Umhverfis- og skipulagsráð - 46. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Fundargerð samgöngunefndar

Ár 2002, mánudaginn 2. desember kl. 09:00 var haldinn 46. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.

Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Haukur Logi Karlsson, Ívar Andersen, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Baldvin Baldvinsson, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Stefán A. Finnsson og Stefán Haraldsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2001040174 1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarstjórnar dags. 12.11.02, varðandi samþykkt fyrir Samgöngunefnd. Mál nr. 2001060017 2. Lagt fram bréf Lögreglustjórans í Reykjavík dags. 07.08.02 og umsögn Verkfræðistofu RUT varðandi biðskyldu við Barðastaði og Bakkastaði. Samþykkt.

- Ívar Andersen kom á fundinn kl. 09.10.

Mál nr. 2001050123 3. Lagt fram erindi - (tölvupóstur) Ágústu R. Finnlaugsdóttur dags. 25.11.02, og bréf gatnamálstjóra varðandi ósk um hraðahindrun í Safamýri. Vísað til Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2002110070 4. Lagt fram bréf Friðberts Traustasonar dags. 25.11.02, varðandi samgöngumál í Grafarvogi. Vísað til Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2002070079 5. Stefán Haraldsson framkvæmdarstjóri Bílastæðasjóðs kynnti tillögu sína um bílakjallara á Stjörnubíósreit. Frestað.

6. Formaður ræddi um starfshóp sem skipaður var á síðasta kjörtímabili vegna átaks í bílastæðamálum fatlaðra og hreyfihamlaðra og að koma þyrfti þeim hópi af stað og endurskipa hann. Vísað til næsta fundar.

7. Stefán Haraldsson gerði, vegna fyrirspurnar Sjálfstæðisflokksins, lauslega grein fyrir möguleikum á bílastæðakjallara undir Lækjartorgi.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 10.05.

Árni Þór Sigurðsson Haukur Logi Karlsson Steinunn V. Óskarsdóttir Kjartan Magnússon Ívar Andersen