Umhverfis- og skipulagsráð
Þriðjudaginn 4. maí, ár 2004, kl. 09:00 var haldinn 76. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.
Þessir sátu fundinn: Haukur Logi Karlsson, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Einnig komu á fundinn: Baldvin Baldvinsson, Björn Ingi Sveinsson, Haraldur Sigurðsson, Leifur Eiríksson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson og Stefán A. Finnsson.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
Mál nr. 2002100001
1. Lagt fram bréf borgarverkfræðingsins í Reykjavík, dags. 28.04.2004, varðandi reglur um úthlutun sérmerktra bílastæða til sendiráða.
Frestað.
Mál nr. 2004040020
2. Lagður fram rafpóstur kynningarfulltrúa Þjóðminjasafns Íslands, dags. 28.04.2004, varðandi kynningarátak Þjóðminjasafns Íslands og hug á að reisa 7 metra hátt sverð á hringtorginu við safnið, sem og bréf borgarverkfræðingsins í Reykjavík, dags. 28.04.2004 um sama mál.
Samgöngunefnd samþykkir málið fyrir sitt leyti og vísar því áfram til meðferðar í menningamálanefnd og til kynningar í skipulags og byggingarnefnd.
Mál nr. 2004040032
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 16.04.2004, varðandi undirbúning að rekstri lítillar farþegalestar milli Reykjavíkurhafnar og Sundahafnar.
Vísað til skoðunar hjá Verkfræðistofu RUT.
Mál nr. 2003020067
4. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 06.04.2004, við Innkaupastofnun Reykjavíkur í mars 2004.
Mál nr. 2001100156
5. Lagt fram bréf Þorvarðar Elíassonar, dags. 22.04.2004, varðandi akstur um Ofanleiti frá Listabraut.
Vísað til Verkfræðistofu RUT.
Mál nr. 2002050019
6. Lögð fram umsögn yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 20.04.2004,
varðandi erindi Helga Jóhannessonar og Önnu Maríu Sigurðardóttur, Laufásvegi 66, dags. 02.05.2002.
Umsögn yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT samþykkt.
Fulltrúar sjálfstæðismanna í samgöngunefnd lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Samgöngunefnd Reykjavíkur beinir því til lögreglunnar að umferðareftirlit verði aukið á Laufásvegi í því skyni að draga úr hraðakstri í götunni.
Samþykkt.
Mál nr. 2004040050
7. Lagt fram bréf Óskars P. Óskarssonar, dags. 26.04.2004, varðandi hljóðmön við botnlanga Kristnibrautar 25-29.
Vísað til gatnamálastofu.
Mál nr. 2001060182
8. Lögð fram umsögn yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 28.04.2004, varðandi tillögur um endurbætur á Skeiðarvogi.
Samþykkt.
Mál nr. 2002050045
9. Lögð fram umsögn yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 29.04.2004, varðandi hellulagða 30 km hraðahindrun á Grænastekk, gegn nýjum undirgöngum undir Stekkjarbakka.
Samþykkt, einnig samþykkt að óska eftir upplýsingum frá Kópavogsbæ um tímasetningar á framkvæmd undirgangna við Smiðjuveg við hringtorgið.
Mál nr. 2004040060
10. Lagt fram bréf yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 30.04.2004, varðandi uppsetningu umferðarljósa á nokkrum gatnamótum.
Uppsetning umferðarljósanna samþykkt fyrir utan ljós á Höfðabakka, Fálkabakka sem er frestað.
Mál nr. 2001090020
11. Lögð fram umsögn yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 29.04.2004, varðandi tillögu að bílastæðakjallara undir Skúlatúnsreit eystri frá Höfðatúni.
Einnig lögð fram greinargerð Gunnars Inga Ragnarssonar, dags. 16.04.2004, frá vinnustofunni Þverá um málið.
Nefndin tekur jákvætt í málið varðandi legu innkeyrslunnar en leggur til að málið verði skoðað frekar.
Fulltrúar sjálfstæðismanna óskuðu leiðréttingar á fundargerð samgöngunefndar frá 20. apríl sl. þannig að fram komi í lið 11, 12, 13 og 14 að um sé að ræða tillögur en ekki fyrirspurnir.
Samþykkt.
Mál nr. 2001040174
12. Lagt fram svar forstöðumanns Verkfræðistofu RUT, dags. 28.04.2004, við tillögu sjálfstæðismanna í samgöngunefnd frá 20.04.2004, varðandi auglýsingaskilti við Sóleyjargötu.
Umsögn forstöðumanns Verkfræðistofu RUT samþykkt með 3 atkvæðum, gegn 2.
Mál nr. 2001040174
13. Lagt fram svar forstöðumanns Verkfræðistofu RUT, dags. 28.04.2004, við tillögu sjálfstæðismanna í samgöngunefnd frá 20.04.2004, varðandi úrbætur á Víkurvegi.
Samþykkt.
Mál nr. 2001040174
14. Lagt fram svar forstöðumanns Verkfræðistofu RUT, dags. 28.04.2004, við tillögu sjálfstæðismanna í samgöngunefnd frá 20.04.2004, varðandi gatnamót Álmgerðis og Viðjugerðis.
Umsögn forstöðumanns Verkfræðistofu RUT samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2.
Mál nr. 2001040174
15. Lagt fram svar forstöðumanns Verkfræðistofu RUT, dags. 20.04.2004, við tillögu sjálfstæðismanna í samgöngunefnd frá 20.04.2004, varðandi merkingar á gatnamótum Listabrautar og Kringlunnar.
Frestað.
Mál nr. 2004020040
16. Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 30.04.2004, varðandi framkvæmdaáætlun ársins fyrir götur, gönguleiðir og opin svæði.
Samþykkt.
Fulltrúar sjálfstæðismanna í samgöngunefnd lögðu fram eftirfarandi bókun:
Sjálfstæðismenn í samgöngunefnd hafa áður bent á óviðunandi aðstæður gangandi vegfarenda sem leið eiga eftir Suðurgötu. Þar sem gata og gangstétt liggja nánast í sömu hæð hafa gangandi verfarendur fengið yfir sig aurslettur af götunni í vatnsveðrum og jafnvel verið í slysahættu. Sjálfstæðismenn fagna endurnýjun Suðurgötu og leggja áherslu á að við frágang gangstétta verði sérstaklega hugað að hagsmunum og öryggi gangandi vegfarenda við þessa miklu umferðargötu. Þá verði það einnig skoðað hvort unnt sé að koma fyrir sérstakri hjólreiðabraut við götuna.
Fulltrúar sjálfstæðismanna í samgöngunefnd lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Í athyglisverðri bókun fulltrúa R-listans á 75. fundi samgöngunefndar eru óviðunandi vinnubrögð vegna byggingar benzínstöðvar við Stekkjarbakka varin og réttlætt með afar sérkennilegum hætti en eins og kunnugt er voru fjölmargar reglur brotnar við meðferð málsins. Byggingarframkvæmdir við umrædda benzínstöð hófust án þess að málinu væri vísað til samgöngunefndar, án þess að deiliskipulag lægi fyrir og án þess að málið hlyti tilskylda fjögurra vikna kynningu. Meirihluti samgöngunefndar reynir að réttlæta þessi vinnubrögð og heldur því blákalt fram í bókun sinni að samþykkt Reykjavíkurborgar um benzínstöðvar og benzínsölulóðir frá 20. júní 1995 hafi verið fylgt í umræddu tilviki. Spurt er: Fyrst fulltrúar R-listans í samgöngunefnd telja að reglum hafi verið fylgt í umræddu tilviki, munu þeir þá láta það óátalið í framtíðinni að olíufélög hefji byggingarframkvæmdir við nýjar benzínstöðvar áður en skilyrðum um aðalskipulag, deiliskipulag, umfjöllun samgöngunefndar og fjögurra vikna kynningu er fullnægt eins og kveðið er á um í umræddri samþykkt?
Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Óskar Dýrmundur Ólafsson viku af fundi kl. 10:00.
Mál nr. 2004040058
17. Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 30.04.2004, um greinargerð verkfræðistofunnar Hönnunar hf., varðandi endurskoðun á vegvísunarkerfi höfuðborgarsvæðisins, dags. 27.04.2004.
Frestað.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 10:30
Gísli Marteinn Baldursson
Haukur Logi Karlsson
Kjartan Magnússon