Umhverfis- og skipulagsráð
Stjórn Fasteignastofu Reykjavíkurborgar
Ár 2003, þriðjudaginn 19. ágúst, var haldinn 9. fundur stjórnar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2, 2. hæð og hófst kl. 09.30. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir formaður og Helgi Hjörvar. Jafnframt sátu fundinn Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðumaður Fasteignastofu, Þorkell Jónsson og Drífa Valdimarsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Samanburðartillögur vegna Laugarnesskóla, niðurstöður samkeppni. Niðurstaða matshóps staðfest.
2. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir viðskipti Fasteignastofu Reykjavíkurborgar við Innkaupastofnun Reykjavíkur í júní 2003.
3. Framvinda helstu nýbyggingaverkefna. Forstöðumaður fór yfir stöðu stærstu verkefna á vegum Fasteignastofu.
4. Undirbúningur að gerð áætlunar um stofnkostnað ársins 2004. Formaður sagði frá undirbúningsvinnu sem er í gangi vegna áætlunarinnar.
5. Tillaga um fimm ára áætlun um aðra málaflokka en skólamál. Samþykkt að Fasteignastofa hafi frumkvæði að því að hefja vinnu við slíka áætlun fyrir alla málaflokka.
6. Sex mánaða uppgjör lagt fram. Ekki er um að ræða neinar breytingar eða frávik frá heildaráætlunum einstakra málaflokka.
7. Næsti fundur ákveðinn 9. september.
Fundi slitið kl. 10.15
Björk Vilhelmsdóttir Helgi Hjörvar