Umhverfis- og skipulagsráð
Stjórn Fasteignastofu Reykjavíkurborgar
Ár 2003, þriðjudaginn 20. maí, var haldinn 7. fundur stjórnar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2, 2. hæð og hófst kl. 09.30. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir formaður, Helgi Hjörvar og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðumaður Fasteignastofu, Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur, Hreinn Ólafsson, Þorkell Jónsson og Drífa Valdimarsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Skýring á breyttri áætlun í grunnskólum. Skýringar á breyttri fjárhagsáætlun í stofnkostnaði fræðslumála samkvæmt þriggja mánaða uppgjöri lagðar fram til kynningar.
2. Yfirlit yfir leigusamninga. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir leigusamninga sem búið er að gera annars vegar og hins vegar yfir leigusamninga sem eru í vinnslu.
3. Forsögn grunnskóla í Staðahverfi. Breytingar á forsögn voru staðfestar með tveimur atkvæðum.
4. Drög að fimm ára úttekt á grunnskólum. Lögð fram til kynningar og umræðu fyrstu drög að skýrslu um byggingar og endurbætur í grunnskólum Reykjavíkur fyrir árin 2003-2007.
5. Yfirlit frá ISR og FS. Lögð fram til kynningar yfirlit yfir viðskipti Fasteignastofu Reykjavíkurborgar við Innkaupastofnun Reykjavíkur í apríl 2003 og yfir kaup Fasteignastofu á ráðgjafaþjónustu vegna ýmissa verkefna.
6. Lagt fram til kynningar upplýsingablað um framkvæmdir Fasteignastofu á árunum 2001-2002 til að bæta aðgengi fatlaðra.
7. Næsti fundur ákveðinn 10. júní.
Fundi slitið kl. 10.45
Björk Vilhelmsdóttir
Helgi Hjörvar Guðrún Ebba Ólafsdóttir