Umhverfis- og skipulagsráð - 60. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2001, fimmtudaginn 8. febrúar, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 60. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 1 og hófst kl. 12,00. Mættir voru: Guðrún Erla Geirsdóttir, formaður, Margrét S. Björnsdóttir og Kjartan Magnússon. Auk þeirra sátu fundinn Björn Júlíusson, Guðrún Þórsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson, sem ritaði fundargerð.
 
Þetta gerðist: 1. Skólastjóri gerði grein fyrir áætlaðri útkomu fjármála á árinu 2000. 2. Rætt um tillögu um laun unglinga hjá Vinnuskólanum sumarið 2001. Frestað. 3. Störf leiðbeinenda hjá Vinnuskólanum sumarið 2001 verða auglýst um næstu mánaðamót. 4. Rætt um gjald fyrir vinnu í görðum eldri borgara sumarið 2001. Frestað. Skólastjóra falið að kanna verð á einföldum safnkössum fyrir garðaúrgang. 5. Lagt fram bréf Hópferðamiðstöðvarinnar ehf. ds. 7. febrúar 2001 þar sem tilkynnt er hækkun á einingarverðum á akstri á nemendum Vinnuskólans í samræmi við ákvæði í samningi aðilanna ds. 5. júní 2000. Skólastjóra falið að kynna málið fyrir Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. 6. Lagt fram bréf borgarstjóra ds. 6. febrúar 2001 þar sem kynnt er afgreiðsla borgarráðs á erindi Vinnuskólans frá 58. fundi varðandi landlistasýningar við Rauðavatn. Fundi slitið kl. 14,00 Guðrún Erla Geirsdóttir Kjartan Magnússon

Margrét S. Björnsdóttir