Umhverfis- og skipulagsráð - 71. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár, 2004, þriðjudaginn 2. mars kl. 09:00 var haldinn 71. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.

Þessir sátu fundinn:  Katrín Jakobsdóttir, Haukur Logi Karlsson, Kjartan Magnússon, Kristján Guðmundsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Einnig komu á fundinn:  Ásgeir Eiríksson, Baldvin Baldvinsson, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Stefán Agnar Finnsson, Stefán Haraldsson, Þorgrímur Guðmundsson og Örn Steinar Sigurðsson

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir

Þetta gerðist:

Mál nr. 2001040174
1. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 05.02.2004, varðandi breytingu í stjórn samgöngunefndar.

Mál nr. 2002670112
2. Lagt fram bréf varalögreglustjórans í Reykjavík, dags. 10.02.2004, varðandi samþykkt borgarráðs á 30 km. hámarkshraða á tilteknum götum í Vesturbæ, Skerjafirði, Túnum, Austurbæ, Seljahverfi, Fellum, Bergum, Víkurhverfi, Engjahverfi og Grundarhverfi.

Mál nr. 2002010049
3. Lagt fram bréf varalögreglustjórans í Reykjavík, dags. 10.02.2004, varðandi samþykkt borgarráðs um að sett verði gangbrautarljós á Kringlumýrarbraut, norðan Hamrahlíðar.

Mál nr. 2003120041
4. Kynning á TRH.  Örn Steinar Sigurðsson verkfræðingur kynnti.

Mál nr. 2004010036
5. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 23.02.2004, varðandi sjálfsafgreiðslubensínstöð Atlantsolíu við Sprengisand.
Samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við umferðartengingar á fyrirhugaðri sjálfsafgreiðslubensínstöð.

Mál nr. 2003120017
6. Lagður fram úrskurður Skipulagsstofnunar, dags. 19.02.2004, varðandi framlengingu Korpúlfsstaðavegar að Vesturlandsvegi í Reykjavík og Mosfellsbæ.

Mál nr. 2003020064
7. Kynnt niðurstaða stýrishóps í bílastæðamálum fatlaðra.  Lagt fram bréf formanns stýrishópsins, dags. 02.03.2004, bréf fulltrúa borgarlögmanns, dags. 05.12.2003, sem og minnisblað Jóhanns Haukssonar hdl., og Sigurðar Þóroddssonar hdl., dags. 23.04.2003, um sama efni.
Frestað til næsta fundar samgöngunefndar.

Mál nr. 2003050353
8. Lögð fram umsögn borgarverkfræðings, dags. 19.02.2004, varðandi tillögu stýrihóps til stjórnarkerfisnefndar.  Formaður lagði til að umsögn borgarverkfræðings yrði lögð fram sem umsögn samgöngunefndar.
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum. Fulltrúar sjálfstæðismanna sátu hjá við afgreiðslu málsins og vísa til fyrri bókana sinna.

Mál nr. 2001050115
9. Lagt fram bréf gatnamálstjóra, dags. 20.02.2004, varðandi bifreiðastæði í Pósthússtræti.
Samþykkt.

Mál nr. 2001030068
10. Lagt fram minnisblað forstöðumanns Verkfræðistofu RUT, dags. 25.02.2004, varðandi færslu Hringbrautar.

Mál nr. 2002070079
11. Stjörnubíóreitur. Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs kynnti niðurstöður útboðs.

Mál nr. 2002030039
12. Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 25.02.2004, varðandi frágang við sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg 21-23 sbr. samþykkt samgöngunefndar frá 03.02.2004.  Einnig lagðar fram tillögur frá teiknistofu Halldórs Guðmundssonar um sama efni.
Samþykkt að kynna málið fyrir íbúum svæðisins.
Frestað.

13. Mál nr.2004010 55
Lögð fram skýrsla Sverris Bollasonar og Hafsteins Helgasonar, varðandi gæði og öryggi á strætisvagnabiðstöðum.

Mál nr. 2001040174
14. Lögð fram skýrsla um ferð samgöngunefndar Reykjavíkur til Þýskalands 20.-24. október árið 2004.

Mál nr. 2001040174
15. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar, dags. 26.02.2004, varðandi erindi sem borist hafa samgöngunefnd.

Mál nr. 2004020031
a. Lagt fram erindi Guðbrands Magnússonar, dags. 12.02.2004,
varðandi beiðni um biðskyldu við Álmgerði.
Vísað til Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2004020038
b. Lagt fram bréf Sigríðar Láru Ásbergsdóttur f.h. húsfélagsins Fróðengi 18-20,
dags. 03.02.2004, varðandi beiðni um að skilti verði sett upp sem bannar
bifreiðastöður.
Vísað til Verkfræðistofu RUT

Mál nr. 2003030081
c. Lagt fram bréf Ólafíu Daggar Ásgeirsdóttur, f.h. Hverfisráðs Háaleitis,
dags. 18.02.2004, varðandi slæma aðkomu að Réttarholtsskóla.  
Vísað til Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2004020059
d. Lagt fram bréf Hauks Inga Jónassonar, f.h. Foreldraráðs Landakotsskóla,
dags. 05.01.2004, varðandi hraðahindrun á mótum Túngötu og Hofsvallagötu.
Vísað til Verkfræðistofu RUT.
Samþykkt.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 10:40
Katrín Jakobsdóttir
Haukur Logi Karlsson
Kjartan Magnússon
Kristján Guðmundsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir