No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Fundargerð samgöngunefndar
Ár 2004, þriðjudaginn 10. ágúst, var haldinn 80. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Skúlatún 2 og hófst kl. 09:00.
Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Haukur Logi karlsson, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Baldvin Baldvinsson, Björg Helgadóttir, Björn Ingi Sveinsson, Haraldur Sigurðsson, Höskuldur Tryggvason, Ólafur Stefánsson, Ólafur Bjarnason og Stefán Agnar Finnsson.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
Mál nr. 2002070112.
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 07.07.2004, varðandi afmörkun 30 km svæða á árinu 2004.
Mál nr. 2001040174.
2. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti Gatnamálastofu Reykjavíkur við Innkaupastofnun Reykjavíkur í júní 2004, dags. 13.07.2004.
Mál nr. 2001040174.
3. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 07.07.2004, varðandi lokaða fundi nefnda og ráða Reykjavíkurborgar.
Mál nr. 2002070079.
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 07.07.2004, varðandi gjaldskyldu á bílastæðum við Grettisgötu, milli Snorrabrautar og Barónsstígs.
Mál nr. 2003020109.
5. Lagt fram bréf íbúa í grennd við Skothúsveg, dags. 13.06.2004, varðandi breytingar á leiðarkerfi Strætó bs., og áhrif þess á umferð og byggð við Skothúsveg.
Mál nr. 2004040058.
6. Lagt fram bréf Ellu Kristínar Karlsdóttur, forstöðumanns Vesturgarðs fjölskyldu- og skólaþjónustu, dags. 25.06.2004, varðandi endurskoðun á vegvísunarkerfi höfuðborgarsvæðisins.
Mál nr. 2004040058.
7. Lagt fram bréf Ólafíu Daggar Ásgeirsdóttur, f.h. Hverfisráðs Kjalarness, dags. 22.06.2004, varðandi endurskoðun á vegvísunarkerfi höfuðborgarsvæðisins.
Mál nr. 2004060031.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu, dags. 29.06.2004, varðandi tilnefningu í starfshóp um stöðu hjólreiða.
Mál nr. 2004060068.
9. Lagt fram bréf bæjarverkfræðingsins í Kópavogi, dags. 23.07.2004, varðandi undirgöng við Smiðjuveg.
Mál nr. 2004080002.
10. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 03.08.2004, vegna erindis Minjaverndar hf., dags. 25. 07.2004, varðandi breytingar á umferð um Aðalstræti.
Vísað til umsagnar Verkfræðistofu RUT, hverfisráðs miðborgar og Höfuðborgarstofu.
Mál nr. 2004040035.
11. Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulags og byggingarnefndar frá 28.07.2004 vegna gegnum aksturs um Stjörnugróf, einnig lagður fram rafpóstur Haraldar Haraldssonar stjórnarmanns í knattspyrnufélaginu Víkingur, dags. 07.10.2003, bréf bæjarritarans í Kópavogi, dags. 03.05.2004, bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dag. 30.06.2004, og bréf yfirlögregluþjónsins í Reykjavík dags. 20.07.2004, allt um sama efni.
Mál nr. 2003020109.
12. Breytt akstursleið leiðar 7 í Grafarvogi. Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó bs. kynnti.
Samþykkt.
13. Mál nr. 2003020109.
Heildarskoðun á leiðarkerfi Strætó bs. Kynning lokatillögu. Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó bs. kynnti.
Frestað.
Bókun samgöngunefndar:
Samgöngunefnd lýsir ánægju með fram komna greinargerð um heildarendurskoðun á leiðakerfi Strætó bs. Telur nefndin endurskoðunarvinnuna hafa skilað góðum árangri og bindur vonir við að nýtt leiðakerfi og hinar margvíslegu nýjungar í starfi og rekstri fyrirtækisins muni efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eins og stefnt er að. Nefndin tekur jákvætt í tillögur Strætó bs. að forgangi í umferðinni og telur þær í samræmi við samkomulag sveitarfélaganna um stofnun Strætó bs. og ennfremur í anda umhverfisstefnu borgarinnar og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands í umhverfismálum. Samþykkir nefndin að þær tillögur verði útfærðar frekar í samvinnu borgar og Strætó bs. og í nánu samráði við Vegagerðina og lögreglu.
Samþykkt með 3 atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlistans.
Fulltrúi sjálfstæðismanna sat hjá.
Mál nr. 2002050023.
14. Lögð fram skýrsla varðandi umferðarslys í Reykjavík árið 2002, ódags.
Baldvin Baldvinsson yfirverkfræðingur á Verkfræðistofu RUT kynnti.
Bókun samgöngunefndar:
Samgöngunefnd telur að framlögð greinargerð um umferðarslys í Reykjavík árið 2002 sýni að verulegur árangur hefur orðið af umferðaröryggisáætlun borgarinnar. Slys eru talsvert færri árið 2002 en markmið umferðaröryggisáætlunar gerðu ráð fyrir, eða nánast um helmingi færri en viðmiðunarárið 1996. Ástæða er til að fagna þeim árangri um leið og brýnt er fyrir öllum sem málið varða, jafnt opinberum aðilum sem vegfarendum, að leggja sig fram um að vinna áfram að auknu umferðaröryggi í borginni, og fækkun óhappa og slysa. Minnt er á að í tengslum við evrópsku samgönguvikuna, 16.-22. sept. nk., verður efnt til sérstaks átaks um öryggi skólabarna í umferðinni.
Samþykkt samhljóða.
Mál nr. 2004030067.
15. Evrópsk samgönguvika árið 2004.
Björg Helgadóttir frá Verkfræðistofu RUT kynnti.
16. Mál nr. 2004070042.
Lagður fram rafpóstur Höllu Þorsteinsdóttur, dags. 12.07.2004, varðandi hraðakstur á Jaðarseli, einnig lögð fram umsögn yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 09.08.2004.
Samþykkt.
17. Mál nr. 2001060182.
Lagt fram bréf íbúa að Karfavogi 11, dags. 29.06.2004, varðandi skort á bílastæðum við Karfavog 11. Einnig lögð fram umsögn yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 09.08.2004.
Samþykkt.
Mál nr. 2002020072.
18. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar varðandi erindi er borist hafa nefndinni dags. 05.08.2004.
a) Bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 02.07.2004, vegna erindis Sveins Guðmundssonar, dags. 15.04.2004, um umferðamerkingar í Reykjavík.
(Mál nr. 2001080111)
Vísað til Gatnamálastofu.
b) Erindi íbúa og starfsfólks fyrirtækja við Skipholt, dags. 09.07.2004, varðandi beiðni um hraðahindrun við horn Brautarholts og Skipholts.
(Mál nr. 2004070038)
Vísað til Verkfræðistofu RUT.
Samþykkt.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 10:40
Árni Þór Sigurðsson
Haukur Logi Karlsson
Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir