Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 120

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2015, miðvikudaginn 30. september  kl. 09:10, var haldinn 120. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, S. Björn Blöndal, Gísli Garðarsson,  Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson  og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari var Harri Ormarsson. 

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Betri Reykjavík, bílaleiga þjónusta (USK2015090012) Mál nr. US150188

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „bílaleiga þjónusta" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. september 2015. Erindið var efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum ýmislegt. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 17. september 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 17. september 2015 samþykkt.

2. Betri Reykjavík, gangbrautarljós í Borgartún (USK2015060082) Mál nr. US150159

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „gangbrautarljós í Borgartún" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. júní 2015. Erindið var  önnur efsta hugmynd júnímánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efsta hugmyndin í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 15. september 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 15. september 2015 samþykkt.

Sigurborg Ó Haraldsdóttir  áheyrnarfulltrúi tekur sæti á fundinum kl. 9:25. 

3. Betri Reykjavík, fækka umferðarljósum á stofnæðum borgarinnar (USK2015090017) Mál nr. US150193

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „fækka umferðarljósum á stofnæðum borgarinnar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. september 2015. Erindið var fimmta efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 17. september 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 17. september 2015 samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

4. Laugardalur, Secret Solstice, (USK2015090001) Mál nr. US150202

Solstice Productions ehf., Síðumúla 1, 101 Reykjavík

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 1. september 2015, þar sem vísað er til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs erindi Solstice Productions ehf. ódags. um Secret Solstice festirval. Einnig er óskað eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um þann þátt sem snýr að borgarráði. Óskað er eftir að umsögnin berist inn þriggja vikna. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. september 2015. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. september 2015 samþykkt. 

Vísað til borgarráðs. 

Guðmundur Vignir Óskarsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5. Tillaga umhverfis og skipulagsráðs varðandi landnotkunarheimildir, landnotkunarheimildir í miðborg Reykjavíkur Mál nr. US150197

Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagsráðs 

"Umhverfis- og skipulagssviði er falið að leita leiða til að takmarka breytingar á landnotkunarheimildum í miðborg Reykjavíkur til að koma í veg fyrir að íbúðir víki fyrir annari stafssemi. Er það rökrétt framhald af kvótasetningu á hlutfall gistirýma af heildarfermetrafjölda í deiliskipulagi Kvosarinnar. Umhverfis- og skipulagssvið skili tillögum þar að lútandi til umhverfis- og skipulagsráðs."

Samþykkt. 

Vísað til meðferðar skipulagsfulltrúa. 

6. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, beiðni um upplýsingar um loftgæði og samanburð við aðrar borgir. Mál nr. US150121

Á fundi umhverfis og skipulagsráðs 10. júní 2015 var lögð fram beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur um upplýsingar um loftgæði og samanburð við aðrar borgir.

Mikilvægt er að leita leiða til þess að minnka svifryk í borginni. Margvíslegar aðgerðir annarra borga til að halda niðri loftmengun geta átt við hér og skilað árangri. Óskað er eftir upplýsingum um loftmengun annarra borga á norðlægum slóðum og samanburður gerður á loftmengun í Reykjavík. Hvernig hafa þær borgir, sem upplýsingar verða fengnar frá, brugðist við loftmengun og hvaða árangri hefur það skilað? Eru aðferðir við mælingar á loftgæðum í Reykjavík sambærilegar við mælingar annarra borga? Skoðað verði hvort orsök og samsetning mengunar annarra borga sé sambærileg við orsök og samsetningu mengunar í Reykjavík? Hver er þáttur samgangna í menguninni? Hvaða áhrif hafa opin svæði nærri byggð og opnir grunnar? Litið verði m.a. til þess hvernig hreinsun gatna er háttað og hvaða aðferðir eru notaðar við það verkefni. Einnig er lagt fram svar Heilbrigðiseftrilits Reykjavíkur dags. 14. september 2015.  

Kristín Lóa Ólafsdóttir og Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

(A) Skipulagsmál

7. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 25. september 2015. 

8. Akurholt í Úlfarsfellslandi, deiliskipulag (02.6) Mál nr. SN150565

Hanna Björk Kristinsdóttir, Freyjubrunnur 26, 113 Reykjavík

Lögð fram umsókn Hönnu Bjarkar Kristinsdóttur, mótt. 25. ágúst 2015, um deiliskipulag fyrir Akurholt í Úlfarsfellslandi. Í tillögunni felst að skilmáli landnotkunar heimili rekstur gistiskála í flokki II, veitingasölu og hestaleigu, samkvæmt uppdr. Böðvars Páls Jónssonar arkitekts, dags. 10. ágúst 2015.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

9. Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN150181

Matfugl ehf., Völuteigi 2, 270 Mosfellsbær

Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Matfugls ehf., dags. 27. mars 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir alifuglahús, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 4. mars 2015. Einnig er lagt fram bréf Stefáns Geirs Þórissonar hrl. f.h. Matfugls ehf. dags. 16. mars 2015 og umhverfisskýrsla verkfræðistofunnar Eflu, dags. 15. apríl 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlitsins, dags. 2. júní 2015. Tillagan var auglýst frá 30. júní 2015 til og með 12. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson, dags. 10. ágúst 2015 og hverfisráð Kjalarness, dags. 12. ágúst 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2015. 

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2015. 

Vísað til borgarráðs. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

10. Kjalarvogur 12, breyting á deiliskipulagi (01.42) Mál nr. SN150209

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf Faxaflóahafna s.f. dags. 13. apríl 2015 ásamt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 10. apríl 2015 að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 12 við Kjalarvog. Einnig er lögð fram afstöðumynd og snið dags. 27. ágúst 2015.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

11. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN150499

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar. Í breytingunni felst fjölgun íbúða samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 8. júlí 2013 síðast breyttur 25. september 2015. Einnig er lagt fram erindisbréf Borgarstjóra vegna skipunar stýrihóps um verkefnið. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir 

sitja hjá við afgreiðslu málsins., 

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir greiðir atkvæði á móti.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

12. Rauðagerði, breyting á deiliskipulagi (01.82) Mál nr. SN150267

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Rauðagerðis. Í breytingunni felst að fækka gestabílastæðum úr tveimur í eitt og færa bílastæðið á annan stað í botnlanga götunnar, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. maí 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá  5. júní til og með 3. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Draupnir lögfr. f.h. Sigþórs Sigurjónssonar, dags. 16. júní 2015, ásamt viðbótargögnum, Guðrún Guðjónsdóttir og Benedikt Þórisson, dags. 30. júní 2015, Helgi K. Pálsson, dags. 3. júlí 2015, undirskrift íbúa að Rauðagerði 41 - 59 sem fengu sent kynningarbréf, dags. 29. júní 2015 og Guðmundur G. Þórarinsson, dags. 2. júlí 2015. Eftir að athugasemdarfresti lauk barst athugasemd Lausna ehf. f.h. Helga K. Pálssonar, dags. 10. júlí 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. september 2015. 

Umhverfis- og skipulagráð fellst ekki á breytinguna með vísan til umsagnar  skipulagsfulltrúa dags. 24. september 2015 samþykkt. .

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

13. Sigtún 38 og 40, Sigtúnsreitur, breyting á deiliskipulagi (01.366.0) Mál nr. SN150236

Atelier Arkitektar slf., Skaftahlíð 16, 105 Reykjavík

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Íslandshótels hf., dags. 28. apríl 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 38 og 40 við Sigtún. Í breytingunni felst að lóð nr. 38 er stækkuð og heimiluð er aukin uppbygging hótels á henni og lóð nr. 40 er minnkuð og heimiluð er uppbygging íbúðarhúsa í sex byggingum á henni í stað gróðurskála. Skrifaðir eru nýir sérskilmálar fyrir báðar lóðirnar miðað við breytta uppbyggingu. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Atelier Arkitekta slf., dags. apríl 2015. Tillagan var auglýst frá 29. maí 2015 til og með 10. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Helga Ágústsdóttir, dags. 3. júní 2015, Jón Viðar Gunnarsson, dags. 4. júní 2015 og Salvör Gissurardóttir, dags. 11. júní 2015, Halla Sif Guðlaugsdóttir, dags. 7. júlí 2015, Hildur Bjarnadóttir, dags. 7. júlí 2015, Hjörtur Þór Hauksson, dags. 7. júlí 2015, Anna Halldóra Þórðardóttir, dags. 7. júlí 2015,  Þórhallur Jóhannesson, dags. 7. júlí 2015, Axel Eiríksson og Stefanía Sigurjónsdóttir, dags. 8. júlí 2015, Verkfræðingafélag Íslands Árni B. Björnsson, dags. 9. júlí 2015, Kristbjörn Helgason, dags. 9. júlí 2015,  Málfríður Kristjánsdóttir, dags. 9. júlí 2015, Elísabet Magnúsdóttir, dags. 9. júlí 2015, Jesús Rodríguez, dags. 9. júlí 2015, Inga María Leifsdóttir, dags. 9. júlí 2015, Jón Ágúst Eiríksson, dags. 9. júlí 2015, Sigrún Drífa Jónsdóttir og Árni Sören Ægisson, dags. 9. júlí 2015, 

Karl Frank Sigurðsson, dags. 9. júlí 2015, Svala Bryndís Jónsdóttir, dags. 9. júlí 2015, Hjalti Þórisson og Guðrún Björk Tómsdóttir, dags. 9. júlí 2015, Jón V. Gunnarsson, dags. 10. júlí 2015,  undirskriftalisti 336 íbúa, dags. 9. júlí 2015, Bjarney Jónsdóttir og Guðrún Einarsdóttir, dags. 9. júlí 2015, íbúasamtök Laugardals dags. 10. júlí 2015, Haukur Karlsson og Áslaug Karlsdóttir, dags. 10. júlí 2015, Ásgeir Björgvinsson og Þórhildur Þórhallsdóttir, dags. 13. júlí 2015, Ásgeir Jónsson og Gerður Bolladóttir, dags. 13. júlí 2015, Birkir Fjalar Viðarsson, dags. 13. júlí 2015, Heiðlóa Ásvaldsdóttir, dags. 13. júlí 2015 og Landssamtök hjólreiðarmanna, dags. 13. júlí 2015. Einnig er lögð fram umsögn hverfisráðs Laugardals, dags. 23. júní 2015 og umsögn/svar skóla og frístundasviðs, ódags.

Athugasemdir kynntar. 

Umhverfis og skipulagsráð leggur fram eftirfarandi tillögu: 

“Umhverfis- og skipulagsráð felur umhverfis og skipulagssviði að halda upplýsingafund um deiliskipulag við Sigtún. Fjölmargar athugasemdir bárust við auglýsta tillögu um fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum þar sem áður var verslunin Blómaval. Skýrar athugasemdir hafa borist um grunn- og leikskólamál, byggingarmagn, umhverfisgæði, yfirbragð byggðar, umferðarmál og fleira.

Nú liggja fyrir ítarleg svör og viðbrögð við framkomnum athugasemdum sem mikilvægt er að farið verði vel yfir með hagsmunaaðilum. Greint verði frá helstu athugasemdum sem fram hafi komið og viðbrögðum við þeim. Farið verði yfir breytingar sem gerðar hafa verið til að mæta athugasemdum íbúa.”

Tillaga umhverfis- og skipulagsráðs samþykkt. 

Vísað til meðferðar skipulagsfulltrúa. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

14. Baldursgata 32 og 34, breyting á deiliskipulagi (01.186.3) Mál nr. SN130462

Reir ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Reir ehf. dags. 27. september 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.186.3 vegna lóðanna nr. 32 og 34 við Baldursgötu. Í breytingunni felst hækkun á mæni hússins að Baldursgötu 32 og hækkun á þakbrún hússins að Baldursgötu 34, samkvæmt uppdr. Arkþings dags. 27. september 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. október 2013 til og með 6. nóvember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðríður Jóhannesdóttir dags. 8. október og 5. nóvember 2013, Kári Sölmundarson dags. 14. október 2013, Þorsteinn Haraldsson og Lára V. Júlíusdóttir dags. 30. október 2013, Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri Capital ehf. dags. 4. nóvember 2013, Steinunn Jóhannesdóttir og Einar Karl Haraldsson, dags. 6. nóvember 2013 og Lilja Gunnarsdóttir og Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, dags. 6. nóvember 2013. Einnig er lagt fram samþykki 12 hagsmunaaðila mótt. 6. nóvember 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2013. 

Málið var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði 4. desember 2013 en er nú lagt fram að nýju ásamt úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. september 2015 þar sem kæru var vísað frá þar sem ekki hafi verið um lokaákvörðun að ræða í skilningi 2. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga 

Vísað til borgarráðs.

15. Örfirisey, deiliskipulag (01.1) Mál nr. SN140611

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var tillögunni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Faxaflóahafna dags. 29. júní 2015 og breyttum deiliskipulagsuppdráttum dags. 24. júní 2015. Tillagan var auglýst frá 20. júlí til og með 31. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 31. ágúst 2015, GP arkitektar f.h. eigenda Fiskislóðar 31, dags. 26. ágúst 2015, Berglind Svavarsdóttir og Jón Ármann Guðjónsson f.h. Lindbergs ehf., dags. 25. ágúst 2015, Kjartan Rafnsson f.h. S.K.Ó., dags. 31. ágúst 2015 og Guðjón Sverrir Rafnsson f.h. Miðfells ehf., dags. 31. ágúst 2015. 

Frestað. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 844 frá  29. september 2015. 

(F) Framkvæmdir og frumathuganir

17. Vistvæn vottun bygginga Reykjavíkurborgar, (USK2014120009) Mál nr. US150198

Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra frumathugana mannvirkjagerðar á skrifstofu skipulags, byggingar og borgarhönnunar, dags. 19. desember 2014 ásamt skýrslu starfshóps um umhverfisvottunarhverfi fyrir byggingar Reykjavíkurborgar, dags. desember 2014.

Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. september 2015. 

Rétt bókun er: 

Bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19 desember 2014 samþykkt.

Vísað til borgarráðs. 

(D) Ýmis mál

18. Umhverfis- og skipulagsráð, náms- og kynnisferð 2015 Mál nr. US150157

Kynnt náms- og kynnisferð umhverfis- og skipulagsráðs til Svíþjóðar og Finnlands í september 2015. 

Sigurborg  Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi víkur af fundi kl. 13:45

19. Landsskipulagsstefna 2015-2026, tillaga Mál nr. SN150014

Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík

Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. september 2015, þar sem erindi frá umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 23. september 2015, þar sem óskað er eftir umsögn á tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016 er vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. september 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. september 2015 samþykkt. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og  Áslaug María Friðriksdóttir  sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka eftirfarandi: 

“Í Landsskipulagsstefnu stendur: „Þar til samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar liggur fyrir um annað miðast landsskipulagsstefna við núverandi staðsetningu Reykjavíkurflugvalla..“ Ekki er ástæða til þess að gera athugasemd við stefnuna að þessu leyti enda einfaldlega raunsætt mat. 

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins. .

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

20. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í júlí 2015. 

21. Umhverfis- og skipulagssvið, mánaðaruppgjör janúar til október  2014 Mál nr. US130185

Kynnt uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs ES og RK fyrir janúar til júlí 2015. 

22. Hringbraut 73, kæra 31/2015, umsögn (01.540.0) Mál nr. SN150554

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 8. maí 2015 ásamt kæru þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúans í Reykjavík á að beita þvingunarúrræðum vegna framkvæmda í geymsluherbergi í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 73 við Hringbraut. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 23. september 2015.

23. Borgartún 28, kæra 46/2015, umsögn (01.230.1) Mál nr. SN150345

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. júní 2015 ásamt kæru vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 28 við Borgartún. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 15. september 2015.

24. Baldursgata 32 og 34, kæra 1/2014, umsögn, úrskurður (01.186.3) Mál nr. SN140011

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. janúar 2013 ásamt kæru dags. 5. janúar 2014 þar sem kærð er samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 27. nóvember 2013 á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 32 og 34 við Baldursgötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 14. febrúar 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. september 2015. 

Úrskurðarorð: 

Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

25. Langholtsvegur/Drekavogur, kæra 115/2008, umsögn, úrskurður (01.414.0) Mál nr. SN090090

Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2009 ásamt kæru þar sem kærð er samþykkt deiliskipulags fyrir Langholtsveg /Drekavog. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. apríl 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. september 2015. Úrskurðarorð: 

Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs frá 16. október 2008 um að samþykkja deiliskipulag fyrir Langholtsveg /Drekavog.

26. Keilugrandi/Boðagrandi/Fjörugrandi, breyting á deiliskipulagi (01.513.3) Mál nr. SN150467

Jón Valgeir Björnsson, Brávallagata 4, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18. september 2015, vegna samþykktar borgarráðs 17. september 2015 á verklýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi lóðanna nr. 1 við Keilugranda, Fjörugranda og sléttra talna við Boðagranda.

27. Stangarholt 3-11, deiliskipulag (01.246.1) Mál nr. SN150006

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18. september 2015, vegna samþykktar borgarráðs 17. september 2015 á auglýsingu um tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3-11 við Stangarholt.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:30.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson ______________________________________________

S. Björn Blöndal__________________________________________

Sverrir Bollason __________________________________________________

Gísli Garðarsson _________________________________________________

Júlíus Vífill Ingvarsson ____________________________________________

Áslaug María Friðriksdóttir__________________________________________

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir_______________________________________-

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 29. september kl. 10:05 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 844. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Eva Geirsdóttir, Harri Ormarsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson og Jón Hafberg Björnsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Brautarholt 4-4A (01.241.203) 103021 Mál nr. BN049567

PK-Arkitektar ehf., Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofuhúsnæði á jarðhæð, rými 0101 og að hluta til á 2. hæð í rými 0201, komið er fyrir svölum á suðurhlið, núverandi stigi fjarlægður og nýr stigi, opna á milli hæða og stækka húsið með því að taka í notkun innskot á norðurhlið í húsinu á lóð nr. 4 við Brautarholt.

Samþykki meðlóðarhafa á 4 og sumra meðlóðarhafa á 4A Brautarholt dags. apríl 2015

Stækkun: 6 ferm., 19,2 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Dragháls 18-26 (04.304.304) 111022 Mál nr. BN050004

Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 1. og 2. hæð og sótt er um að byggja 3. hæð ofaná hús á lóð nr. 18-26 og 17-25 við Dragháls / Fossháls. 

Stækkun: XX ferm og XX rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

3. Eggertsgata 2-34 (01.634.-99) 106682 Mál nr. BN049710

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera breytingu á 1. og 2. hæð þannig að geymslur verða færðar og endurbyggðar,  afmörkuð verða svæði fyrir kerrur og vagna og anddyri  á 1. hæð verður stækkað í fjölbýlishúsinu hjá Félagsstofnun Stúdenta á lóð nr. 2-4 við Eggertsgötu. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Egilsgata 30 (01.195.103) 102583 Mál nr. BN049663

Regína Bjarnadóttir, Egilsgata 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á einbýlishús á lóð nr. 30 við Egilsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslu skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2016 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 24. júlí til og með 22. ágúst 2015. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Fannafold 217-217A (02.852.203) 109992 Mál nr. BN049883

Agnar G Árnason, Frostafold 93, 112 Reykjavík

Tryggvi Baldursson, Fannafold 217, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri stækkun á sólskála við vesturhlið hússins nr. 217  á lóð nr. 217-217A við Fannafold.

Stækkun sólskála er: 6,1 ferm., 89,2 rúmm. 

Gjald kr. 9.823 

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

6. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN048803

Húsfélagið Fákafeni 11, Fákafeni 11, 108 Reykjavík

ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum og fjölgun eigna í húsi á lóð nr. 11 við Fákafen.

Meðfylgjandi er tölvupóstur dags. 12. október 2012, bréf hönnuðar dags. 27. janúar 2015, og annað dags. 13. febrúar 2015 og enn annað dags. 26.2. 2015 og bréf hönnuðar dags.24. mars 2015

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

7. Grandagarður 15-37 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN049986

Tilefni ehf., Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, sjá erindi BN049692, þannig að  bakrými minnkar þar sem hætt er við kæli og ræsting færist í núverandi inntaksrými í húsi nr. 19 á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Grandagarður 2 (01.115.301) 100058 Mál nr. BN049778

Bismarck ehf., Grandagarði 2, 101 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN046056 þannig að veitingahús verður í flokki II í húsi á lóð nr. 2 við Grandagarð.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN050003

Karl Mikli ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta þaki á mhl. 02 og hækka til austurs og innrétta gistiheimili með 27 herbergjum á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Stækkun:  74 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

10. Grensásvegur 50 (01.802.509) 107715 Mál nr. BN050002

Skúli Magnússon, Lækjarás 2, 110 Reykjavík

Hilmar Magnússon, Hæðarsel 4, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri heilsumiðstöð í mhl. 01 á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 50 við Grensásveg.

Þinglýst skipunarbréf dags. 14. mars. 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Grettisgata 19B (01.172.229) 101483 Mál nr. BN049855

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffistofu starfsfólks í Sandholtsbakaríi á 1. hæð í húsi á lóð nr. 19B við Grettisgötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Grjótasel 5 (04.933.707) 112875 Mál nr. BN050008

Birgir Guðmundsson, Grjótasel 5, 109 Reykjavík

Sótt er  um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna eignaskiptasamnings fyrir húsið og gerð sérafnotareit fyrir íbúð 0001 og 0101 á lóð nr. 5 við Grjótasel. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Haukshólar 6 (04.643.006) 111921 Mál nr. BN050009

Benedikt Helgason, Sviss, Sótt er um leyfi til að taka í notkun óuppfyllt sökkulrými  sem mun tilheyra íbúð 0201 og opna upp í íbúðina í húsi á lóð nr. 6 við Haukshóla.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

14. Heiðargerði 21 (01.801.102) 107610 Mál nr. BN050005

Björn Brynjúlfsson, Heiðargerði 21, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við austur- og vesturhlið úr steinsteypu, einangrað að utan, klætt standandi timburklæðningu hús á lóð nr. 21 við Heiðargerði 

Stækkun: 39,5 ferm., 118,5 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

15. Hlíðarendi 1-7 (01.629.502) 220839 Mál nr. BN050011

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og aðstöðusköpun á lóðinni nr. 1-7 að Hlíðarenda, sjá erindi BN048979 sem samþykkt var 09.06.2015.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Hlíðargerði 26 (01.815.407) 108015 Mál nr. BN049933

Svanur Baldursson, Hlíðargerði 26, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu með anddyri við aðalinngang á suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 26 við Hlíðargerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2015.

Stækkun: 6,8 ferm., 21,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Grenndarkynningu ólokið.

17. Hólavallagata 3 (01.161.006) 101187 Mál nr. BN049972

Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi og til að færa sorptunnur við hús á lóð nr. 3 við Hólavallagötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Hraunbær 113 (04.333.301) 111073 Mál nr. BN049744

Vottar Jehóva, Sogavegi 71, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga bílastæðum úr 41 stæði í 63 stæði við hús Votta Jehóva á lóð nr. 113 við Hraunbæ.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá  25. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2015.

Meðfylgjandi er bréf rekstrarnefndar dags. 14.7. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2015.

19. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN049977

Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN049812 samþ. 1.9. 2015 sem felast í að húsið er einangrað að utan, stiga í glerbyggingu breytt og svalir settar á norð-vestur horn hússins á lóð nr. 14 við Hrísateig.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Jafnasel  2-4 (04.993.102) 113283 Mál nr. BN049979

Festi fasteignir ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN04338, m. a. er ræsting fjarlægð á 1. hæð, skrifstofa á 1. hæð verður tvískipt, grænmetisvinnslan er fjarlægð og innréttaður búningsklefi fyrir starfsmenn í kjallara hússins á lóð nr. 2-4 við Jafnasel.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

21. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN049886

Festir ehf., Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að bæta við flóttaleið af suðurhluta efri hæðar út í gegnum óráðstafað rými á norðurhlið atvinnuhúss á lóð nr. 10 við Kjalarvog.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Langagerði 22 (01.832.011) 108538 Mál nr. BN049934

Jane Elisabeth Alexander, Langagerði 22, 108 Reykjavík

Margrét Gísladóttir, Langagerði 22, 108 Reykjavík

Haraldur Hafsteinn Helgason, Langagerði 22, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til byggja anddyrisbyggingu við 1. hæð og nýjan stiga upp á 2. hæð í þríbýlishúsi á lóð nr. 22 við Langagerði.

Meðfylgjandi er samþykki eiganda í kjallara, aðrir eigendur eru umsækjendur.

Stækkun: 2,9 ferm., 7,32 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Laugavegur 100 (01.174.310) 101645 Mál nr. BN050018

100 Iceland ehf., Laugavegi 100, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breytingum á lagnaklefa og innréttingum í kjallara og uppsetningu á skilti sbr. erindi BN049929 sem var synjað 22.9. 2015 og að aðgengi fyrir alla sé leyst með lausum brautum sem geymdar séu innanhúss þegar þær eru ekki í notkun við gististað á lóð nr. 100 við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

24. Laugavegur 3 (01.171.014) 101360 Mál nr. BN049992

Húsfélagið Laugavegi 3, Pósthólf 1262, 121 Reykjavík

Brekkuholt ehf., Sogavegi Melbæ, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan vegg á norðurmörkum lóðarinnar nr. 3 við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Laugavegur 32 (01.172.213) 101468 Mál nr. BN049631

Paul Newton, Klapparstígur 44, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp svalir úr stáli og timbri og glugga við svalirnar á húsinu á lóð nr. 32 við Laugaveg.

Einnig er lagt fram bréf eigenda ásamt samþykki tveggja hagsmunaaðila dags. 19. ágúst 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. september 2015 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 20. ágúst til og með 17. september 2015. Engar athugasemdir bárust.

Samþykki meðlóðarhafa ódags. og umsögn Minjastofnun Íslands dags. 8. júlí 2015 fylgir. Jákvæð fyrirspurn dags. 5. maí 2015 fylgir. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Laugavegur 34A (01.172.216) 101471 Mál nr. BN049879

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breikka kvist á bakhlið, innrétta aðstöðu fyrir heilsurækt í bakherbergi á 1. hæð og til að breyta fyrirkomulagi baðherbergja í bakhúsi í hóteli á lóð nr. 34A við Laugaveg.

Jafnframt eru erindi BN049853 og BN049831 dregin til baka.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Þinglýsa skal yfirlýsingu um að eignarhald sé allt á einni hendi fyrir útgáfu byggingarleyfis.

27. Laugavegur 34B (01.172.217) 101472 Mál nr. BN049856

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffistofu starfsfólks, sjá erindi BN049378 og erindi BN049879, í rými 0003 í kjallara húss á lóð nr. 34B við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Þinglýsa skal yfirlýsingu um að eignarhald sé allt á einni hendi fyrir útgáfu byggingarleyfis.

28. Laugavegur 36 (01.172.218) 101473 Mál nr. BN049813

Lantan ehf., Skólavörðustíg 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa sorpgeymslu, breyta fyrirkomulagi baðherbergja á 2. - 5. hæð, breyta kvistum á bakhlið og til að byggja glerþak yfir útisvæði við hótel á lóð nr. 36 við Laugaveg.

Sjá erindi BN049879.

Stækkun 8,4 ferm., 27,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Þinglýsa skal yfirlýsingu um að eignarhald sé allt á einni hendi fyrir útgáfu byggingarleyfis.

29. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN049191

Laugastígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja byggingu sem tengir Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1A, kjallara og tvær hæðir, að mestu úr gleri og verður mhl. 02 á sameinaðri lóð nr. 4 Laugaveg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 26. mars 2015.

Erindið var kynnt umhverfis- og skipulagsráði sem samþykkti umsögn byggingarfulltrúa.

Nýbygging:  884,1 ferm., 3.989,4 ferm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Þinglýsa skal yfirlýsingu um að eignarhald sé ávallt á einni hendi á öllum matshlutum fyrir útgáfu byggingarleyfis.

30. Láland 10-16 (01.874.202) 108835 Mál nr. BN049951

Urtusker ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg milli eldhúss og stofu og koma fyrir burðarbita í einbýlishúsi nr. 12 á lóð nr. 10-16 við Láland.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23. september 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Leifsgata 22 (01.195.210) 102602 Mál nr. BN049975

Þorvaldur Þorvaldsson, Leifsgata 22, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir og gera nýjar dyr út á þær á 1. og 2. hæð á suðvesturhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 22 við Leifsgötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Lynghagi 7 (01.555.103) 106626 Mál nr. BN049965

Guðmundur Kristjánsson, Lynghagi 7, 107 Reykjavík

Súsanna Pétursdóttir, Lynghagi 7, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg milli eldhúss og stofu í íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7 við Lynghaga.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 9. september 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

33. Mímisvegur 4 (01.196.109) 102650 Mál nr. BN049682

Rögnvaldur Guðmundsson, Mímisvegur 4, 101 Reykjavík

Elín Valdís Þorsteinsdóttir, Mímisvegur 4, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 3. hæð og ris, innrétta nýja íbúð í risi, byggja svalir á suðurgafli 1. 2. 3. hæðar, gera nýjan inngang og innrétta íbúðarherbergi í kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 4 við Mímisveg.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa v/fsp. um sama erindi dags. 5. mars 2014.

Stækkun:  100,8 ferm., 241,8 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

34. Mjóstræti 3 (01.136.539) 100628 Mál nr. BN048354

Vinaminni ehf., Mjóstræti 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á íbúð 0001 og geymslum í kjallara hússins á lóð nr. 3 við Mjóstræti.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 30.9. 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Móavík OR (33.493.101) 223043 Mál nr. BN049993

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa dreifistöð O.R. nr. 936 í landi Móa, landnúmer 223043.

Gjald kr 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Mógilsárvegur 1A (34.176.801) 220010 Mál nr. BN049997

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa dreifistöð O.R. nr. 1236 í landi Mógilsár við Mógilsárveg 1A, landnúmer 220010.

Gjald kr 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Mógilsárvegur 23A (34.178.801) 220011 Mál nr. BN049996

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa dreifistöð O.R. nr. 1237 í landi Mógilsár, Mógilsárvegi 23A, landnr. 220011.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Njálsgata 18 (01.182.226) 101878 Mál nr. BN048945

Peter Gill, Bandaríkin, Antonio Paulino Alvarez, Bjarnarstígur 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa til vesturs um tvo metra, byggja stigahús í bilið að Njálsgötu 20, hækka um eina hæð, byggja kvisti að götu, gera viðbyggingu og svalir á bakhlið og innrétta tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 18 við Njálsgötu.

Erindi var grenndarkynnt frá 24. apríl til og með 22. maí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:  Pétur Óli Gíslason dags. 5. maí 2015, Bryndís Emilsdóttir f.h. Heimsborga ehf. dags. 6. maí 2015 og Elísabet Árnadóttir dags. 19. maí 2015.  Einnig er lagður fram tölvupóstur Péturs Óla  Gíslasonar dags. 1. júní 2015 þar sem athugasemdir eru dregnar til baka og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2015.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. nóvember 2014.

Stærð verður:  216,3 ferm., 620,9 rúmm.

Stækkun A-rými:  97,6 ferm., 250,8 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Ránargata 9A (01.136.204) 100540 Mál nr. BN049409

Sólveig Guðmundsdóttir Karlsson, Ránargata 9a, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðri íbúð á 1. hæð/jarðhæð og til að stækka garðskýli þar sem verða geymslur fyrir íbúðir hússins, einnig að gera nýjan glugga á 1. hæð norðurhliðar á fjölbýlishúsi á lóð nr. 9A við Ránargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. september 2015 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 20. ágúst til og með 17. september 2015. Engar athugasemdir bárust.

 Stærðir: XXX

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Síðumúli 10 (01.292.301) 103798 Mál nr. BN049953

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta fyrir starfsemi ljósmæðra 1. hæð í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 10 við Síðumúla.

Erindi fylgir jákvæð fyrirspurn BN049749 dags. 18. ágúst 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

41. Skildinganes 2 (01.671.211) 213787 Mál nr. BN049789

Columbus Classis ehf., Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús klætt með lerki á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 2 við Skildinganes.

Varmatapsútreikningar ódags. fylgja erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2015.

Stærð: A rými : 174,9 ferm., 585,6rúmm.

Stærð B rými : 2,4 ferm., 7,7 rúmm.

Samtals: 177,3 ferm., 593,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Skipholt 15 (01.242.211) 103037 Mál nr. BN049959

Skipholt 15,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Jóhann Þór Arnarsson, Skipholt 15, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að loka svalagangi á 1., 2., 3. og 4. hæð með gleri og loftunarristum og klæða utan á steypt svalahandrið með litaðri álklæðningu á fjölbýlishúsi á lóð nr. 15 við Skipholt.

Umsögn brunahönnuðar dags. 20. mars. 2015 fylgir erindi. 

Stækkun: XX rúmm.

Gjald kr. 9.823 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Skólavörðustígur 21A (01.182.245) 101897 Mál nr. BN049982

Thailenska eldhúsið ehf., Suðurhrauni 2, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I teg. veitingaverslun í húsi á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. 

44. Skriðustekkur 17-23 (04.616.202) 111837 Mál nr. BN049960

Auður Eysteinsdóttir, Skriðustekkur 19, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á suðurhlið einbýlishúss nr. 19 á lóð nr. 17-23 við Skriðustekk.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2015.

Stækkun:  24,6 ferm., 91,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2015.

45. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN049895

Dverghamrar ehf., Lækjarbergi 46, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja 34 íbúða 8 hæða fjölbýlishús,Mánatún 1 sem verður mhl.04 og tengist bílakjallara sem fyrir er á lóð nr. 1 við Sóltún.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. september 2015.

Stærð A-rými:  4.328,9 ferm., 14.285,5 rúmm.

B-rými:  237 ferm., xx rúmm.

C-rými:  687 rúmm.

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Sólvallagata 68 (01.134.510) 100394 Mál nr. BN050007

Rico ehf., Sólvallagötu 68, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúðar 0001 þannig að hluti íbúðar verður stúdíó íbúð til útleigu í húsinu á lóð nr. 68 við Sólvallagötu.

Gjald kr. 9.823

Synjað.

Samræmist ekki byggingarreglugerð.

47. Suðurlandsbraut 46-54 (01.463.101) 105671 Mál nr. BN050001

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049672 þannig að gestafjöldi minnkar úr 68 í 49, eldvarnarskilgreiningu á vegg á salernisgangi er breytt og til að færa eldvarnarskil á gangi í húsi nr. 48 á lóð nr. 46-54 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Sæmundargata 15-19 (01.631.303) 220416 Mál nr. BN050006

Fasteignafélagið Sæmundur hf., Smáratorgi 3, 200 Kópavogur

Alvogen Iceland ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma listaverki í tveim hlutum fyrir í tjörn við norðurhlið húss Alvotech á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Hönnuður hafi samband við embættið.

49. Söðlagerði OR (00.064.000) 223322 Mál nr. BN049994

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa dreifistöð O.R. nr. 935 við Söðlagerði, landnúmer 223396.

Gjald kr 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Tunguháls 8 (04.342.101) 179593 Mál nr. BN049894

Þrjú M fasteignir ehf., Álandi 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 0102 og 0201 úr lagerhúsnæði í geymsluhúsnæði og innrétta minni geymsluhólf í mhl. 02 í húsinu á lóð nr. 8 við Tunguháls.

Bréf frá hönnuði dags. 14 sept. 2015 og kaupsamningar af Tunguhálsi 8 fyrir eingarhluta 0101 og 0102 dags. 17. júlí 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Túngata 5 (01.161.112) 101207 Mál nr. BN048461

Mangi ehf., Túngötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerði íbúð þar sem bílskúr, mhl. 02 er breytt í íbúð, einnig er sótt um leyfi til að breyta hurð í glugga og byggja þak yfir bílastæði við hús á lóð nr. 5 við Túngötu.

Sbr. fyrirspurn BN048211 dags. 16. september 2014 og meðfylgjandi umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. október 2014.

Stærðir mhl. 02:  59 ferm., 192,3 rúmm. Óbreytt.

Þak yfir bílastæði: 60,1 ferm., 192,3 rúmm. B-rými.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Úlfarsbraut 18-20 (02.698.403) 205711 Mál nr. BN050000

K16 ehf, Haukdælabraut 102, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sjá erindi BN036214, þar sem steypt er milligólf í nr. 18 og það merkt sem F rými, stigi steyptur, hætt er við innskot á garðhlið, svalir hafa verið stækkaðar, útitröppur eru stækkaðar og fluttar nær lóðarmörkum og til að breyta staðsetningu á sorpi parhús á lóð nr. 18-20 við Úlfarsbraut.

Stækkun:  XX ferm. og XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Með vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Úthlíð 9 (01.270.111) 103573 Mál nr. BN049991

Úthlíð 9,húsfélag, Úthlíð 9, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum v/gerðar eignaskiptalýsingar fyrir húsið á lóð nr. 9 við Úthlíð.

Samþykki sumra fylgir ódags. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Vatnsstígur 9 (01.152.417) 101062 Mál nr. BN049989

Þorsteinn Steingrímsson, Vatnsstígur 9a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 9A við Vatnsstíg.

Jafnframt er erindi BN049887 dregið til baka.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Vesturberg 195 (04.660.807) 112031 Mál nr. BN050026

R. Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á lóð nr. 195 við Vesturberg.

Meðfylgjandi er afstöðumynd úr borgarvefsjá

Synjað.

Gámurinn hefur þegar staðið á lóðinni í mörg ár til mikillar óprýði og ama fyrir næstu nágranna.

56. Vitastígur 11 (01.174.234) 101636 Mál nr. BN049188

Ráðagerði ehf, Lindargötu 33, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II, tegund gistiheimili, einnig er gerð grein fyrir ýmsum áður gerðum breytingum á húsi, s.s. að lækka gólf í kjallara í framhúsi og lækka land og byggja brú yfir gjána milli framhúss og bakhúss, á lóð nr. 11 við Vitastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. maí 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2015. Einnig bréf Minjastofnunar Íslands dags. 26.6. 2015.

Jafnframt er erindi BN047497 dregið til baka.

Stærðir stækkun: 0 ferm., 92,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Vík OR (00.064.001) 223396 Mál nr. BN049995

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa dreifistöð O.R. nr. 321 í landi Víkur, landnúmer 223396.

Gjald kr 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

58. Þórsgata 20B (01.186.305) 102261 Mál nr. BN049999

Ingvar Gunnarsson, Þórsgata 20b, 101 Reykjavík

Guðrún Soffía Guðnadóttir, Þórsgata 20b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa núverandi skúr við norðurgafl og byggja nýja byggingu í sömu mynd í staðinn í sam astíl og húsið á lóð nr. 20b við Þórsgötu.

Stækkun 3,36 ferm og 9,53 rúmm.

Meðfylgjandi er bréf Minjastofnunar Íslands dags. 5.8. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

59. Ægisíða 119 (01.532.017) 106175 Mál nr. BN049917

Þórunn Maggý Guðmundsdóttir, Ægisíða 119, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að saga niður úr gluggaopi og koma þar fyrir hurð með aðgengi úr íbúð út í garð á 1. hæð í þríbýlishúsi á lóð nr. 119 við Ægisíðu.

{Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Fyrirspurnir

60. Gvendargeisli 16 (05.135.202) 190241 Mál nr. BN049939

Vilhjálmur Hreinsson, Gvendargeisli 16, 113 Reykjavík

Spurt er hvort hækka megi þak á einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Gvendargeisla.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Samræmist deiliskipulagi.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:15

Nikulás Úlfar Másson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Harri Ormarsson

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir