Umhverfis- og skipulagsráð - Fudnur nr. 89

Umhverfis- og skipulagsráð

STJÓRN SKIPULAGSSJÓÐS

Ár 2007, miðvikudaginn 7. mars, var haldinn 89. fundur stjórnar Skipulagssjóðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.25. Viðstaddir voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Óskar Bergsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Kristín Einarsdóttir og Sigurður Snævarr, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Samþykkt að falla frá forkaupsrétti í lóðina Furugerði 23.

2. Samþykkt að óska eftir því við Skipulags- og byggingarsvið að unnið verði að breytingum á deiliskipulagi með það að markmiði að Zimsen hús verði flutt á lóð við Grófartorg.

3. Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála á reit 1.171.1 „Sirkusreit.“

4. Lögð fram þriggja ára áætlun fyrir Skipulagssjóð. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 16.00

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Óskar Bergsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir