Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 106

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2015, miðvikudaginn 13. maí kl. 9:08, var haldinn 106. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir. 

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu Mál nr. SN140462

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Samtök sveitarfél höfuðborgarsv, Hamraborg 9, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. apríl 2015 vegna samþykktar borgarráðs 16. apríl 2015 um að vísa erindi samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu dags. 14. apríl 2015 til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Óskað er eftir að umsögn berist innan þriggja vikna. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015 samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Evu Indriðadóttur, fulltrúa bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarsson. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir, og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Vísað til borgarráð.

Eva Indriðadóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:15

Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:17 

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðal- og svæðisskipulags Reykjavíkur og Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Höfuðborgarsvæðið, þróunaráætlun 2015-2018, afgreiðsla fyrri hluta Mál nr. SN150233

Samtök sveitarfél höfuðborgarsv, Hamraborg 9, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 21. apríl 2015 þar sem óskað er eftir afgreiðslu Reykjavíkurborgar á tillögu að þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018, fyrri hluti. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015 samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Evu Indriðadóttur, fulltrúa bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur, fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins. 

Vísað til borgarráð.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðal- og svæðisskipulags Reykjavíkur og Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Seltjarnarnes, aðalskipulag 2015-2033 (01.51) Mál nr. SN150249

Seltjarnarnesbær, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes

Lagt fram erindi skipulags- og byggingarfulltrúa Seltjarnarness dags. 5. maí 2015 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015 til 2033 á vinnslustigi. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015 samþykkt. 

Vísað til borgarráð.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðal- og svæðisskipulags Reykjavíkur tekur sæti á fundinum. 

4. Sumargötur 2015, kynning á framkvæmd lokunar Mál nr. US150116

Kynnt framkvæmd lokunar á Laugavegi og dagskrá í tilefni þess. 

Kynnt. 

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(E) Umhverfis- og samgöngumál

5. Umhverfis- og skipulagssvið, grassláttur og staða hreinsunar á borgarlandinu 2015 Mál nr. US150111

Kynnt áætlun um grasslátt sumarið 2015 og staða hreinsunar á borgarlandinu. 

Kynnt. 

Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri  og Björn  Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

6. Aðgerðaráætlun í úrgangmálum í Reykjavík til 2020., kynning Mál nr. US150068

Lögð fram Aðgerðaáætlun í úrgangsmálum í Reykjavík 2015-2020. 

Kynnt. 

Vísað til umsagnar Sorpu bs.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir víkur af fundi kl. 10:44. 

Eygerður Margrétardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7. Grenndarstöðvar, glersöfnun Mál nr. US150114

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. maí 2015 að glersöfnun á grenndarstöðvum í áföngum til 2020. 

Samþykkt. 

Eygerður Margrétardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.} 

(A) Skipulagsmál

8. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 8. maí 2015. 

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 11:17

9. Heiðmörk, Vatnsendakrikar, Strípsvegur, lóðir fyrir lokahús Mál nr. SN150228

Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21. apríl 2015 varðandi stofnun tveggja lóða fyrir lokahús að Strípsvegi, Vatnsendakrikum, samkvæmt uppdr. Magnúsar Skúlasonar og Gunnlaugs B. Jónssonar dags. 12.apríl 2015.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. 

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

10. Kjalarnes, Esjumelar, lýsing Mál nr. SN150253

Lögð er fram lýsing dagsett 5. maí 2015 vegna deiliskipulags fyrir Esjumela á Kjalarnesi. Um er að ræða 50 hektara stækkun til austurs á núverandi athafnasvæði Esjumela við Vesturlandsveg, þar sem gert verður ráð fyrir fjölbreyttu framboði athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar:Skipulagsstofnunar,Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðarinnar, Veðurstofu Íslands,  Orkuveitu Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hverfisráðs Kjalarnes og Mosfellsbæjar. 

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

11. Úlfarsárdalur, breyting á deiliskipulagi (02.6) Mál nr. SN150212

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi útivistasvæðis í Úlfarsárdal. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulags, fyrirkomulagi bygginga, lóða og bílastæða, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti ásamt skýringarupprætti  Landmótunar sf. dags. 8. apríl 2015. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

12. Úlfarsárdalur, hverfi 4, breyting á afmörkum deiliskipulags (02.6) Mál nr. SN150263

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á afmörkun deiliskipulags Úlfarsárdals fyrir hverfi 4. Í breytingunni felst að lóðir nr. 118-120 og 122-124 ásamt 124A við Úlfarsárbraut, sem eru innan marka deiliskipulags hverfis 4 koma til með að tilheyra deiliskipulagi útivistasvæðisins í Úlfarsárdal. Samtímis er samliggjandi mörkum deiliskipulags útivistasvæðisins breytt þannig að áðurnefndar lóðir falla undir það deiliskipulag, samkvæmt uppdr. Björn Ólafs ark. og VA arkitekta ehf. dags. 7. maí 2015.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

13. Veghúsastígur 9A, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.152.4) Mál nr. SN150134

Ark Studio ehf., Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn RR Hótels ehf. dags. 11. mars 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 9A við Veghúsastíg. Í breytingunni felst að breyta notkun úr geymsluhúsnæði í íbúðar og/eða atvinnuhúsnæði, samkvæmt tillögu Ark studio ehf. dags. 11. mars 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. mars til og með 23. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Andri Guðmundsson dags. 27. mars 2015 og Þorsteinn Steingrímsson dags. 8. apríl 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2015.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2015.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 826 frá 12. maí 2015. 

(D) Ýmis mál

15. Reykjavíkurflugvöllur, Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál Mál nr. US150118

Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. maí 2015 vegna frumvarps til laga um skipulags- og mannvirkjamál.  

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

16. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003) Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í apríl 2015.

17. Beykihlíð 8, bréf (01.780) Mál nr. SN150232

Birgir Viðar Halldórsson, Beykihlíð 8, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf Birgis Viðars Halldórssonar dags. 27. apríl 2015 vegna neikvæðrar afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 3. mars 2015 um hvort leyfi fengist til að útbúa tvær íbúðir í einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Beykihlíð.

Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skipulagsfulltrúa. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

18. Hávaðasamar framkvæmdir í jarðvinnu byggingarframkvæmda, drög að reglum/skilyrðum Mál nr. US150089

Lögð fram drög að reglum/skilyrðum fyrir hávaðasamar framkvæmdir í jarðvinnu byggingarframkvæmda.

Frestað. 

19. Einarsnes, tillaga Sjálfstæðisflokksins varðandi framkvæmdir við Einarsnes Mál nr. US150104

Lagður fram tölvupóstur Harðar H. Guðbjörnssonar f.h. Hverfisráðs Vesturbæjar vegna samþykktar Hverfisráðs Vesturbæjar frá 9. apríl 2015 á svohljóðandi tillögu Sjálfstæðisflokksins "Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að kannað verði hvort möguleiki sé á því að setja hitalögn í gangstétt og hjólastíg sem verið er að leggja við Einarsnes. Óskað er eftir því að erindið verði sent til Umhverfis- og skipulagsráðs sem fyrst þar sem framkvæmdir eru í þann mund að hefjast að nýju. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 11. maí 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 11 maí 2015 samþykkt.

20. Betri Reykjavík, það á ekki að kosta í bílastæði fyrir utan spítalann (USK2015030068) Mál nr. US150098

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum ýmislegt "það á ekki að kosta í bílastæði fyrir utan spítalann" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 26. mars 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 8. maí 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 8. maí 2015 samþykkt.

21. Betri Reykjavík, endurskoða gatnamót Höfðabakka og Vesturhóla (USK2015030066) Mál nr. US150100

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum samgöngur "endurskoða gatnamót Höfðabakka og Vesturhóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 26. mars 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 7. maí 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 7. maí 2015 samþykkt.

22. Sóltún 1, kæra 30/2015, umsögn (01.230.2) Mál nr. SN150250

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. maí 2015 ásamt kæru dags. 29. apríl 2015 þar sem kært er byggingarleyfi vegna fækkunar á bílastæðum á sameiginlegri lóð og vegna akstursleiðar inn og úr bílageymslu fyrir fjölbýlishúsið að Sóltúni 1-3. Í kærunni er gerð Krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. maí 2015.

23. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Beiðni um upplýsingar um loftgæði og samanburð við aðrar borgir. Mál nr. US150121

Lögð fram beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur um upplýsingar um loftgæði og samanburð við aðrar borgir.

„Mikilvægt er að leita leiða til þess að minnka svifryk í borginni. Margvíslegar aðgerðir annarra borga til að halda niðri loftmengun geta átt við hér og skilað árangri. Óskað er eftir upplýsingum um loftmengun annarra borga á norðlægum slóðum og samanburður gerður á loftmengun í Reykjavík. Hvernig hafa þær borgir, sem upplýsingar verða fengnar frá, brugðist við loftmengun og hvaða árangri hefur það skilað? Eru aðferðir við mælingar á loftgæðum í Reykjavík sambærilegar við mælingar annarra borga? Skoðað verði hvort orsök og samsetning mengunar annarra borga sé sambærileg við orsök og samsetningu mengunar í Reykjavík? Hver er þáttur samgangna í menguninni? Hvaða áhrif hafa opin svæði nærri byggð og opnir grunnar? Litið verði m.a. til þess hvernig hreinsun gatna er háttað og hvaða aðferðir eru notaðar við það verkefni.“ 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:50

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Gísli Garðarsson

Eva Indriðadóttir Júlíus Vífill Ingvarsson 

Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 12. maí kl. 10:26 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 826. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Erna Hrönn Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN049319

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breytingum á erindi BN048229 dags. 26.9. 2014, sem felast í lagfæringu á skráningartöflu, tilfærslum á rýmum og innveggjum á 7. hæð í hóteli á lóð nr. 6 við Aðalstræti.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Aðalstræti 9 (01.140.414) 100855 Mál nr. BN049328

Birgir Jónsson, Hraunteigur 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir rennihurð á suðurhlið og rými fyrir útiveitingar fyrir framan hús á lóð nr. 9 við Aðalstræti.

Meðfylgjandi er yfirlýsing fyrir hönd meðlóðarhafa dags. 8.4. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Ármúli 9 (01.263.001) 103518 Mál nr. BN049332

Reitir Hótel Ísland ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi, BN047780, þannig að breytt er fyrirkomulagi skurðstofa, lyftuhús verður stækkað og komið fyrir lyfturými ofan á þaki, komið fyrir súrefnisgeymslu undir stigapalli á norðurhlið og sorpi komið fyrir við lóðarmörk að Suðurlandsbraut 12 á lóð nr. 9 við Ármúla .

Brunahönnunarskýrsla  dags. í júní 2014 fylgir erindi.

Stækkun: 32,5 ferm., 91,6 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

4. Baldursgata 20 (01.186.205) 102234 Mál nr. BN049160

Royal Beauty ehf., Langirimi 21-23, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi og samþykkis á þegar gerðri íbúð nr. 0109 í húsi á lóð nr. 20 við Baldursgötu.

Gjald kr. 9.823

Synjað.

Uppfyllir ekki skilyrði byggingarreglugerðar sbr. kafla 6.7 um íbúðir.

5. Bárugata 34 (01.135.213) 100462 Mál nr. BN049196

Sif Sumarliðadóttir, Bárugata 34, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr stáli timburklætt gólf, handrið verður stálgrind með lóðréttum pílórum á austurgafl 3. hæðar hússins á lóð nr. 34 við Bárugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2015 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.

Samþykki meðeigenda  dags. 1. apríl 2015 og  jákvæð fyrirspurn BN047536 fylgir erindinu. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

6. Bergþórugata 14A (01.192.017) 102523 Mál nr. BN049143

Oddur Guðjón Pétursson, Reykjahlíð 12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja þak og hækka það um  50 cm, breyta innra skipulagi ósamþykktrar íbúðar, bæta við þremur kvistum og svölum, sbr. fyrirspurn dags. 16. september 2015, á fjölbýlishúsi á lóð nr. 14A við Bergþórugötu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.

Stærðir: fyrir 187,4 ferm. + stækkun 92 ferm. = 279,4 ferm. eftir stækkun.

727 rúmm. + stækkun 55,1 rúmm. = 782,1 rúmm. eftir stækkun.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

7. Bolholt 6-8 (01.251.203) 103441 Mál nr. BN049128

Hult ehf, Pósthólf 1399, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili á 3. og 5. hæð í Bolholti 6 og á 4. hæð í Bolholti 8 í húsi á lóð nr. 6-8 við Bolholt.

Meðfylgjandi er samkomulag milli eigenda rýmis 0401 í Bolholti 8 og rýmis 0202 í Skipholti 37 dags. 23. mars 2015 um sameiginlega flóttaleið.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Borgartún 18 (01.217.799) 102796 Mál nr. BN049286

Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum, sbr. erindi BN046872, sem felast í að innveggjum hefur verið breytt, fundarherbergi fært til, settur hefur verið upp kaffikrókur ásamt nýrri uppröðun vinnustöðva sem fjölgar um 6 á 2. hæð í Aríon banka á lóð nr. 18 við Borgartún.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN049347

Höfðahótel ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir breytingum sem orðið hafa á byggingartíma hótels, S2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Brautarholt 16 (01.242.205) 103034 Mál nr. BN048826

Kistufell sf, Brautarholti 16, 105 Reykjavík

Sverrir Þór Einarsson, Höfn, 301 Akranes

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í rýmum 0201,0202 og 0203 í húsinu á lóð nr. 16 við Brautarholt.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

11. Bústaðavegur 7 (01.737.501) 107409 Mál nr. BN049376

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi tímabundið til 5-8 ára vegna norræns rannsóknarverkefnis, fyrir tæknibúnað sem er kæliraftur og díselrafstöð innan skjól- og hljóðvarnargirðingar utanhúss, búnaðurinn verður tengdur lögnum inn í tæknirými húss Veðurstofu Íslands á lóð nr. 7 við Bústaðaveg.

Meðfylgjandi  er bréf arkitekts dags. 5. maí 2015, eldvarnaskýrsla Eflu dags. 17. mars 2015 og hljóðvistarskýrsla Eflu dags. 25. mars 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.

Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir tæknibúnaðnum ef hann á að standa lengur en eitt ár.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Drafnarstígur 7 (01.134.213) 100339 Mál nr. BN049190

Óskar Björgvinsson, Drafnarstígur 7, 101 Reykjavík

Hafsteinn Björgvinsson, Drafnarstígur 5a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta í tvo sérnotafleti lóð nr. 7 við Drafnarstíg.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

13. Eddufell 2-8 (04.683.009) 112308 Mál nr. BN048916

Rok ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047326, íbúðum fjölgar úr 19 í 24, hætt er við bílgeymslu, stigahús er fært og hönnun breytt á lóð nr. 2-8 við Eddufell.

Stækkun frá áður samþykktu erindi:  23,2 ferm., 58,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Fischersund 3 (01.136.540) 100629 Mál nr. BN049361

Fischersund 3 ehf., Fischersundi 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja blómaskála/viðbyggingu og stækka hann frá áður samþykktum teikningum um 60 cm á hvora hlið og setja þar inn baðherbergi, sbr. BN044728, eldhús á 1. hæð er flutt til og bætt við herbergi með baði, á jarðhæð verður eldhús fjarlægt , svefnherbergin tvö stækkuð og gert nýtt baðherbergi í einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Fischersund.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Fiskislóð 10 (01.115.230) 188006 Mál nr. BN049288

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN48522 þannig að snyrting hreyfihamlaða er breytt og rými sem var B-rými verður A rými og verður tekið í notkun við snyrtinguna á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 10 við Fiskislóð.

Stækkun XX ferm.,XX rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Fornhagi 1 (01.546.102) 106502 Mál nr. BN049330

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byrgja þakglugga suður og norðurálmu Hagaskóla á lóð nr. 1 við Fornhaga.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Fossagata 6 (01.636.709) 106735 Mál nr. BN049336

Hrefna Rósa Jóhannsd. Sætran, Fossagata 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja og portbyggja þak og byggja nýtt bíslag við einbýlishús á lóð nr. 6 við Fossagötu.

Stærðir og stækkun. Fyrir ferm., rúmm. + stækkun = eftir. xx D8 og D11

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Frakkastígur 26A (01.182.317) 215204 Mál nr. BN048943

Hrefna Björk Sverrisdóttir, Frakkastígur 26a, 101 Reykjavík

Taste ehf., Frakkastíg 26a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kvisti, stækka bíslag til norðurs, stækka glugga, einangra og klæða að utan með borðaklæðningu, breyta innra skipulagi og innrétta veitingahús í flokki II fyrir 48 gesti í húsi á lóð nr. 26A við Frakkastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands  dags. 25. febrúar 2015.

Stækkun:  3,5 ferm., 21,8 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

19. Friggjarbrunnur 18 (05.053.502) 205910 Mál nr. BN049287

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka gólfkóta 1. 2. og 3. hæðar um 175 mm., breyta byggingarlýsingu fyrir stigahús og breyta innra skipulagi efstu hæðar, sjá erindi BN048703, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 18 við Friggjarbrunn.

Stækkun:  1,2 ferm., 84,6 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Friggjarbrunnur 51 (02.693.101) 205822 Mál nr. BN049156

Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra hæða fjölbýlishús með 10 íbúðum og bílgeymslu fyrir 10 bíla í kjallara á lóð nr. 51 við Friggjarbrunn.

Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 23. mars 2015.

Stærð A-rýma:  Kjallari 95,7 ferm., 1. hæð 256,7 ferm., 2. og 3. hæð 259,5 ferm., 4. hæð 188,3 ferm.

A-rými samtals:  1.059,7 ferm., 3.312,4 rúmm.

B-rými samtals:  449,5 ferm., 995,4 rúmm.

C-rými samtals:  115,2 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Geirsgata 9 (01.117.309) 100088 Mál nr. BN049228

Elding veitingar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Kaldidalur ehf., Stangarhyl 5, 110 Reykjavík

Sótt  er um leyfi til að stækka veitingastað í flokki II og að breyta í flokk III og að bæta rými 0102 sem áður var verslun við og innrétta þar bar og koma fyrir útipalli fyrir útiveitingar og betrumbæta ræstingu í kjallara í húsinu á lóð nr. 9 við Geirsgötu.  

Bréf frá hönnuði dags. 30. apríl 2015 og hljóðvistaskýrsla  dags. 30 apríl 2015 fylgir. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og til umsagnar skrifstofu reksturs og umhirðu.

22. Grandagarður 8 (01.115.101) 100046 Mál nr. BN049240

Elvar Ingimarsson, Álfkonuhvarf 2, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á austurhlið, bæta við starfsmannainngangi á suðurhlið og innrétta veitingahús fyrir 280 gesti og brugghús í skrifstofuhúsi á lóð nr. 8 við Grandagarð.

Erindi fylgir jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa vegna fsp. um sams konar erindi dags. 30. janúar 2015 og greinargerð um brunavarnir dags. 13. apríl 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Grandavegur 42 (01.520.401) 216910 Mál nr. BN049298

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN046483, m.a. breyttri staðsetningu glugga og hurða í mhl. 05, breytingum á staðsetningu og lögun súlna, K1 og K2 í mhl. 06, síkkun hurða í mhl. 04, 05 og 06, samræming á þykkt einangrunar og útveggja í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42 við Grandaveg.

Meðfylgjandi er brunahönnun dags. júlí 2014.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Grensásvegur 13 (01.465.001) 105680 Mál nr. BN049368

Útlitslækning ehf, Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta eignarhluta 0301 úr skrifstofum í lækna- og tannlæknastofur í húsinu á lóð nr. 13 við Grensásveg. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Grettisgata 41 (01.173.124) 101541 Mál nr. BN049327

Gunnar Sigvaldi Hilmarsson, Grettisgata 41, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka hús um 150cm og byggja staðsteypta tveggja hæða viðbyggingu á bakhlið einbýlishúss á lóð nr. 41 við Grettisgötu.

Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 28. apríl 2015.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Háskólalóð (01.552.-99) 106507 Mál nr. BN049242

Háskólabíó, Hagatorgi, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum í forsal á 1. hæð og í matstofu nemenda í kjallara Háskólabíós, mhl. 10, á lóð nr. 3 við Hagatorg.

Meðfylgjandi er brunahönnun dags. 14. apríl 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

27. Hestháls 14 (04.321.801) 111032 Mál nr. BN049380

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir eldvarnarmerkingu á hurð inn í slípun/varahlutir/geymsla úr verkstæðisrými, sbr. erindi BN047213, í Strætóbyggingu á lóð nr. 14 við Hestháls.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Hrannarstígur 3 (01.137.305) 100665 Mál nr. BN049215

Valtýr Sævarsson, Hjallabraut 76, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að færa inngang bílskúrs inn í geymslu á bílskúr og koma fyrir palli sem er við gafl bílageymslu á lóð nr. 3 við Hrannarstíg. 

Samþykki meðeigenda dags. 1. des. 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Hraunberg 4 (04.674.002) 112202 Mál nr. BN049382

Bendi ehf, Bakkabraut 5e, 200 Kópavogur

Bent Frisbæk, Bakkabraut 5e, 200 Kópavogur

Sótt er um samþykki á endurnýjuðum innréttingum vegna enduropnunar apóteks á 1. hæð í húsi á lóð nr. 4 við Hraunberg.

Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 6.5. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Hverfisgata 26 (01.171.101) 101367 Mál nr. BN048855

Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á 2. og 3. hæð, opna yfir lóðamörk yfir í stigahús í húsi nr. 28 og innrétta 8 hótelherbergi á 2. og 3. hæð, sem verða hluti hótels á Hljómalindarreit, í húsi á lóð nr. 26 við Hverfisgötu.

Stækkun:  9,8 ferm., 34,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Þinglýsa þarf kvöð um tímabundna opnun áður en byggingarleyfi er gefið út, í samræmi við erindi.

31. Hverfisgata 28 (01.171.116) 186663 Mál nr. BN049180

Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 2. og 3. hæð, sjá erindi BN046189, fækka gistiherbergjum um tvö og til að opna tímabundið yfir lóðamörk að Hverfisgötu 26 í hóteli á Hljómalindarreit á lóð nr. 28 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Þinglýsa þarf kvöð um tímabundna opnun áður en byggingarleyfi er gefið út, í samræmi við erindi.

32. Hörðaland  2-24 (01.860.002) 108789 Mál nr. BN049342

Hörðaland 14-18, húsfélag, Hörðalandi 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða austurgafl með sléttri álklæðningu á undirkerfi úr áli einangrað með 50 mm hraðpressaðri steinullar á fjölbýlishúsinu nr. 14 -18 á lóð nr. 2-24 

Afrit af fundargerð af fundi húsfélagsins dags.24 apríl 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 29. apríl 2015 fylgir. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Klettháls 13 (04.346.701) 188543 Mál nr. BN049333

Fönn - Þvottaþjónustan ehf, Skeifunni 11, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktri breytingu, BN048186, sem felst í að stækka núverandi millipall, 0104, í norð-vestur enda byggingarinnar á lóð nr. 13 við Klettháls.

Meðfylgjandi er breytt brunahönnun frá Mannviti.

Stækkun: 63,2 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Kringlan  4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN049292

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka einingu S-339, Te og kaffi, yfir í einingu S-361, Diminos, nýja einingin fær rýmisnúmer S-361 og eru veitingastaðirnir í flokki 1, tegund C fyrir 47 gesti í sæti.

Meðfylgjandi er eldvarnaúttekt Verkís dags. 21.4. 2015.

Gjald kr. 9.723

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Kringlan 7 (01.723.101) 107298 Mál nr. BN049324

Viðskiptaráð Íslands, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Miracle ehf, Síðumúla 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 7. hæðar, koma fyrir matsal með eldunaraðstöðu og breyta fyrirkomulagi snyrtinga í skrifstofuhúsi á lóð  nr. 7 við Kringluna.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Lambhagavegur 29 (02.680.701) 208854 Mál nr. BN049360

111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045705 í mhl. 02, að koma fyrir nýjum útitröppum á norðurhlið, breyta útliti þakglugga, koma fyrir hurð á norðurhlið, koma fyrir milligólfi í kjallara, breyta rýmisnúmerum og breyta B- rými -109 í A rými  í húsi á lóð nr. 29 við Lambhagaveg.

Stækkun v/millapalls og B-rými sem verður A rými er : XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Langholtsvegur 43 (01.357.003) 104392 Mál nr. BN049244

Ljósið, sjálfseignarstofnun, Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík

Jón Ólafur Ólafsson, Klettaberg 50, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja lyftu- og stigahús sunnan við hús sem tengist öllum hæðum, einnig er sótt um leyfi til að byggja þakhæð ofan á flatt þak og tengja hana núverandi rishæð, ýmsar breytingar innanhúss eru samfara þessum breytingum í endurhæfingarstöð krabbameinsgreindra á lóð nr. 43 við Langholtsveg.

Stærðir stækkun: 119,4 ferm., 387,8 rúmm.

Stærðir eftir stækkun: 626 ferm., 1.857,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Langirimi 21-23 (02.546.803) 175689 Mál nr. BN049329

Jón I. Garðarsson ehf, Langirimi 21-23, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breytingum á erindi BN048435 dags. febrúar 2015, sem felast í að fjórum einstaklingsherbergjum er breytt í tvö tveggja manna herbergi, eldhús er fært og bætt við einu tveggja manna herbergi, skrifstofu við inngang breytt í gistiherbergi, vs fatlaðra fært innar á ganginn í gistiheimili á hæð nr. 2 í húsi á lóð nr. 21-23 við Langarima.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39. Langirimi 21-23 (02.546.803) 175689 Mál nr. BN048734

Rekstrarfélag Tíu-ellefu ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi v/lokaúttektar, þannig að inngangi við lyftuhús er lokað og annar opnaður á útvegg út á torg og innréttingu breytt til samræmis við það, sbr. erindi BN043734, í 10-11 verslun með rýmisnúmer 0106 í verslunarhúsi í Langarima 23 á lóð nr. 21-23 við Langarima.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 20. desember 2014.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Laufásvegur 27 (01.183.505) 101982 Mál nr. BN049334

Kristján Pétur Guðnason, Rafstöðvarvegur 23, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka stigahús, byggja sólskála með svölum á þaki við suðurgafl, hækka forstofubyggingu á norðurgafli og breyta innra skipulagi í tvíbýlishús á lóð nr. 27 við Laufásveg.

Stækkun:  29,8 ferm., 85 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

41. Laufásvegur 59 (01.197.013) 102701 Mál nr. BN048899

Grétar Hannesson, Mánagata 21, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa eldri viðbyggingar til norðurs og vesturs, lækka gólf í kjallara, byggja anddyri til vesturs, bogadregna viðbyggingu úr stofu til suðurs og borðstofu til austurs, breyta innra skipulagi og gera svalir ofan á öllum viðbyggingum á einbýlishúsi á lóð nr. 59 við Laufásveg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. mars 2015.

Erindi var grenndarkynnt frá 5. mars til og með 2. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: húsfélagið Bergstaðastræti 64 dags. 31. mars 2015, Elísabet Kristjana Grétarsdóttir og Jakob Þór Grétarsson dags. 31. mars 2015, Sæunn Margrét Sæmundsdóttir dags. 31. mars 2015 og Grétar Þór Kristinsson dags. 31. mars 2015.  Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða dags. 28. apríl 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags.  3. maí 2015.

Rif eldri viðbygginga:  4,5 ferm., 11 rúmm.

Nýjar viðbyggingar:  95,7 ferm., 258,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Laugateigur 36 (01.365.107) 104674 Mál nr. BN049375

Arnór Gíslason, Laugateigur 36, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja svalir framan við kvist á suðurhlið og lyfta þaki sitt hvorum megin við hann ásamt breytingum á innra fyrirkomulagi í íbúðarhúsi á lóð nr. 36 við Laugateig.

Meðfylgjandi er samþykki meðlóðarhafa.

Stækkun: 5,9 rúmm., eftir stækkun 817,4 rúmm.

Flatarmál stækkar ekki, er 284,7 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

43. Laugavegur  89-91 (01.174.119) 101597 Mál nr. BN049370

Brekkuhús ehf, Laugavegi 91, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttri brunahólfun milli stigahúss og verslana í húsi á lóð nr. 91 við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Laugavegur 118 (01.240.103) 102980 Mál nr. BN049263

Mai Thai ehf, Laugavegi 116, 105 Reykjavík

Matthías Guðmundsson ehf., Vesturhólum 9, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta hluta verslunar fyrir skyndibitastað, tegund xx og í flokki xx fyrir 19 gesti á 1. hæð í húsi á lóð nr. 116 við Laugaveg.

Meðfylgjandi er yfirlýsing eiganda ódagsett.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Laugavegur 15 (01.171.112) 101378 Mál nr. BN048741

Menningar/framfarasj Ludv Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa skúrbyggingar og byggja steinsteypta viðbyggingu á bakhlið, kjallara og tvær hæðir  með garði á þaki, koma fyrir lyftu og innrétta sem stækkun á verslunum og gistiheimili  sem fyrir eru og fer gestafjöldi gistiheimilis í 39 gesti í húsinu á lóð nr. 15 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. mars 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015 fylgir erindinu.

Niðurrif skúra á baklóð:  96,1 ferm., 281,4 rúmm.

Stækkun:  386,1 ferm., 1.322,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Laugavegur 170-174 (01.250.201) 103431 Mál nr. BN049254

Sara Pod hostel ehf., Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

Mænir Reykjavík ehf., Laugavegi 170-172, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta núverandi skrifstofum á 3. hæð austurenda í gististað og innrétta þar gistiskála í húsi á lóð nr. 172 við Laugaveg.

Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla dags. 15.4. 2015.

Gjald kr 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

47. Laugavegur 34B (01.172.217) 101472 Mál nr. BN049378

Lantan ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lækka gólf í kjallara, innrétta geymslu og opna tímabundið yfir lóðamörk yfir á 1. hæð í hóteli á nr. 34A í húsi á lóð nr. 34B við Laugaveg.

Stækkun:  44,9 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Laugavegur 58 (01.173.113) 101530 Mál nr. BN049018

Vilhjálmur Sanne Guðmundsson, Laugavegur 51, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í fl. II, teg. gistiskáli fyrir 24 gesti í mhl 01 rými 0201 í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 58 við Laugaveg.

Erindi fylgja jákvæð fyrirspurn BN048757 dags. 10. febrúar 2015,  umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. mars 2015 og bréf frá hönnuði um undanþágur dags. 9. apríl 2015. Bréf frá hönnuði dags. 6. maí 2015 fylgir. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Laugavegur 70 (01.174.204) 101607 Mál nr. BN049355

Fring ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna aðstöðusköpunar, niðurrifs á hluta fyrirliggjandi húss til endurbyggingar, jarðvinnu og uppsteypu á undirstöðum viðbyggingar að Laugavegi 70, sbr. BN048974 sem samþykkt var 28.04 2015. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

50. Lindargata 12 (01.151.502) 101007 Mál nr. BN049135

Lindargata 12,húsfélag, Lindargötu 12, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum innanhúss í húsi á lóð nr. 12 við Lindargötu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51. Miðtún 56 (01.235.005) 102933 Mál nr. BN049251

Björg Jónsdóttir, Hlunnavogur 7, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á áður samþykktu erindi BN048618 þannig að opnað er upp í loftrými og stigaop stækkað til að hægt sé að vera með löglegan stiga í húsinu á lóð nr. 56 við Miðtún.

Bréf frá hönnuði dags. 15. apríl 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

52. Mýrargata 12 (01.116.403) 222482 Mál nr. BN049374

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar breyttu fyrir komulagi í kjallara og á 1. hæð, sbr. erindi BN047562 í hóteli á lóð nr. 12 við Mýrargötu.

Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna breytingar á A4 blaði.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN049346

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir leiðréttri skráningu svala, sjá erindi BN049134, í fjölbýlishúsinu Tangabryggja 17-19 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

54. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN049297

Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hálfniðurgrafna, sambyggða hjóla- og sorpgeymslu, breyta akstursrampi, byggja skyggni yfir sorpgáma og gasgeymslu, norðanmegin við hús á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.

Meðfylgjandi er yfirlýsing eiganda dags. 24.4. 2015 og samþykki eigenda dags. 26.1. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

55. Njörvasund 31 (01.415.104) 105155 Mál nr. BN049321

Berglind Ósk Þorsteinsdóttir, Njörvasund 31, 104 Reykjavík

Ágúst Örn Einarsson, Njörvasund 31, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta um glugga með óverulegum útlitsbreytingum á 1. hæð í tvíbýlishúsi á lóð nr. 31 við Njörvasund.

Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda dags. 28. apríl 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN049386

Hótel Borg ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta samþykktu erindi BN046537 þannig að koma fyrir gasgeymslu í mhl. 01 rými 0104 í húsi Hótels Borgar á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

57. Rauðarárst 31-Þverh18 (01.244.001) 103175 Mál nr. BN049335

DRA ehf., Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík

Guðjón Ingi Árnason, Rauðarárstígur 31, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum í húsi á lóð nr. 31 við Rauðarárstíg.

Gjald kr 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

58. Rauðarárstígur 1 (01.222.101) 102837 Mál nr. BN049236

Hostel LV 105 hf., Laugavegi 105, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breyta verslunarrými 0101 og 0102 í gistiheimili í flokki II tegund B fyrir 8 gesti í húsinu á lóð nr. 1 við Rauðarárstíg. Móttaka og þjónusta við gesti verður á Laugavegi 105.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. maí 2015 fylgir erindinu.Gjald kr. 9.823

Synjað.

Samræmist ekki aðalskipulagi samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2015.

59. Skaftahlíð 13 (01.273.014) 103623 Mál nr. BN049359

Ingi Örn Weisshappel, Skaftahlíð 13, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN043570 , þar sem samþykkt var að  stækka íbúð 0001 í kjallara og minnka þess í stað sameignarrými , inntök vatn og rafmang verður fært í sameiginlegt rými undir tröppum, anddyri í kjallara og þvottahús verður sameign 0001 pg 0201, geymsla íbúðar 0201 verður í risi íbúðarhúss á lóð nr. 13 við Skaftahlíð .

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

60. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN049265

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að steypa bráðabirgðastyrkingu við hlaðinn millivegg milli matshluta 03 og 04 af öryggisástæðum vegna bruna í húsi á lóð nr. 11D við Skeifuna.

Meðfylgjandi er bréf verkfræðings dags. 16. apríl 2015, samkomulag eigenda dags. 9. apríl 2015, annað bréf frá verkfræðingi dags. 26. september 2014.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

61. Skipholt 19 (01.242.213) 103039 Mál nr. BN049056

Heimilisbraut ehf., Skipholti 19, 105 Reykjavík

Alþjóðleg kirkja Guðs og Embætt, Skeifunni 3B, 108 Reykjavík

Leslie Andres Bocanegra Delgado, Bakkabraut 5e, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta samkomusal, rými 0001 sbr. fyrirspurn BN048959 dags. 2.3. 2015, í kjallara húss á lóð nr. 19 við Skipholt.

Meðfylgjandi er bréf eiganda 0001 og bréf arkitekts dags. 25.3. 2015.

Gjald kr . 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

62. Skógarsel 41-43 (04.931.201) 195570 Mál nr. BN049384

Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breytingum sem gerðar hafa verið í kjölfar úttektar og vegna skráningar svo hægt sé að klára fyrir lokaúttekt fjölbýlishúsið á lóð nr. 41-43 við Skógarsel.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

63. Skógarvegur 12-14 (01.794.101) 213552 Mál nr. BN049281

Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048405, að stækka svalir og breyta gluggasetningu á göflum fjölbýlishúss á lóð nr. 12-14 við Skógarveg.

Samtals A-rými:  5.164,5 ferm., 16.012,1 rúmm.

Samtals með B-rýmum:  5.485,9 ferm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

64. Skólavörðustígur 21A (01.182.245) 101897 Mál nr. BN049379

Thailenska eldhúsið ehf., Suðurhrauni 2, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að dýpka kjallara að hluta, stækka svalir á 2. og 3. hæð og gera nýjar svalir í þaki og innrétta veitingahús í flokki II fyrir 90 gesti á 1. og 2. hæð og gistiheimili í flokki II teg. íbúðir fyrir 38 gesti á 2. 3. og 4. hæð í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.

Stækkun:  xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

65. Skólavörðustígur 8 (01.171.206) 101387 Mál nr. BN049314

OAK ehf., Árakri 33, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í rýmum 0206 og 0207 fyrir skyndibitastað í flokki 1 og tegund veisluþjónusta og veitingaverslun fyrir 21 gest á 2. hæð í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

66. Sléttuvegur  5-9 (01.790.201) 107574 Mál nr. BN049364

Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sorpskýli úr timbri, klætt með harðplasti og bárumálmi, við hús nr. 7 á lóð nr. 5-9 við Sléttuveg.

Stærðir: 18 ferm., 74,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

67. Sléttuvegur  5-9 (01.790.201) 107574 Mál nr. BN049365

Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sorpskýli úr timbri, klætt með harðplasti og bárumálmi, við hús nr. 9 á lóð nr. 5-9 við Sléttuveg.

Stærðir: 18 ferm., 74,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

68. Snorrabraut 61 (01.247.008) 103332 Mál nr. BN048923

Guðbjörg Kristín Jónsdóttir, Eskihlíð 20a, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sbr. erindi BN039624 samþ. 10 mars 2009, sem felast fyrst og fremst í eldvarnarmálum vegna lokaúttektar á gistiheimili í húsi á lóð nr. 61 við Snorrabraut.

Meðfylgjandi er bréf eldvarnahönnuðar dags. 19. febrúar 2015 og brunahönnunarskýrsla dags. 23. mars 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

69. Sólvallagata 20 (01.160.213) 101161 Mál nr. BN049233

Arcturus hf., Bakkahjalla 8, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að fjölga salernum, handlaugum og sturtum í kjallara í einbýlishúsi á lóð nr. 20 við Sólvallagötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

70. Spöngin 29-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN049377

Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta hluta af verslun Hagkaupa, mállínu F-G, sem vínbúð ÁTVR og til að koma fyrir gasgeymslu í stálskáp norðan megin útveggjar, aftan við kjúklingaafgreiðslu, í húsi nr. 29-31 á lóð nr. 25-31 við Spöngina.

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

71. Spöngin 9-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN049371

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttum brunaskilgreiningum í mhl. 03 og 04 í húsi á lóð nr. 17-31 við Spöngina.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

72. Stórhöfði 15 (04.038.801) 110546 Mál nr. BN048971

Vogue ehf., Síðumúla 30, 108 Reykjavík

Götusmiðjan-Street Peace ehf., Stórhöfða 15, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta neyðar gistiskýli, ekki búsetu, fyrir 8-10 útigangsungmenni 18 ára og eldri, sem er lokað yfir daginn, en vakandi vakt er ætíð þegar skjólstæðingar eru í húsinu, má líkja við starfsemi konukots, í húsi á lóð nr. 15 við Stórhöfða.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. arpíl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagfulltrúa dags. 8. apríl 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

73. Stórhöfði 34-40 (04.073.101) 110547 Mál nr. BN049320

Stórhöfði 34 ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kalt opið lagerskýli á lóð nr. 34 - 40 við Stórhöfða.

Stærð B-rými:  560,0 ferm., 3.080 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

74. Tindasel 3 (04.934.103) 112898 Mál nr. BN049367

F fasteignafélag ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta eignahlutanum 0101 í þrjá eignahluta með viðeigandi breytingum á innra skipulagi í húsi á lóð nr. 3 við Tindasel.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

75. Tjarnargata 30 (01.142.001) 100922 Mál nr. BN049110

Nathaniel Berg, Bandaríkin, Sótt er um samþykki á breytingum á erindi BN047710 frá 13.5.2014 sem fjalla um tilfærslur innanhúss sbr. fyrirspurn BN048387 í einbýlishúsi á lóð nr.  30 við Tjarnargötu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

76. Tjarnargata 36 (01.142.206) 100932 Mál nr. BN048685

Leifur Sveinsson, Hringbraut 50, Sótt er um leyfi til að færa til upprunalegs horfs og byggja við til suðurs, og til að innrétta safn um Júlíönu Sveinsdóttur í einbýlishúsi á lóð nr. 36 við Tjarnargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015, einnig bréf arkitekts dags. 15. desember 2015 og annað dags. 27. janúar 2015 og bréf vegna samkomulags á skiptingu dánarbús dags. 5. sept. 2015 og 15. desember 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. febrúar til og með 20. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendi athugasemdir: Páll Baldvin Baldvinsson f.h. húseigenda að Tjarnargötu 38, dags. 17. mars 2015.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 201

Stækkun:  28,2 ferm., 95,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

77. Tryggvagata 13 (01.117.407) 222370 Mál nr. BN049398

T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu fjölbýlishúss með bílakjallara að Tryggvagötu 13, sbr. BN048982 sem samþykkt var 24.04 2015. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

78. Urðarbrunnur 2-8 (05.056.201) 205769 Mál nr. BN049282

Fag Bygg ehf., Askalind 3, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir staðsteyptu raðhúsi á tveimur hæðum með steyptri þakplötu, aðkoma er að neðri hæð og bílgeymslur innbyggðar í raðhúsið á lóð nr. 2, 4, 6 og 8 við Urðarbrunn.

Stærðir íbúða: 

Mhl. 01 189,2 ferm. , 610,4 rúmm.  Bílgeymsla 22,8 ferm. , 63,8 rúmm. B-rými 16,4 ferm.

Mhl. 02 189,4 ferm. , 611,1 rúmm.  Bílgeymsla 22,8 ferm. , 63,8 rúmm. B-rými 16,4 ferm.

Mhl. 03 189,4 ferm. , 611,1 rúmm.  Bílgeymsla 22,8 ferm. , 63,8 rúmm. B-rými 16,4 ferm.

Mhl. 04 189,2 ferm. , 610,4 rúmm.  Bílgeymsla 22,8 ferm. , 63,8 rúmm. B-rými 16,4 ferm.

Samtals :  A rými  848,4 ferm., 2698,2 rúmm.  og B rými 65,6 ferm. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

79. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN049117

Ragnar Ólafsson, Maríubakki 8, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum á vesturgafl rými 0104, mhl. 41 og byggja viðbyggingu úr timbri við austurgafl  rými 0101 hesthússins á lóð nr. Faxaból 4 við Vatnsveituv. Fákur.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. maí 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2015.

Jákvæð fyrirspurn BN047546 fylgir erindinu og samþykki meðlóðahafa ódags.  

Stækkun : 11,5ferm., 71,8 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

80. Vitastígur 11 (01.174.234) 101636 Mál nr. BN049188

Ráðagerði ehf, Lindargötu 33, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II, tegund gistiheimili, einnig er gerð grein fyrir ýmsum áður gerðum breytingum á húsi, s.s. að lækka gólf í kjallara í framhúsi og lækka land og byggja brú yfir gjána milli framhúss og bakhúss, á lóð nr. 11 við Vitastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. maí 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2015.

Jafnframt er erindi BN047497 dregið til baka.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Leggja skal fram umsögn Minjastofnunar Íslands.

81. Vitastígur 18 (01.190.214) 102417 Mál nr. BN049168

Kathleen Chue-Ling Cheong, Ástralía, Kristján Ingi Sveinsson, Ástralía, Sótt er um leyfi til að endurbyggja og stækka úr timbri og klætt með bárujárni á steyptum undirstöðum, einbýlishúsið á lóð nr.  18 við Vitastíg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 30. mars 2015, umsögn burðarvirkishönnuðar, ódags. og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 31. mars 2015.

Stærðir: kjallari 38 ferm., 1. hæð 65,1 ferm., 2. hæð 53,9 ferm., þakhæð 34,4 ferm.

Samtals: 191,4 ferm., 597,8 rúmm.

Stærðir fyrir stækkun: 77,7 ferm., 189 rúmm.

Stækkun:  113,7 ferm., 408,8 rúmm.

Lóð 110,4 ferm., nýtingarhlutfall 1,73.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

82. Víðimelur 63 (01.524.106) 106021 Mál nr. BN048879

V63 ehf., Víðimel 63, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja kvisti, koma fyrir nýjum stiga milli hæða, stækka svalir og breikka inngangströppur og útbúa nýjan inngang fyrir íbúðir 0101 og 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 63 við Víðmel.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2015.

Jákvæðar fyrirspurnir BN048310 dags. 14. október 2014 og BN048437 28. október 2014 fylgja erindinu. Samþykki meðlóðarhafa á A4 teikningum dags. 15.jan. 2015 fylgir erindinu. Samþykki meðlóðarhafa á A4 teikningum dags. 15 jan. 2015 fylgir erindinu.

Stækkun:  97,0 ferm., 276,0 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.  Vísað er til uppdrátta nr. 1001,1002 og 1003 dags. 7. apríl 2015.

83. Þrastargata 1-11 (01.553.110) 106536 Mál nr. BN049026

Hildur Eggertsdóttir, Þrastargata 7b, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, m. a. og leyfi til að byggja kvist stígmegin og sólskála garðmegin á húsið nr. 7B við Þrastargötu. 

Minjastofnun Íslands dags. 24 mars. 2015 fylgir

Stækkun : 6.6 ferm., 28.3 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

84. Þverársel 8 (04.921.104) 112565 Mál nr. BN049309

Sigurður Ingólfsson, Þverársel 8, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum og stækkun, m. a. er gerð grein fyrir notkun á uppfylltum rýmum og innréttingu á þremur litlum íbúðareiningum í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 8 við Þverársel.

Stækkun:  84,20 ferm., 72,7 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fyrirspurnir

85. Ásholt 2-42 (01.242.005) 103030 Mál nr. BN049204

Kristinn Pétursson, Klapparhlíð 7, 270 Mosfellsbær

Spurt er hvort breyta megi atvinnu-/verslunarhúsnæði í stúdíóíbúðir fyrir gistirými til útleigu í skammtíma- eða langtíma útleigu með aðgangi frá Laugavegi í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2-42 við Ásholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. maí 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2015.

Nei.

Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2015.

86. Bogahlíð 12-18 (01.714.001) 107250 Mál nr. BN049352

Geirmundur Júlíusson Hauksson, Bogahlíð 12, 105 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi sorpskýli við innganga fjölbýlishúss á lóð nr. 12, 14, 16 og 18 við Bogahlíð.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

87. Eyjabakki  2-16 (04.630.102) 111844 Mál nr. BN049392

Elsa Ófeigsdóttir, Eyjabakki 6, 109 Reykjavík

Eyjabakki 2-16,húsfélag, Eyjabakka 4, 109 Reykjavík

Spurt er hvort loka megi fyrir bílaumferð lóð fjölbýlishússins nr. 2-16 við Eyjabakka.

Jákvætt.

Með vísa til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

88. Fossaleynir 8 (02.467.201) 178762 Mál nr. BN049276

Áltak ehf, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja viðbygginu við suðurgafl núverandi húss um 685 fermetra á lóð nr. 8 Fossaleynir.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

89. Grensásvegur 16A (01.295.407) 103854 Mál nr. BN049232

Seles ehf., Lóuási 1, 221 Hafnarfjörður

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja tvær hæðir innrétta þar 16  íbúðir í húsinu á lóð nr. 16A við Grensásveg. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. maí 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2015.

Nei.

Samanber umsögn skipulagfulltrúa dags. 7. maí 2015.

90. Grænahlíð 5 (01.711.205) 107194 Mál nr. BN049305

Oddur Eiríksson, Grænahlíð 5, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að fjölga bílstæðum um tvö svo að á lóð verði fjögur bílastæði á lóð nr. 5 við Grænuhlíð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. maí 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2015.

Nei.

Samanber umsögn skipulagfulltrúa dags. 8. maí 2015.

91. Hraunberg 13 (04.673.304) 112181 Mál nr. BN049146

Egill Örn Arnarson Hansen, Fellsmúli 8, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta bílskúr og vinnuskála í íbúð í húsi á lóð nr. 13 við Hraunberg. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. maí 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2015.

Nei.

Samanber umsögn skipulagfulltrúa dags. 7. maí 2015.

92. Hraunbær 107 (04.332.001) 178788 Mál nr. BN049385

Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Vísað er til yfirlýsingar embættis byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 7. september 1998, um að þinglýst skuli þeirri kvöð á lóðina Hraunbæ 107, matshluta 01, að lóðinni sé úthlutað til byggingar íbúðarhúsa fyrir aldraða og að íbúðir í húsi nr. 107 við Hraunbæ, matshl. 01, skuli allar vera í eigu eins aðila. Yfirlýsingunni var þinglýst sem kvöð á lóðina 14. september 1998, sbr. skjalanúmer 411-B-015936/1998.

Íbúðir í húsinu nr. 107 við Hraunbæ, fastanr. 223-9155 til 223-9183, 223-9185, 223-9187 til 223-9188 og 225-8077 til 225-8081, hafa frá byggingu aldrei verið notaðar sem íbúðir fyrir aldraða. Fyrir hönd eiganda fasteignarinnar, Leiguafls slhf., kt. er hér með farið á leit að embættið aflétti kvöð samkvæmt framangreindri yfirlýsingu af fasteigninni.

Frestað.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðssýru.

93. Hringbraut 96 (01.139.212) 100777 Mál nr. BN049390

Ragnhildur D Þórhallsdóttir, Hringbraut 96, 101 Reykjavík

Örn Alexandersson, Hringbraut 96, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að setja garðhurð og tröppur út í garð bakatil sem yrði stílfærð í samræmi við útlit parhússins á lóð nr. 96 við Hringbraut.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

94. Kambasel 28-30 (04.975.201) 113235 Mál nr. BN049285

Anna Eygló Magnúsdóttir, Kambasel 30, 109 Reykjavík

Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, Kambasel 30, 109 Reykjavík

Spurt er hvort innrétta megi þakrými og sameina  og stækka þannig íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Kambasel.

Afgreitt.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

95. Langholtsvegur 18 (01.353.217) 104256 Mál nr. BN049388

Birgir Már Hilmarsson, Langholtsvegur 18, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta áður samþykktu erindi BN046182 þannig að hætt er við að steypa upp bílskúrinn en byggja hann úr timbri og klæða með bárujárni að utan eins og húsið er á lóð nr. 18 við Langholtsveg. 

Nei.

Samanber umsögn eldvarnaeftirlits á fyrirspurnarblaði.

96. Stigahlíð 97 (01.732.211) 107383 Mál nr. BN049394

Guðfinna Hákonardóttir, Stigahlíð 97, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breikka svalahurð  á suðurhlið  og hvaða teikningum þarf að skila vegna einbýlishúss á lóð nr. 97 við Stigahlíð.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:17

Nikulás Úlfar Másson

Sigrún Reynisdóttir

Erna Hrönn Geirsdóttir

Björn Kristleifsson

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir