Umhverfis- og skipulagsráð - 90. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR

Ár 2003, föstudaginn 7. nóvember, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 90. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 10,00. Mættir voru: Katrín Jakobsdóttir, formaður, Jórunn Frímannsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ellý K. J. Guðmundsdóttir, Ómar Einarsson, Guðrún Þórsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar - kynning. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og formaður stjórnkerfisnefndar og Regína Ástvaldsdóttir verkefnisstjóri á þróunar- og fjölskyldusviði í Ráðhúsi komu á fundinn og kynntu undirbúningsvinnu og hugmyndir að stofnun þjónustu-miðstöðva í hverfum Reykjavíkurborgar. Fundir eru áformaðir um málið með aðilum frá Umhverfis- og tæknisviði og mun skólastjóri Vinnuskólans taka þátt í þeim.

2. Kynnt fyrstu drög að niðurstöðum úr könnun sem Vinnuskóli Reykjavíkur gerði á viðfangsefnum unglinga í Reykjavík sumarið 2003. Könnunin var gerð í byrjun október og er sambærileg könnun sem Vinnuskólinn gerði haustið 1999.

3. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs dagsett 15. október 2003. Meðfylgjandi eru greinargerðir í máli og myndum um verkefnin sem unglingar frá Vinnuskóla Reykjavíkur unnu í sumar í Bláfjöllum og við Bolaöldu á Sandskeiði.

4. Á næsta fundi stjórnar Vinnuskóla Reykjavíkur, föstudaginn 6. desember n.k., verður kynning á Vertu til! samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Áfengis- og vímuefnaráðs. Sbr. lið 5 á 88. fundi stjórnar Vinnuskóla Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 11,00

Katrín Jakobsdóttir Jórunn Frímannsdóttir
Sigrún Jónsdóttir