Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2003, mánudaginn 6. janúar, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 79. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 9,00. Mættir voru: Kolbeinn Óttarsson Proppé, formaður, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ellý K. J. Guðmundsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Formaður greindi frá endanlegri afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.
2. Tilnefningar hafa borist í samráðshóp varðandi sumarvinnu skólafólks: Vinnuskóli Reykjavíkur: Kolbeinn Óttarsson Proppé, stjórnarformaður, Íþrótta- og tómstundaráð: Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri, Umhverfis- og heilbrigðisstofa: Þórólfur Jónsson, deildarstj. garðyrkjudeildar, Gatnamálastofa: Theodór Guðfinnsson, deildarstjóri, Fjármáladeild ráðhúss: tilnefning væntanleg.
Stjórnin samþykkti samhljóða að Kolbeinn Óttarsson Proppé boði samráðs-hópinn til fundar síðar í janúar og stýri starfi hans og Arnfinnur U. Jónsson, skólastjóri Vinnuskólans, verði ritari hópsins.
3. Umræður um laun leiðbeinenda og unglinga hjá Vinnuskólanum 2003 og hugsanlegar breytingar frá árinu 2002. Skólastjóri lagði fram til fróðleiks launatöflu skólans fyrir árið 2002.
4. Umræður um gjaldtöku og fyrirkomulag á garðaþjónustu sem Vinnuskóli Reykjavíkur býður eldri borgurum og öryrkjum. Skólastjóri lagði fram yfirlit yfir upphæð gjalds sem innheimt hefur verið fyrir þessa þjónustu allt frá árinu 1988 en þá var hún fyrst boðin.
5. Kynnt skýrsla Ingva Þorsteinssonar náttúrufræðings: Landgræðsla á jörðum Orkuveitu Reykjavíkur í Grafningi 1989 - 2001, úttekt á árangri og kortahefti.
Fundi slitið kl. 10,10
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Sigrún Jónsdóttir