjum og raflögnum í kjallara fyrir bílasölu og -verkstæði, á lóð nr. 9 við Krókháls.
Jafnframt er erindi BN044863 dregið til baka,
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Kvistaland 18-24 (01.863.001) 108802 Mál nr. BN050105
Salome Tynes, Kvistaland 18, 108 Reykjavík
Pálmi Kristinsson, Kvistaland 18, 108 Reykjavík
Guðjón Kristinn Guðjónsson, Þrastarhöfði 57, 270 Mosfellsbær
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum, sbr. erindi BN46138 samþ. 25.6. 2013 vegna lokaúttektar á einbýlishúsi á lóð nr. 18 við Kvistaland.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9.10. 2015.
Gjald kr 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Laugavegur 66-68 (01.174.202) 101606 Mál nr. BN050052
Fring ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stigahús uppvið gafl bakhúss á lóð nr. 70 ásamt tengigangi milli húsanna í hóteli á lóð nr. 66-68 við Laugaveg.
Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 3. október 2015.
Stækkun: 91,8 ferm., 225,4 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Laugavegur 70 (01.174.204) 101607 Mál nr. BN050053
Fring ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja bakhús, innrétta þar 12 hótelherbergi sem verða hluti hótels á nr. 66-68 og opna yfir lóðamörk þeirrar lóðar á lóð nr. 70 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Laugavegur 70 (01.174.204) 101607 Mál nr. BN050129
Fring ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu á veggjum fyrstu hæðar og plötu yfir fyrstu hæð að Laugavegi 70 , sbr. BN048974 og útvíkkun á áður samþykktu takmörkuðu byggingarleyfi BN049355 samkvæmt neðangreindu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
27. Láland 17-23 (01.874.101) 108833 Mál nr. BN049459
Bjarney Harðardóttir, Árland 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á grunni eldra húss sem verður rifið og er nr. 23 á lóð nr. 17-23 við Láland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015.Stærð A-rými 347,4 ferm., 1.245,4 rúmm.
B-rými: 57,7 ferm., 194,3 rúmm.
Samtals: 405,1 ferm., 1.439,7 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.
28. Leifsgata 22 (01.195.210) 102602 Mál nr. BN049975
Þorvaldur Þorvaldsson, Leifsgata 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir og gera nýjar dyr út á þær á 1. og 2. hæð á suðvesturhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 22 við Leifsgötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda í Leifsgötu 18-22 dags. í september 2015.
Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. október 2015 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr. A01 dags. 14. október 2015.
29. Lynghagi 7 (01.555.103) 106626 Mál nr. BN049965
Súsanna Pétursdóttir, Lynghagi 7, 107 Reykjavík
Guðmundur Kristjánsson, Lynghagi 7, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg milli eldhúss og stofu í íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7 við Lynghaga.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 9. september 2015.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Lækjargata 5 (01.180.001) 101665 Mál nr. BN050022
Mennta- og menningarmálaráðun., Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu, mhl. 10 á baklóð MR yfir á lóðir nr. 2, 2B, 4 og 4B við Amtmannsstíg, tengja þær saman og innrétta fyrirlestrarsal, bókasafn, íþróttahús og aðstöðu fyrir nemendur á lóð nr. 5 við Lækjargötu.
Erindi fylgir bréf frá ÖBI dags. 6. febrúar 2009, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 31. janúar 2005, útskrift úr fundargerð Húsafriðunarnefndar frá 13. febrúar 2009 og greinargerð hönnuðar dags. 28. september 2015.
Einnig umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8. október 2015, leiðnitapsútreikningur dags. 12. október 2015 og brunahönnun dags. 9. október 2015.
Stærð mhl. 10: 4.689,9 ferm., 17.766,7 rúmm.
Niðurrif: Casa Christi: 860 ferm., 9.150 rúmm.
Anddyri Casa Nova: 10 ferm., 27 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
31. Lækjarmelur 12 (34.533.403) 206645 Mál nr. BN047802
Leiguhlíð ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðum breytingum sem er að koma fyrir millipöllum í rými 0111, 0112 og 0113 í húsinu á lóð nr. 12 við Lækjarmel.
Stækkun millipalla: 147,2 ferm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Mímisvegur 4 (01.196.109) 102650 Mál nr. BN049682
Elín Valdís Þorsteinsdóttir, Mímisvegur 4, 101 Reykjavík
Rögnvaldur Guðmundsson, Mímisvegur 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 3. hæð og ris, innrétta nýja íbúð í risi, byggja svalir á suðurgafli 1. 2. 3. hæðar, gera nýjan inngang og innrétta íbúðarherbergi í kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 4 við Mímisveg.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa v/fsp. um sama erindi dags. 5. mars 2014.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.
Stækkun: 100,8 ferm., 241,8 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta A01.01 og A01.02 síðast breytt 1. október 2015.
33. Mjóstræti 3 (01.136.539) 100628 Mál nr. BN048354
Vinaminni ehf., Mjóstræti 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á íbúð 0001 og geymslum í kjallara hússins á lóð nr. 3 við Mjóstræti.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 30. september 2014 og samþykki eigenda.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Mýrargata 14-16 (01.116.305) 100068 Mál nr. BN050102
Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sem felast í að lagnagangur í kjallara hefur minnkað, þakgluggar dottið út og svalir breyst í hóteli á lóð nr. 14 - 16 við Mýrargötu.
Stærðir breytingar xx
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Mörkin 8 (01.471.202) 105735 Mál nr. BN049208
Fasteignin Mörkin ehf, Mörkinni 8, 108 Reykjavík
Viðar Helgi Guðjohnsen, Hlíðargerði 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu við suðvesturhlið 1. hæðar, lækka gólf í geymslu í mhl. 01 í rými 0102 og bæta við kvistum á 3. hæð hússins á lóð nr. 8 við Mörkina.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2015.
Stækkun: 25,7 ferm., 101,1 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Njálsgata 23 (01.182.125) 101839 Mál nr. BN050077
F-16 ehf, Efstasundi 26, 104 Reykjavík
Lífrænt bakarí ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta og starfrækja handverksbakarí á 1. hæð í húsinu nr. 16 við Frakkastíg á lóð nr. 23 við Njálsgötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN050103
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048201 þannig að hætt er við að hafa lyftu á milli 0104 og 0202 og greinargerð um brunavarnir uppfærðar í húsi á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Bréf hönnuðar þar sem farið er fram á að falla frá lyftu á milli hæða dags. 13.okt. 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Silungakvísl 21 (04.212.705) 110790 Mál nr. BN050075
Sigrún Konny Einarsdóttir, Silungakvísl 21, 110 Reykjavík
Bergþóra Njálsdóttir, Silungakvísl 21, 110 Reykjavík
Fróði Ólafsson, Silungakvísl 21, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem sýna sólpall og tröppur fyrir íbúð 0101 og svalir og hringstiga af þeim fyrir íbúð 0201 á tvíbýlishúsi á lóð nr. 21 við Silungakvísl.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Síðumúli 33 (01.295.402) 103849 Mál nr. BN050104
Reykjaprent ehf., Síðumúla 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innkeyrsluhurð á vesturhlið í tvöfalda inngönguhurð með gluggum til hliðar, sbr. fyrirspurn BN050104, á húsi á lóð nr. 33 við Síðumúla.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda, ódags.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
40. Skaftahlíð 38 (01.274.102) 103641 Mál nr. BN050019
Þórir Jósef Einarsson, Skaftahlíð 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049772 þannig að þvottahús 0005 sem var áður í eigu sumra verður í eigu 0101, komið verður fyrir þvottahúsi í geymslu og geymsla útbúin í bílskúr sem tilheyrir íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 38 við Skaftahlíð.
Samþykki meðeigenda dags. 21. júlí 2015 sem á við erindi BN049772 ný samþykki dags. 29 sept og 30. sept 2015, okt. 2015 fylgja. Bréf frá hönnuði dags. 8. október 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
41. Skipasund 42 (01.357.319) 104466 Mál nr. BN050101
Ragnar Magnússon, Skipasund 42, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja, breyta og hækka rishæð, innrétta þar íbúð og stækka kvisti á húsi á lóð nr. 42 við Skipasund.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 13. september 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
42. Skipasund 80 (01.412.102) 105050 Mál nr. BN050079
Sigursveinn Sigurðsson, Skipasund 80, 104 Reykjavík
Rósa Jónsdóttir, Skipasund 80, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á íbúðum og bílskúr vegna gerðar eignarskiptayfirlýsingar fyrir húsið á lóð nr. 80 við Skipasund
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Sólvallagata 68 (01.134.510) 100394 Mál nr. BN050097
Rico ehf., Sólvallagötu 68, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulag er breytt þannig að komið er fyrir auka salerni og eldhúsi í íbúð 0001 í húsinu á lóð nr. 68 við Sólvallagötu.
Samþykki meðeigenda dags. 1. okt. 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
44. Stangarholt 28 (01.246.204) 103311 Mál nr. BN050021
Gunnar Óskarsson, Noregur, Sótt er um leyfi til að endurnýja áformin á erindi BN023544 dags. 14. nóv. 2001 þar sem samþykkt var að byggja steinsteyptan bílskúr 0102 á lóð nr. 28 við Stangarholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2015.
Stærð: 29,8 ferm., 65,3 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2015.
45. Suðurlandsbraut 46-54 (01.463.101) 105671 Mál nr. BN050001
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049672 þannig að gestafjöldi minnkar úr 68 í 49, eldvarnarskilgreiningu á vegg á salernisgangi er breytt og til að færa eldvarnarskil á gangi í húsi nr. 48 á lóð nr. 46-54 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
46. Tunguháls 15 (04.327.102) 111055 Mál nr. BN050106
Skálagil ehf., Tunguhálsi 15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir þegar gerðum breytingum og brunahönnun á iðnaðarhúsi á lóð nr. 15 við Tunguháls.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 12.10. 2015 og brunahönnun dags. 7.10. 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Túngata - grenndarstöð Mál nr. BN050108
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir grenndarstöð fyrir endurvinnanlegan úrgang sem samanstendur af niðurgröfnum djúpgámum með tunnu og lúgu ofanjarðar á bílastæði við Túngötu.
Stærðir mhl. 01, 02 og 03 samtals. 17 ferm., 42,3 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Þórsgata 13 (01.181.108) 101745 Mál nr. BN050098
Julian Mark Williams, Þórsgata 13, 101 Reykjavík
Karl Sigfússon, Hlégerði 20, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð og í risi, sjá erindi BN034785, einbýlishúss á lóð nr. 13 við Þórsgötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Þórunnartún 2 (01.220.003) 102779 Mál nr. BN050012
Johansen ehf., Borgartúni 8, 105 Reykjavík
BE eignir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta verslun með matvöru ýmiss konar á 1. hæð í skrifstofuhúsi á lóð nr. 2 við Þórunnartún.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Fyrirspurnir
50. Dalhús 2 (02.841.201) 109707 Mál nr. BN049774
Ungmennafélagið Fjölnir, Fossaleyni 1, 112 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi auglýsingaskilti á þá hlið sem út snýr að götu á girðingu umhverfis íþróttavöll Fjölnis á lóð nr. 2 við Dalhús.
Frestað.
Vísað til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
51. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN050093
Kaffibrugghúsið ehf., Öldugötu 42, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta kaffibrennslu, kaffiskóla og kaffihús fyrir xx gesti í rými 0101 í mhl. 02 í iðnaðarhúsi á lóð nr. 57-59 við Fiskislóð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
52. Flókagata Miklatún (01.248.-99) 103419 Mál nr. BN049900
Markaðslausnir Athlon ehf., Þinghólsbraut 55, 200 Kópavogur
Spurt er hvort setja megi upp 2x3 metra stórt skilti sem auglýsi starfsemi Listasafns Reykjavíkur, tímabundið með leyfi eitt ár í senn, staðsett á sama stað og nú er á Klambratúni. Meðfylgjandi er umsögn SRU dags. 9. október 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2015 og umsögn samgöngustjóra dags. 19. október 2015.
Frestað.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2015.
53. Jöklafold 4 (02.857.202) 110116 Mál nr. BN050092
Haukur Sölvason, Dalbraut 18, 105 Reykjavík
Elín Helga Hauksdóttir, Blómvellir 27, 221 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyft yrði að loka hurðagati á óleyfisrými með glugga í tvíbýlishúsi á lóð nr. 4 við Jöklafold.
Jafnframt er óskað eftir niðurfellingu á álögðum dagsektum vegna óleyfisframkvæmda í sama húsi.
Frestað.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
54. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN050029
L56 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að breyta í gististað í flokki II, teg. íbúðir, nýsamþykktu fjölbýlishúsi, sjá erindi BN048989, á lóð nr. 56 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2015.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2015.
55. Sólvallagata 63 (01.139.001) 100734 Mál nr. BN050096
G Travel ehf., Pósthólf 251, 121 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 63 við Sólvallagötu.
Nei.
Samræmist ekki byggingarreglugerð.
56. Vogasel 3 (04.930.302) 112824 Mál nr. BN049888
Einar Erlendsson, Vogasel 3, 109 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi gangstétt og breikka þar með innkeyrslu inn á bílastæði við hús á lóð nr. 3 við Vogasel.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 26.8. 2015.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu framkvæmda og viðhalds mannvirkja og skrifstofu samgöngustjóra.
57. Ystasel 13 (04.930.002) 112802 Mál nr. BN050076
Daníel Rafn Guðmundsson, Ystasel 13, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að skrá aukaíbúð í kjallara í einbýlishúsi á lóð nr. 13 við Ystasel.
Frestað.
Gera betur grein fyrir erindinu.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:38
Bjarni Þór Jónsson
Björgvin Rafn Sigurðarson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir