Umhverfis- og skipulagsráð - 83. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR

Ár 2003, miðvikudaginn 14. maí, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 83. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 8,30. Mættir voru: Sigrún Jónsdóttir, varaformaður og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ellý K. J. Guðmundsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík ds. 4. maí 2003 þar sem tilkynnt er að borgarráð hafa á fundi þann 29. apríl samþykkt tillögu stjórnar Vinnuskólans um að laun unglinga hjá skólanum sumarið 2003 hækki um 3% frá því sem var 2002.

2. Lögð fram til kynningar launatafla Vinnuskóla Reykjavíkur, fyrir unglinga og leiðbeinendur, sem gildir sumarið 2003.

3. Skráningu unglinga í störf sumarið 2003 lauk 30. apríl s.l. Fjöldi skráðra þann 13. maí var sem hér segir: Árgangur áætlun 2003 staða 13.05.03 mismunur 8.b. 14 ára 1.160 1.177 17 9.b. 15 ára 1.020 1.082 62 10.b. 16 ára 820 857 37 Samtals 3.000 3.116 116

4. Skólastjóri lagði fram og skýrði áætlaðan fjölda vinnuflokka sumarið 2003, staðsetningu þeirra og helstu viðfangsefni.

5. Fræðsludagskrá Vinnuskólans fyrir 2003 var lögð fram. Hver árgangur fær 3 fræðsludaga og eru þeir mismunandi eftir árgöngum. Sett eru upp þrjú svið: 1) náttúran og umhverfið. 2) Listir og menning. 3) Sjálfsstyrking og lífsleikni. Alls verða því níu mismunandi fræðsludagskrár í boði sumarið 2003. Stjórnin samþykki samhljóða framlagða fræðsludagskrá.

Fundi slitið kl. 9,45

Sigrún Jónsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir