Umhverfis- og skipulagsráð - 70. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Fundargerð samgöngunefndar

Ár, 2004, þriðjudagurinn 17. febrúar kl. 09:00 var haldinn 70. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.

Þessir sátu fundinn:  Katrín Jakobsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Haukur Logi Karlsson, Hlín Sigurðardóttir og Kjartan Magnússon.

Einnig komu á fundinn:  Björn Ingi Sveinsson, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson , Stefán Agnar Finnsson, Stefán Haraldsson og Þorgrímur Guðmundsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir

Þetta gerðist:

Mál nr. 2001060091
1. Lagt fram bréf ritara borgarstjóra, dags. 02.02.2004 varðandi erindi Guðjóns Sveinbjörnssonar, dags. 29.01.2009, um hugmyndir og endurskipulag í miðborginni.

Mál nr. 2002010049
2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 28.01.2004, varðandi samþykkt borgarráðs um gangrautarljós á Kringlumýrarbraut.

Mál nr. 20020700112
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 28.01.2004, varðandi samþykkt borgarráðs á 30 km hámarkshraða innan hverfa.

Mál nr. 2002690058
4. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 02.02.2004, varðandi samhæft árangursmat og viðhorfskönnun Reykjavíkurborgar.

Mál nr.2002110059
5. Lagt fram að nýju kynning á drögum vegna gsm-kerfa skilmála, dags. 19.01.2004.
Samþykkt samhljóða.

Fulltrúar sjálfstæðismanna í samgöngunefnd óskuðu bókað:

Sjálfstæðismenn í samgöngunefnd fagna þeirri hreyfingu sem komið er á þetta mál.  Fjölbreytni og valmöguleikar í greiðslu stöðugjalda hefur lengi verið baráttumál sjálfstæðismanna í borgarstjórn og höfum við flutt tillögur þar á vettvangi borgarinnar.  Sjálfstæðismenn hvetja bílastæðasjóð til dáða í þessu máli og vona jafnframt að kerfið verði sem einfaldast og aðgengilegast í notkun fyrir borgarbúa.

Fulltrúar reykjavíkurlistans í samgöngunefnd óskuðu bókað:

Samgöngunefnd fagnar fjölbreyttari möguleikum á að greiða bílastæðagjöld í Reykjavík en leggur áherslu á að myndarlega verði staðið að kynningu nýs greiðslukerfis með gsm-símum.

6. Breytingar á framkvæmdaáætlun gatnamálastjóra. Formaður samgöngunefndar kynnti heildarlækkun á fjárveitingu sem samþykkt var í borgarráði 16.12.2003.

Hringbraut, færsla var 205 m. kr. verður 175 m. kr.
Laugarnesvegur, færsla var 15 m. kr. verður 0 m. kr.
Gönguleiðir og ræktun í
nýbyggingarhverfum var 100 m. kr. verður 95 m. kr.

Samtals. Var 320 m. verður 270 m. kr.

Mál nr. 2001040174
7. Lagt fram bréf forstöðumanns Verkfræðistofu RUT, dags. 12.02.2004, varðandi tillögur að styrkveitingum samgöngunefndar.
Samþykkt.

8. Fulltrúar sjálfstæðismanna í samgöngunefnd lögðu fram eftirfarandi fyrirspurnir:

a. Óskað er eftir upplýsingum um það tjón sem varð á mannvirkjum í eigu borgarinnar, m.a. á göngustígum við Ánanaust og Eiðsgranda, af völdum óveðurs og ágangs sjávar sl. aðfangadagsmorgun.  Einnig er óskað eftir upplýsingum um þau hús sem sjór flæddi inn í og olli tjóni og þau hús sem voru í hættu vegna flóðsins.  Hvernig verður staðið að viðgerðum og er fyrirhugað að efla sjóvarnargarða eða grípa til annara aðgeraða til að draga úr hættu vegna ágangs sjávar á þessu svæði?
b. Eru fleiri svæði í Reykjavík í umtalsverðri hættu vegna ágangs sjávar og liggur fyrir áhættumat þar að lútandi?  Hversu algengt er að tjón verði á götum og göngustígum í borginni vegna ágangs sjávar.
c. Einnig er óskað eftir almennum upplýsingum um fyrirkomulag gatnahreinsunar við þær götur sem liggja að sjó í borginni.  Hér er m.a. átt við Sörlaskjól, Faxaskjól, Ægissíðu, Eiðsgranda, Ánanaust, Sæbraut, Skúlagötu og Strandveg.  Einnig er óskað eftir sambærilegum upplýsingum um göngu- og hjólreiðastíga sem liggja að sjó.  Hve oft er ástæða til að hreinsa þessar götur og stíga sérstaklega vegna ágangs sjávar.  Hvernig er staðið að hreinsuninni og eru í gildi vinnureglur þar að lútandi?

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 09:30
Katrín Jakobsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson
Haukur Logi Karlsson
Hlín Sigurðardóttir

Kjartan Magnússon