Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 112

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2015, miðvikudaginn 1 júlí kl. 9:09, var haldinn 112. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Gísli Garðarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Svavar Helgason áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Þingholtin, akstur stórra ökutækja um Þingholtin  (USK2013020026) Mál nr. US150154

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt  fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 11. júní 2015 varðandi akstur stórra ökutækja um Þingholtin, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. í júní 2015.

Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.

Kristín Soffía Jónsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:15.

Magnea Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:18.

2. Esja, svifbraut Mál nr. US140145

Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. júlí 2014 ásamt skýrslu VSÓ ráðgjafar dags. júní 2014 varðandi svifbraut í Esju. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. ágúst 2014. Lögð fram drög að umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. júní 2015 til Skipulagsstofnunar um mögulega matsskyldu svifbrautar í Esju í kjölfar breytinga á framkvæmdalýsingu.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða dags. 18. júní 2015 samþykkt.

Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi kl. 9:22.

Áslaug María Friðriksdóttir tekur sæti á fundinum að nýju kl. 9:36.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

3. Plastsöfnun og breytt hirðutíðni, Mál nr. US150023

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða dags. 26. júní 2015 varðandi plastsöfnun og breytta hirðutíðni.  Markmiðið með tillögunni er að auka endurvinnslu plasts og minnka þannig magn urðaðs úrgangs. Í dag er íbúum boðið upp á að skila plasti á grenndar- og endurvinnslustöðvum en gangi þessi tillaga eftir verður jafnframt boðið upp á að íbúar flokki plast í græna tunnu við heimili. Sorphirðan í Reykjavík mun hirða plastið gegn gjaldi á 28 daga fresti að jafnaði. Með frekari flokkun á plasti frá blönduðum úrgangi er fyrirséð að magn í gráum tunnum og spartunnum muni minnka, sérstaklega þar sem plast er um helmingi rúmmálsfrekara en blandaður úrgangur. Til að mæta þessu mun gráa tunnan undir blandaðan úrgang færast úr 10 daga hirðu í 14 daga eins og er í flestum öðrum sveitarfélögum. Einnig mun bláa tunnan undir pappírsefni færast í 28 daga hirðu og spartunnan undir blandaðan úrgang í 14 daga en verður helmingi minni en nú er, þ.e. 120 l í stað 240 l.  

Samþykkt af fulltrúum Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttir, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur,  fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: „Jákvætt er að bjóða íbúum Reykjavíkur upp á nýja valkosti í sorphirðu og að stuðla að því að plastsöfnun aukist. Með tilkomu plast tunnurnar er gert ráð fyrir breytingum á hirðutíðni. Í stað þess að 10 dagar séu á milli hirðu verði þeir 14 í það minnsta. Ekkert liggur fyrir hvernig þær breytingar munu koma við fjölskyldur í Reykjavík. Ekki er ljóst hvernig fara á með þá staðreynd að hluti íbúa, til dæmis þeir sem aðeins nota eina gráa tunnu og munu því fá skerta þjónustu eftir breytingar þar sem sorpið verður hirt á 14 daga fresti í stað 10 daga. Fram að áramótum munu þeir greiða sama gjald fyrir minni þjónustu en ekki er ljóst með framhaldið. Munu gjöld á þessa íbúa lækka að sama skapi eða taka þeir á sig hækkun gjalda í þágu meiri þjónustu fyrir aðra. Ekkert er fjallað um áhrif gjaldskrárbreytinga á fjölskyldur í Reykjavík. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir að þær upplýsingar yrðu unnar áður en tillagan yrði samþykkt en meirihlutinn tók ekki undir það.„

Fulltrúi Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson bóka: "Græn tunna í Reykjavík fyrir plast verður aukin þjónusta fyrir þá sem hana kjósa og mun gera endurvinnslu aðgengilegri og auðveldari fyrir Reykvíkinga. Ennþá verður tekið við plasti á öllum grenndarstöðvum. Frá og með áramótum verður hirðutíðni jafnframt lengd í 14 daga úr 10 dögum og verður hirðutíðnin þá sú sama í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Sorphirðugjöld í Reykjavík eru þjónustugjöld og eru ákvörðuð samkvæmt lögbundinni auglýsingu og mega hvorki skila afgangi né krefjast niðurgreiðslu. Skili breytt hirðutíðni lækkuðum kostnaði þá skilar það sé óhjákvæmilega í lægri sorphirðugjöldum. Líkt og umræða á fundinum leiddi í ljós þá er ekki um að ræða ákvörðun gjaldskrár fyrir næsta ár en ákvarðanir um breytta gjaldskrá eru unnar samhliða fjárhagsáætlun."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka 

„Upplýsingar sem þessar ættu skilyrðislaust að liggja fyrir áður en ákvörðun er tekin. Ef rétt er að sorphirðugjöld þeirra sem munu fá skerta þjónustu lækki þá er það til góðs. Ekki er hins vegar hægt að lesa það út úr fyrirliggjandi gögnum.“

Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(A) Skipulagsmál

4. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 26. júní 2015. 

5. Örfirisey, deiliskipulag (01.1) Mál nr. SN140611

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var tillögunni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Faxaflóahafna dags. 29. júní 2015 og breyttum deiliskipulagsuppdráttum dags. 24. júní 2015

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir  og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar samþykkja að endurauglýsa  framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt er samþykkt að tilkynna þeim aðilum sem áður gerðu athugasemdir við tillöguna um nýja auglýsingu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðsluna og bóka“ : Skipulag Örfiriseyjar er betra í þeirri tillögu sem fyrir mistök var auglýst en með þeim breytingum sem meirihlutinn í Reykjavík vill halda til streitu. Þá þarf að ítreka að mun betur mætti vinna með skipulag í Örfirisey. Mjög spennandi tækifæri til uppbyggingar liggja á svæðinu en með því að einskorða sig svo við hafnarsækna starfsemi er ljóst tækifærum fækkar. Örfirisey gæti verið eitt af vinsælustu svæðum í Reykjavík og blönduð byggð ásamt hafnsækinni starfsemi þar myndi styðja mun betur við meginmarkmið aðalskipulags Reykjavíkurborgar en það skipulag sem fyrir liggur „ 

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Vísað til borgarráðs.

6. Kjalarvogur 12, breyting á deiliskipulagi (01.42) Mál nr. SN150209

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Kynnt bréf Faxaflóahafna s.f. dags. 13. apríl 2015 ásamt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 10. apríl 2015 að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 12 við Kjalarvog. .

Kynnt. 

Vignir Albertsson skipulagsstjóri Faxaflóahafna tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7. Miklabraut/Rauðagerði, breyting á deiliskipulagi (01.82) Mál nr. SN150188

Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. mars 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi norðan Rauðagerðis. Í breytingunni fellst breyting á fyrirkomulagi og staðsetningu á jarðvegmönum, hækkun á núverandi jarðvegsmönum um 1-3 metra, bæta við strætórein í tengslum við biðskýli við Miklubraut o.fl., samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 16. mars 2015. Einnig er lögð fram skýrsla Landmótunar ódags. Tillagan var auglýst frá 8. maí til og með 19. júní 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Birgir Grímsson dags. 1. júní 2015. Einnig er lögð fram umsögn samgöngustjóra dags. 23. júní 2015.

Samþykkt með vísan til umsagnar samgöngustjóra dags. 23. júní 2015. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir bóka eftirfarandi: Nauðsynlegt er að skoða hönnun strætóreinar og samspil hennar við frárein frá Miklubraut inn á Breiðholtsbraut, ásamt tengingu strætóreinar inn í fráreinina. Umferðarþungi þar er mikill og ljóst að til mikils er að vinna að stuðla að góðu umferðarflæði á þessum stað. Þá myndast oft raðir sem ná langt inn á Miklubraut með tilheyrandi töfum og slysahættu. Því er mikilvægt að nota þetta tækifæri til að leysa þann vanda og auka þar með umferðaröryggi. 

Vísað til borgarráðs. 

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

8. Útivistarsvæði, heildarskipulag Mál nr. SN150331

Kynnt heildarskipulagi útivistarsvæða í Reykjavík.  

Kynnt. 

9. Háteigsvegur 1, breyting á deiliskipulagi (01.244.2) Mál nr. SN140621

Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík

Bakkastaðir eignarhaldsfél ehf., Blönduhlíð 17, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Bakkastaða eignarhalsfélags ehf. dags. 21. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.244.2, Egilsborgarreits, vegna lóðarinnar nr. 1 við Háteigsveg. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarlínum, aukning á byggingarmagni o.fl., samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 1. júní 2015.  Einnig er lagt fram bréf skipulagsfulltrúa til umsækjanda dags. 3. mars 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. apríl 2015. 

Frestað 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

10. Vegamótastígur 7 og 9, breyting á deiliskipulagi (01.171.5) Mál nr. SN150286

Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

Reir ehf, Frostaskjóli 9a, 107 Reykjavík

Lögð fram umsókn Reir ehf. dags. 15. maí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg. Í breytingunni felst m.a. í að hætt er við að endurreisa gamla steinbæinn á þaki nýbyggingar og hætt er við að færa gamla húsið á Vegamótastíg 9 upp á þak o.fl., samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. ódags. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(C) Fyrirspurnir

11. Reitur 1.154.3, Barónsreitur og reitur 1.174.0, Laugavegsreitur, (fsp) skipulag og þróun reita (01.154.3) Mál nr. SN140513

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Rauðsvík ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Kynnt fyrirspurn Tark f.h. ÞG verk, dags. 6. febrúar 2015 varðandi deiliskipulagsdrög og skipulagsforsendur fyrir reit 1.154.3, Barónsreit, og reit 1.174.0, Laugavegsreit skv. greinargerð og tillögum Tark, dags. 5. febrúar 2015.  Einnig er kynnt umsögn Minjastofnunar dags. 4. og 25. febrúar 2015.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað. 

(A)Skipulagsmál

12. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi (01.154.3) Mál nr. SN150370

Halldór Eiríksson, Fífusel 26, 109 Reykjavík

Lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar í umboði eigenda, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3, Barónsreits, skv. uppdráttum Tark, mótt. 29. júní 2015. Í breytingunni felst víðtæk breyting á vesturhluta reitsins að undanskilinni lóðinni Hverfisgötu 83, Bjarnarborg.

Halldór Eiríksson fulltrúi Tark og Oddur Víðisson fulltrúi dap ehf. kynna.

13. Reitur 1.174.0, breyting á deiliskipulagi (01.174.0) Mál nr. SN150371

Halldór Eiríksson, Fífusel 26, 109 Reykjavík

Lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar í umboði eigenda, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, sem afmarkast af Vitastíg, Hverfisgötu, Barónsstíg og Laugavegi., skv. uppdráttum Tark, mótt. 29. júní 2015. Breytingin nær til allra lóða á reitnum og umtalsverðar breytingar verða gerðar á lóðarmörkum og nýtingarhlutföllum. Markmið hennar er að styrkja húsavernd og götumyndir eldri húsa á vesturhluta reitsins ásamt því að vernda götumynd Laugavegar í meira mæli en nú er. Samhliða því er uppbygging randbyggðs íbúðarhúsnæðis heimil á miðbiki og austari hluta reitsins umhverfis inngarða.

Halldór Eiríksson fulltrúi teiknistofunnar Tark og Oddur Víðisson fulltrúi dap ehf. kynna.

Hjálmar Sveinsson víkur af fundi kl. 14:07. 

(B) Byggingarmál

14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 833 frá 30. júní 2015. 

15. Laugavegur 4, Nýbygging/viðbygging (01.171.302) Mál nr. BN049191

Laugastígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. apríl 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja byggingu sem tengir Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1A, kjallara og tvær hæðir, að mestu úr gleri og verður mhl. 02 á sameinaðri lóð nr. 4 Laugaveg. Einnig er lögð fram umsögn fagrýnihóps ódags. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 26. mars 2015. Nýbygging:  884,1 ferm., 3.989,4 ferm. Gjald kr. 9.823

Kynnt. 

Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(D) Ýmis mál

16. Umhverfis- og skipulagsráð, náms- og kynnisferð 2015 Mál nr. US150157

Kynnt drög að náms- og kynnisferð umhverfis- og skipulagsráðs til Svíþjóðar og Finnlands í september 2015. 

17. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030: framfylgd, skýrsla um framfylgd Mál nr. SN150367

Lögð fram drög að skýrslu um framfylgd Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, dags. 29 júní 2015 ásamt mælikvörðum. 

Frestað. 

18. Umhverfis- og auðlindastefna Reykjavíkurborgar, bæklingur Mál nr. SN150368

Lagður fram til kynningar bæklingur um umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar ásamt mælikvörðum. 

Kynnt. 

Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

19. Sandskeiðslína-Suðvesturlína, forkynning á undirbúningi framkvæmda Mál nr. SN150366

Efla hf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík

Forkynning á undirbúningi framkvæmda af hálfu Landsnets, áður en kemur til umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir Sandskeiðslínu-Suðvesturlínu. 

Ólafur Árnason fulltrúi Eflu kynnir. 

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

20. Dýrahald á opinberum stöðum, tillaga um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga um dýrahald á opinberum stöðum (USK2015050053) Mál nr. US150134

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. maí 2015 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 19. maí 2015 á svohljóðandi tillögu "Borgarstjórn samþykkir að beina þeim tilmælum til ríkisvaldsins að rýmka reglur um hollustuhætti og matvæli svo það sé hverju sveitarfélagi í sjálfsvald sett hvernig það kýs að haga reglum um á hvaða stöðum sé leyfilegt að hafa dýr, svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktastöðvum, samkomuhúsum o.s.frv. Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska."

Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. júní 2015.

21. Sóltún 1, kæra 30/2015, umsögn (01.230.2) Mál nr. SN150250

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. maí 2015 ásamt kæru dags. 29. apríl 2015 þar sem kært er byggingarleyfi vegna fækkunar á bílastæðum á sameiginlegri lóð og vegna akstursleiðar inn og úr bílageymslu fyrir fjölbýlishúsið að Sóltúni 1-3. Í kærunni er gerð Krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. júní 2015.

22. Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21, kæra 75/2010, umsögn, úrskurður (04.350.9) Mál nr. SN100449

Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 15. desember 2010 ásamt kæru dags. 8. desember 2010 þar sem kærð er synjun á beiðni um endurauglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árbæjar-Seláss vegna lóðarinnar að Þykkvabæ 21 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 29. nóvember 2011. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. júní 2015. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs frá 4. nóvember 2010 að synja um breytingu á deiliskipulagi Árbæjar-Seláss vegna lóðarinnar nr. 21 við Þykkvabæ.

23. Hraunbær 102, kæra 90/2014, umsögn, úrskurður (04.343.3) Mál nr. SN140446

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. ágúst 2014 ásamt kæru, dags. s.d. vegna synjunar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 1. júlí 2014 á umsókn um að klæða með báruálklæðningu fjöleignarhúsið Hraunbær 102. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. september 2014. Lagður fram úrskurður  úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 23. júní 2015. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi synjun byggingarfulltrúa á umsókn um leyfi til að klæða fjöleignarhúsið Hraunbær 102 með báruálklæðningu.

24. Ferjuvað 1-3, kæra 26/2015, umsögn, úrskurður (04.731.5) Mál nr. SN150303

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 17. apríl 2015 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa á samþykki um breytingar á bílastæði B-17 í bílageymslu við Ferjuvað 1-3 í Reykjavík, ásamt lokaúttekt á húsinu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 27. maí 2015. Lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. júní 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda.

25. Ingólfsstræti 2A, kæra 28/2015, úrskurður (01.170) Mál nr. SN150299

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 24. apríl 2015 ásamt kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. mars 2015 að veita leyfi til að byggja veislustofu með þaksvölum við núverandi 3. hæð að Ingólfsstræti 2A, koma fyrir útibekkjum og og gróðurbelti, framlengja lyftu og flóttaleið frá Bankastræti 7 á þaksvölum  Gamla Bíós. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Lagður fram úrskurður  úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 23. júní 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.

26. Austurbakki 2, reitur 1 og 2, breyting á deiliskipulagi (01.11) Mál nr. SN150318

Landstólpar þróunarfélag ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík

Pálmar Kristmundsson, Erluás 2, 221 Hafnarfjörður

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júní 2015 vegna samþykktar borgarráðs frá 18. júní 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka.

27. Eggertsgata 35, breyting á deiliskipulagi (01.636.1) Mál nr. SN150313

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júní 2015 vegna samþykktar borgarráðs frá 18. júní 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, austurhluta háskólalóðar, vegna lóðarinnar nr. 35 við Eggertsgötu.

28. Hverfisgata 16 og 16A, breyting á deiliskipulagi (01.171.0) Mál nr. SN150183

Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf, Skólavörðustíg 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júní 2015 vegna samþykktar borgarráðs frá 18. júní 2015 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðanna nr. 16 og 16A við Hverfisgötu.

29. Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN150181

Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

Matfugl ehf., Völuteigi 2, 270 Mosfellsbær

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júní 2015 vegna samþykktar borgarráðs frá 18. júní 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:55.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Magnea Guðmundsdóttir__________________________________________

Kristín Soffía Jónsdóttir ___________________________________________________

Gísli Garðarsson _________________________________________________

Áslaug María Friðriksdóttir ____________________________________________

Herdís Anna Þorvaldsdóttir _________________________________________

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir_______________________________________-

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 30. júní kl. 10:15 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 833. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Eva Geirsdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson og Jón Hafberg Björnsson

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 9 (01.140.414) 100855 Mál nr. BN049328

Birgir Jónsson, Hraunteigur 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir rennihurð á suðurhlið og rými fyrir útiveitingar fyrir framan hús á lóð nr. 9 við Aðalstræti.

Meðfylgjandi er yfirlýsing fyrir hönd meðlóðarhafa dags. 8.4. 2015 ásamt umsögn skrifstofu reksturs- og umhirðu dags. 19. maí 2015.

Gjald kr. 9.823

Var samþykkt 24. júní 2015.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Allur frágangur á svæði útiveitinga er á ábyrgð umsækjanda og ber honum að sjá til þess að allt rusl sé þrifið jafnóðum og fjarlægt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Austurberg 3 (04.667.101) 112094 Mál nr. BN049606

Þrek ehf, Sundlaugavegi 30A, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu fyrir heilsurækt sunnan við íþróttahús og sundlaug á lóð nr. 3 við Austurberg.

Stærð:  1.697,5 ferm., 2.836,8 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Austurv Thorvaldsenss (01.140.418) 100859 Mál nr. BN049495

NS Holding ehf., Vesturbrún 16, 104 Reykjavík

Lindarvatn ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi í veitingasal á efri hæð og í tónlistar/dansstað sem verða í flokki III fyrir samtals 400 gesti í húsi á lóð nr. 2 við Thorvaldsenstræti.

Meðfylgjandi er brunahönnun Eflu dags. 18. júní 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bergstaðastræti 4 (01.171.307) 101407 Mál nr. BN049633

Gamma ehf, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta mhl. 01 þannig að loka á stigagangi 0006 inn í rými 0001, flytja geymslur, koma fyrir hurð frá rými 0104 inn í rými 0103 í húsinu á lóð nr. 4 við Bergstaðastræti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Birkimelur 3 (01.550.102) 106506 Mál nr. BN049524

Blómatorgið ehf, Hringbraut 33, 107 Reykjavík

Sigurður Þórir Sigurðsson, Stakkhamrar 19, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi BN049055 frá 24.3.2015 sem felst í að færa sorpgeymslu, síkka glugga við inngang niður í gólf og fækka opnanlegum gluggarömmum í blómabúð á lóð nr. 3 við Birkimel.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

6. Brautarholt 22 (01.250.101) 103421 Mál nr. BN049302

Skeifan ehf., Tjarnargötu 40, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sbr. erindi BN020225 dags. 24.2. 2000, breytingarnar felast aðallega í að anddyri hefur verið breytt og þar bætt við skrifstofu í hóteli á lóð nr. 22 við Brautarholt.

Meðfylgjandi er minnisblað dags. 20.3. 2015.

Gjald kr. 9.823 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Búðavað 17-19 (04.791.805) 209910 Mál nr. BN049621

Katrín Garðarsdóttir, Búðavað 17, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna lokaúttektar á erindi BN036876 þar sem kemur fram ??? á parhúsinu á lóð nr. 17 til 19 við Búðavað. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Gera þarf betur grein fyrir erindi.

8. Dofraborgir 3 (02.344.802) 173229 Mál nr. BN048329

Jón Sigurður Pálsson, Dofraborgir 3, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breikka nýsamþykkta bílgeymslu, sjá erindi BN047726, við einbýlishús á lóð nr. 3 við Dofraborgir.

Stækkar um:  1,2 ferm. og minnkar um 2,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Dugguvogur 10 (01.454.002) 105618 Mál nr. BN049488

Scanhús ehf, Dugguvogi 10, 104 Reykjavík

Scanver ehf, Dugguvogi 10, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum og lagfæringum á innra skipulagi vegna brunavarna í húsi á lóð nr. 10 við Dugguvog.

Samþykki meðeigenda ódagsett og bréf frá hönnuði dags. 8. júní 2015 fylgja erindi.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

10. Einarsnes 62 (01.673.015) 188233 Mál nr. BN049610

Leiguíbúðir ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að steypa kjallara og koma þar fyrir tveggja hæða timburhúsi, áður Hverfisgata 58A , endurbyggja það og innrétta íbúð og til að byggja steinsteyptan bílskúr á lóð nr. 62 við Einarsnes.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. júní 2015.

Stærð mhl. 01:  193,4 ferm., 552,4 rúmm.

Stærð mhl. 02:  28 ferm., 79,8 rúmm.

Samtals 221,4 ferm., 637,8 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Elliðabraut 2 (04.772.101) 195947 Mál nr. BN049131

N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir fyrsta áfanga sem er að koma upp eldsneytis/sjálfsafgreiðslustöð, með 3 dælum og tilheyrandi eldsneytisgeymum, steyptum dæluplötum og steyptu áfyllingarplani, tæknirými, þvottaplani, sorpgeymslu, sandskilju og olíuskilju á lóð nr. 2 við Elliðabraut 2. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015. Bréf frá hönnuði dags. 8. júní 2015 fylgir.

Bréf frá hönnuði dags. 23. mars 2015 og frá 8. júlí 2015 fylgir erindi.

Stærðir: Tæknirými mhl. 01:  9,8 ferm., 28,9 rúmm.

Eldsneytisgeymar mhl. 02.  47,3 ferm., 107,3 rúmm.

Olíuskilja mhl. 03.  5,5 ferm., 6,0 rúmm.

Samtals : 62,6 ferm., 142,2 rúmm. 

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Faxafen 5 (01.463.301) 105673 Mál nr. BN049487

SRE-Fax5 ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á ýmsum breytingum vegna lokaúttektar á húsi á lóð nr. 5 við Faxafen.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

13. Fáfnisnes 14 (01.675.108) 106906 Mál nr. BN049597

Björg Kjartansdóttir, Fáfnisnes 14, 101 Reykjavík

Benedikt Stefánsson, Fáfnisnes 14, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja skála við suðurhlið og koma fyrir eldstæði með reykröri við einbýlishús á lóð nr. 14 við Fáfnisnes.

Stækkun vegna skála verður 28,8 ferm., 78,0 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Fellsmúli 13-19 (01.294.201) 103823 Mál nr. BN049416

Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Svíþjóð, Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sem felast í að innréttuð er baðherbergi í íbúð 04-0001 í kjallara fjölbýlishúss nr. 19 á lóð nr. 13 - 19 við Fellsmúla.

Samþykki meðeiganda fyrir salerni fylgir erindinu. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Flókagata Miklatún (01.248.-99) 103419 Mál nr. BN049645

Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir segli með auglýsingu fyrir sýningu í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum á Klamratúni á lóðinni Flókagata Miklatún.

Frestað.

Vísað til umsagnar skrifstofu reksturs- og umhirðu.

16. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN049639

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka núverandi reiðhjólaskýli mhl. 37 sem er staðsett norðanmegin við húsið á nr. 66 við Nauthólsveg á lóð nr. 106748 við flugvöllinn.

Reiðhjólageymsla A rými 43,2 ferm., 107,0 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

17. Fornhagi 1 (01.546.102) 106502 Mál nr. BN049602

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera nýtt eldhús og saga burt hluta af skorsteini og gera hurðargat í vegg á 1. hæð fyrir mötuneyti Hagaskólans á lóð nr. 1 við Fornhaga. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 15. júlí 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

18. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN048776

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 3. áfanga Frakkastígsreits, að byggja nýbyggingu á Laugavegi 41B sem í verður sameiginlegt stiga- og lyftuhús, rífa stigahús á bakhlið Laugavegs 43, stækka til norðurs og hækka þak á norðurhlið, setja kvisti á Laugaveg 45, tengja efri hæðir Laugavegs 43 og 45 við nýbyggingu og innrétta skrifstofur á efri hæðum og verslanir á jarðhæðum á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. mars 2015.

Samtals 3. áfangi:   1.409,8 ferm., 4.339,0 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19. Friggjarbrunnur 42-44 (05.053.201) 205962 Mál nr. BN048498

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár til fimm hæðir með 52 íbúðum á bílakjallara fyrir 53 bíla á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015.

Stærð A-rými:  6.178,2 ferm., 18.365,5 rúmm.

B-rými:  1.953,2 ferm., 4.346,1 rúmm., þ.a. bílgeymsla 1.472,5 ferm.

C-rými:  286,6 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Fríkirkjuvegur 11 (01.183.413) 101973 Mál nr. BN049604

Novator F11 ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitinga- og ráðstefnusal þar sem sótt verður um tækifærisleyfi fyrir hvern viðburð í kjallara og á 1. hæð, lækkuð verður gólfplata í hliðarsal, taka niður svið í sal í sömu hæð og gólfplatan, koma fyrir salernum, koma fyrir matarlyftu/þjónustulyftu við eldhús og fólkslyftu frá kjallara upp á 1. hæð ásamt öðrum breytingum sem nefndar eru í byggingalýsingu á teikningu, innréttuð verður íbúð á 2. hæð og í risi, fjarlægður verður stigi á milli 1. og 2 hæðar og hann geymdur, breyta núverandi útitröppum við suðurgafl, koma fyrir lyftu vegna aðkomu hreyfihamlaða og fjölga þakgluggum á austanverðu úr 2 í 6 stykki í húsinu á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg.

Bréf frá hönnuði dags. 16. júní 2015, umsögn burðarvirkishönnuðar  dags. 9. júní 2015, bréf frá Forsætisráðuneytinu dags. 12 maí 2015 og Greinargerð hönnuðarstjóra dags. 16. júní 2015 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Umsækjandi skal afla umsögn  Minjastofnunar Íslands.

21. Frostafold 14 (02.857.505) 110130 Mál nr. BN049492

Frostafold 14,húsfélag, Frostafold 14, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka anddyri og koma fyrir rafdrifinni rennihurð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 14 við Frostafold.

Stækkun:  3,5 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

Gera skal grein fyrir þeim atriðum sem fram koma í 6. tl. gr. 9.5.9 í byggingarreglugerð.

22. Gefjunarbrunnur 1-3 (02.695.201) 205968 Mál nr. BN049620

Bívar Byggir ehf., Stararima 7, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 1-3 við Gefjunarbrunn.

Stærð mhl. 01, 230,7 ferm., mhl. 02, 230,7 ferm.

Samtals:  461,4 ferm., 1.565,6 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Gljúfrasel 11 (04.933.301) 112849 Mál nr. BN049192

Bryndís Björk Guðjónsdóttir, Gljúfrasel 11, 109 Reykjavík

Gunnar Þór Gunnarsson, Gljúfrasel 11, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalalokun á íbúð 01 0201 á suðvesturhlið hússins á lóð nr. 11 við Gljúfrasel. 

Stækkun vegna svalalokunar er 7,8 ferm., 19,9 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Gnoðarvogur 66 (01.444.206) 105539 Mál nr. BN049627

Kristín Stefánsdóttir, Laugarásvegur 29a, 104 Reykjavík

Jón Þrándur Stefánsson, Gnoðarvogur 66, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara, íbúð stækkar á kostnað sameignar og inntaksrými er gert aðgengilegt utanfrá í fjölbýlishúsi á lóð nr. 66 við Gnoðarvog.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 22. júní 2015, kaupsamningur dags. 28. mars 2015 og samþykki meðeigenda dags. 17. júní 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Grandagarður 15-37 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN049446

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Jens Guðjónsson ehf, Síðumúla 35, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta skartgripaverslun og verkstæði í einingu nr. 31, mhl. 9, í fyrrverandi verbúð á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. maí 2015 fylgir erindinu og önnur umsögn dags. 9. maí 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Grettisgata 4 (01.182.104) 101820 Mál nr. BN049629

Eyjólfur Bergþórsson, Sólheimar 22, 104 Reykjavík

Ólafía Sigurðardóttir, Hringbraut 50, Bergþór Andrésson, Hvoll 2, 816

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með sjö íbúðum, steinsteypt, einangrað að utan og klætt múrkerfi og liggjandi bárujárni á lóð nr. 4 við Grettisgötu.

Stærð A-rými:  607,1 ferm., 1.954,1 rúmm.

B-rými:  48,2 ferm.

C-rými:  19 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

27. Guðrúnargata 8 (01.247.704) 103400 Mál nr. BN048976

Sigrún Svava Aradóttir, Guðrúnargata 8, 105 Reykjavík

Daði Róbertsson, Hrannarbyggð 3, 625 Ólafsfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á íbúð 0201 á austurgafli, stækka svalir íbúð 0101, fyrir áður gerðri tvöfaldri hurð á suðurgafli og til að loka hurðagati á vesturhlið bílskúrs mhl. 02, á lóð nr. 8 við Guðrúnargötu.

Samþykki  meðlóðarhafa dags. 3. mars. 2015 fylgir erindi ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. mars 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2015.

Einnig fylgir bréf frá hönnuði dags. 15. apríl 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa frá dags. 29. apríl 2015 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. júní 2015.

Erindið var grenndarkynnt frá 1. júní til og með 29. júní 2015 þar sem samþykki allra hagsmundaaðila sem grenndarkynnt var fyrir liggur fyrir er erindið nú lagt fram að nýju.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Guðrúnartún 1 (01.216.101) 186531 Mál nr. BN049129

Efling stéttarfélag, Sætúni 1, 105 Reykjavík

Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN046628, m. a. bætt við rými í kjallara fyrir útblástursstokka og breytt innra skipulagi og brunaskilgreiningum á öllum hæðum skrifstofuhúss á lóð nr. 1 við Guðrúnartún.

Stækkun, B-rými:  14,3 ferm., 29,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Hagamelur 67 (01.525.007) 106064 Mál nr. BN049632

Úlfarsfell ehf, Hagamel 67, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffi/veitingastaða í flokki II í rými sem er með sölu á ritföngum og bókum í húsinu á lóð nr. 67 við Hagamel.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

30. Haukdælabraut 110 (05.113.505) 214824 Mál nr. BN049546

Þórir Garðarsson, Stórikriki 31, 270 Mosfellsbær

Ruth Melsted, Stórikriki 31, 270 Mosfellsbær

Sótt er um samþykki á stækkun með lengingu húss, sbr. erindi BN047528 dags. 29.4. 2014, einbýlishússins á lóð nr. 110 við Haukdælabraut.

Stækkun:  18,7 ferm.,  64,1 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Háaleitisbraut 58-60 (01.284.401) 103735 Mál nr. BN049615

Eignarhaldsfélagið Hnit ehf., Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík

Húsfélagið Háaleitisbraut 58-60, Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri snyrtistofu í rými 0202, einnig er sótt um leyfi til að koma fyrir flóttasvölum  á bakhlið, breyta gluggum við innhorn milli vestur og norðurálmu og gera skyggni á götuhlið að flóttasvölum með því að koma fyrir handriði þar á verslunarhúsi á lóð nr. 58 - 60 við Háaleitisbraut.

Samþykki frá húsfélagsfundi dags. 9. júlí 2012 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

32. Hádegismóar 1 (04.411.701) 213064 Mál nr. BN049417

Freyr ehf, Lynghálsi 2, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja skrifstofu- og lagerhús, að hluta staðsteypt og að hluta stálgrindarhús klætt yleiningum, á lóð nr. 1 við Hádegismóa.

Erindi fylgir brunahönnunarskýrslan frá Mannvit dags. 30. apríl 2015, útreikningur á varmatapi dags. 28. mars 2015 og greinargerð hönnunarstjóra.

Stærð:  8.263,9 ferm., 95.854,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

33. Hofteigur 6 (01.364.002) 104600 Mál nr. BN049605

Sigurjónsson & Thor ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja hurð út úr stofu í kjallara í samræmi við hurð út á svalir á 2. og 3. hæð og komið verður fyrir litlum palli á lóð við húsið nr. 6 við Hofteig.

Samþykki meðlóðarhafa fylgir ódags..

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Holtsgata 41B (01.133.404) 100282 Mál nr. BN049415

Minjavernd hf., Pósthólf 1358, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lækka hluta stofunnar þar sem hlaðinn kjallari var áður, til að varðveita hann að hluta og auka á blæbrigði hússins Stóra-Sel á lóðinni nr. 41B við Holtsgötu. Stækkun: 6,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Hverfisgata 76 (01.173.009) 101500 Mál nr. BN049448

Húsfélagið Svalbarði ehf, Stóragerði 19, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II, teg. E fyrir 50 gesti á 1. hæð húss á lóð nr. 76 við Hverfisgötu.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt og bréf með skýringum umsækjanda ódagsett.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

36. Ísleifsgata 20-26 (05.113.104) 214835 Mál nr. BN049612

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða, fjögra íbúða úr staðsteyptri járnbentri steinsteypu á lóð nr. 20 - 26 við Ísleifsgötu.

Varmatapsútreikningar dags. 16. júní 2015 fylgir.

Stærð íbúða og Bílgeymslu: Mhl. 01 175,9 ferm. 558,5 rúmm. Mhl. 02 175,9 ferm. 558,5 rúmm. Mhl. 03 175,9 ferm. 558,5 rúmm. Mhl. 04 175,9 ferm. 558,5 rúmm. Samtals: 703,6 ferm. 2234,0 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Kirkjustétt 2-6 (04.132.201) 188525 Mál nr. BN049598

Kirkjustétt ehf., Sifjarbrunni 3, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í mhl. 03, fjölga eignum með því að innrétta  fjórar sjálfstæðar vinnustofur, koma fyrir kaffi- og salernisaðstöðu í húsinu á lóð nr. 2-6 Kirkjustétt.

Bréf frá hönnuði dags. 15.júní 2015 fylgir. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Kirkjuteigur 24 (01.363.001) 104598 Mál nr. BN049609

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir kennslustofu, K113-F sem verður tengd við stofu K95-E við Laugarnesskóla á lóð nr. 24 við Kirkjuteig..

Stærð stofu K113-F:  80,2 ferm., 279,1 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Klettagarðar 6 (01.322.301) 188794 Mál nr. BN049635

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0102, breyta rýmisnúmerum og innrétta fyrir matvælaframleiðslu í mhl. 03 í húsi á lóð nr. 6 við Klettagarða. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Langholtsvegur 43 (01.357.003) 104392 Mál nr. BN049617

Ljósið, sjálfseignarstofnun, Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík

Jón Ólafur Ólafsson, Klettaberg 50, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, sjá BN049244, breytt er innra skipulagi í kjallara og á 2. hæð, þakgluggi færður til og gluggi í viðtalsherbergi stækkaður í húsi Ljóssins á lóð nr. 43 við Langholtsveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

41. Laugateigur 36 (01.365.107) 104674 Mál nr. BN049375

Arnór Gíslason, Laugateigur 36, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja svalir framan við kvist á suðurhlið og lyfta þaki sitt hvorum megin við hann ásamt breytingum á innra fyrirkomulagi í íbúðarhúsi á lóð nr. 36 við Laugateig.

Meðfylgjandi er samþykki meðlóðarhafa.  Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. maí 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. maí 2015.

Stækkun: 4,1 rúmm., eftir stækkun 815,7 rúmm.

Flatarmál stækkar ekki, er 284,7 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. maí 2015.

42. Laugavegur 151-155 (01.222.215) 102866 Mál nr. BN049611

Austurberg ehf., Austurgötu 37, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II teg. E í átta íbúðum og koma fyrir læstu járnhliði á götuhlið við fjölbýlishús á lóð nr. 151-155 við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Laugavegur 17 (01.171.111) 101377 Mál nr. BN049616

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047129, m. a. opna tímabundið yfir í kjallara Laugavegs 19 á 1. hæð og í kjallara, byggja yfir vestari svalir á 3. hæð, stækka svalir á 4. hæð og breyta gluggum á 1. hæð götuhliðar húss á lóð nr. 17 við Laugaveg.

Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir frá Eflu dags. 15. júní 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Laugavegur 18 (01.171.501) 101417 Mál nr. BN045273

Kaupangur eignarhaldsfélag ehf., Laugavegi 18, 101 Reykjavík

S.L. Kaffi ehf., Ásakór 6, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta notkun rýmis á annarri hæð úr veitingastað í flokki I í flokk II í húsinu á lóðinni nr. 18 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættis afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa  frá 13. desember 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2013.Bréf hönnuðar dags. 26. nóv. 2013 og 24. feb. 2015. Bréf um sorp losun dags. 11 febrúar 2014 og þinglýst yfirlýsing um afnot af sorptunnum dags. 15 júli 2013 fylgir.

Gjald kr. 8.500 + 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

45. Laugavegur 19 (01.171.110) 101376 Mál nr. BN049618

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047130, m.a. að opna tímabundið yfir í Laugaveg 17 í kjallara og á 1. hæð, breyta gluggum og hurðum á 1. hæð og bæta við kvisti og  svölum á bakhlið 4. hæðar húss á lóð nr. 19 við Laugaveg.

Erindi fylgir minnisblað frá Eflu um brunavarnir dags. 15. júní 2015.

Stækkun:  xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Laugavegur 20-20A (01.171.503) 101419 Mál nr. BN049440

Laugaverk ehf, Tjarnastíg 20, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að leysa sorplosunarvanda með tveim niðurgröfnum sorpgeymslum í gangstétt fyrir framan hús á lóðum nr. 20 og 20A við Laugaveg.

Erindinu var vísað til umsagnar Orkuveitu Reykjavíkur og Samgöngustjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 18. júní 2015 og Orkuveitu Reykjavíkur dags. 19. júní 2015 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2015.

Meðfylgjandi eru bréf Laugaverks dags. 17. maí, 5.12. 2015, 12.7. 2014, tölvupóstur byggingarfulltrúa dags. 16.3. 2015, bréf skipulagsfulltrúa dags. 18.5. 2015 og 18.1. 2012, tölvupóstar dags, 24.2. 2012, 29.6. 2011, 21.9. 2011, 19.5. 2015.

Synjað.Með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssvið dags. 18. júní 2015 , umsagnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 19. júní 2015 og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2015.

47. Laugavegur 3 (01.171.014) 101360 Mál nr. BN049636

Fjárfestingafél Eignaleiga ehf., Hólahjalla 1, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í veitingastað fl. II þannig að breytt er fyrirkomulagi í eldhúsi og á afgreiðsluborði í húsinu á lóð nr. 3 við Laugaveg. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

48. Laugavegur 32 (01.172.213) 101468 Mál nr. BN049631

Paul Newton, Klapparstígur 44, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp svalir úr stáli og timbri og glugga við svalirnar á húsinu á lóð nr. 32 við Laugaveg .

Samþykki meðlóðarhafa ódags. fylgir.

 Jákvæð fyrirspurn dags. 5. maí 2015 fylgir. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Laugavegur 82 (01.174.301) 101637 Mál nr. BN049614

Berglind Björk Halldórsdóttir, Haukdælabraut 102, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðvesturhorni 4. hæðar á íbúð 0402, einnig er gerð grein fyrir áður gerðum breytingum 3. og 4. hæð í húsi á lóð nr. 82 við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði

50. Lindargata 12 (01.151.502) 101007 Mál nr. BN049624

Albert Eiríksson, Lindargata 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN044896, þar sem veitt var leyfi til að endurbyggja og stækka svalir á annarri og þriðju hæð og útbúa nýjar svalir á fjórðu hæð fjölbýlishúss á lóðinni nr. 12 við Lindargötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Lofnarbrunnur 16 (05.055.502) 206090 Mál nr. BN049530

Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús með fjórum íbúðum á þremur hæðum og bílgeymslu í kjallara á lóð nr. 16 við Lofnarbrunn.

Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 22. júní 2015 og umboð v/undirritunar aðaluppdrátta dags. 16. júní 2015.

Stærð A-rými:  917,8 ferm., 2.932,6 rúmm.

B-rými:  6,9 ferm.

C-rými:  150,3 ferm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

52. Menntasveigur 15 (01.778.101) 218666 Mál nr. BN049494

Ásatrúarfélagið, Pósthólf 8668, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri hofbyggingu Ásatrúarfélagsins, 1. áfanga, á lóð nr. 15 við Menntasveig.

Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla Verkís dags. 26. maí 2015 og bréf arkitekts dags. 9. júní 2015 ásamt útkrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. júní 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. júní 2015.

Stærðir 442,0 ferm., 1.973,6 rúmm.

Gjald kr. 9.823+9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

53. Miðstræti 5 (01.183.203) 101944 Mál nr. BN048906

FÓ eignarhald ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að steypa nýtt gólf í rými 0001 sem er iðnaðarhúsnæði í kjallara húss á lóð nr. 5 við Miðstræti.

Meðfylgjandi er bréf hönnunarstjóra dags. 25. febrúar 2015 og greinargerð lögfræðistofunnar Lögmenn Bárugötu 4 dags. 2. mars 2015.

Stækkun:  xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Njálsgata 18 (01.182.226) 101878 Mál nr. BN048945

Antonio Paulino Alvarez, Bjarnarstígur 1, 101 Reykjavík

Peter Gill, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að færa til vesturs um tvo metra, byggja viðbyggingu að Njálsgötu 20, hækka um eina hæð, byggja kvisti, endurbyggja og minnka bílskúr og innrétta tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 18 við Njálsgötu.

Erindi var grenndarkynnt frá 24. apríl til og með 22. maí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Pétur Óli Gíslason dags. 5. maí 2015, Bryndís Emilsdóttir f.h. Heimsborga ehf. dags. 6. maí 2015 og Elísabet Árnadóttir dags. 19. maí 2015.  Einnig er lagður fram tölvupóstur Péturs Óla  Gíslasonar dags. 1. júní 2015 þar sem athugasemdir eru dregnar til baka og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. nóvember 2014.

Stærð verður:  237,1 ferm., 680,6 rúmm.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015.

55. Nönnubrunnur 1 (05.053.701) 206097 Mál nr. BN049596

Integrum ehf., Jónsgeisla 35, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN046659 þannig að heitur pottur er fjarlægður af efstu svölum, fjarlægðar eru merkingar á björgunaropum og merkingar á flóttaleiðum um reyklosunarbrunn er fjarlægður í húsinu á lóð nr. 1 við Nönnubrunn.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56. Ránargata 8A (01.136.018) 100521 Mál nr. BN048449

Jon Olav Fivelstad, Ránargata 8a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja létt opið skýli með glerþaki yfir inngangi 1. hæðar í húsi á lóð nr. 8A við Ránargötu.

Erindi var grenndarkynnt frá 19. mars til og með 16. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristján Már Kárason dags. 25. mars 2015.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2015. 

Stækkun:11,9 ferm. B-rými, xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra þarf uppdrætti fasteignarinnar til  samræmis við  umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2015.

57. Reykjavíkurvegur 35 (01.635.506) 106690 Mál nr. BN049249

Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, Reykjavíkurvegur 35, 101 Reykjavík

Þórarinn Guðnason, Reykjavíkurvegur 35, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN047765 þannig að bogaveggur frá bílskúr var framlengdur, komið fyrir útisturtu, útfærslu þaks breytt, steyptur veggur á lóðamörkum og heitum potti og palli komið fyrir sunnan einbýlishúss á lóð nr. 35 við Reykjavíkurveg. 

Samþykki lóðarhafa nr. 33 og nr. 31 Reykjavíkurvegi og Hörpugötu 1 ódags. fylgir.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

58. Reykjavíkurvegur 35 (01.635.506) 106690 Mál nr. BN049250

Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, Reykjavíkurvegur 35, 101 Reykjavík

Þórarinn Guðnason, Reykjavíkurvegur 35, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sbr. BN47552, kvistur lækkaði um 30 cm og skipt var út krossvið og soðnum pappa, fyrir borðklæðningu, pappa og bárujárn á húsinu á lóð nr. 35 við Reykjavíkurveg.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

59. Silungakvísl 19 (04.212.704) 110789 Mál nr. BN049404

Hulda Hauksdóttir, Silungakvísl 19, 110 Reykjavík

Gylfi Magnús Jónasson, Silungakvísl 19, 110 Reykjavík

Þór Kristinsson, Silungakvísl 19, Sótt er um samþykki á þegar framkvæmdum breytingum sem felast í að teknar eru í notkun geymslur í kjallara og undir bílgeymslu, gluggar hafa verið settir á geymslur í kjallara, verönd og skjólveggir eru á baklóð og þar er sótt um leyfi fyrir heitum potti við íbúðarhús á lóð nr. 19 við Silungakvísl. Stærðir stækkunar: 10 ferm., 64 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

60. Síðumúli 17 (01.293.205) 103812 Mál nr. BN049174

Ís-spor ehf, Síðumúla 17, 108 Reykjavík

DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að stækka veitingastað í flokki I  í rými 0101 með því að taka hluta af rými 0105, koma fyrir tveimur salernum annað með aðgengi fyrir alla og fjölga gestum um 12 þannig að gesta fjöldin verður 30 gestir í húsinu á lóð nr. 17 við Síðumúla.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

61. Skaftahlíð 24 (01.274.201) 103645 Mál nr. BN049638

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðum breytingum sbr. BN049024 vegna lokaúttektar og jafnframt er sótt um að fella niður erindi BN046505 og BN047314 á húsinu á lóð nr. 24 við Skaftahlíð. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

62. Skúlagata 28 (01.154.304) 101119 Mál nr. BN049619

Rauðsvík ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 4. hæðar, innréttuð eru 10 gistiherbergi fyrir 122 gesti og brunavörnum breytt í gististað í flokki V sem hér með verður með 258 gistirými á lóð nr. 28 við Skúlagötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

63. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN049016

Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu á suðurhlið sem verður kæliklefi í atvinnuhúsi á lóð nr. 3 við Sogaveg. 

Erindi var grenndarkynnt frá 26. mars til og með 23. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Rannveig Jónsdóttir dags. 19. apríl 2015  ásamt athugasemd við fyrri kynningu, Ingi Leifsson og Jónas Leifsson dags. 22. apríl 2015 og Baldur Ingvi Jóhannsson mótt. 22. apríl 2015.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2015.

Stækkun: 26,1 ferm., 62,8 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

64. Sólvallagata 67 (01.138.201) 100729 Mál nr. BN049593

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 3. hæða steinsteypta viðbyggingu, H-áfanga við Framnesveg vestanvert við Vesturbæjarskóla á lóð nr. 67 við Sólvallagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. júní 2015 fylgir erindinu.

Stækkun er: 1.341,4 ferm., 5.233,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

65. Tómasarhagi 9 (01.554.204) 106592 Mál nr. BN049224

Konráð Pálmason, Tómasarhagi 9, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 9 við Tómasarhaga.

Jákvæð fyrirspurn dags. 24. febrúar 2015 fylgir erindi, einnig samþykki meðlóðarhafa dags. 9 febrúar  2015. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

66. Tryggvagata 10 (01.132.101) 100210 Mál nr. BN048537

Cent ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa núverandi hús og byggja nýtt tveggja hæða með kjallara og nýtanlegu risi úr steinsteypu með timburþaki í sem næst óbreyttri mynd með gluggum og turni í upprunalegum stíl sbr. ákvæði í gildandi deiliskipulagi. á lóðinni nr. 10 við Tryggvagötu.

Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir frá Verkís dags. 16. júní 2015.

Stærð: Kjallari 70,5 ferm., 1. hæð 146,3 ferm., 2. hæð 143 ferm., 3. hæð 91,2 ferm.

Samtals:  451,0 ferm., 1.748,5 rúmm.

Niðurrif fastanr. 200-0547: mhl. 01, 346 ferm. merkt verslun, mhl. 02, 163 ferm. merkt iðnaður.

Samtals niðurrif:  509 ferm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

67. Tryggvagata 13 (01.117.407) 222370 Mál nr. BN049490

T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga, sbr. erindi BN048982 dags. 21. apríl 2015, breytt er stærð lagers og bílageymslu, veggur verður berandi milli geymslna og hjólageymslu, inntaksleiðir sýndar, lúga fyrir aðgengi að inntaki og reyklosun frá bílakjallara, útlit opnun og reyklosun, texti og skráningartafla leiðrétt í atvinnu- og fjölbýlishúsi á lóð nr. 13 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

68. Veltusund 3B (01.140.420) 100860 Mál nr. BN048747

Arkís arkitektar ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Balance ehf, Viðarási 26, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, innrétta fimm íbúðir á 2. og 3. hæð, innrétta aðstöðu fyrir veitingahús 1. hæðar á 2. hæð, til að dýpka kjallara um 30 cm í húsi á lóð nr. 3B við Veltusund.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. febrúar 2015, þinglýst afsal dags. 10. október 2007, samningur um afnot af sorpgeymslum í Austurstræti 6 dags. 4. júní 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 10. júní 2015.

Stækkun:  xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

69. Vesturfold 40 (02.820.204) 109658 Mál nr. BN049601

Matthías Bogi Hjálmtýsson, Vesturfold 40, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera glugga og inngang á kjallara, koma fyrir hringstiga milli hæða og innrétta íbúðarrými í kjallara í einbýlishúsi á lóð nr. 40 við Vesturfold. 

Stækkun:  121 ferm., 336,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

70. Víðimelur 63 (01.524.106) 106021 Mál nr. BN048879

V63 ehf., Víðimel 63, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja kvisti, koma fyrir nýjum stiga milli hæða, stækka svalir og breikka inngangströppur og útbúa nýjan inngang fyrir íbúðir 0101 og 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 63 við Víðmel.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2015 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. júní 2015. Erindið var grenndarkynnt frá 22. maí til og með 19. júní 2015. Engar athugasemdir bárust.

Jákvæðar fyrirspurnir BN048310 dags. 14. október 2014 og BN048437 28. október 2014 fylgja erindinu. Samþykki meðlóðarhafa á A4 teikningum dags. 15.jan. 2015 fylgir erindinu. Samþykki meðlóðarhafa á A4 teikningum dags. 15 jan. 2015 fylgir erindinu.

Stækkun:  97,0 ferm., 276,0 rúmm.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

71. Völvufell 13-21 (04.683.005) 112304 Mál nr. BN049603

Hólabraut ehf, Víðivangi 22, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að innrétta í mhl. 01 rými 0101 og í rými 0001 listasafn og geymslu fyrir safneigna í húsi nr.13 til 21 við Völvufell. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

72. Ystasel 19 (04.930.005) 112805 Mál nr. BN049515

Kristinn Guðmundsson Hjaltalín, Ystasel 19, 109 Reykjavík

Herdís Þorgrímsdóttir, Ystasel 19, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja reykrör úr stáli  frá kamínu, sbr. fyrirspurn BN048933 dags. 3. mars 2015, og tvo glugga á þak einbýlishúss á lóð nr. 19 við Ystasel.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

73. Þingholtsstræti 29A (01.183.605) 101989 Mál nr. BN049496

Aztiq Pharma ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja timburskúr á steyptum sökkli í suðurhorni garðs við einbýlishús á lóð nr. 29A við Þingholtsstræti.

Stærð:  5,8 ferm., 13,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Grenndarkynningu ólokið.

74. Þingholtsstræti 3-5 (01.170.303) 206266 Mál nr. BN049607

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja loftinntak inn í eldhús í kjallara hússins á lóð nr. 3-5 við Þingholtstræti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

75. Móavík 125732 (00.054.000) 125732 Mál nr. BN049652

Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á lóðauppdrætti 33.493.1, vegna nýrrar lóðar undir dreifistöð O.R (landnr.223043, staðgr.  33.493.101).

Lóðin (landnr.223043, staðgr.  33.493.101) verður 16 m2 að stærð og kemur úr landi Móavíkur( landnr. 125732). 

Ekki er til lóðauppdráttur fyrir lóðina Móavík.   

Í fasteignaskrá er stærð Móavíkur (landnr. 125744) skráð 470800 m2.

Lóðin Móavík (landnr. 125744) verður því 470784 m2.

Sjá samþykkt umhverfis- og skipulagsráð 20. 05. 2015 og samþykkt borgarráðs 28.05.2015.

Með fylgir umsókn OR til skipulagsfulltrúa um stofnun lóðar.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

76. Mörkin 8 (01.471.202) 105735 Mál nr. BN049648

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að stækka lóðina Mörkin 8

eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 25. 06. 2015. 

Lóðin Mörkin 8 (staðgr. 1.471.202, landnr. 105735) er 2868 m², bætt er 1194 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin verður 

4062 m². Sjá deiliskipulagsbreytingu samþykkta í skipulagsráði þann       10. 05. 2006, samþykkta í borgarráðí 08. 06. 2006 og auglýsta í B-deild Stjórnartíðinda þann 31. 08. 2006.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

77. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN049655

Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á lóðauppdrætti 33.264.8, vegna nýrrar lóðar undir dreifistöð O.R (landnr.223396, staðgr.  33.264.801).

Lóðin (landnr.223396, staðgr.  33.264.801) verður 16 m2 að stærð og kemur úr landi Saltvíkur ( landnr. 125744). 

Ekki er til lóðauppdráttur fyrir lóðina Saltvík   

Í fasteignaskrá er stærð Saltvíkur (landnr. 125744) ekki skráð.

Sjá samþykkt umhverfis- og skipulagsráð 20. 05. 2015 og samþykkt borgarráðs 28.05.2015.

Með fylgir umsókn OR til skipulagsfulltrúa um stofnun lóðar.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

78. Spilda 7 / Esjuberg (00.022.006) 125669 Mál nr. BN049654

Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á lóðauppdrætti 33.418.1, vegna nýrrar lóðar undir dreifistöð O.R (landnr.223394, staðgr.  33.418.101).

Lóðin (landnr.223394, staðgr.  33.418.101) verður 16 m2 að stærð og kemur úr landi Spildu 7/Esjuberg ( landnr. 125669). 

Ekki er til lóðauppdrátttur af Spildu 7/Esjuberg ( landnr. 125669). 

Í fasteignaskrá er stærð Spildu 7/Esjuberg ( landnr. 125699) skráð  616000 m2.  Spilda 7/Esjuberg ( landnr. 125669) verður því 615984 m2.  

Sjá samþykkt umhverfis- og skipulagsráð 20. 05. 2015 og samþykkt borgarráðs 28.05.2015.

Með fylgir umsókn OR til skipulagsfulltrúa um stofnun lóðar.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

79. Spilda 7 / Esjuberg (00.022.006) 125669 Mál nr. BN049653

Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á lóðauppdrætti 33.418.1, vegna nýrrar lóðar undir dreifistöð O.R (landnr.223394, staðgr.  33.418.101).

Lóðin (landnr.223394, staðgr.  33.418.101) verður 16 m2 að stærð og kemur úr landi Spildu 7/Esjuberg ( landnr. 125669). 

Ekki er til lóðauppdrátttur af Spildu 7/Esjuberg ( landnr. 125669). 

Í fasteignaskrá er stærð Spildu 7/Esjuberg ( landnr. 125699) skráð  616000 m2.  Spilda 7/Esjuberg ( landnr. 125669) verður því 615984 m2.  

Sjá samþykkt umhverfis- og skipulagsráð 20. 05. 2015 og samþykkt borgarráðs 28.05.2015.

Með fylgir umsókn OR til skipulagsfulltrúa um stofnun lóðar.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

80. Ármúli 10 (01.290.101) 103754 Mál nr. BN049555

Shi Jin, Kleppsvegur 44, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta yogaskóla og gististað í flokki II í rými 0201 í húsi á lóð nr. 10 við Ármúla.

Erindið er framsent til embættis skipulagsfulltrúans í Reykjavík sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

81. Básendi 2 (01.824.010) 108382 Mál nr. BN049587

Kambiz Vejdanpak, Básendi 2, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að rífa ónýtt þak og bæta hæð ofan á húsið á lóð nr. 2 við Básenda.

Erindið er framsent til embættis skipulagsfulltrúans í Reykjavík sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

82. Brekkugerði 10 (01.804.407) 107755 Mál nr. BN049589

Bogi Þór Siguroddsson, Brekkugerði 10, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja garðskála í suðausturhorni lóðar nr. 10 við Brekkugerði.

Erindið er framsent til embættis skipulagsfulltrúans í Reykjavík sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

83. Fljótasel  1-17 (04.972.002) 113176 Mál nr. BN049622

Linda Sóley Eyþórsdóttir, Fljótasel 5, 109 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir svalalokun á svalir efstu hæðar á raðhúsi nr. 5 á lóð nr. 1-17 við Fljótasel.

Erindið er framsent til embættis skipulagsfulltrúans í Reykjavík sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

84. Kleppsvegur 92 (01.353.003) 104214 Mál nr. BN049600

Þorbjörn Ragnar Guðjónsson, Kleppsvegur 92, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólstofu á húsið nr. 92 við Kleppsveg.

Erindið er framsent til embættis skipulagsfulltrúans í Reykjavík sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

85. Köllunarklettsvegur 4 (01.329.702) 180644 Mál nr. BN049556

Shi Jin, Kleppsvegur 44, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að opna yogaskóla með aðstöðu til gistingar fyrir heimsóknargesti sem taka þátt í yoga samkomu í húsinu á lóð nr. 4 við Köllunarklettsveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. júní 2015.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. júní 2015.

86. Malarhöfði 2-2A (04.055.701) 110562 Mál nr. BN049644

Barbara Bernadeta Wozniak, Ástún 12, 200 Kópavogur

Spurt er hvort of lítil lofthæð komi í veg fyrir starfsleyfi fyrir hárgreiðslustofu  verði gefið út í húsinu á lóð nr. 2 við Malarhöfða.

Nei.

Lofthæð í atvinnuhúsnæði skal vera að lágmarki 2,5 m samanber grein 6.8.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

87. Miðtún 8 (01.223.004) 102879 Mál nr. BN049520

Dagur Kaveh Radmanesh, Danmörk, Spurt er hvort hægt sé að gera  tvær íbúðir úr íbúð 01 0101 í húsinu á lóð nr. 8 við Miðtún.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júní 2015.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

88. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN049641

Mánatún hf., Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að sameina tvær íbúðir á 8. hæð í eina íbúð í húsi á lóð nr. 13 við Sóltún.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

89. Stóragerði  4-8 (01.800.101) 107584 Mál nr. BN049634

Bjarni Hákonarson, Sólheimar 27, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til mála auglýsingar á hlið bílskúrs sem snýr að Miklubraut og er á lóð nr. 4-8 við Stóragerði.

Erindið er framsent til embættis skipulagsfulltrúans í Reykjavík sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

90. Vættaborgir 89-91 (02.343.001) 175909 Mál nr. BN049599

Haraldur Sveinsson, Vættaborgir 91, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja viðbyggingu úr steinsteypu á norð- austur hlið hússins á lóð nr. 91 við Vættaborgir. 

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

91. Þverás 4 (04.724.302) 112408 Mál nr. BN049592

Guðmundur Halldór Halldórsson, Þverás 4, 110 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja yfir svalir á efstuhæð í húsinu á lóð nr. 4 við Þverás.

Erindið er framsent til embættis skipulagsfulltrúans í Reykjavík sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:00.

Nikulás Úlfar Másson

Sigrun Reynisdóttir

Björgvin Rafn Sigurðarson

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir