Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 122

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2015, miðvikudaginn 14. október kl. 09:07, var haldinn 122 fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, S. Björn Blöndal, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir  áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson  og Marta Grettisdóttir

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson. 

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 9. október 2015. 

2. Háskóli Íslands, rammaskipulag (01.6) Mál nr. SN150537

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík

Kynnt drög að tillögu Ask arkitekta ehf.og VA atkitekta, dags. september 2015, að rammaskipulagi Háskólasvæðisins.

Fulltrúar Háskóla Íslands Sigurlaug I. Lövdahl, Guðmundur R. Jónsson, Aron 

Ólafsson, Helga Bragadóttir og Eiríkur Hilmarsson kynna. 

(D) Ýmis mál

3. Ægisíða. Grímstaðavör, framtíð grásleppuskúra Mál nr. US150223

Fulltrúi borgarsögusafns kynnir framtíðarsýn fyrir grásleppuskúra við Grímstaðavör við Ægisíðu.  

Fulltrúi Borgarsögusafns Guðbrandur Benediktsson kynnir.

(A) Skipulagsmál

4. 1.172.0 Brynjureitur, allur reiturinn, breyting á deiliskipulagi (01.172.0) Mál nr. SN150207

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0, Brynjureits, samkvæmt uppdr. Ark Studio ehf. og Urban arkitekta ehf. 14. apríl 2015. Deiliskipulagsbreytingin felst í að samræma þann hluta deiliskipulags Brynjureits, stgr. 1.172.0, sem samþykkt var 2003 og 2006 þeim deiliskipulagsbreytingum sem tóku gildi árið 2013, en breytingarnar náðu aðeins til lóðanna Laugavegs 23/ Klapparstígs 31, Laugavegs 27a/ Hverfisgötu 40 - 42 og Laugavegs 27b /Hverfisgötu 44. Breytingar eru uppfærðar  og skipulagsskilmálar alls reitsins eru endurskoðaðir og samræmdir. Auk þess er nú gert ráð fyrir breytingum á lóðum að Laugavegi 27 og 29 vegna laga um menningarminjar sem tóku gildi 1. janúar 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júní 2015 um athugasemdir sem bárust vegna hagsmunaaðilakynningar. Lagt fram nýtt bréf Pálma Harðarsonar f.h. Þingvangs ehf. dags. 3. júlí 2015 ásamt lagfærðum uppdráttum, dags. 14. apríl 2015, síðast br. 30. september 2015. Tillagan var auglýst frá 27. júlí til og með 8. september 2015. Eftirtaldir aðilar sendi athugasemdir: Tómas Hrafn Sveinsson hrl. f.h. Húsfélagsins að Klapparstíg 29, dags. 3. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. september 2015 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. október 2015.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. október 2015. 

Vísað til borgarráðs. 

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5. Örfirisey, deiliskipulag (01.1) Mál nr. SN140611

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var tillögunni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Faxaflóahafna dags. 29. júní 2015 og breyttum deiliskipulagsuppdráttum dags. 29 júní 2015. Tillagan var auglýst frá 20. júlí til og með 31. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 31. ágúst 2015, GP arkitektar f.h. eigenda Fiskislóðar 31, dags. 26. ágúst 2015, Berglind Svavarsdóttir og Jón Ármann Guðjónsson f.h. Lindbergs ehf., dags. 25. ágúst 2015, Kjartan Rafnsson f.h. S.K.Ó., dags. 31. ágúst 2015 og Guðjón Sverrir Rafnsson f.h. Miðfells ehf., dags. 31. ágúst 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2015. 

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar S. Björn Blöndal og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs  Gísli Garðarsson samþykkja framlagða tillögu með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2015. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir greiða atkvæði á móti tillögunni og bóka:

“Tillaga að deiliskipulagi Örfiriseyjar horfir ekki til framtíðar og þeirra fjölmörgu tækifæra til byggðarþróunar sem geta legið í nýtingu þessa svæðis. Tillagan sem fulltrúar meirihlutans leggja hér fram er að  mestu staðfesting á úreltum skipulagsáætlunum sem fyrir löngu er orðið tímabært að færa til nútímalegra horfs. Hér skortir hugmyndaauðgi og frjóar tillögur sem miða að því að gera svæðið áhugavert og styðja við nærliggjandi íbúðarbyggð í Vesturbænum ásamt því að tengja það við miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og listamenn sem fóru að starfa í gömlu verbúðunum fyrir sex árum hafa opnað augu þeirra sem stunda atvinnurekstur í Örfirisey fyrir því að hafnsækin starfsemi og iðandi mannlíf borgarbúa og aðkomufólks fer vel saman. Því til staðfestingar er stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, Grandi, nú að bjóða listasöfnum að hefja starfsemi í elsta hluta starfsstöðvar sinnar þar sem einnig er stefnt að veitingarekstri. Engu líkara er en að Örfirisey hafi gleymst í því aðalskipulagi Reykjavíkur sem samþykkt var árið 2014. Sem dæmi má nefna að þar er sett fram sú stefna að útiloka landfyllingar næstu áratugina. Að baki slíki stefnu liggur engin vinna, engar samanburðaráætlanir, ekkert samráð eða hugmyndaleit að fjölbreytilegri nýtingu sem svæðið býður upp á. Með þessari gamaldags tillögu að deiliskipulagi Örfiriseyjar er verið að glata tækifæri til að glæða borgina lífi og samtvinna atvinnu- og íbúðabyggð með spennandi hætti. 

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar S. Björn Blöndal, og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs  Gísli Garðarsson bóka:

„Tillagan að deiliskipulagi Örfiriseyjar er í samræmi við þá stefnu borgarinnar að gamla hafnarsvæðið í Reykjavík dafni sem vettvangur fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Við Örfirisey er ein stærsta sjávarútvegshöfn landsins. Deiliskipulagið verndar þá starfsemi. Stór hluti hafnarsvæðisins við Austurhöfn, Suðurhöfn og Vesturbugt er nú helguð menningarstarfsemi, íbúðaruppbyggingu, hótelstarfsemi, verslunum og veitingastöðum. Fyrir vikið hefur skapast skemmtilegt mannlíf og einstakt sambýli ólíkra atvinnugreina á hafnarsvæðinu. Öflug sjávarútvegsstarfsemi er lykilatriði í þessu samspili og mikilvægt að halda opnum möguleikum á eflingu hennar á svæðinu.“ 

Fulltrúi Samfylkingarinnar Sverrir Bollason bókar: 

„Ég tel að nýta hefði mátt tækifærið við skipulagsgerðina til að bæta með markvissum hætti umferð gangandi og hjólandi að þeim verslunar- og þjónustusvæðum sem má finna næst íbúðabyggðinni. Aðgengismál þar eru alls ekki til fyrirmyndar. Slíkar framkvæmdir geta þó að einhverju leyti farið fram án þess að skipulagi sé breytt og væri óskandi að slíkt mætti verða“

Vísað til borgarráðs. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

6. Efstasund 47, breyting á deiliskipulagi (01.357.3) Mál nr. SN150441

Árni Gunnar Ingþórsson, Efstasund 47, 104 Reykjavík

Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., Hamraborg 11, 200 Kópavogur

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Árna Gunnars Ingþórssonar mótt. 7. ágúst 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.3 og 1,4, Sundin, vegna lóðarinnar nr. 47 við Efstasund. Í breytingunni felst að stækkunarheimildum er breytt þannig að byggingarreitur til austurs er minnkaður um 3 metra og settur er inn nýr byggingarreitur til suðurs 3 metra frá núverandi húsi. Ef viðbygging verður ein hæð er heimilt að nýta þak hennar fyrir verönd/sólskála, samkvæmt uppdr. Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf. ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. ágúst til og með 17. september 2015. Að lokinni kynningu barst athugasemd dags. 23. september 2015 frá Hauki Haukssyni f.h. eigenda að Efstasundi 49, en hún hafði borist til byggingarfulltrúa á kynningartímanum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2015. 

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2015. 

Vísað til borgarráðs. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7. Steinagerði 19, breyting á deiliskipulagi (01.816.2) Mál nr. SN150496

Plúsbílar ehf, Steinagerði 5, 108 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsbíla ehf., dags. 27. ágúst 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigagerðis vegna lóðarinnar nr. 19 við Steinagerði. Í breytingunni felst að lögun byggingarreits er breytt þannig að hann minnkar til austurs og stækkar til vesturs. heimildir er varða byggingamagn og húshæðir eru óbreyttar, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., dags. 27. ágúst 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. september til og með 1. október 2015. 

Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt. 

Vísað til borgarráðs. 

8. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur (01.154.3) Mál nr. SN150391

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Barónsreits, dags. október 2015. Breytingin gengur út á stefnu um hæðir húsa og fjölda íbúða á reitnum. Einnig er lagðar fram umsagnir  Skipulagsstofnunar, dags. 2. september 2015 og Hverfisráðs Miðborgar, dags. 25. september 2015. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 

Vísað til borgarráðs. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og  Áslaug María Friðriksdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins 

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

9. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi (01.154.3) Mál nr. SN150370

Halldór Eiríksson, Fífusel 26, 109 Reykjavík

Lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar arkitekts fh lóðarhafa, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.154.3, Barónsreits, skv. uppdráttum Tark, dags. 6. júlí 2015, síðast breyttir 24. ágúst 2015.

Reiturinn afmarkast af lóðarmörkum Hverfisgötu 83 og Vitastíg í vestri, Skúlagötu til norðurs, lóðarmörkum Skúlagötu 32-34 og Barónsstíg 2-4 í austur og Hverfisgötu til suðurs. Í breytingunni felst talsverð breyting á vesturhluta reitsins. Meðal annars breytist fyrirkomulag bygginga við Skúlagötu úr þremur turnbyggingum yfir í 5-8 hæða randbyggð og eina turnbyggingu. Fyrirkomulag bygginga við Hverfisgötu breytist úr tveimur 4-5 hæða samsíða byggingum yfir í 4-5 hæða randbyggð.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og  Áslaug María Friðriksdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins 

Halldór Eiríksson fulltrúi Tark og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 846 frá  13. október 2015. 

(C) Fyrirspurnir

11. Engjateigur 7, (fsp) nýr byggingarreitur, fækkun bílastæða o.fl. (01.366.5) Mál nr. SN150255

Iceland Construction hf., Bugðufljóti 19, 270 Mosfellsbær

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 2. september 2015 var lögð fram fyrirspurn Ístaks hf., dags. 5. maí 2015, um að afmarka nýjan byggingarreit fyrir hliðhús syðst á lóðinni nr. 7 við Engjateig, girða lóðina af, færa innkeyrslu, fækka bílastæðum o.fl., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 5. maí 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís arkitekta ehf., dags. 5. maí 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hverfisráðs Laugardals og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn hverfisráðs Laugardals, dags. 1. október 2015.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. október 2015. 

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað og í samvinnu við verkefnisstjóra hjá skipulagsfulltrúa eins og fram kemur í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. október 2015. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(D) Ýmis mál

12. Umhverfis- og skipulagssvið, Ráðstefna í tengslum við umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2015 Mál nr. US150224

Kynnt drög að ráðstefnu sem haldin verður 27. október 2015 í tengslum við Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2015.

13. Grjótaþorp og Kvosin, verklagsreglur varðandi starfssemiskvóta (01.136) Mál nr. SN150341

Lögð fram drög að verklagsreglum skipulagsfulltrúa dags. september 2015 varðandi starfssemiskvóta á deiliskipulagssvæði Kvosar og Grjótaþorps.

Áheyrnarfulltrúi Pírata  Sigurborg Ó. Haraldsdóttir víkur af fundi kl.11:55 þá átti eftir að afgreiða mál nr. 5 8 og 9 hér fyrr á dagskránni. 

14. Laugavegur 3, friðlýsing (01.171.0) Mál nr. SN150564

Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Minjastofnunar, dags. 15. september 2015, varðandi undirbúning tillögu að friðlýsingu hússins nr. 3 við Laugaveg.

15. Garðastræti 17, kæra 57/2014, umsögn Mál nr. SN140352

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. júlí 2014 ásamt kæru dags. 1. júlí 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir Garðastræti 17. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 20. ágúst 2014. Erindi var síðast lagt fyrir umhverfis- og skipulagsráð 3. september 2014.

Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.

16. Hverfisgata 16 og 16A, kæra 67/2015, umsögn (01.171.0) Mál nr. SN150482

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. ágúst 2015 ásamt kæru þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðar nr.16 og 16A við Hverfisgötu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 6. október 2015.

Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.

17. Njarðargata 25, kæra 73/2013, umsögn, úrskurður (01.186.5) Mál nr. SN130367

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 19. júlí 2013 vegna samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. maí 2013 á breyttu deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðar nr. 25 við Njarðargötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 29. október 2013. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 29. september 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 30. maí 2013 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.185.6, Nönnugötureits.

Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.

18. Grundarstígsreitur, kæra 100/2011, umsögn, úrskurður (01.18) Mál nr. SN120012

Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags.  12. desember 2011 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun fyrir Grundarstígsreit. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 2. apríl 2012. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 1. október 2015. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 22. september 2015 um að samþykkja deiliskipulag fyrir Grundarstígsreit.

Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.

19. Brautarholt 7, kæra 31/2014, umsögn, úrskurður (01.242.0) Mál nr. SN140206

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. apríl 2014 ásamt kæru dags. 15. apríl 2014 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 20. febrúar 2014 á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 7 við Brautarholt. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2014. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. október 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildin gu á ákvörðun borgarráðs frá 20. febrúar 2014 um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir reitinn Brautarholt 7.

Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 28. júlí 2015 um að veita leyfi til að byggja stúdentagarða, tvær steinsteyptar þriggja hæða byggingar með 102 íbúðareiningum, sem umlykja innigarð, og bílakjallara fyrir 19 bíla á lóð nr. 7 við Brautarholt.

Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. ágúst 2015 um að veita takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu á lóð nr. 7 við Brautarholt.

Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.

20. Túngötureitur, kæra 98/2011, umsögn, úrskurður (01.137.4) Mál nr. SN110520

Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 8. desember 2011 ásamt kæru dags. 30. nóvember 2011 þar sem kært er deiliskipulag Túngötureits. Einnig lögð fram umsögn lögfræðings umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. janúar 2014. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. október 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 3. nóvember 2011 um að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi fyrir Túngötureit.

Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.

21. Stóragerði 40-46, kæra 21/2008, umsögn, úrskurður (01.803.1) Mál nr. SN080395

Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf frá úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 19. mars 2008 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagsáætlun Stóragerðis 40-46 sem var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 16. janúar 2008. Breytingin var auglýst þann 26. febrúar 2008. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 22. september 2008. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 8. október 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 7. febrúar 2008 er lítur að breyttum mörkum deiliskipulags Espigerðis frá árinu 1971.

Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.

22. Umhverfis- og skipulagsráð, varðandi handbók, tillaga varðandi handbók fyrir framkvæmdaaðila Mál nr. US150227

Fulltrúi Samfylkingarinnar Sverrir Bollason lagði fram eftirfarandi tillögu:

Umhverfis- og skipulagsráð felur sviðsstjóra að útbúa handbók fyrir framkvæmdaraðila sem eru að byggja í grónum hverfum. Bæklingurinn geri grein fyrir þeim reglum sem gildi um umgengni á byggingarstöðum og kynni þær með skýrum og aðgengilegum hætti. Þar verði teknar saman og samræmdar kröfur í lögum, reglugerðum og þeim samþykktum sem Reykjavíkurborg hefur sett fram. Leitað skal samstarfs við Vinnueftirlit Ríkisins og Umhverfisstofnunar um fjármögnun, vinnslu og útgáfu bæklingsins. 

Frestað. 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:45.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

S. Björn Blöndal Sverrir Bollason 

Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson 

Áslaug María Friðriksdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 13. október kl. 10:14 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 846. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Eva Geirsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson og Jón Hafberg Björnsson

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN049938

Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi á skrifstofum og úrbótum á salernum á 7. hæð í húsi á lóð nr. 6 við Aðalstræti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

2. Bergþórugata 23 (01.190.326) 102458 Mál nr. BN049455

ÁF-Hús ehf, Bæjarlind 4, 201 Kópavogur

Kaffihúsið ehf., Bergþórugötu 23, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu með kjallara og risi, innrétta þrjár nýjar íbúðir og til að gera  tvennar svalir á rishæð húss á lóð nr. 23 við Bergþórugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2015.

Erindi fylgir umboð eiganda dags. 19. maí 2015.

Stækkun:  xx ferm.,xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Bogahlíð 24-26 (01.714.104) 107257 Mál nr. BN050051

Magnús Þórður Rúnarsson, Bogahlíð 24, 105 Reykjavík

Berglind Stefánsdóttir, Bogahlíð 24, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera gat í vegg á milli eldhúss og stofu og breyta innra skipulagi í íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 24 við Bogahlíð.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 2. október 2015 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Borgartún 30 (01.231.101) 180387 Mál nr. BN050047

Rannsóknamiðstöð Íslands, Borgartúni 30, 105 Reykjavík

Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir skilti á norðurhlið verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 30 við Borgartún.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 24. september 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

5. Borgartún 30 (01.231.101) 180387 Mál nr. BN050050

Þak fasteignafélag ehf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0303 í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 30 við Borgartún.

{Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

6. Borgartún 7 (01.216.305) 102761 Mál nr. BN050067

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja hringstiga og koma fyrir nýjum stiga miðsvæðis í rýminu, koma fyrir flóttaleið úr kjallara út á port og ýmsar minni breytingar vegna endurskipulags í kjallara og á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 7 við Borgartún. 

Umsögn brunahönnuðar dags. 29.sept. 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. okt. 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

7. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN047928

Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tólf hæða fjölbýlishús með 80 íbúðum og verslunarrýmum á jarðhæð við Bríetartún, mhl. 09, merkt S1 í deiliskipulagi, á tveggja hæða kjallara sem tengist þegar byggðum bílakjallara á lóð nr. 8-16 við Borgartún.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2014.

Einnig bréf frá umsækjanda varðandi staðsetningu sorpgeymslu dags. 22. október 2014, brunahönnun frá Eflu dags. 25. ágúst 2015 og yfirlit um nýtingarhlutfall á lóð dags. 15. september 2015. 

Stærðir:  Kjallari -1, 1.001,6 ferm., kjallari 00, 1.042,2 ferm., 1. hæð 1.092,7 ferm., 2., 4. og 6. hæð 1.091,8 ferm., 3., 5., og 7. hæð, 1.078,9, 8. hæð, 505,6 ferm., 9. og 10. hæð, 495,6 ferm., 11. hæð, 478,3 ferm., 12. hæð 463,9 ferm. og 13. hæð 19,8 ferm.

Samtals A-rými:  12.107,4 ferm., 41.244,6 rúmm.

B-rými:  522,7 ferm., 1.548,6 rúmm

C-rými:  145,7 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda sorphirðu á umsóknarblaði.

8. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN049912

Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 7-9 hæða verslunar- og skrifstofuhús, H2 auk kjallara á þremur hæðum og tengibyggingu G2 á einni hæð sem tengir nýbygginguna við H1 til norðurs á lóð nr. 8-16 við Borgartún.

Erindi fylgir brunahönnuraskýrsla frá Eflu dags. í ágúst 2015.

Stærð A-rými:  13.418,1 ferm., 52.491,3 rúmm.

B-rými:  0

C-rými:  361,1 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN049899

Höfðahótel ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skráningu hótels Höfðatorgs á lóð nr. 8-16 við Borgartún.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.   

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. 

10. Brautarholt 4-4A (01.241.203) 103021 Mál nr. BN049567

PK-Arkitektar ehf., Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofuhúsnæði á jarðhæð, rými 0101 og að hluta til á 2. hæð í rými 0201, komið er fyrir svölum á suðurhlið, núverandi stigi fjarlægður og nýr stigi, opna á milli hæða og stækka húsið með því að taka í notkun innskot á norðurhlið í húsinu á lóð nr. 4 við Brautarholt.

Samþykki meðlóðarhafa á 4 og sumra meðlóðarhafa á 4A Brautarholt dags. apríl 2015. Samþykki komið frá Ás styrktarfélagi. 

Stækkun: 6 ferm., 19,2 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

11. Drafnarstígur 5 (01.134.214) 100340 Mál nr. BN048561

Birgir Daníel Birgisson, Drafnarstígur 5, 101 Reykjavík

Margrét Rut Eddudóttir, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að byggja garðskála úr timbri á steyptum sökkli, og gerð er grein fyrir kjallara undir einbýlishúsi á lóð nr. 5 við Drafnarstíg 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. desember 2014 fylgir erindinu.  Einnig umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. maí 2014, samþykki eiganda, samþykki lóðarhafa Drafnarstígs 5A og Bræðraborgastígs 12 dags. 6. október 2015.

Stækkun viðbygging:  9 ferm., XX rúmm. 

Stækkun vegna áður gerðs kjallara:  XX ferm. XX rúmm. 

Gjald kr. 9.500 + 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Dragháls 18-26 (04.304.304) 111022 Mál nr. BN050004

Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 1. og 2. hæð og sótt er um að byggja 3. hæð ofaná hús á lóð nr. 18-26 og 17-25 við Dragháls / Fossháls. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2015.

Stækkun:  XX ferm og XX rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2015.

13. Efstaland 26 (01.850.101) 108756 Mál nr. BN050069

Hugkaup ehf., Pósthólf 8455, 128 Reykjavík

Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II, teg. gistiheimili fyrir allt að 50 gesti í 20 herbergjum á 3. hæð í verslunar- og skrifstofuhúsinu Grímsbæ á lóð nr. 26 við Efstaland.

Erindi fylgir samþykki eigenda dags. 7. október 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

14. Efstaleiti 1 (01.745.401) 107438 Mál nr. BN050068

Ríkisútvarpið ohf., Efstaleiti 1, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp tvo fjarskiptaskerma, 8 metra í þvermál á steypta þakplötu 1. hæðar á austurhlið á húsinu á lóð nr. 1 við Efstaleiti. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

15. Efstaleiti 9 (01.745.102) 176595 Mál nr. BN050030

Rauði krossinn á Íslandi, Efstaleiti 9, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta brunamerkingum, sjá  erindi BN046914, og fella út flóttaleiðamerkingu á aðalinngangi í húsi á lóð nr. 9 við Efstaleiti. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16. Esjuberg OR (33.418.101) 223394 Mál nr. BN050062

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa dreifistöð O.R. nr. 200 við Esjuberg, landnr. 223394.

Stærð: 4,1 ferm., 11,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

17. Esjuhlíðar OR (33.438.101) 223395 Mál nr. BN050060

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa dreifistöð O.R. nr. 527 við Esjuhlíð landnr. 223395.

Stærð: 4,1 ferm., 11,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

18. Eyjarslóð 5 (01.111.403) 100025 Mál nr. BN050065

Prikið ehf, Bankastræti 12, 101 Reykjavík

Eyjarslóð 5 ehf., Hlíðasmára 8, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048792 þannig að komið er fyrir aðstaða fyrir starfsmenn á lager, innraskipulagi breytt og flóttaleið til norðurs bætt við og brunahólfun endurskoðuð í húsinu á lóð nr. 5 við Eyjarslóð.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Fossagata 2 (01.636.707) 106733 Mál nr. BN050070

Ágúst hinn mikli ehf., Fossagötu 2, 101 Reykjavík

Ágúst Ingimundarson, Furugerði 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, kjallara, hæð og ris, einangrað að utan og klætt standandi borðaklæðningu á lóð nr. 2 við Fossagötu.

Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 6. október 2015 og lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. apríl 2014.

Stærð A-rými:  216 ferm., 666,2 rúmm.

C-rými:  36,9 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

20. Friggjarbrunnur 42-44 (05.053.201) 205962 Mál nr. BN048498

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár til fimm hæðir með 52 íbúðum, og bílakjallara fyrir 53 bíla á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015, ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. ágúst 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. ágúst 2015.

Stærð A-rými:  6.079,8 ferm., 18.420,4 rúmm.

B-rými:  1.901,5 ferm., þ.a. bílgeymsla 1.457,6 ferm.

C-rými:  285,7 ferm.

Samtals:  8.264 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

21. Friggjarbrunnur 47 (02.693.402) 205817 Mál nr. BN050043

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á samþykktu erindi BN048686 þannig að gólf gagnaveitu hefur verið lækkað um 700 mm á lóð nr. 47 við Friggjarbrunn.

[Stækkun: 10,1 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

22. Garðastræti 34 (01.161.009) 101190 Mál nr. BN050059

Garðar Snorri Guðmundsson, Heiðarbakki 14, 230 Keflavík

Fanney Petra Ómarsdóttir, Heiðarbakki 14, 230 Keflavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningu af tvíbýlishúsi á lóð nr. 34 við Garðastræti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Grettisgata 36 (01.190.008) 102346 Mál nr. BN049690

Orri Vésteinsson, Grettisgata 36, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN046987, þannig að viðbygging breikkar og hækkar og til að byggja svalir á rishæð einbýlishúss á lóð nr. 36 við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2015 fylgir  erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2015, bréf hönnuðar dags. 2. september 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 7. júlí 2015.

Stækkun frá fyrra erindi:  28 ferm., 80,9 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Gylfaflöt 9 (02.575.702) 109502 Mál nr. BN050064

Landsnet hf., Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í mhl. 01 þannig að komið er fyrir funda- og símaherbergi í opnu vinnurými á 2. og 3. hæð og koma fyrir kaffistofu á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 9 við Gylfaflöt.

Umsögn brunahönnuðar dags. 6. október 2015 fylgir erindi. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25. Haukshólar 6 (04.643.006) 111921 Mál nr. BN050009

Benedikt Helgason, Sviss, Sótt er um leyfi til að taka í notkun óuppfyllt sökkulrými sem mun tilheyra íbúð 0201 og opna upp í íbúðina í húsi á lóð nr. 6 við Haukshóla.

Samtals stærð húss: 339,0 ferm., 1.007,3 rúmm. 

Stækkun: xx ferm., xx rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2015.

Samþykki meðlóðarhafa ódagsett fylgir erindi.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Heiðargerði 21 (01.801.102) 107610 Mál nr. BN050005

Björn Brynjúlfsson, Heiðargerði 21, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við austur- og vesturhlið úr steinsteypu, einangrað að utan, klætt standandi timburklæðningu hús á lóð nr. 21 við Heiðargerði 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2015.

Stækkun: 39,5 ferm., 118,5 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2015.

27. Hellusund 3 (01.183.610) 101994 Mál nr. BN050055

JCI Ísland, Hellusundi 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN043290, innra skipulagi er breytt þannig að eldhús er innréttað í kjallara og björgunarop í kjallara eru stækkuð á einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Hellusund.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Hljómalindarreitur - Tengigangur Mál nr. BN050046

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Ssótt er um leyfi til að byggja skábraut frá Smiðjustíg inná Hljómalindartorg, stoðveggi og sorpgeymslu sem mynda aðgengi að kjöllurum á Laugavegi 13 og 19 og til að byggja tengigang frá kjallara Klapparstígs 30 og Laugavegs 17 undir torgið að neðanjarðarbílageymslu á Smiðjustíg 4.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og til umsagnar samgöngustjóra.

29. Hólavað 29-43 (04.741.302) 198826 Mál nr. BN050035

Eignarhaldsfélagið Á.D. ehf., Akralind 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypt raðhús með 8 íbúðum og innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 29-43 við Hólavað.

Jafnframt er erindi BN049373 fellt úr gildi.

Mhl. 01:  175,4 ferm., 405,9 rúmm.

Mhl. 02-07:  172,7 ferm., 408,5 rúmm.

Mhl. 08:  75,5 ferm., 406,3 rúmm.

Samtals A-rými:  1.387,1 ferm., 2.825 rúmm.

Samtals B-rými:  48 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Hrefnugata 4 (01.247.302) 103363 Mál nr. BN049408

Kristján Már Atlason, Hrefnugata 4, 105 Reykjavík

Arndís Guðjónsdóttir, Hrefnugata 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 4 við Hrefnugötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar dags. 7. nóvember 2012.

31. Hverfisgata 76 (01.173.009) 101500 Mál nr. BN050056

Húsfélagið Svalbarði ehf, Stóragerði 19, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi lítils háttar og útbúa nýja flóttahurð í veitingahúsi í flokki II teg. c á 1. hæð húss á lóð nr. 76 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32. Ingólfsstræti 2A (01.170.005) 101323 Mál nr. BN050061

Fjélagið - eignarhaldsfélag hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fella niður skábraut innanhúss í anddyri og útbúa í staðinn skábraut utanhúss við syðsta innganginn og til að loka hliðarinngangi við lyftu á 1. hæð, sjá erindi BN047807, í Gamla Bíói á lóð nr. 2A við Ingólfsstræti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Ísleifsgata 28-36 (05.113.105) 214836 Mál nr. BN050072

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049125 þannig að bætt er við brunavarnir og garð og svalarhurðir eru breikkaðar á húsunum á lóð nr. 28-36 við Ísleifsgötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Katrínartún 9 (01.223.010) 102885 Mál nr. BN050049

Kristinn Þórisson, Katrínartún 9, 105 Reykjavík

Sturla Míó Þórisson, Sólvallagata 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu á rými í kjallara úr vinnustofu í herbergi í einbýlishúsi á lóð nr. 9 við Katrínartún.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Kirkjusandur 2 (01.345.101) 104043 Mál nr. BN050039

Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp skilti tímabundið, með rauðri línu og hvítum stöfum, síðasta tillagan, á frystigeymslu á lóð nr. 2 við Kirkjusand.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Kringlan  4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN050054

Rekstrarfélag Kringlunnar, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 116-3 og innrétta veitingahús í flokki I tegund e í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Köllunarklettsvegur 2 (01.329.701) 180643 Mál nr. BN049911

BB29 ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi á 2. hæð í húsi á lóð nr. 2 við Köllunarklettsveg. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Lambhagavegur 29 (02.680.701) 208854 Mál nr. BN050071

111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara og á 1. hæð, sjá erindi BN045705, í húsi á lóð nr. 29 við Lambhagaveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Laufásvegur 27 (01.183.505) 101982 Mál nr. BN049334

Kristján Pétur Guðnason, Rafstöðvarvegur 23, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka stigahús, byggja sólskála með svölum á þaki við suðurgafl, hækka forstofubyggingu á norðurgafli og breyta innra skipulagi í tvíbýlishúsi á lóð nr. 27 við Laufásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. mars 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. júlí 2015 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 18. júní til og með 16. júlí 2015. Engar athugasemdir bárust.

Stækkun:  29,8 ferm., 85 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Láland 17-23 (01.874.101) 108833 Mál nr. BN049459

Bjarney Harðardóttir, Árland 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á grunni eldra húss sem verður rifið og er nr. 23 á lóð nr. 17-23 við Láland.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015.Stærð A-rými 347,4 ferm., 1.245,4 rúmm.

B-rými:  57,7 ferm., 194,3 rúmm.

Samtals:  405,1 ferm., 1.439,7 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

41. Leifsgata 22 (01.195.210) 102602 Mál nr. BN049975

Þorvaldur Þorvaldsson, Leifsgata 22, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir og gera nýjar dyr út á þær á 1. og 2. hæð á suðvesturhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 22 við Leifsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. október 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Lindargata 59 (00.000.000) 101114 Mál nr. BN050063

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 3 hæð í Vitatorgi húsi nr. 59 á lóð nr.57-61 við Lindargötu. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

43. Mörkin 8 (01.471.202) 105735 Mál nr. BN049208

Viðar Helgi Guðjohnsen, Hlíðargerði 20, 108 Reykjavík

Fasteignin Mörkin ehf, Mörkinni 8, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu við suð-vesturhlið 1. hæðar, lækka gólf í geymslu mhl. 01 í rými 0102 og bæta við kvistum á 3. hæð hússins á lóð nr. 8 við Mörkina.

Stækkun: 25,7 ferm., 101,1 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

44. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN050033

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningu, sjá erindi BN049297, í Hótel Natura á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Nönnugata 8 (01.186.103) 102224 Mál nr. BN048948

Sölvi H Blöndal, Nönnugata 8, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu yfir svalir á 4. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 8A við Nönnugötu.

Samþykki meðeigenda fylgir með á teikningu.  Erindi dregið til baka með bréfi dags. 7. október 2015.

Stækkun:  6 ferm., 16,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Erindið dregið til baka með tölvupósti dags. 7. október 2015.

46. Óðinsgata 1 (01.181.003) 101727 Mál nr. BN050066

Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, sjá erindi BN048347  í húsinu á lóð nr. 1 við Óðinsgötu .

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Sigtún 45 (01.365.113) 104680 Mál nr. BN050048

Hákon Þór Sindrason, Sigtún 45, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að víxla eldhúsi og herbergi og til að stækka glugga á vesturhlið 1. hæðar í húsinu á lóð nr. 45 við Sigtún.

Samþykki meðeigenda dags. 5. október 2015 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48. Skildinganes 2 (01.671.211) 213787 Mál nr. BN049789

Columbus Classis ehf., Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús klætt með lerki á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 2 við Skildinganes.

Varmatapsútreikningar ódags. fylgja erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2015. Bréf frá nágrönnum um fyrirhugaða byggingu við Skildinganes 2, áður 4 A dags. 16.sept. 2015 fylgir.

Stærð: A rými : 174,9 ferm., 585,6rúmm.

Stærð B rými : 2,4 ferm., 7,7 rúmm.

Samtals: 177,3 ferm., 593,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49. Sóltún 6 (01.233.501) 211565 Mál nr. BN049782

Waldorfleikskólinn Sólstafir, Grundarstíg 19, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja Waldorf leik- og grunnskólann Sólstafi úr steinsteypu á einni hæð með timburþaki á lóð nr. 6 við Sóltún.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. ágúst 2015 fylgir erindinu.

Stærðir:

Núverandi færanlegar kennslustofur brúttó, 378 ferm., 1.190,9 rúmm.

Nýbygging brúttó, 333,3 ferm., 1.306,7 rúmm.

Samtals á lóð: 711,3 ferm., 2.497,6 rúmm.

Lóð 11.235 ferm., nhl. 0,06

Meðfylgjandi eru varmatapsútreikningar dags. 18.8. 2015, bréf frá arkitekt dags. 10.9. 2015, greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

50. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN049969

AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að setja upp upplýsingarskilti í samræmi við samning við Reykjavíkurborg við Lækjargötu/Kalkofnsveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2015.

Fundargerð dags. 8.9. 2015 er meðfylgjandi.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN049968

AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að setja upp upplýsingarskilti í samræmi við samning við Reykjavíkurborg við Ánanust.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2015.

Meðfylgjandi er fundargerð 8.9. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN049970

AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að setja upp upplýsingarskilti í samræmi við samning við Reykjavíkurborg við Stórholt/Þverholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2015.

Meðfylgjandi er fundargerð dags. 8.9. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

53. Dyngjuvegur 10 (01.384.201) 104898 Mál nr. BN050083

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á breytingum á  lóðamörkum og/eða lagfæringar á stærðum í skrám á  lóðunum Dyngjuvegi 10, Dyngjuvegi 12, Dyngjuvegi 14, , Laugarásvegi 65, Laugarásvegi 67, Laugarásvegi 69, Laugarásvegi 71, Laugarásvegi 73 og Laugarásvegi 75, eða eins  og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 08. 10. 2015.

Lóðin Dyngjuvegur 10 (staðgr. 1.384.201, landnr. 104898) er talin 780 m², lóðin reynist  1072 m², lóðin verður 1072 m², sbr. og þinglýstan lóðaleigusamning nr. 411-5-002109/2005.

Lóðin Dyngjuvegur 12 (staðgr. 1.384.202, landnr. 104899) er 773 m², bætt er    238 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1011 m².

Lóðin Dyngjuvegur 14 (staðgr. 1.384.203, landnr. 104900) er talin 1062 m², engin ákveðinn uppdráttur finnst af lóðinni, bætt er 1272 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1272 m².

Lóðin Laugarásvegur 65 (staðgr. 1.384.206, landnr. 104903) er talin 1168 m², lóðin reynist 1172 m², bætt er 114 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1286 m².

Lóðin Laugarásvegur 67 (staðgr. 1.384.207, landnr. 104904) er 955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 69 (staðgr. 1.384.208, landnr. 104905) er 955 m², bætt er 126 m²  við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 71 (staðgr. 1.384.209, landnr. 104906) er   955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 73 (staðgr. 1.384.210, landnr. 104907) er   1098 m², bætt er 145 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1243 m².

Lóðin Laugarásvegur 75 (staðgr. 1.384.211, landnr. 104908) er talin 1269 m²,  lóðin reynist   1268 m², lóðin verður 1268 m².

Sjá samþykkt bæjarráðs þann 22. 02. 1957 um lóðaskiptingu við Dyngjuveg og Laugarásveg.

NB. Skipulag var samþykkt í bæjarráði þann 30. 04. 1952, þar var óútvísað borgarland á milli lóða við Dyngjuveg og lóða við Laugarásveg. Síðan þann 22. 02. 1957 var samþykkt í bæjarráði nýtt skipulag þar sem þessu óútvísaða landi var skipt upp á milli lóðanna.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

54. Dyngjuvegur 12 (01.384.202) 104899 Mál nr. BN050084

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á breytingum á  lóðamörkum og/eða lagfæringar á stærðum í skrám á  lóðunum Dyngjuvegi 10, Dyngjuvegi 12, Dyngjuvegi 14, , Laugarásvegi 65, Laugarásvegi 67, Laugarásvegi 69, Laugarásvegi 71, Laugarásvegi 73 og Laugarásvegi 75, eða eins  og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 08. 10. 2015.

Lóðin Dyngjuvegur 10 (staðgr. 1.384.201, landnr. 104898) er talin 780 m², lóðin reynist  1072 m², lóðin verður 1072 m², sbr. og þinglýstan lóðaleigusamning nr. 411-5-002109/2005.

Lóðin Dyngjuvegur 12 (staðgr. 1.384.202, landnr. 104899) er 773 m², bætt er    238 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1011 m².

Lóðin Dyngjuvegur 14 (staðgr. 1.384.203, landnr. 104900) er talin 1062 m²,

engin ákveðinn uppdráttur finnst af lóðinni, bætt er 1272 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1272 m².

Lóðin Laugarásvegur 65 (staðgr. 1.384.206, landnr. 104903) er talin 1168 m², lóðin reynist 1172 m², bætt er 114 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1286 m².

Lóðin Laugarásvegur 67 (staðgr. 1.384.207, landnr. 104904) er 955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 69 (staðgr. 1.384.208, landnr. 104905) er 955 m², bætt er 126 m²  við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 71 (staðgr. 1.384.209, landnr. 104906) er   955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 73 (staðgr. 1.384.210, landnr. 104907) er   1098 m², bætt er 145 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1243 m².

Lóðin Laugarásvegur 75 (staðgr. 1.384.211, landnr. 104908) er talin 1269 m²,  lóðin reynist   1268 m², lóðin verður 1268 m².

Sjá samþykkt bæjarráðs þann 22. 02. 1957 um lóðaskiptingu við Dyngjuveg og Laugarásveg.

NB. Skipulag var samþykkt í bæjarráði þann 30. 04. 1952, þar var óútvísað borgarland á milli lóða við Dyngjuveg og lóða við Laugarásveg. Síðan þann 22. 02. 1957 var samþykkt í bæjarráði nýtt skipulag þar sem þessu óútvísaða landi var skipt upp á milli lóðanna.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

55. Dyngjuvegur 14 (01.384.203) 104900 Mál nr. BN050085

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á breytingum á  lóðamörkum og/eða lagfæringar á stærðum í skrám á  lóðunum Dyngjuvegi 10, Dyngjuvegi 12, Dyngjuvegi 14, , Laugarásvegi 65, Laugarásvegi 67, Laugarásvegi 69, Laugarásvegi 71, Laugarásvegi 73 og Laugarásvegi 75, eða eins  og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 08. 10. 2015.

Lóðin Dyngjuvegur 10 (staðgr. 1.384.201, landnr. 104898) er talin 780 m², lóðin reynist  1072 m², lóðin verður 1072 m², sbr. og þinglýstan lóðaleigusamning nr. 411-5-002109/2005.

Lóðin Dyngjuvegur 12 (staðgr. 1.384.202, landnr. 104899) er 773 m², bætt er    238 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1011 m².

Lóðin Dyngjuvegur 14 (staðgr. 1.384.203, landnr. 104900) er talin 1062 m²,

engin ákveðinn uppdráttur finnst af lóðinni, bætt er 1272 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1272 m².

Lóðin Laugarásvegur 65 (staðgr. 1.384.206, landnr. 104903) er talin 1168 m², lóðin reynist 1172 m², bætt er 114 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1286 m².

Lóðin Laugarásvegur 67 (staðgr. 1.384.207, landnr. 104904) er 955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 69 (staðgr. 1.384.208, landnr. 104905) er 955 m², bætt er 126 m²  við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 71 (staðgr. 1.384.209, landnr. 104906) er   955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 73 (staðgr. 1.384.210, landnr. 104907) er   1098 m², bætt er 145 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1243 m².

Lóðin Laugarásvegur 75 (staðgr. 1.384.211, landnr. 104908) er talin 1269 m²,  lóðin reynist   1268 m², lóðin verður 1268 m².

Sjá samþykkt bæjarráðs þann 22. 02. 1957 um lóðaskiptingu við Dyngjuveg og Laugarásveg.

NB. Skipulag var samþykkt í bæjarráði þann 30. 04. 1952, þar var óútvísað borgarland á milli lóða við Dyngjuveg og lóða við Laugarásveg. Síðan þann 22. 02. 1957 var samþykkt í bæjarráði nýtt skipulag þar sem þessu óútvísaða landi var skipt upp á milli lóðanna.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

56. Laugarásvegur 65 (01.384.206) 104903 Mál nr. BN050086

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á breytingum á  lóðamörkum og/eða lagfæringar á stærðum í skrám á  lóðunum Dyngjuvegi 10, Dyngjuvegi 12, Dyngjuvegi 14, , Laugarásvegi 65, Laugarásvegi 67, Laugarásvegi 69, Laugarásvegi 71, Laugarásvegi 73 og Laugarásvegi 75, eða eins  og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 08. 10. 2015.

Lóðin Dyngjuvegur 10 (staðgr. 1.384.201, landnr. 104898) er talin 780 m², lóðin reynist  1072 m², lóðin verður 1072 m², sbr. og þinglýstan lóðaleigusamning nr. 411-5-002109/2005.

Lóðin Dyngjuvegur 12 (staðgr. 1.384.202, landnr. 104899) er 773 m², bætt er    238 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1011 m².

Lóðin Dyngjuvegur 14 (staðgr. 1.384.203, landnr. 104900) er talin 1062 m²,

engin ákveðinn uppdráttur finnst af lóðinni, bætt er 1272 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1272 m².

Lóðin Laugarásvegur 65 (staðgr. 1.384.206, landnr. 104903) er talin 1168 m², lóðin reynist 1172 m², bætt er 114 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1286 m².

Lóðin Laugarásvegur 67 (staðgr. 1.384.207, landnr. 104904) er 955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 69 (staðgr. 1.384.208, landnr. 104905) er 955 m², bætt er 126 m²  við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 71 (staðgr. 1.384.209, landnr. 104906) er   955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 73 (staðgr. 1.384.210, landnr. 104907) er   1098 m², bætt er 145 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1243 m².

Lóðin Laugarásvegur 75 (staðgr. 1.384.211, landnr. 104908) er talin 1269 m²,  lóðin reynist   1268 m², lóðin verður 1268 m².

Sjá samþykkt bæjarráðs þann 22. 02. 1957 um lóðaskiptingu við Dyngjuveg og Laugarásveg.

NB. Skipulag var samþykkt í bæjarráði þann 30. 04. 1952, þar var óútvísað borgarland á milli lóða við Dyngjuveg og lóða við Laugarásveg. Síðan þann 22. 02. 1957 var samþykkt í bæjarráði nýtt skipulag þar sem þessu óútvísaða landi var skipt upp á milli lóðanna.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

57. Laugarásvegur 67 (01.384.207) 104904 Mál nr. BN050087

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á breytingum á  lóðamörkum og/eða lagfæringar á stærðum í skrám á  lóðunum Dyngjuvegi 10, Dyngjuvegi 12, Dyngjuvegi 14, , Laugarásvegi 65, Laugarásvegi 67, Laugarásvegi 69, Laugarásvegi 71, Laugarásvegi 73 og Laugarásvegi 75, eða eins  og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 08. 10. 2015.

Lóðin Dyngjuvegur 10 (staðgr. 1.384.201, landnr. 104898) er talin 780 m², lóðin reynist  1072 m², lóðin verður 1072 m², sbr. og þinglýstan lóðaleigusamning nr. 411-5-002109/2005.

Lóðin Dyngjuvegur 12 (staðgr. 1.384.202, landnr. 104899) er 773 m², bætt er    238 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1011 m².

Lóðin Dyngjuvegur 14 (staðgr. 1.384.203, landnr. 104900) er talin 1062 m²,

engin ákveðinn uppdráttur finnst af lóðinni, bætt er 1272 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1272 m².

Lóðin Laugarásvegur 65 (staðgr. 1.384.206, landnr. 104903) er talin 1168 m², lóðin reynist 1172 m², bætt er 114 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1286 m².

Lóðin Laugarásvegur 67 (staðgr. 1.384.207, landnr. 104904) er 955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 69 (staðgr. 1.384.208, landnr. 104905) er 955 m², bætt er 126 m²  við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 71 (staðgr. 1.384.209, landnr. 104906) er   955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 73 (staðgr. 1.384.210, landnr. 104907) er   1098 m², bætt er 145 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1243 m².

Lóðin Laugarásvegur 75 (staðgr. 1.384.211, landnr. 104908) er talin 1269 m²,  lóðin reynist   1268 m², lóðin verður 1268 m².

Sjá samþykkt bæjarráðs þann 22. 02. 1957 um lóðaskiptingu við Dyngjuveg og Laugarásveg.

NB. Skipulag var samþykkt í bæjarráði þann 30. 04. 1952, þar var óútvísað borgarland á milli lóða við Dyngjuveg og lóða við Laugarásveg. Síðan þann 22. 02. 1957 var samþykkt í bæjarráði nýtt skipulag þar sem þessu óútvísaða landi var skipt upp á milli lóðanna.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

58. Laugarásvegur 69 (01.384.208) 104905 Mál nr. BN050088

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á breytingum á  lóðamörkum og/eða lagfæringar á stærðum í skrám á  lóðunum Dyngjuvegi 10, Dyngjuvegi 12, Dyngjuvegi 14, , Laugarásvegi 65, Laugarásvegi 67, Laugarásvegi 69, Laugarásvegi 71, Laugarásvegi 73 og Laugarásvegi 75, eða eins  og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 08. 10. 2015.

Lóðin Dyngjuvegur 10 (staðgr. 1.384.201, landnr. 104898) er talin 780 m², lóðin reynist  1072 m², lóðin verður 1072 m², sbr. og þinglýstan lóðaleigusamning nr. 411-5-002109/2005.

Lóðin Dyngjuvegur 12 (staðgr. 1.384.202, landnr. 104899) er 773 m², bætt er    238 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1011 m².

Lóðin Dyngjuvegur 14 (staðgr. 1.384.203, landnr. 104900) er talin 1062 m²,

engin ákveðinn uppdráttur finnst af lóðinni, bætt er 1272 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1272 m².

Lóðin Laugarásvegur 65 (staðgr. 1.384.206, landnr. 104903) er talin 1168 m², lóðin reynist 1172 m², bætt er 114 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1286 m².

Lóðin Laugarásvegur 67 (staðgr. 1.384.207, landnr. 104904) er 955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 69 (staðgr. 1.384.208, landnr. 104905) er 955 m², bætt er 126 m²  við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 71 (staðgr. 1.384.209, landnr. 104906) er   955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 73 (staðgr. 1.384.210, landnr. 104907) er   1098 m², bætt er 145 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1243 m².

Lóðin Laugarásvegur 75 (staðgr. 1.384.211, landnr. 104908) er talin 1269 m²,  lóðin reynist   1268 m², lóðin verður 1268 m².

Sjá samþykkt bæjarráðs þann 22. 02. 1957 um lóðaskiptingu við Dyngjuveg og Laugarásveg.

NB. Skipulag var samþykkt í bæjarráði þann 30. 04. 1952, þar var óútvísað borgarland á milli lóða við Dyngjuveg og lóða við Laugarásveg. Síðan þann 22. 02. 1957 var samþykkt í bæjarráði nýtt skipulag þar sem þessu óútvísaða landi var skipt upp á milli lóðanna.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

59. Laugarásvegur 71 (01.384.209) 104906 Mál nr. BN050089

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á breytingum á  lóðamörkum og/eða lagfæringar á stærðum í skrám á  lóðunum Dyngjuvegi 10, Dyngjuvegi 12, Dyngjuvegi 14, , Laugarásvegi 65, Laugarásvegi 67, Laugarásvegi 69, Laugarásvegi 71, Laugarásvegi 73 og Laugarásvegi 75, eða eins  og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 08. 10. 2015.

Lóðin Dyngjuvegur 10 (staðgr. 1.384.201, landnr. 104898) er talin 780 m², lóðin reynist  1072 m², lóðin verður 1072 m², sbr. og þinglýstan lóðaleigusamning nr. 411-5-002109/2005.

Lóðin Dyngjuvegur 12 (staðgr. 1.384.202, landnr. 104899) er 773 m², bætt er    238 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1011 m².

Lóðin Dyngjuvegur 14 (staðgr. 1.384.203, landnr. 104900) er talin 1062 m²,

engin ákveðinn uppdráttur finnst af lóðinni, bætt er 1272 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1272 m².

Lóðin Laugarásvegur 65 (staðgr. 1.384.206, landnr. 104903) er talin 1168 m², lóðin reynist 1172 m², bætt er 114 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1286 m².

Lóðin Laugarásvegur 67 (staðgr. 1.384.207, landnr. 104904) er 955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 69 (staðgr. 1.384.208, landnr. 104905) er 955 m², bætt er 126 m²  við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 71 (staðgr. 1.384.209, landnr. 104906) er   955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 73 (staðgr. 1.384.210, landnr. 104907) er   1098 m², bætt er 145 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1243 m².

Lóðin Laugarásvegur 75 (staðgr. 1.384.211, landnr. 104908) er talin 1269 m²,  lóðin reynist   1268 m², lóðin verður 1268 m².

Sjá samþykkt bæjarráðs þann 22. 02. 1957 um lóðaskiptingu við Dyngjuveg og Laugarásveg.

NB. Skipulag var samþykkt í bæjarráði þann 30. 04. 1952, þar var óútvísað borgarland á milli lóða við Dyngjuveg og lóða við Laugarásveg. Síðan þann 22. 02. 1957 var samþykkt í bæjarráði nýtt skipulag þar sem þessu óútvísaða landi var skipt upp á milli lóðanna.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

60. Laugarásvegur 73 (01.384.210) 104907 Mál nr. BN050090

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á breytingum á  lóðamörkum og/eða lagfæringar á stærðum í skrám á  lóðunum Dyngjuvegi 10, Dyngjuvegi 12, Dyngjuvegi 14, , Laugarásvegi 65, Laugarásvegi 67, Laugarásvegi 69, Laugarásvegi 71, Laugarásvegi 73 og Laugarásvegi 75, eða eins  og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 08. 10. 2015.

Lóðin Dyngjuvegur 10 (staðgr. 1.384.201, landnr. 104898) er talin 780 m², lóðin reynist  1072 m², lóðin verður 1072 m², sbr. og þinglýstan lóðaleigusamning nr. 411-5-002109/2005.

Lóðin Dyngjuvegur 12 (staðgr. 1.384.202, landnr. 104899) er 773 m², bætt er    238 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1011 m².

Lóðin Dyngjuvegur 14 (staðgr. 1.384.203, landnr. 104900) er talin 1062 m²,

engin ákveðinn uppdráttur finnst af lóðinni, bætt er 1272 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1272 m².

Lóðin Laugarásvegur 65 (staðgr. 1.384.206, landnr. 104903) er talin 1168 m², lóðin reynist 1172 m², bætt er 114 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1286 m².

Lóðin Laugarásvegur 67 (staðgr. 1.384.207, landnr. 104904) er 955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 69 (staðgr. 1.384.208, landnr. 104905) er 955 m², bætt er 126 m²  við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 71 (staðgr. 1.384.209, landnr. 104906) er   955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 73 (staðgr. 1.384.210, landnr. 104907) er   1098 m², bætt er 145 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1243 m².

Lóðin Laugarásvegur 75 (staðgr. 1.384.211, landnr. 104908) er talin 1269 m²,  lóðin reynist   1268 m², lóðin verður 1268 m².

Sjá samþykkt bæjarráðs þann 22. 02. 1957 um lóðaskiptingu við Dyngjuveg og Laugarásveg.

NB. Skipulag var samþykkt í bæjarráði þann 30. 04. 1952, þar var óútvísað borgarland á milli lóða við Dyngjuveg og lóða við Laugarásveg. Síðan þann 22. 02. 1957 var samþykkt í bæjarráði nýtt skipulag þar sem þessu óútvísaða landi var skipt upp á milli lóðanna.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

61. Laugarásvegur 75 (01.384.211) 104908 Mál nr. BN050091

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á breytingum á  lóðamörkum og/eða lagfæringar á stærðum í skrám á  lóðunum Dyngjuvegi 10, Dyngjuvegi 12, Dyngjuvegi 14, , Laugarásvegi 65, Laugarásvegi 67, Laugarásvegi 69, Laugarásvegi 71, Laugarásvegi 73 og Laugarásvegi 75, eða eins  og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 08. 10. 2015.

Lóðin Dyngjuvegur 10 (staðgr. 1.384.201, landnr. 104898) er talin 780 m², lóðin reynist  1072 m², lóðin verður 1072 m², sbr. og þinglýstan lóðaleigusamning nr. 411-5-002109/2005.

Lóðin Dyngjuvegur 12 (staðgr. 1.384.202, landnr. 104899) er 773 m², bætt er    238 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1011 m².

Lóðin Dyngjuvegur 14 (staðgr. 1.384.203, landnr. 104900) er talin 1062 m²,

engin ákveðinn uppdráttur finnst af lóðinni, bætt er 1272 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1272 m².

Lóðin Laugarásvegur 65 (staðgr. 1.384.206, landnr. 104903) er talin 1168 m², lóðin reynist 1172 m², bætt er 114 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 1286 m².

Lóðin Laugarásvegur 67 (staðgr. 1.384.207, landnr. 104904) er 955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 69 (staðgr. 1.384.208, landnr. 104905) er 955 m², bætt er 126 m²  við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 71 (staðgr. 1.384.209, landnr. 104906) er   955 m², bætt er 126 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1081 m².

Lóðin Laugarásvegur 73 (staðgr. 1.384.210, landnr. 104907) er   1098 m², bætt er 145 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður   1243 m².

Lóðin Laugarásvegur 75 (staðgr. 1.384.211, landnr. 104908) er talin 1269 m²,  lóðin reynist   1268 m², lóðin verður 1268 m².

Sjá samþykkt bæjarráðs þann 22. 02. 1957 um lóðaskiptingu við Dyngjuveg og Laugarásveg.

NB. Skipulag var samþykkt í bæjarráði þann 30. 04. 1952, þar var óútvísað borgarland á milli lóða við Dyngjuveg og lóða við Laugarásveg. Síðan þann 22. 02. 1957 var samþykkt í bæjarráði nýtt skipulag þar sem þessu óútvísaða landi var skipt upp á milli lóðanna.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

62. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN050078

Sóltún 1 ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sóltún 1 ehf, óskar hér með eftir því að tölusetning matshluta 03 verði breytt úr Mánatún 19-21 í Sóltún 1-3, landnúmer 208475.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

63. Flókagata Miklatún (01.248.-99) 103419 Mál nr. BN049900

Markaðslausnir Athlon ehf., Þinghólsbraut 55, 200 Kópavogur

Spurt er hvort  setja megi upp 2x3 metra stórt skilti sem auglýsi starfsemi Listasafns Reykjavíkur, tímabundið með leyfi eitt ár í senn, staðsett á sama stað og nú er á Klambratúni. Meðfylgjandi er umsögn SRU dags. 9. október  2015.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og samgöngustjóra.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:59.

Nikulás Úlfar Másson

Björn Kristleifsson

Björgvin Rafn Sigurðarson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir