Umhverfis- og skipulagsráð - 91. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR

Ár 2003, föstudaginn 5. desember, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 91. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 10,00. Mættir voru: Kolbeinn Óttarsson Proppé, formaður og Stefán Þór Björnsson. Auk þeirra sátu fundinn Ellý K. J. Guðmundsdóttir, Ómar Einarsson, Guðrún Þórsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Samstarfsverkefnið Vertu til ! - kynning. Á fundin kom Svandís Nína Jónsdóttir, verkefnisstjóri. Vertu til ! er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Áfengis- og vímuvarnaráðs um að efla forvarnir í sveitarfélögum landsins.

2. Rætt um niðurstöður úr könnun sem Vinnuskóli Reykjavíkur gerði á viðfangsefnum unglinga í Reykjavík sumarið 2003. Könnunin var gerð í byrjun október og er sambærileg könnun sem Vinnuskólinn gerði haustið 1999. Til öryggis verða svarblöð unglinganna yfirfarin aftur svo endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir fyrr en í janúar 2004.

3. Skólastjóri greindi frá umræðum um þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar eftir að málið var kynnt fyrir stjórn Vinnuskólans á 90. fundi hennar 7. nóv. s.l. Fundur var haldinn 14. nóvember á Umhverfis- og tæknisviði með fulltrúum frá Gatnamálastofu og Umhverfis- og heilbrigðisstofu þar sem lögð voru fram minnisblöð frá gatnamálastjóra, deildarstjóra Garðyrkjudeildar og skólastjóra Vinnuskóla Reykjavíkur með hugleiðingum um þjónustumiðstöðvar í hverfum. Borgarverkfræðingur lætur taka saman álit Umhverfis- og tæknisviðs (RUT) sem kynnt verður á fundi stýrihópsins um þjónustumiðstöðvar.

Fundi slitið kl. 11,00

Kolbeinn Óttarsson Proppé
Stefán Þór Björnsson