Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 115

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2015, miðvikudaginn 19. ágúst kl. 09:09, var haldinn 115. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson,  Páll Hjaltason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir  áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, og Marta Grettisdóttir. 

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Ártúnsholt, hjóla- og göngustígar Mál nr. US150179

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 7. ágúst 2015 varðandi legu hjóla- og göngustíga í Ártúnsholti. 

Samþykkt að kynna tillögu að legu hjóla- og göngustíga fyrir hverfisráði Árbæjar og íbúum í nágrenni við stíginn.

Stefán Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

2. Ártúnsholt, endurnýjun á Reykjaæðum (USK2015080006) Mál nr. US150169

Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 23. febrúar 2015 varðandi endurnýjun á Reykjaæðum um Ártúnsholt. 

Frestað. 

Stefán Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

3. Ártúnshöfði, stöðubönn Mál nr. US150177

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs,  samgöngur   dags. 14. ágúst 2015 varðandi stöðubönn á Ártúnshöfða. Lagt er til að sett verði stöðubann við norðurkant eftirfarandi gatna, Funahöfða 9-15, Hyrjarhöfða, Smiðshöfða 7-17, Vagnhöfða 9-21 og Tangarhöfða.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.

Stefán Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

4. Elliðaárvogur, landfylling Mál nr. US150097

Lögð fram drög að tillögu umverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. í apríl 2015 að matsáætlunar vegna landfyllingar í Elliðaárvogi. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 4. ágúst 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 4. ágúst 2015 samþykkt. 

(A) Skipulagsmál

5. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags.  14. ágúst 2015. 

Áslaug María Friðriksdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:30

6. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, lagfæringar á þéttbýliskorti, verklýsing Mál nr. SN150465

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram verkefnislýsing aðalskipulagsbreytingar vegna lagfæringar á þéttbýliskorti 1:20.000, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Um er að ræða lagfæringar á skilgreiningum landnotkunar, sem af tæknilegum ástæðum eða fyrir mistök voru ranglega skráð/afmörkuð í kortagrunni aðalskipulagsins.

Samþykkt sem óveruleg breyting á aðalskipulagi, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Vísað til borgarráðs

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7. Aðalskipulag 2010-2030, Nauthólsvegur-Flugvallarvegur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, verklýsing (01.7) Mál nr. SN150464

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram verkefnislýsing aðalskipulagsbreytingar vegna Nauthólsvegar-Flugvallarvegar, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin gengur út á breytta landnotkun svæðis suðvestan gatnamóta Nauthólsvegar og Flugvallarvegar. 

Verklýsing samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Vísað til borgarráðs

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

8. Aðalskipulag 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur (01.154.3) Mál nr. SN150391

Lögð fram verklýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 vegna Barónsreits, dags. ágúst 2015. Breytingin gengur út á stefnu um hæðir húsa og fjölda íbúða á reitnum. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 23. júlí 2015.

Verklýsing samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Vísað til borgarráðs

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri og Hrólfur Jónsson skrifstofustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

9. Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi (01.751) Mál nr. SN150214

Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kanon arkitekta ehf. dags. 16. apríl 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík í samræmi við niðurstöðu hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Háskólans í Reykjavík, Háskólagarða. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 16. apríl 2015 og uppdrættir dags. 16. apríl 2015, uppfærðir 14. maí 2015. Auglýsing stóð yfir frá  5. júní 2015 til og með 17. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 5. júní til og með 17. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Birkir Ingibjartsson dags. 17. júlí 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015. 

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. júlí 2015. 

Vísað til borgarráðs. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

10. Hólavað 29-43, breyting á deiliskipulagi (04.741.3) Mál nr. SN150223

Teiknistofan Arkitektar ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík

BARRETT Holding ehf., Hörðukór 5, 203 Kópavogur

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Barrett Holding ehf. dags. 21. apríl 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 29-43 við Hólavað. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og hækkun á nýtingarhlutfalli, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 02.júní 2015. Einnig er lagt fram bréf Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 21. apríl 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. júní 2015 til og með 9. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigþór Sverrisson dags. 8. júlí 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2015.  

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2015.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

11. Úlfarsárdalur, breyting á deiliskipulagi (02.6) Mál nr. SN150212

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi útivistasvæðis í Úlfarsárdal. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulags, fyrirkomulagi bygginga, lóða og bílastæða, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti ásamt skýringarupprætti Landmótunar sf. dags. 8. apríl 2015. Tillagan var auglýst frá 29. maí til og með 10. júlí 2015.  Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Freyr Gústafsson dags. 12. júní 2015, íbúar að Gerðarbrunni 28 dags. 30. júní 2015, Knattspyrnufélagið Fram dags. 7. júlí 2015, Hrafn Ómar Gylfason, Þórdís Örlygsdóttir, Gylfi Már Jónsson, Sigrún Hrafnsdóttir dags. 8. júlí 2015, Kristján Steinarsson, Bergþóra L. Húnadóttir, Steinar T. Karlsson og Björk Magnúsdóttir íbúar að Gerðarbrunni 20-22 dags. 9. júlí 2015 ásamt fylgigögnum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2015. 

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2015. 

Vísað til borgarráðs. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

12. Úlfarsárdalur, hverfi 4, breyting á afmörkum deiliskipulags (02.6) Mál nr. SN150263

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á afmörkun deiliskipulags Úlfarsárdals fyrir hverfi 4. Í breytingunni felst að lóðir nr. 118-120 og 122-124 ásamt 124A við Úlfarsárbraut, sem eru innan marka deiliskipulags hverfis 4 koma til með að tilheyra deiliskipulagi útivistasvæðisins í Úlfarsárdal. Samtímis er samliggjandi mörkum deiliskipulags útivistasvæðisins breytt þannig að áðurnefndar lóðir falla undir það deiliskipulag, samkvæmt uppdr. Björn Ólafs ark. og VA arkitekta ehf. dags. 7. maí 2015. Tillagan var auglýst frá 29. maí til og með 10. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Magnús Birgisson dags. 11. júní 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2015. 

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2015. 

Vísað til borgarráðs. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 838 frá 18. ágúst 2015.

14. Baldursgata 16, Íbúð - 3.hæð (01.186.202) Mál nr. BN049354

Bú ehf., Baldursgötu 14, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júní 2015 þar sem sótt er um leyfi leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar 0301 og byggja svalir á suðurhlið (bakhlið) þakhæðar,einnig er sótt um leyfi til að byggja svalir og stiga ofan í garð frá íbúð á 1. hæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 16 við Baldursgötu.  Erindi var grenndarkynnt frá 25. júní til 23. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hafsteinn Helgason dags. 19. júlí 2015, Óli Þór Barðdal og M. Agnes Jónsdóttir dags. 23. júlí 2015 og Kolbrún Björnsdóttir dags. 23. júlí 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júlí 2015. 

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júlí 2015 samþykkt. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. 

Hjálmar Sveinsson víkur af fundi undir þessum lið. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

15. Sjafnargata 3, Viðbygging (01.196.012) Mál nr. BN049121

Aðalheiður Magnúsdóttir, Sjafnargata 3, 101 Reykjavík

Sigurbjörn Þorkelsson, Bretland, 

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. apríl 2015 þar sem sótt er um leyfi til að reisa viðbyggingu norðan megin þannig að bílskúr er rifinn og útbúin er vinnustofa sem verður tengd kjallara hússins á lóð nr. 3 við Sjafnargötu. Einnig er lagður fram tölvupóstur Rögnu Kristjánsdóttur dags. 5. júní 2015 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti vegna yfirstandandi grenndarkynningar. Jafnframt er lagt fram bréf Óskars Jónssonar dags. 10. maí 2015 þar sem tekið er jákvætt í nýjar framkvæmdir. Erindi var grenndarkynnt frá 11. maí til og með 15. júní 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Samtök íbúa við Sjafnargötu og Freyjugötu, samtals 29 aðilar mótt. 15. júní 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2015.

Bréf frá hönnuði dags. 24. mars 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23. mars 2015 fylgja erindinu. Niðurrif bílskúrs er: 18,2 ferm., 45,5 rúmm. Stærð viðbyggingar er: 54,5 ferm., 179,7 rúmm. Gjald kr. 9.823 

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2015 samþykkt. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. 

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

16. Skólavörðustígur 21A, Stækka veitingastað og gistiheimili (01.182.245) Mál nr. BN049379

Thailenska eldhúsið ehf., Suðurhrauni 2, 210 Garðabær

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. maí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að dýpka kjallara að hluta, stækka svalir á 2. og 3. hæð og gera nýjar svalir í þaki og innrétta veitingahús í flokki II fyrir 90 gesti á 1. og 2. hæð og gistiheimili í flokki II teg. íbúðir fyrir 38 gesti á 2. 3. og 4. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg. Erindi var grenndarkynnt frá 22. maí til og með 1. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jónína H. Hafliðadóttir, Jón Heiðar Andrésson og Erla S. Hafliðadóttir, íbúðareigendur að Njálsgötu 2, dags. 25. júní 2015, Kristín Þ. G. Jónsdóttir, Jónína H. Hafliðadóttir, Hrönn I. Hafliðadóttir og Erla S. Hafliðadóttir, eigendur að Njálsgötu 1, dags. 16. júní 2015, Sigurður Árnason, dags. 11. júní 2015, Vilhjálmur Rist dags. 17. júní 2015, Hafdís Helgadóttir, Björgvin Andersen, Kristín Ólafsdóttir, Gestur Guðmundsson og Fjóla Magnúsdóttir dags. 17. júní 2015, Jane Victoria Appelton, dags. 18. júní 2015, Már Kristjánsson og Halla Ásgeirsdóttir dags. 18. júní 2015, Jóhann Gunnar Jónsson og Ebba Herbertsdóttir dags. 19. júní 2015, Daði Sverrisson dags. 19. júní 2015, Steinunn Guðmundsdóttir dags. 19. júní 2015 og Kristín Finnsdóttir og Hilmar Einarsson f.h. Íbúa að Njálsgötu 2, Klapparstíg 44, Skólavörðustíg 22, Skólavörðustíg 21 og Týsgötu 1 dags. 18. júní 2015 þar sem einnig er óskað eftir framlengingu á athugasemdarfresti, Kristín Þ. G. Jónsdóttir, Hrönn I Hafliðadóttir, Erla S. Hafliðadóttir og Jónína H. Hafliðadóttir dags. 19. júní 2015, Kristín Finnsdóttir og Hilmar Einarsson, dags. 24. júní 2015. 

Frestað. 

Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi undir þessum lið. 

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

17. Njörvasund 10, Mænisþak bílskúrs og sólpallur (01.411.501) Mál nr. BN049418

Margrét Herdís Einarsdóttir, Njörvasund 10, 104 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að hækka og byggja mænisþak á bílskúr sbr. fyrirspurn. BN048950 dags. 17.3. 2015 og samanber leiðbeiningar í jákvæðri umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4.3. 2015, sömuleiðis til að byggja verönd með skjólveggjum og heitum potti með öryggisloki á lóð nr. 10 við Njörvasund. Tillagan var grenndarkynnt frá 5. júní 2015 til og með 3. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jens Fylkisson og Haukur Jensson dags. 7. júní 2015. Einnig er lagt fram samþykki 17 hagsmunaaðila mótt. 18. júní 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2015. 

Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda dags. 12.5. 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4.3. 2015. Stækkun 22,5 rúmm., flatarmál óbreytt. Gjald kr. 9.823

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2015 samþykkt. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. 

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

18. Fríkirkjuvegur 11, Breytingar úti og inni, breytt notkun (01.183.413) Mál nr. BN049604

Novator F11 ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitinga- og ráðstefnusal fyrir 160 gesti þar sem sótt verður um tækifærisleyfi fyrir hvern viðburð í kjallara og á 1. hæð, lækkuð verður gólfplata í hliðarsal, taka niður svið í sal í sömu hæð og gólfplatan, koma fyrir salernum, koma fyrir matarlyftu/þjónustulyftu við eldhús og fólkslyftu frá kjallara upp á 1. hæð ásamt öðrum breytingum sem nefndar eru í byggingalýsingu á teikningu og sótt er um leyfi til að innréttuð verður íbúð á 2. hæð og í risi, fjarlægður verður stigi á milli 1. og 2 hæðar og hann geymdur, breyta núverandi útitröppum við suðurgafl, koma fyrir lyftu vegna aðkomu hreyfihamlaða og fjölga þakgluggum á austanverðu úr 2 í 6 stykki í húsinu á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg. Bréf frá hönnuði dags. 16. júní 2015 og aftur 15. júlí 2015, umsögn burðarvirkishönnuðar  dags. 9. júní 2015, bréf frá Forsætisráðuneytinu dags. 12 maí 2015 og Greinargerð hönnuðarstjóra dags. 16. júní 2015 fylgir erindinu.  Umsögn Minjastofnunar Íslands dags.. 9. júlí 2015 fylgir erindinu.

Frestað. 

Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið

(C) Fyrirspurnir

19. Engjateigur 7, (fsp) nýr byggingarreitur, fækkun bílastæða o.fl. (01.366.5) Mál nr. SN150255

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Iceland Construction hf., Bugðufljóti 19, 270 Mosfellsbær

Á fundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2015 var lögð fram fyrirspurn Ístaks hf. dags. 5. maí 2015 um að afmarka nýjan byggingarreit fyrir hliðhús syðst á lóðinni nr. 7 við Engjateig, girða lóðina af, færa innkeyrslu, fækka bílastæðum o.fl., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 5. maí 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís arkitekta ehf. dags. 5. maí 2015. 

Kynnt. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

20. Laugavegur 18B, (fsp) breyting á notkun jarðhæðar (01.171.5) Mál nr. SN150443

Around Iceland ehf., Laugavegi 18b, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Around Iceland ehf., dags. 4. ágúst 2015 varðandi breytingu á notkun jarðhæðar að Laugavegi 18b. 

Frestað. 

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(D) Ýmis mál

21. Víðimelur 35, málskot (01.540.1) Mál nr. SN150418

Tiris ehf., Neðstabergi 7, 111 Reykjavík

Lagt fram málskot Ómars Guðmundssonar f.h. Tiris ehf. dags. 21. júlí 2015 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2014 á fyrirspurn um breytingu á iðnaðarhúsnæði á lóð nr. 35 við Víðimel í íbúðarhúsnæði.

Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2014 staðfest staðfest með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og Páls Hjaltasonar og  fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir greiða atkvæði á móti  afgreiðslunni

22. Sumargötur 2015, framlenging á sumargötum yfir samgönguviku Mál nr. US150168

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. ágúst 2015 varðandi leyfi til að sumargötur á Laugavegi, Skólavörðustíg og í Kvosinni verði framlengdar til  22. september 2015.

Samþykkt. 

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

23. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna Klettaskóla, Mál nr. US150171

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 12. ágúst lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Með hvaða hætti voru íbúar Suðurhlíða upplýstir um sprengingar á lóð Klettaskóla? Hefur verið unnið samkvæmt þeirri áætlun um sprengingar sem lagt var upp með? Með hvaða hætti er reynt að lágmarka þau óþægindi sem hlotist hafa af sprengingum og jarðvegsframkvæmdum? Með hvaða hætti verður tjón á nærliggjandi íbúðarhúsum metið og bætt? Hefur verið komið á samráðsvettvangi borgar, skóla, framkvæmdaaðila og íbúa? Óskað er eftir því að svör verði unnin svo hratt sem kostur er og send í tölvupóstum til ráðsmanna. Þau verði svo lögð fram formlega á næsta fundi ráðsins."

Fyrirspurnin lögð fram að nýju ásamt svari umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds dags. 17. ágúst 2015.  

24. Betri Reykjavík, sópa hjólastíga áður en alvarleg slys hljótast af (USK2015070054) Mál nr. US150173

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „Sópa hjólastíga áður en alvarleg slys hljótast af" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2015. Erindið var fjórða efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur. 

25. Betri Reykjavík, kaupa snjósópara fyrir gangstéttir og hjólastíga (USK2015070051) Mál nr. US150176

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „Kaupa snjósópara fyrir gangstéttir og hjólastíga" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2015. Erindið var efsta hugmynd júlímánaðar 2015 á samráðsvefnum og kemur úr flokknum samgöngur. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur. 

26. Betri Reykjavík, gera Laugaveginn að vistgötu (USK2015070053) Mál nr. US150174

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „Gera Laugaveginn að vistgötu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2015. Erindið var þriðja efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr flokknum Umhverfismál. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði. 

27. Betri Reykjavík, rólur fyrir ung börn (USK2015070052) Mál nr. US150175

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „rólur fyrir ung börn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2015. Erindið var önnur efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efsta hugmyndin í málaflokknum Umhverfismál. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds.  

28. Betri Reykjavík, borgin grípi inn í lóðir þar sem byggingar hafa tafist (USK2015040066) Mál nr. US150122

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum skipulagsmál "borgin grípi inn í lóðir þar sem byggingar hafa tafist" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. 

29. Betri Reykjavík, Reynislundur - útivistarperla - Grafarholt  (US2014120007) Mál nr. US140230

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum ýmislegt "Reynislundur - útivistarperla - Grafarholt" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði. 

30. Betri Reykjavík, útigrill í Laugardalinn  (USK2014110038) Mál nr. US140206

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd októbermánaðar úr flokknum frístundir og útivist "útigrill í Laugardalinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 24. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 24. júní 2015 samþykkt. 

31. Betri Reykjavík, koma upp mjúku undirlag á hluta skólalóða  (US2014110064) Mál nr. US140220

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagður fram tölvupóstur skrifsstofu borgarstjóra og borgarritara dags 19. nóvember 2014 ásamt efstu hugmynd októbermánaðar úr flokknum menntamál "koma upp mjúku undirlag á hluta skólalóða" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir og viðhald, dags. 5. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 5. júní  2015 samþykkt. 

32 Betri Reykjavík, Háaleitisskóli Reykjavík - MJÖG slæmt ástand beggja skólalóða Háaleitisskóla (USK2015020015) Mál nr. US150037

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum framkvæmdir "Háaleitisskóli Reykjavík - MJÖG slæmt ástand beggja skólalóða Háaleitisskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 18. ágúst 2015. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 18. ágúst 2015 samþykkt. 

33. Betri Reykjavík, fjölga bekkjum í borginni (USK2015020074) Mál nr. US150056

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum umhverfismál "fjölga bekkjum í borginni" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 27. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 14. júlí 2015. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 14. júlí samþykkt. 

34. Betri Reykjavík, fjarlægja/færa staura frá Heilsustígum ehf. frá sleðabrekku (USK2015020079) Mál nr. US150061

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum framkvæmdir "fjarlægja/færa staura frá Heilsustígum ehf. frá sleðabrekku" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 27. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 14. júlí 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 14. júlí 2015 samþykkt. 

35. Betri Reykjavík, leikvöll í Laugardalinn (USK2015010003) Mál nr. US150065

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum ýmislegt "leikvöll í Laugardalinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 14. júlí 2015. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 14. júlí 2015 samþykkt. 

36. Betri Reykjavík, bæta við strætóferðum svo nemendur í HR og HÍ komist í skóla (USK2015060009) Mál nr. US150143

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "bæta við strætóferðum svo nemendur í HR og HÍ komist í skóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 5. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 5. júní 2015 samþykkt. 

37. Betri Reykjavík, setja hringtorg á gatnamót Hraunbæ og Bæjarbraut (USK2015060079) Mál nr. US150158

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið „Setja hringtorg á gatnamót Hraunbæ og Bæjarbraut" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. júní 2015. Erindið var þriðja efsta hugmynd júnímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 17. ágúst 2015. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 17. ágúst 2015 samþykkt. 

38. Betri Reykjavík, nýta hluta breiðra gangstétta sem hjólastíga (USK2015060084) Mál nr. US150160

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið  „Nýta hluta breiðra gangstétta sem hjólastíga þar sem við á." sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. júní 2015. Erindið var  fimmta efsta hugmynd júnímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur. Einig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 17. ágúst 2015. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 17. ágúst 2015 samþykkt. 

39. Guðrúnartún 1, kæra 65/2015 (01.216.2) Mál nr. SN150466

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. ágúst 2015 ásamt kæru þar sem kærð er synjun um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 1 við Guðrúnartún.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra. 

40. Njálsgata 78, kæra  58/2015, umsögn (01.191.1) Mál nr. SN150462

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 10. ágúst 2015 ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi fyrir fasteignina á lóð nr. 78 við Njálsgötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 12. ágúst 2015.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:35

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson ______________________________________________

Magnea Guðmundsdóttir__________________________________________

Páll ___________________________________________________

Gísli Garðarsson _________________________________________________

Júlíus Vífill Ingvarsson ____________________________________________

Áslaug María Friðriksdóttir__________________________________________

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir_______________________________________-

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 18. ágúst kl. 10:13 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 838. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Erna Hrönn Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Arnarholt 221217 (32.161.101) 221217 Mál nr. BN048436

Fylkir ehf., Dugguvogi 4, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta 14 einstaklingsherbergjum í starfsmannahúsi í sjö íbúðir í mhl. 04, en fyrir eru fjórar íbúðir þannig að byggingin verður fjölbýlishús með 11 íbúðum, mhl. 04, einnig er sótt um að byggja sorpgerði og hjóla- og vagnageymslu, mhl. 10 og mhl. 11, við fjölbýlishúsið  á Arnarholti með landnúmer 221217.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2015.

Mhl. 11:  20,3 ferm., 52,8 rúmm.

Mhl. 10:  20,3 ferm., 52,8 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Austurv Thorvaldsenss (01.140.418) 100859 Mál nr. BN049495

NS Holding ehf., Vesturbrún 16, 104 Reykjavík

Lindarvatn ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi í veitingasal á efri hæð og í tónlistar/dansstað sem báðir verða í flokki III fyrir samtals 400 gesti í húsi á lóð nr. 2 við Thorvaldsenstræti.

Meðfylgjandi er brunahönnun Eflu dags. 18. júní 2015, hljóðvistarskýrsla Eflu dags. ágúst 2015, minnisblað hönnuðar um staðsetningu sorpíláta dags. 13. ágúst 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. júlí 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Árleynir 22 (02.920.001) 109210 Mál nr. BN049819

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja anddyri við aðalinngang undir núverandi steypt skyggni og að auki er komið með áður gerðar breytingar af Landbúnaðarskóla Íslands í húsinu á lóð nr. 22 við Árleyni.

Stækkun: 12,2 ferm. XX rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Ármúli 12 (01.290.201) 103755 Mál nr. BN049827

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta svölum  á 1. og 2. hæð skrifstofuálmu mhl. 03 í fundarherbergi og setja upp færanlegt svið í fjölnotasal í kjallara í Ármúlaskóla á lóð nr. 12 við Ármúla.

Stækkun með breytingu á B rými í A rými er: 25,6 ferm., 94,7 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN049537

F3 ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Hallarmúli ehf., Hallarmúla 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta húsnæði úr verslun og þjónustu í hótel í flokki II, tegund b, og breyta gluggum að hluta í norðurálmu húss, mhl. 1, á lóð nr. 5 við Ármúla.

Meðfylgjandi er fyrirspurn BN047973 sem fékk jákvæða umfjöllun 29. júlí 2015 og samþykki frá tveimur meðeigendum dags. 18. maí 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

6. Bárugata 30 (01.135.219) 100468 Mál nr. BN048813

María Elísabet Pallé, Bárugata 30, 101 Reykjavík

Ásgeir Westergren, Bárugata 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná og klæða með bárujárni einbýlishús á lóð nr. 30 við Bárugötu.

Erindi var grenndarkynnt frá 12. maí til og með 9. júní 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Gunnar S. húseigandi dags. 14. maí 2015, Hildur S. Pálsdóttir f.h. húseigenda að Stýrimannastíg 6 dags. 7. júní 2015, Friðleifur  Egill Guðmundsson f.h. Black sheep ehf dags. 8. júní 2015, Ingvi Óttarsson og Dagrún Hálfdánardóttir dags.  8. júní 2015 og  Gunnar Gunnarsson og Valva Árnadóttir dags. 8. júní 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júlí 2015.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. febrúar 2015 og fsp. BN048834 dags. 17. febrúar 2015..

Stækkun: 134 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. júlí 2915.

7. Bergstaðastræti 4 (01.171.307) 101407 Mál nr. BN049832

Gamma ehf, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, setja stiga milli 1. hæðar og kjallara og koma fyrir starfsmannaaðstöðu í kjallara húss á lóð nr. 4 við Bergstaðastræti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN049640

Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Pétur Guðmundsson, Brúnastaðir 63, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 6. og næstsíðasta áfanga bílakjallara á lóð nr. 8-16 við Borgartún.

Stærð þessa áfanga:  5.417 ferm. br. 23.953 rúmm. br.

Samtals eftir þennan áfanga:  28.698 ferm. br., 108.534 rúmm. br.

Fjöldi stæða í þessum áfanga 217.

Erindi fylgir skýrsla um brunahönnun frá Eflu dags. í júní 2015 og lýsing á nánari útfærslu á sorphirðu dags. 13. ágúst 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Brautarholt 7 (01.242.004) 103029 Mál nr. BN049842

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu á lóðinni nr. 7 við  Brautarholt sbr. erindi  BN049574.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Brúnavegur 3-5 (01.350.502) 104151 Mál nr. BN049724

Helena Gunnarsdóttir, Brúnavegur 3, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi vegna gerðar eignaskiptasamnings í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3-5 við Brúnaveg.

Erindi fylgir samþykki eigenda dags. 11. febrúar 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Drafnarfell 2-18 (04.683.007) 112306 Mál nr. BN049826

FellaKaffi ehf., Laugavegi 73, 101 Reykjavík

Róði ehf., Grjótaseli 17, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í flokki II fyrir 48 manns í  mhl. 04 í rými 0101 í húsi nr. 18  á lóð nr. 2-18 við Drafnarfell. Búið er að innrétta kaffihúsið.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Drápuhlíð 4 (01.704.202) 107082 Mál nr. BN049784

Sigurður Eggertsson, Drápuhlíð 4, 105 Reykjavík

Elín Sigurvinsdóttir, Drápuhlíð 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta svölum, lengja þær og hækka handrið með handlista á 1. og 2. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Drápuhlíð.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda og bréf arkitekts dags. 14.8. 2015.

Gjald kr 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Eggertsgata 2-34 (01.634.-99) 106682 Mál nr. BN049710

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera breytingum á 1. og 2. hæð þannig að geymslur verða færðar og endurbyggðar,  afmörkuð verða svæði fyrir kerrur og vagna og anddyri  á 1. hæð verður stækkað í fjölbýlishúsinu hjá Félagsstofnun Stúdenta á lóð nr. 2-4 við Eggertsgötu. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

14. Eiríksgata 17 (01.195.214) 102606 Mál nr. BN049684

Eclipse fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á allar hæðir á austurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 17 við Eiríksgötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Er til skoðunar hjá skipulagafulltrúa

15. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN049639

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka núverandi reiðhjólaskýli mhl. 37 sem er staðsett norðanmegin við húsið á nr. 66 við Nauthólsveg á lóð nr. 106748 við flugvöllinn.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. ágúst 2015 fylgir erindinu.

Reiðhjólageymsla A rými 43,2 ferm., 107,0 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og með vísan til útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagfulltrúa frá 14. ágúst 2015.

16. Fornhagi 1 (01.546.102) 106502 Mál nr. BN049602

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera nýtt eldhús og saga burt hluta af skorsteini og gera hurðargat í vegg á 1. hæð fyrir mötuneyti Hagaskólans á lóð nr. 1 við Fornhaga. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 15. júlí 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Fornhagi 1 (01.546.102) 106502 Mál nr. BN049569

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á síkkun glugga í kjallara, sbr. erindi BN049489 dags. 2.6. 2015, í Hagaskóla á lóð nr. 1 við Fornhaga.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Fossaleynir 8 (02.467.201) 178762 Mál nr. BN049841

Áltak ehf, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík

Sótt er umtakmarkað byggingarleyfi að Fossaleyni 8 fyrir undirstöður og grunnlagnir sbr. BN049508

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Garðsstaðir 56 (02.427.107) 178525 Mál nr. BN049821

Böðvar Bjarki Þorvaldsson, Garðsstaðir 56, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að afmarka sérnotafleti við tvíbýlishús á lóð nr. 56 við Garðsstaði.

Samþykki meðeigenda dags. 5. ágúst 2015 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

20. Gefjunarbrunnur 1-3 (02.695.201) 205968 Mál nr. BN049620

Bívar Byggir ehf., Stararima 7, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 1-3 við Gefjunarbrunn.

Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 3. júlí 2015.

Stærð mhl. 01, 230,7 ferm., mhl. 02, 230,7 ferm.

Samtals:  461,4 ferm., 1.565,6 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Grandagarður 8 (01.115.101) 100046 Mál nr. BN049240

Elvar Ingimarsson, Barðastaðir 41, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að bæta við starfsmannainngangi á suðurhlið og innrétta veitingahús í flokki III fyrir 280 gesti og brugghús í skrifstofuhúsi á lóð nr. 8 við Grandagarð.

Erindi fylgir jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa vegna fsp. um sams konar erindi dags. 30. janúar 2015, greinargerð um brunavarnir dags. 13. apríl 2015 og samþykki eins eiganda dags. 13. júlí 2015.

Einnig fylgir bréf frá Cato lögmenn dags. 6. ágúst 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN048915

Hraunbrekka ehf., Fýlshólum 6, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á mhl. 01 og innrétta í honum 24 íbúðir í húsi á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Meðfylgjandi eru skýringar sem sendar voru í tölvupósti 24. júlí 2015.

Meðfylgjandi eru umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 15.8. 2014 og 22.1. 2015.

Stækkun:  717,8 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Grensásvegur 24 (01.801.214) 107635 Mál nr. BN049754

Samasem ehf, Grensásvegi 22-24, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN046421 þar sem koma fram innri breytingar í kjallara, 1. hæð og 2. hæð í húsinu á lóð nr. 24 við Grensásveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

24. Grettisgata 36 (01.190.008) 102346 Mál nr. BN049690

Orri Vésteinsson, Grettisgata 36, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN046987, þannig að viðbygging breikkar og hækkar og til að byggja svalir á rishæði á einbýlishúsi á lóð nr. 36 við Grettisgötu.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 7. júlí 2015.

Stækkun frá fyrra erindi:  28 ferm., 80,9 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

25. Guðrúnargata 8 (01.247.704) 103400 Mál nr. BN049780

Sigrún Svava Aradóttir, Guðrúnargata 8, 105 Reykjavík

Daði Róbertsson, Hlíðarvegur 41, 625 Ólafsfjörður

Sótt er um leyfi fyrir sérafnotaflöt fyrir eign 0101 mhl. 01 á lóð nr. 8 við Guðrúnargötu.

Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 12. ágúst 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

26. Hafnarstræti 19 (01.118.503) 100099 Mál nr. BN049837

Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir niðurrif að Hafnarstræti 19 sbr. BN048059 og samþykkt skipulagsfulltrúa vegna deiliskipulags frá 13.08 2015.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27. Háaleitisbraut 58-60 (01.284.401) 103735 Mál nr. BN049615

Eignarhaldsfélagið Hnit ehf., Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík

Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60, Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri snyrtistofu í rými 0202, einnig er sótt um leyfi til að koma fyrir flóttasvölum  á bakhlið, breyta gluggum við innhorn milli vestur og norðurálmu og gera skyggni á götuhlið að flóttasvölum með því að koma fyrir handriði þar á verslunarhúsi á lóð nr. 58 - 60 við Háaleitisbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. ágúst 2015 fylgir erindinu.

Samþykki frá húsfélagsfundi dags. 9. júlí 2012 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Háaleitisbraut 68 (01.727.301) 107329 Mál nr. BN049120

DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að innrétta matvælavinnslu í geymslusvæði í kjallara rými 0003 og breyta fyrirkomulagi stafsmannaaðstöðu og ræstingu í húsinu á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

29. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN049828

JL Holding ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN49183 þannig að breytt er innra skipulagi í veitingastaðnum á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 121 við Hringbraut. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Ingólfsstræti 2A (01.170.005) 101323 Mál nr. BN049733

Fjélagið - eignarhaldsfélag hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Síminn hf., Ármúla 25, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir uppsetningu á loftnetum fyrir Símann hf. á reykháf Gamla Bíós á lóð nr. 2A við Ingólfsstræti.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 14. júlí 2015, yfirlýsing húseiganda dags. 26. júlí 2015, tölvupóstur frá Minjastofnun Íslands og formanni Húsafriðunarnefndar dags. 18. og 19. maí 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Klapparstígur 26 (01.171.106) 101372 Mál nr. BN049732

Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kjallara til vesturs að lóðarmörkum og stækka þannig salinn, komið verður fyrir verönd á þaki kjallaraviðbyggingar og komið er fyrir sorpgeymslu í rými 0104 sem er undirgöng með kvöð um gönguleið í húsinu á lóð nr. 26 við Klapparstíg.

Óundirritað samþykki lóðahafa fyrir breytingu á gönguleiðum í undirgangi Klapparstígs 26 dags. 10. júlí 2015 fylgir. Samþykki fyrir breytingum á gönguleið  lóðarhafa Klapparstíg 28 dags. fylgir. Samþykki eiganda afa Klapparstíg 26.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2015.

Stækkun húss er: 55,9 ferm., 165,0 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32. Klettagarðar 6 (01.322.301) 188794 Mál nr. BN049753

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Drangasker ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049635 þannig að komið verður fyrir frysti í lagerhlutanum, millipallur nýttur undir skrifstofurými og flóttaleið frá millilofti út á hringstiga komið fyrir á norðurhlið á húsinu á lóð nr. 6 við Klettagarða.

Bréf frá eigendum húss ódags. og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 17. júlí 2015. Tölvupóstur frá heilbrigðistofu dags. 12 ágúst 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33. Langagerði 20 (01.832.010) 108537 Mál nr. BN049811

Þorgeir Adamsson, Langagerði 20, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála með steyptum sökkli við húsið á lóð nr. 20 við Langagerði. Erindi BN048250 er dregið til baka með þessu erindi 

Óundirskrifuð umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 20. nóvember 2014 fylgja erindi. 

Stækkun: 5,18 ferm., 13,6 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til  skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. A-1415.1,  A-1415.2 og  A-1415.3 síðast breytt 2. febrúar 2015.

34. Laugavegur 36 (01.172.218) 101473 Mál nr. BN049813

Lantan ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa sorpgeymslu og til að byggja glerþak yfir útisvæði við hótel á lóð nr. 36 við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Laugavegur 4 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN049191

Laugastígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja byggingu sem tengir Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1A, kjallara og tvær hæðir, að mestu úr gleri og verður mhl. 02 á sameinaðri lóð nr. 4 Laugaveg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 26. mars 2015.

Erindið var kynnt umhverfis- og skipulagsráði sem samþykkti umsögn byggingarfulltrúa.

Nýbygging:  884,1 ferm., 3.989,4 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og með vísan til umsagnar byggingarfulltrúa dags. 12. ágúst 2015.

36. Menntavegur 1 (01.757.201) 214259 Mál nr. BN049833

Háskólinn í Reykjavík ehf., Menntavegi 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta þægindavöruverslun í rými 1.1.01b í Háskólanum í Reykjavík á lóð nr. 1 við Menntaveg.

Erindi fylgir yfirlýsing brunahönnuðar dags. 11. ágúst 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

37. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN049825

Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breytingum á erindi BN049297, samþ. 19.5. 2015, sem felast í tilfærslu á steyptum veggjum í hjóla- og sorpgeymslu á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Nönnugata 7 (01.186.615) 102311 Mál nr. BN049761

Magnhús ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum úr einni í tvær á 1. hæð, íbúðirnar báðar verða í sama eignarhaldi, íbúð 0102 verður órjúfanlegur hluti af 0101, einnig er sótt um að breyta skipulagi geymslna í rishæð í fjöleignahúsi á lóð nr. 7 við Nönnugötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Ránargata 9A (01.136.204) 100540 Mál nr. BN049409

Sólveig Guðmundsdóttir Karlsson, Ránargata 9a, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðri íbúð á 1. hæð/jarðhæð og til að stækka garðskýli þar sem verða geymslur fyrir íbúðir hússins, einnig að gera nýjan glugga á 1. hæð norðurhliðar á fjölbýlishúsi á lóð nr. 9A við Ránargötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Skipulagferli ólokið.

40. Reynimelur 34 (01.540.123) 106268 Mál nr. BN049810

Ármann Kojic, Reynimelur 34, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum, hurðum og fyrirkomulagi innanhúss, sbr. erindi BN043442  á vinnustofu, mhl. 02, á lóð nr. 34 við Reynimel.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Sigtún 55 (01.365.213) 104695 Mál nr. BN049436

Valtýr Guðmundsson, Sigtún 55, 105 Reykjavík

Tinna Kristín Snæland, Sigtún 55, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja steyptan burðarvegg milli eldhúss og borðstofu og setja upp styrktarramma úr stáli á 1. hæð í húsi á lóð nr. 55 við Sigtún.

Meðfylgjandi eru útreikningar burðarvirkishönnuðar dags. 3. maí 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Skipasund 88 (01.412.106) 105054 Mál nr. BN049576

Silja Rut Thorlacius, Skipasund 88, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja forskalningu og klæða með bárujárni hús á lóð nr. 88 við Skipasund.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 5. ágúst 2015 og samþykki meðeigenda á á teikningu dags. 30. júní 2015 fylgir

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Skipholt 35 (01.251.104) 103438 Mál nr. BN049738

Alviðruhóll ehf., Skipholti 35, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka söludeild á götuhæð og endurinnrétta, loka hringstiga á milli söludeildar og skrifstofurýmis á 2. hæð og lagerhúsnæðið á götuhæð verður endurskipulagt og komið fyrir hringstiga milli þess og kjallara í húsinu á lóð nr. 35 við Skipholt. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 3 júlí 2015 og Bréf hönnuðar dags. 14. júlí 2015 og 13. ágúst. 2015 fylgir. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Skólavörðustígur 24 (01.181.206) 101760 Mál nr. BN049824

H.G.G. - Fasteign ehf., Sómatúni 6, 600 Akureyri

Sótt er um leyfi fyrir ýmsum breytingum, innan húss og utan, m.a. taka upp loft, færa inngang, breyta gluggum og hurðum og koma fyrir þakglugga í einbýlishúsi á lóð nr. 24 við Skólavörðustíg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

45. Skúlagata 3 (01.150.101) 173294 Mál nr. BN049674

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Plan 21 ehf, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir fallvörn úr gleri á stálfestingum ofaná steyptum veggjum á dælustöð á lóð nr. 3 við Skúlagötu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN049787

Mánatún hf., Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera op í burðarvegg og sameina íbúðir 0807 og 0808 í eina íbúð, 0807, á 8. hæð í fjölbýlishúsinu Mánatún 13 á lóð nr. 1-3 við Sóltún/1-17 við Mánatún.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 27.7. 2015, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28.7. 2015 og hljóðvistargreinargerð dags. júní 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Sóltún 6 (01.233.501) 211565 Mál nr. BN049815

Waldorfleikskólinn Sólstafir, Grundarstíg 19, 101 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi vegna færslu á  kennslustofum innan lóðar, tímabundið vegna fyrirhugaðra framkvæmda, sjá umsókn BN049782, við skóla á lóð nr. 6 við Sóltún.

Meðfylgjandi er bréf Waldorfsskóla dags. 12. ágúst 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. ágúst 2015 fylgir erindinu .

Gjald kr. 9.823.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48. Sólvallagata 20 (01.160.213) 101161 Mál nr. BN049823

Maksim Akbachev, Sólvallagata 20, 101 Reykjavík

Arcturus hf., Bakkahjalla 8, 200 Kópavogur

Sótt er um leyf til að breyta áður samþykktu erindi BN049233 vegna lokaúttektar þannig að texti í byggingalýsingu er breytt, salernum eru  víxlað og björgunarop fjarlægð á fyrstu hæð í húsinu á lóð nr. 20 við Sólvallargötu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49. Stigahlíð 45-47 (01.712.101) 107208 Mál nr. BN049801

Suðurver ehf., Stigahlíð 45-47, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049187 þannig að komið er fyrir rafdrifinni rennihurð inn í apótek á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð.

Samþykki meðeigenda dags. 12. ágúst fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

50. Stóragerði 11A (01.804.101) 107732 Mál nr. BN049829

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta inngangshurðum og tengdum glerveggjum til að bæta aðgengi að aðalinngangi Hvassaleitisdeildar Háaleitisskóla á lóð nr. 11A við Stóragerði.

Meðfylgjandi er brunatæknileg hönnun dags. 11. ágúst 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

51. Stuðlasel 14 (04.923.501) 112630 Mál nr. BN049642

Arnbjörg Guðbjörnsdóttir, Stuðlasel 14, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi þannig að lokað verður á milli íbúðar og útbúnar verða tvær sjálfstæðar íbúðir á lóð nr. 14 við Stuðlasel.

Ósamþykktur eignaskiptasamningur frá 28. október 2015 fylgir erindi, einnig umboð frá hönnuði hússins um að breytingar á teikningum séu leyfðar dags. 17. júlí 2015 fylgir. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

52. Sundlaugavegur 18 (01.361.004) 104553 Mál nr. BN049834

Daníel Þórðarson, Sundlaugavegur 18, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera breytingar á 1. hæð, taka niður vegg milli stofu og forstofu og koma fyrir stálstyrkingu í staðinn í íbúð 0101 í húsi á lóð nr. 18 við Sundlaugaveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Sæbraut 101 (01.340.401) 173289 Mál nr. BN049675

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Plan 21 ehf, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir fallvörn úr gleri á stálfestingum ofaná steyptum veggjum á dælustöð á lóð nr. 101 við Sæbraut.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

54. Tangabryggja 2-4 (04.023.401) 216248 Mál nr. BN049759

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er erum leyfi til að byggja fjölbýlishús með 42 íbúðum ásamt bílageymslu á lóð nr. 2-4 við Tangabryggju.

Meðfylgjandi eru varmatapsútreikningar dags. 20. júlí 2015.

Stærð:  Kjallari 1.716,4 ferm., þar af bílgeymsla 1.033,8 ferm., 1. hæð 899,3 ferm., 2. og 3. hæð 911,1 ferm., 4. hæð 864,1 ferm.

Samtals A-rými:  5.302 ferm., 16.185,4 rúmm.

B-rými:  199,5 ferm.

C-rými:  101,5 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Tjarnargata 28 (01.142.002) 100923 Mál nr. BN049725

Feier ehf., Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kvist á austurhlið og breyta innra skipulagi efri hæðar einbýlishúss á lóð nr. 28 við Tjarnargötu.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags, 9. júlí 2015, samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 8. júlí 2015, samþykki lóðarhafa Tjarnargötu 26 vegna breytinga á lóðamörkum og kaupsamningur dags. 22. maí 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. ágúst 2015.

Stækkun:  1,76 ferm., 5,76 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til  skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. A100,  A101 og  A102  dags. 24. júní 2015.

56. Veghúsastígur 7 (01.152.419) 101064 Mál nr. BN049737

RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta nýjan veitingastað í bakhúsi með aðgengi

frá Veghúsastíg 9 og breyta notkun veitingahússins í flokk II í rými 0105

á lóð nr. 7 við Veghúsastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2015.

Einnig samþykki meðlóðarhafa nr. 9 og 9A við Veghúsastíg dags. 14. júlí 2014.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Þingholtsstræti 16 (01.180.010) 101674 Mál nr. BN049709

1904 ehf., Þingholtsstræti 16, 101 Reykjavík

Arnór Víkingsson, Þingholtsstræti 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja og hækka lítillega garðskála við einbýlishús á lóð nr. 16 við Þingholtsstræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2015.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. ágúst 2015.

Stækkun 11,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Milli funda.

58. Þingholtsstræti 3-5 (01.170.303) 206266 Mál nr. BN049607

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja loftinntak inn í eldhús í staðinn fyrir opnanlegan glugga í kjallara hússins á lóð nr. 3-5 við Þingholtstræti.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

59. Þverholt 7 (01.241.020) 103015 Mál nr. BN049822

Antikhúsið ehf, Skólavörðustíg 21, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta meðtökustað í flokki I sem á að selja súpur og brauð í rými 0101 í húsi nr. 7 við Þverholt. 

Samþykki meðlóðarhafa dags. 5. ágúst 2015 og umboð dags. 29. júlí 2015, 3. ágúst 2015 og 5. ágúst 2015 fylgja.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

Fyrirspurnir

60. Háagerði 53 (01.815.707) 108055 Mál nr. BN049773

Bengta María Ólafsdóttir, Básendi 11, 108 Reykjavík

Spurt er hvort samþykkt yrði "ósamþykkt íbúð" í rými 0001 í kjallara raðhúss á lóð nr. 53 við Háagerði.

Nei.

Samræmist ekki byggingarreglugerð.

61. Hringbraut  35-49 (01.541.002) 106321 Mál nr. BN049830

Solveig Bjarnadóttir, Hringbraut 37, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að fjarlægja skorstein í íbúð 0302 í húsi nr. 37 á lóð nr. 35-49 við Hringbraut.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

62. Óðinsgata 8B (01.180.307) 101718 Mál nr. BN049818

Arnar Bjarnason, Sundlaugavegur 20, 105 Reykjavík

Rakel Halldórsdóttir, Sundlaugavegur 20, 105 Reykjavík

Spurt er hvort innrétta megi íbúðarhúsnæði sem verslun í kjallara húss á lóð nr. 8B við Óðinsgötu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

63. Reykjavíkurvegur 29 (01.635.503) 106687 Mál nr. BN049814

Örn Alexander Ámundason, Reykjavíkurvegur 29, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að setja þakglugga á vestan verður á húsið á lóð nr. 29 við Reykjavíkurvegi . 

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

64. Síðumúli 10 (01.292.301) 103798 Mál nr. BN049749

Arney Þórarinsdóttir, Suðurtún 2, 225 Álftanes

Spurt er hvort breyta megi verslunarhúsnæði í fæðingaraðstöðu og -fræðslu á 1. hæð í húsi á lóð nr. 10 við Síðumúla.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2015.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

65. Sörlaskjól 80 (01.531.018) 106133 Mál nr. BN049817

Ingibjörg Þóra Garðarsdóttir, Sörlaskjól 80, 107 Reykjavík

Fyrirspurn framsent til skipulagsfulltrúa. 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:24

Nikulás Úlfar Másson

Björn Kristleifsson

Erna Hrönn Geirsdóttir

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir