Umhverfis- og skipulagsráð - 54. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

STJÓRN SKIPULAGSSJÓÐS

Ár 2004, miðvikudaginn 8. september, var haldinn 54. fundur stjórnar skipulagssjóðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:00. Viðstaddir voru Þórólfur Árnason, Dagur B. Eggertsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Jafnframt sat fundinn Þorsteinn Ingi Garðarsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynnt 6 mánaða uppgjör skipulagssjóðs og útkomuspá ársins.

2. Lagt fram kauptilboð, dags. 2. þ.m., vegna Skúlagötu 26 að fjárhæð 198 m.kr. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra Skipulagssjóðs, dags. 5. þ.m., þar sem lagt er til að stjórn Skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar samþykki kaup á Skúlagötu 26 fyrir 198 m.kr.
Samþykkt.

3. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Skipulagssjóðs, dags. 24. f.m., þar sem lagt er til að stjórn Skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar samþykki sölutilboð vegna Hverfisgötu 88c að fjárhæð 8,5 m.kr.
Samþykkt.

4. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Félagsbústaða, dags. 18. f.m., vegna Gufunesvegar 3, Grafarvogi. Lagt til að stjórn Skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar heimili framkvæmdastjóra sjóðsins að ganga frá kaupum á Gufunesvegi 3, fyrir u.þ.b. 10,2 m.kr.
Samþykkt.

5. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Skipulagssjóðs, dags. 24. f.m., vegna Nýlendugötu X, flutningshúsalóð, þar sem lagt er til að stjórn Skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar heimili framkvæmdastjóra sjóðsins að ganga frá sölu á Nýlendugötu X, flutningshúsalóð fyrir 3,88 m.kr.
Samþykkt.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 6. þ.m., vegna 50 ferm. skika af Nýlendugötu 10, flutningshúsalóð, þar sem lagt er til að stjórn Skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar samþykki kaup á 50 fermetrum af Nýlendugötu 10 fyrir u.þ.b 430 þ.kr.
Samþykkt.

7. Kynnt staða mála á Stúdentareit við Lindargötu og reitnum við Vatnsstíg 11.

Fundi slitið kl. 16:00

Þórólfur Árnason
Dagur B. Eggertsson Guðlaugur Þór Þórðarsson