Umhverfis- og skipulagsráð - 81. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR

Ár 2003, mánudaginn 3. mars, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 81. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 9,00. Mættir voru: Kolbeinn Óttarsson Proppé, formaður, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ellý K. J. Guðmundsdóttir, Soffía Pálsdóttir, Guðrún Þórsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Formaður greindi frá samþykkt borgarráðs 25. febrúar s.l. um flýtingu framkvæmda hjá Reykjavíkurborg á þessu ári og fyrri hluta næsta árs, sbr. 20. lið í fundargerð borgarráðs.

2. Fundargerðir Samráðshóps varðandi sumarvinnu skólafólks, 1. - 5. fundur, voru lagðar fram til kynningar og um leið sagt frá starfi hópsins.

3. Fundur var haldinn í Reykjavíkurráði ungmenna þann 25. febrúar s.l. og mættu þar starfsmenn Vinnuskóla Reykjavíkur, stjórnarmaður og forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Kynnt tillaga, sem lögð var fram á fundinum, stíluð á skólastjóra og stjórn Vinnuskólans. Fundargerð fundarins var lögð fram. Skólastjóra falið að undirbúa frekari umfjöllun á næsta stjórnarfundi um mál sem fram komu á fundinum, sbr. tillögu og fundargerð.

4. Skólastjóri kynnti nýja útfærslu á samstarfsverkefnum Vinnuskóla Reykjavíkur, Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Félagsþjónustunnar í Reykjavík, sem nefnd eru Fjörliðar og Málaliðar, og verið hafa í þróun undanfarin ár. Stjórnin lýsti ánægju sinni með samstarf þessara aðila og verkefnin og samþykkti þau fyrir sitt leyti.

5. Lögð fram tillaga um að lágmarksgjald fyrir umhirðu í görðum eldri borgara og öryrkja sumarið 2003 verði kr. 2.500 fyrir hvert skipti. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Guðrún Ebba Ólafsdóttir sat hjá.

6. Sameiginleg bókun stjórnarmanna lögð fram: Stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur lýsir yfir þeirri skoðun sinni að leiðbeinendum í sumarstarfi verði boðin aðild að Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Það er í hæsta máta óeðlilegt að bjóða starfsmönnum ekki upp á aðild að stéttarfélagi, enda er slík aðild skýr réttur launafólks. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 10,15

Kolbeinn Óttarsson Proppé Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Sigrún Jónsdóttir