No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2015, miðvikudaginn 2. september kl. 09:07 var haldinn 117. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, S. Björn Blöndal, Gísli Garðarsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 28. ágúst 2015.
2. Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN150181
Matfugl ehf., Völuteigi 2, 270 Mosfellsbær
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Matfugls ehf., dags. 27. mars 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir alifuglahús, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 4. mars 2015. Einnig er lagt fram bréf Stefáns Geirs Þórissonar hrl. f.h. Matfugls ehf. dags. 16. mars 2015 og umhverfisskýrsla verkfræðistofunnar Eflu, dags. 15. apríl 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlitsins, dags. 2. júní 2015. Tillagan var auglýst frá 30. júní 2015 til og með 12. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson, dags. 10. ágúst 2015 og hverfisráð Kjalarness, dags. 12. ágúst 2015.
Frestað.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi (04.91) Mál nr. SN140617
Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 168, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Reykjanesbraut til vesturs, Breiðholtsbraut til norðurs, Skógarseli til austurs og jaðri íbúabyggðar við Þverársel og bæjarmörkum að Kópavogi til suðurs. Í breytingunni felst heildarendurskoðun á eldra deiliskipulagi frá 2008 samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 12. mars 2015. Einnig er lögð fram greinargerð ásamt skýringaruppdrætti, dags. 12. mars 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn Íþrótta og tómstundaráðs dags. 19. desember 2014 og umsögn Velferðarsviðs dags. 3. febrúar 2015. Tillaga var auglýst frá 29. maí til og með 10. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólafur Gylfason f.h. rúmlega 300 aðila á undirskriftalista dags. 7. júní 2015, Erlendur Ísfeld dags. 10. júní 2015, Matthías Matthíasson dags. 11. júní 2015, Húsfélagið Árskógum 6 og 8, 98 undirskriftir dags. 8. júlí 2015, Pétur Valdimarsson dags. 9. júlí 2015 og íþróttafélagið Askur dags. 7. júlí 2015.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2015.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2015.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Keilugrandi/Boðagrandi/Fjörugrandi, breyting á deiliskipulagi (01.513.3) Mál nr. SN150467
Jón Valgeir Björnsson, Brávallagata 4, 101 Reykjavík
Lögð fram verklýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2015 vegna breytinga á deiliskipulagi lóðanna nr. 1 við Keilugranda, Fjörugranda og sléttar tölur við Boðagranda
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvinar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bókar:
„Mikilvægt er að fjölga íbúðum í eigu félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða en jafnframt er mikilvæg að tryggja að aðstaða sé í hverfum fyrir íþróttastarf. Því er mikilvægt að KR komi að mótun svokallaðrar „lýðheilsubrautar“ í gegnum reitinn eins og félagið hefur óskað eftir.“
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka:
„Í síðast liðnum desembermánuði samþykkti íþrótta- og tómstundaráð samhljóða áskorun til borgarráðs og umhverfis og -skipulagsráðs að sjá til þess að lóðin Keilugrandi 1 verði skilgreind sem íþrótta- og útivistarsvæði og að hún verði öll nýtt í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum í samvinnu við Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Einnig bókaði ráðið hvatningu til borgarráðs að taka tillit til hagsmuna KR í fyrirliggjandi skipulagi á lóðinni við Keilugranda og að mikilvægt væri að þrengja ekki svo að félaginu að það geti ekki annað eftirspurn á komandi árum og áratugum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu svæði KR að umfjöllunarefni í borgarstjórn í sama mánuði og lögðu þunga áherslu á að að lóðin Keilugrandi 1 verði skilgreind sem íþrótta- og útivistarsvæði og nýtt í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum í samvinnu við KR.
Jafnframt er það mat fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að Reykjavíkurborg hafi ekki heimild til þess að úthluta lóðum án greiðslna fyrir byggingarrétt og án undangenginnar auglýsingar eða opins útboðs eins og gert var með lóðina á Keilugranda 1.Húsnæðissamvinnufélög starfa á íbúðamarkaði og eiga þar í samkeppni við sjálfstæða aðila, hlutafélög og önnur húsnæðissamvinnufélög. Húsnæðissamvinnufélög starfa sem sagt á samkeppnisgrundvelli enda er búseturéttur ekki félagslegt úrræði. Þá er rétt að benda á að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu veita húsnæðissamvinnufélögum ekki sérstaka fyrirgreiðslu í formi lóðaúthlutana.“
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Stangarholt 3-11, deiliskipulag (01.246.1) Mál nr. SN150006
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3-11 við Stangarholt. Í skipulagstillögunni felst skipting lóðar, gera byggingarreit fyrir færanlega skólastofu vestan megin leikskólans o.fl., samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júlí 2015. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa að Stangarholti 3-11, mótt. 18. maí og 9. og 17. júlí 2015.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN150499
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar. Í breytingunni felst fjölgun íbúða samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 8. júlí 2013 síðast breyttur 27. ágúst 2015. Einnig er lagt fram erindisbréf Borgarstjóra vegna skipunar stýrihóps um verkefnið.
Fulltrúar Alark Jakob Líndal og Kristján Ásgeirsson kynna.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
7. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-2020, kynning Mál nr. US150180
Kynning á hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-2020.
Fulltrúi Mannvits Ólöf Kristjánsdóttir kynnir.
Kristinn Jón Eysteinsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
8. Samgönguvika, Bankastræti lokað fyrir bílaumferð Mál nr. US150181
Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 31. ágúst 2015 að tímabundinni lokun Bankastrætis fyrir bílaumferð vegna opnunarviðburðar samgönguviku 16. september 2015.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 840 frá 1. september 2015.
10. Fríkirkjuvegur 11, Breytingar úti og inni, breytt notkun (01.183.413) Mál nr. BN049604
Novator F11 ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitinga- og ráðstefnusal fyrir 160 gesti þar sem sótt verður um tækifærisleyfi fyrir hvern viðburð í kjallara og á 1. hæð, lækkuð verður gólfplata í hliðarsal, taka niður svið í sal í sömu hæð og gólfplatan, koma fyrir salernum, koma fyrir matarlyftu/þjónustulyftu við eldhús og fólkslyftu frá kjallara upp á 1. hæð ásamt öðrum breytingum sem nefndar eru í byggingalýsingu á teikningu og sótt er um leyfi til að innréttuð verður íbúð á 2. hæð og í risi, fjarlægður verður stigi á milli 1. og 2 hæðar og hann geymdur, breyta núverandi útitröppum við suðurgafl, koma fyrir lyftu vegna aðkomu hreyfihamlaða og fjölga þakgluggum á austanverðu úr 2 í 6 stykki í húsinu á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg. Einnig er lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa dags. 17. ágúst 2015.
Bréf frá hönnuði dags. 16. júní 2015 og aftur 15. júlí 2015, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. júní 2015, bréf frá Forsætisráðuneytinu dags. 12 maí 2015 og Greinargerð hönnuðarstjóra dags. 16. júní 2015 fylgir erindinu. Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9. júlí 2015 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.823
Minnisblað byggingarfulltrúa 17.ágúst 2015 samþykkt.
(C) Fyrirspurnir
11. Engjateigur 7, (fsp) nýr byggingarreitur, fækkun bílastæða o.fl. (01.366.5) Mál nr. SN150255
Iceland Construction hf., Bugðufljóti 19, 270 Mosfellsbær
Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Ístaks hf., dags. 5. maí 2015, um að afmarka nýjan byggingarreit fyrir hliðhús syðst á lóðinni nr. 7 við Engjateig, girða lóðina af, færa innkeyrslu, fækka bílastæðum o.fl., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 5. maí 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís arkitekta ehf., dags. 5. maí 2015.
Vísað til umsagnar hverfisráðs Laugardals.
Óskað er eftir að umsögnin berist innan þriggja vikna.
Fulltrúar Arkís Edda Kristín Einarsdóttir, Arnar Þór Jónsson, fulltrúi Ístaks Ingimar Ragnarsson og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Laugavegur 18B, (fsp) breyting á notkun jarðhæðar (01.171.5) Mál nr. SN150443
Around Iceland ehf., Laugavegi 18b, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Around Iceland ehf., dags. 4. ágúst 2015 varðandi breytingu á notkun jarðhæðar að Laugavegi 18b. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst 2015.
Umhverfis og skipulagsráð tekur neikvætt í fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. ágúst 2015.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
13. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í júní 2015.
14. Umhverfis- og skipulagssviðs, sex mánaða uppgjör 2015 Mál nr. US150182
Lagt fram sex mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs fyrir árið 2015 ásamt verkstöðuskýrslu nýframkvæmda janúar til júní 2015.
15. Þórsgata 13, beiðni um endurupptöku máls (01.181.1) Mál nr. SN150287
Karl Sigfússon, Þórsgata 13, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Karls Sigfússonar og Írisar Bjarnadóttur dags. 16. maí 2015 þar sem óskað er eftir að beiðni um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 13 við þórsgötu sem synjað var af umhverfis- og skipulagsráði þann 25. júní 2014 verði tekin fyrir að nýju hjá umhverfis- og skipulagsráði. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. ágúst 2015.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. ágúst 2015 samþykkt.
16. Betri Reykjavík, sópa hjólastíga áður en alvarleg slys hljótast af (USK2015070054) Mál nr. US150173
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „Sópa hjólastíga áður en alvarleg slys hljótast af" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2015. Erindið var fjórða efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 27. ágúst 2015.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 27. ágúst 2015 samþykkt..
17. Betri Reykjavík, kaupa snjósópara fyrir gangstéttir og hjólastíga (USK2015070051) Mál nr. US150176
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið „Kaupa snjósópara fyrir gangstéttir og hjólastíga" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2015. Erindið var efsta hugmynd júlímánaðar 2015 á samráðsvefnum og kemur úr flokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 27. ágúst 2015.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 27. ágúst 2015 samþykkt..
18. Brautarholt 7, kæra 68/2015 (01.242.0) Mál nr. SN150483
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. ágúst 2015 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 28. júlí sl, vegna lóðar nr. 7 við Brautarholt. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
19. Hverfisgata 16 og 16A, kæra 67/2015 (01.171.0) Mál nr. SN150482
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. ágúst 2015 ásamt kæru þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðar nr.16 og 16A við Hverfisgötu.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
20. Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, kæra 37/2014, umsögn, úrskurður (05.18) Mál nr. SN140226
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. maí 2014 ásamt kæru dags. 25. apríl 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Hólmsheiðar, athafnasvæðis Fisfélags Reykjavíkur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. maí 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 26. ágúst 2015.
Úrskurðarorð:
Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
21. Brautarholt 7, kæra 35/2014, umsögn, úrskurður (01.242.0) Mál nr. SN140225
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. apríl 2014 ásamt kæru dags. 28. apríl 2014 þar sem kærð er ákvörðun borgarráð frá 20. febrúar 2014 á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 7 við Brautarholt. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. maí 2014. Lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. ágúst 2015.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.
22. Njálsgata 78, kæra 58/2015, umsögn, úrskurður (01.191.1) Mál nr. SN150462
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 10. ágúst 2015 ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi fyrir fasteignina á lóð nr. 78 við Njálsgötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 12. ágúst 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. ágúst 2015.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúa.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:15
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
S. Björn Blöndal Kristín Soffía Jónsdóttir
Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Áslaug María Friðriksdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2015, þriðjudaginn 1. september kl. 10:30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 840. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir
Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 16 (01.136.506) 100596 Mál nr. BN049447
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hólfa af kennslurými fyrir nemendahópa í kjallara inn af sýningarskála tímabundið á meðan handritasýning er í fjölnotarými við inngang í safni á lóð nr. 16 við Aðalstræti.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
2. Ármúli 12 (01.290.201) 103755 Mál nr. BN049827
Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta svölum á 1. og 2. hæð skrifstofuálmu mhl. 03 í fundarherbergi og setja upp færanlegt svið í fjölnotasal í kjallara í Ármúlaskóla á lóð nr. 12 við Ármúla.
Stækkun með breytingu á B rými í A rými er: 25,6 ferm., 94,7 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
3. Bergstaðastræti 4 (01.171.307) 101407 Mál nr. BN049832
Gamma ehf, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, setja stiga milli 1. hæðar og kjallara og koma fyrir starfsmannaaðstöðu í kjallara húss á lóð nr. 4 við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26.8. 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Borgartún 30 (01.231.101) 180387 Mál nr. BN049693
Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0101 og 0201 í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 30 við Borgartún.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
5. Bólstaðarhlíð 47 (01.271.201) 186659 Mál nr. BN049763
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp færanlega kennslustofu K-114F og tengja hana við kennslustofu sem er fyrir K-47 við Háteigsskóla á lóð nr. 47 við Bólstaðarhlíð.
Stærðir: K-114-F er: 79,1 ferm., 222,8 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Brekkugerði 4 (01.804.404) 107752 Mál nr. BN049668
Hjalti Gylfason, Brekkugerði 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýjan steinsteyptan bílskúr að vestanverðu, koma fyrir geymslukjallara undir verönd 0102 og steypa lágan stoðvegg á lóðamörkum nr. 6 og 8 við Brekkugerði á lóð nr. 4 við Brekkugerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. ágúst 2015.
Bílaskúr stærð: 33,4 ferm., 84,9 rúmm.
Geymslukjallari: 36,3 ferm., 98,0 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 101, 102 og 103, síðast breytt 9. júlí 2015.
7. Drafnarfell 2-18 (04.683.007) 112306 Mál nr. BN049826
FellaKaffi ehf., Laugavegi 73, 101 Reykjavík
Róði ehf., Grjótaseli 17, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í flokki II fyrir 30 manns í mhl. 04, rými 0101 í húsi nr. 18 á lóð nr. 2-18 við Drafnarfell. Búið er að innrétta kaffihúsið.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
8. Egilsgata 30 (01.195.103) 102583 Mál nr. BN049663
Regína Bjarnadóttir, Egilsgata 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Egilsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslu skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2016 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 24. júlí til og með 22. ágúst 2015. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Eiríksgata 17 (01.195.214) 102606 Mál nr. BN049684
Eclipse fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á allar hæðir á austurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 17 við Eiríksgötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.
10. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN049861
Knatthöllin ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir áður innréttaðri sólbaðstofu í rými 0106 á milli mátlína 13 og 14, A til D í Egilshöll á lóð nr. 1 við Fossaleyni.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Grandagarður 8 (01.115.101) 100046 Mál nr. BN049240
Elvar Ingimarsson, Barðastaðir 41, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera gönguhurð í vöruhurð á suðurhlið, koma fyrir hurð í stað glugga á austurhlið og innrétta veitingahús í flokki III fyrir 280 gesti og brugghús í skrifstofuhúsi á lóð nr. 8 við Grandagarð.
Erindi fylgir jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa vegna fsp. um sams konar erindi dags. 30. janúar 2015, greinargerð um brunavarnir dags. 13. apríl 2015 og samþykki eins eiganda dags. 13. júlí 2015.
Einnig fylgja bréf frá Cato lögmenn dags. 6. og 28. ágúst 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda samkvæmt reglum um fjöleignarhús.
Bréfum Cato lögmanna dags. 6. og 28. ágúst 2015 vísað til meðferðar skrifstofu sviðsstjóra.
12. Grettisgata 36 (01.190.008) 102346 Mál nr. BN049690
Orri Vésteinsson, Grettisgata 36, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN046987, þannig að viðbygging breikkar og hækkar og til að byggja svalir á rishæð einbýlishúss á lóð nr. 36 við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 7. júlí 2015.
Stækkun frá fyrra erindi: 28 ferm., 80,9 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Með vísan til leiðbeininga og skilyrða í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2015.
13. Haukdælabraut 124-126 (05.113.106) 214831 Mál nr. BN049866
Þorsteinn Kröyer, Dalhús 54, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús einangrað að utan, útveggir klæddir með álklæðningu og þakplata steypt og einangruð með tvöfaldri einangrun á lóð nr. 124-126 við Haukdælabraut.
Bréf frá hönnuði dags. 20. ágúst 2015 fylgir.
Stærð hús nr. 124: 242,2 ferm., 773,4 rúmm. Hús nr. 126: 258,9 ferm., 825,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
14. Haukdælabraut 62 (05.114.705) 214807 Mál nr. BN049848
Haraldur Haraldsson, Stararimi 7, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049535, anddyri er minnkað, hús lækkað og þakkantur breytist í húsi á lóð nr. 62 við Haukdælabraut.
Minnkun: 0,6 ferm., 18,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Hlíðarendi 6-10 (01.628.801) 106642 Mál nr. BN049869
Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á teikningum vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir veitingasölu í flokk III, tegund g, fyrir 360 gesti með opnunartíma til kl. 1:00 virka daga og til kl. 3:00 um helgar í félagsheimili Knattspyrnufélagsins Vals á lóð nr. 2-6 við Hlíðarenda.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
16. Holtavegur 23 (01.430.101) 105191 Mál nr. BN049706
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir þremur færanlegum kennslustofum og tengigangi sunnan við B-álmu Langholtsskóla á lóð nr. 23 við Holtaveg.
K110-F: 78,6 ferm., 256,6 rúmm.
K111-F: 78,6 ferm., 256,6 rúmm.
K112-F: 78,6 ferm., 256,6 rúmm.
T60F: 11,54 ferm., 23,57 rúmm.
T: 2,1 ferm., 3,16 rúmm.
Samtals: 249,44 ferm., 796,53 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Lagfæra skráningu.
17. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN049882
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hólfa niður rými 0202, innrétta skrifstofur og afgreiðslur fyrir bílaleigu og koma fyrir nýrri hurð á vesturhlið og brú frá henni út á efra bílaplan hússins á lóð nr. 10 við Holtaveg.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
18. Hólmsheiðarvegur 141 (05.185.102) 220239 Mál nr. BN049871
Fisfélag Reykjavíkur, Pósthólf 8702, 128 Reykjavík
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa þrjú flugskýli, mhl. 02, 03 og 04, úr stálgrind sem klædd er með bárumálmi á timburlektum og 12 mm Viroc plötum og stendur á steyptum undirstöðum, sbr. fyrirspurn BN048905, á lóð Fisfélags Reykjavíkur á lóð nr. 141 við Hólmsheiðarveg.
Stærðir mhl. 02 - 264 fer., 1.320 rúmm., mhl. 03 - 264 ferm., 1.320 rúmm. mhl. 04 - 264 ferm., 1.320 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Hraunbær 102 (04.343.301) 111081 Mál nr. BN049851
Hraunbær 102 b,c,d,e,húsfélag, Hraunbæ 102c, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða suðurhlið og austurgafl með báruklæðningu, endurnýja handrið og fyrirskrifa svalalokanir á fjölbýlishús B, C, D og E, sbr. erindi BN047748, sem var synjað 1.7. 2014, á lóð nr. 102 við Hraunbæ.
Meðfylgjandi er ástandskönnun útveggja dags. 15.3. 2013.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN049828
JL Holding ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN49183 þannig að breytt er innra skipulagi í veitingastaðnum á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 121 við Hringbraut.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
21. Hringbraut 87 (01.524.013) 106010 Mál nr. BN049876
Gunnlaugur Jónasson, Hrauntunga 85, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki á áður byggðum vegg í miðjum bílskúr og sameina það sem var mhl. 70 og mhl. 71 í mhl. 02.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.
22. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN049651
Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús á lóð nr. 14 við Hrísateig.
Jafnframt er erindi BN048858 dregið til baka.
Niðurrif: Fastanr. 201-8750 mhl.01, einbýlishús 244,5 ferm., 668 rúmm., mhl.02 bílskúr: 41,4 ferm., 103,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
23. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN049812
Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu á þrem hæðum gistiheimili á lóð nr. 14 við Hrísateig.
Jafnframt er erindi BN048858 dregið til baka.
Stærðir brúttó: 1. hæð 197 ferm., 2. hæð 187 ferm., 3. hæð 187 ferm.
Samtals: 571 ferm., 1.786,1 rúmm.,
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
24. Hverfisgata 61 (01.152.515) 101087 Mál nr. BN049762
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta samþykktum teikningum og innrétta geymslur í suðurenda en vinnustofur í norðurenda kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 61 við Hverfisgötu.
Erindi fylgir neikvæð fsp. BN048830 dags. 3. mars 2015 og bréf arkitekts dags. 26.8. 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Lagfæra skráningu.
25. Klapparstígur 30 (01.171.108) 101374 Mál nr. BN049857
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048637, m. a. stiga er snúið, stigi í verslun er færður og salarhæðir og gluggar breytast í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 30 við Klapparstíg.
Breyting á stærðum, minnkun: 5,3 ferm., 26,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
26. Klettagarðar 6 (01.322.301) 188794 Mál nr. BN049875
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Drangasker ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049753 þannig að kaffistofa, fundaherbergi, salerni á millipalli eru færðar til og flóttastig og flóttahurð út frá millipalli eru færðar til í húsinu á lóð nr. 6 við klettagarða.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
27. Langagerði 20 (01.832.010) 108537 Mál nr. BN049811
Þorgeir Adamsson, Langagerði 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála með steyptum sökkli við húsið á lóð nr. 20 við Langagerði. Erindi BN048250 er dregið til baka með þessu erindi
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 20. nóvember 2014 og Bréf frá hönnuði dags. 28. Ágúst 2015 fylgir erindi.
Stækkun: 5,18 ferm., 13,6 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Grenndarkynningu ólokið.
28. Laugavegur 1 (01.171.016) 101361 Mál nr. BN048918
Eignarhaldsfélagið Arctic ehf, Suðurhrauni 12c, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofan á bakhús sem er mhl. 04, og til að fjölga gistirýmum úr 4 í 8 í gististað í fl. IV, tegund b á lóð nr. 1 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2015.
Einnig fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar og lagt fram álit Hjalta Steinþórssonar dags. 28. ágúst 2015.
Stækkun 109,5 ferm., 262 rúmm.
Samtals eftir stækkun 451,6 ferm., 1.382 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
29. Laugavegur 3 (01.171.014) 101360 Mál nr. BN049874
Fjárfestingafél Eignaleiga ehf., Hólahjalla 1, 200 Kópavogur
Drangasker ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Indókína ehf., Hólahjalla 1, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049636 vegna ábendingar við öryggisúttekt þannig að brunamerkingum er breytt í stigahúsi 0002 í húsinu á lóð nr. 3 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
30. Laugavegur 32 (01.172.213) 101468 Mál nr. BN049631
Paul Newton, Klapparstígur 44, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp svalir úr stáli og timbri og glugga við svalirnar á húsinu á lóð nr. 32 við Laugaveg.
Einnig er lagt fram bréf eigenda ásamt samþykki tveggja hagsmunaaðila dags. 19. ágúst 2015.
Samþykki meðlóðarhafa ódags. og umsögn Minjastofnun Íslands dags. 8. júlí 2015 fylgir. Jákvæð fyrirspurn dags. 5. maí 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Grenndarkynningu ólokið.
31. Menntavegur 1 (01.757.201) 214259 Mál nr. BN049833
Háskólinn í Reykjavík ehf., Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta þægindavöruverslun í rými 1.1.01b í Háskólanum í Reykjavík á lóð nr. 1 við Menntaveg.
Erindi fylgir yfirlýsing brunahönnuðar dags. 11. ágúst 2015.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
32. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN049729
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum frá áður samþykktu erindi BN048201 þannig að reyklosunarlúgur eru stækkaðar, þakefnum breytt í byggingarlýsingu, nýir gluggar og loftrist komi á frystivélahúsið ásamt breytingum innandyra í húsi á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Bréf frá Matvælastofnun dags. 31. ágúst 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823 + 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
33. Óðinsgata 1 (01.181.003) 101727 Mál nr. BN049877
Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktu erindi, sjá BN048347, inngangur í íbúð 0201 er færður á bakhlið, útbygging stækkuð og breytingar gerðar á innra skipulagi íbúðar 0201 í húsi á lóð nr. 1 við Óðinsgötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar dags. 21. ágúst 2015.
Gjald kr. 9.823]
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Ránargata 29A (01.135.207) 100456 Mál nr. BN049696
Black Sheep ehf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja kvist sem fyrir er, byggja nýjan stærri og svalir á vesturhlið og nýjar tröppur og pall við aðalinngang einbýlishúss á lóð nr. 29A við Ránargötu.
Stækkun: 6,27 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. júlí 2015 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2015 einnig fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Grenndarkynningu ólokið.
35. Skaftahlíð 38 (01.274.203) 103641 Mál nr. BN049772
Þórir Jósef Einarsson, Skaftahlíð 38, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á íbúð í risi og á þegar gerðum breytingum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 38 við Skaftahlíð.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
36. Skipholt 35 (01.251.104) 103438 Mál nr. BN049738
Alviðruhóll ehf., Skipholti 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka söludeild á götuhæð og endurinnrétta, loka hringstiga á milli söludeildar og skrifstofurýmis á 2. hæð og lagerhúsnæðið á götuhæð verður endurskipulagt og komið fyrir hringstiga milli þess og kjallara í húsinu á lóð nr. 35 við Skipholt.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 3 júlí 2015 og Bréf hönnuðar dags. 14. júlí 2015 og 13. ágúst. 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823 + 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
37. Skúlagata 28 (01.154.304) 101119 Mál nr. BN049619
Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík
Rauðsvík ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 4. hæðar, innréttuð eru 10 gistiherbergi fyrir 122 gesti og brunavörnum breytt í gististað í flokki V sem hér með verður með 258 gistirými á lóð nr. 28 við Skúlagötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Sóltún 6 (01.233.501) 211565 Mál nr. BN049782
Waldorfleikskólinn Sólstafir, Grundarstíg 19, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja Waldorf leik- og grunnskólann Sólstafi úr steinsteypu á einni hæð með timburþaki á lóð nr. 6 við Sóltún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. ágúst 2015 fylgir erindinu.
Stærðir:
Núverandi færanlegar kennslustofur brúttó, 378 ferm., 1.190,9 rúmm.
Nýbygging brúttó, 333,3 ferm., 1.306,7 rúmm.
Samtals á lóð: 711,3 ferm., 2.497,6 rúmm.
Lóð 11.235 ferm., nhl. 0,06
Meðfylgjandi eru varmatapsútreikningar dags. 18.8. 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Suðurlandsbraut 8 (01.262.103) 103517 Mál nr. BN049880
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þrjár hæðir ofaná og dýpka til suðurs og til að byggja bílastæðahús á þremur pöllum sunnan við verslunar- og skrifsstofuhús á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.
Erindi fylgir greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða og forsendur hönnunar dags. 22. maí 2015.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Tangabryggja 2-4 (04.023.401) 216248 Mál nr. BN049759
Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er erum leyfi til að byggja fjölbýlishús með 42 íbúðum ásamt bílageymslu á lóð nr. 2-4 við Tangabryggju.
Meðfylgjandi eru varmatapsútreikningar dags. 20. júlí 2015.
Stærð: Kjallari 1.716,4 ferm., þar af bílgeymsla 1.033,8 ferm., 1. hæð 899,3 ferm., 2. og 3. hæð 911,1 ferm., 4. hæð 864,1 ferm.
Samtals A-rými: 5.302 ferm., 16.185,4 rúmm.
B-rými: 199,5 ferm., XXX rúmm.
C-rými: 101,5 ferm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Tjarnargata 28 (01.142.002) 100923 Mál nr. BN049725
Feier ehf., Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á austurhlið og breyta innra skipulagi efri hæðar einbýlishúss á lóð nr. 28 við Tjarnargötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags, 9. júlí 2015, samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 8. júlí 2015, samþykki lóðarhafa Tjarnargötu 26 vegna breytinga á lóðamörkum og kaupsamningur dags. 22. maí 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. ágúst 2015 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2015. Erindi var grenndarkynnt frá 27. ágúst til og með 24. september 2015 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst 28. ágúst er erindið lagt fram að nýju.
Stækkun: 1,76 ferm., 5,76 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
42. Túngata 5 (01.161.112) 101207 Mál nr. BN048461
Mangi ehf., Túngötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðri breytingu þar sem bílgeymslu mhl. 02 er breytt í íbúð, einnig er sótt um leyfi til að breyta hurð í glugga og byggja þak yfir bílastæði við hús á lóð nr. 5 við Túngötu.
Sbr. fyrirspurn BN048211 dags. 16. september 2014 og meðfylgjandi umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. október 2014.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Úlfarsbraut 122-124 (05.055.701) 205755 Mál nr. BN049807
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu 1. áfanga mhl. 01 sem er leikskólahluti fyrir 120 börn í Dalskóla á lóð nr. 122-124 við Úlfarsbraut.
Bréf frá hönnuði dags. 4. ágúst 2015 og aftur 20. ágúst 2015 og bréf sem farið er fram á að sleppa við varmatapsútreikninga dags. 20.08.2015 fylgir.
Stærðir: 819 ferm., 3.684,6 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Úlfarsbraut 122-124 (05.055.701) 205755 Mál nr. BN049765
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa tvær færanlegar kennslustofur nr. K-107-F og K108-F og tengja þær við kennslustofur K97-E og K98-E á byggingareit fyrir færanlegar kennslustofur innan lóðar nr. 122-124 við Úlfarsbraut.
Stærð kennslustofa er: XX ferm., XX rúmm
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Vatnagarðar 38 (01.407.902) 104958 Mál nr. BN049803
ALP hf., Vatnsmýrarvegi 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þjónustubygginu úr samlokueiningum úr stáli á tveimur hæðum með kjallara sem hýsa á móttöku bílaleigu, skrifstofur, þvottastöð, viðgerðarverkstæði og geymslur í húsinu á lóð nr. 38 við Vatnagarða.
Samþykki aðliggjandi lóðar dags. 12. ágúst 2015 og varmaleiðnitap dags. 27.ágúst 2015 fylgir.
Stærðir húss er: 993,9 ferm. 4.613,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
46. Veltusund 3B (01.140.420) 100860 Mál nr. BN048747
Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík
Balance ehf, Viðarási 26, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, innrétta fimm íbúðir á 2. og 3. hæð, innrétta aðstöðu fyrir veitingahús 1. hæðar á 2. hæð, til að dýpka kjallara um 30 cm í húsi á lóð nr. 3B við Veltusund.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. febrúar 2015, þinglýst afsal dags. 10. október 2007 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 10. júní 2015.
Stækkun: 4,6 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Vesturbrún 6 (01.380.203) 104741 Mál nr. BN049669
Eiríka Guðrún Ásgrímsdóttir, Vesturbrún 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu vestan við einbýlishús á lóð nr. 6 við Vesturbrún.
Jafnframt er erindi BN045470 fellt úr gildi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2015 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 24. júlí til og með 22. ágúst 2015. Engar athugasemdir bárust.
Stærð viðbyggingar: 22,5 ferm., 68 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
48. Þverholt 7 (01.241.020) 103015 Mál nr. BN049822
Antikhúsið ehf, Skólavörðustíg 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta meðtökustað í flokki I sem á að selja súpur og brauð í rými 0101 í húsi nr. 7 við Þverholt.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 5. ágúst 2015 og umboð dags. 29. júlí 2015, 3. ágúst 2015 og 5. ágúst 2015 fylgja.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Ýmis mál
49. Hlíðarendi 16 Mál nr. BN049885
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna nýja lóð Hlíðarenda 16, (staðgr. 1.627.401, landnr. 223517), eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 18. 08. 2015.
Lóðin Hlíðarenda 16, (staðgr. 1.627.401, landnr. 221264) verður 6595 m²
og er tekin úr óútvísaða landinu (landnr. 218177).
Sjá deiliskipulagsbreytingu samþykkta í umhverfis- og skipulagsráði þann 05. 11. 2014, samþykkta í borgarstjórn þann 02. 12. 2014 og auglýsta í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. 01. 2015.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
50. Nesjavallaleið 9 (05.844.101) 193132 Mál nr. BN049884
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á meðfylgjandi Lóðauppdrætti staðgr. 5.844.1, gerðum 24. 08. 2015.
Umsóknin er vegna byggingareitar fyrir dreifistöðvar O.R.
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 08. 05. 2013 og birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 29. 05. 2013.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
51. Vík 125745 (00.064.001) 125745 Mál nr. BN049897
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á meðfylgjandi lóðauppdrætti staðgr. 33.535.1, gerðum 31. 08. 2015.
Lóðin Vík ( Staðgr. 33.535.101, landnr. 125745) er í dag í fasteignaskrá skráð 123500 m2. Samkvæmt uppmælingu þá er rétt stærð lóðarinnar 123535 m2. Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í skipulagsráði 26. 09. 2007, í borgarráði 04.10.2007 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 28. 12. 2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
52. Miðstræti 4 (01.183.114) 101936 Mál nr. BN049865
Ingi Sturluson, Reynihvammur 4, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að opna gististað í flokki II eða heimagistingu í húsinu á lóð nr. 22B við Skólavörðustíg.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
53. Óðinsgata 4 (01.180.304) 101715 Mál nr. BN049873
Kristjana Stefánsdóttir, Óðinsgata 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort íbúðin 0002 fáist samþykkt, sem er á jarðhæð hússins á lóð nr. 4 við Óðinsgötu.
Meðfylgjandi er íbúðarskoðun dags. 28. maí 2010
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
54. Skólavörðustígur 19 (01.182.005) 101811 Mál nr. BN049863
Ingi Sturluson, Reynihvammur 4, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að opna gististað í flokki II eða heimagistingu í húsinu á lóð nr. 22B við Skólavörðustíg.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
55. Skólavörðustígur 22B (01.181.205) 101759 Mál nr. BN049864
Ingi Sturluson, Reynihvammur 4, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að opna gististað í flokki II eða heimagisting í húsinu á lóð nr. 22B við Skólavörðustíg.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
56. Veghús 7-17 (02.843.501) 109737 Mál nr. BN049872
Dalia Riskiené, Veghús 13, 112 Reykjavík
Audrius Riskus, Veghús 13, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja svalalokun á íbúð 040101 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 13 við Veghús.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Samþykki meðeigenda þarf að fylgja.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:25
Nikulás Úlfar Másson
Harri Ormarsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir