Umhverfis- og skipulagsráð
Fundargerð samgöngunefndar
Ár 2002, mánudaginn 4. nóvember kl. 09:00 var haldinn 44. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5 hæð.
Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Haukur Logi Karlsson, Gísli M. Baldursson, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Einnig komu á fundinn: Baldvin Baldvinsson, Jörgen Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Sigurður Skarphéðinsson, Stefán Haraldsson, Stefán Hermansson, Þorgrímur Guðmundsson og Þórhallur Ólafsson.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
Mál nr. 2002080022 1. Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs dags. 16.10.2002, um staðfestingu borgarráðs um bifreiðastöður við Ingólfsstræti norðan Hverfisgötu. Mál nr. 2002010120 2. Lagt fram bréf Kínverska sendiráðsins dags. 11.09.2002, bréf borgarráðs dags. 16.10.2002, bréf Utanríkissráðuneytisins dags. 17.09.2002, og bréf gatnamálastjóra dags. 10.10.2002. Formaður Samgöngunefndar upplýsti að heildstæð vinna væri í gangi varðandi bifreiðastöður sendiráða. Frestað.
Mál nr. 2002100130 3. Lagt fram erindi stjórnar foreldrafélags Melaskóla dags. 21.10.2002, vegna strætisvagnasamgangna. Vísað til Verkfræðistofu RUT og Strætó bs.
Mál nr. 2002100134 4. Lagt fram erindi (tölvupóstur) Emils Hilmarssonar dags. 21.10.2002, varðandi gangbraut á Fjallkonuvegi. Vísað til Verkfræðistofu RUT.
Mál nr. 2002110001 5. Starfsáætlun Umhverfis- og tæknisviðs - gatnamálastofa. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri kynnti starfsáætlun gatnamálastofu fyrir árið 2003, sem og framkvæmdaráætlun gatnamálastofu fyrir árið 2003.
- Kl. 9.50 tók Ágúst Jónsson við fundarritun.
Lögð fram drög að tillögum vegna vegaáætlunar vegna verkefna í Reykjavík.
Nefndin samþykkir starfsáætlun gatnamálastofu fyrir sitt leyti með 3 samhljóða atkvæðum. (Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá).
Mál nr. 2002110001 6. Lögð fram starfsáætlun Umhverfis- og tæknisviðs fyrir árið 2003 vegna Verkfræðistofu. Ólafur Bjarnason gerði grein fyrir áætluninni.
- kl. 10.35 tók Þórhildur Lilja Ólafsdóttir aftur við fundarritun.
Nefndin samþykkir starfsáætlun Umhverfis- og tæknisviðs - Verkfræðistofu hvað varðar hlut Samgöngunefndar með 3 samhljóða atkvæðum. (fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá).
7. Mál nr. 2002110001 Lögð fram starfsáætlun Bílastæðasjóðs Reykjavíkur fyrir árið 2003. Stefán Haraldsson framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs gerði grein fyrir áætluninni. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti drög af starfsáætlun Bílastæðasjóðs með 3 samhljóða atkvæðum. (Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá).
Mál nr. 2002020108 8. Lagt fram bréf Dóms- og Kirkjumálaráðuneytisins dags. 02.10.2002, varðandi skipan fulltrúa Reykjavíkurborgar í Umferðarráð. Að tillögu formans er samþykkt að skipa Jóhönnu Eyjólfsdóttur aðalmann og Steinunni V. Óskarsdóttur til vara. Samþykkt.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 11.05.
Árni Þór Sigurðsson Haukur Logi Karlsson Steinunn V. Óskarsdóttir Kjartan Magnússon Gísli Marteinn Baldursson