Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2015, miðvikudaginn 1. apríl kl. 09:10, var haldinn 102. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimar. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Stefán Agnar Finnsson, Harri Ormarsson, og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 348 frá 23. mars 2015.
Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu bs. og Eyþóra Geirsdóttir frá skrifstofu borgarlögmanns kynna fundargerð.
2. Umhverfis- og skipulagsráð, skýrsla náttúruverndarnefndar 2014. Mál nr. US150087
Lögð fram skýrsla náttúruverndarnefndar til Umhverfisstofnunar vegna ársins 2014.
Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri skrifstofu umhverfisgæða tekur sæti undir þessum lið.
3. Guðrúnartún, stöðubann (USK2015030079) Mál nr. US150092
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. mars 2015 varðandi stöðubann við norðurkant Guðrúnartúns.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.
4. Borgartún 6, stæði fyrir hreyfihamlaða (USK2015030048) Mál nr. US150085
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. mars 2015 varðandi bílastæði fyrir fatlaða við Borgartún 6.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.
(F) Framkvæmdir og frumathuganir
5. Leiksvæði torg og opin svæði 2015, kynning Mál nr. US150075
Kynning á framkvæmdum verkefna á leikvöllum, torgum og opnum svæðum árið 2015.
Kynnt.
Ólafur Ólafsson deildarstjóri skrifstofu framkvæmda og viðhalds tekur sæti undir þessum lið.
(A) Skipulagsmál
6. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 27. mars 2015.
7. Miklabraut/Rauðagerði, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN151880
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. mars 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi norðan Rauðagerðis. Í breytingunni fellst breyting á fyrirkomulagi og staðsetningu á jarðvegmönum, hækkun á núverandi jarðvegsmönum um 1-3 metra, bæta við strætórein í tengslum við biðskýli við Miklubraut o.fl., samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 16. mars 2015. Einnig er lögð fram skýrsla Landmótunar ódags.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Vísað til borgarráðs.
8 Kjalarnes, Saltvík landnr. 125744, lóð undir dreifistöð OR (33.5) Mál nr. SN150172
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 19. mars 2015 um nýja 16 fm. lóð undir spennistöð í landi Saltvíkur, landnr. 125744 (dreifistöð nr. 935 Söðlagerði) skv. lóðarblaði Argos, ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2015.
Umhverfis- og skipulagsráðs gerir ekki skipulagslega athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2015.
Samþykkt.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.
9. Reitur 1.172.2, Laugavegur 34a og 36, breyting á deiliskipulagi (01.172.2) Mál nr. SN150174
Lantan ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Lantan ehf. dags. 25. mars 2015 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna Laugavegs 34a og 36. Í breytingunni felst að byggja kjallara undir bakhús við Laugaveg 34a og 36, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 25. mars 2015. Einnig er lagt fram bréf Hilmars Kristinssonar og Rannveigu Einarsdóttur dags. 27. mars 2015.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir fallast ekki á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Ólafur Kr. Guðmundsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.
10. Reitur 1.254, Kennaraskóli - Bólstaðarhlíð, lýsing (01.27) Mál nr. SN150130
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. mars 2015 samkv. 1. mgr. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 varðandi uppbyggingu á hluta af þróunarsvæði 33 í Aðalskipulagi Reykjavíkur, deiliskipulagi reits 1.254 Kennaraskóli-Bólstaðahlíð.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og hverfisráðs Hlíða.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.
11. Fossvogsdalur, lýsing (01.855) Mál nr. SN150179
Kynnt drög að lýsingu Landmótunar dags. 23. mars 2015 fyrir heildarskipulag Fossvogsdals. Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa ákveðið að gera sameiginlegt deiliskipulag fyrir allan Fossvogsdalinn. Skipulagssvæðið er að stærstum hluta útivistarsvæði en innan þess eru einnig íþróttasvæði, gróðrarstöðvar, skólar og hverfisverndarsvæði.
Yngvi Þór Loftsson fulltrúi Landmótunar kynnir.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 821 frá 31. mars 2015.
13. Hafnarstræti 17, Hótel - veitingarekstur (01.118.502) Mál nr. BN048060
Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 50 herbergjum úr steinsteypu með mansardþaki sem verður tengt við nýbyggingu á lóðinni Hafnarstræti 19, norðan og vestan við verndað timburhús sem fyrir er á lóð og verður endurbyggt í upprunalegri mynd með hótelherbergum á efri hæðum og morgunverðasal i hlöðnum steinkjallara, á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014.
Einnig fylgir greinargerð vegna hljóðvistar dags. í nóvember 2014, brunahönnun frá Mannvit dags. 2. febrúar 2015, útreikningur á varmatapi dags. 3. febrúar 2015, skýrsla um ástandsskoðun og prófanir frá Mannvit dags. 22. janúar 2015, minnisblöð frá verkfræðistofunni Hnit dags. 8. apríl, 18. júlí, 18. nóvember og 21. og 27. nóvember 2014 og 20. janúar 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. september og 4. desember 2014 og 12. janúar og 9. febrúar 2015 og 23. febrúar 2015, bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. febrúar 2015 og bréf frá verkfræðistofunni Hnit dags. 9. febrúar 2015, bréf frá hönnuði dags. 19. febrúar 2015 og umsögn fagrýnihóps byggingarfulltrúa dags. 20. mars 2015.
Uppdrættir THG, dags. 22. júlí 2014. Tölvumynd THG.
Áður samþykkt niðurrif: 225,2 ferm., 686,9 rúmm.
Stækkun: 1.439,9 ferm., 4.990,4rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.823
Kynnt.
Björn Stefán Hallson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Hafnarstræti 19, Hótel - verslunarrekstur (01.118.503) Mál nr. BN048059
Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 50 herbergjum sem verður tengt við hús á lóðinni í Hafnarstræti 17, sótt er um að rífa húsið vegna bágs ástands á steypuvirki og byggja nýbyggingu þar sem frontur að Hafnarstræti verður endurbyggður í núverandi mynd, steinsteypt og einangrað að innan, verslunarrými á jarðhæð með flötu þaki og verður 4. hæð inndregin Hafnarstrætismegin á lóð nr. 19 við Hafnarstræti. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. febrúar 2015, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015, umsögn fagrýnihóps dags. 20. mars 2015 og minnisblað byggingarfulltrúa Reykjavíkur um afstöðu um skilyrði fyrir niðurrifi hússins dags. 30. mars 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014. Einnig fylgir greinargerð vegna hljóðvistar dags. í nóvember 2014, brunahönnun frá Mannvit dags. 2. febrúar 2015, útreikningur á varmatapi dags. 3. febrúar 2015, skýrsla um ástandsskoðun og prófanir frá Mannvit dags. 22. janúar 2015, minnisblöð frá verkfræðistofunni Hnit dags. 8. apríl, 18. júlí, 18. nóvember og 21. og 27. nóvember 2014 og 20. janúar 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. september og 4. desember 2014 og 12. janúar, 9. febrúar 2015 og 23. febrúar 2015, bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. febrúar 2015 og bréf frá verkfræðistofunni Hnit dags. 9. febrúar 2015 fylgja erindi. Niðurrif: 1108,3 ferm., 3.645,0 rúmm.
Stærðir nýs hús: XX ferm. , XX rúmm. Gjald kr. 9.500
Pétur Ármannsson frá Minjastofnun Reykjavíkur og Margrét Þormar verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.
Björn Stefán Hallson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Austurbakki 2, Bílakjallari og fjölbýlishús (01.119.801) Mál nr. BN048688
Landstólpar þróunarfélag ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílakjallara með 120 stæðum á reit 1 og 2 og 1. áfanga, sem eru tvö samtengd sex hæða steinsteypt fjölbýlishús með 49 íbúðum á reit 1 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Erindi fylgir brunahönnun og greinargerð um hljóðvist frá Verkís dags. í desember 2014, yfirlit yfir fornminjar á svæðinu frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags. 8. júní 2014 og umsögn um hugsanlega fornleifafundi frá Minjastofnun Íslands dags. 2. júlí 2014.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015 og umsögn fagrýnihóps byggingarfulltrúa dags. 20. mars 2015.
Stærð: Kjallari 357 ferm., bílakjallari (B-rými) 3.897,8 ferm., 1. hæð1.098,1 ferm., 2. hæð 995,2 ferm., 3. hæð 992,1 ferm., 4. og 5. hæð 1.011,8 ferm., 6. hæð 794,6 ferm.
Samtals A-rými: 6.260,6 ferm., 27.480,9 rúmm.
Samtals B-rými: 4.226,7 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.500
Kynnt.
Björn Stefán Hallson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Tryggvagata 13, Fjölbýlishús (01.117.407) Mál nr. BN048982
T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, 40 íbúða, 6 hæða fjölbýlishús með bílakjallara fyrir 12 bíla og verslunar- og þjónusturými á 1. hæð á lóð nr 13 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir leiðnitapsútreikningur dags. 4. mars 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn fagrýnihóps byggingarfulltrúa dags. 17. mars 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2015.
Stærð: 4.905,9 ferm., 14.887,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Kynnt.
Björn Stefán Hallson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Neshagi 16, Breyting inni 1-3 hæð - varaaflstöð og kælibúnaður (01.542.212) Mál nr. BN048581
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1. 2. og 3. hæð og koma fyrir rými fyrir kælibúnað og varaaflstöð við norðurhlið húss á lóð nr. 16 við Neshaga. Erindi var grenndarkynnt frá 29. janúar til og með 26. febrúar 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húseigendur að Neshaga 14 dags. 22. febrúar 2015. Einnig er lögð fram fundargerð vegna fundar með athugasemdaraðilum dags. 31. mars 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015. Stærð varaaflstöðvarhúss mhl. 03 er 6,0 ferm. , 13,0 rúmm. og kælibúnaðarhúss 02 er 5,3 ferm., 11,7 rúmm. Gjald kr. 9.500
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2015.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingafulltrúa.
Margrét Þormar verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.
(C) Fyrirspurnir
18. Austurbakki 2, reitur 1 og 2, (fsp) breyta greinargerð Mál nr. SN150169
Landstólpar þróunarfélag ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík
PK-Arkitektar ehf., Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Landstólpa Þróunarfélags ehf. dags. 24. mars 2015 um breytingu í greinargerð varðandi uppbrot húshliða í Reykjastræti, samkvæmt tillögu PK-arkitekta ehf. dags. 24. mars 2015. Einnig er lagt fram bréf Arnhildar Pálmadóttur ark. f.h. Landstólpa Þróunarfélags ehf. dags. 24. mars 2015.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.
19. Úlfarsfell, (fsp) kirkjugarður (02.6) Mál nr. SN140481
Kirkjugarðar Reykjavíkur, Suðurhlíð, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 11. september 2014 varðandi kirkjugarð í Úlfarsfelli. Einnig er lögð fram greinargerð Helga Geirharðssonar f.h. stýrihóps um uppbyggingu á Hlíðarenda um mun á kostnaði við uppbyggingu kirkjugarðs vegna jarðvegsflutninga í Úlfarsfelli eða í Geldinganesi. Jafnframt er lagt fram minnisblað Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 3. desember 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2015.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2015 samþykkt.
20. Skólavörðustígur 8, (fsp) veitingastaður í flokki II (01.171.2) Mál nr. SN150152
Jóhann Jónsson, Hlíðarbyggð 51, 210 Garðabær
Lögð fram fyrirspurn Jóhanns Jónssonar dags. 18. mars 2015 varðandi leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II í rými 0102 og 0103 fyrir 50 gesti í húsinu á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.
21. Skólavörðustígur 21A, (fsp) breyting á notkun/starfssemi Mál nr. SN150154
Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf. dags. 18. mars 2015 varðandi rekstur gistiheimilis í flokki II á efri hæðum hússins á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg ásamt stækkun á veitingahúsi jarðhæðar sem yrði í flokki II, samkvæmt tillögu Zeppelin ehf. dags. 17. mars 2015. Einnig er lagt fram bréf Zeppelin ehf. dags. 17. mars 2015.
Frestað.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
22. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja 2015 Mál nr. US150002
Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagsviðs að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2015.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.
Margrét Þormar verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.
23. Hávaðasamar framkvæmdir í jarðvinnu byggingarframkvæmda, drög að reglum/skilyrðum Mál nr. US150089
Lögð fram drög að reglum/skilyrðum fyrir hávaðasamar framkvæmdir í jarðvinnu byggingarframkvæmda.
Frestað.
24. Afnot af borgarlandi utan framkvæmdalóða, Mál nr. US150090
Kynnt tillaga að breyttum verklagsreglum varðandi afnot af borgarlandi utan framkvæmdalóða.
Frestað.
25. Ársskýrsla byggingarfulltrúa, ársskýrsla 2014 Mál nr. US150088
Lögð fram til kynningar ársskýrsla byggingarfulltrúa Reykjavíkur fyrir árið 2014.
Frestað
26. Bílastæðakort íbúa í Reykjavík, endurskoðaðar reglur Mál nr. US150079
Bílastæðasjóður Reykjavíkurborg, Vonarstræti 4, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf bílastæðasjóðs dags. 16. janúar 2015 vegna samþykktar bílastæðanefndar frá 9. janúar 2015 um að óska eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um endurskoðaðar reglur um bílastæðakort íbúa (íbúakort) í Reykjavík. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. mars 2015.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. mars 2015 samþykkt.
27. Háaleitisbraut og Grensásvegur, fundargerð Mál nr. US150081
Lögð fram fundargerð dags. 16. mars 2015 vegna opins íbúafundar um Háaleitisbraut og Grensásveg fimmtudaginn 12. mars 2015.
28. Aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki, skýrsla starfshóps (USK2015020066) Mál nr. US150054
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. febrúar 2015 vegna samþykktar borgarráðs frá 19. febrúar 2015 um að vísa skýrslu starfshóps dags. 16. febrúar 2015 um aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki til umfjöllunar og umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. mars 2015.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23.mars 2015 samþykkt.
29. Mosgerði 7, kæra 20/2015 (01.815.5) Mál nr. SN150166
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. mars 2015 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að beita ekki þvingunarúrræðum vegna óleyfisframkvæmda í kjallaraíbúð á lóð nr. 7 við Mosgerði, Reykjavík, á þeim grundvelli að ekki hafi verið um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir að ræða. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
30. Fróðengi 1-11, Spöngin 43, kæra 5/2010, umsögn, úrskurður (02.376) Mál nr. SN100066
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 18. febrúar 2010, ásamt kæru, dags. 28. janúar 2010, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Spangarinnar varðandi Fróðengi 1-11 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 31. ágúst 2010. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. mars 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.
31. Laugavegur 12B og 16, breyting á deiliskipulagi (01.171.4) Mál nr. SN140492
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfjörður
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. mars 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 19. mars 2015 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðanna nr. 12B og 16 við Laugaveg.
33. Holtavegur 32, breyting á deiliskipulagi (01.393) Mál nr. SN150117
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. mars 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 19. mars 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Laugardals austurhluta vegna lóðarinnar nr. 32 við Holtaveg.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:15
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir
Gísli Garðarsson Ólafur Kr. Guðmundsson
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2015, þriðjudaginn 31. mars kl. 11:02 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 821. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir og Óskar Torfi Þorvaldsson
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurstræti 8-10 (01.140.404) 100847 Mál nr. BN049115
Reitir III ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að leggja loftræsistokk með útblæstri yfir mæni frá eldhúsi í rými 0103 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 8-10 við Austurstræti.
Gjald kr. 9.823
Synjað.
Samræmist ekki 1. mgr. gr. 6.1.1 byggingarreglugerðar 112/2012 með síðari breytingum.
2. Austurstræti 8-10 (01.140.404) 100847 Mál nr. BN049114
Reitir III ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki á lokun milli kjallara Austurstrætis 8-10 og Austurstrætis 6, þessi lokun var samþykkt 2010 fyrir húsið á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
3. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN048927
EH Fasteignir ehf., Hallarmúla 1, 108 Reykjavík
Hallarmúli ehf., Hallarmúla 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga eignum úr tveimur í þrjár í matshluta 01 á 2. hæð rýmisnúmer 0201, sbr. erindi BN041990, í húsi á lóð nr. 5 við Ármúla.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 19. mars 2015 og samþykki meðeigenda.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Bárugata 30 (01.135.219) 100468 Mál nr. BN048813
Ásgeir Westergren, Bárugata 30, 101 Reykjavík
María Elísabet Pallé, Bárugata 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná og klæða með bárujárni einbýlishús á lóð nr. 30 við Bárugötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. febrúar 2015 og fsp. BN048834 dags. 17. febrúar 2015..
Stækkun: xx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr.1 og 2 dags. 17. mars 2015.
5. Bergstaðastræti 13 (01.180.309) 101720 Mál nr. BN048932
Hár og heilsa ehf., Bergstaðastræti 13, 101 Reykjavík
Dóróthea Magnúsdóttir, Óðinsgata 8, 101 Reykjavík
Hugrún Stefánsdóttir, Breiðagerði 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsnæði rými 0101 sem áður var atvinnuhúsnæði í hárgreiðslustofu í húsinu á lóð nr. 13 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu. Umsóknin er afturkölluð af hönnuði með bréfi frá 20. mars 2015.
Gjald kr. 9.823
Afgreitt
6. Bergþórugata 14A (01.192.017) 102523 Mál nr. BN049143
Oddur Guðjón Pétursson, Reykjahlíð 12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja þak og hækka það um 50 cm, breyta innra skipulagi ósamþykktrar íbúðar, bæta við þremur kvistum og svölum, sbr. fyrirspurn dags. 16. september 2015, á fjölbýlishúsi á lóð nr. 14A við Bergþórugötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Bergþórugata 21 (01.190.217) 102420 Mál nr. BN049046
Samhugur ehf, Langagerði 116, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja svalir og kvisti og innrétta íbúð í risi, samanber fyrirspurn BN048643 dags. 13. janúar 2015, húss á lóð nr. 21 við Bergþórugötu.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. mars 2015. Jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa fylgdi fsp. BN048693.
Stærð: 289,4 ferm., 792,3 rúmm.
Þar af stækkun 90,4 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Bíldshöfði 9 (04.062.001) 110629 Mál nr. BN049126
Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 1. og 2. hæð þar sem fjarlægð hafa verið milliloft og veggir í mhl. 01 í húsinu á lóð nr. 9 við Bíldshöfða .
Minnkun millilofta : XX ferm. og fjölgun á brúttórúmm. XX rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN048986
Höfðahótel ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áfangaskilum, minnka 4. áfanga og stækka 5. áfanga, sjá erindi BN042394, í bílakjallara á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
10. Bragagata 38A (01.186.629) 102324 Mál nr. BN049075
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á breytingum á erindi BN048356 sem felast í að ekki eru byggðir kvistir, aðeins breytt innanhúss og komið fyrir flóttastiga á austurhlið húsi á lóð nr. 38A við Bragagötu.
Erindi BN048356 var grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Dugguvogur 8-10 (01.454.002) 105618 Mál nr. BN049025
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hjólabrettasal í húsi nr. 8 á lóð nr. 8-10 við Dugguvog.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal eignaskiptayfirlýsingu vegna lóðar eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
12. Einarsnes 36 (01.672.001) 106792 Mál nr. BN048966
Skerjaver, Einarsnesi 36, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslun á 1. hæð í mhl. 01 í kaffihús í flokki II, gestir 15, aðstöðu fyrir reiðhjólaviðgerðir og koma fyrir nýjum gluggum á vesturhlið og setja nýja skábraut á lóð nr. 36 við Einarsnes.
Samþykki meðlóðarhafa á teikningu og í tölvupósti dags. 2. mars 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 11 mars 2015 fylgja erindi, einnig jákvæð fyrirspurn BN048760 dags. 10. febrúar 2015.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
13. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN048804
Fákafen ehf., Fákafeni 11, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki II, tegund c - gistiskáli - tímabundið á sumrin þar sem tónlistarskóli og salur er á veturna í rými 0201 sbr. fyrirspurn BN048227 sem fékk jákvæða umsögn 30. september 2014 í húsi á lóð nr. 11 við Fákafen.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 27. janúar 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
14. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN048803
Húsfélagið Fákafeni 11, Fákafeni 11, 108 Reykjavík
ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum og fjölgun eigna í húsi á lóð nr. 11 við Fákafen.
Meðfylgjandi er tölvupóstur dags. 12. október 2012, bréf hönnuðar dags. 27. janúar 2015, og annað dags. 13. febrúar 2015 og enn annað dags. 26.2. 2015 og bréf hönnuðar dags.24. mars 2015
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Flókagata Miklatún (01.248.-99) 103419 Mál nr. BN048642
Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir upplýsingaskilti, 130 x 270 cm fyrir Kjarvalsstaði á graseyju milli bílastæða við listasafnið og Flókagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2015 og umsögn samgöngudeildar dags. 26. mars 2015 og umsögn skrifstofu reksturs og umhirðu dags. 30. mars 2015.
Gjald kr. 9.500
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Vísað til umsagnar samgöngudeildar dags. 26. mars 2015 og umsagnar skrifstofu reksturs og umhirðu dags. 30. mars 2015.
16. Guðrúnartún 1 (01.216.101) 186531 Mál nr. BN049129
Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík
Efling stéttarfélag, Sætúni 1, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á áður samþykktu erindi BN046628 þannig að breytingar eru á innra skipulagi og stækkun í kjallara hússins á lóð nr. 1 við Guðrúnartún.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Hallveigarstígur 2 (01.180.201) 101689 Mál nr. BN048975
Ólöf Berglind Halldórsdóttir, Lækjargata 3, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og til að festa stálpall á útvegg suðurhliðar vegna björgunarops í húsinu á lóð nr. 2 við Hallveigarstíg.
Jákvæð fyrirspurn BN048744 fyrir gististað í flokki II til III fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Haukdælabraut 60 (05.114.704) 214806 Mál nr. BN048965
Þorbergur Dagbjartsson, Hamratangi 12, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús með flötu þaki á lóð nr. 60 við Haukdælabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2015, einnig varmatapsútreikningur dags. 21. mars 2015.
Stærð hús: 1. hæð 141,6 ferm. 2. hæð 112,1 ferm. Bílgeymsla 36,5 ferm. Samtals 290,2 ferm., 979,1 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Háaleitisbraut 68 (01.727.301) 107329 Mál nr. BN049120
DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að innrétta matvælavinnslu í geymslusvæði í kjallara rými 0003 og breyta fyrirkomulagi stafsmannaaðstöðu og ræstingu í húsinu á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN049136
JL Holding ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048003 þannig að innra skipulagi er breytt, komið er fyrir eldhúsi með matsal, innréttaður salur fyrir líkamsræktaraðstöðu og endurskoðuð brunamál á 4. og 5 hæð, fækkað er brunastigum á suðurhlið úr tveimur í einn, leyfilegur gestafjöldi er aukinn úr 187 í 236 og herbergjum fjölgað úr 52 í 61 herbergi í gistiskála í húsi á lóð nr. 121 við Hringbraut
Bréf frá hönnuði dags. 24. mars. 2015 og bréf frá umsækjanda um rekstur hótels.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN049142
Nýr Landspítali ohf., Barónsstíg 47, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta flóttaleið vegna byggingar sjúkrahótels, fjarlægja svalir á norðurhlið og byggja flóttastiga á vesturhlið kvennadeildar, C-álmu, mhl. 04, á lóð Landspítalans við Hringbraut.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
22. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN049124
Nýr Landspítali ohf., Barónsstíg 47, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu umferðar- og tæknigöng, mhl. 44, milli sjúkrahótels og húss 2, kvennadeildarhúss, mhl. 25 annars vegar og tæknigöng, mhl. 43, milli sjúkrahótels og húss 1, K-byggingar, mhl. 37 hins vegar, við Landspítalann við Hringbraut á lóð nr. 47 við Barónsstíg.
Stærðir samtals mhl. 43 og mhl. 44: 328,4 ferm., 1.076,8 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Lagfæra skráningu.
23. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN049127
Nýr Landspítali ohf., Barónsstíg 47, 101 Reykjavík
Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sjúkrahótel á fjórum hæðum með 75 herbergjum fyrir 96 sjúklinga, steinsteypt, einangrað að utan og klætt granítskífum, norðan byggingar kvennadeildar á lóð Landsspítalans við Hringbraut.
Erindi fylgir brunahönnun frá Verkís dags. í mars 2015.
Samtals A-rými: 4.258,2 ferm., 14.591,5 rúmm.
B-rými: 23,4 ferm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
24. Hverfisgata 12 (01.171.001) 101347 Mál nr. BN048882
Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sæmundur í sparifötunum ehf., Skúlagötu 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta veitingasal í norðurhorni í kaffiaðstöðu starfsfólks í veitingastað í húsi á lóð nr. 12 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
25. Hæðargarður 18 (01.818.101) 108176 Mál nr. BN049042
Helgi Heiðar Stefánsson, Hæðargarður 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja kvisti og breyta fyrirkomulagi og fjarlægja veggi við eldhús og alrými á 2. hæð í húsi nr. 18 á lóð nr. 18-20 við Hæðargarð.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda.
Stækkun: 57,6 ferm., 97,0 rúmm.
Eftir stækkun: 211,8 ferm., 612,0 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
26. Hæðargarður 20 (01.818.102) 108177 Mál nr. BN049043
Hækkun ehf., Klettási 19, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja kvisti og breyta fyrirkomulagi og fjarlægja veggi við eldhús og alrými á 2. hæð í húsi nr. 20 á lóð nr. 18-20 við Hæðargarð.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda.
Stækkun: 56,1 ferm., 105,0 rúmm.
Eftir stækkun: 211,8 ferm., 612,0 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
27. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN049066
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN045814 þannig að útfærslu á flóttaleiðum frá 2.hæð niður á 1. hæð verður breytt þannig að komið verður fyrir hurð út í undirgöng í millibyggingu T-mn í húsi á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Ísleifsgata 28-36 (05.113.105) 214836 Mál nr. BN049125
Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt raðhús með 5 íbúðum á tveimur hæðum á lóð nr. 28-36 við Ísleifsgötu.
Stærðir húsa: mhl. 01. 147,4 ferm., 466,7 rúmm.
mhl. 02. 145,8 ferm., 461,9 rúmm.
mhl. 03. 145,8 ferm., 461,9 rúmm.
mhl. 04. 145,8 ferm., 461,9 rúmm.
mhl. 05. 145,8 ferm., 461,9 rúmm.
Samtals: 730,6 ferm., 2.314,3 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Kjalarvogur 5 (01.424.401) 178219 Mál nr. BN049070
Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingar við norðvestur- og suðvesturhorn atvinnuhúss á lóð nr. 5 við Kjalarvog.
Stækkun: 260,8 ferm., 1.791,3 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Klapparstígur 30 (01.171.108) 101374 Mál nr. BN048637
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að endurbyggja hús sem fyrir er á nýjum kjallara sem er hluti steinsteyptrar viðbyggingar sem er fjórar hæðir og kjallari með verslun á jarðhæð og í kjallara og sex íbúðum á 2. til 4. hæð á lóð nr. 30 við Klapparstíg.
Erindi fylgir greinargerð hönnunarstjóra, yfirlýsing um hönnun raflagna, yfirlýsing um hönnun lagna og burðarvirkis, útreikningur á varmatapi dags. 5. janúar 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. febrúar 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.
Stækkun: Kjallari 272,8 ferm., 1. hæð 214,7 ferm., 2. hæð 183,8 ferm., 3. og 4. hæð 176,6 ferm.
Samtals: 861,9 ferm., 3.071,1 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
31. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN048403
Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir aðstöðu fyrir verkun og grillun á kjúklingi í eldhúsi á 1. hæð, einingu 151, ásamt tilheyrandi útblæstri og að koma fyrir loftræstum gasskáp fyrir utan eldhús Hagkaupa í verslanamiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Meðfylgjandi er bréf Verkís dags. 14. október 2015.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
32. Krókháls 10 (04.324.202) 111043 Mál nr. BN048924
Krókháls 10 ehf., Hrafnshöfða 25, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til endurnýja erindi BN037681, þar sem sótt var um breytingar á 3. hæð í húsinu á lóð nr. 10 við Krókháls.
Bréf frá hönnuði dags. 9. mars. 2015 og samþykki meðeigenda dags. 6. mars 2015 fylgja erindi.
Gjald kr. 9.823 + 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Langirimi 21-23 (02.546.803) 175689 Mál nr. BN048734
Rekstrarfélag Tíu-ellefu ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi þannig að inngangi við lyftuhús er lokað og annar opnaður á útvegg út á torg og innréttingu breytt til samræmis við það, sbr. erindi BN043734 samþ. 31.1. 2012, í 10-11 verslun með rýmisnúmer 0106 í verslunarhúsi í Langarima 23 á lóð nr. 21-23 við Langarima.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 20.12. 2014.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Laugavegur 180-182 (01.252.001) 103443 Mál nr. BN049132
Reitir III ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, breyta innveggjum, salernum fjölgað og ný hurð gerð frá stigagangi á 3. hæð í skrifstofuhúsi á lóð nr. 182 við Laugaveg.
Greinargerð brunahönnuðar dags. 24. mars 2015 fylgir erindi.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Laugavegur 24 (01.172.203) 101458 Mál nr. BN048944
Gastropub ehf., Laugavegi 24, 101 Reykjavík
B. Baldursson slf., Kjalarvogi 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað fyrir 55 gesti í flokki II í rými 0102 í húsinu á lóð nr. 24 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa 6. mars 2015.
Bréf frá hönnuði þar sem hann fer fram á breytingu umsóknar dags. 8.mars 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823 + 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
36. Laugavegur 34A (01.172.216) 101471 Mál nr. BN049148
Lantan ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sótt um takmarkað byggingarleyfi að Laugavegi 34a og 36 sbr. byggingarleyfi BN048782 og BN048783, sem er framkvæmd sem nær yfir tvær lóðir. Umsókn um takmarkað byggingarleyfi er fyrir niðurrif á þökum húsa sem liggja að Laugavegi og endurbyggingu þeirra, niðurrif húsa á baklóð, jarðvinna, undirstöður og lagnir í grunn fyrir nýbyggingar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um að eignarhald lóðanna Laugavegur 34 og 36/Grettisgata 17 sé ávallt á einni hendi fyrir útgáfu byggingarleyfis.
37. Laugavegur 36 (01.172.218) 101473 Mál nr. BN049149
Lantan ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi að Laugavegi 34a og 36 sbr. byggingarleyfi BN048782 og BN048783, sem er framkvæmd sem nær yfir tvær lóðir. Umsókn um takmarkað byggingarleyfi er fyrir niðurrif á þökum húsa sem liggja að Laugavegi og endurbyggingu þeirra, niðurrif húsa á baklóð, jarðvinna, undirstöður og lagnir í grunn fyrir nýbyggingar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um að eignarhald lóðanna Laugavegur 34 og 36/Grettisgata 17 sé ávallt á einni hendi fyrir útgáfu byggingarleyfis.
38. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN049089
L56 ehf., Lækjartorgi 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta verslun og veitingahús fyrir 40 gesti í flokki II á 1. og 2. hæð húss á lóð nr. 56 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN048949
L56 ehf., Lækjartorgi 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris ofan á framhús við Laugaveg og til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með 12 íbúðum, þrjár hæðir og kjallara á baklóð nr. 56 við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN048851 dregið til baka.
Stækkun: 597,4 ferm., 1.616,1 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Laugavegur 70 (01.174.204) 101607 Mál nr. BN048974
Fring ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og lyfta húsi, byggja nýja jarðhæð úr steinsteypu og byggja viðbyggingu á þremur hæðum sunnan og austan húss og til að innrétta verslun á jarðhæð og níu hótelherbergi og tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 70 við Laugaveg.
Erindi fylgja umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. febrúar 2015 og varmatapsútreikningur ódagsettur.
Stækkun: 296,5 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
41. Laugavegur 80 (01.174.212) 101615 Mál nr. BN048807
Steinar Þór Sveinsson, Laugavegur 80, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, byggja ofan á og innrétta fjórar íbúðir í húsi á lóð nr. 80 við Laugaveg.
Einnig er sótt um undanþágu frá greinum 6.1.3, 6.4.2, 3, 4 og 5, 6.7.2, 7, 8, 10, 11, 13 og 14 í byggingareglugerð og fylgir greinargerð þarum í byggingarlýsingu erindis.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu, einnig umsögn burðarvirkishönnuðardags. 24. mars 2015.
Stækkun: 210,5 ferm., 630,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
42. Lágmúli 5 (01.261.301) 103507 Mál nr. BN048987
Tóftir ehf, Gulaþingi 1, 203 Kópavogur
Lyfja hf., Hlíðasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru ? í húsinu á lóð nr. 5 við Lágmúla.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Leifsgata 28 (01.195.303) 102617 Mál nr. BN048968
Skarphéðinn Sigtryggsson, Eikarlundur 20, 600 Akureyri
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047701 þannig að komið er fyrir hurð á íbúð 0101 út í garð á húsinu á lóð nr. 28 við Leifsgötu.
Saþykki meðlóðarhafa dags. 13. mars. 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
44. Lindargata 12 (01.151.502) 101007 Mál nr. BN049135
Lindargata 12,húsfélag, Lindargötu 12, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum á húsi á lóð nr. 12 við Lindargötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Lindargata 50 (01.153.201) 101098 Mál nr. BN049005
Stefán Hrafnkelsson, Brautarland 12, 108 Reykjavík
Fagriskógur ehf., Brautarlandi 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili í flokki II fyrir 9 gesti á 2. hæð í einbýlishúsinu, mhl. 01, á lóð nr. 50 við Lindargötu.
Bréf frá Minjastofnun Íslands dags. 23. mars 2015 og bréf frá umsækjanda þar sem sótt er um undanþágu á grein 6.8.3 og 6.2.4 í byggingareglugerð 112/2012 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. mars 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2015.
Gjald kr. 9.823
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2015.
46. Lokastígur 13 (01.181.416) 101806 Mál nr. BN049021
Anna Dóra Steinþórsdóttir, Lokastígur 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum og tveimur þakgluggum á suðvesturhorn hússins á lóð nr. 13 við Lokastíg.
Jákvæð fyrirspurn BN048811 dags. 24. febrúar 2015 fylgir. Samþykki meðeiganda dags. 12. mars. 2015 Umsögn Minjastofnun Íslands dags. 2 mars. 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Lagfæra skráningu.
47. Melgerði 20 (01.815.602) 108036 Mál nr. BN048377
Kjartan Páll Eyjólfsson, Melgerði 20, 108 Reykjavík
Eyjólfur Pálsson, Melgerði 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr timbri á einni hæð með standandi bárujárnsklæðningu og flötu þaki, sbr. fyrirspurn BN048138 sem fékk jákvæða umfjöllun, viðbyggingu við einbýlishúsið á lóð nr. 20 við Melgerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. desember 2014 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 10. nóvember til og með 8. desember 2014. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 28,4 ferm., 80,6 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Mímisvegur 2-2A (01.196.107) 102648 Mál nr. BN048711
Margrét Sigrún Björnsdóttir, Laufásvegur 45, 101 Reykjavík
Mímisvegur 2-2a,húsfélag, Mímisvegi 2-2a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sbr. BN036053, svalir minnka þannig að íbúð 0401 stækkar og komið er fyrir gluggum báðum megin á kvisti og á þaki í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Mímisveg.
Bréf frá stjórn húsfélags dags. 4. nóvember 2014 fylgir erindi.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Mosavegur 15 (02.376.101) 172445 Mál nr. BN047993
Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp hjólaskýli úr pólýhúðuðum áleiningum með bogaformuðu þaki úr prófílplasti með steyptum undirstöðustólpum á lóð nr. 15 við Mosaveg.
Stærð B-rými: XX ferm., XX rúmm.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 25. júlí 2014 fylgir með erindinu.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
50. Mýrargata 26 (01.115.303) 100059 Mál nr. BN049087
Byggakur ehf., Klettatröð 1, 235 Keflavíkurflugvöllu
Sótt er um leyfi til að breyta festingum svalahandriða, sbr. erindi BN035983, fjölbýlishúss á lóð nr. 26 við Mýrargötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
51. Neshagi 16 (01.542.212) 106389 Mál nr. BN048581
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1. 2. og 3. hæð og koma fyrir rými fyrir kælibúnað og varaaflstöð við norðurhlið húss á lóð nr. 16 við Neshaga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.
Stærð varaaflstöðvarhúss mhl. 03 er 6,0 ferm. , 13,0 rúmm. og kælibúnaðarhúss 02 er 5,3 ferm., 11,7 rúmm. Brunaskýrsla brunahönnuðar dags. 17. mars. 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.
52. Norðlingabraut 4 (04.734.301) 204832 Mál nr. BN048460
Snorri Hjaltason, Ólafsgeisli 11, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft atvinnuhús úr forsteyptum einingum, sextán eignarhluta. á lóð nr. 4 við Norðlingabraut
Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 21. október 2014 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. mars 2015 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2015.
Stærð: 1. hæð 1.154,6 ferm., 2. hæð 1.154,6 ferm.
A-rými: 2.338 ferm., 9.862,9 rúmm.
B-rými: 502,9 ferm., 1.810,4 rúmm.
Samtals: 2.840,9 ferm., 11.673,3 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
53. Skaftahlíð 24 (01.274.201) 103645 Mál nr. BN049024
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum í húsi á lóð nr. 24 við Skaftahlíð.
Jafnframt er erindi BN046505, sem fjallar um skyggni á norður- og suðuranddyrum og nýju skipulagi á móttökusal, og erindi BN047314, sem fjallar um lokun á milli kaffistofu og stigagangs dregin til baka.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
54. Skipholt 19 (01.242.213) 103039 Mál nr. BN049056
Leslie Andres Bocanegra Delgado, Bakkabraut 5e, 200 Kópavogur
Heimilisbraut ehf., Skipholti 19, 105 Reykjavík
Alþjóðleg kirkja Guðs og Embætt, Skeifunni 3B, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta samkomusal, rými 0001 sbr. fyrirspurn BN048959 dags. 2.3. 2015, í kjallara húss á lóð nr. 19 við Skipholt.
Meðfylgjandi er bréf eiganda 0001 og bréf arkitekts dags. 25.3. 2015.
Gjald kr . 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
55. Skipholt 9-Stúfh 1-3 (01.241.210) 103028 Mál nr. BN049119
Fylkir ehf., Dugguvogi 4, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými 0102 í mhl. 01 í tvær íbúðir í húsinu á lóð nr. 9 við Skipholt.
Neikvæð fyrirspurn BN047138 dags. 25. febrúar 2014 og neikvæð fyrirspurn frá skipulagsfulltrúa dags. 13 nóvember 2014 fylgja erindinu.
Gjald kr. 9.823
Synjað.
Með vísan til umsagnar varðandi fyrirspurn frá skipulagsfulltrúa frá 13. nóvember 2014 og fyrirspurnar byggingarfulltrúa BN047138 frá 25. febrúar 2014.
56. Stigahlíð 45-47 (01.712.101) 107208 Mál nr. BN049060
Bakarameistarinn ehf., Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum og útliti og stækka bakarí í rými 0102 á 1. hæð verslanamiðstöðvar á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 15.3. 2015, eldvarnaskoðun Verkís dags. 14 mars 2015, samþykki meðeigenda dags. 17.3. 2015.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
57. Sörlaskjól 58 (01.531.108) 106149 Mál nr. BN048758
Stefán Arnar Guðmundsson, Viðjugerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna eignaskiptayfirlýsingar sem verið er að gera fyrir húsið á lóð nr. 58 við Sörlaskjól.
Samþykki eins eiganda á teikningu fylgir.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
58. Tjarnargata 35 (01.142.302) 100937 Mál nr. BN049017
Tjarnargata 35 ehf., Tjarnargötu 35, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr einangraðan að innan og klæddan með íslensku grágrýti að utan á lóð nr. 35 við Tjarnargötu.
Bréf hönnuðar til Umhverfis- og Skipulagssvið dags. 5. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. mars 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2015.
Stærð bílskúrs: 41,8 ferm., 150,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Synjað.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2015.
59. Tryggvagata 13 (01.117.407) 222370 Mál nr. BN048982
T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, 40 íbúða, 6 hæða fjölbýlishús með bílakjallara fyrir 12 bíla og verslunar- og þjónusturými á 1. hæð á lóð nr 13 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir leiðnitapsútreikningur dags. 4. mars 2015 og umsögn fagrýnihóps dags. 17. mars 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2015.
Stærð: 4.905,9 ferm., 14.887,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
60. Úlfarsbraut 126 (05.056.501) 205756 Mál nr. BN049154
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi til bráðabirgða fyrir færanlega áhorfendapalla við gervigrasvöll, fréttamannastúku í tveggja hæða gámi, tvö varamannaskýli, tvo samsetta gáma fyrir búningsaðstöðu iðkenda og tvo gáma fyrir snyrtingar á íþróttasvæði Knattspyrnufélagsins Fram á lóð nr. 126 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Tímabundið til eins árs.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
61. Vatnagarðar 10 (01.337.801) 103915 Mál nr. BN049145
V10 ehf., Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum vegna lokaúttektar sbr. erindi BN044321 samþ. 8. maí 2015 á verksmiðjuhúsi á lóð nr. 10 við Vatnagarða.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
62. Þingholtsstræti 15 (01.180.104) 101680 Mál nr. BN048091
Sigurður Björnsson, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík
Hildur Sigurbjörnsdóttir, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli og breyta fyrirkomulagi í kjallara sbr. erindi BN040125 í einbýlishúsi, mhl. 02, á lóð nr. 15A við Þingholtsstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. mars 2015 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 20. febrúar til og með 20. mars 2015. Engar athugasemdir bárust.
Stærðir viðbygging, svalaskýli. 11,7 ferm., 28,7 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um sameiningu eigna fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
63. Þverholt 15 (01.244.301) 215990 Mál nr. BN049057
Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er umleyfi til að byggja 3. áfanga Smiðjuholts, steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús með 84 íbúðum sem verða Einholt 6 og Þverholt 15 og 17 og 85 bílastæði í tveggja hæða bílakjallara sem tengir saman fjölbýlishúsin á lóð nr. 15 við Þverholt.
Erindi fylgir greinargerð hönnunarstjóra dags. 17. mars 2015, greinargerð um hljóðvist dags. í febrúar 2014, orkurammi dags. 9. mars 2015 og brunahönnun dags. 17. mars 2015.
Stærðir:
Einholt 6, mhl. 06, íbúðir: 2.847,8 ferm., 8.487,1 rúmm.
Þverholt 15, mhl. 01, íbúðir: 2.741,9 ferm., 8.436,5 rúmm.
Þverholt 15, mhl. 10, bílgeymsla: 3.877,4 ferm., 14.071,7 rúmm.
Þverholt 17, mhl. 02, íbúðir: 3.124,1 ferm., 8.750,8 rúmm.
Samtals A-rými: 12.591,2 ferm., 39.746,10 rúmm.
Samtals B-rými: 464,6 ferm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Ýmis mál
64. Bragagata 29 (01.186.219) 102247 Mál nr. BN049153
Gerður Sif Hauksdóttir, Bragagata 29, 101 Reykjavík
Óskað er eftir því að tölusetningu mhl 02 á lóðinni Bragagata 29, fastanúmer 200-7597, landnúmer 102247 verði breytt í Bragagata 29B til aðgreiningar frá mhl 01 á sömu lóð.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
65. Hlíðarendi 1-7 (01.629.502) 220839 Mál nr. BN049161
Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum fjögurra lóða við götuna Hlíðarenda, þetta eru lóðirnar Hlíðarendi 9-15 (staðgr. 1.629.102, landnr. 221262), Hlíðarendi 1-7 (staðgr. 1.629.502, landnr. 220839), Hlíðarendi 20-26 (staðgr. 1.629.602, landnr. 221261) og Hlíðarendi 28-34 (staðgr. 1.629.702, landnr. 220840), eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsinga-deildar dags. 13. 02. 2015.
Lóðin Hlíðarendi 9-15 (staðgr. 1.629.102, landnr. 221262) er 6655 m², bætt er 166 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 6821 m². Lóðin Hlíðarendi 1-7 (staðgr. 1.629.502, landnr. 220839) er 6655 m², teknir eru 142 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), bætt er 164 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 6677 m². Lóðin Hlíðarendi 20 -26 (staðgr. 1.629.602, landnr. 221261) er 7440 m², bætt er 74 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 7514 m². Lóðin Hlíðarendi 28-34 (staðgr. 1.629.702, landnr. 220840) er 8709 m², bætt er 87 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), teknir er 197 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), lóðin verður 8599 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu samþykkta í umhverfis- og skipulagsráði þann 05. 11. 2014, samþykkta í borgarráði þann 02. 12. 2014 og auglýsta í B-deild Stjórnar-tíðinda þann 14. 01. 2015.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
66. Hlíðarendi 20-26 (01.629.602) 221261 Mál nr. BN049163
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum fjögurra lóða við götuna Hlíðarenda, þetta eru lóðirnar Hlíðarendi 9-15 (staðgr. 1.629.102, landnr. 221262), Hlíðarendi 1-7 (staðgr. 1.629.502, landnr. 220839), Hlíðarendi 20-26 (staðgr. 1.629.602, landnr. 221261) og Hlíðarendi 28-34 (staðgr. 1.629.702, landnr. 220840), eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsinga-deildar dags. 13. 02. 2015.
Lóðin Hlíðarendi 9-15 (staðgr. 1.629.102, landnr. 221262) er 6655 m², bætt er 166 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 6821 m². Lóðin Hlíðarendi 1-7 (staðgr. 1.629.502, landnr. 220839) er 6655 m², teknir eru 142 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), bætt er 164 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 6677 m². Lóðin Hlíðarendi 20 -26 (staðgr. 1.629.602, landnr. 221261) er 7440 m², bætt er 74 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 7514 m². Lóðin Hlíðarendi 28-34 (staðgr. 1.629.702, landnr. 220840) er 8709 m², bætt er 87 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), teknir er 197 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), lóðin verður 8599 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu samþykkta í umhverfis- og skipulagsráði þann 05. 11. 2014, samþykkta í borgarráði þann 02. 12. 2014 og auglýsta í B-deild Stjórnar-tíðinda þann 14. 01. 2015.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
67. Hlíðarendi 28-34 (01.629.702) 220840 Mál nr. BN049164
Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum fjögurra lóða við götuna Hlíðarenda, þetta eru lóðirnar Hlíðarendi 9-15 (staðgr. 1.629.102, landnr. 221262), Hlíðarendi 1-7 (staðgr. 1.629.502, landnr. 220839), Hlíðarendi 20-26 (staðgr. 1.629.602, landnr. 221261) og Hlíðarendi 28-34 (staðgr. 1.629.702, landnr. 220840), eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsinga-deildar dags. 13. 02. 2015.
Lóðin Hlíðarendi 9-15 (staðgr. 1.629.102, landnr. 221262) er 6655 m², bætt er 166 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 6821 m². Lóðin Hlíðarendi 1-7 (staðgr. 1.629.502, landnr. 220839) er 6655 m², teknir eru 142 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), bætt er 164 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 6677 m². Lóðin Hlíðarendi 20 -26 (staðgr. 1.629.602, landnr. 221261) er 7440 m², bætt er 74 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 7514 m². Lóðin Hlíðarendi 28-34 (staðgr. 1.629.702, landnr. 220840) er 8709 m², bætt er 87 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), teknir er 197 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), lóðin verður 8599 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu samþykkta í umhverfis- og skipulagsráði þann 05. 11. 2014, samþykkta í borgarráði þann 02. 12. 2014 og auglýsta í B-deild Stjórnar-tíðinda þann 14. 01. 2015.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
68. Hlíðarendi 9-15 (01.629.102) 221262 Mál nr. BN049162
Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum fjögurra lóða við götuna Hlíðarenda, þetta eru lóðirnar Hlíðarendi 9-15 (staðgr. 1.629.102, landnr. 221262), Hlíðarendi 1-7 (staðgr. 1.629.502, landnr. 220839), Hlíðarendi 20-26 (staðgr. 1.629.602, landnr. 221261) og Hlíðarendi 28-34 (staðgr. 1.629.702, landnr. 220840), eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsinga-deildar dags. 13. 02. 2015.
Lóðin Hlíðarendi 9-15 (staðgr. 1.629.102, landnr. 221262) er 6655 m², bætt er 166 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 6821 m². Lóðin Hlíðarendi 1-7 (staðgr. 1.629.502, landnr. 220839) er 6655 m², teknir eru 142 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), bætt er 164 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 6677 m². Lóðin Hlíðarendi 20 -26 (staðgr. 1.629.602, landnr. 221261) er 7440 m², bætt er 74 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), lóðin verður 7514 m². Lóðin Hlíðarendi 28-34 (staðgr. 1.629.702, landnr. 220840) er 8709 m², bætt er 87 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448), teknir er 197 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448), lóðin verður 8599 m².
Sjá deiliskipulagsbreytingu samþykkta í umhverfis- og skipulagsráði þann 05. 11. 2014, samþykkta í borgarráði þann 02. 12. 2014 og auglýsta í B-deild Stjórnar-tíðinda þann 14. 01. 2015.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
69. Jöldugróf 6 (01.889.003) 108914 Mál nr. BN049171
Lagt fram bréf minnisblað skrifstofu sviðsstýru þar sem lagt er til að afgreiðsla á máli BN048708, Jöldugróf 6 frá 13. janúar 2015 verði afturkölluð.
Afgreitt.
70. Kirkjuteigur 5 (01.360.507) 104541 Mál nr. BN049147
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.360.5, dags. 19. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á lóðunum: Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504) ), Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506) eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), er talin 1242.0 m2, lóðin reynist 1229 m2.
Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 747 m2
Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), er talin 751.0 m2, lóðin reynist 740 m2.
Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), er talin 693.7 m2, lóðin reynist 694 m2.
Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), er talin 699.4 m2, lóðin reynist 699 m2.
Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), er talin 758.6 m2, lóðin reynist 761 m2.
Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), er talin 35.0 m2, lóðin reynist 64 m2.
Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 742 m2.
Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506), er talin 826.0 m2, lóðin reynist 824 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
71. Laugavegur 70 (01.174.204) 101607 Mál nr. BN049165
Fring ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna
Laugavegur 70 og Laugavegur 70B eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 24. 03. 2015.
Lóðn Laugavegur 70 (staðgr. 1.174.204, landnr. 101607) er 224 m²,
bætt er 255 m² við lóðina frá Laugavegi 70B, lóðin verður 479 m² og verður númeruð skv. ákvörðun byggingarfulltrúa
Lóðin Laugavegur 70B (staðgr. 1.174.205, landnr. 101608) er talin 254,8 m² lóðin reynist 255 m², teknir eru 255 m² af lóðinni og bætt við Laugaveg 70B, lóðin verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 09. 04. 2003, samþykkt í borgarráði þann 11. 04. 2003 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann. 01. 08. 2003.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
72. Laugavegur 70B (01.174.205) 101608 Mál nr. BN049166
Fring ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna
Laugavegur 70 og Laugavegur 70B eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 24. 03. 2015.
Lóðn Laugavegur 70 (staðgr. 1.174.204, landnr. 101607) er 224 m²,
bætt er 255 m² við lóðina frá Laugavegi 70B, lóðin verður 479 m² og verður númeruð skv. ákvörðun byggingarfulltrúa
Lóðin Laugavegur 70B (staðgr. 1.174.205, landnr. 101608) er talin 254,8 m² lóðin reynist 255 m², teknir eru 255 m² af lóðinni og bætt við Laugaveg 70B, lóðin verður 0 m² og hverfur úr skrám.
Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 09. 04. 2003, samþykkt í borgarráði þann 11. 04. 2003 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann. 01. 08. 2003.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
73. Norðlingabraut 16 (04.733.401) 204840 Mál nr. BN049169
Lagt fram minnisblað frá skrifstofu sviðsstýru dags. 30. mars 2015 vegna beitingu þvingunarúrræða á lóðinni nr. 16 við Norðlingabraut.
Afgreitt.
Fyrirspurnir
74. Bergstaðastræti 29 (01.184.413) 102073 Mál nr. BN049152
Guðlaugur Aðalsteinsson, Háteigsvegur 54, 105 Reykjavík
Spurt er hvað gera þurfi til að fá kjallaraíbúð samþykkta sem séreign í húsi á lóð nr. 29 við Bergstaðastræti.
Afgreitt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
75. Bergstaðastræti 86 (01.197.107) 102709 Mál nr. BN048925
Birgir Örn Arnarson, Laufásvegur 67, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við á bakhlið, síkka glugga, grafa frá kjallara og útbúa bílastæði við Barónsstíg við einbýlishús á lóð nr. 86 við Bergstaðastræti.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. mars 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. mars 2014.
Afgreitt.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. mars 2015 og umsagnar Minjastofnunar Íslands dags. 23. mars 2015.
76. Frakkastígur 17 (01.190.230) 102433 Mál nr. BN049086
Halldór Arnarson, Glitvellir 25, 221 Hafnarfjörður
Inga Lísa Sólonsdóttir, Frakkastígur 17, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að endurvekja útidyr á vesturhlið til samræmis við upprunalega gerð húss á lóð nr. 17 við Frakkastíg.
Bréf frá hönnuði dags. 18. mars 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23. mars 2015 fylgja erindi
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
77. Hraunberg 13 (04.673.304) 112181 Mál nr. BN049146
Egill Örn Arnarson Hansen, Fellsmúli 8, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta bílskúr og vinnuskála í íbúð í húsi á lóð nr. 13 við Hraunberg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
78. Langholtsvegur 16-18 (01.353.216) 104255 Mál nr. BN049092
Birgir Már Hilmarsson, Langholtsvegur 18, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja viðbyggingu við norður- og suðurgafl húsa á lóðum nr. 16 og 18 við Langholtsveg.
Frestað.
Vísað til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði, sækja þarf um byggingarleyfi.
79. Langholtsvegur 33 (01.357.008) 104397 Mál nr. BN049004
Guðmundur G Símonarson, Langholtsvegur 33, 104 Reykjavík
Kristín Ragna Höskuldsdóttir, Langholtsvegur 33, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja ofaná einbýlishús á lóð nr. 33 við Langholtsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2015.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2015.
80. Leifsgata 30 (01.195.304) 102618 Mál nr. BN049095
Erla Stefánsdóttir, Leifsgata 30, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja ofan á viðbygginu á húsi á lóð nr. 30 við Leifsgötu
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
81. Lindargata 23 (01.152.210) 101028 Mál nr. BN049133
64 gráður Reykjavík ehf., Ljósheimum 16b, 104 Reykjavík
Spurt er hvort endurnýja megi gólf og lagnir og breyta fyrirkomulagi í kjallara, opna og koma fyrir stiga milli kjallara og 1. hæðar og stækka glugga og koma fyrir hurðum á norðurhlið kjallara í húsi á lóð nr. 23 við Lindargötu.
Jákvætt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði. Sækja þarf um byggingarleyfi.
82. Ránargata 9A (01.136.204) 100540 Mál nr. BN049071
Sólveig Guðmundsdóttir Karlsson, Ránargata 9a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fáist fyrir þegar innréttaðri íbúð á 1. hæð, nýjum glugga á norðurhlið og viðbyggingu við geymslu í bakgarði við hús á lóð nr. 9A við Ránargötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
83. Vesturberg 40 (04.666.201) 112083 Mál nr. BN049113
Guðrún Eva Jóhannesdóttir, Asparfell 6, 111 Reykjavík
Spurt er hvort grafa megi út úr sökklum og útbúa geymslur í kjallararými húss á lóð nr. 40 við Vesturberg.
Frestað.
Gera betur grein fyrir erindinu.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13:35
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson
Björgvin Rafn Sigurðarson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir