Umhverfis- og skipulagsráð - 78. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Fundargerð samgöngunefndar

Ár 2004, miðvikudaginn 16. júní, var haldinn 78. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Skúlatún 2 og hófst kl. 12:00.

Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Haukur Logi Karlsson, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Einnig komu á fundinn:  Ásgeir Eiríksson, Haraldur Sigurðsson, Jóhannes Kjarval, Ólafur Bjarnason, Margrét Leifsdóttir, Stefán Agnar Finnsson og Stefán Haraldsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2003020067
1. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti gatnamálastofu Reykjavíkur við Innkaupastofnun Reykjavíkur í maí 2004, dags. 08.06.2004.  

Kjartan Magnússon tók sæti á fundinum kl. 12:15

Mál nr. 2002040015
2. Lögð fram útskrift úr gerðarbók skipulags- og byggingarnefndar, frá 26.05.2004, varðandi deiliskipulag við Bústaðaveg 151-153.  Margrét Leifsdóttir fulltrúi skipulagsfulltrúa kynnti.  
Samgöngunefnd samþykkti málið fyrir sitt leyti.
Fulltrúi sjálfstæðismanna óskaði bókað að hann samþykki málið með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

Mál nr. 2004040056
3. Lagt fram bréf Ólafíu Daggar Ásgeirsdóttur, f.h. Hverfisráðs Hlíða, dags. 26.05.2004, varðandi umferðarmál í Hlíðahverfi.  
Samþykkt að taka jákvætt í erindið.

Mál nr. 2003070067
4. Bæjarhálsgjá - kynning.  Ólafur Bjarnason, forstöðumaður Verkfræðistofu RUT kynnti.

5. Lagðar fram að nýju tillögur sjálfstæðismanna frá fundi samgöngunefndar 1. júní sl.

Mörg dæmi eru um það í Reykjavík að umferðarskilti og vegvísar skyggi á útsýni ökumanna og skapi þar með slysahættu. Samgöngunefnd Reykjavíkur samþykkir að  gerð verði úttekt á staðsetningu skilta í borginni út frá umferðaröryggissjónarmiðum. Leitað skal eftir samstarfi við Vegagerð ríkisins vegna slíkrar úttektar og nauðsynlegra úrbóta sem kunna að fylgja í kjölfarið.
Samþykkt.

Samgöngunefnd felur Umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkurborgar að skoða leiðir til að auka umferðaröryggi á gatnamótum Hringbrautar og Furumels og koma með tillögur þar að lútandi.
Samþykkt að settur verði upp umferðarspegill á gatnamótunum.

Mál nr. 2002070079
6. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra bílastæðasjóðs dags. 10.06.2004,
Varðandi gjaldskyldu á bílastæðum við Grettisgötu.
Samþykkt.

Mál nr. 200406001
7. Formaður samgöngunefndar lagði til að fulltrúi samgöngunefndar og formaður hóps um stöðu hjólreiða í Reykjavík yrði Óskar D. Ólafsson, skipulags og byggingarnefnd tilnefndi Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Landsamtök hjólreiðarmanna tilnefndu Magnús Bergsson. Ókomin var tilnefning umhverfis og heilbrigðisnefndar.
           Samþykkt.

8. Fulltrúar sjálfstæðismanna í samgöngunefnd lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Ef hugmundir um mikla uppbyggingu á Mýrargötusvæðinu og hafnarsvæðinu verða að veruleika, má búast við aukinni ásókn í takmörkuð bifreiðastæði í Gamla Vesturbænum ef fyrirhyggja verður ekki höfð að leiðarljósi við skipulagningu hinnar nýju byggðar.  Samgöngunefnd Reykjavíkur beinir því til starfshóps um skipulag Mýrargötusvæðisins að við skipulagningu þess verði tillit tekið til bílastæðaþarfar á svæðinu og leitast við að leysa þau bílastæðavandamál sem nú þegar eru fyrir hendi þar.  Við skipulagninguna verði einnig sérstaklega kannað hvort unnt sé að leysa vanda þeirra íbúa í hverfinu sem nú hafa engin bifreiðastæði með því að skapa þeim sérstök stæði.  Er þar m.a. átt við íbúa við austanverða Vesturgötu, sbr. bréf Þrastar Helgasonar, íbúa við Vesturgötu, til samgöngunefndar 7. ágúst 2001.
Samþykkt.

Mál nr. 2004020040
9. Suðurgata yfirferð á stöðu málsins og kynning.
Formaður samgöngunefndar lagði til að útfærsla götunnar verði á þann veg að breidd akbrautar á Suðurgötu verði 5 ½ meter í stað 6 metra og gangstétt meðfram kirkjugarðinum verði breikkuð.
Samþykkt.

Kjartan Magnússon óskaði bókað:
Undirritaður ítrekar áður fram komnar óskir sjálfstæðismanna um að í tengslum við endurgerð Suðurgötu verði lögð hjólreiðabraut meðfram götunni.  Er það í samræmi við umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2002-2007 þar sem segir að leitast skuli við að leggja hjólreiðabrautir í tengslum við endurnýjun gatna.

Mál nr. 2004060001
10. Hlemmur.  Formaður skipulags- og bygginganefndar kynnti samþykkt skipulags- og bygginganefndar frá fundi nefndarinnar 14. júní síðastliðinn og lagði fram verkáætlun um verkefnið, dags. 16.06.2004.  Kynnt var staða á leiðarkerfisvinnu Strætó bs.

11. Lagt fram til kynningar forhönnun á biðstöð Strætó bs. á Vesturlandsvegi austan Breiðhöfða ódags.

12. Lagður fram rafpóstur Ómars Einarssonar, f.h. íbúa við Fífusel 7-23, varðandi bifreiðarstöður við Fífusel.
Vísað til afgreiðslu ritara samgöngunefndar.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 13:07
Árni Þór Sigurðsson
Haukur Logi Karlsson
Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir