Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2015, miðvikudaginn 25. mars kl. 09:15, var haldinn 101 fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason. Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 20. mars 2015.
2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, nýr kirkjugarður, verkefnislýsing og umhverfismat Mál nr. SN150141
Lögð fram verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismat umhverfis- og skipulagssviðs dags. í mars 2015 vegna breytingar á aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 vegna Nýs kirkjugarðs í Reykjavík.
Lýsing samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana
Jafnframt var samþykkt að óska umsagna Skipulagsstofnunar, hverfisráðs Úlfarsárdals, hverfisráðs Grafarvogs, Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs.
Vísað til borgarráðs
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kristín Soffía Jónsdóttir tekur sæti á fundinum kl:9:29
3. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi (04.91) Mál nr. SN140617
Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 168, 105 Reykjavík
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Reykjanesbraut til vesturs, Breiðholtsbraut til norðurs, Skógarseli til austurs og jaðri íbúabyggðar við Þverársel og bæjarmörkum að Kópavogi til suðurs. Í breytingunni felst heildarendurskoðun á eldra deiliskipulagi frá 2008 samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 12. mars 2015. Einnig er lögð fram greinargerð ásamt skýringaruppdrætti, dags. 12. mars 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn Íþrótta og tómstundaráðs dags. 19. desember 2014 og umsögn Velferðarsviðs dags. 3. febrúar 2015.
Frestað.
Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt og Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Tangabryggja 18-24, breyting á deiliskipulagi (04.023.1) Mál nr. SN150128
Björn O Ólafs, Frakkland,
Lögð fram umsókn Björns Ólafs dags. 5. mars 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 18-24 við Tangabryggju. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum,samkvæmt uppdr. Björns Ólafs ódags.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Hraunbær 103-105, breyting á deiliskipulagi (04.331.1) Mál nr. SN150168
Kynnt tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjar 103-105 skv. uppdrætti, dags. 25. mars 2015. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 24. mars 2015.
Gert er ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðis til vesturs þar sem heimilt verði að reisa 6-10 hæða byggingu með um 50 íbúðir fyrir eldri borgara. Uppbyggingin er í samræmi við áherslur um þéttingarsvæði Þ85 í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-20130.
Kynnt.
Guðlaug Erna Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, skipulags- og matslýsing (06.1) Mál nr. SN150156
Kynnt tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Breiðholt hverfi 6.1 Neðra Breiðholt dags. 25. mars 2015.
Ólöf Kristjánsdóttur fulltrúi Mannvits; Óskar Örn Gunnarson fulltrú Landmótunar og Richard Ó Briem fulltrúi VA arkitekta kynna .
Ævar Harðarson, Jón Kjartan Ágústsson og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, skipulags- og matslýsing (06.2) Mál nr. SN150157
Kynnt tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Breiðholt hverfi 6.2 Seljahverfi dags. 25. mars 2015.
Ólöf Kristjánsdóttur fulltrúi Mannvits; Óskar Örn Gunnarson fulltrú Landmótunar og ; Richard Ó Briem fulltrúi VA arkitekta kynna .
Ævar Harðarson, Jón Kjartan Ágústsson og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, skipulags- og matslýsing (06.3) Mál nr. SN150158
Kynnt tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Breiðholt hverfi 6.3 Efra Breiðholt dags. 25. mars 2015.
Ólöf Kristjánsdóttur fulltrúi Mannvits; Óskar Örn Gunnarson fulltrú Landmótunar og Richard Ó Briem fulltrúi VA arkitekta kynna .
Ævar Harðarson, Jón Kjartan Ágústsson og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
9. Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN150025
Random ark ehf., Grenimel 9, 107 Reykjavík
Sjens ehf., Ármúla 38, 108 Reykjavík
Lögð fram umsókn Sjens ehf. dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu. Breytingin felur í sér hækkun á þaki, aukningu á nýtingarhlutfalli og að heimilt verði að reisa útbyggingar og svalir út fyrir byggingarreit, samkvæmt uppdr. Random ark ehf. dags. í febrúar 2015.
Frestað.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
10. Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi (01.240.2) Mál nr. SN140584
Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík
Mannverk ehf., Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Mannverks ehf. dags. 4. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg. Í breytingunni felst uppbygging á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 4. desember 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp Glámu/kím ehf. dags. 3. desember 2014 og greinargerð dags. dags. 4. nóvember 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2014. Tillagan var auglýst frá 30. janúar til og með 13. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Símon S. Wiium og Ingunn Ragnarsdóttir dags. 18. febrúar 2015 og Herdís P. Pálsdóttir og Jón Á. Sigurðsson, dags. 13. mars 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2015.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2015 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur , fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem leggja fram eftirfarandi bókun:
„Í eldri deiliskipulagsáætlunum hefur verið gert ráð fyrir 1.000 fermetra bílakjallara undir þeim hluta lóðarinnar að Laugavegi 120 sem enn er óbyggður. Bílakjallarinn er nú felldur niður en byggingarmagn ofanjarðar aukið um þriðjung. Einungis er gert ráð fyrir 17 bílastæðum á lóð 7.000 fermetra hótels sem þarna mun rísa. 30 bílastæði sem nú eru á lóð Laugavegar 120 eru felld niður en auk þess stendur til að fella niður aðliggjandi 25 bílastæði sem eru á borgarlandi við Hlemm. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina telja að ekki eigi að fella niður kröfu um bílakjallara og að taka verði tillit til skorts á bílastæðum á svæðinu. Með nýju aðalskipulagi er verulega slakað á kröfum um bílastæði og eru afleiðingar þess þegar víða komnar í ljós“
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
11 Grettisgata 9A og 9B, breyting á deiliskipulagi (01.172.2) Mál nr. SN140689
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Argos ehf, Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 19. desember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 9A og 9B við Grettisgötu. Í breytingunni felst að skilgreindar eru tvær lóðir fyrir flutningshús á borgarlandi, samkvæmt lagfærðum uppdr. Argos ehf. dags. 3. janúar 2015. Tillagan var auglýst frá 21. janúar til og með 4. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir dags. 14. febrúar 2015, Íbúasamtök miðborgar Reykjavíkur dags. 2. mars 2015, eigendur að Laugavegi 28a, Vernharður Skarphéðinsson, Anton Heiðar Þórðarson og Hólmfríður Helga Jósefsdóttir dags. 3. mars 2015 og eigendur að Grettisgötu 11, Aðalheiður B. Vignisdóttir, Gunnar Gunnarsson og Elmar Orri Gunnarsson dags. 4. mars 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2015.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2015.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 820 frá 24. mars 2015.
13. Hafnarstræti 19, Hótel - verslunarrekstur (01.118.503) Mál nr. BN048059
Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 50 herbergjum sem verður tengt við hús á lóðinni í Hafnarstræti 17, sótt er um að rífa húsið vegna bágs ástands á steypuvirki og byggja nýbyggingu þar sem frontur að Hafnarstræti verður endurbyggður í núverandi mynd, steinsteypt og einangrað að innan, verslunarrými á jarðhæð með flötu þaki og verður 4. hæð inndregin Hafnarstrætismegin á lóð nr. 19 við Hafnarstræti. Erindi var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. febrúar 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014. Einnig fylgir greinargerð vegna hljóðvistar dags. í nóvember 2014, brunahönnun frá Mannvit dags. 2. febrúar 2015, útreikningur á varmatapi dags. 3. febrúar 2015, skýrsla um ástandsskoðun og prófanir frá Mannvit dags. 22. janúar 2015, minnisblöð frá verkfræðistofunni Hnit dags. 8. apríl, 18. júlí, 18. nóvember og 21. og 27. nóvember 2014 og 20. janúar 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. september og 4. desember 2014 og 12. janúar, 9. febrúar 2015 og 23. febrúar 2015, bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. febrúar 2015 og bréf frá verkfræðistofunni Hnit dags. 9. febrúar 2015 fylgja erindi. Niðurrif: 1108,3 ferm., 3.645,0 rúmm.
Stærðir nýs hús: XX ferm. , XX rúmm. Gjald kr. 9.500
Umhverfis og skipulagsráð óskar eftir minnisblaði og afstöðu frá byggingarfulltrúa Reykjavíkur varðandi framkomna ósk um niðurrif hússins. Þess er óskað að byggingarfulltrúi kynni minnisblaðið og afstöðu sína á næsta fundi ráðsins.
Pétur Ármannsson frá Minjastofnun Reykjavíkur og Margrét Þormar verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
(C) Fyrirspurnir
14. Úlfarsfell, (fsp) kirkjugarður (02.6) Mál nr. SN140481
Kirkjugarðar Reykjavíkur, Suðurhlíð, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 11. september 2014 varðandi kirkjugarð í Úlfarsfelli. Einnig er lögð fram greinargerð Helga Geirharðssonar f.h. stýrihóps um uppbyggingu á Hlíðarenda um mun á kostnaði við uppbyggingu kirkjugarðs vegna jarðvegsflutninga í Úlfarsfelli eða í Geldinganesi. Einnig er lagt fram minnisblað Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 3. desember 2014.
Frestað.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
15. Miklabraut við Klambratún, strætórein (USK2015010065) Mál nr. US150022
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. janúar 2015 varðandi strætórein á Miklubraut við Klambratún ásamt gögnum sem kynnt voru í umhverfis- og samgönguráði 2012. uppdráttur umhverfis- og samgöngusviðs frá nóvember 2011, og umsögn Hverfisráðs Hlíða dags. 27. feb. 2012 og viðbrögð og umfjöllun um umsögnina dags. 4. maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn Hverfisráðs Hlíða um nýjar forgangsreinar Strætó á Miklubraut dags. 27. febrúar 2012 ásamt bréfi samráðshóps um framkvæmdir við Miklubraut -Kringlumýrarbraut frá 5. nóvember 2008. Jafnframt er lögð fram tillaga Landslags fh. umhverfis- og samgöngusviðs dags. 18. mars 2015.
Erindinu vísað til kynningar hjá hverfisráði Hlíða.
16. Miklabraut/ Heiðargerði, Strætórein á Miklubraut og hljóðvarnir við Heiðargerði Mál nr. US140092
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs varðandi strætórein á Miklubraut og hljóðvarnir við Heiðargerði, samkvæmt tillögu Landmótunar dags. 23. febrúar 2015 Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla ódags.
Erindinu vísað til kynningar hjá hverfisráði Háaleitis og Bústaða.
17. Miklabraut/Rauðagerði, Aðgerðir fyrir strætó á Miklubraut og Hljóðvarnir við Rauðagerði Mál nr. US140091
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. mars 2015 varðandi aðgerðir fyrir strætó á Miklubraut og hljóðvarnir við Rauðagerði samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Landmótunar dags. 16. mars 2015. Einnig er lögð fram skýrsla Landmótunar varðandi hljóðmanir við Rauðagerði.
Frestað.
18. Smiðjustígur, endurbætur Mál nr. US150073
Lögð fram tillaga Landhönnunar dags. 20. mars 2015 að endurbótum Smiðjustígs.
Samþykkt.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:55
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir
Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2015, þriðjudaginn 24. mars kl. 10:38 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 820. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Björn Kristleifsson, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir
Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN048688
Landstólpar þróunarfélag ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílakjallara með 120 stæðum á reit 1 og 2 og 1. áfanga, sem eru tvö samtengd sex hæða steinsteypt fjölbýlishús með 49 íbúðum á reit 1 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Erindi fylgir brunahönnun og greinargerð um hljóðvist frá Verkís dags. í desember 2015, yfirlit yfir fornminjar á svæðinu frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags. 8. júní 2014 og umsögn um hugsanlega fornleifafundi frá Minjastofnun Íslands dags. 2. júlí 2014.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015 og umsögn fagrýnihóps byggingarfulltrúa dags. 20. mars 2015.
Stærð: Kjallari 357 ferm., bílakjallari (B-rými) 3.897,8 ferm., 1. hæð1.098,1 ferm., 2. hæð 995,2 ferm., 3. hæð 992,1 ferm., 4. og 5. hæð 1.011,8 ferm., 6. hæð 794,6 ferm.
Samtals A-rými: 6.260,6 ferm., 27.480,9 rúmm.
Samtals B-rými: 4.226,7 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN048897
Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi veitingastaða í anddyri 1. hæðar, breyta fyrirkomulagi flóttaleiða, staðsetningu brunaslöngu og brunahólfandi glerveggjum við stiga á sýningasvæði á 3- 4- 5. hæð austurhlið byggingar og breyta bar og fatahengi í veitingastað 4. hæðar í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
3. Austurstræti 17 (01.140.308) 100841 Mál nr. BN049065
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka dyraopi á 2. hæðar milli húsa Austurstræti 17 og Lækjartorgs 1 á lóð nr. 17 við Austurstræti.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Áland 6 (01.84-.-97) 108680 Mál nr. BN049088
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa að hluta fyrrum dagheimili Borgarspítalans í Fossvogi á lóð nr. 6 við Áland.
Meðfylgjandi er bréf varðandi Skógarborg dags. 17.3. 2015 og annað dags. 26.1. 2015.
Niðurrif fastanr. 203-6415, mhl.102 merkt 0101, skrifstofa 125 ferm. og mhl. 03 merkt 0101, skrifstofa 32 ferm.
Samtals niðurrif: 157 ferm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
5. Álfaland 5 (01.847.303) 108730 Mál nr. BN048873
Inga D Karlsdóttir, Álfaland 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum sérafnotareit sem tilheyrir íbúð 1. hæðar 0101 og hinsvegar íbúð í kjallara 0001í húsinu á lóð nr. 5 við Álfaland.
Tölvupóstur með samþykki meðeigenda dags. 20. mars. 2015 fylgir erindi.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
6. Álftamýri 2-6 (01.280.003) 103659 Mál nr. BN049031
Álftamýri 2-6,húsfélag, Álfabakka 12, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja frárennslagnir í jörð og koma fyrir snjóbræðslulögn undir endurnýjaða hellulögn við hús á lóð nr. 2-6 við Álftamýri .
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Bankastræti 7 (01.170.007) 101325 Mál nr. BN048862
Farfuglar ses., Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir flóttaleið yfir á þak Ingólfsstrætis 2A frá farfuglaheimili í húsi á lóð nr. 7 við Bankastræti.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
8. Barónsstígur 45A (01.193.004) 102530 Mál nr. BN049091
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingaleyfi vegna jarðvinnu við viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur, Barónsstíg 45a sbr. erindi BN048267.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
9. Bauganes 31A (01.673.020) 205181 Mál nr. BN048817
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Bauganes 31a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046356, hætt er við að koma fyrir þakglugga, setlaug, arni, skyggni og pergólu á svölum á húsinu á lóð nr. 31A við Bauganes.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Bergþórugata 21 (01.190.217) 102420 Mál nr. BN049046
Samhugur ehf, Langagerði 116, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja svalir og kvisti og innrétta íbúð í risi, samanber fyrirspurn BN048643 dags. 13. janúar 2015, húss á lóð nr. 21 við Bergþórugötu.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. mars 2015. Umsögn skipulagsfulltrúa fylgir fyrirspurn.
Stærð: 289,4 ferm., 792,3 rúmm., þar af stækkun 90,4 rúmm.
Gjald kr. 9,823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Birkimelur 3 (01.550.102) 106506 Mál nr. BN049055
Blómatorgið ehf, Hringbraut 33, 107 Reykjavík
Sigurður Þórir Sigurðsson, Stakkhamrar 19, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr timbri á steyptum undirstöðum átthyrnda verslun, klædda með álplötum, mhl. 01, og fjarlægja jafnframt núverandi verslun, mhl. 07 og 08, sem byggð var 1949 og 1955, sbr. erindi BN048489 samþ. 25.11. 2015 á lóð nr. 3 við Birkimel.
Nýbygging; 76,4 ferm., 264,5 rúmm.
Niðurrif 46 ferm., 115 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Borgartún 30 (01.231.101) 180387 Mál nr. BN048872
Holtasel ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka hringstiga á milli rýma 0102 og 0202 og fjölga eignum þannig að 0202 verður sérrými í húsinu á lóð nr. 30 við Borgartún.
Samþykki meðeigenda dags. 26. febrúar 2015 fylgir erindi.
Stækkun vegna lokunar stiga: 4,0 ferm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN048986
Höfðahótel ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áfangaskilum, minnka 4. áfanga og stækka 5. áfanga, sjá erindi BN042394, í bílakjallara á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Eddufell 2-8 (04.683.009) 112308 Mál nr. BN048916
Rok ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047326, íbúðum fjölgar úr 19 í 24, hætt er við bílgeymslu, stigahús er fært og hönnun breytt á lóð nr. 2-8 við Eddufell.
Stækkun frá áður samþykktu erindi: 23,2 ferm., 58,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
15. Einarsnes 36 (01.672.001) 106792 Mál nr. BN048966
Skerjaver, Einarsnesi 36, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslun á 1. hæð í mhl. 01 í kaffihús í flokki II, gestir 15 koma fyrir nýjum gluggum á vesturhlið og setja nýja skábraut á lóð nr. 36 við Einarsnes.
Samþykki meðlóðarhafa á teikningu og í tölvupósti dags. 2. mars 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 11 mars 2015 fylgja erindi.
Fyrirspurn BN048760 dags. 10. febrúar 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
16. Eiríksgata 36 (01.198.901) 102752 Mál nr. BN049062
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi ti að breyta hurðaopnun í flóttaleiðum í áður samþykktum gámaskrifstofum sbr. erindi BN048492 í Landspítalanum við Hringbraut á lóð nr. 36 við Eiríksgötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Eyjarslóð 5 (01.111.403) 100025 Mál nr. BN048792
Prikið ehf, Bankastræti 12, 101 Reykjavík
Eyjarslóð 5 ehf., Hlíðasmára 8, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta hluta af rými 0101 í safn/ skóla og veitingastað í flokki II fyrir 175 gesti í húsinu á lóð nr. 5 við Eyjarslóð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2015 og samþykki Faxaflóahafna dags. sama dag.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. A01, A02B og A03 dags. 20. janúar 2015.
18. Fiskislóð 10 (01.115.230) 188006 Mál nr. BN049052
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048522 þannig að sett er upp skilti fyrir ofan aðalinngang á norðvesturhlið hússins á lóð nr. 10 við Fiskislóð.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Fiskislóð 10 (01.115.230) 188006 Mál nr. BN048940
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt stigahús með lyftu fyrir hreyfihamlaða og sameiginlega innbyggða kalda sorpgeymslu í staðin fyrir flóttastiga, stigahús verður aðalinngangur fyrir 2. hæð, færa bílastæði fyrir hreyfihamlaða á baklóð fært að stigahúsinu og breyta smávægilega á 1.hæð í húsinu á lóð nr. 10 við Fiskislóð.
Bréf frá hönnuði þar sem hann gerir grein fyrir breytingum og sækir um fá leyfi frá byggingareglugerð 112/2012 6.4.12 gr. 7 dags. 19. febrúar 2015
Tölvupóstur frá hönnuði með samþykkt frá faxaflóahöfnum dags. 26. febrúar 2015 fylgir. Greinagerð brunahönnuðar dags. 5. feb. 2015 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015.
Stækkun húss: 76,8 ferm., 267,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN048941
Potter ehf., Hafnargötu 27a, 230 Keflavík
Sótt er um leyfi til að innrétta líkamsræktarstöð með tveimur sölum, búningsaðstöðu og móttöku og glerhurðum og gluggum breytt í framhlið hússins á lóð nr. 53-69 við Fiskislóð.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Flókagata Miklatún (01.248.-99) 103419 Mál nr. BN048642
Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir upplýsingaskilti, 130 x 270 cm fyrir Kjarvalsstaði á graseyju milli bílastæða við listasafnið og Flókagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2015.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til umsagnar skrifstofu reksturs og umhirðu og til samgöngustjóra.
22. Grensásvegur 16 (01.295.403) 103850 Mál nr. BN049072
Húsfélagið Grensásvegi 16, Grensásvegi 16, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru ? á 3. og 4. hæð í húsinu á lóð nr. 16 við Grensásveg.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Grundarstígur 4 (01.183.305) 101957 Mál nr. BN042348
Einar Ólafur Valdimarsson, Stakkahlíð 17, 105 Reykjavík
Verslunin Þingholt ehf, Stakkahlíð 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarhúsnæði í íbúð og loka gati yfir í fyrrverandi sambyggða verslun á lóð nr. 2a á 1. hæð í húsi á lóð nr. 4 við Grundarstíg.
Meðfylgjandi er ódags. bréf hönnuðar.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Guðrúnargata 8 (01.247.704) 103400 Mál nr. BN048976
Sigrún Svava Aradóttir, Guðrúnargata 8, 105 Reykjavík
Daði Róbertsson, Hrannarbyggð 3, 625 Ólafsfjörður
Sótt er um leyfi til að setja svalir á íbúð 0201 á austur gafli, stækka svalir á íbúð 0101 á austurgafl og fyrir áður gerðri tvöfaldri hurð á suðurgafli og loka hurð á vesturhlið bílskúrs mhl. 02 á lóð nr. 8 við Guðrúnargötu.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 3. mars. 2015 fylgir ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. mars 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2015.
25. Hafnarstræti 17 (01.118.502) 100098 Mál nr. BN048060
Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 50 herbergjum úr steinsteypu með mansardþaki sem verður tengt við nýbyggingu á lóðinni Hafnarstræti 19, norðan og vestan við verndað timburhús sem fyrir er á lóð og verður endurbyggt í upprunalegri mynd með hótelherbergum á efri hæðum og morgunverðasal i hlöðnum steinkjallara, á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014.
Einnig fylgir greinargerð vegna hljóðvistar dags. í nóvember 2014, brunahönnun frá Mannvit dags. 2. febrúar 2015, útreikningur á varmatapi dags. 3. febrúar 2015, skýrsla um ástandsskoðun og prófanir frá Mannvit dags. 22. janúar 2015, minnisblöð frá verkfræðistofunni Hnit dags. 8. apríl, 18. júlí, 18. nóvember og 21. og 27. nóvember 2014 og 20. janúar 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. september og 4. desember 2014 og 12. janúar og 9. febrúar 2015 og 23. febrúar 2015, bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. febrúar 2015 og bréf frá verkfræðistofunni Hnit dags. 9. febrúar 2015, bréf frá hönnuði dags. 19. febrúar 2015 og umsögn fagrýnihóps byggingarfulltrúa dags. 20. mars 2015.
Áður samþykkt niðurrif: 225,2 ferm., 686,9 rúmm.
Stækkun: 1.439,9 ferm., 4.990,4rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Hafnarstræti 19 (01.118.503) 100099 Mál nr. BN048059
Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 50 herbergjum sem verður tengt við hús á lóðinni í Hafnarstræti 17, sótt er um að rífa húsið vegna bágs ástands á steypuvirki og byggja nýbyggingu þar sem frontur að Hafnarstræti verður endurbyggður í núverandi mynd, steinsteypt og einangrað að innan, verslunarrými á jarðhæð með flötu þaki og verður 4. hæð inndregin Hafnarstrætismegin á lóð nr. 19 við Hafnarstræti .
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014.
Einnig fylgir greinargerð vegna hljóðvistar dags. í nóvember 2014, brunahönnun frá Mannvit dags. 2. febrúar 2015, útreikningur á varmatapi dags. 3. febrúar 2015, skýrsla um ástandsskoðun og prófanir frá Mannvit dags. 22. janúar 2015, minnisblöð frá verkfræðistofunni Hnit dags. 8. apríl, 18. júlí, 18. nóvember og 21. og 27. nóvember 2014 og 20. janúar 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. september og 4. desember 2014 og 12. janúar og 9. febrúar 2015 og 23 febrúar, bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. febrúar 2015, bréf frá verkfræðistofunni Hnit dags. 9. febrúar 2015, bréf frá hönnuði dags. 19. febrúar 2015 og umsögn fagrýnihóps byggingarfulltrúa dags. 20. mars 2015.
Áður byggt skv. FMR 1.133,2 ferm., 3.696,0 rúmm.
Niðurrif: 1.108,3 ferm., 3.645,0 rúmm.
Stækkun alls 739,6 ferm., 3.066,5 rúmm.
Stærðir nýs hús: 1.877,4 ferm. , 6.762,5 rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Háaleitisbraut 175 (01.84-.-93) 108676 Mál nr. BN049069
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og breyta gluggum á suðurhlið milli A og B álmu, í stað núverandi tréglugga koma hvítir álgluggar, einnig er sótt um leyfi til að breyta stiga og handriði úr matsal, umræddar breytingar eru í samræmi við erindi BN047458 fyrir Borgarspítalann á lóð nr. 175 við Háaleitisbraut.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Helluland 1-19 2-24 (01.862.201) 108799 Mál nr. BN049050
Guðjón Sívertsen, Helluland 24, 108 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 20" gám til 15. júní við raðhús nr. 24 á lóðinni 1-19, 2-24 við Helluland.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
29. Hlíðarendi 1-7 (01.629.502) 220839 Mál nr. BN048979
Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt 3-5 hæða randbyggt fjölbýlishús, ellefu stigahús með 134 íbúðum og atvinnuhúsnæði á jarðhæð að Snorrabrautarás á tveggja hæða bílageymslu með 134 stæðumá lóð nr. 1-7 við Hlíðarenda.
Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU verkfræðistofu dags. 26. febrúar 2015 og greinargerð hönnuða dags. 3. mars 2015.
Stærð A-rými: 20.993,1 ferm., 71.276 rúmm.
B-rými: 7.228,8 ferm., 21.690,1 rúmm.
C-rými: 1.761,1 ferm.
Gjald kr. 9.832
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
30. Hofsvallagata 53 (01.542.201) 106379 Mál nr. BN049049
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða norðurhluta útveggja , með hvítri álklæðningu sömu gerðar og suðurhluti húss var klæddur með, á lóð nr. 53 við Hofsvallagötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN048858
Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 02 og byggja steinsteypta tveggja hæða viðbyggingu og innrétta gististað í flokki III teg. gistiheimili fyrir 38 gesti í húsi á lóð nr. 14 við Hrísateig.
Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 10. febrúar 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 16. febrúar 2015.
Niðurrif: 41,4 ferm., 103,5 rúmm.
Stækkun: 300,6 ferm., 954,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Hrísateigur 43 (01.346.013) 104066 Mál nr. BN048977
Sigrún Drífa Jónsdóttir, Hrísateigur 43, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna eignaskiptayfirlýsingar fyrir útihurð og geymsla 0004 hefur verið stúkuð af í húsi á lóð nr. 43 við Hrísateig.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Hverafold 1-5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN049074
Tónlistarskólinn í Grafarvog eh, Hverafold 1-5, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum á innréttingum vegna breytinga á eldvarnarmálum í tónlistarskóla á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 5 við Hverafold.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 16. mars 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
34. Hverafold 5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN049053
Snyrtistofan Afródíta ehf., Hverafold 1-3, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta snyrtistofu þannig að komið er fyrir léttum veggjum í rými 0102 í húsinu á lóð nr. 5 við Hverafold.
Samþykki eiganda dags. 17. mars 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
35. Hæðargarður 18 (01.818.101) 108176 Mál nr. BN049042
Helgi Heiðar Stefánsson, Hæðargarður 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja kvisti og breyta fyrirkomulagi og fjarlægja veggi við eldhús og alrými á 2. hæð í húsi nr. 18 á lóð nr. 18-20 við Hæðargarð.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda.
Stækkun: 52,5 ferm., 103,0 rúmm.
Eftri stækkun: 202,6 ferm., 464,4 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Hæðargarður 20 (01.818.102) 108177 Mál nr. BN049043
Hækkun ehf., Klettási 19, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja kvisti og breyta fyrirkomulagi og fjarlægja veggi við eldhús og alrými á 2. hæð í húsi nr. 20 á lóð nr. 18-20 við Hæðargarð.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda.
Stækkun: 52,5 ferm., 103,0 rúmm.
Eftri stækkun: 202,6 ferm., 464,4 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN048434
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki á smávægilegum breytingum vegna lokaúttektar, sbr. erindi BN046313, á húsnæði verkfræðistofunnar Eflu á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Meðfylgjandi er minnisblað um brunavarnir frá Eflu dag.s 13. september 2013, bréf arkitekts dags. 20. október 2014 og niðurstöður lokaúttektar dags. 16. október 2013.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
38. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN049066
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breytingar á erindi BN045814 þannig að útfærsla á flóttaleiðum frá 2.hæð niður á 1. hæð verður breyt þannig að komið verður fyrir hurð út í undirgöng í millibyggingu T-mn í húsi á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Ingólfsstræti 2 (01.170.305) 101342 Mál nr. BN049058
Sara slf, Geitastekk 6, 109 Reykjavík
GuSt ehf., Neðstabergi 7, 111 Reykjavík
Sótt er um samþykki á uppmældri reyndarteikningu vegna skráningar og eignaskiptayfirlýsingar af húsinu Ingólfsstræti 2 á lóð nr, 1 við Þingholtsstræti.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Ingólfsstræti 2A (01.170.005) 101323 Mál nr. BN047807
Fjélagið - eignarhaldsfélag hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja veislustofu með þaksvölum við núverandi 3. hæð, koma fyrir útibekkjum og og gróðurbelti, framlengja lyftu og flóttaleið frá Bankastræti 7 á þaksvölum, Gamla Bíós, sbr. erindi BN046942, samþ. 20.5. 2014, á lóð nr. 2a við Ingólfsstræti.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2. júní 2014, eldvarnaskýrsla dags. í júní 2014, hljóðvistarskýrsla dags. 22. október 2014 og yfirlýsingu dags. 10. nóvember 2014 ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. mars 2015.
Erindi var grenndarkynnt frá 26. júní til og með 24. júlí 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhann Friðrik Haraldsson dags. 22. júlí 2014, Mörkin lögmannsstofa f.h. 101 hótels ehf. og IJG eigna ehf. dags. 23. júlí 2014.
Einnig er lagt fram minnisblað arkitektur.is dags. 29. september 2014, bréf Steindórs Sigurgeirssonar f.h. félagið-eignarhaldsfélag og húseigenda Gamla Bíós dags. 22. ágúst 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2014.
Stærðir stækkun brúttó: 66,6 ferm., 220,0 rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um samþykki á fyrirkomulagi flóttaleiða frá Bankastræti 7 fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
41. Kjalarvogur 5 (01.424.401) 178219 Mál nr. BN049070
Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingar við norðvestur- og suðvesturhorn atvinnuhúss á lóð nr. 5 við Kjalarvog.
Stækkun: 279,8 ferm., 1.791,3 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Kringlan 7 (01.723.101) 107298 Mál nr. BN049051
Lífeyrissjóður verslunarmanna, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 5. hæðar þannig að komið er fyrir framreiðslueldhúsi og kaffistofu í húsinu á lóð nr. 7 við Kringluna
Bréf hönnuðar dags. 15.mars. 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
43. Krummahólar 2 (04.645.201) 111958 Mál nr. BN049032
Krummahólar 2,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN04489 þar sem sótt var um að breyta flóttaleiðum í kjallara og á fyrstu hæð, koma fyrir nýjum útihurðafronti þannig að anddyri stækkar í húsi á lóð nr. 2 við Krummahóla.
Stækkun 7,2 ferm., 19,4 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Laugavegur 1 (01.171.016) 101361 Mál nr. BN048918
Eignarhaldsfélagið Arctic ehf, Suðurhrauni 12c, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofan á bakhús sem er mhl. 04, og til að fjölga gistirýmum úr 4 í 8 í gististað í fl. IV, tegund b á lóð nr. 1 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2015.
Stækkun 109,5 ferm., 262 rúmm.
Samtals eftir stækkun 451,6 ferm., 1.382 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Laugavegur 120 (01.240.203) 102986 Mál nr. BN049059
L120 ehf., Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki á breytingum, sbr. fylgiskjal, á áður samþykktu erindi BN048554 samþ. 9. desember 2014 á hóteli á lóð nr. 120 við Laugaveg.
Meðfylgjandi eru tvö bréf arkitekts dags. 17. mars. 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Laugavegur 15 (01.171.112) 101378 Mál nr. BN048741
Menningar/framfarasj Ludv Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa skúrbyggingar og byggja steinsteypta viðbyggingu á bakhlið, kjallara og tvær hæðir með garði á þaki, koma fyrir lyftu og innrétta sem stækkun á verslunum og gistiheimili sem fyrir eru og fer gestafjöldi gistiheimilis í 39 gesti í húsinu á lóð nr. 15 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. mars 2015.
Niðurrif skúra á baklóð: 96,1 ferm., 281,4 rúmm.
Stækkun: 386,1 ferm., 1.322,3 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
47. Laugavegur 24 (01.172.203) 101458 Mál nr. BN048944
Gastropub ehf., Laugavegi 24, 101 Reykjavík
B. Baldursson slf., Kjalarvogi 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað fyrir 55 gesti í flokki II í rými 0102 í húsinu á lóð nr. 24 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa 6. mars 2015.
Bréf frá hönnuði þar sem hann fer fram á breytingu umsóknar dags. 8.mars 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN048949
L56 ehf., Lækjartorgi 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris ofan á framhús við Laugaveg og til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með 12 íbúðum, þrjár hæðir og kjallara á baklóð nr. 56 við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN048851 dregið til baka.
Stækkun: 597,4 ferm., 1.616,1 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Laugavegur 58B (01.173.114) 101531 Mál nr. BN048871
París ehf., Laugavegi 58a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka bíslag til suðurs og einnar hæðar húshluta til austurs og innrétta gistiskála í flokki V fyrir 20 gesti í húsi á lóð nr. 58B við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN048712 dregið til baka.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. febrúar 2015.
Stækkun: 17,7 ferm., 50 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
50. Laugavegur 96 (01.174.308) 101643 Mál nr. BN048917
Neva ehf., Gunnarsbraut 46, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta verslun á neðra gólfi og veitingahús í flokki II fyrir 50 gesti í húsi á lóð nr. 96 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu með umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
51. Lokastígur 13 (01.181.416) 101806 Mál nr. BN049021
Anna Dóra Steinþórsdóttir, Lokastígur 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum og tveimur þakgluggum á suðvesturhorn hússins á lóð nr. 13 við Lokastíg.
Jákvæð fyrirspurn BN048811 dags. 24. febrúar 2015 fylgir. Samþykki meðeiganda dags. 12. mars. 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Lækjartorg 1 (01.140.309) 100842 Mál nr. BN049063
Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka dyraopi á 2. hæð milli húsanna Austurstræti 17 og Lækjartorg 1 á lóð nr. 1 við Lækjartorg.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
53. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN048675
Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra hæða fjölbýlishús með 24 íbúðum á bílakjallara, sjá erindi BN048512, og verður Tangabryggja 10 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.
Stærð: Kjallari 378,7 ferm., 1. hæð 457,5 ferm., 2. hæð 449,2 ferm., 3. hæð 452 ferm., 4. hæð 368,3 ferm.
Samtals: 2.105,7 ferm., 6.528,9 rúmm.
Samtals B-rými: 87,3 ferm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
54. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN049109
Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, undirstöðum, botnplötu og lögnum í grunni á lóðinni nr. 10 við Tangabryggju samanber umsókn BN048675.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
55. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN049012
Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera minni háttar breytingar erindi BN048397, m. a. færa til svalahurðir, breyta opnanlegum gluggum í stofum, breyta fyrirkomulagi á baðherbergjum o. fl. í fjölbýlishúsinu Naustabryggja 31-33 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
56. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN048512
Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta bílageymslu sem verður undir garði milli húsa og verður matshluti 06 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.
Stærð: 3.465,7 ferm., 11.084,2 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
57. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN049064
Arcus ehf, Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera minni háttar breytingar erindi BN048398, m. a. færa til svalahurðir, breyta opnanlegum gluggum í stofum, breyta fyrirkomulagi á baðherbergjum o. fl. í fjölbýlishúsinu Tangabryggju 12 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
58. Neshagi 16 (01.542.212) 106389 Mál nr. BN048581
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1. 2. og 3. hæð og koma fyrir rými fyrir kælibúnað og varaaflstöð við norðurhlið húss á lóð nr. 16 við Neshaga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.
Stærð varaaflstöðvarhúss mhl. 03 er 6,0 ferm. , 13,0 rúmm. og kælibúnaðarhúss 02 er 5,3 ferm., 11,7 rúmm. Brunaskýrsla brunahönnuðar dags. 17. mars. 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 01, 02,03,04,05,06,07 dags. 17. nóvember 2014.
59. Njálsgata 18 (01.182.226) 101878 Mál nr. BN048945
Antonio Paulino Alvarez, Bjarnarstígur 1, 101 Reykjavík
Peter Gill, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að færa til vesturs um tvo metra, byggja viðbyggingu að Njálsgötu 20, hækka um eina hæð, byggja kvisti, endurbyggja og minnka bílskúr og innrétta tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 18 við Njálsgötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. nóvember 2014.
Stærð verður: 237,1 ferm., 680,6 rúmm.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1 og 2 dags. 24. febrúar 2015.
60. Njálsgata 78 (01.191.105) 102491 Mál nr. BN047516
Þ11 ehf, Stigahlíð 78, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 3. hæð úr forsteyptum einingum og rishæð úr timbri með kvistum á götuhlið, byggja svalir á garðhlið og innrétta tvær nýjar íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 78 við Njálsgötu.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 17. mars 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2014.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2013 og 15. maí 2014.
Meðfylgjandi er umboð eiganda.
Stækkun: 97,7 ferm., 238,7 rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.500 + 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
61. Norðlingabraut 4 (04.734.301) 204832 Mál nr. BN048460
Snorri Hjaltason, Ólafsgeisli 11, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft atvinnuhús úr forsteyptum einingum á lóð nr. 4 við Norðlingabraut
Stærð: 1. hæð 1.154,6 ferm., 2. hæð 1.154,6 ferm.
A-rými: 2.309,2 ferm., 9.736,4 rúmm.
B-rými: 502,9 ferm., 1.795,4 rúmm.
Samtals: 2.812,1 ferm., 11.531,8 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
62. Norðurstígur 3 (01.132.016) 100206 Mál nr. BN048706
TMI ehf, Flúðaseli 69, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka og byggja 3. hæð úr timbri og innrétta nýja íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Norðurstíg.
Jafnframt er erindi BN048368 dregið til baka.
Stækkun: 84,3 ferm., 240,3 rúmm.
Greiða skal fyrir eitt bílastæði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. mars 2015.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
63. Ránargata 31 (01.135.205) 100454 Mál nr. BN049028
Þröstur Magnússon, Ránargata 31, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma þvottaaðstöðu fyrir á snyrtingu á annarri hæð í íbúð 0201 í húsi á lóð nr. 31 við Ránargötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
64. Ránargata 34 (01.135.011) 100433 Mál nr. BN048366
Tjörvi Bjarnason, Ránargata 34, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að samþykkja ósamþykkta íbúð í kjallara, setja nýja glugga á vesturhlið, stækka núverandi glugga á suður- og vesturhlið og tengja geymsluskúr á lóð við rafmagn, sbr. fyrirspurn BN048207, sem fékk jákvæða umfjöllun, við hús á lóð nr. 34 við Ránargötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 7. október 2014, samþykki eigenda á nr. 36 og samþykki eigenda á nr. 34 fór með fyrirspurn. Meðfylgjandi einnig umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 27.1. 2015, bréf arkitekts dags. 17.3. 2015
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 01, 02, 03 dags. 15. febrúar 2015.
65. Rofabær 34 (04.360.201) 111256 Mál nr. BN049015
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða B- og C álmu með sléttri sinkklæðningu sem verður uppsett á upphengikerfi og einangruð með 50 mm steinull á vegg hússins á lóð nr. 34 við Rofabær.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. mars. 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
66. Skipholt 19 (01.242.213) 103039 Mál nr. BN049056
Heimilisbraut ehf., Skipholti 19, 105 Reykjavík
Alþjóðleg kirkja Guðs og Embætt, Skeifunni 3B, 108 Reykjavík
Leslie Andres Bocanegra Delgado, Bakkabraut 5e, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta samkomusal, rými 0001 sbr. fyrirspurn BN048959 dags. 2.3. 2015, í kjallara húss á lóð nr. 19 við Skipholt.
Meðfylgjandi er bréf eiganda 0001.
Gjald kr . 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
67. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN049067
Skuggi 3 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyft fyrir innri breytingum og að stækka glugga á norðurhlið á mhl. 15 á 15 hæð í húsinu Vatnsstíg 20-22 á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
68. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN048881
Mánatún hf., Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 5 hæða fjölbýlishús með 44 íbúðum, sem tengist bílakjallara og áður byggðum fjölbýlishúsum á reitnum og verður mhl. 03 á lóð nr. 1 við Sóltún.
Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. 6. febrúar 2015, bréf frá hönnuðum um ábyrgðarsvið hönnuða og skýringarmynd um algilda hönnun íbúða.
Stærð í lokunarflokki A: 4.871,6 ferm., 15.849,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
69. Spöngin 25-27 (00.000.000) 177193 Mál nr. BN048983
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja ónýta utanhúss klæðningu og klæða á ný þannig að efrihluti hússins verður klæddur með lóðréttum lerki viðarborðum festar á leiðara sem eru festir á veggin og neðri hlutinn verður klæddur með gráum steinflísum festar á veggin með snitt teinum á vegg á húsið á lóð nr. 25-27 við Spöngina.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 16. mars 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
70. Stigahlíð 45-47 (01.712.101) 107208 Mál nr. BN049060
Bakarameistarinn ehf., Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum og útliti og stækka bakarí í rými 0102 á 1. hæð verslanamiðstöðvar á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 15.3. 2015, eldvarnaskoðun Verkís dags. 14.3. 2015, samþykki meðeigenda dags. 17.3. 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
71. Stórhöfði 42 (04.077.301) 110683 Mál nr. BN049010
R.B. fjárfestingafélag ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja flóttastiga við norðaustur hlið frá efri hæð, loka skýli við norðvestur horn neðri hæðar og setja upp til bráðabirgða fjögur vörutjöld á milli 40 ft. gáma á lóð nr. 42 við Stórhöfða.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 18. mars. 2015 fylgir.
Stærðir vörutjalda XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
72. Suðurhlíð 9 (01.780.401) 107506 Mál nr. BN049090
Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu við viðbyggingu við Klettaskóla á lóðinni nr. 9 við Suðurhlíð.sbr. BN047128.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
73. Tryggvagata 13 (01.117.407) 222370 Mál nr. BN048982
T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, 40 íbúða, 6 hæða fjölbýlishús með bílakjallara fyrir 12 bíla og verslunar- og þjónusturými á 1. hæð á lóð nr 13 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir leiðnitapsútreikningur dags. 4. mars 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2015.
Stærð: 4.905,9 ferm., 14.887,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
74. Tryggvagata 19 (01.118.301) 100095 Mál nr. BN049054
Tollstjóri, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík
Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir rafaaflstöð í austurenda byggingar og koma pústreyk röri upp á þak hússins á lóð nr. 19 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
75. Túngata 26 (01.137.201) 100655 Mál nr. BN049068
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og breyta gluggum á vesturgafli vesturálmu, fjarlægja gulleita, ósamþykkta svalalokun, færa svalir í upprunalegt form, endurnýja kjallaraglugga í sama formi og aðra kjallaraglugga á suðurhlið, lagfæra upprunalega harðviðarglugga og endurnýja steiningu á vesturgafli Landakotsspítala á lóð nr. 26 við Túngötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
76. Vatnagarðar 14 (01.337.804) 103918 Mál nr. BN048929
Grænibakki ehf, Vatnagörðum 14, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina rými 0101 og 0104 og opna á milli með eldvarnarhurð, breyta innréttingum og stækka milliloft og breyta stiga er liggur að millilofti í húsinu á lóð nr. 14 við Vatnagarða.
Jafnframt er eignum fjölgað um tvær í húsinu.
Umsögn burðarvirksihönnuðar dags. 25. febrúar 2015 fylgir erindi.
Stækkun milliloft: 24,0 ferm.
Gjald kr. 9.823 + 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
77. Vesturberg 76 (04.662.801) 112055 Mál nr. BN048978
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu út í núverandi port fyrir móttöku, tæknirými og skrifstofu úr timbri einangraða og klædda með trapisuklæðningu við húsið á lóð nr. 76 Vesturberg.
Stækkun: 64,5 ferm., 185,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
78. Vesturgata 4 (01.132.107) 100215 Mál nr. BN048995
Vesturgata 4,húsfélag, Vesturgötu 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta "ráðgátuherbergi" fyrir 2-10 einstaklinga í kjallara húss á lóð nr. 4 við Vesturgötu.
Meðfylgjandi eru bréf umsækjenda og samþykki meðeigenda dags. 6. mars 2015 og bréf arkitekts dags. 18.3.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
79. Þjóðhildarstígur 2-6 (04.112.201) 188027 Mál nr. BN048510
GH2 ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja, sbr. fyrirspurn BN046409 sem fékk jákvæða umfjöllun 27. ágúst 2013, geymslu, gang og skyggni yfir bílastæði við suðurhlið veitinga-, skemmti- og verslunarhúsið á lóð nr. 2-6- við Þjóðhildarstíg.
Stækkun: 120 ferm., 389 rúmm.
Stærðir samtals eftir stækkun: 3.843,1 ferm., 17.762,5 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
80. Ægisgata 4 (01.131.110) 100168 Mál nr. BN049040
Þórður B Benediktsson, Ægisgata 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN039522 og BN042701 þar sem innri breytingar á öllum hæðum og hætt er við glugga á 1. og 2. hæð á norðurveg hússins á lóð nr. 4 við Ægisgötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
81. Ægisíða 123 (01.532.004) 106162 Mál nr. BN048850
Fróði ehf., Skeiðarási 3, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að skipta upp óráðstöfuðu atvinnurými, sbr. erindi BN048100 dags. 16. september 2014, í tvo hluta, sömuleiðis eru smávægilegar breytingar á útliti húss á lóð nr. 123 við Ægisíðu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Ýmis mál
82. Bergstaðastræti 31 (01.184.411) 102071 Mál nr. BN049093
Óskað er eftir samþykki byggingafulltrúans fyrir útgáfu á hnitsettum uppdrætti fyrir lóðina Bergstaðastræti 31 ( landnr. 102071, staðgr.nr. 1.184.411). Sjá meðfylgjandi uppdrátt, Hluti úr lóðauppdrætti 1.184.4. Lóðin er talin 240,6 m2. Lóðin reynist 258 m2. Stækkun lóðarinnar kemur úr óútvísaða landinu (landnr. 218177). Ekki er til deiliskipulag fyrir lóðina.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
83. Bergstaðastræti 65 (01.196.311) 102678 Mál nr. BN049082
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 18. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsinga-deildar á lóðunum: Fjölnisvegur 4 (landnr. 102670, staðgr. 1.196.303), Fjölnisvegur 6 (landnr. 102671, staðgr. 1.196.304), Fjölnisvegur 8 (landnr. 102672, staðgr. 1.196.305), Fjölnisvegur 10 (landnr. 102673, staðgr. 1.196.306), Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr. 1.196.311), Begstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr. 1.196.309) og Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr. 1.196.308), eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Fjölnisvegur 4 (landnr. 102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 6 (landnr. 102671, staðgr. 1.196.304), er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 8 (landnr. 102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 10 (landnr. 102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
84. Bergstaðastræti 69 (01.196.309) 102676 Mál nr. BN049083
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 18. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsinga-deildar á lóðunum: Fjölnisvegur 4 (landnr. 102670, staðgr. 1.196.303), Fjölnisvegur 6 (landnr. 102671, staðgr. 1.196.304), Fjölnisvegur 8 (landnr. 102672, staðgr. 1.196.305), Fjölnisvegur 10 (landnr. 102673, staðgr. 1.196.306), Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr. 1.196.311), Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr. 1.196.309) og Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr. 1.196.308), eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Fjölnisvegur 4 (landnr. 102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 6 (landnr. 102671, staðgr. 1.196.304), er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 8 (landnr. 102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 10 (landnr. 102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
85. Bergstaðastræti 71 (01.196.308) 102675 Mál nr. BN049084
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 18. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsinga-deildar á lóðunum: Fjölnisvegur 4 (landnr. 102670, staðgr. 1.196.303), Fjölnisvegur 6 (landnr. 102671, staðgr. 1.196.304), Fjölnisvegur 8 (landnr. 102672, staðgr. 1.196.305), Fjölnisvegur 10 (landnr. 102673, staðgr. 1.196.306), Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr. 1.196.311), Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr. 1.196.309) og Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr. 1.196.308), eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Fjölnisvegur 4 (landnr. 102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 6 (landnr. 102671, staðgr. 1.196.304), er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 8 (landnr. 102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 10 (landnr. 102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
86. Fjölnisvegur 10 (01.196.306) 102673 Mál nr. BN049081
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 18. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsinga-deildar á lóðunum: Fjölnisvegur 4 (landnr. 102670, staðgr. 1.196.303), Fjölnisvegur 6 (landnr. 102671, staðgr. 1.196.304), Fjölnisvegur 8 (landnr. 102672, staðgr. 1.196.305), Fjölnisvegur 10 (landnr. 102673, staðgr. 1.196.306), Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr. 1.196.311), Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr. 1.196.309) og Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr. 1.196.308), eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Fjölnisvegur 4 (landnr. 102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 6 (landnr. 102671, staðgr. 1.196.304), er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 8 (landnr. 102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 10 (landnr. 102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
87. Fjölnisvegur 4 (01.196.303) 102670 Mál nr. BN049078
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 18. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsinga-deildar á lóðunum: Fjölnisvegur 4 (landnr. 102670, staðgr. 1.196.303), Fjölnisvegur 6 (landnr. 102671, staðgr. 1.196.304), Fjölnisvegur 8 (landnr. 102672, staðgr. 1.196.305), Fjölnisvegur 10 (landnr. 102673, staðgr. 1.196.306), Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr. 1.196.311), Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr. 1.196.309) og Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr. 1.196.308), eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Fjölnisvegur 4 (landnr. 102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 6 (landnr. 102671, staðgr. 1.196.304), er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 8 (landnr. 102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 10 (landnr. 102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
88. Fjölnisvegur 6 (01.196.304) 102671 Mál nr. BN049079
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 18. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsinga-deildar á lóðunum: Fjölnisvegur 4 (landnr. 102670, staðgr. 1.196.303), Fjölnisvegur 6 (landnr. 102671, staðgr. 1.196.304), Fjölnisvegur 8 (landnr. 102672, staðgr. 1.196.305), Fjölnisvegur 10 (landnr. 102673, staðgr. 1.196.306), Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr. 1.196.311), Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr. 1.196.309) og Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr. 1.196.308), eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Fjölnisvegur 4 (landnr. 102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 6 (landnr. 102671, staðgr. 1.196.304), er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 8 (landnr. 102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 10 (landnr. 102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
89. Fjölnisvegur 8 (01.196.305) 102672 Mál nr. BN049080
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 18. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsinga-deildar á lóðunum: Fjölnisvegur 4 (landnr. 102670, staðgr. 1.196.303), Fjölnisvegur 6 (landnr. 102671, staðgr. 1.196.304), Fjölnisvegur 8 (landnr. 102672, staðgr. 1.196.305), Fjölnisvegur 10 (landnr. 102673, staðgr. 1.196.306), Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr. 1.196.311), Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr. 1.196.309) og Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr. 1.196.308), eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Fjölnisvegur 4 (landnr. 102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 6 (landnr. 102671, staðgr. 1.196.304), er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 8 (landnr. 102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.
Lóðin Fjölnisvegur 10 (landnr. 102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 65 (landnr. 102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 69 (landnr. 102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.
Lóðin Bergstaðastræti 71 (landnr. 102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
90. Hraunteigur 10 (01.360.504) 104538 Mál nr. BN049105
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.360.5, dags. 19. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á lóðunum: Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504) ), Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506) eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), er talin 1242.0 m2, lóðin reynist 1229 m2.
Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 747 m2
Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), er talin 751.0 m2, lóðin reynist 740 m2.
Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), er talin 693.7 m2, lóðin reynist 694 m2.
Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), er talin 699.4 m2, lóðin reynist 699 m2.
Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), er talin 758.6 m2, lóðin reynist 761 m2.
Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), er talin 35.0 m2, lóðin reynist 64 m2.
Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 742 m2.
Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506), er talin 826.0 m2, lóðin reynist 824 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
91. Hraunteigur 12 (01.360.505) 104539 Mál nr. BN049106
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.360.5, dags. 19. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á lóðunum: Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504) ), Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506) eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), er talin 1242.0 m2, lóðin reynist 1229 m2.
Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 747 m2
Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), er talin 751.0 m2, lóðin reynist 740 m2.
Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), er talin 693.7 m2, lóðin reynist 694 m2.
Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), er talin 699.4 m2, lóðin reynist 699 m2.
Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), er talin 758.6 m2, lóðin reynist 761 m2.
Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), er talin 35.0 m2, lóðin reynist 64 m2.
Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 742 m2.
Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506), er talin 826.0 m2, lóðin reynist 824 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
92. Hraunteigur 14 (01.360.506) 104540 Mál nr. BN049107
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.360.5, dags. 19. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á lóðunum: Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504) ), Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506) eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), er talin 1242.0 m2, lóðin reynist 1229 m2.
Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 747 m2
Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), er talin 751.0 m2, lóðin reynist 740 m2.
Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), er talin 693.7 m2, lóðin reynist 694 m2.
Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), er talin 699.4 m2, lóðin reynist 699 m2.
Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), er talin 758.6 m2, lóðin reynist 761 m2.
Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), er talin 35.0 m2, lóðin reynist 64 m2.
Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 742 m2.
Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506), er talin 826.0 m2, lóðin reynist 824 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
93. Hraunteigur 8 (01.360.503) 104537 Mál nr. BN049104
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.360.5, dags. 19. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á lóðunum: Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504) ), Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506) eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), er talin 1242.0 m2, lóðin reynist 1229 m2.
Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 747 m2
Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), er talin 751.0 m2, lóðin reynist 740 m2.
Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), er talin 693.7 m2, lóðin reynist 694 m2.
Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), er talin 699.4 m2, lóðin reynist 699 m2.
Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), er talin 758.6 m2, lóðin reynist 761 m2.
Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), er talin 35.0 m2, lóðin reynist 64 m2.
Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 742 m2.
Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506), er talin 826.0 m2, lóðin reynist 824 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
94. Hrísateigur 4 (01.360.501) 104535 Mál nr. BN049103
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.360.5, dags. 19. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á lóðunum: Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504) ), Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506) eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), er talin 1242.0 m2, lóðin reynist 1229 m2.
Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 747 m2
Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), er talin 751.0 m2, lóðin reynist 740 m2.
Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), er talin 693.7 m2, lóðin reynist 694 m2.
Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), er talin 699.4 m2, lóðin reynist 699 m2.
Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), er talin 758.6 m2, lóðin reynist 761 m2.
Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), er talin 35.0 m2, lóðin reynist 64 m2.
Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 742 m2.
Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506), er talin 826.0 m2, lóðin reynist 824 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
95. Kirkjuteigur 11 (01.360.510) 104544 Mál nr. BN049097
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.360.5, dags. 19. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á lóðunum: Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504) ), Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506) eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), er talin 1242.0 m2, lóðin reynist 1229 m2.
Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 747 m2
Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), er talin 751.0 m2, lóðin reynist 740 m2.
Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), er talin 693.7 m2, lóðin reynist 694 m2.
Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), er talin 699.4 m2, lóðin reynist 699 m2.
Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), er talin 758.6 m2, lóðin reynist 761 m2.
Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), er talin 35.0 m2, lóðin reynist 64 m2.
Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 742 m2.
Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506), er talin 826.0 m2, lóðin reynist 824 m2.
.Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
96. Kirkjuteigur 13 (01.360.511) 104545 Mál nr. BN049098
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.360.5, dags. 19. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á lóðunum: Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504) ), Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506) eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), er talin 1242.0 m2, lóðin reynist 1229 m2.
Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 747 m2
Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), er talin 751.0 m2, lóðin reynist 740 m2.
Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), er talin 693.7 m2, lóðin reynist 694 m2.
Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), er talin 699.4 m2, lóðin reynist 699 m2.
Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), er talin 758.6 m2, lóðin reynist 761 m2.
Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), er talin 35.0 m2, lóðin reynist 64 m2.
Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 742 m2.
Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506), er talin 826.0 m2, lóðin reynist 824 m2.
.Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
97. Kirkjuteigur 15 (01.360.512) 104546 Mál nr. BN049099
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.360.5, dags. 19. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á lóðunum: Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504) ), Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506) eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), er talin 1242.0 m2, lóðin reynist 1229 m2.
Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 747 m2
Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), er talin 751.0 m2, lóðin reynist 740 m2.
Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), er talin 693.7 m2, lóðin reynist 694 m2.
Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), er talin 699.4 m2, lóðin reynist 699 m2.
Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), er talin 758.6 m2, lóðin reynist 761 m2.
Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), er talin 35.0 m2, lóðin reynist 64 m2.
Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 742 m2.
Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506), er talin 826.0 m2, lóðin reynist 824 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
98. Kirkjuteigur 17 (01.360.513) 104547 Mál nr. BN049100
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.360.5, dags. 19. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á lóðunum: Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504) ), Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506) eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), er talin 1242.0 m2, lóðin reynist 1229 m2.
Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 747 m2
Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), er talin 751.0 m2, lóðin reynist 740 m2.
Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), er talin 693.7 m2, lóðin reynist 694 m2.
Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), er talin 699.4 m2, lóðin reynist 699 m2.
Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), er talin 758.6 m2, lóðin reynist 761 m2.
Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), er talin 35.0 m2, lóðin reynist 64 m2.
Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 742 m2.
Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506), er talin 826.0 m2, lóðin reynist 824 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
99. Kirkjuteigur 19 (01.360.514) 104548 Mál nr. BN049101
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.360.5, dags. 19. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á lóðunum: Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504) ), Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506) eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), er talin 1242.0 m2, lóðin reynist 1229 m2.
Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 747 m2
Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), er talin 751.0 m2, lóðin reynist 740 m2.
Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), er talin 693.7 m2, lóðin reynist 694 m2.
Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), er talin 699.4 m2, lóðin reynist 699 m2.
Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), er talin 758.6 m2, lóðin reynist 761 m2.
Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), er talin 35.0 m2, lóðin reynist 64 m2.
Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 742 m2.
Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506), er talin 826.0 m2, lóðin reynist 824 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
100. Kirkjuteigur 19A (01.360.515) 104549 Mál nr. BN049102
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.360.5, dags. 19. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á lóðunum: Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504) ), Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506) eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), er talin 1242.0 m2, lóðin reynist 1229 m2.
Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 747 m2
Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), er talin 751.0 m2, lóðin reynist 740 m2.
Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), er talin 693.7 m2, lóðin reynist 694 m2.
Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), er talin 699.4 m2, lóðin reynist 699 m2.
Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), er talin 758.6 m2, lóðin reynist 761 m2.
Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), er talin 35.0 m2, lóðin reynist 64 m2.
Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 742 m2.
Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506), er talin 826.0 m2, lóðin reynist 824 m2.
Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
101. Kirkjuteigur 7 (01.360.508) 104542 Mál nr. BN049094
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.360.5, dags. 19. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á lóðunum: Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504) ), Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506) eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), er talin 1242.0 m2, lóðin reynist 1229 m2.
Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 747 m2
Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), er talin 751.0 m2, lóðin reynist 740 m2.
Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), er talin 693.7 m2, lóðin reynist 694 m2.
Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), er talin 699.4 m2, lóðin reynist 699 m2.
Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), er talin 758.6 m2, lóðin reynist 761 m2.
Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), er talin 35.0 m2, lóðin reynist 64 m2.
Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 742 m2.
Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506), er talin 826.0 m2, lóðin reynist 824 m2.
.Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
102. Kirkjuteigur 9 (01.360.509) 104543 Mál nr. BN049096
Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa í fyrsta lagi á meðsendum Lóðauppdrætti, staðgr. 1.360.5, dags. 19. 03. 2015 og í öðru lagi til að skrá lóðarstærðir í samræmi við niðurstöður úr rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar á lóðunum: Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504) ), Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506) eða eins og sýnt er á áðurnefndum meðsendum Lóðauppdrætti Landupplýsingadeildar.
Lóðin Kirkjuteigur 5 (landnr. 104541, staðgr. 1.360.507), er talin 1242.0 m2, lóðin reynist 1229 m2.
Kirkjuteigur 7 (landnr. 104542, staðgr. 1.360.508), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 747 m2
Kirkjuteigur 9 (landnr. 104543, staðgr. 1.360.509), er talin 751.0 m2, lóðin reynist 740 m2.
Kirkjuteigur 11 (landnr. 104544, staðgr. 1.360.510), er talin 693.7 m2, lóðin reynist 694 m2.
Kirkjuteigur 13 (landnr. 104545, staðgr. 1.360.511), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 15 (landnr. 104546, staðgr. 1.360.512), er talin 699.4 m2, lóðin reynist 699 m2.
Kirkjuteigur 17 (landnr. 104547, staðgr. 1.360.513), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Kirkjuteigur 19 (landnr. 104548, staðgr. 1.360.514), er talin 758.6 m2, lóðin reynist 761 m2.
Kirkjuteigur 19A (landnr. 104549, staðgr. 1.360.515), er talin 35.0 m2, lóðin reynist 64 m2.
Hrísateigur 4 (landnr. 104535, staðgr. 1.360.501), er talin 748.6 m2, lóðin reynist 742 m2.
Hraunteigur 8 (landnr. 104537, staðgr. 1.360.503), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 10 (landnr. 104538, staðgr. 1.360.504), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 12 (landnr. 104539, staðgr. 1.360.505), er talin 712.5 m2, lóðin reynist 713 m2.
Hraunteigur 14 (landnr. 104540, staðgr. 1.360.506), er talin 826.0 m2, lóðin reynist 824 m2.
.Samanber uppdrætti í safni Mælingardeildar og Lóðaskráritara.
Samanber rannsóknavinnu Landupplýsingadeildar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
103. Baldursgata 25B (01.184.505) 102110 Mál nr. BN049045
Lísabet Guðmundsdóttir, Baldursgata 25b, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að sleppa við að greiða bílastæðagjald vegna tilvonandi umsóknar um að gera ósamþykkjanlega íbúð að samþykktri í húsi á lóð nr. 25B við Baldursgötu.
Bréf frá umsækjanda ódags. fylgir erindi.
Afgreitt
Samkvæmt 5. grein reglna um bílastæðagjöld skal ekki krefjast greiðslu bílastæðagjalds enda sé ekki um fermetraaukningu að ræða og grunnteikning húss samþykkt fyrir árið 1965.
104. Bústaðavegur 7 (01.737.501) 107409 Mál nr. BN049061
Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi upp tæknibúnað sem er kæliraftur og dísel varaaflsstöð utanhúss tímabundið til 5-8 ára vegna norræns rannsóknarverkefnis, við austurgafl Veðurstofu Íslands á lóð nr. 7 við Bústaðaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
105. Fossaleynir 8 (02.467.201) 178762 Mál nr. BN049044
Áltak ehf, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja við núverandi húsnæði til suðurs þannig að viðbyggingin fer út fyrir byggingareit á lóð nr. 8 við Fossaleyni.
Bréf frá umsækjanda dags. 16. mars 2015 fylgir.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
106. Hverfisgata 76 (01.173.009) 101500 Mál nr. BN048970
Sonja Margrét Magnúsdóttir, Hverfisgata 106a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að opna verslun og kaffihús í flokki II í rými á 1 hæð í húsinu á lóð nr. 76 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2015.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
107. Miklabraut 48 (01.701.105) 106959 Mál nr. BN048886
Ásgeir Kristjánsson, Vesturberg 131, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja kvist og svalir á rishæð hússins á lóð nr. 48 við Miklabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2015.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2015.
108. Njálsgata 47 (01.190.128) 102403 Mál nr. BN049041
Guðmundur Guðlaugsson, Njálsgata 47, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir ca. 5 ferm. garðskúr á lóð nr. 47 við Njálsgötu.
Jákvætt.
Frestað.Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði og að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar varðandi smáhýsi.
109. Ránargata 9 (01.136.205) 100541 Mál nr. BN049071
Sólveig Guðmundsdóttir Karlsson, Ránargata 9a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fáist fyrir þegar innréttaðri íbúð á 1. hæð, nýjum glugga á norðurhlið og viðbyggingu við geymslu í bakgarði við hús á lóð nr. 9A við Ránargötu.
Frestað.
Gera þarf betur grein fyrir erindinu.
110. Tjarnargata 12 (01.141.306) 100909 Mál nr. BN048953
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að hækka framhúsið um eina hæð á húsinu á lóð nr. 12 Tjarnargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2015.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2015.
111. Tómasarhagi 49 (01.545.201) 106485 Mál nr. BN049039
Anna Þorsteinsdóttir, Tómasarhagi 49, 107 Reykjavík
Dagur Gunnarsson, Tómasarhagi 49, 107 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi innra skipulagi í kjallara, minnka sameign og stækka séreign og gera nýjan inngang utanfrá í kyndiklefa með inntaki á vatni og rafmagni.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:02
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Harri Ormarsson
Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir