Umhverfis- og skipulagsráð - 49. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2003, mánudaginn 3. febrúar kl. 09:00 var haldinn 49. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.

Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Gísli Marteinn Baldursson, Haukur Logi Karlsson, Hlín Sigurðardóttir og Kjartan Magnússon.

Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Baldvin Baldvinsson, Haraldur Sigurðsson, Jörgen Þormóðsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Sigurður Skarphéðinsson, Stefán Finnsson og Stefán Haraldsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2002010013 1. Lagt fram bréf Rafns Sigurðssonar og Sigurðar Björnssonar dags. 27.12.2001, bréf Þórhildar L. Ólafsdóttur dags. 23.01.2002, bréf Þórhildar L. Ólafsdóttur dags. 24.01.2002, til Lögreglunnar í Reykjavík varðandi bókun samgöngunefndar frá fundi 14.01.2002, bréf borgarstjóra dags. 28.01.2002, bréf Umferðardeildar Lögreglunnar í Reykjavík dags. 30.01.2002, bréf Lögreglustjórans í Reykjavík dags.21.03.2002, bréf Ágústar Jónatanssonar og Gísla Elíassonar dags. 10.05.2002, bréf Þórhildar L. Ólafsdóttur dags. 31.05.2002, bréf Þórhildar L. Ólafsdóttur til Gatnamálastofu dags. 31.05.2002, bréf gatnamálastjóra dags. 6.06.2002, bréf Ágústar Jónatanssonar dags. 3.12.2002 og 9.01.2003 og bréf Gísla Elíassonar dags. 15.12.2002, öll varðandi bann við lagningu ökutækja við Ofanleiti 19-21. Einnig lagt fram bréf Sigurðar I. Skarphéðinssonar gatnamálastjóra um málið dags. 03.02.2003. Samþykkt. Mál nr. 2001050123 2. Lagt fram bréf Ágústu Rósu Finnlaugsdóttur dags. 27.01.2003, varðandi hraðahindrun í Safamýri. Samþykkt að vísa málinu til deiliskipulagsvinnu hjá Skipulags og byggingasviði.

Mál nr. 2001080024 3. Lagt fram bréf Arnþórs Helgasonar, framkvæmdastjóra Öryrkjabandalags Íslands, dags. 24.01.2003, bréf Lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 29.01.2003, bréf Hannesar Sigurðssonar, skrifstofustjóra Sjálfsbjargar, ódags. varðandi skipun fulltrúa í nefnd um bifreiðastæði fatlaðra.

Fulltrúar sjálfstæðismanna í samgöngunefnd lögðu fram eftirfarandi bókun: "Við hörmum hve lengi hefur dregist að hefja vinnu vegna tillögu sjálfstæðismanna um úrbætur í bílastæðamálum fatlaðra, sem samþykkt var í samgöngunefnd 28. janúar 2002. Að gefnu tilefni skal tekið fram að fulltrúar R-listans bera alfarið ábyrgð á því hve lengi málið hefur dregist en fulltrúar sjálfstæðismanna hafa, án árangurs hingað til, rekið á eftir málinu í heilt ár. Er það sérstaklega miður að formaður samgöngunefndar skuli hafa látið í það skína í fjölmiðlum að það við samtökum fatlaðra og öryrkja að kenna hve lengi málið hefði dregist á langinn. Í athugasemd frá þessum samtökum, sem birtist í Morgunblaðinu 25. janúar sl., kemur hins vegar fram að þeim barst ekki ósk frá Reykjavíkurborg um tilnefningu í starfshóp vegna málsins fyrr en 23. sama mánaðar eða eftir að umfjöllun um þetta sleifarlag hófst í fjölmiðlum. Sjálfstæðismenn óska eindregið eftir því að starfshópur um málið taki til starfa sem fyrst og vonast eftir að eiga þar gott samstarf við alla aðila um að skila raunhæfum tillögum til úrbóta í þágu fatlaðra og öryrkja."

Bókun fulltrúa R-listans: "Að gefnu tilefni er rétt að árétta að enginn ágreiningur er um að vinna að úrbótum í bílastæðamálum fatlaðra. Ástæður þess að nefndin hefur ekki hafið störf má fyrst og fremst rekja til þess að ný samgöngunefnd tók til starfa á miðju síðasta ári en fyrri nefnd hafði ekki fylgt eftir samþykkt sinni frá í janúar 2002. Það er rangt sem haldið er fram í bókun D-listans að formaður samgöngunefndar hafi varpað ábyrgðinni í hendur samtaka fatlaðra og öryrkja, ábyrgðin er að sjálfsögðu forystu nefndarinnar. Þess er væntað að nefndin hefji störf von bráðar og að sjálfstæðismenn muni taka þátt í því starfi á málefnalegum forsendum en ekki með því að hugarfarið sem einkennir bókun þeirra."

Bókun fulltrúa sjálfstæðismanna: "Við sjálfstæðismenn vísum því á bug að annarleg sjónarmið hafi ráðið bókun okkar. Í henni verðum við á að í frétt Morgunblaðsins 24. janúar sl., verða orð formanns samgöngunefndar ekki skilin öðruvísi en hann kenni samtökum fatlaðra og öryrkja um þennan drátt sem verið/orðið hafi vegna þess að þeir hafi ekki tilnefnt fulltrúa í umræddan starfshóp. Samtök fatlaðra og öryrkja skildu orð formanns samgöngunefndar þannig eins og skýrt kemur í ljós í athugasemd þeirra í Morgunblaðinu 25. janúar. Bókun okkar er því gerð á málefnalegum forsendum og með jákvæðu hugafari enda reynum við að eiga gott samstarf við fulltrúa R-listans í þessum málum, fötluðum og öryrkjum til hagsbóta."

Mál nr. 2001080081 4. Lagt fram erindi Helgu M. Óttarsdóttur, dags. 28.01.2003, varðandi öryggi barna í Fossvogi. Vísað til Verkfræðistofu RUT og gatnamálastjóra.

Mál nr. 2002080011 5. Lagt fram bréf Önnu M. Guðjónsdóttur, f.h. stjórnkerfisnefndar dags. 16.01.2003, varðandi tillögu að samþykkt um skiptingu Reykjavíkurborgar í þjónustusvæði borgarhluta og starfsemi hverfisráða, greinargerð með tillögunni, listi yfir stofnanir borgarinnar í hverfum skv. tillögu um skiptingu í fjögur þjónustusvæði og níu hverfi. Einnig lagt fram bréf forstöðumanns Verkfræðistofu RUT dags. 21.01.2003. Samþykkt með 2. atkvæðum fulltrúa R-listans í samgöngunefnd. Fulltrúar Sjálfstæðislistans sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 6. Umferðarhermun - kynning á hugbúnaði.

7. Mál nr. 2002070013 Lagt fram bréf forstöðumanns verkfræðistofu RUT dags. 30.01.2003, varðandi aðkeyrslu að Essó í Fossvogi. Samþykkt.

Mál nr. 2001030068 8. Lagt fram bréf forstöðumanns verkfræðistofu RUT dags. 30.01.2003, varðandi færslu Hringbrautar einnig lögð fram umsögn verkfræðistofu RUT dags. 27.01.2003. Samþykkt að vísa málinu til frekari vinnslu í vinnuhóp um göngutengsl.

Mál nr. 9. Lagt fram erindi (rafpóstur) Sjafnar Sverrisdóttur dags. 16.10,2002, einnig lögð fram umsögn verkfræðistofu RUT varðandi umferð um Skeiðarvog, dags. 25.10.2002, bréf forstöðumanns verkfræðistofu RUT, dags. 14.11.2002, erindi íbúa við Skeiðarvog dags. 27.06.2001, tillaga verkfræðistofu RUT dags. 30.01.2003. Frestað. Samþykkt að vísa málinu til kynningar í hverfinu og til hverfaráðs

Haukur Logi Karlsson kom á fundin kl. 10.00.

Mál nr. 2002090037 10. Lögð fram til kynningar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2003-2014. Lögð fram framkvæmdaráætlun um götur, gönguleiðir og ræktun 2003-2006, dags. 03.02.2003, einnig lögð fram tillaga að samgönguáætlun 2003-2014 um verkefni á höfuðborgarsvæðinu ódags. Frestað.

Mál nr. 11. Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri bílastæðasjóðs kynnti ráðstefnuna World Parking symposium er haldin verður í Kanada 22-25 júní nk.

Mál nr. 2001090088 12. Fyrirhuguð kynnisferð á vegum til Norðurlandana og Eistlands varðandi greiðslumiðlun kynnt. Samþykkt að 2 fulltrúar samgöngunefndar ásamt framkvæmdastjóra sæki kynnisferð um greiðslumiðlun og 2 á ráðstefnu í Kanda í samráði við Skipulags- og byggingarnefnd.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 11:15.

Árni Þór Sigurðsson Haukur Logi Karlsson Hlín Sigurðardóttir Kjartan Magnússon Gísli Marteinn Baldursson