Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 11

Umhverfis- og skipulagsráð

Framkvæmda- og eignaráð

Ár 2008, mánudaginn 27. október var haldinn 11. fundur framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 10-14 og hófst kl. 13.40. Þessir sátu fundinn: Óskar Bergsson, Sigrún Magnúsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Kristján Guðmundsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Sóley Tómasdóttir, Ásgeir Runólfsson og áheyrnafulltrúinn Kjartan Eggertsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Hrólfur Jónsson, Sighvatur Arnarson, Ágúst Jónsson, Jón Halldór Jónasson, Ámundi Brynjólfsson, Kristín Einarsdóttir og María Níelsdóttir.
Fundarritari var: Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2008030021
1. Lagt fram yfirlit yfir innkaup framkvæmda- og eignasviðs í ágúst 2008, dagsett 23. október 2008.

Mál nr. 2008100059
2. Lagt fram bréf rekstrarstjóra hestamannafélagasins Fáks dagsett 13. október 2008, varðandi snjómokstur á reiðstígum Reykjavíkurborgar.
Samþykkt að vísa málinu til afgreiðslu framkvæmdar- og eignasviðs.

3. Skrifstofustjóri framkvæmda- og eignasviðs kynnti stöða á lóðarúthlutunum og kjör á lóðum í Úlfarsárdal.
Bókun framkvæmda- og eignaráðs:
Framkvæmda- og eignaráð Reykjavíkur samþykkir samhljóða, að beina því til starfshóps um aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar að skoða milli funda framkvæmda- og eignaráðs núgildandi reglur og úthlutunarskilmála um íbúðar og atvinnuhúsalóðir í Reykjavík sem og þá skilmála og reglur sem gilda um lóðaskil fyrir sömu lóðir í Reykjavík og skila þeirri endurskoðun fyrir næsta fund framkvæmda- og eignráðs 10. nóvember 2008.

- Jórunn Frímannsdóttir vék af fundinum kl. 14.43.

Mál nr. 2008020140
4. Lögð fram að nýju skýrsla starfshóps um ylströndina í Nauthólsvík dagsett í ágúst 2008. Haukur Kristjánsson og sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs kynntu.
Framkvæmda- og eignasviði falið að koma með tillögur um eignarhald, viðhald, rekstur og leigu ylstrandarinnar fyrir næsta fund.

Mál nr. 20080070044
5. Lögð fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs dagsett 8. október 2008, varðandi tillögu að útfærslu varðandi uppbyggingu á Austurstræti 22 og Lækjargötu 2 og varðandi ósk um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Lækjargötu 2 og Austurstræti 22.
Tillögur aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs samþykkt.

- Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 15.15.

Mál. nr. 2008010157
6. Lagt fram til kynningar minnisblað aðstoðarsviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs dagsett 8. október 2008, varðandi Laugaveg 4 og 6.

Mál nr. 2008010023
7. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs dagsett 6. október 2008, varðandi endurgerð Tjarnarbíós. Sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs kynnti.

8. Formaður framkvæmda- og eignaráðs og sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs kynntu stöðu fjárhagsáætlunarvinnu fyrir Framkvæmda- og eignasvið fyrir árið 2009.

9. Áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Búast má við að auknar kröfur verði gerðar af íbúum um að borgin geri ráðstafanir þegar umferðarmengun fer yfir mörk. Spurt er; hefur Framkvæmda- og eignasvið áætlanir um aukin þrif á strætum borgarinnar til að minnka þá mengun sem ríkir á lognkyrrum vetrardögum?
Frestað.

Fundi slitið kl. 16.15

Óskar Bergsson
Sigrún Magnúsdóttir Jórunn Frímannsdóttir
Kristján Guðmundsson Ásgeir Runólfsson
Sigrún Elsa Smáradóttir. Sóley Tómasdóttir