Umhverfis- og skipulagsráð - 45. fundur

Umhverfis- og skipulagsráð

Fundargerð samgöngunefndar

Ár 2002, mánudaginn 18. nóvember kl. 09:00 var haldinn 45. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Haukur Logi Karlsson, Gísli M. Baldursson, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Einnig komu á fundinn: Baldvin Baldvinsson, Guðjón Ólafur Jónsson, Ásgeir Eiríksson, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Sigurður Skarphéðinsson, Stefán Haraldsson, Stefán Hermansson og Þorgrímur Guðmundsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2002020038 1. Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs dags. 05.11.2002, varðandi skipun fulltrúa Reykjavíkurborgar í Umferðarráð. Mál nr. 2001100088 2. Lagt fram bréf Stellu Aðalsteinsdóttur, formanns foreldrafélags Vogaskóla um gangbrautarljós eða hraðahindranir og betri merkingar í Gnoðarvogi, sem og umsögn Verkfræðistofu RUT dags. 30.10.2002. Samþykkt.

Mál nr. 2001120077 3. Lagt fram bréf Sjóvá - Almennra trygginga, dags. 13.10.2002, varðandi beiðni um opnun í umferðareyju framan við hús Sjóvá - Almennra trygginga hf. Vísað til Verkfræðistofu RUT. 4. 30 km svæði 2003. Kynntar tvær hugmyndir Verkfræðistofu RUT. Nefndin samþykkir hugmynd I með fyrirvara um Grundarhverfið á Kjalarnesi og samþykkt fjárhagsáætlunar.

5. Bílastæðasjóður - GSM - Þjónusta - greiðslumiðlun. Formaður samgöngunefndar lagði fram tillögu varðandi GSM - þjónustu og greiðslumiðlun fyrir bílastæðasjóð. Samþykkt að fela framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs að útfæra hugmyndina frekar.

- Kjartan Magnússon kom á fundinn kl. 09:15. - Gísli Marteinn Baldursson kom á fundinn kl. 09:15.

Mál nr. 2001110018 6. Bílastæðakjallari. Lögð fram umsögn samgöngunefndar Reykjavíkur, dags. 14.11.2002 um niðurstöður dómnefndar um tilboð í bílakjallara undir Tjörninni. Umsögn samgöngunefndar samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum fulltrúar D- listans sátu hjá.

7. Strætó b/s. Guðjón Ólafur Jónsson, stjórnarformaður Strætó b/s og Ásgeir Eiríksson, forstjóri, kynntu starfsemi Strætó b/s og undirbúning að nýju leiðarkerfi.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 10.45.

Árni Þór Sigurðsson Haukur Logi Karlsson Steinunn V. Óskarsdóttir Kjartan Magnússon Gísli Marteinn Baldursson