No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2003, föstudaginn 5. september, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 87. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 10,00. Mættir voru: Kolbeinn Óttarsson Proppé, formaður, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ómar Einarsson, Guðrún Þórsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Skólastjóri sagði frá umsögn sem hver unglingur fær að loknu sumarstarfinu. Þar er lagt mat á nokkur atriði, eins og t.d. stundvísi, framkomu, vandvirkni, samvinnu og meðferð verkfæra og helstu viðfangsefna í starfinu getið. Í lok sumars eru tilnefndir s.k. fyrirmyndarhópar, einn hópur úr hverjum árgangi af hverju starfssvæði eða borgarhluta, þar sem samstaða, vinnubrögð og framkoma var til fyrirmyndar og eftirbreytni. Hver einstaklingur úr fyrirmyndarhópi fær viðurkenningarskjal því til staðfestingar og voru skjölin afhent við skemmtilega samverustund þriðjudaginn 26. ágúst s.l.
2. Í september 2002 flutti Vinnuskólinn aðsetur sitt á Skúlagötu 19 í húsnæði Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur en skólinn er hluti stofunnar. Skólastjóri greindi frá reynslunni af þessu fyrirkomulagi fyrsta árið og kvað hana almennt mjög góða.
3. Haustið 1999 kannaði Vinnuskólinn viðfangsefni unglinga nýliðið sumar, þ.e. launaða vinnu, lengri ferðalög og þátttöku í íþróttum og félagsstarfi. Skólastjóri lagði til að sams konar könnun yrði gerð nú í haust og svörin borin saman við niðurstöðurnar frá 1999. Samþykkt samhljóða.
4. Skýrt frá 6 mánaða uppgjöri Vinnuskóla Reykjavíkur en það er hluti af uppgjöri Umhverfis- og heilbrigðisstofu.
Fundi slitið kl. 11,00
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Sigrún Jónsdóttir