Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 104

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2015, miðvikudaginn 22. apríl kl. 09:11, var haldinn 104. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Páll Hjaltason, Halldór Halldórsson, Börkur Gunnarsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Elliðaárvogur, landfylling Mál nr. US150097

Lögð fram drög að tillögu umverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. í apríl 2015 að matsáætlunar vegna landfyllingar í Elliðaárvogi.

Umhverfis- og skipulagsráðs vísar tillögunni til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða og skrifstofu viðhalds og nýframkvæmda. 

2. Sumargötur 2015, göngugötur í miðborg Reykjavíkur Mál nr. US150091

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. apríl 2015 að göngugötum í miðborg Reykjavíkur sumarið 2015.  

Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar, fulltrúum Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og Páls Hjaltasonar og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Börkur Gunnarsson greiða atkvæði gegn tillögunni og bóka: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði telja það jákvæðan þátt í borgarþróun að bæta aðstöðu gangandi vegfarenda. Það er líklegt til að hafa í för með sér ávinning fyrir vegfarendur og þjónustuveitendur. Hins vegar þarf að innleiða slíkar breytingar í eðlilegum áföngum en ekki stórum stökkum. Líklegt er að með götur lokaðar næstum hálft árið verði veðurfar þannig marga daga tímabilsins að fólk verði lítið utandyra. Það mun mögulega bitna á rekstaraðilum við lokaðar götur enda gefur skoðanakönnun Miðborgarinnar okkar það til kynna að meirihluti þeirra sé á móti fimm mánaða lokun. Af þessum sökum telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins rétt að halda sig áfram við þriggja mánaða lokun en ekki auka við hana á þessu stigi.“

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni og bókar: „Við teljum að lokun í 5 mánuði frá 1. maí til 1. október sé of langt tímabil.“

Vísað til borgarráðs. 

3. Blómvallagata 2, Vinnustofa (01.160.208) Mál nr. BN048835

Þröstur Þór Höskuldsson, Blómvallagata 2, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta vinnustofu með millilofti upp að útvegg Sólvallagötu 12 á norðurhlið á lóð nr. 2 við Blómvallagötu. Erindi var grenndarkynnt frá 20. febrúar til og með 20. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigríður Magnúsdóttir dags. 20. mars 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2015 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.

Jákvæð fyrirspurn BN047927 dags. 15. júlí 2014 fylgir. Stærð mhl. 02 er:  40,6 ferm., 127,5 rúmm. Gjald kr. 9.823

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Börkur Gunnarsson tekur sæti á fundinum kl. 9:25 

(A) Skipulagsmál

4. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 17. apríl 2015. 

5. Hafnarstræti 19, breyting á deiliskipulagi (01.118.5) Mál nr. SN150192

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Lögð fram umsókn Sjöstjörnunnar ehf. dags. 9. apríl 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 19 við Hafnarstræti. Í breytingunni felst að heimilt verði að rífa og endurbyggja húsið í samræmi við upprunalegt útlit, samkvæmt lagf. uppdr. THG arkitekta ehf. dags. 16. apríl 2015. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. 1.172.0 Brynjureitur, allur reiturinn, breyting á deiliskipulagi (01.172.0) Mál nr. SN150207

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0, Brynjureits, samvæmt uppdr. Ark Studio ehf. og Urban arkitekta ehf. 14. apríl 2015. Deiliskipulagsbreytingin felst í að samræma þann hluta deiliskipulags Brynjureits, stgr. 1.172.0, sem samþykkt var 2003 og 2006 þeim deiliskipulagsbreytingum sem tóku gildi árið 2013, en breytingarnar náðu aðeins til lóðanna Laugavegs 23/ Klapparstígs 31, Laugavegs 27a/ Hverfisgötu 40 - 42 og Laugavegs 27b /Hverfisgötu 44. Breytingar eru uppfærðar  og skipulagsskilmálar alls reitsins eru endurskoðaðir og samræmdir. Auk þess er nú gert ráð fyrir breytingum á lóðum að Laugavegi 27 og 29 vegna laga um menningarminjar sem tóku gildi 1. janúar 2013.

Frestað. 

Samþykkt að kynna framlagða deiliskipulagstillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu

Guðrún Fanney Sigurðardóttir fullrúi Ark studio, Guðmundur Gunnarsson fulltrúi Urban og Margrét Þormar verkefnissjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

7. Frakkastígur - Skúlagata, breyting á deiliskipulagi

(01.15) Mál nr. SN140664

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs og VA arkitekta dags. 9.apríl 2015  að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Um er að ræða tæplega 1 hektara svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og óbyggt borgarland milli Skúlagötu og Sæbrautar.

Kynnt. 

Richard Briem, Bjarki Gunnar Halldórsson fulltrúar VA arkitekta, Björn Edvardsson og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

8. Austurbakki 2, reitur 1 og 2, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN150197

Landstólpar þróunarfélag ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Landstólpa þróunarfélags ehf. dags. 10. apríl 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að hæðarkótar bygginga verði leiðréttir í samræmi við breytingar á hæðarkótum gatna, inndráttur jarðahæðar við Tryggvagötu minnkar úr 2 metrum í 1,5 metra, nýtingarhlutfall hækkar í hlutfalli vi ð B og C rými o.fl., samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 15. apríl 2015. Einnig er lögð fram greinargerð Batterísins arkitekta ehf. ódags., bréf Pálmars Kristmundssonar ark. f.h. Landstólpa þróunarfélags ehf. dags. 9. apríl 2015 og samþykki meðlóðarhafa dags. 9. apríl 2015.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. 

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Pálmar Kristmundsson, Arnhildur Pálmadóttir fulltrúar PK arkitekta, Gísli Steinar Gíslason, Guðni Rafn Einarsson fulltrúar Stólpa og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

9. Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi (01.751) Mál nr. SN150214

Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur f.h. Kanon arkitekta ehf. dags. 16. apríl 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík í samræmi við niðurstöðu hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Háskólans í Reykjavík, Háskólagarða. Einnig eru lögð fram drög að greinargerð og skilmálum dags. 16. apríl 2015 ásamt drögum að uppdrætti dags. 16. apríl 2015.

Kynnt.

Þorkell Sigurlaugsson fulltrúi HR , Halldóra Bragadóttir, Helga Bragadóttir, Birkir Einarsson fulltrúar Kanon Arkitekta og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

10. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, skipulags- og matslýsing (06.3) Mál nr. SN150158

Kynnt tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Breiðholt hverfi 6.3 Efra Breiðholt dags. 25. mars 2015.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr.sbr. 3. mgr. 40. gr. sbr. 3. ml. 5. mgr. 37.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar. Umhverfisstofnunar, Nærliggjandi sveitarfélags Kópavogs. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðar ríkisins, Veðurstofu Íslands og Strætó bs. 

Vísað til borgarráðs. 

Ólöf Kristjánsdóttur, Mannvit; Óskar Örn Gunnarson, Landmótun; Richard Ó Briem, VA arkitekta, Ævar Harðarson og Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, skipulags- og matslýsing

(06.1) Mál nr. SN150156

Kynnt tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Breiðholt hverfi 6.1 Neðra Breiðholt dags. 25. mars 2015.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr.sbr. 3. mgr. 40. gr. sbr. 3. ml. 5. mgr. 37.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar. Umhverfisstofnunar, Nærliggjandi sveitarfélags Kópavogs. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðar ríkisins, Veðurstofu Íslands og Strætó bs. 

Vísað til borgarráðs. 

Ólöf Kristjánsdóttur, Mannvit; Óskar Örn Gunnarson, Landmótun; Richard Ó Briem, VA arkitekta, Ævar Harðarson og Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, skipulags- og matslýsing

(06.2) Mál nr. SN150157

Kynnt tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Breiðholt hverfi 6.2 Seljahverfi dags. 25. mars 2015.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr.sbr. 3. mgr. 40. gr. sbr. 3. ml. 5. mgr. 37.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar. Umhverfisstofnunar, Nærliggjandi sveitarfélags Kópavogs. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðar ríkisins, Veðurstofu Íslands og Strætó bs. 

Vísað til borgarráðs. 

Ólöf Kristjánsdóttur, Mannvit; Óskar Örn Gunnarson, Landmótun; Richard Ó Briem, VA arkitekta, Ævar Harðarson og Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Friggjarbrunnur 42-44, Skyggnisbraut 14-18, breyting á skilmálum deiliskipulags (05.053.2) Mál nr. SN150205

Mansard - Teiknistofa ehf, Hraunbrún 30, 220 Hafnarfjörður

Lögð fram umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 14. apríl 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 42-44 við Friggjarbrunn og 14-18 við Skyggnisbraut. Í breytingunni felst lagfæring á útreikningi nýtingarhlutfalls, samkvæmt tillögu Mansard teiknistofu ehf. dags 15. apríl 2015.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. 

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir víkur af fundi kl: 12:37 og á þá eftir að afgreiða mál nr. 5 og 8.

14. Brúnavegur 3 og 5, sameining lóða (01.350.5) Mál nr. SN150165

Helena Gunnarsdóttir, Brúnavegur 3, 104 Reykjavík

Lögð fram umsókn Helenu Gunnarsdóttir dags. 20. mars 2015 um sameiningu lóðanna nr. 3 og 5 við Brúnaveg, samkvæmt lóðauppdr. Vigfúsar Halldórssonar dags. 9. desember 2014. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa dags. 11. febrúar 2015. 

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 823 frá 21. apríl 2015.

16. Tjarnargata 36, Safn (01.142.206) Mál nr. BN048685

Leifur Sveinsson, Hringbraut 50, 

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 3. febrúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að færa til upprunalegs horfs og byggja við til suðurs ásamt því að innrétta safn um Júlíönu Sveinsdóttur í einbýlishúsi á lóð nr. 36 við Tjarnargötu og reka kaffihús. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. febrúar til og með 20. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendi athugasemdir: Páll Baldvin Baldvinsson f.h. húseigenda að Tjarnargötu 38, dags. 17. mars 2015. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015, einnig bréf arkitekts dags. 15. desember 2015 og annað dags. 27. janúar 2015 og bréf vegna samkomulags á skiptingu dánarbús dags. 5. sept. 2015 og 15. desember 2015.

Stækkun:  28,2 ferm., 95,1 rúmm.

Athugasemdir kynntar.

Frestað.

Ágústa Sveinbjörnsdóttir verkefnisstjóri víkur af fundi undir þessum lið.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum að nýju 13:41.

(C) Fyrirspurnir

17. Austurbakki 2, reitur 5, (fsp) þakbar Mál nr. SN150196

Teiknistofan Arkitektar ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 9. apríl 2015 varðandi hækkun hámarkshæðar deiliskipulags Austurhafnar á reit 5 vegna byggingu þakbars á þaki hótelbyggingar, samkvæmt tillögu ódags. Einnig er lagt fram bréf Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 9 apríl 2015 og samþykki meðlóðarhafa dags. 9. apríl 2015.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað, með fyrirvara um nánari útfærslu og umfang breytingarinnar.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

18. Betri Reykjavík, flugvöllinn burt úr Vatnsmýri (USK2015010041) Mál nr. US150008

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum skipulagsmál "flugvöllinn burt úr Vatnsmýri" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2015. 

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2015 samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar, fulltrúum Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og Páls Hjaltasonar og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Börkur Gunnarsson og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir greiða atkvæði gegn samþykkt umsagnarinnar

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.

19. Betri Reykjavík, make better use of the space besides the Timberland store! (USK2015020014) Mál nr. US150036

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum skipulag "make better use of the space besides the Timberland store!" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa 7. apríl 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2015 samþykkt. 

20. Veghúsastígur 1, Klapparstígur 19, bréf (01.152.421) Mál nr. SN150187

Ottó ehf, Klettagörðum 23, 104 Reykjavík

Lagt fram bréf Stefáns S. Guðjónssonar dags. 31. mars 2015 varðandi afstöðu umhverfis- og skipulagsráðs á mögulegri nýtingu lóðarinnar nr. 1 við Veghúsastíg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2015 samþykkt.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15:00

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir Páll Hjaltason

Gísli Garðarsson Halldór Halldórsson

Börkur Gunnarsson Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 21. apríl kl. 10:28 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 823. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir og Óskar Torfi Þorvaldsson

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN048897

Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi veitingastaða í anddyri 1. hæðar, breyta fyrirkomulagi flóttaleiða, staðsetningu brunaslöngu og brunahólfandi glerveggjum við stiga á sýningasvæði  á 3- 4- 5. hæð austurhlið byggingar og breyta bar og fatahengi í veitingastað 4. hæðar í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN048927

EH Fasteignir ehf., Hallarmúla 1, 108 Reykjavík

Hallarmúli ehf., Hallarmúla 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga eignum úr tveimur í þrjár í matshluta 01 á 2. hæð rýmisnúmer 0201, sbr. erindi BN041990, í húsi á lóð nr. 5 við Ármúla.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 19. mars 2015 og samþykki meðeigenda.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

3. Baugatangi 4 (01.674.002) 106840 Mál nr. BN049238

Birgir Hákon Hafstein, Kvisthagi 27, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048772 þannig að hætt er við að hafa svalir á norðurhlið hússins  á lóð nr. 4 við Baugatanga.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Bárugata 34 (01.135.213) 100462 Mál nr. BN049196

Sif Sumarliðadóttir, Bárugata 34, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr stáli timburklætt gólf, handrið verður stálgrind með lóðréttum pílórum á austurgafl 3. hæðar hússins á lóð nr. 34 við Bárugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.

Samþykki meðeigenda  dags. 1. apríl 2015 og  jákvæð fyrirspurn BN047536 fylgir erindinu. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

5. Bergstaðastræti 46 (01.185.205) 102159 Mál nr. BN048609

Edda Sigfríð Jónasdóttir, Eskihlíð 6, 105 Reykjavík

Maríus Þór Jónasson, Hólar í landi Mógilsá, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera svalir á rishæð, innrétta tvö svefnherbergi í risi, baðherbergi í kjallara og breyta innra skipulagi, m. a. innrétta þvottaherbergi og geymslu í bílgeymslu einbýlishúss á lóð nr. 46 við Bergstaðastræti.

Erindi var grenndarkynnt frá 26. febrúar til og með 26. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Úlfhildur Dagsdóttir f.h. húsfélagsins Bergstaðastræti 48 dags. 19. og 31. mars 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2015. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

6. Bergþórugata 14A (01.192.017) 102523 Mál nr. BN049143

Oddur Guðjón Pétursson, Reykjahlíð 12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja þak og hækka það um  50 cm, breyta innra skipulagi ósamþykktrar íbúðar, bæta við þremur kvistum og svölum, sbr. fyrirspurn dags. 16. september 2015, á fjölbýlishúsi á lóð nr. 14A við Bergþórugötu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.

Stærðir: Fyrir stækkun. + stækkun. = xx ferm., xx rúmm. eftir stækkun.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bergþórugata 31 (01.190.322) 102454 Mál nr. BN049112

Sigrún I Benediktsdóttir, Bólstaðarhlíð 30, 105 Reykjavík

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum, sem felast í að hluti rýmis 0004 er breytt í snyrtingu og tilheyrir 0003 og byggingu svala á norðurhlið á rými 0201 á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 31 við Bergþórugötu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 21.10. 2014.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Bolholt 6-8 (01.251.203) 103441 Mál nr. BN049128

Hult ehf, Pósthólf 1399, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili á 3. og 5. hæð í Bolholti 6 og á 4. hæð í Bolholti 8 í húsi á lóð nr. 6-8 við Bolholt.

Meðfylgjandi er samkomulag dags. 23.3. 2015 um sameiginlega flóttaleið.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2015.Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Borgartún  35 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN048494

Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga eignarhlutum á 5. hæð úr einum í tvo eignarhluta og að geymsla í kjallara rými 0009 tilheyrir eignahluta 0505 í húsinu nr. 35 á lóð nr. 35 til 37 við Borgatúni.

Samþykki meðeigenda fylgir ódags. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN049194

LF6 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 2. hæðar og koma fyrir svalahurð og tröppum niður á þaksvalir hússins á lóð nr. 26 við Borgartún.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

11. Brávallagata 26 (01.162.338) 101311 Mál nr. BN049235

Gunnar Sigurðsson, Brávallagata 26, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 26 við Brávallagötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Dvergshöfði 27 (04.061.403) 110622 Mál nr. BN048930

Framtak ehf., Vesturhrauni 1, 210 Garðabær

Framtak-Blossi ehf, Dvergshöfða 27, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna lokaúttektar, sjá erindi BN045902 á 1. og 2. hæð hússins á lóð nr. 27 við Dvergshöfða.

Bréf frá Byggingastjóra dags. 19. mars. 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

13. Eddufell 2-8 (04.683.009) 112308 Mál nr. BN048916

Rok ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047326, íbúðum fjölgar úr 19 í 24, hætt er við bílgeymslu, stigahús er fært og hönnun breytt á lóð nr. 2-8 við Eddufell.

Stækkun frá áður samþykktu erindi:  23,2 ferm., 58,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Elliðabraut 2 (04.772.101) 195947 Mál nr. BN049131

N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir fyrsta áfanga sem er að koma upp eldsneytis/sjálfsafgreiðslustöð, með 3 dælum og tilheyrandi eldsneytisgeymum, steyptum dæluplötum og steyptu áfyllingarplani, tæknirými, þvottaplani, sorpgeymslu, sandskilju og olíuskilju á lóð nr. 2 við Elliðabraut 2. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.

Bréf frá hönnuði dags. 23. mars 2015 fylgir erindi.

Stærðir: Tæknirými mhl. 01:  9,8 ferm., 28,9 rúmm.

Eldsneytisgeymar mhl. 02.  47,3 ferm., 107,3 rúmm.

Olíuskilja mhl. 03.  5,5 ferm., 6,0 rúmm.

Samtals : 62,6 ferm., 142,2 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.

15. Flókagata Miklatún (01.248.-99) 103419 Mál nr. BN048642

Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir upplýsingaskilti, 130 x 270 cm  fyrir Kjarvalsstaði á graseyju milli bílastæða við listasafnið og Flókagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2015 og umsögn samgöngudeildar dags. 26. mars 2015 og umsögn skrifstofu reksturs og umhirðu dags. 30. mars 2015.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Freyjugata 26 (01.186.602) 102298 Mál nr. BN049205

Dóra Þyri Arnardóttir, Suðurmýri 32, 170 Seltjarnarnes

Sigurður Már Hilmarsson, Suðurmýri 32, 170 Seltjarnarnes

Spur ehf, Freyjugötu 24, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir björgunarsvölum fyrir íbúð 0201 og 0202 á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 26 við Freyjugötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Fríkirkjuvegur 3 (01.183.001) 101914 Mál nr. BN049185

Fossar ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kvisti til austurs og vesturs, setja þakglugga, síkka kjallaraglugga til vesturs, endurbyggja tröppur og pall og setja dyr til suðurs og opna efri hæð undir þak, einangra og klæða þak og kvisti að innan og breyta skipulagi innanhúss lítillega, endurskipuleggja garð og girðing endurgerð að eldri fyrirmynd við hús á lóð nr. 3 við Fríkirkjuveg.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8.4. 2015 og umsögn Borgarsögusafns dags. 14.4. 2015 með vísan í umsögn Borgarminjavarðar dags. 30.5. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Umsækjandi hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.

18. Grensásvegur  3-7 (01.461.001) 105664 Mál nr. BN048475

BK ehf, Grensásvegi 5, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045602 vegna athugasemda frá SHS þar sem kemur fram lagfæring á brunahólfun í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 5 við Grensásveg. 

Bréf frá hönnuði dags. 28. októ. 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19. Guðrúnargata 8 (01.247.704) 103400 Mál nr. BN048976

Sigrún Svava Aradóttir, Guðrúnargata 8, 105 Reykjavík

Daði Róbertsson, Hrannarbyggð 3, 625 Ólafsfjörður

Sótt er um leyfi til að setja svalir á íbúð 0201 á austurgafli, stækka svalir á austurgafli, íbúð 0101, fyrir áður gerðri tvöfaldri hurð á suðurgafli og til að loka hurðagati á vesturhlið bílskúrs mhl. 02, á lóð nr. 8 við Guðrúnargötu.

Samþykki  meðlóðarhafa dags. 3. mars. 2015 fylgir erindi ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. mars 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2015.

Einnig fylgir bréf frá hönnuði dags. 15. apríl 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

20. Gufunes - Skemmtigarður Mál nr. BN049206

Fjörefli ehf., Hlíðasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að flytja sumarhús með salernis- og aðkomu aðstöðu fyrir gesti og vínveitingar í flokki II, veitingastaður C. Húsið sem var áður staðsett við skólagarðana í Gorvík, verður sett niður á bráðabirgða byggingarreit til eins árs á lóð Skemmtigarðsins í Grafarvogi /Fjöreflis ehf í Gufunesi .

Bréf frá umsækjanda dags. 7. apríl 2015 fylgir.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu.

Stærð hús:  46,9 ferm., 152,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Hafnarstræti 17 (01.118.502) 100098 Mál nr. BN048060

Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 50 herbergjum úr steinsteypu með mansardþaki sem verður tengt við nýbyggingu á lóðinni Hafnarstræti 19, norðan og vestan við verndað timburhús sem fyrir er á lóð og verður endurbyggt í upprunalegri mynd með hótelherbergum á efri hæðum og morgunverðasal i hlöðnum steinkjallara, á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014.

Einnig fylgir greinargerð vegna hljóðvistar dags. í nóvember 2014, brunahönnun frá Mannvit dags. 2. febrúar 2015, útreikningur á varmatapi dags. 3. febrúar 2015, skýrsla um ástandsskoðun og prófanir frá Mannvit dags. 22. janúar 2015, minnisblöð frá verkfræðistofunni Hnit dags. 8. apríl, 18. júlí, 18. nóvember og 21. og 27. nóvember 2014 og 20. janúar 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. september og 4. desember 2014 og 12. janúar og 9. febrúar 2015 og 23. febrúar 2015, bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. febrúar 2015 og bréf frá verkfræðistofunni Hnit dags. 9. febrúar 2015, bréf frá hönnuði dags. 19. febrúar 2015 og umsögn fagrýnihóps byggingarfulltrúa dags. 20. mars 2015.

Áður samþykkt niðurrif:  225,2 ferm., 686,9 rúmm.

Stækkun:  1.439,9 ferm., 4.990,4rúmm. 

Gjald kr. 9.500 + 9.823 + 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Háskólalóð (01.552.-99) 106507 Mál nr. BN049242

Háskólabíó, Hagatorgi, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum í forsal á 1. hæð og í matstofu nemenda í kjallara Háskólabíós, mhl. 10, á lóð nr. 3 við Hagatorg.

Meðfylgjandi er brunahönnun dags. 14. apríl 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hlíðarendi 1-7 (01.629.502) 220839 Mál nr. BN048979

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt 3-5 hæða randbyggt fjölbýlishús, ellefu stigahús með 134 íbúðum og atvinnuhúsnæði á jarðhæð að Snorrabrautarás á tveggja hæða bílageymslu með 134 stæðum á lóð nr. 1-7 við Hlíðarenda.

Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU verkfræðistofu dags. 26. febrúar 2015 og greinargerð hönnuða dags. 3. mars 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2015.

Stærð A-rými:  20.993,1 ferm.,  71.276 rúmm.

B-rými:  7.228,8 ferm., 21.690,1 rúmm.

C-rými:  1.761,1 ferm.

Gjald kr. 9.832

Frestað.

Umsækjandi hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.

24. Hrannarstígur 3 (01.137.305) 100665 Mál nr. BN049215

Valtýr Sævarsson, Hjallabraut 76, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að færa inngang bílskúrs inn í geymslu á bílskúr og koma fyrir palli sem er við gafl bílageymslu á lóð nr. 3 við Hrannarstíg. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN049198

Exotic Investments ehf., Hringbraut 119, 101 Reykjavík

Vivaldi Ísland ehf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi veitingastaðar sem er í flokki II  þannig að komið er fyrir tveimur salernum, annað er með aðgengi fyrir fatlaða í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 119 við Hringbraut. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

26. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN049136

JL Holding ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048003 þannig að innra skipulagi er breytt, komið er fyrir eldhúsi með matsal, innréttaður salur fyrir líkamsræktaraðstöðu og endurskoðuð brunamál á 4. og 5 hæð, fækkað er brunastigum á suðurhlið úr tveimur í einn, leyfilegur gestafjöldi er aukinn úr 187 í 236 og herbergjum fjölgað úr 52 í 61 herbergi í gistiskála í húsi á lóð nr. 121 við Hringbraut 

Bréf frá hönnuði dags. 24. mars. 2015 og bréf frá umsækjanda um rekstur hótels. Samþykki meðeigenda dags. 8. apríl 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. 

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.  

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN049142

Nýr Landspítali ohf., Barónsstíg 47, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta flóttaleið vegna byggingar sjúkrahótels, fjarlægja svalir á norðurhlið og byggja flóttastiga á vesturhlið kvennadeildar, C-álmu, mhl. 04, á lóð Landspítalans við Hringbraut.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Hringbraut Landspítali (01.198.901) 102752 Mál nr. BN049127

Nýr Landspítali ohf., Barónsstíg 47, 101 Reykjavík

Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sjúkrahótel á fjórum hæðum með 75 herbergjum fyrir 96 sjúklinga, steinsteypt, einangrað að utan og klætt granítskífum, norðan byggingar kvennadeildar á lóð Landsspítalans við Hringbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2015

Einnig fylgir yfirlit yfir bílastæði, fyrir, eftir og meðan á byggingu stendur og brunahönnun frá Verkís dags. í mars 2015.

Samtals A-rými:  4.258,2 ferm., 14.591,5 rúmm.

B-rými:  23,4 ferm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

29. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN048858

Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 02 og byggja steinsteypta tveggja hæða viðbyggingu og innrétta gististað í flokki III teg. gistiheimili fyrir 38 gesti í húsi á lóð nr. 14 við Hrísateig.

Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 10. febrúar 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 16. febrúar 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.Niðurrif:  41,4 ferm., 103,5 rúmm.

Stækkun:  300,6 ferm., 954,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.

30. Hverfisgata 26 (01.171.101) 101367 Mál nr. BN048855

Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á 2. og 3. hæð, opna yfir lóðamörk yfir í stigahús í húsi nr. 28 og innrétta 8 hótelherbergi á 2. og 3. hæð, sem verða hluti hótels á Hljómalindarreit, í húsi á lóð nr. 26 við Hverfisgötu.

Stækkun:  9,8 ferm., 34,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Hverfisgata 28 (01.171.116) 186663 Mál nr. BN049180

Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 2. og 3. hæð, sjá erindi BN046189, fækka gistiherbergjum um tvö og til að opna tímabundið yfir lóðamörk að Hverfisgötu 26 í hóteli á Hljómalindarreit á lóð nr. 28 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Ísleifsgata 28-36 (05.113.105) 214836 Mál nr. BN049125

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt raðhús með 5 íbúðum á tveimur hæðum á lóð nr. 28-36 við Ísleifsgötu.

Varmatapsútreikningar dags. 23.03.2015 fylgir.

Stærðir húsa: mhl. 01. 147,4 ferm., 466,7 rúmm.  

mhl. 02. 145,8 ferm., 461,9 rúmm. 

mhl. 03. 145,8 ferm., 461,9 rúmm.

mhl. 04. 145,8 ferm., 461,9 rúmm.

mhl. 05. 145,8 ferm., 461,9 rúmm.

Samtals: 730,6 ferm., 2.314,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Klettháls 13 (04.346.701) 188543 Mál nr. BN049173

Hekla hf., Pósthólf 5310, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp skilti á lóð við innkeyrslu og annað við aðalinngang með merki Heklu, sem er með starfsemi í atvinnuhúsinu á lóð nr. 13 við Klettháls.

Meðfylgjandi er samþykki eiganda hússins dags. 31. mars 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Klettháls 1A (04.342.802) 188526 Mál nr. BN049237

GEVA ehf, Engihlíð 9, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi, BN030520 vegna lokaúttektar þannig að rýmisnúmerum og innra skipulagi í rými 0103 er breytt, gerð er grein fyrir millilofti og gluggum er breytt í húsi á lóð nr. 1A við Klettháls . 

Stækkun millilofts: 57,6 ferm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Langholtsvegur 43 (01.357.003) 104392 Mál nr. BN049244

Jón Ólafur Ólafsson, Klettaberg 50, 221 Hafnarfjörður

Ljósið, sjálfseignarstofnun, Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja lyftu- og stigahús sunnan við hús sem tengist öllum hæðum, einnig er sótt um leyfi til að byggja þakhæð ofan á flatt þak og tengja hana núverandi rishæð, ýmsar breytingar innanhúss eru samfara þessum breytingum í endurhæfingarstöð krabbameinsgreindra á lóð nr. 43 við Langholtsveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Laugavegur 1 (01.171.016) 101361 Mál nr. BN048918

Eignarhaldsfélagið Arctic ehf, Suðurhrauni 12c, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofan á bakhús sem er mhl. 04,  og til að fjölga gistirýmum úr 4 í 8 í gististað í fl. IV, tegund b á lóð nr. 1 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2015.

Einnig fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar.

Stækkun 109,5 ferm., 262 rúmm.

Samtals eftir stækkun 451,6 ferm., 1.382 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Laugavegur 15 (01.171.112) 101378 Mál nr. BN048741

Menningar/framfarasj Ludv Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa skúrbyggingar og byggja steinsteypta viðbyggingu á bakhlið, kjallara og tvær hæðir  með garði á þaki, koma fyrir lyftu og innrétta sem stækkun á verslunum og gistiheimili  sem fyrir eru og fer gestafjöldi gistiheimilis í 39 gesti í húsinu á lóð nr. 15 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. mars 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015 fylgir erindinu.

Niðurrif skúra á baklóð:  96,1 ferm., 281,4 rúmm.

Stækkun:  386,1 ferm., 1.322,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Laugavegur 28B (01.172.207) 101462 Mál nr. BN049200

Laugavegur 28b ehf, Laugavegi 28b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýtt skjólþak fyrir hluta af þaksvölum á húsi á lóð nr. 28B við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Laugavegur 34A (01.172.216) 101471 Mál nr. BN049181

Lantan ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innri skipan herbergja á 2. og 3. hæð, sbr. erindi BN048783 samþ. 17.03 2015 sbr. einnig Laugaveg 36, í hóteli á lóð nr. 34A við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Þinglýsa skal yfirlýsingu um að eignarhald lóðanna Laugavegur 34 og 36/Grettisgata 17 sé ávallt á einni hendi fyrir útgáfu byggingarleyfis.

40. Laugavegur 36 (01.172.218) 101473 Mál nr. BN049182

Lantan ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innri skipan herbergja á 2. og 3. hæð, sbr. erindi BN048782 samþ. 17. mars 2015, sbr. einnig Laugaveg 34A, í hóteli á lóð nr. 36 við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

Þinglýsa skal yfirlýsingu um að eignarhald lóðanna Laugavegur 34 og 36/Grettisgata 17 sé ávallt á einni hendi fyrir útgáfu byggingarleyfis.

41. Laugavegur 58 (01.173.113) 101530 Mál nr. BN049018

Vilhjálmur Sanne Guðmundsson, Laugavegur 51, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í fl. II, teg. gistiskáli fyrir 24 gesti í mhl 01 rými 0201 í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 58 við Laugaveg.

Erindi fylgja jákvæð fyrirspurn BN048757 dags. 10. febrúar 2015,  umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. mars 2015 og bréf frá hönnuði um undanþágur dags. 9. apríl 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Laugavegur 58B (01.173.114) 101531 Mál nr. BN048871

París ehf., Laugavegi 58a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka bíslag til suðurs og einnar hæðar húshluta til austurs og innrétta gistiskála í flokki II fyrir 25 gesti í húsi á lóð nr. 58B við Laugaveg.

Jafnframt er erindi BN048712 dregið til baka.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2015.

Einnig fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. febrúar 2015.

Stækkun:  17,7 ferm., 50 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Laugavegur 70 (01.174.204) 101607 Mál nr. BN048974

Fring ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja og lyfta húsi, byggja nýja jarðhæð úr steinsteypu og byggja viðbyggingu á þremur hæðum sunnan og austan húss og til að innrétta verslun á jarðhæð og níu hótelherbergi og tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 70 við Laugaveg.

Erindi fylgja umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. febrúar 2015 og varmatapsútreikningur ódagsettur ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. apríl 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2015.

Einnig umsögn Minjastofnunar Íslands um verkteikningar dags. 16. apríl 2015.

Stækkun:  296,5 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

44. Laugavegur 80 (01.174.212) 101615 Mál nr. BN048807

Steinar Þór Sveinsson, Laugavegur 80, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, byggja ofan á og innrétta fjórar íbúðir í húsi á lóð nr. 80 við Laugaveg.

Einnig er sótt um undanþágu frá greinum 6.1.3, 6.4.2, 3, 4 og 5, 6.7.2, 7, 8, 10, 11, 13 og 14 í byggingareglugerð og fylgir greinargerð þar um í byggingarlýsingu erindis.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu, einnig umsögn burðarvirkishönnuðardags. 24. mars 2015 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.

Stækkun:  210,5 ferm., 630,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Lautarvegur 24 (01.794.504) 213574 Mál nr. BN048718

Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða parhús, mhl. 01, með kjallara og innbyggðum bílskúr á lóð nr. 24 við Lautarveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. febrúar 2015.

Útreikningur á varmatapi dags. 3. desember 2014 fylgir erindi. 

Stærð: íbúð 279 ferm., 979,9 rúmm. Bílgeymsla 45,5 ferm. 157,4 rúmm. Samtals 324,5 ferm., 1137,3 rúmm. B rými 10 ferm., 32 rúmm.

Samtals með B rými 334,5 ferm., 1169,3 rúmm. V rými 48 ferm., 142,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Lin29-33Vat13-21Skú12 (01.152.203) 101021 Mál nr. BN049245

Þorsteinn Már Baldvinsson, Barðstún 7, 600 Akureyri

Sótt er um leyfi til að byggja skjólþak úr stáli og gleri yfir þaksvalir á íbúð  1401, mhl.  07, Vatnsstíg 21, á lóð nr. 12 við Skúlagötu.

Meðfylgjandi er samþykki stjórnarformanns fyrir hönd stjórnar húsfélags skv. reglum húsfélags.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Mosavegur 15 (02.376.101) 172445 Mál nr. BN047993

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp hjólaskýli úr pólýhúðuðum áleiningum með bogaformuðu þaki úr prófílplasti með steyptum undirstöðustólpum á lóð nr. 15 við Mosaveg.

Stærð B-rými: 33,8 ferm., 66,1 rúmm.

Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 25. júlí 2014 fylgir með erindinu.

Gjald kr. 9.500 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48. Mörkin 8 (01.471.202) 105735 Mál nr. BN049208

Viðar Helgi Guðjohnsen, Hlíðargerði 20, 108 Reykjavík

Fasteignin Mörkin ehf, Mörkinni 8, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu við suð-vesturhlið 1. hæðar, lækka gólf í geymslu mhl. 01 í rými 0102 og bæta við kvistum á 3. hæð hússins á lóð nr. 8 við Mörkina.

Stækkun: 25,7 ferm., 101,1 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN049134

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með 22 íbúðum á áður samþykktan bílakjallara, sjá erindi BN048512, og verður Naustabryggja 17-19 mhl. 01 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Stærð:  Kjallari 388,7 ferm., 1, hæð 469,5 ferm., 2, og 3. hæð 469 ferm.,4. hæð 406,6 ferm.

Samtals A-rými:  2.236,8 ferm., 6.853, rúmm.

B-rými:  55,2 ferm. 

C-rými:  63,5 ferm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

50. Njálsgata 78 (01.191.105) 102491 Mál nr. BN047516

Þ11 ehf, Stigahlíð 78, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 3. hæð úr forsteyptum einingum og rishæð úr timbri með kvistum á götuhlið, byggja svalir á garðhlið og innrétta tvær nýjar íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 78 við Njálsgötu.

Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 17. mars 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2014.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2013 og 15. maí 2014. Meðfylgjandi er umboð eiganda. 

Greiða skal fyrir 1,5 bílastæði vegna fjölgunar eigna.

Stækkun:  97,7 ferm., 238,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500 + 9.500 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51. Síðumúli 17 (01.293.205) 103812 Mál nr. BN049174

DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær

Ís-spor ehf, Síðumúla 17, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka veitingastað í flokki I  í rými 0101 með því að taka hluta af rými 0105, koma fyrir tveimur salernum annað með aðgengi fyrir alla og fjölga gestum um 12 þannig að gesta fjöldin verður 30 gestir í húsinu á lóð nr. 17 við Síðumúla.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Sjafnargata 3 (01.196.012) 102640 Mál nr. BN049121

Sigurbjörn Þorkelsson, Bretland, Aðalheiður Magnúsdóttir, Bretland, Sótt er um leyfi til að reisa viðbyggingu norðan megin þannig að bílskúr er rifinn og útbúin er vinnustofa sem verður tengd kjallara hússins á lóð nr. 3 við Sjafnargötu.

Bréf frá hönnuði dags. 24. mars 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23. mars 2015 fylgja erindinu.

Niðurrif bílskúrs er: 18,2 ferm., 45,5 rúmm. Stærð viðbyggingar er: 54,5 ferm., 179,7 rúmm. 

Gjald kr. 9.823 

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 101, 102, 103 og  105 dags. 24. mars 2015.

53. Skólavörðustígur 8 (01.171.206) 101387 Mál nr. BN049234

Eldhraun ehf, Bankastræti 6, 101 Reykjavík

Pétur G Kornelíusson, Brekkutangi 20, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að stækka verslun með því að opna á milli rýma 0102 og 0103 og innrétta veitingastað í flokki II fyrir 50 gesti í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.

Samþykki eigenda rýma 0102 og 0103 fylgir ódagsett og umsögn burðarvirkshönnuðar dags. 14. janúar 2015 fylgja erindi.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN049067

Skuggi 3 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum og til að stækka glugga á norðurhlið  á mhl. 15 á 15. hæð í húsinu  Vatnsstíg 20-22 á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.

Samþykki fyrir hönd stjórnar húsfélagsins fylgir dags. 27. mars. 2015 Þinglýst samþykki fyrir Húsfélag 101 Skuggahverfis 2-3 dags. 2. október 2007.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

55. Sólheimar 23 (01.433.401) 105278 Mál nr. BN049212

Sólheimar 23,húsfélag, Sólheimum 23, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á gluggum á þremur húshliðum af níu, sbr. fyrirspurn BN047677, á fjölbýlishúsi á lóð nr. 23 við Sólheima.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

56. Sólheimar 25 (01.433.501) 105281 Mál nr. BN048981

Laufléttir sf., Strandvegi 19, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta tannlæknastofu í rými 0104 í íbúð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 25 við Sólheima.

Jákvæð fyrirspurn BN046561 dags. 8. október 2013 og yfirlýsing frá húsfélagi Sólheima 25 um samþykki þess fylgir erindi.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Sólheimar 27 (01.433.502) 105282 Mál nr. BN048947

Sólheimar 27,húsfélag, Sólheimum 27, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurgera kjallaratröppur og allar hellulagðar gönguleiðir á lóðinni, setja snjóbræðslukerfi undir, bæta aðgengi fyrir vagna og hjól þannig að skábraut verður gerð austanmegin á lóðinni og að núverandi vagna- og hjólageymslu við fjölbýlishúsið á lóð nr. 27 við Sólheima.

Sorpskýli, mhl. 02, úr heitsinkuðu stáli á steyptum undirstöðum, klætt með timbri og pappa á þaki við fjölbýlishús á lóð nr. 27 við Sólheima, verður sótt um og byggt síðar.

Meðfylgjandi er greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 23. febrúar 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2015.

Stærð, B-rými:  22,2 ferm., 55,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

58. Spöngin 9-31 (02.375.201) 177193 Mál nr. BN049019

Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, að koma fyrir kjúklingavinnslu, ofni til að grilla kjúklinga, sérstöku afgreiðsluborði og minnka rými verslunar í húsi  á lóð nr. 9-31 við Spöngina.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

59. Stórhöfði 34-40 (04.073.101) 110547 Mál nr. BN046926

Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar byggðri skemmu úr stálgrind sem er klædd með báruáli, mhl. 07, á lóð nr. 34-40 við Stórhöfða.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. janúar 2014, einnig umsögn skipulagsfulltrúa og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. desember 2014, eldvarnarskýrsla Eflu dags. 16. apríl 2014, bréf arkitekts dags. 11. desember 2013, 4. júlí og 24. nóvember 2014. Meðfylgjandi er einnig greinargerð um burðarvirki og lagnir frá Conís verkfræðistofu dags. 13.4. 2015.

Stærðir: 662,6 ferm., 4.770 rúmm.

Gjald kr. 9.000 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

60. Stuðlaháls 1 (04.326.801) 111050 Mál nr. BN049155

Vífilfell hf., Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt  er um leyfi til að stækka hleðsluskýli mhl. ? á norðurhlið með því að breyta B-rými í A-rými í húsinu á lóð nr. 1 við Stuðlaháls. 

Stækkun:  94.5 ferm. , XX rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

61. Sörlaskjól 12 (01.532.213) 106210 Mál nr. BN049170

Gunnar Kvaran Hrafnsson, Sörlaskjól 12, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sjá erindi BN049170, vegna úttektar á húsinu á lóð nr. 12 við Sörlaskjól.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

62. Tómasarhagi 9 (01.554.204) 106592 Mál nr. BN049224

Konráð Pálmason, Tómasarhagi 9, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa eldhús í suðvesturhorn íbúðar og færa herbergi þangað sem það var á ? hæð í húsinu á lóð nr. 9 við Tómasarhaga.

Jákvæð fyrirspurn dags. 24. febrúar 2015 fylgir. 

Samþykki meðlóðarhafa dags. 9 febrúar  2015 fylgir. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

63. Tryggvagata 13 (01.117.407) 222370 Mál nr. BN048982

T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, 40 íbúða, 6 hæða fjölbýlishús með bílakjallara fyrir 10 bíla og verslunar- og þjónusturými á 1. hæð á lóð nr 13 við Tryggvagötu.

Erindi fylgir leiðnitapsútreikningur dags. 4. mars 2015, umsögn fagrýnihóps dags. 17. mars 2015, greinargerð um loftræsingu dags. 15. apríl 2015, greinargerð um hljóðvist dags. í apríl 2015 og minnisblað um hljóðstig frá lögnum og tæknibúnaði dags. 17. apríl 2015.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. mars 2015 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2015.

Stærð:  4.905,9 ferm., 14.887,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

64. Tryggvagata 19 (01.118.301) 100095 Mál nr. BN049054

Tollstjóri, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík

Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir rafaaflstöð í austurenda byggingar og koma pústreyksröri upp á þak hússins á lóð nr. 19 við Tryggvagötu.

Minnisblað frá Verkís vegna mengunarvarna dags. 13. apríl 2015 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

65. Vitastígur 18 (01.190.214) 102417 Mál nr. BN049168

Kristján Ingi Sveinsson, Ástralía, Kathleen Chue-Ling Cheong, Ástralía, Sótt er um leyfi til að endurbyggja og stækka úr timbri og klætt með bárujárni á steyptum undirstöðum, einbýlishúsið á lóð nr.  18 við Vitastíg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 30. mars 2015, umsögn burðarvirkishönnuðar, ódags. og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 31. mars 2015.

Stærðir: kjallari 38 ferm., 1. hæð 65,1 ferm., 2. hæð 53,9 ferm., þakhæð 34,4 ferm.

Samtals: 191,4 ferm., 597,8 rúmm.

Stærðir fyrir stækkun: 77,7 ferm., 189 rúmm.

Stækkun:  113,7 ferm., 408,8 rúmm.

Lóð 110,4 ferm., nýtingarhlutfall 1,73.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

66. Þingholtsstræti 30 (01.183.502) 101980 Mál nr. BN049201

Þingholtsstræti 30,húsfélag, Þingholtsstræti 30, 101 Reykjavík

Bjarni G Bjarnason, Þingholtsstræti 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til fjarlægja eldri steinsteyptar svalir og byggja nýjar stærri úr stáli og gleri á fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Þingholtsstræti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

67. Þverholt 14 (01.244.004) 103178 Mál nr. BN049189

Nafir ehf, Dalvegi 2, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048935 þannig að gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum í rými 0301 og að koma fyrir svölum 0306 á vesturhlið vegna flóttaleiðar út um glugga á húsi á lóð nr. 14 við Þverholt.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

68. Þverholt 15 (01.244.301) 215990 Mál nr. BN049057

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er umleyfi til að byggja 3. áfanga Smiðjuholts, steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús með 84 íbúðum sem verða Einholt 6  og Þverholt 15 og 17 og 85 bílastæði í tveggja hæða bílakjallara sem tengir saman fjölbýlishúsin á lóð nr. 15 við Þverholt.

Erindi fylgir greinargerð hönnunarstjóra dags. 17. mars 2015, greinargerð um hljóðvist dags. í febrúar 2014, varmatapsútreikningur dags. 9. mars 2015 og brunahönnun dags. 17. mars 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.Stærðir:

Einholt 6, mhl. 06, íbúðir:  2.847,8 ferm., 8.487,1 rúmm.

Þverholt 15, mhl. 01, íbúðir:  2.741,9 ferm., 8.436,5 rúmm.

Þverholt 15, mhl. 10, bílgeymsla:  3.877,4 ferm., 14.071,7 rúmm.

Þverholt 17, mhl. 02, íbúðir:  3.124,1 ferm., 8.750,8 rúmm.

Samtals A-rými:  12.591,2 ferm., 39.746,10 rúmm.

Samtals B-rými:  464,6 ferm.  

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

69. Öldugata 6 (01.136.313) 100571 Mál nr. BN048864

Ingi Steinar Ingason, Öldugata 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja anddyri með þaksvölum og kvist á bakhlið einbýlishúss á lóð nr. 6 við Öldugötu.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. febrúar 2015 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2015. Erindið var grenndarkynnt frá 6. mars til og með 3. apríl 2015. Engar athugasemdir bárust.

Stækkun:  36,2 ferm., 91 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

70. Bergstaðastræti 65 (01.196.311) 102678 Mál nr. BN049268

Óskað er eftir samþykki byggingafulltrúans fyrir útgáfu á hnitsettum uppdrætti (staðgr. 1.196.3) fyrir lóðirnar 

Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr.nr. 1.196.311), 

Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr.nr. 1.196.309), 

Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr.nr. 1.196.308),

Fjölnisvegur 4 ( landnr. 102670, staðgr.nr. 1.196.303), 

Fjölnisvegur 6 ( landnr. 102671, staðgr.nr. 1.196.304), 

Fjölnisvegur 8 ( landnr. 102672, staðgr.nr. 1.196.305), 

Fjölnisvegur 10 ( landnr. 102673, staðgr.nr. 1.196.306).

Lóðin Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr.nr. 1.196.311) er talin 746,3 m2.  Lóðin reynist 747 m2. 

Lóðin Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr.nr. 1.196.309) er talin 712,5 m2.  Lóðin reynist 710m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675 staðgr.nr. 1.196.308) er talin 769,5 m2.  Lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 ( landnr. 102670, staðgr.nr. 1.196.303) er talin 716,0 m2.  Lóðin reynist 716 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 6 ( landnr. 102671, staðgr.nr. 1.196.304) er talin 649,9 m2.  Lóðin reynist 652 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 8 ( landnr. 102672, staðgr.nr. 1.196.305) er talin 631,9 m2.  Lóðin reynist 629 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 10 ( landnr. 102673, staðgr.nr. 1.196.306) er talin 616,5 m2.  Lóðin reynist 617 m2.

Ekki er til deiliskipulag fyrir lóðirnar

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

71. Bergstaðastræti 69 (01.196.309) 102676 Mál nr. BN049269

Óskað er eftir samþykki byggingafulltrúans fyrir útgáfu á hnitsettum uppdrætti (staðgr. 1.196.3) fyrir lóðirnar 

Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr.nr. 1.196.311), 

Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr.nr. 1.196.309), 

Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr.nr. 1.196.308),

Fjölnisvegur 4 ( landnr. 102670, staðgr.nr. 1.196.303), 

Fjölnisvegur 6 ( landnr. 102671, staðgr.nr. 1.196.304), 

Fjölnisvegur 8 ( landnr. 102672, staðgr.nr. 1.196.305), 

Fjölnisvegur 10 ( landnr. 102673, staðgr.nr. 1.196.306).

Lóðin Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr.nr. 1.196.311) er talin 746,3 m2.  Lóðin reynist 747 m2. 

Lóðin Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr.nr. 1.196.309) er talin 712,5 m2.  Lóðin reynist 710m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675 staðgr.nr. 1.196.308) er talin 769,5 m2.  Lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 ( landnr. 102670, staðgr.nr. 1.196.303) er talin 716,0 m2.  Lóðin reynist 716 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 6 ( landnr. 102671, staðgr.nr. 1.196.304) er talin 649,9 m2.  Lóðin reynist 652 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 8 ( landnr. 102672, staðgr.nr. 1.196.305) er talin 631,9 m2.  Lóðin reynist 629 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 10 ( landnr. 102673, staðgr.nr. 1.196.306) er talin 616,5 m2.  Lóðin reynist 617 m2.

Ekki er til deiliskipulag fyrir lóðirnar

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

72. Bergstaðastræti 71 (01.196.308) 102675 Mál nr. BN049270

Óskað er eftir samþykki byggingafulltrúans fyrir útgáfu á hnitsettum uppdrætti (staðgr. 1.196.3) fyrir lóðirnar 

Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr.nr. 1.196.311), 

Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr.nr. 1.196.309), 

Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr.nr. 1.196.308),

Fjölnisvegur 4 ( landnr. 102670, staðgr.nr. 1.196.303), 

Fjölnisvegur 6 ( landnr. 102671, staðgr.nr. 1.196.304), 

Fjölnisvegur 8 ( landnr. 102672, staðgr.nr. 1.196.305), 

Fjölnisvegur 10 ( landnr. 102673, staðgr.nr. 1.196.306).

Lóðin Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr.nr. 1.196.311) er talin 746,3 m2.  Lóðin reynist 747 m2. 

Lóðin Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr.nr. 1.196.309) er talin 712,5 m2.  Lóðin reynist 710m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675 staðgr.nr. 1.196.308) er talin 769,5 m2.  Lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 ( landnr. 102670, staðgr.nr. 1.196.303) er talin 716,0 m2.  Lóðin reynist 716 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 6 ( landnr. 102671, staðgr.nr. 1.196.304) er talin 649,9 m2.  Lóðin reynist 652 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 8 ( landnr. 102672, staðgr.nr. 1.196.305) er talin 631,9 m2.  Lóðin reynist 629 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 10 ( landnr. 102673, staðgr.nr. 1.196.306) er talin 616,5 m2.  Lóðin reynist 617 m2.

Ekki er til deiliskipulag fyrir lóðirnar

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

73. Fjölnisvegur 10 (01.196.306) 102673 Mál nr. BN049275

Óskað er eftir samþykki byggingafulltrúans fyrir útgáfu á hnitsettum uppdrætti (staðgr. 1.196.3) fyrir lóðirnar 

Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr.nr. 1.196.311), 

Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr.nr. 1.196.309), 

Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr.nr. 1.196.308),

Fjölnisvegur 4 ( landnr. 102670, staðgr.nr. 1.196.303), 

Fjölnisvegur 6 ( landnr. 102671, staðgr.nr. 1.196.304), 

Fjölnisvegur 8 ( landnr. 102672, staðgr.nr. 1.196.305), 

Fjölnisvegur 10 ( landnr. 102673, staðgr.nr. 1.196.306).

Lóðin Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr.nr. 1.196.311) er talin 746,3 m2.  Lóðin reynist 747 m2. 

Lóðin Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr.nr. 1.196.309) er talin 712,5 m2.  Lóðin reynist 710m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675 staðgr.nr. 1.196.308) er talin 769,5 m2.  Lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 ( landnr. 102670, staðgr.nr. 1.196.303) er talin 716,0 m2.  Lóðin reynist 716 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 6 ( landnr. 102671, staðgr.nr. 1.196.304) er talin 649,9 m2.  Lóðin reynist 652 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 8 ( landnr. 102672, staðgr.nr. 1.196.305) er talin 631,9 m2.  Lóðin reynist 629 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 10 ( landnr. 102673, staðgr.nr. 1.196.306) er talin 616,5 m2.  Lóðin reynist 617 m2.

Ekki er til deiliskipulag fyrir lóðirnar

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

74. Fjölnisvegur 4 (01.196.303) 102670 Mál nr. BN049271

Óskað er eftir samþykki byggingafulltrúans fyrir útgáfu á hnitsettum uppdrætti (staðgr. 1.196.3) fyrir lóðirnar 

Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr.nr. 1.196.311), 

Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr.nr. 1.196.309), 

Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr.nr. 1.196.308),

Fjölnisvegur 4 ( landnr. 102670, staðgr.nr. 1.196.303), 

Fjölnisvegur 6 ( landnr. 102671, staðgr.nr. 1.196.304), 

Fjölnisvegur 8 ( landnr. 102672, staðgr.nr. 1.196.305), 

Fjölnisvegur 10 ( landnr. 102673, staðgr.nr. 1.196.306).

Lóðin Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr.nr. 1.196.311) er talin 746,3 m2.  Lóðin reynist 747 m2. 

Lóðin Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr.nr. 1.196.309) er talin 712,5 m2.  Lóðin reynist 710m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675 staðgr.nr. 1.196.308) er talin 769,5 m2.  Lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 ( landnr. 102670, staðgr.nr. 1.196.303) er talin 716,0 m2.  Lóðin reynist 716 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 6 ( landnr. 102671, staðgr.nr. 1.196.304) er talin 649,9 m2.  Lóðin reynist 652 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 8 ( landnr. 102672, staðgr.nr. 1.196.305) er talin 631,9 m2.  Lóðin reynist 629 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 10 ( landnr. 102673, staðgr.nr. 1.196.306) er talin 616,5 m2.  Lóðin reynist 617 m2.

Ekki er til deiliskipulag fyrir lóðirnar

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

75. Fjölnisvegur 6 (01.196.304) 102671 Mál nr. BN049273

Óskað er eftir samþykki byggingafulltrúans fyrir útgáfu á hnitsettum uppdrætti (staðgr. 1.196.3) fyrir lóðirnar 

Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr.nr. 1.196.311), 

Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr.nr. 1.196.309), 

Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr.nr. 1.196.308),

Fjölnisvegur 4 ( landnr. 102670, staðgr.nr. 1.196.303), 

Fjölnisvegur 6 ( landnr. 102671, staðgr.nr. 1.196.304), 

Fjölnisvegur 8 ( landnr. 102672, staðgr.nr. 1.196.305), 

Fjölnisvegur 10 ( landnr. 102673, staðgr.nr. 1.196.306).

Lóðin Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr.nr. 1.196.311) er talin 746,3 m2.  Lóðin reynist 747 m2. 

Lóðin Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr.nr. 1.196.309) er talin 712,5 m2.  Lóðin reynist 710m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675 staðgr.nr. 1.196.308) er talin 769,5 m2.  Lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 ( landnr. 102670, staðgr.nr. 1.196.303) er talin 716,0 m2.  Lóðin reynist 716 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 6 ( landnr. 102671, staðgr.nr. 1.196.304) er talin 649,9 m2.  Lóðin reynist 652 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 8 ( landnr. 102672, staðgr.nr. 1.196.305) er talin 631,9 m2.  Lóðin reynist 629 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 10 ( landnr. 102673, staðgr.nr. 1.196.306) er talin 616,5 m2.  Lóðin reynist 617 m2.

Ekki er til deiliskipulag fyrir lóðirnar

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

76. Fjölnisvegur 8 (01.196.305) 102672 Mál nr. BN049274

Óskað er eftir samþykki byggingafulltrúans fyrir útgáfu á hnitsettum uppdrætti (staðgr. 1.196.3) fyrir lóðirnar 

Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr.nr. 1.196.311), 

Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr.nr. 1.196.309), 

Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr.nr. 1.196.308),

Fjölnisvegur 4 ( landnr. 102670, staðgr.nr. 1.196.303), 

Fjölnisvegur 6 ( landnr. 102671, staðgr.nr. 1.196.304), 

Fjölnisvegur 8 ( landnr. 102672, staðgr.nr. 1.196.305), 

Fjölnisvegur 10 ( landnr. 102673, staðgr.nr. 1.196.306).

Lóðin Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr.nr. 1.196.311) er talin 746,3 m2.  Lóðin reynist 747 m2. 

Lóðin Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr.nr. 1.196.309) er talin 712,5 m2.  Lóðin reynist 710m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675 staðgr.nr. 1.196.308) er talin 769,5 m2.  Lóðin reynist 767 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 ( landnr. 102670, staðgr.nr. 1.196.303) er talin 716,0 m2.  Lóðin reynist 716 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 6 ( landnr. 102671, staðgr.nr. 1.196.304) er talin 649,9 m2.  Lóðin reynist 652 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 8 ( landnr. 102672, staðgr.nr. 1.196.305) er talin 631,9 m2.  Lóðin reynist 629 m2. 

Lóðin Fjölnisvegur 10 ( landnr. 102673, staðgr.nr. 1.196.306) er talin 616,5 m2.  Lóðin reynist 617 m2.

Ekki er til deiliskipulag fyrir lóðirnar

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

77. Naustabryggja 15A (04.023.404) 216757 Mál nr. BN049261

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Tangabryggja 3, 11, 6-8, 10-12, Naustabryggja 31-33, 15A og 15B, eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 15. 04. 2015.  Lóðin Tangabryggja 3 (staðgr. 4.023.302, landnr. 216756) er  2640 m² teknir eru  1094 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), teknir eru 1546 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 6-12  og Naustabryggja 17-19 og 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Tangabryggja 11 (staðgr. 4.023.301, landnr. 216247) er 1789 m², teknir eru 1173 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), teknir eru 616 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 17-19 og 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Tangabryggja 6-8 (staðgr. 4.023.402, landnr. 216249) er  969 m², teknir eru  969 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Naustabryggja 15A (staðgr. 4.023.404, landnr. 216757) er 1188 m², teknir eru  1188 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33, lóðin verður  0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Naustabryggja 15B (staðgr. 4.023.403, landnr. 216758) er 1188 m², bætt er við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) tveim skikum 66 m² + 66 m² alls 132 m², lóðin verður 1320 m² og fær staðgreininn 4.023. 304 í stað 4.023.403. Lóðin Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33 (staðgr. 4.023.202, landnr. 186176) er  2043 m², bætt er 2500 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) , bætt er 1546 m² við lóðina frá Tangabryggju 3, bætt er 616 m² við  lóðina frá Tangabryggju 11, bætt er 969 m² við  lóðina frá Tangabryggju 6-8, bætt er 1188 m² við  lóðina frá Naustabryggju 15A, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður  8863 m² og fær staðgreininn 4.023. 303 í stað 4.023.202, og verði skráð við Tangabryggju 6-12 og Naustabryggju 17-19 og 31-33.                                          Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 10. 12. 2014, samþykkt í borgarráði þann 18. 12. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 09. 02. 2015

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

78. Naustabryggja 15B (04.023.403) 216758 Mál nr. BN049262

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Tangabryggja 3, 11, 6-8, 10-12, Naustabryggja 31-33, 15A og 15B, eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 15. 04. 2015.  Lóðin Tangabryggja 3 (staðgr. 4.023.302, landnr. 216756) er  2640 m² teknir eru  1094 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), teknir eru 1546 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 6-12  og Naustabryggja 17-19 og 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Tangabryggja 11 (staðgr. 4.023.301, landnr. 216247) er 1789 m², teknir eru 1173 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), teknir eru 616 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 17-19 og 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Tangabryggja 6-8 (staðgr. 4.023.402, landnr. 216249) er  969 m², teknir eru  969 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Naustabryggja 15A (staðgr. 4.023.404, landnr. 216757) er 1188 m², teknir eru  1188 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33, lóðin verður  0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Naustabryggja 15B (staðgr. 4.023.403, landnr. 216758) er 1188 m², bætt er við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) tveim skikum 66 m² + 66 m² alls 132 m², lóðin verður 1320 m² og fær staðgreininn 4.023. 304 í stað 4.023.403. Lóðin Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33 (staðgr. 4.023.202, landnr. 186176) er  2043 m², bætt er 2500 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) , bætt er 1546 m² við lóðina frá Tangabryggju 3, bætt er 616 m² við  lóðina frá Tangabryggju 11, bætt er 969 m² við  lóðina frá Tangabryggju 6-8, bætt er 1188 m² við  lóðina frá Naustabryggju 15A, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður  8863 m² og fær staðgreininn 4.023. 303 í stað 4.023.202, og verði skráð við Tangabryggju 6-12 og Naustabryggju 17-19 og 31-33.                                            Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 10. 12. 2014, samþykkt í borgarráði þann 18. 12. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 09. 02. 2015

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

79. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN049260

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Tangabryggja 3, 11, 6-8, 10-12, Naustabryggja 31-33, 15A og 15B, eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 15. 04. 2015.  Lóðin Tangabryggja 3 (staðgr. 4.023.302, landnr. 216756) er  2640 m² teknir eru  1094 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), teknir eru 1546 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 6-12  og Naustabryggja 17-19 og 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Tangabryggja 11 (staðgr. 4.023.301, landnr. 216247) er 1789 m², teknir eru 1173 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), teknir eru 616 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 17-19 og 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Tangabryggja 6-8 (staðgr. 4.023.402, landnr. 216249) er  969 m², teknir eru  969 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Naustabryggja 15A (staðgr. 4.023.404, landnr. 216757) er 1188 m², teknir eru  1188 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33, lóðin verður  0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Naustabryggja 15B (staðgr. 4.023.403, landnr. 216758) er 1188 m², bætt er við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) tveim skikum 66 m² + 66 m² alls 132 m², lóðin verður 1320 m² og fær staðgreininn 4.023. 304 í stað 4.023.403. Lóðin Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33 (staðgr. 4.023.202, landnr. 186176) er  2043 m², bætt er 2500 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) , bætt er 1546 m² við lóðina frá Tangabryggju 3, bætt er 616 m² við  lóðina frá Tangabryggju 11, bætt er 969 m² við  lóðina frá Tangabryggju 6-8, bætt er 1188 m² við  lóðina frá Naustabryggju 15A, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður  8863 m² og fær staðgreininn 4.023. 303 í stað 4.023.202, og verði skráð við Tangabryggju 6-12 og Naustabryggju 17-19 og 31-33. Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 10. 12. 2014, samþykkt í borgarráði þann 18. 12. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 09. 02. 2015

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

80. Rafstöðvarvegur 19 (04.25-.-98) 110963 Mál nr. BN049264

Óskað er eftir því að matshluti 01, fastanúmer 204-4107 fái tölusetninguna Rafstöðvarvegur 17 til aðgreiningar frá hinni eigninni á lóðinni sem heldur tölusetningunni Rafstöðvarvegur 19.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

81. Sogavegur 162 (01.831.002) 108494 Mál nr. BN049278

Björn Ingi Franz Halldórsson, Sogavegur 162, 108 Reykjavík

Atli Guðmundsson, Laugavegur 40, 101 Reykjavík

Brynhildur Sverrisdóttir, Laugavegur 40, 101 Reykjavík

Eigendur fasteigna að Sogavegi 162 óska eftir að fastanúmer 203-5850 fái tölusetninguna Sogavegur 162A, fastanúmer 232-7433 haldi tölusetningunni Sogavegur 162.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

82. Tangabryggja 10-12 (00.000.000) 186176 Mál nr. BN049259

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Tangabryggja 3, 11, 6-8, 10-12, Naustabryggja 31-33, 15A og 15B, eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 15. 04. 2015.  Lóðin Tangabryggja 3 (staðgr. 4.023.302, landnr. 216756) er  2640 m² teknir eru  1094 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), teknir eru 1546 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 6-12  og Naustabryggja 17-19 og 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Tangabryggja 11 (staðgr. 4.023.301, landnr. 216247) er 1789 m², teknir eru 1173 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), teknir eru 616 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 17-19 og 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Tangabryggja 6-8 (staðgr. 4.023.402, landnr. 216249) er  969 m², teknir eru  969 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Naustabryggja 15A (staðgr. 4.023.404, landnr. 216757) er 1188 m², teknir eru  1188 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33, lóðin verður  0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Naustabryggja 15B (staðgr. 4.023.403, landnr. 216758) er 1188 m², bætt er við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) tveim skikum 66 m² + 66 m² alls 132 m², lóðin verður 1320 m² og fær staðgreininn 4.023. 304 í stað 4.023.403. Lóðin Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33 (staðgr. 4.023.202, landnr. 186176) er  2043 m², bætt er 2500 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) , bætt er 1546 m² við lóðina frá Tangabryggju 3, bætt er 616 m² við  lóðina frá Tangabryggju 11, bætt er 969 m² við  lóðina frá Tangabryggju 6-8, bætt er 1188 m² við  lóðina frá Naustabryggju 15A, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður  8863 m² og fær staðgreininn 4.023. 303 í stað 4.023.202, og verði skráð við Tangabryggju 6-12 og Naustabryggju 17-19 og 31-33.                                           Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 10. 12. 2014, samþykkt í borgarráði þann 18. 12. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 09. 02. 2015

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

83. Tangabryggja 11 (04.023.301) 216247 Mál nr. BN049257

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Tangabryggja 3, 11, 6-8, 10-12, Naustabryggja 31-33, 15A og 15B, eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 15. 04. 2015.   Lóðin Tangabryggja 3 (staðgr. 4.023.302, landnr. 216756) er  2640 m² teknir eru  1094 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), teknir eru 1546 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 6-12  og Naustabryggja 17-19 og 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Tangabryggja 11 (staðgr. 4.023.301, landnr. 216247) er 1789 m², teknir eru 1173 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), teknir eru 616 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 17-19 og 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Tangabryggja 6-8 (staðgr. 4.023.402, landnr. 216249) er  969 m², teknir eru  969 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Naustabryggja 15A (staðgr. 4.023.404, landnr. 216757) er 1188 m², teknir eru  1188 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33, lóðin verður  0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Naustabryggja 15B (staðgr. 4.023.403, landnr. 216758) er 1188 m², bætt er við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) tveim skikum 66 m² + 66 m² alls 132 m², lóðin verður 1320 m² og fær staðgreininn 4.023. 304 í stað 4.023.403. Lóðin Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33 (staðgr. 4.023.202, landnr. 186176) er  2043 m², bætt er 2500 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) , bætt er 1546 m² við lóðina frá Tangabryggju 3, bætt er 616 m² við  lóðina frá Tangabryggju 11, bætt er 969 m² við  lóðina frá Tangabryggju 6-8, bætt er 1188 m² við  lóðina frá Naustabryggju 15A, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður  8863 m² og fær staðgreininn 4.023. 303 í stað 4.023.202, og verði skráð við Tangabryggju 6-12 og Naustabryggju 17-19 og 31-33.                                           Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 10. 12. 2014, samþykkt í borgarráði þann 18. 12. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 09. 02. 2015

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

84. Tangabryggja 3 (04.023.302) 216756 Mál nr. BN049256

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Tangabryggja 3, 11, 6-8, 10-12, Naustabryggja 31-33, 15A og 15B, eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 15. 04. 2015.  Lóðin Tangabryggja 3 (staðgr. 4.023.302, landnr. 216756) er  2640 m² teknir eru  1094 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), teknir eru 1546 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 6-12  og Naustabryggja 17-19 og 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Tangabryggja 11 (staðgr. 4.023.301, landnr. 216247) er 1789 m², teknir eru 1173 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), teknir eru 616 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 17-19 og 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Tangabryggja 6-8 (staðgr. 4.023.402, landnr. 216249) er  969 m², teknir eru  969 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Naustabryggja 15A (staðgr. 4.023.404, landnr. 216757) er 1188 m², teknir eru  1188 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33, lóðin verður  0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Naustabryggja 15B (staðgr. 4.023.403, landnr. 216758) er 1188 m², bætt er við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) tveim skikum 66 m² + 66 m² alls 132 m², lóðin verður 1320 m² og fær staðgreininn 4.023. 304 í stað 4.023.403. Lóðin Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33 (staðgr. 4.023.202, landnr. 186176) er  2043 m², bætt er 2500 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) , bætt er 1546 m² við lóðina frá Tangabryggju 3, bætt er 616 m² við  lóðina frá Tangabryggju 11, bætt er 969 m² við  lóðina frá Tangabryggju 6-8, bætt er 1188 m² við  lóðina frá Naustabryggju 15A, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður  8863 m² og fær staðgreininn 4.023. 303 í stað 4.023.202, og verði skráð við Tangabryggju 6-12 og Naustabryggju 17-19 og 31-33.                                           Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 10. 12. 2014, samþykkt í borgarráði þann 18. 12. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 09. 02. 2015

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

85. Tangabryggja 6-8 (04.023.402) 216249 Mál nr. BN049258

Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna Tangabryggja 3, 11, 6-8, 10-12, Naustabryggja 31-33, 15A og 15B, eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 15. 04. 2015.  Lóðin Tangabryggja 3 (staðgr. 4.023.302, landnr. 216756) er  2640 m² teknir eru  1094 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), teknir eru 1546 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 6-12  og Naustabryggja 17-19 og 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Tangabryggja 11 (staðgr. 4.023.301, landnr. 216247) er 1789 m², teknir eru 1173 m² af lóðinni og bætt við borgarland (landnr. 221447), teknir eru 616 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 17-19 og 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Tangabryggja 6-8 (staðgr. 4.023.402, landnr. 216249) er  969 m², teknir eru  969 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Naustabryggja 15A (staðgr. 4.023.404, landnr. 216757) er 1188 m², teknir eru  1188 m² af lóðinni og bætt við lóðina Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33, lóðin verður  0 m² og verður afmáð úr skrám. Lóðin Naustabryggja 15B (staðgr. 4.023.403, landnr. 216758) er 1188 m², bætt er við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) tveim skikum 66 m² + 66 m² alls 132 m², lóðin verður 1320 m² og fær staðgreininn 4.023. 304 í stað 4.023.403. Lóðin Tangabryggja 10-12 og Naustabryggja 31-33 (staðgr. 4.023.202, landnr. 186176) er  2043 m², bætt er 2500 m² við lóðina úr borgarlandi (landnr. 221447) , bætt er 1546 m² við lóðina frá Tangabryggju 3, bætt er 616 m² við  lóðina frá Tangabryggju 11, bætt er 969 m² við  lóðina frá Tangabryggju 6-8, bætt er 1188 m² við  lóðina frá Naustabryggju 15A, leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin verður  8863 m² og fær staðgreininn 4.023. 303 í stað 4.023.202, og verði skráð við Tangabryggju 6-12 og Naustabryggju 17-19 og 31-33.                                           Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 10. 12. 2014, samþykkt í borgarráði þann 18. 12. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 09. 02. 2015

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

86. Álfheimar 42 (01.431.101) 105202 Mál nr. BN049221

Inga Dröfn Benediktsdóttir, Unufell 28, 111 Reykjavík

Spurt er hvort stækka megi dyraop milli gangs og stofu með því að fjarlægja súlu milli tveggja dyraopa í íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42 við Álfheima.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

87. Álfheimar 62-66 (01.434.102) 105287 Mál nr. BN049252

Aðalheiður Lind Þorsteinsdóttir, Álfheimar 66, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að útbúa sólpall framan við íbúð á 1. hæð með skjólveggjum eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 62-66 við Álfheima.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

88. Ásholt 2-42 (01.242.005) 103030 Mál nr. BN049204

Kristinn Pétursson, Klapparhlíð 7, 270 Mosfellsbær

Spurt er hvort breyta megi atvinnu-/verslunarhúsnæði í stúdíóíbúðir fyrir gistirými til útleigu í skammtíma- eða langtíma útleigu með aðgangi frá Laugavegi í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2-42 við Ásholt.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

89. Brautarholt 7 (01.242.004) 103029 Mál nr. BN049226

Freyr Frostason, Brúnastekkur 10, 109 Reykjavík

Spurt er hvort stærð svala eins og sýndar eru á meðfylgjandi teikningum uppfylli kröfur byggingareglugerðar í stúdentagörðum á lóð nr. 7 við Brautarholt.

Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir frá Eflu verkfræðistofu dags. 26. mars 2015

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

90. Fjólugata 17 (01.185.516) 102206 Mál nr. BN049193

Norska sendiráðið, Pósthólf 250, 121 Reykjavík

Hjalti Sigmundsson, Brúnás 9, 210 Garðabær

Spurt er hvort nota megi bárujárn í stað asbestplatna við endurnýjun þakklæðningar og hvort sækja þurfi um byggingarleyfi vegna þessara útlitsbreytinga á norska sendiráðinu á lóð nr. 17 við Fjólugötu.

Jákvætt.

91. Gnoðarvogur 66 (01.444.206) 105539 Mál nr. BN049209

Jón Þrándur Stefánsson, Gnoðarvogur 66, 104 Reykjavík

Kristín Stefánsdóttir, Laugarásvegur 29a, 104 Reykjavík

Spurt er hvort hvort leyft yrði stækka kjallaraíbúð sem nemur sameiginlegu þvottahúsi, til að breyta innra skipulagi í kjallaraíbúð, breyta gluggum og útbúa nýjan inngang að kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 66 við Gnoðarvog.

Afgreitt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

92. Grenimelur 5 (01.541.403) 106344 Mál nr. BN049227

Bára Hauksdóttir, Grenimelur 26, 107 Reykjavík

Spurt er af hverju sé "ósamþykkt íbúð" rými 0002 í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 5 við Grenimel. 

Nei.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

93. Heiðargerði 9 (01.801.005) 107603 Mál nr. BN049184

Gunnar Óli Sigurðsson, Fellsmúli 16, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að stækka hús á lóð nr. 9 við Heiðargerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.

94. Hvammur (52.000.070) 125856 Mál nr. BN048668

Pétur Jökull Hákonarson, Hvammur, 116 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi 100 fermetra starfsmannahús fyrir fjóra starfsmenn í Hvammi á Kjalarnesi, landnúmer 125856.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.

95. Hæðargarður 46 (01.819.103) 108242 Mál nr. BN049253

Kristján Rafn Harðarson, Hólmgarður 23, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak og byggja kvisti eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 46-48 við Hæðargarð.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

96. Kaplaskjólsvegur37-43 (01.525.004) 106061 Mál nr. BN049213

Sara Hrund Einarsdóttir, Kaplaskjólsvegur 39, 107 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að færa eldhús inn í borðstofu í íbúð 0401 í húsinu á lóð nr. 39 við Kaplaskjólsveg.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

97. Leifsgata 30 (01.195.304) 102618 Mál nr. BN049095

Erla Stefánsdóttir, Leifsgata 30, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja ofan á viðbygginu á húsi á lóð nr. 30 við Leifsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2015.

98. Óðinsgata 4 (01.180.304) 101715 Mál nr. BN049223

Andri Sigurðsson, Baugakór 2, 203 Kópavogur

Spurt er hvort leyft yrði að breyta rými 0201 sem í dag er skráð tannlæknastofa í íbúð í húsinu á lóð nr. 4 við Óðinsgötu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

99. Ránargata 9A (01.136.204) 100540 Mál nr. BN049071

Sólveig Guðmundsdóttir Karlsson, Ránargata 9a, 101 Reykjavík

Spurt er hvort samþykki fáist fyrir þegar innréttaðri íbúð á 1. hæð, nýjum glugga á norðurhlið og viðbyggingu við geymslu í bakgarði við hús á lóð nr. 9A við Ránargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.

100. Skaftahlíð 38 (01.274.102) 103641 Mál nr. BN049255

Þórir Jósef Einarsson, Skaftahlíð 38, 105 Reykjavík

Unnur Ragnarsdóttir, Skaftahlíð 38, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að fjarlægja timburstiga og loka opinu á milli 2. og 3. hæðar í húsinu á lóð nr. 38 við Skaftahlíð.

Tölvupóstur dags. 20. mars. 2015 og teikning frá öðru embætti fylgir. 

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

101. Suðurhlíð 35 (01.788.101) 107558 Mál nr. BN049158

Smári Kristinsson, Álfaskeið 59, 220 Hafnarfjörður

Sigurður Rúnar Ívarsson, Ásland 5, 270 Mosfellsbær

Kolbrún B Kjartansdóttir, Álfaskeið 59, 220 Hafnarfjörður

Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta skrifstofurýmum í íbúðarherbergi til skammtímaleigu (gististað) til ferðafólks í húsnæðinu á lóð nr. 35 við Suðurhlíð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.

102. Tangarhöfði 9 (04.063.406) 110658 Mál nr. BN049159

Sturla Þór Jónsson, Þorláksgeisli 29, 113 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að gera gistiheimili í efri og neðri hæð hússins á lóð nr. 9 við Tangarhöfða.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2015.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15:05

Nikulás Úlfar Másson

Björn Kristleifsson

Björgvin Rafn Sigurðarson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir