Umhverfis- og skipulagsráð - 8. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2001, mánudaginn 12. mars kl.10:00 var haldinn 8.fundur samgöngunefndar í Skúlatúni 2. Þessir sátu fundinn: Helgi Pétursson, Kristján Guðmundsson, Kjartan Magnússon, Helgi Hjörvar og Kristín Blöndal.

Einnig komu á fundinn: Þorgrímur Guðmundsson, Ólafur Stefánsson, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Stefán Finnsson og Lilja Ólafsdóttir.

Fundarritari var Ágúst Jónsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 06.03.2001 varðandi samþykkt borgarráðs 5. s.m. á samþykkt samgöngunefndar 26. febrúar 2001 um endurskoðun á lokun Bólstaðarhlíðar.

2. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27.02.2001, varðandi samþykkt borgarráðs sama dag á bókun samgöngunefndar 26. s.m. um endurgerð gatna og gangstétta í miðborginni, akstursstefnu og fyrirkomulag bílastæða. Borgarráð frestaði tillögum um breyttar akstursstefnur, en samþykkti tillögurnar að öðru leyti.

3. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27.02.2001, um samþykkt borgarráðs sama dag á bókun samgöngunefndar 26. s.m. um hámarkshraða á Miklubraut austan Grensásvegar.

4. Lögð fram bréf borgarstjóra, dags. 27.02.2001 og 06.03.2001, um samþykktir borgarráðs 27.02.2001 og 05.03.2001 á breytingu á deiliskipulagi Langarima og bókun samgöngunefndar 26.02.2001 þar að lútandi.

5. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 06.03.2001, og afrit af bréfi skólastjóra Selásskóla, dags. 31.01.2001, ásamt svarbréfi SVR, dags. 07.02.2001, öll varðandi endastöð SVR við Selásskóla. Nefndin tekur undir þá niðurstöðu í bréfi forstjóra SVR frá 07.02.2001, að skólinn hlutist til um að skólalóðin verði girt við endastöð SVR.

6. Lagt fram bréf Ólafs Bjarnasonar, verkfræðings, dags. 07.03.2001, varðandi umferðarskipulag samkv. uppdrætti Línuhönnunar nr.49-03, dags. í febrúar 2001, vegna færslu Hringbrautar, þar sem lagt er til að þetta umferðarskipulag verði lagt til grundvallar í mati á umhverfisáhrifum og að framkvæmdaáfangi verði frá Þorfinnstjörn að Rauðarárstíg. Samþykkt.

7. Lagt fram á ný bréf Árna Kristmundssonar, dags. 20.02.2001, varðandi bann við bifreiðastöðum á Skarphéðinsgötu á móts við Mánagötu 25. Ennfremur lögð fram umsögn byggingarfulltrúa, dags. 02.03.2001. Nefndin samþykkir erindið.

8. Lagt fram afrit af bréfi borgarverkfræðings til Rannsóknarnefndar umferðaslysa, dags. 03.03.2001, ásamt afriti af bréfum rannsóknarnefndarinnar dags. 19.05.2000 og 18.01.2001, varðandi úrbætur vegna slysahættu við Fjallkonuveg og Breiðholtsbraut.

9. Lagt fram ódagsett bréf íbúa við Úthlíð varðandi umferðaröryggi og frágang götunnar. Vísað til gatnamálastjóra til umsagnar.

10. Lagt fram á ný bréf Benedikts G. Sigurðssonar og Hörpu Ríkharðsdóttur f.h. húsfélaganna að Gautavík 12 - 34 og 33 - 35 dags. 15.08.2000, ásamt umsögn umferðardeildar um erindið, dags. 28.02.2001. Nefndin samþykkir umsögn umferðardeildar.

11. Ólafur Bjarnason, verkfræðingur, gerði grein fyrir breytingum á staðarmörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar í Úlfarsárdal og hugmynduum að stofn- og tengibrautakerfi í því sambandi.

12. Ólafur Bjarnason, verkfræðingur, kynnti hugmyndir að gatnakerfi á svæði Reykjavíkurflugvallar, m.a. miðað við að flugvöllurinn verði lagður af.

13. Ólafur Bjarnason, verkfræðingur, kynnti tillögu að bílageymsluhúsi við Túngötu, Suðurgötu og Aðalstræti, sem gert er ráð fyrir að auglýst verði með breytingu á aðalskipulagi Grjótaþorps. Samþykkt að gert verði ráð fyrir bílageymslunni í deiliskipulaginu.

14. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svofellda tillögu:

"Samgöngunefnd Reykjavíkur beinir því til Skipulags- og byggingarnefndar að göngubrú yfir Miklubraut til móts við Framheimilið (Félagsmiðstöðin Tónabæ) verði sett inn á aðalskipulag og vinnu við hönnun og annan undirbúning brúarsmíðinnar verði hraðað eins og kostur er."

Afgreiðslu tillögunnar frestað. Samgöngunefnd fer fram á að upplýst verði um framkvæmdaáform.

15. Lagt fram bréf Gunnars Eydal, f.h. samstarfsnefndar um lögreglumálefni, dags. 06.03.01, varðandi 30 km svæði. Vísað til vinnuhóps um 30 km svæði.

Fundi slitið kl. 11:30.

Helgi Pétursson
Kristín Blöndal
Helgi Hjörvar
Kristján Guðmundsson
Kjartan Magnússon