Umhverfis- og skipulagsráð
Fundargerð samgöngunefndar
Ár, 2004, þriðjudagurinn 3. febrúar kl. 09:00 var haldinn 69. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.
Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Haukur Logi Karlsson, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Baldvin Baldvinsson, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Sigurður I. Skarphéðinsson, Stefán Haraldsson, Stefán Finnsson og Þorgrímur Guðmundsson.
Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:
Mál nr. 2002010049
1. Lagt fram bréf yfirlögregluþjónsins í Reykjavík, dags. 21.01.2004, varðandi uppsetningu gangbrautaljósa á Kringlumýrarbraut.
Mál nr. 2001040174
2. Lagt fram bréf yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 28.01.2004, varðandi tillögu fulltrúa Sjálfstæðismanna í samgöngunefnd um aðgerðir við Einsarsnes og Gnitanes.
Verkfræðistofu falið að gera nánari tillögu um framkvæmd og fyrirkomulag.
Mál nr. 2003100030
3. Lagt fram bréf yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 28.01.2004, varðandi erindi Sólbergs S. Bjarnasonar, með beiðni um aðgerðir vegna aksturshraða í botnlanga að Háaleitisbraut 115 til 123.
Mál nr. 2002100130
4. Lagt fram bréf yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 29.01.2004, varðandi ósk um að sett verði upp hraðamælingarskilti á Neshaga.
Umsögn yfirverkfræðings samþykkt.
Mál nr. 2003080107
5 Lagt fram bréf yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 19.01.2004, varðandi gatnamót Hofsvallagötu og Hagamels, sem og bréf íbúa að Hagamel 17, ódags., um sama efni.
Mál nr. 2003100027
6. Lagt fram bréf yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 29.01.2004, varðandi hraðatakmarkandi aðgerðir í Þingholtsstræti.
Fallist á umsögn yfirverkfræðings.
Mál nr. 2003070055
7. Hrísateigur 16, lagt fram bréf gatnamálstjóra, dags. 30.01.2004, greinagerð borgarritara, dags. 09.12.2003, tölvupóstur til formanns samgöngunefndar, dags. 09.04.2002, tölvupóstur Einars F. Einarssonar til gatnamálstjóra, dags. 20.04.2002, bréf samgöngunefndar til gatnamálstofu, dags. 27.04.2002, bréf gatnamálastjóra til samgöngunefndar, dags. 17.01.2003, bréf samgöngunefndar til húseigenda, dags. 23.01.2003, bréf húseigenda til gatnamálstjóra, ódags., bréf gatnamálstjóra til húsfélagsins að Hrísateigi 16, dags. 14.05.2003, ljósmyndir, (6 stk).
Samþykkt að óska eftir umsögn borgarlögmanns um málið í samræmi við tillögu gatnamálstjóra.
Kl. 09:15 tók Gísli Marteinn Baldursson sæti á fundinum.
Mál nr. 2002020020
8. Lögð fram umsögn gatnamálstjóra, dags. 29.01.2004, bréf formanns húsfélagsins að Básbryggju 1-21 til Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, dags. 27.11.2003 og yfirlitsmynd.
Samgöngunefnd vísar málinu til Verkfræðistofu Umhverfis- og tæknisviðs og til Skipulags- og byggingarsviðs til frekari athugunar á annars vegar innra gatnakerfi og hins vegar aðkomuleiðum að hverfinu.
Mál nr. 2002030039
9. Lagt fram bréf bandaríska sendiráðsins, dags. 02.02.2004, varðandi framkvæmdir við bílastæði að Laufásvegi 21 og 23 og um öryggisaðgerðir. Enn fremur lögð fram umsögn gatnamálastjóra, dags. 03.02.2004.
Nefndin samþykkir tillögur gatnamálastjóra efnislega og felur honum að ræða frekar við sendiráðið um útfærslu, sem verði kynnt í nefndinni.
10. Lagt fram yfirlit yfir umsóknir til samgöngunefndar um styrki vegna umferðaröryggis.
Frestað.
11. Yfirverkfræðingur Verkfræðistofu RUT kynnti hugmyndir að breytingum á Suðurgötu og einstefnu á hluta götunnar, norðan Skothúsvegar.
Kl. 09.50 vék Steinunn Valdís Óskarsdóttir af fundi.
Mál nr. 2003100034
12. Lögð fram umsögn gatnamálstjóra, dags. 29.01.2004, varðandi aðkomu að lóð Skólavörðustígs 4b, tölvupóstur húseigenda til formanns samgöngunefndar, dags. 13.10.2003, mæliblað, ljósmyndir, greinargerð frá Verkfræðistofunni Hnit, dags. 20.10.2003, bréf húseigenda til gatnamálastjóra, dags. 23.06.2003 og umsögn skipulags- og byggingarsviðs um stækkun og endurbyggingu vinnuskúrs á baklóð.
Nefndin samþykkir umsögn gatnamálastjóra.
13. Lagt fram bréf Önnu Margrétar Guðmundsdóttur f.h. stjórnarkerfisnefndar, dags. 22.01.2004, ásamt tillögu stýrishóps til stjórnarkerfisnefndar um þjónustumiðstöðvar, dags. 11.12.2003.
14. Lögð fram drög að skýrslu um ferð samgöngunefndar til Þýskalands í október 2003.
15. Fulltrúar sjálfstæðismanna í samgöngunefnd óska eftir að tekin verði upp að nýju tillaga þeirra um að sett verði upp gönguljós við gatnamót Hofsvallagötu og Sólvallagötu. Mikil umferð gangandi vegfarenda er um þessi gatnamót, ekki síst skólabarna austan Hofsvallagötu á leið í Vesturbæjarskóla, og hafa foreldrar þeirra óskað ítrekað eftir því að gönguleið þeirra verði bætt vegna hraðrar og vaxandi umferðar bíla um Hofsvallagötu.
16. Rætt um slár á milli polla neðst í Bankastræti.
17. Formaður greindi frá því að hann mun verða í leyfi frá störfum sem formaður samgöngunefndar um 6 mánaða skeið. Mun Katrín Jakobsdóttir taka sæti hans í nefndinni.
18. Fulltrúar sjálfstæðismanna í samgöngunefnd óska eftir því að úrbætur verði gerðar hið fyrsta á biðskýli fyrir strætisvagnafarþega sem stendur fyrir neðan gamla sjónvarpshúsið við Laugaveg. Umrætt skýli, sem er frá AFA JC Decaux, stendur nú berstrípað og veitir farþegum á þessari fjölförnu biðstöð enga vörn gegn veðri og vindum eða aurslettum frá bílum sem aka eftir Laugavegi í bleytu. Jafnframt er óskað eftir greinargerð frá Strætó bs. um almennt ástand biðskýla í borginni og framvindu samstarfs við AFA JC Decaux, ekki síst reynsluna af biðskýlum þeirra og hvernig þau hafa reynst við íslenskar aðstæður.
Fundi slitið kl. 10:15
Árni Þór Sigurðsson
Gísli Marteinn Baldursson
Haukur Logi Karlsson
Kjartan Magnússon