Umhverfis- og skipulagsráð - 95. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR

Ár 2004, föstudaginn 2. apríl, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 95. fund sinn.
Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 10,00.
Mættir voru: Kolbeinn Óttarsson Proppé, formaður, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Stefán Þór Björnsson.
Auk þeirra sátu fundinn Soffía Pálsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Skólastjóri kynnti heimasíðu Vinnuskóla Reykjavíkur; www.vinnuskoli.is. Þar eru upplýsingar um öll sumarstörf hjá Vinnuskólanum og umsóknar- og skráningarblöð. Þá eru á heimasíðunni upplýsingar á 8 erlendum tungumálum ætlaðar nýjum Íslendingum af erlendum uppruna og útlendingum.

2. Umsóknarfrestur um störf leiðbeinenda o.fl. rann út 19. mars s.l. Um 540 umsóknir hafa borist.

3. Formaður lagði til að stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur samþykki að leggja til við borgarráð að laun unglinga í Vinnuskólanum sumarið 2004 hækki um 3#PR frá því sem var sumarið 2003.
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

4. Lagt fram bréf frá Útvarpi Samfés með beiðni um samstarf um sumarvinnu unglinga við dagskrárgerð.
Stjórnin var sammála um að þetta samrýmist ekki starfsreglum Vinnuskóla Reykjavíkur og er því beiðninni svarað neitandi.

5. Lagt fram bréf frá Körfuknattleikssambandi Íslands með erindi varðandi æfingabúðir fyrir yfirburða unglinga í körfuknattleik.
Stjórnin var sammála um að þetta samrýmist ekki starfsreglum Vinnuskóla Reykjavíkur og er því erindinu svarað neitandi.

6. Í framhaldi af afgreiðslu liða 4. og 5. hér að ofan samþykkti stjórnin samhljóða eftirfarandi tillögu:
Formaður stjórnar og skólastjóri kanni hvort æskilegt sé að bjóða unglingum á vinnuskólaaldri að stunda á launum önnur viðfangsefni heldur en hefðbundin útistörf á starfstíma Vinnuskólans.
Skilgreina verður þá hverjir geti sótt um, hvaða viðfangsefni um er að ræða og hámarksfjölda þeirra sem koma til greina hvert sumar.
Þessi möguleiki í starfi Vinnuskóla Reykjavíkur verði þá kynntur rækilega fyrirfram svo allir hafi sömu tækifæri til að sækja um.
Niðurstöður könnunarinnar verði kynntar stjórn skólans í september n.k.


Fundi slitið kl. 11,10

Kolbeinn Óttarsson Proppé
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Þór Björnsson