Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2003, mánudaginn 17. mars kl. 09:00 var haldinn 52. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð. Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Gísli Marteinn Baldursson, Haukur Logi Karlsson, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Björg Helgadóttir, Einar Guðmundsson, Haraldur Sigurðsson, Jón Ólafsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Ragnheiður Davíðsdóttir, Stefán A. Finnsson, Stefán Haraldsson, Stefán Hermannsson og Þorgrímur Guðmundsson. Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
Mál nr. 2002080022 1. Lagt fram Geirs J. Þórissonar f.h. Lögreglustjórans í Reykjavík dags. 03.03.2003, varðandi stöðubann við austurkant Ingólfsstrætis milli Bankastrætis og Hverfisgötu.
Mál nr. 2002010077 2. Lagt fram erindi Stefáns Eyjólfssonar f.h. Kynnisferða dags. 07.03.2003, varðandi aðstöðu til að stöðva rútur í Reykjavik. Vísað til Verkfræðistofu Rut og Gatnamálstofu. Samþykkt.
Mál nr. 200200033 3. Lagt fram bréf Sjafnar Kristjánsdóttur f.h. Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar dags. 07.03.2003, varðandi skýrslu skv. 2. mgr. 27. gr innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Mál nr. 2003030031 4. Lagt fram erindi Ragnheiðar Davíðsdóttur, forvarnarfulltrúa VÍS, dags. 06.03.2003, varðandi svartblettabanka umferðardeildar. Frestað.
Mál nr. 2002040025 5. Lagt fram erindi Ólafs Hjörleifssonar, dags. 07.03.1003, varðandi fækkun atvinnuleyfa leigubifreiðarstjóra og reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðir nr. 189/2002 Samþykkt að ítreka fyrri afstöðu samgöngunefndar til málsins.
Mál nr. 2002100130 6. Lagt fram erindi Davíðs Stefánssonar f.h. foreldrafélags Melaskóla dags. 04.03.2003, varðandi beiðni um að settur verði upp búnaður til að draga úr hraða við umferðargötur við Melaskóla. Vísað til Verkfræðistofu Rut.
Mál nr. 2003030036 7. Sniðtalningar 2003 Björg Helgadóttir, landfræðingur á Verkfræðistofu Rut kynnti og lagði fram ritið sniðtalningar 2002, dagsetta í febrúar 2003.
Mál nr. 2001110080 8. Lagt fram bréf Ásgeirs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Strætó bs., dags. 06.03.2003, varðandi umferð um Hafnarstræti. Vísað til Strætó bs., Gatnamálastofu og lögreglunnar í Reykjavík. Mál nr. 2002040068 9. Arnarnesvegur- umsögn um mat á umhverfisáhrifum. Ólafur Bjarnason, forstöðumaður Verkfræðistofu Rut kynnti. Samgöngunefnd gerði svofellda bókun; "Ekki er fallist á aðaltillögu framkvæmdaraðila um trompetgatnamót við Breiðholtsbraut vegna nálægðar við íbúðarbyggð og útsýnisskerðingu. Annað hvort verði gatnamótin færð fjær íbúðabyggð eða tillagan sem gerir ráð fyrir T- gatnamótum lögð til grundvallar".
Mál nr. 10. Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS, Einar Guðmundsson, forvarnarfulltrúi Sjóvá - Almennra trygginga og Jón Ólafsson hjá Sambandi tryggingarfélaga kynntu skýrslu um mislæg gatnamót á Miklubraut - Kringlumýrarbraut.
Mál nr. 2002080008 11. European Mobility week Formaður samgöngunefndar lagði til að stofnsettur yrði vinnuhópur, skipaður fulltrúa frá Skipulags og byggingarsviði, Strætó bs., Verkfræðistofu Rut og Umhverfis og heilbrigðisstofu, til að vinna að tillögum fyrir nefndina. Samþykkt.
Mál nr. 12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 12.03.2003, um fjölgun almennra stöðumælastæða við Laugaveg 116-118. Samþykkt.
Mál nr. 13. Lagt fram bréf íbúa við Dyngjuveg dags. 05.03.2003, varðandi beiðni um að gripið verði til aðgerða til að draga úr hraðakstri um götuna. Vísað til Verkfræðistofu Rut.
Mál nr. 2002020026 14. Miklabraut - Kringlumýrabraut Lagt fram minnisblað Gunnars Inga Ragnarssonar, verkfræðings, dags. 12.03.2003, um Miklabraut - Kringlumýrarbraut og hugsanlegar breytingar í 4 fasa umferðarljós. Samþykkt að óska eftir formlegum viðbrögðum Vegagerðarinnar og Lögreglunnar í Reykjavík. Frestað.
Mál nr. 15. Lögð fram skýrsla dags. 15.03.2003, um kynnisferð er farinn var til norðurland og Eistlands um greiðslumiðlunartækni, dagana 10-14 janúar. Frestað.
Mál nr. 16. Lagt fram svar við fyrirspurn Sjálfstæðismanna í samgöngunefnd frá 17.02.2003, um stefnu R-listans í bílastæðamálum.
Fulltrúar R-listans í samgöngunefnd lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn til Kjartans Magnússonar, fulltrúa Sjálfstæðismanna í samgöngunefnd.
1. Hver er pólitísk stefna Kjartans Magnússonar í bílastæðamálum miðborgarinnar ? 2. Er stefna KM sú að það kosti í öll stæði í miðborginni, eða eiga einhver stæði að vera undanskilinn gjaldheimtu , og þá hver ? 3. Er það stefna KM að fækka eða fjölga bilastæðum í miðborginni.
Fulltrúar R-listans í samgöngunefnd lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn til Gísla Marteins Baldurssonar, fulltrúa Sjálfstæðismanna í samgöngunefnd.
1. Hver er pólitísk stefna Gísla Marteins Baldurssonar í bílastæðamálum miðborgarinnar ? 2. Er stefna GM sú að það kosti í öll stæði í miðborginni, eða eiga einhver stæði að vera undanskilinn gjaldheimtu , og þá hver ? 3. Er það stefna GM að fækka eða fjölga bilastæðum í miðborginni.
Fundi slitið kl. 11.40.
Árni Þór Sigurðsson
Haukur Logi Karlsson
Steinunn V. Óskarsdóttir
Kjartan Magnússon
Gísli Marteinn Baldursson