Umhverfis- og skipulagsráð - 6. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Stjórn Fasteignastofu Reykjavíkurborgar

Ár 2003, þriðjudaginn 6. maí, var haldinn 6. fundur stjórnar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2, 2. hæð og hófst kl. 10.00. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir formaður, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðumaður Fasteignastofu, Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Þorkell Jónsson og Hreinn Ólafsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Þriggja mánaða uppgjör. Einu breytingar á áætlaðri útkomu verða ræddar undir liðnum, Fjárhagsáætlun skóla 2003, breyting á áætlun.

Stefán Jón mætti á fundinn kl. 10:05

2. Fjárhagsáætlun skóla 2003, breyting á áætlun. Ekki gerðar athugasemdir við breytingar. Óskað var eftir stuttum skýringum fyrir hvert verk vegna breytinga.

3. Framvinduskýrslur grunnskóla. Samkomusalur og jafnvel einnig bókasafn Laugalækjar-skóla verða ekki tilbúin fyrir kennslu í haust. Framvinduskýrslur verði sendar skólastjórum viðkomandi skóla til upplýsinga.

4. Nýjir grunnskólar, Staðahverfi, Rimahverfi – skipulagsmál.
Í Staðahverfi verði gert ráð fyrir 170 barna grunnskóla ásamt leikskóla sem komi inn í húsnæði síðar í samræmi við eldri samþykktir Fræðslu- og Leikskólaráðs.
Í Rimahverfi verði gert ráð fyrir að byggt verði við Rimaskóla.

Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Rúnar Gunnarsson mættu á fundinn vegna 4. liðar.

Vilhjálmur vék af fundi kl. 10:55.

5. Teikningar af Hamraskóla, Langholtsskóla og Breiðagerðisskóla lagðar fram til kynningar.

6. Vogaskóli. Fasteignastofu falið að gera tillögu að stækkun Vogaskóla.

Fundi slitið kl. 11.20

Björk Vilhelmsdóttir Stefán Jón Hafstein