Umhverfis- og skipulagsráð - 97. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR

Ár 2004, föstudaginn 4. júní, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 97. fund sinn.
Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 12,00.
Mættir voru: Katrín Jakobsdóttir, formaður, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Stefán Þór Björnsson
Auk þeirra sátu fundinn Guðrún Þórsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Skólastjóri lagði fram yfirlit yfir skráningar unglinga í Vinnuskólann í sumar. Samtals hafa 3.500 unglingar skráð sig eða 73,5#PR skólaárganganna í 8., 9. og 10. bekk.
Á sama tíma 2003 voru 3.300 unglingar skráðir eða 73,8#PR sömu árganga.

2. Fræðsludagskrá Vinnuskólans 2004, sem kynnt var á 96. fundi, var staðfest sem endanleg dagskrá.

3. Lagt fram yfirlit yfir heimsóknir borgarstjóra til vinnuflokka 14 ára unglinga í Vinnuskólanum í hverfum borgarinnar. Heimsóknirnar eru hugsaðar til að styrkja þátttöku unglinganna í fegrunarátaki í borginni sumarið 2004.

4. Skólastjóri lagði fram yfirlit yfir tilboð í akstur á unglingum Vinnuskólans eftir verðkönnun sem Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar framkvæmdi fyrir skólann í maí s.l.
Lagt hefur verið til að tilboði Hópferðamiðstöðvarinnar hf. verði tekið en það var lægst.

5. Næsti fundur stjórnar Vinnuskóla Reykjavíkur verður föstudaginn 3. september 2004 kl. 10,00 og svo áfram fyrsta föstudag í mánuði.


Fundi slitið kl. 13,00

Katrín Jakobsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Þór Björnsson