Umhverfis- og skipulagsráð - 73. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Þriðjudaginn 30. mars, ár 2004, kl. 09:00 var haldinn 73. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.

Þessir sátu fundinn: Katrín Jakobsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Haukur Logi Karlsson, Hlín Sigurðardóttir og Kjartan Magnússon.

Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Baldvin Baldvinsson, Björg Helgadóttir, Guðbjartur Sigfússon, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Pétur Fenger, Smári Ólafsson, Stefán Agnar Finnsson, Stefán Haraldsson og Þorgrímur Guðmundsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2003020067
1. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti Gatnamálstofu við Innkaupastofnun Reykjavíkur í febrúar 2004, dags. 11.03.2004.

Mál nr. 2004020032
2. Lagt fram bréf yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 19.03.2004, vegna erindis og undirskriftalista íbúa við Barmahlíð milli Lönguhlíðar og Reykjahlíðar, dags. 22.12.2003.
Samþykkt samhljóða.

Mál nr. 2003110034
3. Lagt fram bréf yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 22.03.2004, varðandi endurbætur á Sundlaugarvegi.
Frestað.

Mál nr. 2003070055
4. Lögð fram kostnaðaráætlun Hallgríms Hallgrímssonar hjá Verkfræðistofunni Hönnun hf., dags. 17.03.2004, vegna stoðveggs við Hrísateigs 16, bréf borgarlögmanns, dags. 25. 02.2004, bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs dags. 17. 12.2003, bréf Bjarka Guðmundssonar dags. 03.02.2003, og bréf gatnamálastjóra dags. 30.01.2004.
Frestað.

Mál nr. 2002030039
5. Lögð fram viðbrögð íbúa við bréfi gatnamálstjóra, dags. 03.02.2004, varðandi fyrirhugaðar breytingar á götustæði Laufásvegar. Bréf Erlings Gíslasonar, dags. 20.03.2004, f.h. nokkurra íbúa Laufásvegar, bréf Guðrúnar Erlu Geirsdóttur, dags. 19.03.2004, rafpóstur Guðmundar Guðjónssonar, dags. 17.03.2004, rafpóstur Hrafns Óla Sigurðarsonar, dags. 23.03.2004, rafpóstur Kristínar Hafsteinsdóttur, dags. 19.03.2004, bréf, Ingólfs Friðjónssonar hdl. f.h. Frjálsa fjárfestingabankans h/f, dags. 24.03.2004, bréf Gunnars Inga Ragnarssonar og Valdísar Bjarnadóttur, dags. 23.03.2004, bréf Ólafs Kvaran, dags. 23.03.2004, rafpóstur Páls Frímannssonar, dags. 29.03.2004 og rafpóstur Arnars H. Geirssonar f.h. Exitus ehf.
Formaður lagði til að málinu yrði vísað til Gatnamálastofu til frekari úrvinnslu í nánu samstarfi við íbúa hverfisins og sendiráð Bandaríkjanna.
Samþykkt.

Mál nr. 2004030066
6. Lagt fram bréf Steinars Harðarsonar, dags. 09.03.2004, varðandi ósk um undanþágu til að leggja ökutækjum á gjaldskyldum svæðum. Einnig lagt fram svar framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 25.03.2004, um sama efni.
Samþykkt að synja erindinu.

Mál nr. 2003020099
7. Lagt fram bréf borgarverkfræðingsins í Reykjavík, dags. 24.03.2004, varðandi heildarstefnukort borgarinnar.
Frestað.

Mál nr. 2003020109
8. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Strætó bs., dags. 24.03.2004, varðandi nýtt leiðarkerfi Strætó bs. Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó bs., kynnti nýtt leiðarkerfi Strætó bs.

Mál nr. 2001040174
9. Lagt fram svar við fyrirspurn Sjálfstæðismanna um Sundarbraut.

Mál nr. 2001040174
10. Lögð fram erindi sem borist hafa ritara samgöngunefndar.

Mál nr. 2004030060
a. Lagt fram bréf Kristínar Guðnadóttur, dags. 23.03.2004, varðandi ósk um merkt bílastæði fyrir gesti.
Vísað til gatnamálastjóra.

Mál nr. 2003110050
b. Lagt fram bréf Bjarna Þórarinssonar og Þorvarðar Þórðarsonar, dags. 17.03.2004, varðandi hraða, hávaða, hættur og mengun við Réttarholtsveg.
Vísað til Verkfræðistofu RUT.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 11:00

Katrín Jakobsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson
Haukur Logi Karlsson
Hlín Sigurðardóttir
Kjartan Magnússon