No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Fundargerð samgöngunefndar
Ár 2002, mánudaginn 21. október kl. 09:00 var haldinn 43. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5 hæð.
Þessir sátu fundinn: Haukur Logi Karlsson, Gísli M. Baldursson, Kjartan Magnússon, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Baldvin Baldvinsson, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Stefán A. Finnsson.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
Mál nr. 2002040102 1. Lagt fram bréf Gunnars Bergsteinssonar, formanns húsfélagsins að Skúlagötu 20, dags. 02.10.2002. Þakkarbréf til nefndarinnar fyrir skjóta afgreiðslu nefndarinnar á máli er varðar bílastæði við Skúlagötu - Lindargötu.
Mál nr. 2001060182 2. Lagt fram erindi Sjafnar Sveinsdóttur, dags. 16.10.2002, um gatnamót Langholtsvegar og Skeiðarvogar. Vísað til Verkfræðistofu RUT.
Mál nr. 2002080072 3. Lagt fram bréf Jóhönnu Björnsdóttur, dags. 28.08.2002, varðandi bílastæðavanda á Bergþórugötu. Vísað til Verkfræðistofu RUT.
- Gísli Marteinn Baldursson kom á fundinn kl. 09:10.
Mál nr. 2002050018 4. Lagt fram að nýju bréf Olgu Helenu Kristinsdóttur, ódags. um lokun milli Álakvíslar og Birtingakvíslar. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu RUT, dags. 17.10.2002 um málið. Samþykkt.
Mál nr. 2002070029 5. Lagður fram að nýju tölvupóstur Sturlu Þorgeirssonar, dags. 05.07.2002, varðandi umferð um Sjafnargötu. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu RUT, dags. 15.10.2002 um málið. Samþykkt.
Mál nr. 2001100071 6. Lagt fram bréf Arngríms Fr. Pálmasonar, dags. 22.06.2002, varðandi umferðarhættu á Háaleitisbraut. Vísað til Verkfræðistofu Rut.
7. Óskar Dýrmundur fulltrúi R-listans í samgöngunefnd lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fyrirspurn vegna merkinga á stígakerfi Reykjavíkurborgar:
Mikilvægt er að settar séu skýrar merkingar og leiðbeiningar fyrir umferð þeirra er fara um stíga borgarinnar. Skiptir þetta máli fyrir t.d. erlenda ferðamenn, börn og svo aðra þá sem eru ekki þaulkunnugir staðháttum. Því er óskað eftir formlegu svari á því hvort að í gangi sé áætlun um slíkt og ef svo er hvar er hún stödd. Óskað er eftir upplýsingum um þessi mál. Vísað til Verkfræðistofu og Gatnamálastofu.
8. Kjartan Magnússon, fulltrúi D-listans í samgöngunefnd innti eftir vinnu við hugsanlegri staðsetningu bílakjallara við Lækjartorg.
9. Kjartan Magnússon og Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúar D-listans í samgöngunefnd lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar sjálfstæðismanna óska eftir því að gerð verði úttekt á umferðaröryggi við leikskólann Öldukot við Öldugötu. Fyrir framan skólann er nú of hröð umferð m.t.t. þeirra fjölmörgu barna sem sækja skólann og leiksvæðið og sparkvöll við hlið hans. Óskað er eftir því að sett verði upp viðvörunarmerki "AÐ.11 BÖRN" við skólann og skoðað verði hvort þörf sé á því að koma þar einnig fyrir hraðahindrun.
10. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó b.s. lýsti yfir þungum áhyggjum sínum varðandi uppsetningu 3ja nýrra hraðahindrana í Rofabæ og hvatti nefndarmenn til að hugsa að hagsmunum Strætó b.s. Ásgeir óskar eftir sérstakri umræðu á næsta fundi samgöngunefndar um málið heilstætt.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 09.45.
Haukur Logi Karlsson Kjartan Magnússon Gísli Marteinn Baldursson Steinunn V. Óskarsdóttir Ólafur Dýrmundur Ólafsson