Umhverfis- og skipulagsráð - 60. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2001, fimmtudaginn 8. febrúar, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 60. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 1 og hófst kl. 12,00.

Mættir voru: Guðrún Erla Geirsdóttir, formaður, Margrét S. Björnsdóttir og Kjartan Magnússon.Auk þeirra sátu fundinn Björn Júlíusson, Guðrún Þórsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson, sem ritaði fundargerð.
 
Þetta gerðist:

1. Skólastjóri gerði grein fyrir áætlaðri útkomu fjármála á árinu 2000.2. Rætt um tillögu um laun unglinga hjá Vinnuskólanum sumarið 2001.Frestað.3. Störf leiðbeinenda hjá Vinnuskólanum sumarið 2001 verða auglýst um næstu mánaðamót.4. Rætt um gjald fyrir vinnu í görðum eldri borgara sumarið 2001.Frestað.Skólastjóra falið að kanna verð á einföldum safnkössum fyrir garðaúrgang.5. Lagt fram bréf Hópferðamiðstöðvarinnar ehf. ds. 7. febrúar 2001 þar sem tilkynnt er hækkun á einingarverðum á akstri á nemendum Vinnuskólans í samræmi við ákvæði í samningi aðilanna ds. 5. júní 2000.Skólastjóra falið að kynna málið fyrir Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.6. Lagt fram bréf borgarstjóra ds. 6. febrúar 2001 þar sem kynnt er afgreiðsla borgarráðs á erindi Vinnuskólans frá 58. fundi varðandi landlistasýningar við Rauðavatn.Fundi slitið kl. 14,00Guðrún Erla GeirsdóttirKjartan Magnússon

Margrét S. Björnsdóttir