Umhverfis- og skipulagsráð - 92. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR

Ár 2004, föstudaginn 9. janúar, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 92. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 10,00. Mættir voru: Kolbeinn Óttarsson Proppé, formaður, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ellý K. J. Guðmundsdóttir, Guðrún Þórsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning á samstarfi samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) og Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2003. Á fundinn komu Björn Guðbrandur Jónsson, framkvæmdastjóri GFF og Björn Júlíusson umsjónarmaður útmerkur Reykjavíkur. Framkvæmdastjóri lagði fram og kynnti skýrslu um LandNám við rætur Vífilfells 2003 og Uppgræðslu skíðabrekkna í Bláfjöllum sumarið 2003. Framkvæmdastjórinn sagði að frá sjónarhóli GFF voru samstarfsverkefnin vel heppnuð og hann kom á framfæri óskum um áframhaldandi samstarf af þessu tagi.

2. Skólastjóri greindi frá fjármálum Vinnuskóla Reykjavíkur árið 2003, aukafjárveitingum á árinu og áætlaðri útkomu í árslok. Stjórnin samþykkti að formaður, forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu og skólastjóri kanni hvernig árið verður gert upp.

Fundi slitið kl. 11,00

Kolbeinn Óttarsson Proppé
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Sigrún Jónsdóttir