Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 111

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2015, miðvikudaginn 24. júní kl. 09:04, var haldinn 111. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson,  Kristín Soffía Jónsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Þórgnýr Thoroddsen áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. 

Fundarritari var Harri Ormarsson. 

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 12. og 19. júní 2015. 

2. Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, breyting á deiliskipulagi (01.345.1) Mál nr. SN150109

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lögð  fram til kynningar umsókn Ask arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa dags. 20. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand. Í breytingunni felst uppbygging á reitnum þar sem áhersla er lögð á blandaða byggð atvinnu- og íbúðahúsnæðis í samræmi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur.

Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:16.

Páll Gunnlaugsson arkitekt kynnir. 

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

3. Aðalskipulag Reykjavíkur, Norðlingaholt - breyting á athafnasvæði Mál nr. SN150352

Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. júní 2015 vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur sem felur í sér breytingar á athafnasvæði Norðlingaholts.

Lýsing samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Skóla- og frístundasviðs og Hverfisráð Árbæjar. 

Vísað til borgarráðs

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

4. Hraunbær 103-105, deiliskipulag (04.331.1) Mál nr. SN150168

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103-105 við Hraunbæ. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðis til vesturs þar sem heimilt verði að reisa 6-10 hæða byggingu með um 50 íbúðir fyrir eldri borgara, samkvæmt uppdrætti Guðmundar Gunnlaugssonar ark. dags. 30. apríl 2015. Uppbyggingin er í samræmi við áherslur um þéttingarsvæði Þ85 í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-20130. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 24. mars 2015. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5. Borgartún 18-24, Nóatún 2-4, trúnaðarmál (01.221.0) Mál nr. SN140313

Skráð í trúnaðarmálabók umhverfis- og skipulagsráðs. 

6. Skildinganes 2, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN150178

a2f arkitektar ehf., Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Bauganes 31a, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Grétars Sigfinns Sigurðssonar dags. 26. mars 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags lóðarinnar nr. 2 við Skildinganes. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og niðurfelling á kvöð um bifreiðageymslu, samkvæmt uppdr. A2f arkitekta ehf. dags. 26. mars 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. apríl til og með 2. júní 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Höskuldur H. Ólafsson og Sigríður Ólafsdóttir dags. 13. maí 2015, Ingibjörg Briem og Páll Einarsson dags. 13. maí 2015, Bryndís Blöndal dags. 13. maí 2015, Gunnar Snorri Þorvarðarson, Hjördís Logadóttir, Ægir Þormar Pálsson og María Sveinsdóttir húseigendur Bauganesi 4 dags. 14. maí 2015, Kristján B. Jónasson og Gerður Kristný Guðjónsdóttir dags. 14. maí 2015 og Gunnar Snorri Þorvarðarson, Hjördís Logadóttir, Ægir Þormar og María Sveinsdóttir dags. 1. júní 2015. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Magneu Gunnarsdóttur-Evans dags. 8. júní 2015. Einnig er lagt fram skuggvarp A2f arkitekta ehf. dags. 21. maí 2015 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2015. 

Synjað með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð 

og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2015. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Margrét Þormar verkefnissjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

7. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 351 frá  12. júní 2015. 

8. Vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið, heildarendurskoðun Mál nr. US140154

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 15. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um erindi stýrishóps samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. ágúst 2014 og bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 10. júní 2015.

9. Flókagata, áskorun til Reykjavíkurborgar að draga úr og hægja á umferð Mál nr. US150153

Eyjólfur Ármannsson, Flókagata 13, 105 Reykjavík

Örn Hjaltalín, Flókagata 15, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf Eyjólfs Ámannssonar og Arnar Hjaltalín dags. 10. júní 2015 ásamt undirskriftalista 82 íbúa við Flókagötu dags. 28. maí 2015 þar sem skorað er á Reykjavíkurborg að fara  framkvæmdir til að draga úr og hægja á umferð á Flókagötu og að gatan verði gerð að vistgötu á milli Rauðarárstígs og Snorragötu.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur. 

10. Miðborgin, sleppistæði fyrir hópbifreiðar Mál nr. US140187

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 15. júní 2015 varðandi "sleppistæði" við Laugaveg fyrir hópbifreiðar samkv. uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júní 2015 og við Lækjargötu á móts við Hótel Borg samkv. uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júní 2015.

Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.

11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 831 frá  16. júní 2015 og nr. 832 frá 23. júní 2015. 

12. Ránargata 8A, Breyting (01.136.018) Mál nr. BN048449

Jon Olav Fivelstad, Ránargata 8a, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja létt opið skýli með glerþaki yfir inngangi 1. hæðar í húsi á lóð nr. 8A við Ránargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 19. mars til og með 16. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristján Már Kárason dags. 25. mars 2015.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2015. 

Stækkun:11,9 ferm. B-rými, xx rúmm. Gjald kr. 9.500

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2015 samþykkt. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

13. Njálsgata 18, færa hús, nýr byggingarhluti, hækkun o.fl. (01.182.226) Mál nr. BN048945

Antonio Paulino Alvarez, Bjarnarstígur 1, 101 Reykjavík

Peter Gill, Bandaríkin, 

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að færa til vesturs um tvo metra, byggja viðbyggingu að Njálsgötu 20, hækka um eina hæð, byggja kvisti, endurbyggja og minnka bílskúr og innrétta tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 18 við Njálsgötu. Að lokinni grenndarkynningu er erindi lagt fram að nýju. Erindi var grenndarkynnt frá 24. apríl til og með 22. maí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Pétur Óli Gíslason dags. 5. maí 2015, Bryndís Emilsdóttir f.h. Heimsborga ehf. dags. 6. maí 2015 og Elísabet Árnadóttir dags. 19. maí 2015. Einnig er lagður fram tölvupóstur Péturs Óla Gíslasonar dags. 1. júní 2015 þar sem athugasemdir eru dregnar til baka og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. nóvember 2014. Stærð verður:  237,1 ferm., 680,6 rúmm. Stækkun:  xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.823

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015 samþykkt. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

(C) Fyrirspurnir

14. Grófin, (fsp) endurbætur og uppbygging (01.118) Mál nr. SN150350

Haraldur Örn Jónsson, Túngata 16, 101 Reykjavík

Stúdíó andrúm arkitektar ehf., Laugarásvegi 11, 104 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Haralds Arnar Jónssonar dags. 18. júní 2015 varðandi endurbætur og uppbyggingu á reit 1.140, Grófin, samkvæmt tillögu Andrúm arkitekta ehf. dags. í mars 2015 og uppdr. Andrúm arkitekta ehf. dags. 16. júní 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 2. maí 2014 og greinargerð dags. 16. júní 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2015.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur jákvætt í að fyrirspyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, á eigin kostnað, með þeim fyrirvörum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2015.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

16 Suðurlandsbraut 68 og 70, (fsp) sameining lóða o.fl. (01.471) Mál nr. SN140027

Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf, Hringbraut 50, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Íbúða eldri borgara í Mörk ehf. dags. 22. janúar 2014 varðandi sameiningu lóðanna nr. 68 og 70 við Suðurlandsbraut, aukningu á byggingarmagni og stækkun lóðarinnar, samkvæmt uppdráttum og greinargerð Glámu-Kím dags. 21. janúar 2014. Einnig er lagt fram minnisblað Íbúða eldri borgara í Mörk ehf. dags. 22. janúar 2014, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. febrúar 2014, uppfærðir uppdrættir Glámu Kím mótt. 7. maí 2015 og bréf framkvæmdastjóra IEB ehf dags 6. maí 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2015 samþykkt. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir víkur af fundi kl. 12:09

Trausti Haraldsson tekur sæti á fundinum kl. 12:50.

(D) Ýmis mál

16. Veghúsastígur 1, Klapparstígur 19, bréf (01.152.421) Mál nr. SN150187

Ottó ehf, Klettagörðum 23, 104 Reykjavík

Lagt fram bréf Stefáns S. Guðjónssonar dags. 28. maí 2015 varðandi afstöðu umhverfis- og skipulagsráðs á mögulegri nýtingu lóðarinnar nr. 1 við Veghúsastíg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2015. Jafnframt er lagt fram bréf Stefáns S. Guðjónssonar dags. 31. mars 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2015. 

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2015 samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

17. Laugavegur, vörulosunarstæði Mál nr. US150156

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulags, byggingar og borgarhönnunar, dags. 22. júní 2015 að stæðum sem merkt verða sérstaklega vörulosun frá kl. 07:00-11:00 á daginn við Laugaveg.

Samþykkt að hafa sleppistæði frá kl. 07:00 til 11:00, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, skipulags, byggingar og borgarhönnunar dags. 22. júní 2015 til reynslu í þrjá mánuði .

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

18. Baldurstorg, hönnun, kynning Mál nr. US140045

Kynnt hönnun á Baldurstorgi sem afmarkast af Nönnugötu, Baldursgötu og Óðinsgötu.  

Kristján Örn Kjartansson arkitekt kynnir.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

19. Sumargötur 2015, framlenging niður Bankastræti Mál nr. US150145

Lagðir fram tölvupóstar Miðborgarinnar okkar og kaupmanna við Laugaveg þar sem óskað er eftir að sumargötur verði framlengdar niður Bankastræti. 

Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulags, byggingar og borgarhönnunar dags. 22. júní 2015. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulags, byggingar og borgarhönnunar dags. 22. júní 2015 samþykkt. 

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

20. Sumargötur 2015, kynning Mál nr. US150147

Kynnt staða sumargatna, viðburði tengdum þeim og nýjar læsingar.

Kynnt. 

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

21. Torg í biðstöðu, kynning Mál nr. US150150

Kynnt torg í biðstöðu verkefni sumarsins, staða þeirra og sagt sérstaklega frá verkefnunum Krás og Bitatorgi. Jafnframt er kynnt staða í hönnun á þremur torgum: Baldurstorg, Óðinstorg og Freyjutorgi. 

Kynnt.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

22. Vatnsrennibraut í borgarlandi, tímabundið leyfi Mál nr. US150144

Nova ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík

Lagður fram tölvupóstur Guðmundar Arnars Guðmundssonar markaðsstjóra f.h. Nova dags. 1. júní 2015 varðandi tímabundið leyfi fyrir vatnsrennibraut í borgarlandi. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulags, byggingar og borgarhönnunar dags. 22. júní 2015. 

Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi undir þessum lið. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulags, byggingar og borgarhönnunar dags. 22. júní 2015 samþykkt. 

23. Dýrahald á opinberum stöðum, tillaga um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga um dýrahald á opinberum stöðum (USK2015050053) Mál nr. US150134

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. maí 2015 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 19. maí 2015 á svohljóðandi tillögu "Borgarstjórn samþykkir að beina þeim tilmælum til ríkisvaldsins að rýmka reglur um hollustuhætti og matvæli svo það sé hverju sveitarfélagi í sjálfsvald sett hvernig það kýs að haga reglum um á hvaða stöðum sé leyfilegt að hafa dýr, svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktastöðvum, samkomuhúsum o.s.frv. Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska." 

Frestað. 

24. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu Mál nr. SN140462

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Samtök sveitarfél höfuðborgarsv, Hamraborg 9, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 8. júní 2015 vegna samþykktar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þann 1. júní 2015 á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins - Höfuðborgarsvæði 2040.

25. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í apríl 2015. 

26. Umhverfis- og skipulagssvið, rekstraruppgjör janúar - apríl 2015 Mál nr. US150155

Kynnt rekstraruppgjör umhverfis- og skipulagssviðs fyrir janúar til apríl 2015.

Herdís Anna Þorvaldsdóttir víkur af fundi kl. 14:40

27. Betri Reykjavík, betri samgöngur í strætó frá Grafarvogi til Mosfellsbæjar (USK2015060007) Mál nr. US150141

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "betri samgöngur í strætó frá Grafarvogi til Mosfellsbæjar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 5. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 5. júní 2015 samþykkt.

28 Betri Reykjavík, miðborgin fyrir fólkið (USK2015020078) Mál nr. US150060

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum skipulag "miðborgin fyrir fólkið" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 27. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2015 samþykkt.

29. Betri Reykjavík, strætó hefji akstur 3 tímum fyrr á sunnudögum (USK2015060006) Mál nr. US150140

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "strætó hefji akstur 3 tímum fyrr á sunnudögum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 5. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 5. júní 2015 samþykkt.

30. Betri Reykjavík, sporvagnar án spora eða kapalvagnar (USK2015060004) Mál nr. US150139

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "sporvagnar án spora eða kapalvagnar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 5. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 5. júní 2015 samþykkt.

31. Betri Reykjavík, gera Amtmannsstíg að vistgötu Mál nr. SN120545

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012 "Gera Amtmannsstíg að vistgötu" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 8. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2015 samþykkt.

32. Betri Reykjavík, bætt lýsing á göngustígum í Ártúnsholti (USK2015030067) Mál nr. US150099

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum framkvæmdir "bætt lýsing á göngustígum í Ártúnsholti" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 26. mars 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 11. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 11. júní 2015 samþykkt.

33. Betri Reykjavík, bæta lýsingu á göngustíg við Ægisborg  (US2014120002) Mál nr. US140225

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum framkvæmdir "bæta lýsingu á göngustíg við Ægisborg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 11. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 11. júní 2015 samþykkt.

34. Betri Reykjavík, lækka gjöld á flokkunartunnum fyrir heimilissorp (USK2015030063) Mál nr. US150103

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum umhverfismál "lækka gjöld á flokkunartunnum fyrir heimilissorp" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 26. mars 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 11. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða  dags. 11. júní 2015 samþykkt.

35. Betri Reykjavík, Melskóli. Má ekki gera við klukkuna ofaná kringlunni í skólanum Mál nr. US140221

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagður fram tölvupóstur skrifsstofu borgarstjóra og borgarritara dags 19. nóvember 2014 ásamt efstu hugmynd októbermánaðar úr flokknum ýmislegt "Melskóli. Má ekki gera við klukkuna ofaná kringlunni í skólanum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 12. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 12. júní 2015 samþykkt.

36. Ránargata 29A, kæra 45/2015 (01.135.2) Mál nr. SN150342

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags.  12. júní 2015 ásamt kæru, þar sem kært er byggingarleyfi vegna framkvæmda við lóð nr. 29a við Ránargötu. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra

37. Borgartún 28, kæra 46/2015 (01.230.1) Mál nr. SN150348

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. júní 2015 ásamt kæru dags. 14. júní 2015 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra

38. Borgartún 28, kæra 46/2015 (01.230.1) Mál nr. SN150345

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. júní 2015 ásamt kæru vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 28 við Borgartún.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra

39. Laufásvegur 70, kæra 75/2012, umsögn, úrskurður (01.197.3) Mál nr. SN120356

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. júlí 2012, vegna byggingarleyfis sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti til mannvirkjagerðar í bakgarði lóðar nr. 70 við Laufásveg. Einnig er farið fram á stöðvun framkvæmda. Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 1. ágúst 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 11. júní 2015. 

Úrskurðarorð: 

Felld eru úr gildi leyfi byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 1. nóv. 2011 og 17. júlí 2012 að því er varðar steinsteypta palla á lóðinni nr. 70 við Laufásveg.

40. Laufásvegur 68, kæra 2/2012, umsögn, úrskurður (01.197.2) Mál nr. SN120043

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. janúar 2012 ásamt kæru dags. 9. janúar 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis vegna Laufásvegar 68. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 19. mars 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 11. júní 2015. Úrskurðarorð: 

Felld er úr gildi samþykkt byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 29. nóv. 2011 á reyndarteikningum vegna framkvæmda á árunum 2006 og 2007 á fasteigninni Laufásvegur 68.

41. Hverfisgata 18, kæra 73/2010, umsögn, úrskurður (01.171.0) Mál nr. SN100450

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála dags. 15. desember 2010 ásamt kæru dags. 1. desember 2010 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir breyttri notkun húsnæðis að Hverfisgötu 18 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 3. mars 2011. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 16. júní 2015. 

Úrskurðarorð: 

Hafnað er kröfu kæranda.

42. Holtavegur 23, Langholtsskóli, breyting á deiliskipulagi (01.430.1) Mál nr. SN150066

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2015 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar Langholtsskóla, nr. 23 við Holtaveg.

43 Freyjubrunnur 33, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN140542

Mansard - Teiknistofa ehf, Hraunbrún 30, 220 Hafnarfjörður

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2015 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 33 við Freyjubrunn.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:55.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir 

Gísli Garðarsson Áslaug María Friðrksdóttir 

Trausti Haraldsson 

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 16. júní kl. 09:30 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 831. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Karólína Gunnarsdóttir, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir og Óskar Torfi Þorvaldsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN048688

Landstólpar þróunarfélag ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílakjallara með 120 stæðum á reit 1 og 2 og 1. áfanga,  sem eru tvö samtengd sex hæða steinsteypt fjölbýlishús með 49 íbúðum á  reit 1 á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Erindi fylgir brunahönnun og greinargerð um hljóðvist frá Verkís dags. í desember 2014, jan. 2015 og maí 2015, yfirlit yfir fornminjar á svæðinu frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags. 8. júní 2014 og umsögn um hugsanlega fornleifafundi frá Minjastofnun Íslands dags. 2. júlí 2014. Einnig samþykki meðlóðarhafa nema Sítusar dags. 15.6. 2015, bréf frá Reginn dags. 17.3. 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015 og umsögn fagrýnihóps byggingarfulltrúa dags. 20. mars 2015.

Stærð:  Kjallari 357 ferm., bílakjallari (B-rými) 3.897,8 ferm., 1. hæð1.098,1 ferm., 2. hæð 995,2 ferm., 3. hæð 992,1 ferm., 4. og 5. hæð 1.011,8 ferm., 6. hæð 794,6 ferm.

Samtals A-rými:  6.260,6 ferm., 27.480,9 rúmm.

Samtals B-rými:  4.226,7 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Austurbrún 2 (01.381.001) 104771 Mál nr. BN049570

Páll Kristinsson, Lækjasmári 96, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að loka svölum á íbúð 0401 með 8 mm öryggisgleri á brautum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Austurbrún.

Stærð brúttórúmm: 11,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Austurv Thorvaldsenss (01.140.418) 100859 Mál nr. BN049495

NS Holding ehf., Vesturbrún 16, 104 Reykjavík

Lindarvatn ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi í veitingasal á efri hæð og í tónlistar/dansstað í vestur hluta húss á lóð nr. 2 við Thorvaldsenstræti.

Meðfylgjandi er brunahönnun Eflu dags. 2.6. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN049537

F3 ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Hallarmúli ehf., Hallarmúla 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta húsnæði úr verslun og þjónustu í hótel í flokki II, tegund b, og breyta gluggum að hluta í norðurálmu húss, mhl. 1, á lóð nr. 5 við Ármúla.

Meðfylgjandi er fyrirspurn BN047973 sem fékk jákvæða umfjöllun 29.7. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Baldursgata 16 (01.186.202) 102231 Mál nr. BN049354

Bú ehf., Baldursgötu 14, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar 0301 og byggja svalir á suðurhlið (bakhlið) þakhæðar,einnig er sótt um leyfi til að byggja svalir og stiga ofan í garð frá íbúð á 1. hæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 16 við Baldursgötu.

Jafnframt er erindi  BN047413 dregið til baka.

Meðfylgjandi er yfirlýsing hönnunarstjóra dags. 15.4. 2015, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8.6. 2015 og útskýring á eignarhaldi dags. 8.6. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Skipulagsferli ólokið.

6. Baldursgata 30 (01.186.212) 102241 Mál nr. BN049578

Þorlákur Hilmar Morthens, Baldursgata 30, 101 Reykjavík

Auður Gná Ingvarsdóttir, Baldursgata 30, 101 Reykjavík

Hulda Dúa Árdal, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að lengja svalir á 2, 3, og 4. hæð og núverandi glugga og hurð á íbúð á 3. hæð verður skipt út og rennihurð sett í staðinn í mhl. 03 í húsinu á lóð nr. 30 við Baldursgötu.

Samþykki meðlóðarhafa ódags. fylgir erindinu. 

Jákvæð fyrirspurn  BN048921 dags. 10. mars 2015 fylgir. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 001 og 002 dags. 14. apríl 2015.

7. Bergþórugata 23 (01.190.326) 102458 Mál nr. BN049455

Kaffihúsið ehf., Bergþórugötu 23, 101 Reykjavík

ÁF-Hús ehf, Bæjarlind 4, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu með kjallara og risi, innrétta þrjár nýjar íbúðir og til að gera  tvennar svalir á rishæð húss á lóð nr. 23 við Bergþórugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2015.Erindi fylgir umboð eiganda dags. 19. maí 2015.

Stækkun:  xx ferm.,xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2015.

8. Bíldshöfði 18 (04.065.002) 110672 Mál nr. BN049483

Höfðasetrið ehf, Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík

Dansskóli Ragnars ehf, Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á teikningum af 3. hæð vegna hönnunar brunavarna og nýrri skráningartöflu fyrir hús á lóð nr. 18 við Bíldshöfða.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN049591

HTO ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum, botnplötu, kjallaraveggi á hæð -2 og plötu ofan hæðar -2 vegna bílakjallara í Höfðatorgi á lóð að Borgartúni 8-16A sbr. samþykkt erindi BN047805.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Brautarholt 4-4A (01.241.203) 103021 Mál nr. BN049567

PK-Arkitektar ehf., Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofuhúsnæði á jarðhæð, rými 0101 og að hluta til á 2. hæð í rými 0201, núverandi stigi fjarlægður og nýr stigi, opna á milli hæða og stækka húsið með því að taka í notkun innskot á norðurhlið í húsinu á lóð nr. 4 við Brautarholt.

Samþykki meðlóðarhafa á 4 og sumra meðlóðarhafa á 4A Brautarholt dags. apríl 2015

Stækkun: XX ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Bústaðavegur 69 (01.818.309) 108219 Mál nr. BN049338

Rafn Guðmundsson, Bárugata 30a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga á suðurhlið í garðhurð á íbúð 0101 mhl. 01, koma fyrir palli og skilvegg á lóðamörkum á lóð nr. 69 við Bústaðaveg.

Samþykki meðeigenda á teikningu fylgir erindi. Umboð frá eigendum Bústaðaveg 69 um að Rafn Guðmundsson megi sækja um dags. 10 júní 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Bústaðavegur 71 (01.818.310) 108220 Mál nr. BN049277

Rafn Guðmundsson, Bárugata 30a, 101 Reykjavík

Jón Magngeirsson, Þykkvibær 14, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga á suðurhlið í garðhurð á íbúð 0101 mhl. 01, koma fyrir palli og skilvegg á lóðamörkum á lóð nr. 71 við Bústaðaveg.

Samþykki meðeigenda á teikningu fylgir erindi. Umboð frá Jóni Magngeirssyni að Rafn Guðmundsson megi sækja um.  dags. 10. maí 2015 fylgir. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Dofraborgir 3 (02.344.802) 173229 Mál nr. BN048329

Jón Sigurður Pálsson, Dofraborgir 3, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breikka nýsamþykkta bílgeymslu, sjá erindi BN047726, við einbýlishús á lóð nr. 3 við Dofraborgir.

Stækkar um:  1,2 ferm. og minnkar um 2,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

14. Dugguvogur 10 (01.454.002) 105618 Mál nr. BN049488

Scanhús ehf, Dugguvogi 10, 104 Reykjavík

Scanver ehf, Dugguvogi 10, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum og lagfæringum á innra skipulagi vegna brunavarna í húsi á lóð nr. 10 við Dugguvog.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Elliðabraut 2 (04.772.101) 195947 Mál nr. BN049131

N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir fyrsta áfanga sem er að koma upp eldsneytis/sjálfsafgreiðslustöð, með 3 dælum og tilheyrandi eldsneytisgeymum, steyptum dæluplötum og steyptu áfyllingarplani, tæknirými, þvottaplani, sorpgeymslu, sandskilju og olíuskilju á lóð nr. 2 við Elliðabraut 2. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015. Bréf frá hönnuði dags. 8. júní 2015 fylgir.

Bréf frá hönnuði dags. 23. mars 2015 fylgir erindi.

Stærðir: Tæknirými mhl. 01:  9,8 ferm., 28,9 rúmm.

Eldsneytisgeymar mhl. 02.  47,3 ferm., 107,3 rúmm.

Olíuskilja mhl. 03.  5,5 ferm., 6,0 rúmm.

Samtals : 62,6 ferm., 142,2 rúmm. 

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

16. Eyjarslóð 5 (01.111.403) 100025 Mál nr. BN049518

Prikið ehf, Bankastræti 12, 101 Reykjavík

Eyjarslóð 5 ehf., Hlíðasmára 8, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048792 þannig að innréttað er í rými 0101 sem áður var lager smábrugghúss í tengingu við veitingastaðinn í flokki II í húsinu á lóð nr. 5 við Eyjarslóð.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

17. Fellsvegur - Reynisvatnsás Mál nr. BN049509

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja brú á Fellsveg yfir Úlfarsá  í Úlfarsárdal.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Fornhagi 1 (01.546.102) 106502 Mál nr. BN049569

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á síkkun glugga í kjallara, sbr. erindi BN049489 dags. 2.6. 2015, í Hagaskóla á lóð nr. 1 við Fornhaga.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

19. Fossagata 6 (01.636.709) 106735 Mál nr. BN049336

Hrefna Rósa Jóhannsd. Sætran, Fossagata 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja og portbyggja þak og byggja nýtt bíslag við einbýlishús á lóð nr. 6 við Fossagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015.Stærðir og stækkun. Fyrir ferm., rúmm. + stækkun = eftir. xx D8 og D11

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Fossaleynir 8 (02.467.201) 178762 Mál nr. BN049508

Áltak ehf, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús sem verður mhl 02 sunnanvið núverandi byggingu mhl. 01 á lóð nr. 8 við Fossaleyni.

Bréf frá umsækjanda dags. 28. maí 2015 fylgir.

Stærð hús 600,0 ferm., 6.990,0 rúmm.

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Freyjugata 26 (01.186.602) 102298 Mál nr. BN049205

Spur ehf, Freyjugötu 24, 101 Reykjavík

Sigurður Már Hilmarsson, Suðurmýri 32, 170 Seltjarnarnes

Dóra Þyri Arnardóttir, Suðurmýri 32, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að koma fyrir björgunarsvölum fyrir íbúð 0201 og 0202 á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 26 við Freyjugötu.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 29. apríl 2015 og bréf frá eigendum Njarðargötu 49 dags. 6. maí 2015 þar sem umsóttum björgunarsvölum er mótmælt.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Skipulagsferli ólokið.

22. Grandagarður 15-37 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN049446

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Jens Guðjónsson ehf, Síðumúla 35, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta skartgripaverslun og verkstæði í einingu nr. 31, mhl. 9, í fyrrverandi verbúð á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. maí 2015 fylgir erindinu og önnur umsögn dags. 9.6. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN048915

Hraunbrekka ehf., Fýlshólum 6, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á mhl. 01 og innrétta 24 íbúðir og innrétta 6 íbúðir í mhl. 02 á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Stækkun:  717,8 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Grensásvegur 13 (01.465.001) 105680 Mál nr. BN049368

Útlitslækning ehf, Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta eignarhluta 0301 úr skrifstofum í lækna- og tannlæknastofur í húsinu á lóð nr. 13 við Grensásveg. 

Samþykki meðeigenda ódags. fylgir.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Grettisgata 5 (01.171.506) 101422 Mál nr. BN049144

Jens Hrómundur Valdimarsson, Bröndukvísl 8, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka íbúð 0202 með því að loka hluta af svölum í húsinu á lóð nr. 5 við Grettisgötu.

Samþykki meðeigenda dags. 1. júní 2015 fylgir. 

Stækkun:  23,6 ferm., 72 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Haukdælabraut 110 (05.113.505) 214824 Mál nr. BN049546

Þórir Garðarsson, Stórikriki 31, 270 Mosfellsbær

Ruth Melsted, Stórikriki 31, 270 Mosfellsbær

Sótt er um samþykki á stækkun, sbr. erindi BN047528 dags. 29.4. 2014, einbýlishússins á lóð nr. 110 við Haukdælabraut.

Stækkun xxxx

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Haukdælabraut 62 (05.114.705) 214807 Mál nr. BN049535

Haraldur Haraldsson, Stararimi 7, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 62 við Haukdælabraut.

Erindi fylgir útreikningur á varmatapi húss dag. 2. júní 2015 og samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða ódagsett.

Stærð A-rýma:  280,3 ferm., 968,7 rúmm.

stærð C- rýma:  34 ferm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Háaleitisbraut  14-18 (01.281.001) 103669 Mál nr. BN049568

Háaleitisbraut 14-16-18,húsféla, Háaleitisbraut 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048769 þannig að sótt er um að klæða alla bílageymsluna, mhl. 04 við fjölbýlishúsið á lóð nr. 14, 16 og 18 við Háaleitisbraut.

Bréf frá hönnuði dags. 10 júní 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

29. Hádegismóar 1 (04.411.701) 213064 Mál nr. BN049417

Freyr ehf, Lynghálsi 2, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja skrifstofu- og lagerhús, að hluta staðsteypt og að hluta stálgrindarhús klætt yleiningum, á lóð nr. 1 við Hádegismóa.

Erindi fylgir brunahönnunarskýrslan frá Mannvit dags. 30. apríl 2015, útreikningur á varmatapi dags. 28. mars 2015 og greinargerð hönnunarstjóra.

Stærð:  8.263,9 ferm., 95.854,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN049573

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta notkun og innréttingum í suðurenda húss úr bankastarfsemi í ferðamannaverslun og afgreiðslu Greyline með aðstöðu fyrir bið, snyrtingar og miðasölu en bílastæðum fyrir framan húsið er breytt í rútustæði á lóð nr. 10 við Holtaveg.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN049183

JL Holding ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II á 1. hæð, byggja viðbyggingu við suðurhlið fyrir stýribúnað vatnsúðakerfis og sorpgeymslu,  og koma fyrir palli fyrir útiveitingar sunnan húss á lóð nr. 121 við Hringbraut. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. maí 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. maí 2015.

Samþykki meðeigenda ódags. fylgir.

Stækkun:  59,4 ferm., 193,0rúmm.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32. Hverfisgata 76 (01.173.009) 101500 Mál nr. BN049448

Húsfélagið Svalbarði ehf, Stóragerði 19, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II, teg. E fyrir 50 gesti á 1. hæð húss á lóð nr. 76 við Hverfisgötu.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Langahlíð  7-11 (01.270.201) 103578 Mál nr. BN049481

Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Langahlíð 11, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, víxla baði og eldhúsi, gera gat í vegg milli eldhúss og borðstofu og fjarlægja skorstein í íbúð 0201 í húsi nr. 11 á lóð nr. 7-11 við Lönguhlíð.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 21. maí 2015 og samþykki eigenda Lönguhlíðar 9 og 11 dags. 18. maí 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

34. Laufásvegur 27 (01.183.505) 101982 Mál nr. BN049334

Kristján Pétur Guðnason, Rafstöðvarvegur 23, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka stigahús, byggja sólskála með svölum á þaki við suðurgafl, hækka forstofubyggingu á norðurgafli og breyta innra skipulagi í tvíbýlishús á lóð nr. 27 við Laufásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. mars 2015.

Stækkun:  29,8 ferm., 85 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Frestað.Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

Grenndarkynningu ólokið.

35. Laufbrekka (31.166.101) 125741 Mál nr. BN049306

Arngrímur Arngrímsson, Laufbrekka, 116 Reykjavík

Unnur Högnadóttir, Laufbrekka, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri sett á langbita sem hvíla á steyptum stöplum á lóð með landnr. 125741 við Laufbrekku á Kjalarnesi.

Stærð sumarhús er: 80,3 ferm., 275,8 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

36. Laugarnesvegur 47 (01.360.006) 104499 Mál nr. BN049175

Igor Ingvar V. Karevskiy, Meistaravellir 5, 107 Reykjavík

Svetlana Vasilievna Kabalina, Meistaravellir 5, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss og utan eins og sýnt er á meðfylgjandi yfirlitsblaði sbr. áður samþykkt erindi BN044459 vegna lokaúttektar á húsinu á lóð nr. 47 við Laugarnesveg.

Stækkun 2,9 ferm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Laugavegur 180-182 (01.252.001) 103443 Mál nr. BN049572

Reitir III ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049132 þannig að fyrirkomulag innréttinga ásamt breytingum á eldvarnar skilgreiningum í geymslu austan  stigagangs og krafa á hurð inn í geymslu vestan hans færð niður í húsinu nr. 182 á lóð nr. 180-182 við Laugaveg. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

38. Laugavegur 34B (01.172.217) 101472 Mál nr. BN049378

Lantan ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lækka gólf í kjallara, innrétta geymslu og opna tímabundið yfir lóðamörk yfir á 1. hæð í hóteli á nr. 34A í húsi á lóð nr. 34B við Laugaveg.

Stækkun:  44,9 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

39. Láland 17-23 (01.874.101) 108833 Mál nr. BN049459

Bjarney Harðardóttir, Árland 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á grunni eldra húss sem verður rifið og er nr. 23 á lóð nr. 17-23 við Láland.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015.Stærð A-rými 329,6 ferm., 1.336,3 rúmm.

B-rými:  15,4 ferm., 45,7 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015.

40. Leifsgata 16 (01.195.207) 102599 Mál nr. BN049474

Þorgerður Þorvaldsdóttir, Leifsgata 16, 101 Reykjavík

Kristján Ólafur Eðvarðsson, Leifsgata 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN043950, stigagati milli hæða er lokað í íbúð 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Leifsgötu.

Stækkun:  3,9 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

41. Lindargata 34-36 (01.152.413) 101059 Mál nr. BN048898

Rent-leigumiðlun ehf., Lambastekk 3, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða hús úr forsteyptum einingum og innrétta gististað í flokki II með 20 íbúðareiningum fyrir 36 gesti og til að opna yfir í gististað á Vatnsstíg 11 á lóð nr. 34-36 við Lindargötu.

Einnig er sótt um leyfi til að rífa mhl. 01 merkt 0101 íbúð, 63,2 ferm., og mhl. 70 merkt 0101, geymsla 12,7 ferm. á lóð nr. 34-36 við Lindargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2015 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. maí 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2015.

Stærð:  1. hæð 182,2 ferm., 2. og 3. hæð 200 ferm., 4. hæð 189,3 ferm.

Samtals:  771,5 ferm., 2.225,9 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Lyngháls 12 (04.329.101) 180215 Mál nr. BN049454

Urð og grjót ehf, Vesturási 58, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttu fyrirkomulagi innanhúss í rýmum 0103 og 0203 fyrir starfsemi Lífdísels eins og samþykkt var í september 2011 sbr. erindi BN043550 í húsi á lóð nr. 12 við Lyngháls.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Menntasveigur 15 (01.778.101) 218666 Mál nr. BN049494

Ásatrúarfélagið, Pósthólf 8668, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri hofbyggingu Ásatrúarfélagsins, 1. áfanga, á lóð nr. 15 við Menntasveig.

[Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla Verkís dags. 26.5. 2015.

Stærðir xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Réttarholtsvegur 21-25 (01.832.301) 108570 Mál nr. BN049443

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja og fjölga snyrtingum á 1. hæð í Réttarholtsskóla á lóð nr. 21-25 við Réttarholtsveg.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

45. Silungakvísl 19 (04.212.704) 110789 Mál nr. BN049404

Hulda Hauksdóttir, Silungakvísl 19, 110 Reykjavík

Gylfi Magnús Jónasson, Silungakvísl 19, 110 Reykjavík

Þór Kristinsson, Silungakvísl 19, Sótt er um samþykki á þegar framkvæmdum breytingum sem felast í að teknar eru í notkun geymslur í kjallara og undir bílgeymslu, gluggar hafa verið settir á geymslur í kjallara, verönd og skjólveggir eru á baklóð og þar er sótt um leyfi fyrir heitum potti við íbúðarhús á lóð nr. 19 við Silungakvísl. Stærðir stækkunar: 10 ferm., 64 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

46. Skeifan 8 (01.461.202) 105668 Mál nr. BN049571

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta kjallara rými 0002 sem áður var líkamsræktarstöð í bílaþjónustu og -geymslu ásamt móttöku fyrir akstursþjónustuhluta Securitas og koma fyrir skrifstofuhlutanum á millipalli við útvegg í húsinu á lóð nr. 8 við Skeifunni.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Skipasund 88 (01.412.106) 105054 Mál nr. BN049576

Silja Rut Thorlacius, Skipasund 88, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða með bárujárni  forskalað hús á lóð nr. 88 við Skipasund.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Skipasund 92 (01.412.108) 105056 Mál nr. BN049486

Svandís Nikolína Hauksdóttir, Skipasund 92, 104 Reykjavík

Guðjón Örn Baldursson, Skipasund 92, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum í kjallara sem felast í að íbúð 0001 í mhl. 02 er stækkuð um 2,2 ferm. á kostnað sameiginlegs þvottahúss í sambýlishúsi á lóð nr. 92 við Skipasund.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49. Skólavörðustígur 21A (01.182.245) 101897 Mál nr. BN049379

Thailenska eldhúsið ehf., Suðurhrauni 2, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að dýpka kjallara að hluta, stækka svalir á 2. og 3. hæð og gera nýjar svalir í þaki og innrétta veitingahús í flokki II fyrir 90 gesti á 1. og 2. hæð og gistiheimili í flokki II teg. íbúðir fyrir 38 gesti á 2. 3. og 4. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júní 2015.

Stækkun:  83,1 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN049498

Skuggi 3 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að útbúa tvo loftræsiklefa, annan léttbyggðan, lágreistan ofan á lægri hluta þaks við hlið lyftustokks, hins vegar útbúa lábyggða sérhæð innan núv. byggingar ofan við stigahús í turnbyggingu, upphaflega var byggingin hönnuð einvörðungu með útsogandi loftræsingu en nú er komin leið fyrir ferskloft inn, einnig er sótt um leyfi til að hækka svefnherbergisglugga turnbyggingar á norður og suðurhlið um 30 cm og síkka glugga á austurhlið 15. hæðar og breyta innra fyrirkomulagi íbúðar 1601 í fjölbýlishúsi nr. 20/22 við Vatnsstíg, mhl. 15, á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.

Meðfylgjandi er brunahönnun dags. 26.5. 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51. Stakkhamrar 7 (02.293.704) 109041 Mál nr. BN048433

Davíð Sigurðsson, Stakkhamrar 7, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka bílskúr við hús á lóð nr. 7 við Stakkhamra.

Breyting á deiliskipulagi var samþykkt 29.5. 2015.

Stækkun: 20 ferm.,  52 rúmm.

Gjald kr. 9.500.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

52. Stórhöfði 34-40 (04.073.101) 110547 Mál nr. BN049320

Stórhöfði 34 ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kalt opið lagerskýli á lóð nr. 34 - 40 við Stórhöfða.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2015.Stærð B-rými:  560,0 ferm., 3.080 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2015.

53. Stórhöfði 42 (04.077.301) 110683 Mál nr. BN049010

R.B. fjárfestingafélag ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja flóttastiga við norðaustur hlið frá efri hæð, loka skýli við norðvestur horn neðri hæðar á lóð nr. 42 við Stórhöfða.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2015.

Breyta skýli úr B-rými í A rými stærðir 84.4 ferm., 413,6 rúmm. 

 Skýrsla brunahönnuðar dags. 18. mars. 2015 og aftur 15.maí 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um sameiningu eigna eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

54. Tómasarhagi 19 (01.554.103) 106580 Mál nr. BN049407

Sesselja Kristjánsdóttir, Tómasarhagi 19, 107 Reykjavík

Ólafur Hjálmarsson, Tómasarhagi 19, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka svalir á 2. hæð til suðurs, á fjölbýlishúsi á lóð nr. 19 við Tómasarhaga.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 28. apríl 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

55. Tryggvagata 13 (01.117.407) 222370 Mál nr. BN049490

T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga, sbr. erindi BN048982 dags. 21.4. 2015, sem felast í breytingum á stærð lagers og bílageymslu, veggur verður berandi milli geymslna og hjólageymslu, inntaksleiðir sýndar, lúga fyrir aðgengi að inntaki og reyklosun frá bílakjallara, útlit opnun og reyklosun, texti og skráningartafla leiðrétt í atvinnu- og fjölbýlishúsi á lóð nr. 13 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

56. Tryggvagata 19 (01.118.301) 100095 Mál nr. BN049536

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045618 þannig að fækkað er um eina tunnuhurð,  hin færð um tvö súlubil og útbúið er rými að innanverðu fyrir ker og endurvinnslu svæði í húsinu á lóð nr. 19 við Tryggvagötu. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

57. Túngata 5 (01.161.112) 101207 Mál nr. BN048461

Mangi ehf., Túngötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðri breytingu þar sem bílgeymslu mhl. 02 er breytt í íbúð, einnig er sótt um leyfi til að breyta hurð í glugga og byggja þak yfir bílastæði við hús á lóð nr. 5 við Túngötu.

Sbr. fyrirspurn BN048211 dags. 16. september 2014 og meðfylgjandi umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. október 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

58. Týsgata 4B (01.181.011) 101734 Mál nr. BN049501

Þórunn Pálsdóttir, Týsgata 4b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja tvo þakglugga á norðurhlið íbúðarhússins á lóð nr. 4B við Týsgötu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

59. Vatnagarðar 6 (01.337.702) 103913 Mál nr. BN049560

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Erlendur Sturla Birgisson, Kaldalind 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1. hæðar, bætt er við starfsmannaaðstöðu á 2. hæð, bætt er við björgunaropi á 2. hæð út á skyggni, komið er fyrir hringstiga og pallur á 2. hæð og sorpgámur staðsettur á lóð nr. 6 við Vatnagarða.

Stækkun palls: 3,5 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

60. Vesturfold 40 (02.820.204) 109658 Mál nr. BN049534

Matthías Bogi Hjálmtýsson, Vesturfold 40, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera glugga og inngang á kjallara og innrétta íbúðarrými í einbýlishúsi á lóð nr. 40 við Vesturfold. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2015.Stækkun xxx

Gjald kr. 9.823

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2015.

61. Vitastígur 11 (01.174.234) 101636 Mál nr. BN049188

Ráðagerði ehf, Lindargötu 33, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II, tegund gistiheimili, einnig er gerð grein fyrir ýmsum áður gerðum breytingum á húsi, s.s. að lækka gólf í kjallara í framhúsi og lækka land og byggja brú yfir gjána milli framhúss og bakhúss, á lóð nr. 11 við Vitastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. maí 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2015.

Jafnframt er erindi BN047497 dregið til baka.

Stærðir stækkun: 0 ferm., 92,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

62. Þingholtsstræti 29A (01.183.605) 101989 Mál nr. BN049496

Aztiq Pharma ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja timburskúr á steyptum sökkli í suðurhorni garðs við einbýlishús á lóð nr. 29A við Þingholtsstræti.

Stærð:  5,8 ferm., 13,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Grenndarkynningu ólokið.

63. Þjóðhildarstígur 2-6 (04.112.201) 188027 Mál nr. BN049586

GH2 ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem sýna nýja legu göngustígs og frágang á lóðamörkum með grjóthleðslu við suð-vestur hlið lóðar nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Vísað til umsagnar skrifstofu reksturs- og umhirðu.

64. Þórsgata 5 (01.181.114) 101750 Mál nr. BN049445

Dagný Fjóla Ómarsdóttir, Þórsgata 5, 101 Reykjavík

Jenný Davíðsdóttir, Óðinsgata 9, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. hæð úr timbri og stáli og breyta eldhúsglugga í hurð út á svalirnar við íbúð 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 5 við Þórsgötu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 19.5. 2015 og umboð eigenda íbúðar á  2. hæð dags. 18.2. 2014.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til  skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1 og 2 dags. 3. júní 2015.

Fyrirspurnir

65. Álftamýri 43-57 (01.280.302) 103667 Mál nr. BN049559

Stefán Már Kristinsson, Álftamýri 43, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja að hluta ca 180 cm háa girðingu og að hluta 100 cm háa til að fá meira næði bæði af gangandi og keyrandi  umferð og að auki til að varna umferðarhávaða  á lóðarmörkum á lóð nr. 43 við Álftamýri. 

Ljósmyndir fylgja

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

66. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN049521

Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi sé til að reisa ca. 12 fermetra garðhýsi úr timbri á lóð nr. 47 við Barónsstíg.

Jákvætt.

Vísað til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

67. Birkihlíð 5 (01.782.001) 107507 Mál nr. BN049541

Karl Ómar Jónsson, Heiðarhjalli 6, 200 Kópavogur

Spurt er hvort leyft yrði að stækka hús og bílskúr eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu af einbýlishúsi á lóð nr. 5 við Birkihlíð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2015.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2015.

Sækja skal um byggingarleyfi.

68. Hofsvallagata 59 (01.543.108) 106417 Mál nr. BN049491

Haraldur Ingvarsson, Vitastígur 3, 220 Hafnarfjörður

Spurt er hvort byggja megi kvist og svalir á risíbúð, hvort steypa megi tröppur frá svölum 1. hæðar niður í garð og setja hurð á kjallaraíbúð og verönd þar fyrir framan í fjölbýlishúsi á lóð nr. 59 við Hofsvallagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2015.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. júní 2015.

69. Köllunarklettsvegur 4 (01.329.702) 180644 Mál nr. BN049556

Shi Jin, Kleppsvegur 44, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að opna yogaskóla með aðstöðu til gistingar fyrir heimsóknargesti sem taka þátt í yoga samkomu í húsinu á lóð nr. 4 við Köllunarklettsveg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

70. Laugavegur 16 (01.171.403) 101412 Mál nr. BN049542

Jón Stefán Einarsson, Heiðargarður 10, 230 Keflavík

Spurt er hvort undanþága fáist frá stærð lyftu sbr. gr. 6.4.12. og að stærð lyftu að innanmáli verði a.m.k. 110/140 cm vegna aðstæðna í þessum gömlu húsum á lóð nr. 16/12B við Laugaveg.

{Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

71. Miðtún 8 (01.223.004) 102879 Mál nr. BN049520

Dagur Kaveh Radmanesh, Danmörk, Spurt er hvort hægt er að gera  tvær íbúðir úr íbúð 01 0101 í húsinu á lóð nr. 8 við Miðtún.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

72. Víðimelur 35 (01.540.110) 106255 Mál nr. BN049400

Tiris ehf., Neðstabergi 7, 111 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi 92,1 ferm. iðnaðarhúsi, 03 0102, sbr. sams konar fyrirspurn BN048600, sem fékk neikvæða umfjöllun dags. 2.12. 2014, í eina íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 35 við Víðimel.

{Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2015.

Nei.

Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2015.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:20.

Nikulás Úlfar Másson

Björn Kristleifsson

Harri Ormarsson

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Karólína Gunnarsdóttir

Eva Geirsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 23. júní kl. 10:15 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 832. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir og Óskar Torfi Þorvaldsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Bogahlíð  2-6 (01.714.003) 107252 Mál nr. BN049545

Gunnar Hermannsson, Bogahlíð 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir heitum potti á þaksvölum íbúðar 0302 í fjölbýlishúsinu nr. 4  á lóð nr. 2-6 við Bogahlíð 

Samþykki sumra fylgir ódags. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 4. júní 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Brautarholt 7 (01.242.004) 103029 Mál nr. BN049574

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja stúdentagarða, tvær steinsteyptar þriggja hæða byggingar með 102 íbúðareiningum sem umlykja inngarð á bílakjallara fyrir 19 bíla á lóð nr. 7 við Brautarholt.

Stærð A-rými:  4.723,4 ferm., 14.101,2 rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

C-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Freyjubrunnur 16-20 (02.695.501) 205743 Mál nr. BN049533

Eignarhaldsfélagið Á.D. ehf., Akralind 2, 201 Kópavogur

Flotgólf ehf., Akralind 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum úr 13 í 15 í fjölbýlishúsi, sjá erindi BN046459, á lóð nr. 16-20 við Freyjubrunn.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2015.

Samræmist ekki deiliskipulagi, umsækjanda bent á að hægt er að sækja um deiliskipulagsbreytingu.

4. Freyjugata 26 (01.186.602) 102298 Mál nr. BN049205

Spur ehf, Freyjugötu 24, 101 Reykjavík

Sigurður Már Hilmarsson, Suðurmýri 32, 170 Seltjarnarnes

Dóra Þyri Arnardóttir, Suðurmýri 32, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að koma fyrir björgunarsvölum fyrir íbúð 0201 og 0202 á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 26 við Freyjugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2015.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 29. apríl 2015 og bréf frá eigendum Njarðargötu 49 dags. 6. maí 2015 þar sem umsóttum björgunarsvölum er mótmælt.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2015.

5. Friggjarbrunnur 14-16 (05.053.703) 205897 Mál nr. BN049558

Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045282, íbúðum er fjölgað um eina og einu bílastæði bætt við á lóð fjölbýlishúss á lóð nr. 14-16 við Friggjarbrunn.

Stækkun:  8,8 ferm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Friggjarbrunnur 53 (02.693.103) 205831 Mál nr. BN049511

RED ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka gólfkóta í kjallara mhl. 01 um 52,5 cm  vegna legu lands og til að lækka 4. hæð mhl. 02., 03. og 04 um 17,5 cm, sjá erindi BN048621 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 53 við Friggjarbrunn.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2015.

Minnkun:  xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2015.

Samræmist ekki deiliskipulagi, umsækjanda bent á að hægt er að sækja um deiliskipulagsbreytingu.

7. Háaleitisbraut  14-18 (01.281.001) 103669 Mál nr. BN049568

Háaleitisbraut 14-16-18,húsféla, Háaleitisbraut 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048769 þannig að sótt er um að klæða alla bílageymsluna, mhl. 04 við fjölbýlishúsið á lóð nr. 14, 16 og 18 við Háaleitisbraut.

Bréf frá hönnuði dags. 10 júní 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Hraunbær 102 (04.343.301) 111081 Mál nr. BN049456

Aðalsteinn Freyr Kárason, Stakkhamrar 24, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta húsnæði fyrir hárgreiðslustofu, þar sem áður var efnalaug í rými 0103 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 102A við Hraunbæ.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Jónsgeisli 93 (04.113.307) 189862 Mál nr. BN049608

Níutíu ehf., Jónsgeisla 9, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II, teg. íbúð í atvinnuhúsi á lóð nr. 93 við Jónsgeisla.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Kjalarland 1-35 2-30 (01.861.201) 108795 Mál nr. BN049590

Garðar Hólm Kjartansson, Kjalarland 29, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að síkka glugga á norðurhlið raðhússins nr. 27 - 35  á lóð nr. 1-35,2-30 við Kjalarland.

Samþykki meðeigenda á A3 teikningu dags. 28. maí 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Klapparstígur 30 (01.171.108) 101374 Mál nr. BN049577

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum í nýsamþykktu fjölbýlishúsi, sjá erindi BN048637, á lóð nr. 30 við Klapparstíg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

12. Langahlíð  7-11 (01.270.201) 103578 Mál nr. BN049481

Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Langahlíð 11, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, víxla baði og eldhúsi, gera gat í vegg milli eldhúss og borðstofu og fjarlægja skorstein í íbúð 0201 í húsi nr. 11 á lóð nr. 7-11 við Lönguhlíð.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 21. maí 2015 og samþykki eigenda Lönguhlíðar 9 og 11 dags. 18. maí 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Laugateigur 32 (01.365.105) 104672 Mál nr. BN049575

Guðlax ehf, Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík

Tobias Klose, Laugateigur 32, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi þak og kvist og byggja nýtt þak og fjölga kvistum, breyta innra skipulagi íbúðar á 2. og 1. hæð og samþykki fyrir íbúð í kjallara í húsinu á lóð nr. 32 við Laugateig.

Stækkun: XX ferm og rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

14. Laugavegur 1 (01.171.016) 101361 Mál nr. BN048918

Eignarhaldsfélagið Arctic ehf, Suðurhrauni 12c, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofan á bakhús sem er mhl. 04,  og til að fjölga gistirýmum úr 4 í 8 í gististað í fl. IV, tegund b á lóð nr. 1 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2015.

Einnig fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar.

Stækkun 109,5 ferm., 262 rúmm.

Samtals eftir stækkun 451,6 ferm., 1.382 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Laugavegur 120 (01.240.203) 102986 Mál nr. BN049580

L120 ehf., Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til stækkunar, sbr. samþykkt erindi BN048554, hótels á lóð nr. 120 við Laugaveg.

[Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9.6. 2015, greinargerð vegna hljóðvistar, rýni vegna burðarvirkja dags. 9.6. 2015 og orkurammi dags. 6.6. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Laugavegur 180-182 (01.252.001) 103443 Mál nr. BN049572

Reitir III ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049132 þannig að fyrirkomulag innréttinga breytist ásamt breytingum á eldvarnar skilgreiningum í geymslu austan stigagangs og krafa á hurð inn í geymslu vestan hans færð niður í húsinu nr. 182 á lóð nr. 180-182 við Laugaveg. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Láland 17-23 (01.874.101) 108833 Mál nr. BN049458

Bjarney Harðardóttir, Árland 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús nr. 23 á lóð nr. 17-23 við Láland.

Stærð niðurrifs:  Mhl. 04 merkt 0101 einbýli 144 ferm., mhl. 08 merkt bílskúr 72,5 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN049585

Grjótháls ehf, Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Eskines ehf., Lynghálsi 4, 110 Reykjavík

Ingibjörg Br Sigurjónsdóttir, Fífulind 4, 201 Kópavogur

Uraiwan Juntri, Austurkór 27, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingaleyfi BN043238 þar sem sótt var um að auka mögulegan gestafjölda, lengja opnunartíma og breyta flokkun veitingastaðar úr fl. II í fl. III á Take away Thai matstofu í húsi á lóð nr. 4 við Lyngháls.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Hönnuður hafi samband við embættið.

19. Menntasveigur 15 (01.778.101) 218666 Mál nr. BN049494

Ásatrúarfélagið, Pósthólf 8668, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri hofbyggingu Ásatrúarfélagsins, 1. áfanga, á lóð nr. 15 við Menntasveig.

[Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla Verkís dags. 26. maí 2015 og bréf arkitekts dags. 9. júní 2015.

Stærðir 442,0 ferm., 1.973,6 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

20. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN049623

Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Iceeignir ehf, kt. 630306-0350, óska hér með eftir því að fá útgefið takmarkað byggingarleyfi vegna byggingar sorpgeymslu og hjólageymslu að Nauthólsvegi 50 sbr. byggingarleyfi nr. BN049297 og að þetta takmarkaða byggingarleyfi taki til þess að grafa fyrir mannvirkjunum í mold niður á fastan botn (klöpp) sem reiknað er með að sé um 2,5 metra fyrir neðan núverandi yfirborð.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21. Reykjavegur 15 (01.372.101) 199516 Mál nr. BN049434

Knattspyrnusamband Íslands, Laugardalsvelli, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja í sömu stærð, á sama stað en með sterkari kösturum, flóðlýsingarmöstrin á íþróttaleikvanginum í Laugardal á lóð nr. 15 við Reykjavíkurveg.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Sólvallagata 67 (01.138.201) 100729 Mál nr. BN049593

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 3. hæða steinsteypta viðbyggingu, H-áfanga við Framnesveg vestanvert við Vesturbæjarskóla á lóð nr. 67 við Sólvallagötu 

Stækkun er: 1.341,4 ferm., 5.233,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823 

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

23. Úlfarsbraut 46 (02.698.307) 205718 Mál nr. BN049579

Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, Eskihlíð 8, 105 Reykjavík

Loftur Guðni Matthíasson, Eskihlíð 8, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, einangrað að utan með 120 mm harðpressaðri ull og klætt með álímdum ljósum flísum á lóð nr. 46 við Úlfarsbraut. 

Fyrirspurn BN048821 fylgir erindinu.

Stærð húss: 272,4 ferm., 1.010,6 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Synjað.

Samræmist ekki deiliskipulagi.

24. Veghúsastígur 9A (01.152.418) 101063 Mál nr. BN049412

RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja hús, byggja nýja tengibyggingu milli austur- og vesturhluta og innrétta 11 litlar íbúðir í húsi á lóð nr. 11B við Veghúsastíg.

Erindi fylgir ástandsskýrsla frá Mannvit dags. 20. apríl 2015 og samþykki lóðarhafa Lindargötu 34/34A dags. 6. maí 2015 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. júní 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. júní 2015.

Niðurrif:  29,4 ferm., 80,1 rúmm.

Viðbygging:  191,5 ferm., 549,6 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. júní 2015.

25. Vesturgata 52 (01.130.211) 100134 Mál nr. BN049516

Vesturgata 52,húsfélag, Vesturgötu 52, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja framhlið jarðhæðar þannig að burðargrind er úr timbri, einangruð og klædd að innan með tvöföldu gifsi en timbri að utan á húsi á lóð nr. 52 við Vesturgötu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda og útskrift úr fundagerðarbók húsfundar þann 6.6. 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Þórsgata 5 (01.181.114) 101750 Mál nr. BN049445

Dagný Fjóla Ómarsdóttir, Þórsgata 5, 101 Reykjavík

Jenný Davíðsdóttir, Óðinsgata 9, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. hæð úr timbri og stáli og breyta eldhúsglugga í hurð út á svalirnar við íbúð 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 5 við Þórsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. júní 2015 fylgir erindinu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 19.5. 2015 og umboð eigenda íbúðar á  2. hæð dags. 18.2. 2014.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

27. Brúnavegur 3 (01.350.502) 104151 Mál nr. BN049625

Helena Gunnarsdóttir, Brúnavegur 3, 104 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina lóðirnar  Brúnavegur 3 og Brúnavegur 5 eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 11. 06. 2015. Lóðin Brúnavegur 3 (staðgr. 1.350.502, landnr. 104151) er skráð 624 m², lóðin reynist  625 m², bætt er 627 m² við lóðina frá Brúnavegi 5, lóðin verður 1252 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Lóðin Brúnavegur 5 (staðgr. 1.350.503, landnr. 104152) er skráð 624 m², lóðin reynist 627 m²,  teknir eru  627 m² af lóðinni og bætt við Brúnaveg 3  lóðin verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Sjá samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 22. 04. 2015 og samþykkt borgarráðs þann 07. 05. 2015.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

28. Brúnavegur 5 (01.350.503) 104152 Mál nr. BN049626

Helena Gunnarsdóttir, Brúnavegur 3, 104 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina lóðirnar  Brúnavegur 3 og Brúnavegur 5 eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 11. 06. 2015. Lóðin Brúnavegur 3 (staðgr. 1.350.502, landnr. 104151) er skráð 624 m², lóðin reynist  625 m², bætt er 627 m² við lóðina frá Brúnavegi 5, lóðin verður 1252 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Lóðin Brúnavegur 5 (staðgr. 1.350.503, landnr. 104152) er skráð 624 m², lóðin reynist 627 m²,  teknir eru  627 m² af lóðinni og bætt við Brúnaveg 3  lóðin verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Sjá samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 22. 04. 2015 og samþykkt borgarráðs þann 07. 05. 2015.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

29. Leifsgata 30 (01.195.304) 102618 Mál nr. BN049581

Erla Stefánsdóttir, Leifsgata 30, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja ofan á viðbyggingu á húsi á lóð nr. 30 við Leifsgötu.

Neikvætt erindi BN049095 dags. 21. apríl 2015 fylgir. 

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

30. Tryggvagata 19 (01.118.301) 100095 Mál nr. BN049595

Markaðslausnir Athlon ehf., Þinghólsbraut 55, 200 Kópavogur

Spurt er hvort leyfi fengist tímabundið til að færa skilti á borgarland 6 metra frá lóðamörkum austanverðu lóðar nr. 19 við Tryggvagötu. 

Tölvupóstur dags. 15 júní 2015 fylgir. 

Nei.

Samræmist ekki samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur.

Fjarlæga skal óleyfisskilti af gafli Tollhússins innan 30 daga.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 11:50.

Nikulás Úlfar Másson

Harri Ormarsson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir